Lögberg - 19.08.1943, Síða 5

Lögberg - 19.08.1943, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. AGÚST, 1943 b Jónas Jónsson, alþingismaður, skrifar um Bólu-Hjálmar Bólstaðagerði var hjáleiga frá Uppsölum, en húslaus, þegar Hjálmar fékk býlið til ábúðar. Voru þau Hjálmar og Guðný hin íyrstu missiri í skjóli Guðbjargar á Uppsölum, en á meðan reisti Hjálmar hús fyrir fólk sitt og fénað í Bólstaðagerði. Honum þótti nafnið óþarflega langt og gaf nýbýli sínu heitið Bóla. I höndum hans varð þetta forna eyðibýli að íslenzku frægðarsetri. Hjálmari varð þyngra undir fæti í Bdlu en í Nýjabæ. Bústofn hans minkaði nokkuð, að heita má með hverju ári. Þeim hjónum fæddust þar nokkur börn, en fátt var um nýjar tekjulindir. Hjálm ar var nú í eins konar þjóðbraut og kynntist fleiri mönnum en í Austurctal. Urðu sumir góðir vinir hans, en aðrir fullkomnir óvinir. Liðu svo nokkur missiri. Þá gerðist sá atburður, seint um haustið 1838, að hreppstjórunum í sveitinni þóttu grunsamleg íjárhvörf úr heimahögum og töldu sennilegt, að það væri af raanna völdum. Ákváðu þeir að gera húsrannsókn á sex bæjum í sveitinni og hefja leitina hjá Hjálmari í Bólu. Komu þeir heimafólkinu algjörlega að óvörum. Leituðu þeir með ljósi í öllum húsum og innsigluðu þær kjöt- og feitmetisbirgðir, er þeir fundu í geymsluskemmu. Eftir það hurfu leitarmenn á brott og leituðu næstu daga á hinum bæjunum, en þóttust ekki finna þar neitt grunsamlegt. Sama kvöldið og húsrannsóknin var gerð í Bólu, varð eldur laus í skemmunni, þar sem leitar- menn höfðu innsiglað kjötbirgðirnar við kertaljós. Skemman brann og allt, sem í henni var. Leitarmenn og Hjálmar kenndu nú hvor öðrum um brunann. Hjálmar sagði, að þeir hefðu farið óvarlega með kerti í skemmunni, en þar var líka geymdur eldiviður. En óvinir Hjálmars sögðu, að hann mundi vera valdur að brunanum. Hreppstjórarnir sendu skýrslu um málið til sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu, en hann fór að engu óðslega. Það þótti bæta aðstöðu Hjálmars, að nokkru eftir að leitirt var gerð í Bólu, fannst ein af þeim kindum, sem tapazt höfðu í heimahögum, í dýi nærri bæ eigandans. Eftir áramot 1839 hóf sýslumaður rannsókn í málinu og stefndi fyrir réttinn hjónunum í Bólu og þeim mönnum, er verið höfðu í leitinni. Vegna stórhríðar gátu sum vitnin ekki komið á réttarstaðinn í það sinn, og -varð að fresta málinu fram undir sumarmál. Milli réttarhaldanna brá Hjálmar sér norður að Möðruvöllum í Hörgárdal til að finna Bjarna amtmann Thorarensen, sem þá var æðstur valdsmaður í Norðlendingafjórðungi. Það hefur vafa- iaust verið tilgangur Hjálmars að ræða við amtmann um mála- tilbúnað þann, er hafinn var móti honum. Bjarni Thorarensen var að vísu mikið skáld, en í embættisfærslu sinni var hann oft þröngsýnn smámunamaður. Hann tók Hjálmari kuldalega, en gat ekki stillt sig um að reyna á rímgáfu hans og kastaði fram erfiðum vísuhelmingi: “Vondir menn með vélaþras að vinum drottins gera brigzl. Hjálmar bætti við þegar í stað: “Kristur stóð fyrir Kaífas, klögumálin ganga á víxl.” ^að mun jafnan verða dómur manna, að Hjálmar hafi borið sigur frá hólmi í þessari ljóðakeppni. Sama varð reyndin um æálaferlin. Amtmaður sikpaði sýslumanni Skagfirðinga að láta ganga dóm í máli Hjálmars. Nálega ári eftir að húsrannsóknin var gerð að Bólu, kvað sýslumaður upp sýknudóm í máli Bólu- hjónanna. Það var mikill sigur, en keyptur dýru verði. IX. Þann morgun, er Hjálmar lagði af stað í annað réttar- haldið í máli sínu, orti hann kvæði það, sem hefst með þessum orðum: “Geng eg sem blindur fleti frá fallhættan mæðustig. Vondar ókindur vegum á veit þó, er yggla sig.” Kvæðið allt er þrungið harmi og beizkju yfir rangsleitni mann- félagsins. Hann hafði oft fundið sárt til andúðar og óvildar í ^inn garð, en aldrei eins og nú. Hér stóð baráttan um nafn hans og heiður. f heilt ár hafði sverðið að kalla hangið í veikum þræði yfir höfði hjónanna í Bólu. Baráttunni lauk að vísu með -igri, en þessi árás gerbreytti aðstöðu Hjálmars og Guðnýjar. Hún dró úr lífsþrótti þeirra og starfsfjöri. Fjárhagur þeirra fór versnandi. Á árunum 1842—43 veiktist Hjálmar, hefur senni- ioga fengið aðkenningu af lömunarveiki. Hann leitaði sér lækn- 3r>ga, innan og utan héraðs, eftir því sem fátækleg efni stóðu til, og náði til fulls andlegum styrk og nokkurri líkamlegri heilsu, en varð þó eftir þetta ekki nema hálffær til erfiðisvinnu, því að mátt hafði varanlega dregið úr vinstri handlegg. Eftir þessa veikindahviðu gáfust þau Hjálmar og Guðný upp við húskap í Bólu, og þangað flutti fólk, sem var þeim óvanda- hundið. Hjálmar færði þá byggð sína neðar í Blönduhlíð, í þéttbýlið í Akrahverfinu. Þar kom brátt fyrir hann þyngsta {<fall ævinnar. Hann missti Guðnýju, konu sína, vorið 1845, eftir nálega aldarfjórðungs sambúð. Eftir það var Hjálmar alger einstæðingur, það sem eftir var ævinnar. Hann orti um fráfall konu sinnar áhrifamikil eftirmæli. Sambúð þeirra virðist hafa verið bæði blíð og stríð. En á hinum mikilvægustu augna- hlikum höfðu þau staðið óhvikul hvort við annars slið. X. Hjálmar fékk ábúð á nokkrum hluta af jörðinni Minni- ökrum, en í raun og veru hætti hann að vera bóndi eftir hurtförina frá Bólu og var eins konar húsmennskumaður í naestum aldarfjórðung. Hann gat nálega aldrei fengið vanda- ^aust fólk til heimilisstarfa, en dætur hans tóku að sér hús- hióðurstörfin, eftir því sem auðið var, áður en þær komust af eiginlegum barnsaldri. Ólafur, sonur Hjálmars, sýktist af holdsveiki og var erfiður sjúklingur á heimili föður síns. Hjálmar é-tti nokkrar kindur og lét ær sínar ganga með dilka, því að hann hafði ekki aðstöðu til að færa frá. Hann átti löngum tvo hesta og notaði þá til ferðalaga, bæði innan héraðs og til heimsókna í Húnaþingi. Hann virðist sjaldan eða aldrei hafa haft kýr á Minni-Ökrum, en fékk að öllum jafnaði mjólk til heimilisþarfa frá vinveittum nágrannaheimilum. Það varð Hjálmari að happi, að eigandi Minni-Akra var bóndi í Húnaþingi. Hjálmar færði honum landskuld. og tókst upp úr því kynning með honum og mörgum merkismönnum í Húnavatnssýslu. Fór hann þangað margar ferðir, stundum oftar en einu sinni á ári. Tóku Húnvetningar honum með mikilli rausn. Gaf hann þeim afrit af ljóðum sínum, en þá í staðinn margs konar gjafir, sem komu sér vel á tekjulitlu he’mili. Flutti hann löngum matföng í búið vestan yfir Vatnsskarð. Nokkrar tekjur hafði hann auk þess af því að yrkja tækifæris- kvæði, brúðkaupsljóð og erfidrápur. Hann skar út rúmfjalir, kistla og krossmörk á leiði vina sinna og viðskiptamanna. Með þessum hætti tókst honum að framfleyta sér og sínum um ianga stund án þess að stíga þau spor, sem voru honum þyngst, en það var að leita framfærslustyrks af sveitarfé. Hjálmar sinnti nokkuð húsagerð á Minni-Ökrum, þótt í smáum stíl væri, eins og á þinum fyrri býlum sínum, og færði, jafnvel bæ sinn til á túninu. Baðstofan var lítil, torfgólf, en fialir meðfram veggjum og súðbyrt. ' Gluggar voru litlir á þekjum, svo sem siður var til. Bókakost átti Hjálmar nokkurn og allmikið af handritum. Rímur og fleiri þjóðleg fræði gengu þá manna milli í afritum. Hjálmari var létt um að skrifa og hélt fullri orku í hægri hendinni fram til síðustu stundar. Hjálmar var vel kunnugur frásögnum, fornbókmentann? um skáld fyrri alda, sem fóru land úr landi, heimsóttu höfðingja og fluttu þeim kvæði, en þágu að launum fé og sæmd. Ferðalög hans um Skagafjörð og Húnaþing voru eins konar endurtekning, undir íslenzkum kringumstæðum, á heimsóknum fornskáldanna til stórhöfðingja í öðrum löndum. Hjálmari var oft boðið í veizlur, einkum í Skagafirði, til að skemmta. Var maðurinn einkennilegur og fjölfróður, auk þess sem mikið þótti kveða að skáldgáfu hans. Þessi ferðalög voru mikil úrbót fyrir Hjálmar í fátækt hans og einstæðingsskap. Þau tengdu hann við mann- lífið og mannfélagið, sem honum þót-ti annars vera sér and- stætt. Hann átti vingotf við marga merkismenn, bæði í Skaga- firði og Húnaþingi, en sökótt við aðra, helzt þá, sem næstir bjuggu, þar sem árekstrar hinnar daglegu lífsbaráttu urðu til þess, að hann kastaði fram vísum, sem fóru víða. XI. Sú hugsun hafði snemma hvarflað að Hjálmari, að svo kynni að fara, að hann yrði um síðir að leita sveitarstyrks. Hér var ekki ólíklega til getið. Búskapur hans í Bólu hafði jafnan verið lítill, ómegð nokkur, síðan heilsuleysi og ástvinamissir. A Ökrum varð hagurinn enn þrengri. Þessi kvíði um afkomuna kom honum til að yrkja um þennan atburð, sem hann óttaðist mest. Hjálmar gerir sér í hugarlund, að hann leiti fyrir sér um sveitarstyrk fyrir sig og sína og hversu þeim málum verði svarað með allsherjar yfirliti um syndir hans og ávirðingar. Það verður ekki heldur sagt með sanni, að Hjálmar hafi gefizt upp, fyrr en öll vörn var þrotin, því að hann var orðinn nálega hálfáttræður, þegar hann bað um sveitarhjálp sér til fram- dráttar. Honum var neitað í fyrstu. Hann orti þá og birti í blaði á Akureyri eitt af sínum mestu og máttugustu kvæðum. Hjálmar segir þar: “Eftir fimmtíu ára dvöl í Akrahrepp, eg má nú deyja úr sulti, nakleika, kröm og kvöl, kvein mitt ei heyrist, skal því þegja.” Þegar kvæðið kom fyrir almanna sjónir, haustið 1870, vakti það mikla eftirtekt víða um land. Bárust Hjálmari þá peningagjafir frá ýmsum merkum mönnum. Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóð- ólfs, hinn mesti skörungsmaður, stóð fyrir samskotum í Reykja- vík. Pétur biskup, sonur Péturs prófasts á Víðivöllum, sendi Hjálmari peningagjöf án þess að láta nafns síns getið. Hjálmar orti til biskups þakkarkvæði, og er þetta fyrsta erindið: “Víða til þess vott eg fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Hjálmar sendi Jóni Guðmundssyni og félögum hans kvæðakveðju með þessum ljóðlínum: “Mér fylgir fátæktin fótmál hvert hér á jörð.” Ári síðar en þessir atburðir gerðust, urðu eigendaskipt.i að Minni-ökrum, og varð Hjálmar að flytja þaðan. Guðrún hét yngsta dóttir Hjálmars, og hafði hún verið ráðskona hjá föður sínum, frá því er hún komst á legg. Nú tók hún til ábúðar lítið kot, sem hét Grundargerði, skammt frá Ökrum. Fluttist hún þangað með föður sinn. Það ár var Hjálmari 1 fyrsta sinn veittur sveitarstyrkur. Eftir tvö ár í Grundargerði hætti Guðrún búskap þar og skildist í fyrsta sinn við föður sinn. Fluttist hún til góðkunningja vestan Héraðsvatna að bæ, sem heitir Starrastaðir. Þar var Hjálmar önnur tvö ár á sveitarframfæri. Vorið 1875 brá bóndinn á Starrastöðum búi og flutti þaðan. Hjálmar var þá vegalaus að nýju og rann mjög til rifja ein- stæðingsskapur sinn, því að nú átti hann engan að og hvergi nthvarf. Þá vildi svo til, að góðsöm, en heimilislaus hjón höfðu iengið að dveljast um stund í beitarhúsum frá Brekku, en sá bær er næstur norðan við Víðimýri. Hjónin í Brekkuhúsum ætluðu nú að skjóta skjólshúsi yfir Hjálmar sumarlangt. Guð- rún, dóttir Hjálmars, var þetta sumar í Valadal í Vatnsskarði. Þaðan var stutt til Brekkuhúsanna, og var það ætlun Guðrúnar sð líta eftir með föður sínum, meðan hann dveldist þar. Hjálmar var enn gangfær, en hafði nálega misst heyrnina. Hann bar þá með sér spjald, og var ritað á það allt, er menn vildu við hann mæla. Meðan hann dvaldist í Brekkuhúsum, gekk hann niður að Víðimýri til að finna vin sinn, Jón Árnason, föður Sigfúsar, er síðar varð kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Jón Árnason var vel hagmæltur. Þegar Hjálmar kom að Víðimýri, kvað hann þessa vísu: “Finnst mér orðið fremur þungt um ferðastjáið. Altaf blaktir ýlustráið, — ekki getur Hjálmar dáið.” Frh. Frá Ísiendingum í Los Angeles Þann fyrsta ágúst s.l. komu ís- lendingar hér saman í La Dora Park. Er staður þessi á að giska á miðri leið milli fjalls og fjöru, og þrátt fyrir mikla hita að undanförnu og heitan dag, kom fólkið úr öllum áttum, og var þar allstór hópur sem að stækk- andi fór eftir því sem að leið á daginn. Samt sem áður voru mörg sætin auð, ekki síst hinna firntán til tuttugu ungu manna sem að heyra til íslendingum hér, sem nú eru í herþjónustu, sumir þeirra langt úti í heimi, eins og t.d. í Afríku og Ástralíy. og víðar. Það sem að setti sér- stakan blæ á þessa samkomu var það að þarna voru þrjár ungar stúlkur og fimm ungir menn frá Islandi, og voru þau öll án efa hinir ákjósanlegustu fulltrúar Islands. Nöfn þessa fólks er: Valborg Sugurðardóttir Þór- ólfssonar frá Hvítárbakka, Mar- grét Thoroddsen (Sigurðar men- taskóla kennara), Elinborg Thor- arinsen (Jakobs skálds), Örlygur Sigurðson, Jónas Jakobson, Hall- dór Þorsteinsson, Jóhannes Bjarnason og Eyjólfur Eirikson. Létu þau öll ánægju sína í ljósi yfir því að hafa haft tæki- færi' til þess að kynnast svo mörgu íslenzku fólki hér á ystu ströndum, og enfremur að vera stödd í hinu bjarta blíða blóma- landi, en svo finst okkur sem að hér eyðum æfinni að engan veg- in væri hægt að fá betra ætt- ræknis og þjóðræknis meðal til þess að lengja iíftóruna í hinum útfluttu Íslendingum en að njóta samvista þessa ágæta fólks sem að hér dvelur um lengri eða skemmri tíma. Eftir borðhaldið voru sungnir margir íslenzkir söngvar, ljóðin og lögin sem að fylgja íslenzku fólki hvar sem að það fer eða er í sveit sett. En í samúðar- skyni við hina hrjáðu og ofsóttu norsku þjóð var sungin þjóð- söngur Noregs, “Ja vi elsker dette landet.” Þarna voru ýmsir sem að sjaldan eru með okkur, og enn aðrir í fyrsta skifti, t.d. Mrs. Wm Rich og börn frá North Holly- wood (áður Margaret Athelstan) Mrs. Margaret Coleman og son- ur hennar Marshall Coleman frá Encino, California. Foreldrar hennar voru þau Sigríður Bjarnadóttir og Ari Egilson frá Brandon, Manitoba. Mr. og Mrs. Fred Tevis, (áður Runólfson), frá Spanish Fork, yfirforingi, og Mrs. LaMarr Hill áður Jameson, Mr. og Mrs. G. Saulque (áður Mrs. Thorkelsson), Mr. og Mrs. Budd (áður Sigrún Ólafson), Mrs. Kari, (áður Elín Anderson), Mr. og Mrs. F. Friðgeirson, (hún Amerisk), Long Beach. Mrs. Er- lingson, ásamt börnum sínum, Olavíu, Carli og Erlingi. Frá Huntington Park Mr. og Mrs. Jim Jameson, Miss Ellen Jame- son, Dr. og Mrs. Paul Vídalin Jameson (hún Amerisk), Dr. og Mrs. Ernest Funk og dætur (áð- ur Rósa Jameson), Mr. og Mrs. Egill Shield, Mr. og Mrs. Gunn- ar Matthiason, Mr. og Mrs. Pétur Fjeldsted, Mr. og Mrs. Jón Thor- bergson (hún Amerisk), Mr. og Mrs. Alvin Judd (áður Jóhanna Thorgrímsson), Mr. og Mrs. Har- old Thorgrímson (hún Amerisk) Mrs. A. Thorgrímsson, Mrs. El- isabet Seymour, Mrs. Ólöf Mac- Farland og börn hennar. Miss Jóhanna Thorarinson, Miss Vig- dís Halldórsson, Mr. Jóhannes Sveinsson og Lilja dóttir hans, Mr. Guðjón Johnson og Mr. Kon ráð Gíslason, o.m.fl. Um kveldið. buðu þau. Matthi- assons hjónin gestunum frá ís- landi og öðru fólki heim til sin. Var þar mikið um gleðskap og góðar veitingar hjá hinum ágætu hjónum. Valborg og Margrét Thoroddsen spiluðu á hljóðfærið og virtust jafnvígar á alt; gam- anvísurnar nýju og smellnu, ættjarðarljóðin og álfa - ásta - æfintýrin. Um nóttina var hald- ið heim eftir hressandi og unaðs- ríkan dag. Viðbætir: Nýlega kom hingað frá Reykja- vík ungfrú Snorra Mae Nielsen, dóttir Kristjáns Nielsen fyrver- andi kaupmanns, en systur-dótt- ir Hallgrims Benediktssonar. Var hún fædd í Californíu, en flutt- ist til íslands 9 ára gömul fyrir nokkrum árum síðan. Er hún alkomin vestur til systur sinnar Mrs. Elinar Pearson í Pasadena. Skúli G. Bjarnason Los Angeles, Calif. Borgið Lögberg! wrnrn SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARlí AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.