Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. “Eg er ekki að segja að það væri ráðlegt fyrir þá sem eiga honum fyrir grátt að gjalda, að sjtja fyrir honum,” sagði Tiser; “en mér finst að það væri ósköp vel skiljanlegt, að það yrði gert.” Hann stóð upp, fór að hornskáp í herberginu og kom með stóra flösku fulla af áfengi. “Nú, drengir, eg ætla að lofa ykkur að heyra söng, eða eitthvað yfir Radioið. Einn af okkar gömlu og góðu vinum hér í þessu friðsæla hvíldarheimili, færði mér áhaldidð að gjöf í gær.” Upp á bókaskáp í herberginu stóðu tveir hljóðaukar, annar heldur minni en hinn. Maðurinn sem hafði komið hljóðaukun- um fyrir, hafði sagt Tiser, að hinn minni væri til að mynda óþýða tóna. Þegar hann sneri á radioið, heyrðist hljómfagur kvenna- söngur, eins eðlilega og söngkonan hefði verið þar inni, það var rauðleiti ribbaldinn sem að stundu liðinni tók til máls og lét í ljósi það sem þeir voru allir að hugsa um. “Hvernig væri að snja fyrir Bradley i nótt? Sá náungi er óþarfur.” “Suss, suss!” sagði Tiser brosandi og lést halda-höndunum fyrir eyrun, svo hann heyrði ekki meir. “Eg má ekki heyra svona nokkuð, þið vitið,” það var auðséð, að söngurinn var þeim ekki til skemtunar. Þegar klukkan var ellefu, arukku þeir sína skilnaðarskál í sterku rommi. Þegar klukkan var nærri eitt um nóttina lagði Bradley af stað heim til sín frá Scotland Yard. Sá rauðleiti sá til ferða hans, og fylgdi eftir honum í hæfilegri fjarlægð. Allt sem Tiser bafði sagt þeim um ferðir hans var alveg satt. Hann tók ekki leiguvagn, né strætisvagn, sem svo að segja hefði komið honum heim að hús- inu sem hann bjó í. Sá rauðleiti var orðinn skamt á eftir honum, þegar hann sneri inn á Bryanston stræti. Þar úr skugganum komu hinir tveir félagar hans til fylgdar við hann. Þeír gengu hljóðlaust, því Mr. Tiser hafði fengið þeim þrjú pör af gömlum tennisskóm — goðgjörðasemi hans var takmarkalaus. Þegar þeir voru komnir miðja vegu uppeftir gang- stéttinni, og sáu engan nema Bradley, voru þeir ekki meir en svo sem fimm skref frá honum, þegar hann alt í einu snéri sér að þeim. “Upp með hendurnar strax,” sagði hann í skipandi róm, og reynið ekki til að flýja, það er ekki til neins nema að mæða ykkur,” með- an hann talaði, komu tveir lögreglubílar, sinn úr hvorri átt, keyrðu að mönnunum og stungu þeim viðstöðulaust inn í annan bílinn. Þeir voru rannsakaðir, og á Patho fundu þeir marg- hleypu. “Það meinar tíu ár fyrir Patho,” sagði Pradley, þegar búið var að setja á þá hand- járn og koma þeim fyrir í öðrum bílnum, gekk Bradley að bílnum og sagði við þá. “Ef eg sé Tiser, skal eg segja honum að þið hafið fylgt leiðbeiningum hans. Þið hefðuð átt að bíða og heyra allt útvarpið, það var lær- dómsrík ræða um fangelsisvist. Ekki að þið hefðuð heyrt eitthvað sem ykkur er ekki kunnugt, eða verður ^unnugt.” Bradley hélt svo rakleitt heim til sín, ánægður yfir að þessir þrír hættulegu, menn voru handsamaðir. Um Kvöldið þegar félagar Tisers voru farn- ir, fékk hann einhvernveginn hugboð um að taka ofan minni hljóðaukann, með aðstoð eins aí vistmönnunum, sem þekkti vel á samteng-' ingu rafmagnsvíra- Hann fann út, að þessi hljóðauki var tengdur við símavír utan á húsinu. Þegar Tiser vissi það, brá honum svo að hann varð bókstaflega grænn í andliti af ótta og skelfingu, þegar hann mintist allra þeirra funda og samtals, sem höfðu farið fram í herberginu, síðan að Radíóið var sett inn; því minni hljóðaukinn var mjög nákvæmur hátal- an, og allt sem sagt hafði verið inni í her- berginu, hafði heyrst — hver veit hvert? Vikán leið, vika algjörðs athafnaleysis fvrir önnu, vika sjálfsprófunar, sem gerði ekkert annað en, rugla dómgreind hennar meir. Hún hafði ekki lesið dagblöðin — hugur hennar \ar svart fréttablað, með stórum ógeðfeldum fyrirsögnum. Það að hún hafði nú verið svift keyrslpleyfinu, svifti hana um leið, hennar e:nu og mestu ánægju. Jafnvel þetta allt gat ekki æst hatur hennar á Bradley til athafna. Hún sá hann einu sinni þegar hún var að ganga í lystigarðinum. Hann var í bíl, fullum af mönnum, sem þaut áfram með feiknahraða. Þetta vakti hana til að hugsa um hvað hann hefði nú fyrir stafni, og hvaða menn hann væri með. Líklega einhverja sem hann hefir tekið fasta, fyrir litlar eða engar sakir, og væri á leið með þá í fangelsið eða gálgann. Einu sinni las hún framburð hans, gegn bíla- þ;óf, einu sinni gegn vasaþjóf, sem hafði verið eitur alla leið frá austur London vestur í Hvde Park. Til að stytta henni stundir bauð Mark henni að koma með sér til að sjá Hvíldarheimilið. Það var allt annað en ánægjuleg sjón sem hún sá þar. Þessir ræflar, sem hún sá þar, voru þær ömurlegustu mannsmyndir, sem hún hafði nokkurn tíma séð. Hann sagði henni að Sedemann hefði verið þar, og sýndi henni herbergi hans. “Við þorðum ekki að loka þann gamla djöful úti, svo herberginu er haldið fyrir hann; rétt núna sem stendur höfum við fáa á heimilinu.” “Eruð þér búnir að siðbæta þá alla?” spurði hún. Honum fanst eins- og kenna háðs í spurn- ingunni, sem vakti hræðslu í huga hans. Hún sá ekki Tiser. Hún hafði lagt svo fyrir að sá svitabelgur væri ekki heima þegar hún kæmi, “Við reynum ekki til að siðbæta þá.” sagði Mark henni á leiðinni heim. “Það sem við reynum að gera er, að útvega þeim einhverja atvinnu.” “Hvaða atvinnu?” spurði hún. og aftur varð hann var við efa í rödd hennar. Þau töluðu ekki um smygl framar. Mark hafði fengið nóg af því, og mintist ekki á það. Hvorki í bílskúrnum né húsinu, hafði hann hið minsta af nokkru sem gæti kastað grun á hann, eða verið brúkað sem sönnun gegn honum. Hann hafði meira að segja látið fara burt með bíl Önnu og setja í bílskúr, sem hann átti á Edgenare Rood, sem hann hafði lengi notað sem dreifingarstöð. Það var þrem- ur vikum eeftir að Anna var fyrir lögreglu- réttinum, að annað og verra tilfelli kom fvrir Mark. XVI. kafli. Mark Mc Gill gekk um gólf í stofunni sinni, stansaði af og til, til að líta út um gluggan. Á borðinu láu margar úrklippur úr dagblöð* unum, sem ýmsir manna hans 'höfðu fært hon- um, og þessar úrklippur voru allar um Önnu og mál hennar fyrir lögregluréttinum. Tiser kom irin í stofuna, hpnum að óvöru. Það gekk margt illa þessa daga á Heimilinu. Það hafði verið rannsakað tvisvar af lögregl- unni, og einn af álitlegustu vistmönnunum tekinn, og farið með fyrir lögregluréttinn, og dæmdur til níu mánaða þrælkunar vipnu. Auk þess hafði lögreglan út um landið, sett heil- mikla rögg á sig, sem var Mark til hins mesta óhagnaðar. Hann hafði grætt mikla peninga á smygli, en hann hafði og mikinn kostnað, og að Anna var svift keyrsluleyfinu, hafði valdið honum ófyrirsjáanleegra erviðleika. Mark heyrði að einhver kom inn, og skotr- aði augunum til dyranna, það var Tiser sem kom inn, hann lokaði hurðinni á eftir sér. Hann var allur á nálum, skimandi í allar áttir, og eftir krampadráttum í andliti hans og handa- fumi, giskaði Mark á, að þessi aðstoðarmaður sinn væri meir en lítið illa staddur. Tiser gekk beint að skápnum þar sem áfengisbyrgðirnar voru geymdar, helti fullt glas og slokraði í sig, í einskonar ofboði. “Hvað gengur að þér?” hreytti Mark út úr sér. “Þú gerir mig hræddan — í hamingjunn- ar bænum, láttu önnu ekki sjá þig í þessu ástandi.” “Önnu?” Hann reyndi að látast brosa, en gat að eins aukið gretturnar á andliti sínu “Hafið þér tekið eftir nokkri breytingu á Önnu upp á síðkastið?” spurði Tiser. “Hún talar varla orð við mig, varla lítur á mig; hún getur þó ekki haft neitt á móti vesalings Tiser?” “Hún hefir aldrei talað við þig hvort sem er,” svaraði Mark. “Eg get ekki séð hvernig nokkur stúlka getur talað við þig, og haldið virðingu sinni. Hvaða vandræði eru nú á ferðinni?” “Eg er ofurlítið órólegur hennar vegna.” Tiser lækkaði róminn. “Hún hefir verið svo þegjandi og áhyggjufull. í gærkvöldi meðan eg var hér, sagði hún ekki eitt einasta orð.” “Það sýnir hennar góðu greind. Hvað hafði hún til að tala?” svaraði Mark, óþolinmóðlega — því hann vissi vel um hátta skifti Önnu. “Hvað hefir þú á samviskunni í kvöld?” Tiser skimaði óttasleginn í kringum sig, íærði sig alveg að legubekknum, sem Mark sat á. “Eg hefi átt tal við einn af þessum bjálfum sem eru að læðast með ánni,” hálf hvíslaði hann. “Hann sagði mér nokkuð, sem gerði rrdg kvíðafullan. Hefði eg ekki verið við því búinn hefði eg bara dáið af hræðslu.” “Hvað er það? út með það!” sagði Mark hörkulega. “Það þarf ekki að vera neitt hættu- legt, þó það nærri dræpi þig af hræðslu.” “Þeir hafa altaf verið að leita að Eli. Þeir hafa á hverjum degi verið að leita í lækn- um, undir Meyjastiganum, og alla leið niður í fljótið; þessi náungi sagði mér að þeir hefðu sent kafara ofan í fenið, í sérstökum búningi, sem þeir höfðu fengið frá Þýzkalandi, til að leita í leðjunni undir húsinu. Það vissi enginn um þetta, það var gert á nóttunum, en mað- urinn, sem sagði mér, var á rangli þar með- fram, og sá þegar kafarinn fór niður.” Mark þagði um stund. Þessi frétt kom ótugtarlega flatt upp á hann. “Fundu þeir nokkuð?” Tiser hristi höfuðið. “Nei, maðurinn, sem sagði mér, sagðist hafa séð nokkra menn af áar lögregludeildinni og nokkra Scotland Yard mann, og heyrt þá tala saman. Þeir höfðu einkis orðið varir, og sögðust alveg hætta leitinni.” Mark hýrnaði á svipinn, við að heyra þetta. “Þeir hefðu eins vel mátt hætta leitinni strax. Útstraumurinn hefir strax farið með hann ofan í ána, og svo hefir hann skolast út í sjó.” Það var eins og Tiser væri ekki viss um það. “Eg vona það. Það væri hræðilegt ef hann hefði komist undan án þess að við hefð- um orðið varir við, og væri nú að hjálpa lög- reglunni til að koma okkur á kaldan klaka! Er það ekki óttalegt Mark? Munið þér hvað hann sagði?” Hann skalf eins og strá í vindi, og skimaði allt í kringum sig. “Rétt áður en hann. — Hann sagðist koma aftur, þér munið það Mark. Hann sagði að þér gætuð ekki drep- ið sig. Eg heyrði hann segja það áður. Þér munið andana sem hann var altaf í sambandi við, og litlu börnin — Ronnie — Ó, Mark!” Hann rýndi græðgislega í andlit Marks. “Það var bara rugl, var það ekki? Þér trúið ekki að til séu afturgöngur — andar sem ganga um, sem lifandi væru? Það er heimskulegt, er það ekki Mark?” Mark var að virða hann fyrir sér. “Hver djöfullinn gengur að yður, Tiser? Eruð þér búnir að missa vitið, eða hafið þér verið að ■ þefa af því hvíta?” “Nei, nei!” Tiser hristi höfuðið í ákafa. Hann talaði með skjálfta í rómnum. “Eg vil fá að vita, Mark — Haldið þér að andar dauðra manna gangi um eins og þeír væru lifandi?” “Þér eruð drukkinn,” sagði Mark hranalega. “Nei, eg er ekki drukkinn!” Hann greip í ofboðinu sem á honum var í handlegg Marks, eins og til verndar sér. Mark hristi hann af sér, fór að skápnum sem vínföngin voru geymd, fyllti stórt glas af rommi og fékk Tiser. “Drekk ið þér úr glasinu, og látið mig heyra hvað þér ætlið að segja, bölvuð marglýttan yðar,” hreytti hann út úr sér. “Andi! Ef eg væri að snuðra með nefið eftir hverri vitleysu eins og þér, þá sjálfsagt sæi eg djöfla líka.” Tiser fékk sér annan stóran drykk af rommi — Það var haft þar, sérstaklega handa hon- um; þegar hann hafði drukkið sem honum líkaði, varð hann dálítið rólegri, og sagði nokk- urnveginn greinilegíf, það sem lá mest á huga hans. Hann hafði háttað, fyr en hann var vanur, og sagðist hafa tekið nokkra drykki af rommi áður, en hélt því fram að hann hefði svo sem ekki verið drukkinn. Hann þurfti ekki mikinn svefn, og var vanur að vakna klukkan eitt eða tvö. en hann varð strax þess var, að hann var ekki einn í her- berginu. Tunglið skein inn um gluggan á svefnahverbergi hans. “Hann var þar, Mark” — hann var skjálfraddaður og tennurnar nötr- uðu í munni hans svo hann gat varla talað, svo skiljanlegt væri. “Sat á stól rétt við gluggan, og studdi höndunum á hnéin ” “Hver?” spurði Mark. “Eli Josef! Hann var í gamla kámuga frakk- anum sínum, og með loðhúfuna á höfðinu. Eg get bara séð gula andlitið hans núna, Mark! Ó, Guð, það var hræðilegt!” Hann hélt hönd- unum fyfir augu sér, eins og hann vildi reyna að útrýma þessari mynd úr huga sér. “Þér voruð í rúminu, sváfuð? Og þegar þér fóruð á fætur, sáuð þér ekkert, og hafið áttað yður á, að yður var að dreyma, var ekki svo?” sagði Mark. Tiser hristi höfuðið. “Nei, mig var ekki að dreyma. Það var hann. Hann sat þar þegjandi 6g horfði á mig um stund. Svo heyrði eg að hann var að tala vlð anda-börnin sín. Eg veit ekki meira hvað skeði. Eg held að það hafi liðið yfir mig. Þegar loksins að eg rankaði við mér aftur, leið mér hræðilega illa. Þá var að byrja að birta —.” “Og þá var enginn Eli þar!” spurði Mark í hæðnislegum róm. “Þér verðið að fá yður aðra tegund af rommi.” “Eg sá hann,” nöldraði Tiser í vondu skapi. “Haldið þér að mér hafi getað missýnst? Eg þekki Eli Josef, eins og fingurna á höndunum á mér — það var hann!” Hann heyrði hæðnishlátur í Mark, og and- litið afmyndaðist, eins og í óþolandi þjáningu. “í guðs bænum gerið þér ekki þetta, Mark! Eg var ekki drukkinn; Eg get fullvissað yður um að eg sá hann eins glögglega og eg sé yður.” “Þér eruð annað hvort að búa þessa sögu til, eða þér hafið verið drukkinn, þér eruð flón,” sagði Mark, með fyrirlitningu. “Haldið að eg skilji ekki ganginn í þessu? Því ætti hann að heimsækja yður? Væri ekki líklegra áð hann kæmi til mín? Annað hvort er þetta bara marklaus ímyndun yðar, eða einhver af drengjunum á heimilinu komið inn, til að sjá hvort nokkuð fémætt væri þar að finna.” “Hurðin var vandlega læst,” greip Tiser fram í. “Hann gat vel hafa komist inn um gluggan. Það er auðvelt fyrir hvaða innbrotsþjóf sem vill, að komast inn í yðar herbergi. Nei, þér hræðið mig ekki með svona sögu, vinur minn. Eli Josef er dauður, og hann er þar með úr sögunni. Heyrið þér hvað eg segi yður! Þér hvorki sáuð né heyrðuð hann. Það voru bara fylliríis órar í höfðinu á yður.” Tiser hafði allt í einu staðið upp, andlitið var skjalla hvítt, og augun starandi. “Hlustið þér!” haryti gapti af undrun. ‘Hlustið þér Mark! Getið þér ekki heyrt það?’! “Mark ætlaði að segja eitthvað, þegar hann allt í einu heyrði veikt fiðluhljóð. Það virtist koma utan frá strætinu, og hann þekti lagið sem Eli Josef var vanur að leika á fiðluna sína. Hann hljóp bölvandi að glugganum, ýtti gluggatjöldunum til hliðar, og lyfti upp glugg- anum, og hljóp út á svalirnar. Á stéttinni fyrir framan húsið sást engin á ferð, og eng- inn sjáanleg umferð á strætinu, og ekkert fiðlu hljóð heyrðist heldur. Hann kom inn, lokaði glugganum, og var í þann veginn að setjast í leðurbekkinn, er hann heyrði aftur fiðluhljóð- ið, sama lagið. Nú virtist það koma frá veggn- um. “Heyrið þér það núna?” hvíslaði Tiser. Rétt í þessu var barið að dyrum; Mark opnaði hurðina. Það var Anna sem kom inn í stofuna. “Heyrðuð þér að einhver var að leika á fiðlu?” spurði hún. “Heyrðuð þér það líka?” spurði Mark. “Já, eg sat í svefnherbergi mínu og var að sauma”, — og benti á vegginn, sem aðskildi herbergi Marks og hennar, “þegar eg heyrði það. Var það ekki lagið sem Eli gamli Josef var vanur að leika?” Mark reyndi að látast hlægja að þessa. “Þessi brjálaði náungi heldur að hann hafi séð gamla manninn —” Fiðluspilið hætti. Tiser bar sig sem óður væri, ýmist gapti eða glápti, eða bjóst til að hlaupa út. “Þér heyrðuð það?” skrækti hann út úr sér. Eli Josef! Það lék enginn þetta lag eins og hann, hann hafði aldrei réttan takt í því — altaf svona taktlaust. Það er Eli — eg skal sverja að það er hann! Eg skal sverja að það var Eli sam eg sá sitja í svefnherberginu mínu.” Mark greip til hans, bölvandi, og henti hon1- um niður í stól. “Sitjið þér þarna h rottan yðar.” “Takið þér ekkert mark á því sem hann segir, Anna, hann er drukkinn.” “Hvenær sá hann Eli Josef?” “Hann sá hann ekki — hann dreymdi í fylliríi að hann sæi hann. Við hverju öðru er að búast af manni, sem aldrei fer ófullur að sofa?” Einhver veik og óljós mótmæli heyrðust frá Tiser, en Mark ansaði því engu.. “Hann er vitlaus — allir geta séð að hann er vitlaus. Þetta sem heyrðist var bara einhver að leika á fiðlu úti á strætinu. I kyrru veðri, eins og núna, getur það heyrst langt að. Þér eruð þó ekki að fara Anna?” Hún var þegar komin að dyrunum. “Já, eg ætla að fara. Mig langar bara til að vita hvort þér hefðuð heyrt það. Eg hafði ekki annað erindi.” Áður en hann gat kómið í veg fyrir að hún færi, var hún horfin. Hann heyrði hana skella hurðinni að herbergi sínu í lás. Hann sneri það bráðasta við, skálmaði þangað sem Tiser sat; henti honum á fætur, og hristi hann, eins og hundur hristir rottu. “Hversu oft hefi eg sagt yður að hræða ekki stúlkuna, bjálfinn yðar. Það er betra fyrir yður að vera dálítið varfærinn, ef þér eigið ekki að fara sömu leiðina og Eli Josef. Mér er óhætt að segja yður það hreint út, því þér þorið ekki að vekja minsta hávaða, nema eiga líf yðar í hættu. Burt með yður hið bráðasta fyllisvinið yðar.” Hann þreif í bakið á Tiser og hratt honum út á mitt gólfið. Þegar Tiser hafði komið fót- um fyrir sig, stóð hann skjálfandi og yfir- kominn af ótta. “Mér þykir ósköp fyrir því, að eg skyldi gera yður ónæði; minn kæri Mark,” sagði hann auðmjúkur. “Eg gætti mín ekki elsku Mark.” Hann meir læddist en gekk út úr stofunni, flúði sem fætur toguðu ofan stigann og eftir strætinu út á Cavendish stræti. Hann var nærri sprunginn af mæði, þegar hann komst út á Oxford stræti, en hann var ofur- lítið rólegri; en þegar hann var kominn alla leið til Hammersmith, hafði hann aðy mestu yfirbugað óttann sem greip hann. Heimilið var á horni tveggja stræta. Hammersmith og Broadway. Á hvorugu strætinu sást nokkur maður á gangi, um þennan tíma nætur. En þegar hann sneri fyrir hornið, sá hann mann standa upp við Ijósapóst. Eftir útliti að dæma leit út fyrir að hann væri drukkinn, eða hálf sofandi; hann hékk eins og máttlaus drusla fram yfir sig með höndurnar kross- lagðar á brjóstið. Tiser hvatti sporið til að komast sem fyrst framhjá honum. Það, að hann sá ljósgeisla frá framdyralampa Heimilis- ins og hið nývakta traust í huga hans, gaf honum einhverja falska hugdirfsku. “Gott kvöld,” sagði hann glaðlega, þegar hann gekk fram hjá manninum. (Frarnhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.