Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines tóSf hato*&** ForBetter qoX- ** Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines d*>t *SSf*í ,io* C<* #< Service and Satisfaclion 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1943. NÚMER 22 HELZTU FRÉTTIR ALVARLEGT VERKFALL. Á þriðjudagskvöldið lagði hálf miljón kolanámumanna í Banda ríkjunum niður vinnu, ýmist vegna óánægju með launakjör, eða vegna synjunar af hálfu námueiganda á samtakarétti starfsmanna sinna. Forseti námumanna samtak- anna, John Lewis, er maður harður í horn að taka, og ekk- ert lamb að leika við; hann vill að kolanámumenn tái hækkað kaup sitt um $2 á dag, en sýnist eigi frábitinn því með öllu, að sætta sig við dollars og hálfs kauphækkun; en að þessu hafa námumenn eigi viljað ganga, og þaðan af síður eigendur nám anna. Innanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Mr. Ickes, telur verkfall þetta að öllu ólöglegt, og í raun og veru beina uppreisn gegn lög * skipaðri stjórn hinnar amerísku þjóðar. -f -f -f BANDARIKJAMENN NÁ HALDI Á ATTU EYJUNNI. Eftir því nær þriggja vikna látlausa orustu, náðu Banda- rikjamenn fullu haldi á Attu eyjunni, sem liggur í Aleutian eyjaklasanum, tóku þar ógrynni herfangs, og gengu svo frá mál- um, að naumast var japanskur hermaður eftirskilinn uppi- standandi á vígstöðvum þessum. Næst er búist við að Japanir verði hraktir með öllu á brott af Kiska, sem þeirra aðalbækistöð á áminstum eyjum. * * * NÝR STJÓRNARFORMAÐUR í ALBERTA. Eins og Lögberg gat til í vik- unni, sem leið, hefir Hon. E. C. Manning aflagt embættiseið sem stjórnarformaður Albertafylkis; kosning hans í forsætisráðherra embætti fór fram á þingmanna- fundi Social Credit flokksins á mánudaginn var. Mr. Manning gengdi áður fylkisritaraembætti, og var yngsti ráðherrann í ráðu- neyti Mr. Aberharts. * * * RISAFENGNARI LOFTÁRÁSlR EN NOKKRU SINNI FYR. Loftárásir sameinuðu þjóð- anna á Sardiníu, Sikiley, og jafnvel meginland ítalíu, hafa magnast svo undanfarna daga, að hafnarvirki og rafstöðvar Hggja á mörgum stöðum svo að segja í rústum. í þessari síðustu atíennu hafa möndulveldin tapað því nær 400 flugvélum til móts við að- eins 30 af hálfu hinna samein- uðu þjóða. Mr. Churchill hefir gefið ítölum til vitundar, að síðustu árásir séu þó eigi nema lítill forsmekkur af því, sem, ítalir megi vænta í náinni fram- tíð. * * * sameinuðu þjóðirnar na haldi á miklum hluta franska flotans. Síðastliðinn mánudag gerðust þau tíðindi, að sá hluti franska flotans, sem legið hafði í höfn í Alexandríu í full tvö ár, gekk sjálfviljugur í þjónustu hinna sameinuðu þjóða; alls var hér unn níu herskip að ræða, tvö orustuskip yfír 20,000 smálestir að stærð, hvort um sig, tvö beiti skiP, fjóra tundurspilla og einn "eðansjávarbát. FRÁ KÍNA. Síðustu fregnir þaðan herma, að undanfarna daga hafi Kín- verar króað af um sextíu þús- undir Japanskra hermanna, er sama sem engar líkur séu á að eigi undankomu auðið. -?• ? ? MERKUR STJÓRNMÁLA- MAÐUR FALLINN f VAL. Þann 27. fyrra mánaðar, varð bráðkvaddur á skrifstofu sinni í Wellington-borg, Hon J. G. Coates, hermálaráðherra stjórn- arinnar á New Zealand, freklega sextugur að aldri; hann var for- sætisráðherra þjóðar sinnar frá 1925 til 1928. Um þær mundir sem núverandi heimsstyrjöld braust út, var Mr. Coates falin á hendur forusta hermálaráðu- neytisins, og falla dómar um það mjög á einn veg, að hann á því sviði hefði verið réttur mað- ur á réttum stað. Mr. Coates kom tvisvar til Winnipeg, og flutti hér ræður, sem báru vott um víðtækan, stjórnmálalegan þroska. ? ? •? STÓR'ÐJUHÖLDUR LÁTINN. Á þriðjudaginn í vikunni sem leið, lézt á sjúkrahúsi í Detroit, stóriðjuhöldurinn Edsel Ford, forseti Ford-bílaverksmiðjunnar heimsfrægu, er faðir hans, Henry Ford, lagði grundvöll að, og nú mun vera umfangsmesta fyrirtæki slíkrar tegundar í víðri veröld. Edsel Ford var 49 ára, er dauða hans bar að; hann lætur eftir sig ekkju og tvö uppkomna sonu. Edsel Ford stundaði um hríð nám við háskólann i Michigan, en hvarf frá því áður en til fullnaðarprófs kæmi, til þess að takast á hendur forstjórn hins risavaxna verksmiðjufyrirtækis, er föður hans tók að þyngjast sporið. Lík aðferð verður notuð. ef skipting eftir stjórnmálaskoð- unum er að einhverju leyti skökk. Þessi aðferð til þess að kynna sér álit almennings hefir verið notuð um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum og víðar; að- ferðin er vanfelega kennd við Ameríkanann Dr. Gallup. Þeir, sem að þessu standa, undirstrika, að hér sé aðeins um tilraunir að ræða, og að óvíst sé hvort þær aðferðir, sem gefizt hafi vel í Bandaríkjunum, eigi við íslenzka staðhætti, en að þær niðurstöður, sem fengizt hafi í Bandaríkjunum, séu svo fróð- legar, að sjálfsagt hafi þótt að reyna eitthvað líkt hér. Ef tilraunirnar heppnast vel er ætlunin að færa starfssviðið út þannig að spurt verði einnig annarsstaðar á landinu. Skoðanakönnunin er alger- lega óháð; hún ræður sjálf spurningunum og dæmir um að hve miklu leyti og í hvaða formi á að birta niðurstöðurnar. Að þessu sinni hefir tímaritið "Helgafell" keypt niðurstöðurn- ar. Vísir, 26. marz. í herþjónustu Sameinast þektu lögfrœðingafélagi ! i Þrír hagfræðingar efna til skoðanakönnunar "Helgafell" hefir keypt fyrstu niðurstöðurnar. Reykvíkingar verða þessa dag ana spurðir um afstöðu þeirra til ýmissa þeirra mála sem ver- ið hafa á dagskrá undanfarið. Það er skoðanakönnunin, sem hér er á ferðinni. Reynt verður að spyrja þannig að sem réttust hlutföll verði eftir stjórnmála- skoðunum, aldri, kyni og öðru því, er álíta má að hafi áhrif á skoðanir manna. Spurningarnar eru valdar þannig, að þær sneiði bjá því, er stjórnmáladeilur hafa staðið um, ent eru þó þess eðlis, að fróðlegt kynni að vera að öðlast vitneskju um afstöðu almenn- ings til þeirra. Þeir hagfræðingarnir Klem- ens Tryggvason, Dr. Björn Björnsson og Torfi Ásgeirsson hafa gengið þannig frá spurn- ingunum, að álíta má að þær séu hlutlausar, þ.e.a.s. að spurt sé þannig, að spurningarnar sjálfar hafi ekki áhrif á svörin. Þegar búið er að safna sam- an árangrinum, verður rannsak- að að hve miklu leyti hefir tek- izt að ná réttum hlutföllum og skekkjur leiðréttar eftir því sem föng eru á. Komi það t. d. í ljós, að spurð- ar hafi verið 10% færri konur en rétt væri til þess að ná rétt- um hlutföllum milli kynja, verð ur atkvæðamagn hinna að- spurðu kvenna aukið sem þessu nemur. Carl Darwin Anderson, Úr Electrical Engineering deild háskólans í Manitoba, út- skrifaðist við síðasta próf Carl Darwin Anderson, sonur Mr. og Mrs. Guðmundur Anderson, 800 Lipton St., Winnipeg. Hann er undir-lautinant í flota Can- ada og fór þegar að prófi loknu á Naval Engineering-skóla í Austur-Canada. Eleanor A Sveinson, frá Marquette, ere ein af 140 með- limum Canadian Women's Army Corps, er luku fullnaðaræfingu þann 29. maí síðastliðinn, og nú er komin til Winnipeg í her- þjónustu erindum. -f -f -f Fred K. Kristjánsson, 788 Ingersoll Street, hefir nýlega verið yalinn til þess að búa sig undir foringjastöðu í Canadiska hernum, og fer vestur til Chilli- vack, B. C. þeirra erinda. Gestur Eyður Sigurðsson, frá Geysir, Man., gekk í herþjón- ustu þann 21. maí síðastliðinn; hann er 24 ára að aldri, og hef- ir starfað við landbúnað og fiski- veiðar. J. S. Skaptason, Winnipeg, hefir lokið prófi sem 2nd Lieut- enant við Army Battle Drill skóla. Hann innritaðist til her- þjónustu fyrir meira en ári og gegnir foringjastöðu í Winnipeg Light Infantry. Eiríkur Thordarson, frá Gimli, gekk í herþjónustu þann 22. maí s. 1., samkvæmt tilkynningu frá hernaðaryfirvöldunum; hann er fæddur við Árnes, en móðir hans, Herdís Thordarson, er bú- sett á Gimli. Lárus Thordarson, frá Sinclair Man., innritaðist í Canadiska herinn þann 24. maí, s. 1. Hann vann við landbúnað fram að þeim tíma, sem hann gekk í herþjónustu. Móðir Lárusar, Mrs. J. Thordarson, er búsett í Sinclair-bygðinni. G. S. Thorvaldson, K. C A. G. Eggertson, K. C. íslenzku lögfræðingarnir velmetnu, þeir Á. G. Eggertson K. C, og G. S. Thorvaldson, K. C, sem rekið hafa í félagi lögmannsstörf í Nanton-byggingunni hér í borginn, hafa nú gengið í félag við eitt af elztu og bezt þektu lógfræðinga- félögum þessarar borgar þeim Andrews - Andrews. Þetta nýja félag gengur framvegis undir nafninu Andrews, Ándrews, Thorvaldson — Eggertson, og hefir bækistöð í Bank of Nova Scotia byggingunni, Portage Ave og Garry Street. Lögberg flytur þeim Thorvaldson og Eggertson, árnaðar- óskir, í tilefni af hinu nýja umhverfi þeirra á sviði lög- vísinnar. GEFIN SAMAN í HJÓNABAND Á ENGLANDI -Ný bók um Noreg eftir innrásina Höf.: Worm-Muller. Útgefandi Blaðamannaíélag íslands. Um þessar mundir er í prent- un bók eftir próf. Worm-Mull- or. sem Blaðamannafélag ís- Iands gefur út. Prófessorinn samdi bók þessa fyrir félagið, þegar hann var hér í fyrra, svo að hér er ekki um að ræða erindi þau, sem hann flutti hér, eða bók þá. er hann hefir samið og gefin verið út í Englandi. Fjallar bók þessi þó um skylt efni, þ. e. Noreg eftir innrásina 9. apríl 1940. Ragnar Jóhannesson, magist- er, hefir íslenzkað bókina og tekizt ágætlega. Sigurður próf- essor Nordal ritar formála og er framlag Blaðamannafélagsins til hennar. Bókin verður alls um 9 ark- ir, en að auki verður ein mynda- örk. Andvirði hennar verður látið renna í Noregssöfnunina og er gjöf Blaðamannafélags- ins til hennar. Vísir. SEGIR HVORKI AF NÉ Á. Þann 1. þ. m., útnefndi fjöl- mennur fundur Liberala og Progressive, Mr. A. E. Foster, fyrrum fylkisþingmann, til þess að vera í kjöri við aukakosn- inguna, sem fram fer í Killar- ney kjördæminu seinnipart þessa mánaðar. Eftir útnefningu vildi Mr. Foster hvorki segja af né á um það, hvort hann yrði í kjöri eða ekki, og kvaðst þurfa að fá umhugsunarfrest. Mr. og Mrs. Jón E. Kristjánsson. Þann 10. apríl voru gefin sam- an í hjónaband að Trodds Lane, Merrow á Englandi, þau Gnr. Jón Edwin Kristjánsson og Miss Emily Elizabeth Burningham, dóttir Mr. og Mrs. E. Burning- ham. Rev. L. Starey fram- kvæmdi hjónavígsluathöfnina, og var að henni lokinni, setin vegleg veizla, er um 60 manns tóku þátt í. Brúðguminn, sem er hinn mesti efnismaður, er sonur þeirra sæmdarhjóna, Mr. og Mrs. Otto Kristjánsson, sem nú eiga heima í bænum Geraldton í Ontariofylki. ? ? ? FRA AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Á orustustöðvum Rússlands má svo segja að alt standi við það sama; engar stórorustur hafa þar verið háðar upp á síð- kastið, og hernaðaraðgerðir mátt heita svo að segja eingöngu bundnar við rannsóknarflug yf- ir hinni löngu víglínu. Verðskulduð viðurkenning LÝKUR PRÓFI í HJÚKRUNARFRÆÐI. Miss Agnes Bardal. Nýlega hefir lokið fullnaðar- prófi í hjúkrunarfræði við Al- menna spítalann hér í borginni með hinum ágætasta vitnisburði Miss Agnes Bardal, dóttir þeirra merkishjónanna,*Mr. og Mrs. A. S. Bardal. Þessi gáfaða og glæsi- lega, unga hjúkrunarkona, er fædd hér í borginni 23. ágúst 1921. Hún innritaðist til hjúkrun arnáms við áminstan spítala 19 ára að aldri. H. A Bergmann, K. C. Nýlega hefir H. A Bergmann, K. C, verið kjörinn forseti í Manitoba Law Society. Er hér um fjölmennan félagsskap lög- fræðinga að ræða, og þeir einir vitaskuld til forsætis kjörnir, sem yfir mikilli þekkinc;u búa, og aflað hafa sér almenns trausts á vettvangi lögvísinnar. Lögberg óskar Mr. Bergman til hamingju vegna þeirrar verð- skulduðu sæmdar, sem honum með *vali þessu hefir fallið í skaut.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.