Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.06.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1943. CANADA LÆTUR GERA VOLDUGA FLUGSTÖÐ. Stjórn Canada hefir nýlega látið gera flugstöð þá, sem .myndin sýnir, við Goose Bay, sem er hin allra fullkomnasta flug’stöð í heimi. Canadamenn einir hafa unnið að þessu þrekvirki, sem jafnan mun talið veiða einn hinn traustasti hlekkur í átakakeðju sameinuðu þjóðanna á vettvangi stríðssóknarinnar. Útvarp (rá Fyrstu Lútersku kirkju Á Hvítasunnudag, 13. júní fer fram ferming og altaris- ganga í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Athöfnin byrjar kl. 11 f. h. og fer fram á ensku. Yngri söng- flokkur safnaðarins syngur hátíða söngva undir stjórn Mrs. ísfeld. Guðsþjónustunni verður útvarpað frá stöðinni CKY í Winnipeg. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald% 5c. Fimtudaginn 20. maí, lézt að heimili sínu Fitjum, Hnausa, Man., Steinunn Sigurðardóttir Vídal. Hún var jarðsungin af séra Evjólfi Melan, 28. maí. Hennar verður nánar getið síðar. -f Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið 9. júní, að heimili Mrs. A. Blondal, 108 Chataway Blvd. Fundurinn byrjar klukkan átta. -f -f -f Ungmenni fermd í Árnes kirkju, 5. s. d. í páska af séra Sigurði Ólajssyni. Emilia Júlíana Thorkelsson. Ethel Róse Einarson. Donna Elfén Lorraine Hope.' Jónas Carl Einarson. Jón Ólafur John- son. Wallace Helgason. + ■*■■*■ Mrs. J. S. Gillis frá Brown, Man., hefir dvalið hpr í borginni síðan í byrjun yfirstandandi viku; hann tjáði oss, að hann myndi verða kirkjuþingserind- reki fyrir söfnuðinn í Brown. f -f Gjafir lil Betel í maí 1943. Mrs. Anna G. K. Jónsson, Bttel $10.00. Thordur Einarsson, San Fransico, Calif. “áheit” $25.00. Mrs. Guðrún Sigurðspn, Betel $5.00. A. P. Jóhannson, Winnipeg, $100.00. Dr. B J. Brandson, 2 Oak Settees. 2 Oak upholstered chairs, 1 Doz Men’s neck ties. Judge G. Grímson, Rugby, N. D. $10.82. “In memory og our golden annaversary” $5.00. Mrs. Helga Runólfsson, Betel $10.00. Gudmund Petersón, Minniapolis, Minn. $6.00. Mrs. J. M. Harvey, Winnipeg $10.00. Frá vinkohu í Winnipeg, áheit, $5.00. í War Stamps. Mr. S, O. Bjering, Winnipeð, 1 pr. crute- hes. Mrs. W. Anderson, Edmon- ton, Alta, Icelandia Books. Ó- nefnd, Blaine, Wash. $2.00. Innilegar þakkir frá nefnd- inni. J. J. Swanson, féh. 308 Avenue Bldg. Winnipeg. Silfurbrúðkaup. Þann 21. maí, s. 1., safnaðist saman allstór hópur vina og ættingja á heimili þeirra Ernest og Ingibjargar Marteinsson í Transcona, í tilefni af aldar- fjórðungs hjónabandsafmæli þeirra. Silfurbrúðguminn er elzti sonur Bjarna * heitins Marteinssonar við Hnausa og eftirlifandi ekkju hans, Helgu, en silfurbrúðurín er dóttir Ás- mundar og Ragnheiðar Thor- steinsson. Mr. Marteinsson hefir verið búsettur í Transcona síð- an hann kvongaðist, og er starfs maður C.N.R. félagsins, börn þeirra fjögur, Arthur, Sylvia, Clifford og Ernie, voru öll við- stödd þetta eftirminnilega há- tíðahald foreldra sinna. Mr. S. V. Sigurðsson frá Riverton, mælti fyrir minni brúðhjónanna, en heillaóskabréf voru lesin frá Rev. og Mrs. R. Marteinsson, Vancouver, Ónnu og Fríðu Marteinsson, Ottawa, frú Helgu, móður silfurbrúð- gumans, að Hnausa, og ýmsum fleirum. Þau Mr. og Mrs. Marteinsson voru sæmd ýmissum verðmæt- um gjöfum, og voru þær af- hentar af Mr. O. Peters. Af utanbæjarfólki, er þátt tóku í þessu ánægjulega sam- sæti, voru Helga Marteinsson, Ragnheiður Thorsteinsson, Eyvi og Bína Thorsteinsson, Mr og Mrs. S. V. Sigurðsson, og Mr. og Mrs. S. Sigvaldason. ♦ ♦ Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Jofin Black United Church í Kildon- an, John K. Johnson, sjóliði, og Miss Joyce M. Wood. Rev P. V. Samson gifti. Að afstaðinni hjónavígslu, var setin vegleg veizla í Sqns of England Hall í Kildonan. Brðguminn er sonur Arngríms heitins Johnson, og eftirlifandi ekkju Jians, Sigrúnar; hann stundaði prentnám hjá Columbia Press Ltd., áður en hann gekk í sjóherinn. ♦ ♦ ♦ Söfnuðir Kirkjufélagsins ís- lenzka og lúterska eru vinsam- lega beðnir að senda, eins fljótt og unt er, upplýsingar um það hverjir verði erindrekar þeirra á Kirkjuþinginu á Mountain, sem hefst 18. júní n. k., til H. B. Grímson, Mountain N. D. Þéir C. Tomasson og Carl son- ur hans frá Hecla, hafa dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. ♦ ♦ ♦ Mr. B. Doll, Mr. Flelgi G. Thomasson og Mr. H. Magnús- spn frá Hecla, komu til borgar- innar í lok fyrri viku. ♦ ♦ ♦ Mrs. Jakob Vopnfjörð frá Blaine, Wash., sem dvalið hefir hér um slóðir um mánaðartíma hélt heimleiðis á mánudaginn var. ♦ ♦ ♦ P.F.C. Ragnar H. Ragnar 37327431 . c.o. Postmaster New York New York, U.S.A. ♦ ♦ ♦ Mr. Elías Eiíasson og Mr. M. M. Jónasson frá Árborg, voru stödd í borginn seinnipart fyrri viku. ♦ ♦ ♦ Mr. og Mrs. Chris Hjálmaís- son, eru nýkomin til borgarinn- ar, og í þann veginn að leggja af stað austur til London, Ont., þar sem framtíðarheimili þeirra verður. Tekst Mr. Hjálmarsson þar á hendur starf fyrir sam- bandsstjórnina; hinir mörgu vin ir þeirra hér, óska þeim góðs brautargengis. Ekkja fór eitt sinn á meðils- fund og komst í samband við manninn sinn sáluga. — Pétur, sagði konan, — ertu hamingjúsamur núna? — Eg er mjög hamingjusam- ur, svaraði andi mannsins. — Ertu hamingjusamari en þú varst hqrna á jörðinni hjá mér? — Já, miklu hamingjusamari. — Segðu mér, Pétur, hverju líkist það þarna á himnum? Himnum, hrópaði Pétur, — eg er ekki á himnum. ♦ * * “Maðurinn minn hefir tekið alla peningana úr sparibauk litla sonar okkar.” “Að hugsa sér þvílíkt og ann- að eins.” “Já, og það var einmitt orðið nógu mikið í honum fyrir nýj- um hatti handa mér.” Gœtið öryggis! Komið loðkápum yðar og klæðisyfirhöfnum í kæli- vörzlu hjá Perth’s Sími 37 261 Cleaners — Launderers Dyers — Furriers Messuboð Fyrsla lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St,—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfínlega velkomnir. ■*■*■* Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 6. júní. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. undir stjórn Mr. J. Ingjaldson. Mr. Axel Vopnfjörð flytur er- indi. Allir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Messa í Wynyard. Séra Halldór E. Johnson, á vegum hins Sameinaða kirkju- félags íslendinga í Norður- Ameríku, boðar tJl messu í kirkju Quill Lake safnaðar í Wynyard, Sask., n. k. sunnudag 6. júní. Eru allir beðnir að minn ast þess og láta það fréttast. Kirkjufélagsnefndin. ♦ ♦ ♦ Preslakall Norður Nýja íslands: 6. júní—Mikley, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. 13. júní—Árborg, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. Geysir, messa og safnaðarfund ur kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Guðsþjónusta við Churchbridge: Guðsþjónusta í Lögbergssöfn- uði sunnudaginn 6. júní. Barnaspurningar í prestshús- iríu í Churchbridge kl. 2 e. h. þann 12. júní. Messa í Concordia kirkju á hvítasunnudaginn. Samskotin við þá messu eru ætluð i heima trúboðssjóð kirkjufélagsins. s. s. c. -♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 6. júní messar séra H. Sigmar í Gardar kl. 11 f. h. en á Mountain kl. 2,30 e. h. Á Mountanin Stuttur safnaðar- fundur eftir messu til að kjósa erindreka á Kirkjuþing og ræða annað sem við kemur Kirkju- þinginu. Allir Boðnir velkomnir. -♦■-♦♦ Messur í Vatnabytjðum. Sunnudaginn 6. júní 1943. Foam Lake 2,30 e. h. íslenzk messa. Leslie 7,30 e. h. ensk messa. B. T. Sigurdsson. Hann: — Ungfrú, má eg bjóða yður regnhlífina mína? Hún: — Nei, þakk’ yður fyrir, dóninn yðar — en getum við ekki tekið bíl? ♦ ♦ ♦ Hann: — Eg hef harðbannað konunni minni að fást v’ð mat- artilbúning! Hún: — Nú, er hún eitthvað veik? Hann: — Nei, en eg er orðinn veikur. Wartime Prices and Trade Board Bændur, sem öðru hverju hafa látið slátra skepnum á sláturhúsum eða hjá mönnum sem hafa sláturleyfi, mega halda þeim sið áfram ef þeir vilja, samkvæmt tilkynningu frá mat- væladeild W. P. & T. B. Þetta var bannað í slátrunarlögunum en hefir nú verið gert leyfilegt. Samkvæmt nýjustu reglugerð- um, má hver sem hefir leyfi, slátra skepnum fyrir þá sem ekki hafa leyfi, ef þeir eru bændur sem búa á jörðum sín- um og ef þeir gefa vissu fyrir því að kjötið verði borðað á þeirra eigin heimilum og af- gangurinn, ef nokkur er, seld- MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR ur á önnur bændaheimili í ná- grenninu til heimilisneyzlu. Þeir bændur sem slátra sjálf- ir skepnum til eigin þarfa, verða að láta skrásetja sig fyrir síð- asta júní, á næstu skrifstofu Local Ration Board. Allir bændur, hvort sem þeir slátra sjálfir eða láta aðra slátra fyrir sig, verða að afhenda mán- aðarlega, einn seðil fyrir hver tvö pund af kjöti sem notað hef- ir verið til heimilisneyzlu og innheimta seðla sem svara því er þeir selja til annara. Allir þessir seðlar eiga að sendast á næstu skrifstofu Local Ration Board. Það verða lögð til sér- stök umslög með frímerkjum og réttri utanáskrift. Bændur þurfa samt ekki að láta af hendi meira en helming af seðlunum sem ganga í gildi í hverjum mán uði. Þeir mega halda eftir öðrum helmingnum til þess að þeir geti keypt kjöt ef þeir vilja. Spurningar og svör. Spurt. Ef býst við að giftast bráðlega og ætla þá að hafa þrjár brúðarmeyjar, sem allar eiga síða kjóla, mega þær vera í þeim? Svar. Sjálfsagt. Engum er bannað vera í síðum kjólum sem þeir nú eiga, en fólki er bannað að búa þá til, eða láta búa þá til, vegna þess að þeir eru efnismiklir og nú þarf að spara alt efni sem mest. Spurt. Er matsöluhúsum sagt fyrir um hve mikið kjöt megi skamta hverjum einum við mál- tíðir? Svar. Nei. Matsöluhúsum er áætlaður skamtur sem miðaður er við vanalegan gestafjölda, en skamturinn sem hver og einn á að fá er ekki takmarkaður. Spurt. Drengurinn okkar verð- ur tólf ára 12. júní. Fær hann þá skömtunarseðla fyrir te og kaffi? Svar. Nei, hann verður að.bíða þangað til næsta skömtunarbók verður útbýtt. Spilrt. Er haggt að kaupa “weiners” án skömtunarseðla? Svar. Já. Hverju heimili hefir verið send kjötskömtunarskrá, samkvæmt þeirri skrá er sala á “weiners” ekki takmörkuð. Spurt. Eg sá um daginn að hámarksverð á hænsnum væri 28 cent, en verðið í búðum er miklu hærra en þetta. Á ekki að lækka verðið í búðunum? Svar. Nei. Hámarksverðið sem þú átt við er fyrir lifandi fugla, en ekki fyrir hænsnakjöt sem selt er í búðum. Spurt. Má nota bláu vara- seðlana númer tvö til þess að kaupa sykur til að sjóða með rhubarb? Svar. Nei. Fólki var ekki leyft að nota nema númer ^itt úr hverri bók. Þessir seðlar féllu úr gildi 31. maí 1943. Spurningum á íslenzkum svar- að á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Skemtifundur Karla Klúbburinn í Glenboro hefir samkomu í N. W.-, Hall á mánudagskvöldið 7. júní kl. 8,30. Hr. Jón J. Bíldfell flytur þar erindi um Grænland og sýnir myndir. Fleira verður þar til skemtunar. íslendingar í Glenboro og Argyle fjölmennið. Samkomunefndin. Óskir eða þankabrot Efiir Naido Nolan. Ó að eg mætti fljúga frjáls sem fluga, yfir mó og grund í júní, þegar þróast blóm; á þeirra vildi eg leita fund; og teyja þau á tal við mig, og teiga þeirra gullinveig; |)á angan-sætu ástar-lind — og ilminn drekka í vænum teig. Ó að eg væri ilmrós smá, sem ángan fylti loftið hlætt, er sunnangolan greiddi veg og gerði lífið ungt og sætt. Mér myndi býið bjóða koss, en beztu vinir falla í grát, er sæju laufum feykt um fold, sem fyr var eg — svo ung og kát. Ó að eg væri feikna fjall, með fimbul-háarí tindastól, er sæi yfir bygð og bæ og blátær vötn og dal og hól; er fyrstur gæti sólris séð, en síðstur, aftan-geisla rún; og Val og Erni veitti skjól og vígi hátt í fjallsins brún. Ó að eg væri bára blá, með bjartan silfur-lit á kinn, er fjöruborðið kysti kát og kvæði ástar-sönginn minn. Já, kvæði þrótt í þreytta sál, og þrek og von, og gleði á brá; og vildi syngja unaðsóð og ástar, nær þú gengir hjá. Ó að eg yrði að stemdum streng, að streng, er snerti unga sál, er fyndi djúpan unaðs óð og innra vakið þagnar-mál. Þann syngja vildi eg ástar-óð sem endurminning vekti þér og þrá, að lesa þöglar-rún, og þrá að eiga dvöl hjá mér. Ó að eg væri álfamær, og ætti vængi að bera mig sem' létta dúfu lífs um höf — um leiðir þær er fyndi.þig. Þá myndi eg létta lífið þér og lykja vængjum þína sál, og flytja burt — í faðmi mér, og forlaga — með þér bergja skál. S. B. Benedictsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.