Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1943. ----------Högberg---------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publíshea by The Columbia Press, Limíted, 6^95 Sargent Avenue Winnipeg, ManítODa PHONE 86 327 Djúp sem þarf að brúa Á öllum öldum hefir djúp verið staðfest milli æsku og elli, þó misjafnlega hafi það verið breitt; reynt hefir verið að brúa þetta djúp, stundum með nokkrum árangri, en í öðrum tilfellum árangurslaust; þetta djúp verður þó að brúa, ef koma á í veg fyrir menningarlegt skipbrot. Gamla fólkið var einu sinni ungt, og unga fólkið getur orðið gamalt; bilið á milli æsku og elli er ekki langt, jafnvel þó mannsævin komist upp í áttatíu eða níutíu ár; barnið er maður, og gamalmennið er líka maður, og þegar alt kemur til alls, skal eitt yfir bæði ganga. Hjá æsku og elli verður að koma fram gagn- kvæm virðing, ef vel á að takast til um sam- búðina; sú æska, sem lítilsvirðir gamla fólkið, sólsetursbörnin, er á hálum ís, og á örðugt með að fóta sig þegar út í lífið kemur; og hún á það á hættu, að hennar bíði ömurleg elli ein- angrunar og vonleysis. Sú þjóð, sem eigi er þess umkomin, að sjá sólsetursbörnum sínum farborða, hefir af litlu að stæra sig, og vegur hennar verður aldrei auðnuvegur. í þessu landi, er lífeyrir gamalmerna það skorinn við nögl, að óviðunandi verður að teljast; stórfé er eytt í auglýsingar um matar- tilbúning og hverskonar hollmeti. En hvaða fæðutegundir getur það fólk keypt, sem dreg- ur fram lífið á tuttugu dollurum á mánuði, eða þar um bil? Þetta verður gamla fólkið, sem borið hefir hitá og þunga hins stranga erfiðisdags að sætta sig við, og að því er bezt verður séð, lætur æskan sig þetta litlu skipta; að minsta kosti hefir þess enn eigi orðið vart, að æskulýðsfélög þessa lands hafi beitt sér fyrir um það, að fá lífeyri hinna aldurhnignu og þreyttu borgara hækkaðann; afskiptaleysið og virðingarleysið eiga fleira sammerkt, en margan grunar. Heilsteypt og samræmt þjóðfélag er óhugs- anlegt, nema því aðeins, að brúað verði djúpið milli æsku og elli til hollrar, þegnlegrar trygg- ingar í framtíð allri. Tímaritið Samtíðin, sem Sigurður magister Skúlason er ritstjóri að, hefir nýlega gert af- stöðuna milli æsku og elli að umtalsefni í riti sínu, og vegna þess hve ritgerð hans er drengileg og tímabær, er hún tekin hér upp: “Menn tala oft með lítilsvirðingu um ellina og gamla fólkið. Mafgþvæld og síendurtekin ummæli hljóða þannig: Þeir, sem guðirnir elska deyja ungir. í heiðnum dómi var fólki prédikað ur . sá hagkvæmi vísdómur, að vopndauðir menn færu til Óðins og iðkuðu þar þær dá- semdir að drepa hver annan á daginn og sitja síðan að drykkju á kvöldin. (Verknaðir, sem vikingar hinnar heiðnu aldar aðhylltust). En sóttdauðir menn og þar með flest allt gamalt fólk fór til Heljar og hlaut þar gleðisnauða vist að launum fyrir langt og friðsamlegt ævi- starf. Stjórnmálamenn fornaldarinnar voru ráðagóðir! Núna láta stríðsæsingamennirnir sér venjUlega nægja að lofa mönnum sínum gulli og grænum skógum, ef þeir drepi og eyðileggi sem mest fyrir andstæðingunum, en í heiðn- um sið var mönnum lofað alls konar mun- aði í öðru lífi, ef þeir væru nógu ótrauðir til að fálla í bardögum þessa heims Gamla fólkið, sem varð ellidautt, fór tii heljar! Það lifði lengi, af því að guðirnir elsk- uðu það ekki nóg! Ellin hefir sannarlega ekki verið vafin neinum dýrðarljóma. Fólk «hefir gert sitt til að mála hana sem dekkst og herfilegast á vegginn. Gamla fólkið hefir löng- um verið talið eins konar sorp “á mannfélags- ins h'aug”. Ekki alls fyrir löngu samþykkti lög- gjafarvaldi Islendinga að svipta menn embætt- um 65 ára gamla. í þeim lögum er fólgið nöt- urlegt tilræði við eldri kynslóðina, sem sízt verður til þess að hækka gengi ellinnar í hug- um menntaðasta hluta þjóðarinnar. Allir vita, hvernig á þessari löggjöf stóð. Ýmsir vita, að framkvæmd hennar er ekki óáþekk dauðadómi gagnvart mörgum samvizkusömum embættis- mönnum. Undanþágurnar til handa einstökum mönnum sanna m. a., hve geðsleg og viturleg þessi löggjöf reynist. Og þó væri allt gott um hana að segja, ef vér byggjum þannig að em- bættismönnum vorum, að þeir þyrftu ekki að kvíða örbirgð í ellinni. Það var hressandi að lesa í skóla lofgerð Ciceros um ellina í ritinu Cato maior de senectute. Slíkt verkaði vel á unglingshugann eftir alla þá' heimskulegu lítilsvirðingu á ell- inni, sem vér eigum að venjast hér á landi. — Ameríkumenn standa oss að því leyti framar, að þeir kunna að meta það aldursskeið, er vér nefnum elli. Þeir segja: Lífið byrjar um fert- ugt. Og miðað við andlegan þroska, má slíkt t’l sanns vegar færa. En sá þroski varðar vitanlega mestu, því að hann ræður úrslitum stórmálanna. Á þessari miklu tækniöld hefir vélunum verið trúað fyrir flestum þeim störf- um, sem kröfðust áður mikillar líkamsorku, svo að sú orka hefir nú raunverulega minna gildi en áður. — Lítilsvirðing á. ellinni er sennilega runnin frá þeim mönnum, sem telja sér haldkvæmt að smjaðra fyrir oss, sem til- heyrum yngri kynslóðinni. Látum það aldrei henda oss, að trúa mati þeirra. Hagnýtum oss hins vegar sem lengst og bezt allt það mann- vit og þá miklu reynslu, sem gamla fólkið á sér umfram oss. Lítilsvirðing á slíku stafar ann- að hvort af vanmáttarkennd eða skaðlegri óvild. Sú elli, sem er hvimleið eða brjóstum- kennanleg, stafar venjulega af óhollum lífs- venjum í æsku, sem ellin úttekur sín laun fýrir. Virðum jafnan og metum vitsmuni og reynslu eldri kynslóðarinnar og hagnýtum oss slíkt sem bezt.” Menningarfrömuður Þeir sem átt hafa því láni að fagna, að standa í nánu vináttusambandi við prófeSsor Watson Kirkconnell, hljóta að hafa það á vitund, hver gróði það sé íslenzkri menningu, að eiga slíkan afburðamann að vini; hann hefir með ljóða- þýðingum sínum víkkað svo út andlegt land- nám íslendinga meðal enskumælandi lýðs, að þar kemst enn enginn óíslenzkur maður í hálfkvisti við; þýðingasafn hans af íslenzkum ljóðum er þegar orðið geysimikið, þó hitt varði vitaskuld margfalt meiru, hve vandaðar þýðingarnar margar hverjar eru, og hve frá- bærilega þýðanda hefir í mörgum tilfellum tekist, að klæða hið íslenzka ljóð enskum há- tíðabúningi. Margar af þýðingum prófessor Watson Kirkconnell, eru íslendingum kunnar, þó vel hefði mátt ætla, að almennari rækt væri lögð við það að kynnast þeim, en raun hefir orðið á. Vér áttum nýlega tal við ungan menntamann af íslenzkum stofni, um bók- mentaafrek þessa merka íslands vinar, er hann mat mikils, og taldi mjög skara fram úr flest- um verkum slíkrar tegundar: ekki hafði hann þó veitt athygli þýðingu prófessor Kirkconnells á Sigrúnarljóðum Bjarna Thorarinsen, sem teljast verður sérstætt meistaraverk; það er ekki hlaupið að því, að flytja hin má+tugu og rammíslenzku ljóð Bjarna yfir á enska tungu, án þess þau raunverulega tapi sér; en þetta hefir prófessor Kirkconnell lánast að gera með slíkum ágætum, að þýðing hans á þessu snild- arljóði hins mikla skálds, (mun jafnan talin verða til sígildra afreksverka. Prófessor Watson Kirkconnell nam íslenzka tungu af sjálfsdáðum; hann talar ekki íslenzku, en svo vel er hann að sér bæði í fornmáli og nútíðarmálinu, að hann nýtur hvorstveggja til fullnusta; hann hefir viðað að sér allmiklu af íslenzkum bókum, einkum ljóðabókum, og hefði vitanlega kosið að eignast stærra safn íslenzkra bóka, þó hann því miður eigi hafi haft tök á því. * Hið íslenzka bókmenntafélag vottaði pró- fessor Kirkconnell fyrir nokkrum árum virð- ingu sína með því að kjósa hann til heiðurs- félaga, og fékk það honum ósegjanlegrar á- nægju. Stjórn hins íslenzka ríkis, gæti einnig auðveldlega staðið sig við, að veita honum frekari sæmd, auk þess sem íslenzk útgáfu- félög ættu að senda honum bækur sínar í viðurkenningarskyni fyrir gagnmerka starfsemi hans í þágu íslenzkrar menningar. Þjóðhátíð íslendinga Nefnd sú, sem stendur fyrir undirbúningi þjóðhátíðar íslendinga, sem haldin verður á Gimli 2. ágúst næstkomandi,' hefir átt með sér nokkra fundi, og vinnur að því kappsam- lega, að ger’a hátíðina eins vel úr garði og framast má verða; þetta krefst mikillar vinnu, og margfalt fleiri snúninga, en almenningur rennir grun í; þetta er hið þarfasta þjóðræknis- starf, sem nefndarmenn inna af hendi endur- gjaldslaust í hjáverkum við sín daglegu störf. Skipulagning skemtiskrár, er komin vel á veg; ræður verða sennilega þrjár, allar frem- ur stuttar, og hefir kona verið valin til þess að flytja eina ræðuna; þá láta skáldin vitan- lega ekki heldur sinn hlut eftri liggja, auk þess sem verið er að gera að því gangskör, að koma á fót söngflokk til þess að skemta hátíð- argestum. Frá vali Fjallkonu og hirðmeyja, verður síð- ar skýrt. Um fjögur þúsund manns sóttu hátíðina á Gimli í fyrra; naumast þarf að efa, að álíka hópur verði samansafnaður á Gimli þann 2. ágúst, nema betur verði, því aukins þjóðræknis- áhuga verður nú víða vart. Frú Lincoln Hún skvetti úr kaffibolla í andlil Abrahams Lincolns. Fyrir nær einni öld voru þau Abraham Lincoln og Mary Todd gefin saman í Springfield í Illinois. En hjónaband þeirra varð eigi til hamingju og far- sældar, heldur sorgar og óham- ingju. Eina skýringin, sem Lincoln gaf á hjónabandi sínu, var örfá orð, er hann ritaði sem eftir- skrift í viðskiptabréfi nokkru, er hann ritaði viku eftir' að hann kvæntist. Bréf þetta var ritað til Samúels Marshals og er nú geymt í Chicago Historical Society. Þar kemst Lincoln að orði: — Fréttir eru engar, nema gifting mín, sem er mér sjálfum hið mesta undrunarefni. William H. Herndon rak mála fhitningsskrifstofu með Lincoln í fimmtung aldar. Herndon þekkti Lincoln betur en nokkur I maður annar. Hann komst þann- ig að orði: — Ef Lincoln hefir einhverju sinni lifað hamingju- dag um tuttugu ára skeið, hef- ir mér verið alls ókunnugt um það. Herndon var þeirrar skoð- unar_ að hjónabandið hefði eigi hvað minnstan þátt í hryggð Lincolns. Einu sinni varði eg þrem ár- um til þess að rita ævisögu Lin- colns. Meðan eg vann að því að rita hana, hygg eg. að eg hafi lagt alla þá áherzlu á að kynna mér heimilislíf Lincolns, sem unnt var nokkrum manni. Eg reyndi að afla mér allra upplýsinga,* sem tök voru á. og eg komst að þeirri niðurstöðu, að gifting Lincolns hefði verið mestur harmaþáttur ævi hans. Skömmu eftir að þau höfðu trúlofast, komst Lincoln að raun um það, hversu mjög þau voru ólík. Hann sannfærðist um, að þau gætu aldrei orðið hamingju söm. Þau voru gerólík að skap- lyndi, smekk, menntun og ósk- um. Mary Todd hafði til dæmis numið við skóla í Kentucky. sem hafði það orð á sér, að nemend- ur hans yrðu stærilátir og sjálf- byrgingslegir. Hún talaði frönsku með málhreim Parísar- búa og var einhver best menta kona í Illinois. — En Lincoln hafði ekki notið skólanáms ár- langt á ævi sinni. Hún var harla hreykin af ætt sinni. Afar hennar, lang- afar og frændur höfðu verið herforingjar, landstjórar og ann að stórmenni. En Lincoln gat ekki miklazt af ætterni sínu. Hann kvað að- eins einn ættingja sinrt hafa heimsótt sig, meðan hann dvaldi í Springfield. Hann lét þess og getið, að þelsi ættingi sinn hefði verið ákærður fyrir þjófnað áð- ur en hann kvaddi borgina. Mary Todd hafði hið mesta yndi af skrautklæðum, íburði og viðhöfn allri. En I,,incoln hirti lítt um útlit sitt. Oft gekk hann mjög tötralega til fara. Mary hafði alizt upp við heldri manna siði og háttu en Lincoln í sárri fátækt. Lincoln kunni sig alls eigi, er hann sat til borðs, og það gerði Mary mjög gramt í geði. Hún var stolt og drambsöm. Hann var lítillátur og alþýð- legur. Hún var afbrýðisöm úr hófi fram og ætlaði að tryllast ef hann virti aðrar konur við- lits. Afbrýðisemi hennar var svo bitur, óskynsamleg og öfga- full, að þess munu fá dæmi. Skömmu eftir að þau höfðu trúlofast, ritaði Lincoln henni bréf þar sem hann kvað sig ekki elska hana nægilega mikið til þess að hann gæti kvænzt henni. Hann fól bréf þetta vini sínum Joshua Speed í hendur og bað hann að færa Mary Todd það. Speed reif bréfið upp, kast- aði því í eldinn og sagði hon- um að fara sjálfum til Mary Todd. — Lincoln þekktist ráð hans, og þegar hann skýrði henni frá því, að sér léki ekki hugur á því að kvænast henni, brast hún í grát. Lincoln mátti aldrei sjá hana gráta. Hann tók hana því í faðm sér, kyssti hana og baðst afsökunar. Brúðkaupsdagurinn var ákveð inn hinn fyrsta dag janúar- mánaðar árið 1841. Brúðkaups- kakan hafði verið bökuð, gest- irnir voru saman komnir og presturinn var mættur, en Lin- coln sást hvergi. Systir Mary Todds gaf þá skýringu, að hann hefði ekki verið með réttu ráði, og maður hennar staðfesti þá yfirlýsingu hennar. En raunin var, sú að hann var veikur — fárveikur á líkama og sál. Hann var altekinn slíku þunglyndi, að honum lá við sturlun Vinir hans fundu hann í dögun, þar sem hann lá fyrir og tautaði sundurlausar setningar fyrir munni sér. Hann kvaðst ekki vilja lifa lengur. Vinir hans tóku hníf hans frá honum. til þess að varna því, að hann fremdi sjálfsmorð. Þá ritaði Lincoln átakanleg- asta bréf sitt. Það var ritað til starfsfélaga hans, er sat á þingi. — Þar lýsir hann snilldarlega eymd sinni og umkomuleysi. Um nær tveggja ára skeið lét hann Mary Todd algerlega af- skiptalausa. Þá sá hjúskapar- stofnandi nokkur í Springfield svo um, að þau hittust að máli innan luktra dyra. Mary Todd tjáði Lincoln það, að það væri skylda hans að kvænast sér. Hann varð við orðum hennar. Þegar eg dvaldi í Illinois og vann að samningu bókarinnar um Lincoln, fór eg á fund Jimmy Miles, bónda, sem býr skammt frá Springfield. Einn frænda hans var Herndon, starfs bróðir Lincolns, og ein frænka hans rak veitingahús, sem Lin- colnshjónin gistu'skömmu eftir brúðkaupið. Jimmy Miles kvaðst oft hafa heyrt frænku sína segja sögu þessa: — Einhverju sinni sátu Lincolnshjónin að morgunverði ásamt hinum gest- unum, og Lincoln sagði eitthvað, sem konu hans mislíkaði. Hún skvetti því fullum bolla af heitu kaffi í andlit honum í návist allra gestanna. Lincoln svaraði henni eigi. Hann ávítaði hana eigi. Hann mælti ekki orð frá vörum, meðan veitingakonan þurrkaði af andliti hans og föt- um. Slíkir atburðir sem þessi voru algengir, meðan þau hjón- in voru samvistum. En við skulum dæma frú Lin- coln vægilega. Hún varð vitfirrt að lokum, og það virðast allar líkur til þess, að hún hafi kennt þess sjúkdóms á unga aldri. Það má undravert heita, að Abraham Lincoln skyldi afbera hið hamingjusnauða heimilislíf um tuttugu og þriggja ára skeið, án þess að missa nokkru sinni stjórn á skapi sínu eða gera ógæfu sína að umræðuefni við nokkurn mann. Hann bar byrði sína sáttfús og þolinmóður eins og meistarinn krossinn forðum. Tíminn. Hnefaleikari Þegar Olympiuleikirnir voru haldnir í Berlín árið 1936 var Sydney Robey Leibbrandt, hörundsdökkur og þrekvaxinn Suður-Afríkumaður af þýzkum ættum, meðal þátttakenda í hnefaleikum. Hann keppti í létt- þungavikt og hefði vafalaust orðið Olympiumeistari í sínum flokki, ef hann hefði ekki verið of upptekinn við að skoða borg- ina, þegar úrslitakeppnin átti að fara fram. Þegar hann kom aftur heim til Suður-Afríku gerðist hann meðlimur í félagsskap, er heitir Ossewa Brandwag, er hann barðist einarðlega gegn Bretum og áhrifum þeirra í S.-Afríku. Árið 1937 fór hann aftur til Þýzkalands, lærði að tala þýzku reiprennandi, lét sér vaxa yfir- skegg eins og Hitler, gekk á skóla, þar sem foringjaefni naz- ista eru þjálfuð í öllu, sem þurfa þykir, og varð loks fall- hlífarhermaður í þýzka hernum. Tímar liðu fram og í júlí- mánuði 1941 fór Leibbrandt í langa sjóferð, því að kafbátur var látinn fara með hann til Suður-Afríku. Þegar komið var að landi á mannlausum stað við strönd Namaqalands, var Leib- brandt látinn fara á land og hann hafði í fórum sínum sex- tíu þúsund krónur í innlendri mynt, auk lítillar sendistöðvar. Hann kvaddi kafbátsmennina og gekk upp á land. I þrjá daga varð hann að þramma í brenn- andi hita, þangað til hann kom á bílveg og var þá svo heppinn, að bíll fór um veginn og hann komst með honum til Höfða- borgar. Þaðan lagði hann síðan leið sína inn í land aftur. Hann beið ekki með að hefja starf sitt, sem var að skipuleggja flokk manna, sem nefndu sig “Þjóðernisjafnaðarsinnaða upp- reistarmenn”. Hann sagði þeim mönnum, sem vildu hlýða á hann, að Adolf Hitler hefði sent hann til að frelsa Suður-Afríku- menn undan oki Breta. Þeir voru látnir opna æð á handlegg sér og undirrita trúnaðareiða í blóði sínu. Hvar sem Leib- brant fór, byrjuðu menn að fremja skemmdarverk og spell- virki. " En stjórn Suður-Afríku kom ekki til hugar að láta þetta af- skiptalaust og menn voru sendir út af örkinni til þess að hafa upp á þessum hættulega undir- róðursmanni. Leit þeirra bar bráðlega árangur því að á að- fangadag jóla 1941, var Leib- brandt handtekinn og settur í ríkisfangelsið í Pretoria, höfuð- borg landsins. Eftir að Leibbrandt hafði ver- ið handtekinn talaði hann ein- ungis þýzku, enda þótt hann tal- aði ensku alveg reiprennandi, hermdi eftir Hitler í fasi og lát- æði, heilsaði með uppréttum handlegg og hrópaði “Guð sendi Adolf Hitler til þess að frelsa Þýzkaland og allan hinn kúgaða heim”. Hann sagði, að hann ætlaði að láta Suður-Afríku njóta forustuhæfileika sinna, þegar Þýzkaland væri búið að sigra, því að hjá því yrði ekki komizt. En mánuðir liðu og ekki varð Leibbrandt leiðtogi Suður- Afríku, því að stríðinu lauk ekki og þegar komið var fram í miðjan nóvembermánuð á síð- asta ári, voru Leibbrandt og sex félagar hans dregnir fyrir Transvaal-deild hæstaréttar Suður-Afríku. Þeir voru ákærðir fyrir landráð. En Leibbrandt var ekki að baki dottinn, því að hann var hinn rólegasti, hrokafullur og bauð öllum byrgin. Þannig leið heill mánuður við réttarhöldin. Þá léku yfirvöldin í Suður- Afríku allt í einu á Leibbrandt, því að þau náðu í þýzkan fall- hlífarhermann, sem tekinn hafði verið til fanga í Líbyu. Fallhlíf- arhermaðurinn stikaði inn í rétt arsalinn með heiðursmerki á brjóstinu. Hann hélt, að hann gæti komið því til leiðar með vitnisburði sínum, að flokks- bróðirinn fengi “heiðarlega” meðferð sem stríðsfangi ,og sagðist því þekkja hann, því að þeir hefðu verið æfðir saman í Þýzkalandi árið 1940—41. Þá var Leibbrandt öllum lok- ið. Hann greip höndum fyrir andlitið og brast í grát. Hann var dæmdur til dauða fyrir landráð. Eftirfylgjandi bréf sýnir, hve mikið gildi auglýsingarnar hafa: “Herra ritstjóri! Síðastliðinn fimtudag týndi eg ákaflega dýr mætu gull-vasaúri. Eg auglýsti samstundis eftir því í heiðruðu blaði yðar, undir dálkinum “Tap að — fundið”, og beið svo átekta 1 gær fann eg árið í vasanum á gömlu fötunum mínum. Eg þakka yður og blaði yðar fyrir hjálpina. Guð blessi það.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.