Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1943. Baschinka (Framhald) “Það gæti undir engum kring- umstæðum heyrt til barón Gaspadof”, sagði Josef með hæðnisbrosi. “Tengdafaðir minn fékk kofa þessa hjá fyrverandi eiganda, er leyfði honum lífstíðar ábúð, en borgaði ákveðna upphæð á ári hverju. Þar sem kofinn stóð hefir hann byggt hús og ó- frjóum landshluta hefir hann breytt í ekrur. Hann hefir kom- ið upp alidýrum og því eru þau hans' eign. Auk þessa, herra barón! er ekki verið að tala um landslög heldur breytni.” Baróninn gekk um gólf með óþreyju og mælti. “Þú skalt fá peningaupphæð sem þú vilt, en þá verðurðu að fara.” Jósef hristi höfuðið. “Farðu þá í djöfuls nafni,” öskraði svikarinn og stappaði í gólfið svo að rúðurnar hrist- ust og stólarnir dönsuðu. “Láttu mig fá endir á þessu! Eg sam- þykki eg lofa því.” “Orð yðar eru ’ eigi einhlýt. Það verður að vera skrifaður samningur, undirritaður og inn- siglaður.” “Jæja, við förum þá til bæj- arins á morgun.” “Nei, það verður að vera í dag.” “Já, í dag ef þér sýnist svo”. Basehinka var sú eina er fékk að vita ástæðuna fyrir dreng- lyndi barónsins. Bændurnir hóp uðu sig fyrir framan veitinga- húsið — þegar Gyðingurinn öllum til mestu ánægju flutti inn í það. Á meðan veitinga- húsið var lokað, var sem hjarta þorpsins hefði hætt að slá. Nú marraði hurðin á hjörunum, sól arljósið streymdi óhindrað inn um gluggana, fuglarnir sungu í búrunum, kindurnar jörmuðu, kýrnar bauluðu, hanarnir göluðu í garðinum og röddin hennar Baschinku heyrðist innan um glauminn, er líktist samstilltu fagnaðarópi, er alla gladdi. Presturinn óskaði hjónaefnun- um til blessunar með málalokin “Og nú”, mælti hann til Jósefs, “er bezt þú giftir þig. Þessi fagra ástarsaga er að enda. Við þurfum engan undirbúning, enga viðhöfn. Við búum í sveitaþorpi og því getur allt verið einfalt.” “Gjarnan, en hvar fáum við “Mínan” og “Cozon”, í stuttu máli allt er þarf til hjónavígslu eftir reglum Gyðinga.” Góð ráð voru dýr. Það var ógerningur að fara til Gyðinga- »safnaða, því þau gátu ekki trúað neinum fyrir húsinu. Eina ráð- ið virtist því að flytja til sín Gyðinga, sem þó hafði ærinn kostnáð í för með sér. “Æ, börnin mín-” mælti Jakob raunamæddur. “Þetta allt er þungbært. Þegar eg hugsa um það að.við erum dauðlegir menn °g getum dáið snögglega og óundirbúnir, án þess við verð- um grafnir af trúbræðrum Vor- um og enginn getur sagt 'Rarsck” yfir gröfum okkar. Enginn getur haldið veizluna hátíðlega, enginn grátið með okk Ur, né beðið með okkur á tím- Um neyðarinnar. Þegar eg í elli minni spyr mig sjálfan hvort eg ekki hafi syndgað svo mik- ið að eg fyrir það verði graf- ^nn sem hræ, þá ” Jakob gamli tárfeldi, og börn hans undruðust að hann jafnhraust- Iegur skyldi hafa svona við- kvasma tilfinningu. Eftir að Josef hafði hugsað um þetta nokkra stund, mælti hann glaður í bragði. “Kveljið ykkur ekki lengur með áhyggjum. Mér hefir komið rað í hug, og ætla eg að segja ykkur það, en ekki skuluð þið brosa.” “Hvað var það?” “Við látum Gyðinga koma til okkar.” Ertu frávita?” “Nei, langt frá, og nú fáið þið að heyra. Við þurfum að fá 10 hraustar og iðjusamar fjölskyldur er stunda akuryrkju, og svo stofnum við ofurlitla Gyð inganýlendu eða Gyðingasöfn- uð.” “En stjórnin leyfir ekki Gyð- ingum að festa ráð sitt hér í Norður Rússlandi.” “Uss! Hver er umboðsm^ður stjórnarinnar á þessum slóðum? Við mútum yfirvöldunum, sem þá kemur það ekkert við hvort fáeinir Gyðingar stunda hér ak- uryrkju.” “En baróninn?” “Eg tek hann að mér. Hann kemur því til leiðar er hann vill og þið hafið reynzlu fyrir að eg hefi dálítil áhrif á hann.” Þremur mánuðum eftir þetta höfðu tvö hús verið bygð á bak við gestgjafahúsið. Þetta voru húsin handa nýlendu- mönnunum er flestir voru giftir. Konurnar spunnu og yrktu garð ana, en bændurnir unnu á ökr- unum. Jósef og Baschinka voru sæmdar hjón, og Jakob gamli sýndist hafa yngst mikið, því nú hafði hann í fyrsta sinn í mörg ár komið í félag trúbræðra sinna. Hann var hinn veraldlegi og andlegi leiðtogi, því hann prédikaði og las bænirnar. Bar ’óninn var kúgaður til að þegja. Einu sinni datt honum í hug að æsa bændurna gegn Gyðingun- um, en með því hann var hrædd ur við að Jósef kæmist að hvað- an sá samblástur stafaði hætti hann við það, en ekki gat hann unað aðförunum í kringum sig, og urðu honum þær óbærilegri eftir því sem tíminn leið, og að lokum gerði hann Jósef aðvart að koma til sín, og mælti' “Eg er orðinn leiður á lífinu hér úti á landinu og vil flytja til borgarinnar og lifa þar af tekjum mínum. Viltu taka alla akrana á leigu?” “Já, til 10 ára.” “Hvað viltu bjóða í þá?” “Það verður herra baróninn sjálfur að ákveða.” “Sex þúsund rúflur um árið. Er það of hátt?” “Nei. Þér skuluð fá þá upp- hæð.” Eftir þetta gátu bændurnir, — sem lengi höfðu verið kúgaðir, dregið andann frjálst. Allt varð frjálslegra, látbragð fólksins, laufin á trjánum, fuglasöngur- inn og klukknahljóðið. Fimm er eru liðin. Fals bar- óninn Gaspadof elur aldur sinn í útlöndum. Presturinn er flutt- ur undir græna torfu. Hann lifði það ekki að ánauðinni yrði létt af bændunum, svo sem hann hafði vonað og spáð um. Jósef og Baschinka ljómuðu af heilsu og hamingju. Fjórir litlir kvistir hafa sprottið út úr ættarstofninum. Jakob er farinn að gerast ellimóður og leggur niður dagleg störf, en ver nú tímanum því meira í bænahúsi er hann hefir látið smíða við hús sitt. Nýlendufólkinu hefir fjölgað, því 30 Gyðingafjölskyldur hafa komið vestan úr landi, of* gerst bændur, yrkja akra, fjölga lif- andi peningi og búa til olíu þeg- ar kornið er komið í hlöðurnar. Á veturnar hefir þetta iðjusama fólk nóg að starfa svo sem smíða hefla, vefa, búa til skó, og kenna börnunum, sem eru framtíð þessar blómlegu nýlendu. þyddi úr dönsku. E. G. Mary Roberts Rinehart Hún ritaði dulrænar sögur. enda fékk hún kynlegar heimsóknir. Miljónir manna hafa lesið sög- ur Mary Roberts Rineharts. Hún hefir ritað nær fimm tugi bóka og þúsundir blaðsíðna í tíma- ritum. Þó hóf hún ritstörf sem þriggja barna móðir. Hún gerði það eigi í því skyni að geta sér frægð heldur sökum þess, að hún var til þess knúin vegna skulda. Fyrsta sagan, sem hún seldi, færði henni þrjátíu og fjóra dollara í aðra hönd. Nú greiða ritstjórar glaðir þrjátíu og fjór- ar þúsnundir dollara fyrir sögu eftir hana. Hún er í tölu hinna takjuhæstu rithöfunda Vestur- heims — og jafnframt hinna af- kastamestu. Hún seldi einhverju sinni böggla af sögum sínum til kvikmyndaframleiðanda fyr- ir sjötíu og fimm dollara hvern böggul. En síðar hafnaði hún því tilboði að fara til Holly- wood og skrifa sögur til kvik- myndatöku, þótt fimmtíu þús- und dollarar væru í boði. Frú Rinehart hefir mjög átt við vanheilsu að búa, enda hafa ótal læknisaðgerðir verið gerð- ar á henni. En hún hélt áfram að skrifa — í rúminu, hjóla- stólnum og í sjúkrahúsum. Hún orti einu sinni ljóð, meðan hún var að ná sér eftir barnaveiki, og hún varð að sótthrpinsa hand-' ritin, áður en hún sendi ljóðin til birtingar. Mary Roberts Rinehart hefir oft látið þess getið, að ef hún hefði ekki átt við vanheilsu að búa og oft orðið að liggja rúm- föst langa hríð, myndi hún aldrei hafa skrifað allar þær bækur, sem raun hefir á orð- ið. Kvæðin, sem hún sótthreins- aði, færðu henni ekki auðæfi í aðra hönd. Þeim var neitað um birtingu. Sannleikurinn *er sá, að kvæði hennar hafa aldrei selzt. Hún samdi einu sinni ljóðabók fyrir börn og fór á fund sérhvers útgefanda frá Pittsburgh til New York, en erfiði hennar bar engan árang- ur. Hún hélt heimleiðis hrygg og vonsvikin og hét því að hugsa eigi um ritstörf frarnar. En skyndilega varð hún fyrir fjárhagslegu áfalli. Það var gamla sagan um gjaldþrot, er orsakaðist af ógætni og óheppni. Allar eignir fjölskyldu hennar gengu til þurrðar á einum degi, en í þeirra stað höfðu henni safnazt skuldir, er námu tólf þúsund dollurum. Tólf þúsund dollarar! Rinehart lét þess getið, að aðstaða fjölskyldunnar hefði vart verið vonlausari, þótt skuld irnar hefðu numið tólf miljón- um dollara! Hún þráði að gera (eitthvað, til þess að aðstoða mann sinn, er var læknir að atvinnu. En hvað gat hún gert. Henni kom til hugar að freista þess að helga sig ritstörfum. En hún var í önnum við húsverk allan daginn og sárþreytt að kvöldi. Jafnvel, er hún var háttuð, gat hún ekki alltaf unnt sér hvíld- ar, vegna umönnunai^ um börn sín. Þá balr svo við einhverju sinni að kvöldlagi, að Rinehart læknir kom heim úr sjúkra- vitjun og sagði henni næsta furðulega sögu: Einn sjúklingur hans hafði misst minnið og ímyndaði sér, að hann væri orð- inn ungur maður öðru sinni. Honum virtist kona sín vera sér ókunnug kona, og hann hló að því, er honum var frá því skýrt, að börnin, serp hlupu um húsið, væru börn hans.' Saga þessi hafði mikil áhrif á frú Rinehart; Hún sat alla nóttina við að semja smásögu, þar sem frásögn manns hennar lá efninu til grundvallar, og sendi hana Munsey’s Magazine. Henni til mikillar undrunar birt ist sagan ekki aðeins í tímarit- inu, heldur var henni og send ávísun, er nam þrjátíu og fjór- um dollurum og tilmæli um, að hún sendi fleiri sögur. Eftir þetta tók hún að iðka ritstörf í tómstundum sínum. Ef þú kynnir að ætla, að hún hefði haft miklar tómstundir, þá ætla eg að trúa þér fyrir því, hvaða störf hún hafði daglega að inna af höndum. Hún varð að halda þriggja hæða húsi hreinu og annast um mann sinn og þrjá syni. Raunar hafði hún vinnukonu sér til að- stoðar, en eigi að síður annað- ist hún um öll innkaup til heim ilisins og ákvað hvað skyldi í mat þrisvar sinnum á degi hverjum og hjálpaði til við fram reiðsluna. Hún saumaði öll föt á sjálfa sig og börnin og gerði við hin eldri, er þess þurfti með. Um fjórtán ára skeið annaði'st hún um móður sína, er ’var ósjálfbjarga sjúklingur. Hún skrifaði reikningana fyrir mann sinn, annaðist bókhaldið og að- stoðaði hann á margan hátt annan. Eini tíminn, sem hún hafði til ritstarfa, var á kvöld- in, er maður hennar var í sjúkravitjunum. Eigi að síður hafði Mary Roberts Rinehart, er ár var liðið frá því að húh tók að iðka rit- storfin, selt fjörutíu og fimm smásögur og aflað tekna, er námu meira en átján hundruð dollurum. Hún hefir búið í tveimur hús um, þar sem reimt hefir verið talið. Annað þeirra er á Löngu- eyju, en hitt í Washington. Skömmu eltir andlát Boise Penrose, flutti Rinehartfjölskyld an í íbúð hans í Washington^ Frú Rinehart tók sér aðsetur í herbergi því, sem hann lézt í. E-igi leið á löngu, unz furðuleg- ir atburðir tóku að erast. Bjallan í svefnherberginu hringdi, þótt enginn snerti hana. Dyrnar opnuðust, þótt enginn maður væri sjáanlegur. Fuglar og leðurblökur birtust í her- berginu, þótt dyr og gluggar væru lokaðar. Annarleg hljóð gat að heyra, og hurðum var skellt harkalega á náttarþeli. Það var hamrað’ á titvélina um tvöleitið að nóttu til, og þegar að var gætt, var enginn maður sjáanlegur, sem við þá iðju hefði getað fengist. Hund- urinn tók iðulega að gelta og óskapast að því er virtist að ástæðulausu. Stólar, borð og aðr ir munir færðust um set, og draugaleg hljóð, er kváðu við um nætur, voru hin voveifleg- ustu. Frú Rinehart var enganveg- inn rótt. Vinur hennar, sem var andatrúarmaður, gaf henni það ráð að tala til andanna, er hún heyrði háreystina. Hún átti að tala til andanna og spyrja þá, hvað þeir vildu og hvað hún gæti fyrir þá gert. 1 Næstu nótt skelltist gluggi í dagstofunni aftur, án þess að nokkur lifandi vera ætti þar hlut að máli. Frú Rinehart laum aðist þá fram úr rúmi sínu og læddist inn í dagstofuna. Hún hallaaði sér upp að veggnum og ávarpaði anda annars heims óttablandinni, skjálfandi röddu. í sömu svipan tók bjalla að hringja frammi í forstofunni svo hátt að undir tók. Frú Rinehart varð svo skelk- uð, að hún ætlaði að hníga nið- ur, þar til hún varð þess vör, að hún hafði sjálf þrýst d bjöllu- hnappinn með því að halla sér upp við vegginn. Frú Rinehart trúði ekki á vofur né forynjur. Hún trúir því ekki, að andi Boise Penroses hafi verið valdur að þessari háreysti. Hún kvaðst eigi geta neitað því, að stundum hafi sér fundist sem verur úr ósýnileg- um heimi væru umhveríis sig. Tíminn. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. B<*rcovitch. framkv.stj. Verzla f heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 J Heimasfmi 55 4B3 Business and Professional Cards S. E. Björnson, M,D. Lœknir og lyfsali y • ARBORG, MAN. Dr. K. I. JOHNSON Physician and Surgeon \ Sfmi 37 CENTRE ST., GIMLI, MAN. NO. 1 Call 2 DR. M. C. FLATEN Tannlœknir EDINBURG, N. DAKOTA I.A. Anderson, B A., LL.B. Barrister and Solicitor and Noiary Public Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN. Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinnipég Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. E. G. EIRIKSSON Lyfsali CAVALIER, N. DAKOTA. Sfmi 24 Blóm stundvíslega afgreidd THE R0SERY itd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. Hleuets StlMtlÍOS (argesl Phetogcaphic OioannaUonJn CanacL Otptnijalwn ui Canada otre Dame- Ahone 96 647 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Bat'kman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FKOZEX FJSH H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfræðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðala. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Parje, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 e Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 2 00 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsftbyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 , DR. A. V. JOHNSON Dentist m • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • ’ pægilegur og rólegur bústaður í miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltiðir 4 0c—60c Free Parking for Guests Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Böjaröir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg . Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður aá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsími 501 562 L e g s t e i n a r sem skara framúr Úrvals blágrýti / og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARftlES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnlpeg, Man. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tii 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissimi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning:) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talstmi 30 877 Slmi 22 296 HeimiH: 108 Chataway Stmi 61 023 Viðtalstimi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.