Lögberg


Lögberg - 03.06.1943, Qupperneq 7

Lögberg - 03.06.1943, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1943, ? Páll Guðmundsson, bóndi á Hjalmsstöðum, 70 ára PáU Guðmundsson er 70 ára í dag; fæddur er hann hinn 12. febrúar 1873 ogv uppalinn hjá foreldrum sínum, Guðmundi bónda Pálssyni og konu hans. Gróu Jónsdóttur. Móðurafi Páls, Jón Jónsson, bjó að Hjálmsstöðum frá 1824 til 1856 eða 32 ár og eignaðist hann 16 börn. Tók þá Guðm. Pálsson við jörðinni og bjó þar til ársins 1901; hann var tví- kvæntur og eignaðist 17 börn. Nú hefir Páll, sonur hans, búið þarna í 42 ár; er hann einnig tvíkvæntur og hefir eignast 15 börjn. Alls hafa, því ættliðir þessir búið að Hjálmsstöðum um 120 ára skeið, hver fram af öðr- um og eignast samtals 48 börn. Ósanngjarnt væri að segja, að fólk þetta hafi legið á liði sínu með að viðhalda fólkinu í land- inu. Foreldrar Páls voru fremur fátæk, en komust þó vel af með hinn stóra barnahóp sinn. Páll ólst því upp við fábrotin lífs- kjör. Að eðli^fari var hann hneigður mjög til bóknáms, en varð þegar á unga aldri að stunda erfiðisvinnu til sjós og sveita; sem sjómanni á Stokks- eyri kynntist eg Páli fyrir 50 árum; var að því bæði gagn og gaman, því að hann er greind- ur vel, glaðvær maður og góður félagi. Tæplega þrítugur að aldri tók Páll við búsforráðum eftir foreldra sína; fékk hann þá ær- in störf að vinna: Byggja upp mörg þau hús, er þar voru, slétta túnið og gera áveitur miklar. Áður en 10 ár voru lið- in, hafði hagur þeirra hjóna breyzt svo mjög til batnaðar, að þau gátu náð eijgnarhaldi á jörðinni, þó eigi með öllu án skulda. Nú hefir Páll eignazt jörðina alla og selt hana í hend- ur tveim sonum sínum til eign- ar, þótt enn sé hann var sjálf- ) ur ábúandinn. Fyrri kona Páls var Þórdís Grímsdóttir frá Laugardalshól- um, en hana missti hann árið 1914, eftri 13 ára farsæla sam- búð og frá 8 börnum þeirra, er öll voru þá á bernskuskeiði. Ári síðar kvæntist Páll Rósu Eyjólfsdóttur frá Snorrastöðum; er hún einnig ákgætis kona hin mesta og hefir, sem eigin- kona, móðir og stjúpmóðir, staðið prýðilega í stöðu sinni, enda er hún alkunn að dugnaði og myndarskap; heimili Páls hefir jafnan verið fremur veit- andi en þurfandi og gestrisni þar mikil og góð. Börn þeirra hjóna og stjúpbörn Rósu eru vel gefin, dugleg og tápmikil; eru nú 10 þeirra á lífi. Sonur Páls, af fyrra hjónabandi, Er- lendur að nafni, fórst í vetur með togaranum Jóni ólafssyni, efnilegur maður mjög. Þátttaka Páls í almennum málum sveitarinnar og sýslu hefir verið mikið og margvís- leg. Hann hefir verið oddviti Laugdælinga um 20 ára skeið, úttektar- og virðingarmaður nærri 40 ár og umboðsm. Bún- aðarfél. Islands í 20 ár; í safn- aðar- og skólanefndum hefir hann verið um mörg ár. Störf þessi öll og ótal fleiri hefir Páll af hendi leyst með hinni rnestu prýði og án þess nokkuru sinni að eiga í argaþrasi um þau, eða illdeilum við nokkurn mann, enda er hann samvinnuþýður maður og lipur í allri um gengni. Þrátt fyrir öll þessi umsvifa- miklu og vandasömu störf á heimili sínu og utan þess í al- menningsþarfir, hefir Páll get- að gefið sig við hugðarefnum sínum, lestri góðra bóka, dýra- verndun og skáldskap. Páli er létt um að yrkja; hver vísan af annari og vel kveðnari virðast liggja á hraðbergi innan vara hans, sem sé hún þar geymd, til þess síðar meir, að til hennar megi taka, er bezt á við “að láta hana fjúka” eins og hún kemur fyrir, braglýta- laus, tilþrifamikil og dýrt kveð- in, dregur þá Páll oft og einatt upp úr skáldamali sínum hin fegurstu gull og gersemar, er fáir aðrir eiga, en flestir mundu girnast: Afhenduna og aðra dýr- kveðna skáldskaparháttu, sléttu- bönd, svo vel og vandlega sam- anofin, að einu gildir, hvort rétt eru rakin eða rangsælis, aftur eða fram. Nær þetta þó einkum til þess, er hann yrkir um góð- hesta sína eða aðra vildarvini meðal dýranna, um dásemdir þær, er hann hefir séð og fund- ið í fari þeirra og furðulega sál- arlífi. Jafnframt því sem Páll er dýravinur hinn mesti, er hann og alkunnur læknir þeirra, þótt ólærður sé, og er hans því oft leitað utan sveitar sem inn- an, þeim til hjálpar og hjúkrun- ar. Hefir hann þá með læknis- aðgerðum sínum eigi' eindngis getað linað þjáningar “þarfasta þjónsins”, þrautir hans og ann- ara dýra, heldur og firrt mörg þeirra kröm og kvalafullum dauða. Eigi er mér kunnugt um, að Páll hafi nein opinber laun þeg- ið fyrir þetta eða aðra mannúð- arstarfsemi sína, né heldur al- menna viðurkenningu. “Lygn vötn hafa lægstan gný”: Hann vinnur verk sín í kyrþev og heppnazt vel. Mundi nú margt dýrið, sem í þyrrþey verður að dylja tilfinningar sínar og þakk lætishug, mega senda honum hugheilar hamingjuóskir sínar, á sjötugasta afmælisdegi hans og þiðja þess, eins og vér aðrir vinir hans, að hann megi lengi lifa í landinu, þeim og öðrum til hjálpar og hagsbóta. Vegna dýranna sjálfra, sem máls er varnað, vildi eg mega bera þess- ar og þvílíkar óskir þeirra fram, honum til handa, en jafnframt óska þess og biðja, að sem flest- ir menn landsins, eldri sem yngri, vildi taka sér Pál á Hjálmsstöðum til fyrirmyndar, sem einn hinn sannasta dýra- vin, málsvara þeirra og mann- úðarfrömuð. Verði svo æfikvöld þitt, Páll á Hjálmstöðum, bjart og fagurt KIDDItS m ittDMCain SUPPORTING THE KINSMEN'S MILK FOR BRITAIN FUND Give Generously to your local Tag Day, or mail Contributions to Box 3,000 Winnipeg. rhis space contributed by THE DREWRYS LIMITED .. -------- - ..................... ...... -- - ™ fyrir þig, konu þína og börn. Rvík, 12. febr. 1943. Jón Pálsson. Vísir. Aths. Grein þessi er hér birt vegna tilmæla ýmissa vina Páls á Hjálmstöðum, véstan hafs Ritstj. Merk kona Hver er Anna Irxmaier? Hvert einasta utanrikisráðuneyti í heiminum, frá Tokio til Lond- on og Chungking til Washing- aon, hefir nánar gætur á öllu, sem hún tekur sér fyrir hendur og fylgist með hverri hreyfingu hennar, og sama er að segja um allar vopnaverksmiðjur, en samt minnast blöðin mjög sjald- an -á hana. Ferill hennar er furðulegur mjög og æfintýra- legur. Hún er fædd í Vínarborg, mun nú vera um það bil 47 ára og er sá fjandmaður, sem Jap- anir vilja helzt feigan. Undanfarin fjögur ár hafa allir flugumenn Japana leitað að henni og það er fullyrt, að stjórnarvöldin þar í landi hafi lagt 50.000 pund til höfuðs henni Ástæðan til þess, að Japanir bera svo mikla umhyggju fvrir henni, er sú, að hún sér Kín- verjum fyrir mestu af þeiVn vopnum, sem þeir fá og húrt er einn af þeim ráðgjöfum Chiangs Kai-sheks, sem hann ber mest traust til. Það er ofur-skiljanlegt. að hún skuli aldrei vera lengur en nokkra sóíarhringa í sama húsi. Enginn fær að vita. hvar hún er eða hvert hún fer. Tveir kín- verskir leynilögregluþjónar eru látnir gæta hennar hvert sem hún fer, svo að enginn kemst nærri henni, án þess að þeir gefi leyfi sitt til þess. Hún á fimm flugvélar og ferðast ein- göngu í þeim. Fyrir tuttugu og fimm árum var hún ofur venjuleg hraðrit- unarstúlka á litlum launum í Vínarborg. Fóreldrar hennar voru bláfátækir og þjuggu í Stockerau, einu af úthverfum Vínarborgar. Árið 1915, meðan styrjöldin geisaði, kynntist hún efnaíræð- ingi, sem hér Irxmaier og þau urðu ástfangin við fyrstu sýn. Fáeinum dögum síðar var pilt* Virinn kallaður í herinn, því að hann vár í varaliðinu. Þau gift- ust því í snatri og voru saman einn dag og nótt, en eítir það varð eiginmaðurinn að fara með herdeild sinni til austurvígstöðv- anna, þar sem hún átti að berj- ast^við Rússa í Galisíu. Anna fór þá að læra erlend tungumál og varði tíma sínum nær eingöngu til þess, þegar hún varð þess vör hvað henni veitt- ist létt að læra önnur tungumál. Hún lærði ensku, frönsku, spænsku og grísku. Árið 1917 frétti hún það af manni sínum, að hann hefði verið tekinn til fanga af Rúss- um. Hún gerði strax fyrirspurn um hann með aðstoð Alþjóða Rauða Krossins og komst þann- ig að því, að hann væri geymd- ur í fangabúðum lengst austur í Síberíu. “Jæja, svo hann er í Síberíu”, sagði hún þá við sjálfa sig, og byrjaði tafarlaust að læra rússnesku. 1 marz árið 1918 var gerð- ur friðarsamningur sá, sem kenndur hefir verið við borg- ina Brest-Litovsk. Miðveldin sömdu frið við Rússland, sem var þá undir stjórn bolsivikka. En þó friður væri saminn, var samt ekki byrjað að skiptast á föngum, enda var ekki ætlazt til þess, að það yrði gert fyrr en síðar. Einn góðan veðurdag sagði Anna upp úr þurru við foreldra sína, að hún væri staðráðin í því að fara austur til Síberíu og hefði skrifað eiginmanni sín- um um að, að hann mætti bú- ast við henni þangað. Foreldrar hennar tóku hana ekki alvarlega og héldu að hún væri eitthvaðl sturluð, en það var alveg sama hvað þau sögðu — Anna sat við sinn keip. Hún elskaði mann sinn af öllu hjarta og það var ekki hægt að telja henni hug- hvarf að þessu leyti. Hún var fús til að ganga í gegnum alls- konar þrautir og þjáningar til þess að geta verið samvistum við hann aftur. Þegar hún lagði af stað í Sí- beríu-ferðina fór hún frá Vín- arborg í hinzta sinn. 1 þrjá mán- uði ferðaðist hún í járnbraut- arlestum eða gangandi. þegar ekki var hægt að komast áfram á annan hátt. Oft svalt hún heilu hungri, en loksins komst hún til litlu borgarinnar í Síberíu, þar sem fangabúðirnar voru, sem maður hennar var í. Hún fékk sér vinnu við hús- störf, og vann fyrir sér á þann há\t í margar vikur, unz hún gat hjálpað manni sínum til þess að komast undan úr fang- búðunum. Það var henni til hjálpar’í því, Rversu mikill los- arabragur var á öllu fyrst í bylt ingunrli. Þau flýðu til Kína og koniust til Shanghai eftir fjögurra viLna ferð. Eftir það var gæfan ávallt með önnu Irxmaier. Fyrst fékk hún stöðu sem skrifari í verzl- un, en maður hennar fékk vinnu hjá fyrirtæki, sem vann að framleiðslu ýmsra efna. En Anna var ekki lengi í þess- ari stöðu sinni. Innan skamms fékk hún betri stöðu í banka, og áður en tvö ár voru liðin var hún orðin bankastjóri. Með venjulegri elju og dugn- aði fór hlin að læra kínversku og japönsku og einp góðan veð- urdag kynntist hún Chiang Kai- shek, forseta og yfirhershöfð- ingja Kínverja. Hann fékk þeg- ar álit á henni og virðingu og kynnti hana fyrri mági sínum, dr. Kung, sem er fjármálaráð- herra Kínaveldis. Þegar Japanir réðust á Kína, var Önnu Irxmaier trúað fyrir því vandaverki, að útvega Kín- verjum megnið-af þeim vopn- um og skotfærum, sem þeir þarfnast. Hún tók strax tii starfa og lét hendur standa fram úr ermum. Hún var all- kunnug ástæðc(m í Rússlandi og með því móti gat hún náð sam- bandi við yfirvöldin þar í landi og byrjað að skipuleggja vopna- flutninga um Mið-Asíu. Hún hefir jafnt og þétt aukið við- skiptasambönd sín og traust það, sem hún ávann< sér alls- staðar, á sinn þátt í því, hversu mikils trausts Kína hefir notið víðast hvar. Þegar jJapanir tóku Kanton var hún ekki sein á sér að láta lagfæra járnbrautina frá Franska Indo-Kína til Yunnan, svo að hægt væri að auka flutn- inga um hana frá Hoiphong. Þegar Burma-brautin lokað- ist beið Kína mikinn hnekki. en Anna Irxmaier lét ekki hugfall- ast, því að hún hafði þegar ýms- ar ráðagerðir í huga, til þess að opna nýjar leiðir, og það er nú orðið að möguleika að/ einhverju leyti. En hvort sem Burmabrautin er opin eða lokuð, og hvaða að- ferðir, sem hafðar eru til þess að koma birgðum til Kínverja, þá vilja Japanir samt hafa hend ur í hári Önnu Irxmaier. í Vísir. Íslandsbréf Fréttabréf þetta hefir viðtak- andi, séra S. O. Thorlákson. góð fúslega látið Lögbergi í té til birtingar. Ritstj. Rvík, 17. des. 1942. Rev. S. O. Thorláksson, Berkeley, Calif. Kæri vinur! í dag fékk eg kveðju frá þér með Jónasi Sigurðssyni, nýkomn um vestan um haf. Þökk fyrir. hann sagði mér að 2 synir ykk- ar hjóna væru nú í stríðinu. Guð gefi ykkur þá heila heim. Betur þeir væru hér, því að hér er friður og öllu óhætt, enn sem komið er. En oft kvarta gestir vorir yfir rigningunum. Einn sagði við mig í dag: “Eg vildi óska það kæmi snjór, svo að rigningin hætti. Betra á Norð urlandi þar kemur þó snjór.” Tvisvar í vetur kom föl, en fór samdægurs. Og tjörnin okkar, hefir verið með skautasvelli 3 eða 4 daga í vetur, enn sem komið er. Hér er margt manna aðkom- inna, eins og þú veist, og um- ferð afarmikil á okkar mjóu vegum. Peningar miklir í um- ferð og atvinna mikil, en afar- mikil dýrtíð. 1 líter af mjólk kr. 1,75, hangikjöt kr. 12,50 kílóið, egg, hvert einstakt. 70 aura til 1. kr. o. s. frv. í gömlu dómkirkjunni okkar messa herprestár kvölds og morguns •hvern sunnudag og stundum oftar. Herprestar eru hér sunnanlands einir 16, og 4 til 5 norðanlands og austan. Eg hefi marga þeirra séð, og 2 koma stundum til mín, báðir lúterskir frá U. S. A. ágætir áhugamenn, að því er eg bezt veit, og hafa mikið að gjöra. Þegar herliðið kom hér fyrst frá Englandi og Canada, virtist mér rétt að láta trúaða vini erlendis vita að eg væri fús að vera milligöngumaður með kristi legt lesmál til sjómanna og her- manna hér. Síðan 4hefi eg fengið tugi þús- unda af guðspöllum. smáritum og kristilegum tímaritum, og fer það alt jafnóðum, 2 menn heim- sækja skipin, og ýmsir trúaðir íslendingar hafa látið blöð í kaffihúsin. Guð einn veit um árangurinn. En mér hefir per- sónulega verið gleði að hitta ýmsa trúaða menn við þetta starf. Eðlilega spyrð þú um sam- búðina hér. Málin, svo ólík, valda að persónuleg kynni verða aðallega milli mennta- manna á báðar hliðar, og svo aftur meðal lauslætiskvenna og lélegri hluta gestanna. Árekstr- ar eru vonum minni í öllum þeim fjölda, sem hér um ræð- ir. Þótt aðbúð sé mjög góð, betri húsakynni en hjá Englend- ingunum, meðan þeir voru, þá er margur ungur maður nokk- uð einmana, og verður glaður við, er eldri maður íslenzkur tekur vingjarnlega í hönd hans, þótt enskan sé bjöguð hjá manni, finnur gesturinn fljót- lega hvort vinsemd er í ávarp- inu. Þetta er reynsla mín og margra annara. Einu sinni, fyrir fáum árum, með öðrum orðum, mátti heita að umferð stöðvaðist á götum ÚW. og stórgripir fældust í sveit um íslands, ef erlend flugvél fór yfir. Nú sjest varla nokkurt barn, hvað þá fullorðnir, líta upp, þótt tugir flugvéla séu á sveimi. Öllu má venjast. Rétt í þessu var eg að tala við Frú Hallgrímsson; bað hún mig skila kveðju þeirra hjóna | til ykkar, þau væru komin í prestshúsið og liði prýðilega. Sr. Friðrik H. er við bestii heilsu. Þau ætla að skrifa ykkur. Vel á minst. 1 apríl síðastl. var eg vígður, biskupinn sagði; það væri gjört “í pakklætisskyni og virðingar” fyrir störfin í 42 ár. Er eini íslendingurinn, sem vígð ur hefir verið með þeim formála og , líklega sá selsti (66 ára) líka. “Betra seint en aldrei”, sagði fólkið. Prestakallið er Eliilheimilið með sínum 170 vistmönnum. Sendi þér jólahefti samhliða, og innilega kveðju til konu þinnar, foreldra og barna, sömu leiðis frá Láru dóttur minni. Eg^ er “í horninu” hjá henni og Ásgeiri, manni hennar hér í Ási. 2 lítil börn þeirra, og 8 börn sona minna eru mér besta dægradvölin. Guð verndi og blessi þig og þína. Þinn einlægur, S. Á. Gíslason. Kolanam verður hafið við Breiðafjörð Amerískir verkfræðingar sjá um undirbúninginn. Rannsóknir, sem fram hafa farið á kolalögum vestur á Skarðsströnd hafa leitt í ljós, að á Tindum er um helmingi þykkra kolalag en áður hefir fundizt hér á landi eða um hálfan annan meter á þvkkt. Gæði kolanna er líka meiri en áður er vitað um á íslenzkum kolum, og slaga beztu sýnishorn- in, sem rannsökuð hafa verið, upp í erlend kol hvað hitamagn snertir. Á landsvæðinu, sem ránnsak- að hefir verið, er áætlað kola- magn um 190 þús. smálestir, en ennþá er ekki búið að rannsaka nema lítinn hluta af því landi, þar sem álitið er að kol sé undir. Seint á árinu 1941 var stofn- að félag til að rannsaka skilyrði fyrir kolanámugrefti vestur á Skarðsströnd. Félagið heitir Hf. Kol. Það var lengi vitað, að kol væru í jörðu þar vestra. Voru þau sýnilega á löngu svæði í fjörunum á Tindum, og á stríðs- árunum 1915—17 voru unnin kol úr jörðu á Skarði, sem er næsti bær við Tinda. Kol þessi þóttu góð og notuðu bændur þau jafn- vel til að smíða járn við þau. H.f. Jíol fékk enskan kola- verkfræðing til að rannsaka kolanámurnar á Tindum og auk þess voru íslenzkir sérfræðing- ar, Jóhannes Áskellsson og dr. Trausti Einarsson, fengnir til að rannsaka kolin. Það er ekki hægt að komast að kolunum úr fjörunni, þannig að þau yrðu rannsökuð, því um flóð lágu þau undir yfirborði sjávar. Þess vegna var sá kost- ur tekinn að grafa niður í gegnum 12 metra þykka klöpp. En er niður úr henni var komið, varð fyrir 1 meter þykkt kola- lag, eða miklu þykkra en menn gerðu sér vonir um og helmingi þykkra en kolalög, sem áður hafa þekkzt hér á landi. Vegna þess, hve kolalagið er þykkt, verður reksturinn miklu ódýrari en ella, því þarna þarf ekki að grafa dýpra niður en kolin ná. Hitagildi kolanna hefir verið rannsakað. Hafa mörg sýnis- horn verið tekin og prófuð, og niðurstöður verið nokkuð mis- jafnar, en þó í öllum tilfellum bétri en áður hafa fengizt. er hitagildi íslenzkra kola hefir verið rannsakað. Þar sem hita- gildið reynist bezt, slagar það hátt upp í að jafngilda erlend- um kolum. Nú hefir H.f.-Kol fengið amer- ískan námuverkfræðing til að skipuleggja allan undirbúning undir starfrækslu, semja kostn- aðaráætlanir og annað þesshátt- ar. Lízt þeim yfirleitt mjög vel á kolin og væntanlega námu- vinnslu þar vestra. Stjórn H.f. Kol skipa þeir Haraldur Guðmundsson frá Há- eyri, Birgir Thorlacius fulltrúi og Haukur Þorleifsson banka- bókari. Vísir, 18. jan. Frú Guðrún: — Hvernig virk- aði meðalið, sem eg ráðlagði þér að kaupa? Frú Anna: — Blessuð vertu, það A/erkaði ekki fremur en vatn. Frú Guðrún: — Þetta var líma mín reynsla. * * * Páll og Guðmundur eru á heimleið um nótt og sjá, hvar kvenmaður stendur upp við bánkann. Þá kallar Páll vin- gjarnlega. — Standið þqr ekki þarna, telpa mín, bankinn getur hrun- ið, þegar minnst vonum varir. \

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.