Lögberg - 26.08.1943, Side 3

Lögberg - 26.08.1943, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN ÍB. ÁGÚST 1943. 3 Ný jörð og nýr himinn Efíir Wendell Willkie. Lauslega þýíi úr "One World". Jónbjörn Gíslason. Niðurl. í lok síðasta stríðs voru engar flugvélaferðir yfir Atlantshafið; nú er það haf aðeins crmjó ræma, er flogið er yfir í reglu- bundnum áætlunum. Kyrrahaf- ið er ofurlítið breiðara sund, en útilokar þó ekki þann virki- leika að bæði Norðurálfan og Asía eru rétt við okkar eigin bæjardyr. Ameríka hefir um þrjá kosti að velja, nú eftir stríðið, í fyrsta lagi: þröngan innilokunarstakk með takmörkuðu einstaklings frjálsræði; í öðru lagi: land- vinningastefnuna, er kostar frelsisskerðingu annara þjóða; í þriðja lagi: þátttöku í sköpirn veraldar er ákveður tækiíæra- jöfnuð fyrir alla kynflokka og allar þjóðir. Eg er sahnfærður um að Ameríska þjóðin velur síðasta-' kostinn með yfirgnæf- andi meirihluta, en til þess.að það val beri fullann árangur, verðum við ekki einungis að vinna stríðið, heldur friðinn með og hefja það starf nú þegar. Að mínu áliti eru þrír hlutir nauðsynlegir eins og nú er hátt- að málum: friður verður að grundvallast á alþjóðar mæli- kvarða; heimurinn verður að vera frjáls, hagfræðilega og stjórnmálalega svo einstaklingar og þjóðir geti lifað í friði og einingu; Ameríka verður að eiga virka og skapandi hlutdeild í viðreisnarstarfinu og friðnum. Þegar eg segi að sannur frið- ur verði að grundvallast fyrir allar þjóðir, þá á eg við að hann verði bókstaflega að um- faðma og innibinda alla veröld- ina. Meginlönd og úthöf eru aðeins vissir partar af heildinni, eins og það kom mér fyrir sjón- ir. England og Ameríka eru partar; svo eru einnig Rússlar.d, Kína, Egyptaland, Sýrland, Tyrk land og íran. Friður getur ekki haldist varanlegur í nemum þessara parta, nema undirstaðan sé lögð fyrir alla heildina í einu. Slíkt verður ekki framkvæmt með tilkynningum einum sam- an, eins og Atlantshafs sáttmál- anum, vegna þess að hér kem- ur mest til greina samþykki þjóðanna sjálfra. Hafi samvinnu mistök eftir síðasta stríð kennt okkur nokkuð, þá ber að hafa hugfast að jafnvel þó leiðtogarn- ir sín á milli, komi sér saman um vissa höfuðdrætti og sér- stök slagorð, meðan sxríðið geysar, þá þýða þeir sínar eigin yfirlýsinga eftir eigin höfði þeg- ar kemur til lokasamninga. Þess vegna verða allar sambandsþjóð irnar að samþykkja höfuðdrætti fyrir samstarfstilhögun á kom- andi tíma. Fagrar hugsjóna- ríkar og vonarfullar yfirlýsingar, eins og þær sem eru í Atlants- hafssáttmálanum, munu aðems gjöra gys að okkur, eins og hinar fjórtán greinar Wilsons forseta, fullnægjugjörð slíkra yfirlýsinga verður ekki afgreidd af neinum þeim er rétt í svip- inn hafa völd, heldur af þjóð- unum sjálfum er hlut eiga að máli. Þegar eg fullyrði að hófuð- skilyrði fyrir friði er frelsið sjálft, þá er eg aðeins að gefa skýrslu um þá voldugu rás við- burðanna, sem enginn lifandi maður — ekki einu sinni Hitler — fær stöðvað. Menn og konur um allann heim eru á kröfu- göngu, efnislega, andlega og hugsjónalega. Eftir margra alda sinnuleysi og svefn, eru hundruð milljóna manna og kvenna í Austur Evrópu og Asíu vöknuð og byrjuð að hugsa. Gamall frelsisótti hefir mist ofurafl sitt. iÞetta fólk er ófúst að vera leng- ur austurlenzkir þrælar fyrir ' vesturlanda auðsöfnun. Augu þess eru að opnast fyrir því að 'velferð mannanna í heiminum, er komin undir trausti þeirra hver til annars. Það er fastráðið í — eins og við verðum líka að vera — að ekkert arðrán eigi sér framar stað, hvorki í þess eigin félagslífi eða í sambandi þjóðanna. Skrautlega húsið uppi á hæðinni, með moldarkofunum alt umhverfis, hefir tapað sínum töfrablandna ógurleik. Vesturlöndin og þeirra ímynd- | uðu yfirburðir og æðstu völd, eru nú undir rannsókn. Asia j hefir fundist fátt um alt okkar grobb og öll okkar stóryrði. Rússland og Kína og öðrum I Austurlöndum, er nú fuilljós jmáttur sinn og megin, þau vita ^vel að margar af fyrirætlunum framtíðarinnar liggja í þeirra .skauti til úrlausnar; íbúarnir hafa ákveðið að vera framvegis undanþegnir framandi yfirráð- um og veita með því andleg- um og efnislegum gróðri eðli- leg og óþvinguð vaxtar skil- yrði. Viðskiptafrelsi er engu síður nauðsynlegt en hið pólitíska frelsi. Menn verða, ekki einungis að hafa kauprétt á annara verzl- unarvöru, heldur verður þeím einnig að vera mögulegt að selja sína eigin vöru. Enginn friður er mögulegur, engin framþróun hugsanleg og engin viðskiptatrygging fram- kvæmanleg, án þess við finnum aðferð til að brjóta til granna þá óþörfu tollgarða er hindra vöruflutning frá þjóð til þjóðar. En það skal játað, að fyrirvara og samningslaust afnám tolia, mundi reynast háskalegt. Eg veit að margir Ameríkumenn, hverra lífsskilyrði eru betri en um- heimsins, eru alvarlega hræddir við slíkar ráðagerðir, þeir halda að slík ráðabreytni muni koma í bága við þeirra eigin daglega lifnaðarhætti; . en einmitt hið gagnstæða er sannleikurinn. Mörg drög liggja að hinni undraverðu framþróun í Banda- ríkjunum, þar á meðal hin ótæm andi náttúruauðlegð, frjálslyndi hinna þjóðfélagslegu lagaboða og skapgerð íbúanna sjálfra, alt þetta hefir þar lagt fram sinn rífleiga skehf. En að mínum dómi er stærsta atriðið sú stað- reynd, að fyrir tilhögun hamingj unnar var hér í Ameríku skap- að hið víðáttumest? flatarmál í veröldinni, sem inniheldur eng- ar hindranir í viðskiftum eða hugsjónum. Þeim sem kunna að vera ó- ráðnir og með hálfum nuga, CHINESE WAR RELIEF FUND The national objective for this Fund is $1,000,000.00. Manitoba’s share is $60,000.00. Will YOU DO YOUR SHARE? v I This is the first call we have had for our gallant Chinese ally, who has been fighting our wars for 12 years. NEVER A MORE DESERVING APPEAL This space contributed by THF. DREWRYS LIMITED MD 103. vildi eg meiga benda á að jafn- vel núgildandi lifnaðarhættir Ameríkubúa geta ekki haldist óbreyttir í framtíðinni, þegar tekið er tillit til þess skulda- bákns sem þjóðin verður að bera að stríðslokum, nema því að- eins vöruskipti verði greiðari en verið hefir, milli hinna ýmsu þjóða. Heimurinn er sannarlega minni ummáls nú en fyrr, vegna framfara í iðnaði og flutningum. Það er einnnig ófrávíkjanlegur sannleikur, að bætt lífskjör ein- hvers manns einhverstaðar í heiminum, leiðir af sér ofurlítið bætt kjör allra manna alstaðar í heiminum. Að síðustu: Þegar eg fuilyrði að umheimurinn heimti fulia þátttöku Ameríku, er eg aðeins að bera fram heimboð er mer var falið á hendur af Austur- landabúum. Þeir óska að Banda- ríkin og aðrar bandaþjóðir verði samfélagar þeirra í þessu mikla komandi æfintýri. Þeir viija sameinast okkur við sköpunar- verk sambands frjálsra þjóða, sem eru lausar við hagsmuna- lega rangsleitni að vestan og pólitíska undirhyggju að austan. Sem væntanlega félaga í þessu nýja volduga sambandi, kjósa þeir okkur hvorki óráðna eða hrædda; þeir þarfnast félaga sem ekki hikar við að segja til syndanna, hverjum sem er, og hvar sem er í veröldinni. Þeir vita að við erum reiðu- búnir að leggja fram til þessa stríðs, alla okkar krafta, og þeir gjöra ráð fyrir að við nú þegar — en ekki eftir stríðið — notum alt okkar mikla afl til að efla frelsi og réttlæti. Aðrar þjóðir, utan ófriðarins bíða, ekki miður óþolinmóðar eftir að við grípum hið stærsta og einstak- asta tækifæri í veraldarsögunui, tækifærið til að skapa nýtt sam- félag, þar sem menn og konur hvar sem er um víða veröld, geta lifað og þroskast í sjálf- stæði og sönnu frelsi. ENDIR. Spurt—Hvers vegna er svo lítiS til í búöum af “Chocolate bars”? Svar—ÁstæSan er sú, aS hér um bil alt, sem fæst, er keypt undir eins til þess aS senda til hermannanna. Spurt—Mér er sagt aS nýju skömt- unarbækurnar gangi í gildi 2. septem- ber. Á maSur þá aS skila af sér eSa eySileggja gömlu bókina? Svar—'Nei. ÞaS á aS halda henni og geyma hana eins vel og áSur, vegna þess aS kjötseSlarnir í henni verSa notaSir þangaS til seint i nóvember mánuSi. Spurt—F.r sala á “rubber” regnkáp um takmörkuS ? Svar—Já. “Rubber” regnkápur má ekki selja nema til þeirra, sem vinna sérstaka vinnu og þurfa þeirra þvi nauSsynlega meS. En þaS er nóg til af reghkápum af öSrum tegundum, sem •öllum er leyft aS kaupa. Spurt—Eru ljósmyndir háSar há- tnarks reglugerSunum ? .Svar—Já. Ljósmyndarar verSa aS halda sér viS þaS verS, er sett var á hámarkstimabilinu. Spurt—Er ekki hámarksverS á nýj- um kartöflum ,3j/j cent pundiS ? ViS erum í sumarbústaS og verSum vana- lega aS borga 5 cent pundiS. Svar—HámarksverS í Manitoba er 3JJ cent eSa 10 pund fyrir 33 cent. Ef bústaSur ykkar er i Manitoba þá ættuS þiS ekki aS horga liærra verS en þetta. Spurningum á islenzku svaraS á ís- lenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. “Finst yður hún Fjóla ekki fjaðurlétt?” “Er það nokkur furða — önn- ur eins gæs”. “Hvers vegna ertu hér, vesl- ings maður?” spyr ung stúlka, sem er í heimsóknarferð í fanga húsið, einn fanganna. “Eg hefi verið svikinn af 13, ungfrú”, svaraði maðurinn. ‘“Einmitt það. Hverjir éru það?” “Það eru 12 kviðdómsmenn og einn dómari.” “Konan mín hefir það hræði- legasta minni, sem eg hefi nokkurn tíma heyrt getið um”. “Nú gleymir hún öllu?” “Nei, hún man alla skapaða hluti”. Dómarinn: Hvers vegna vor- uð þér að berja konuna yðar? • Kærði: Eg var með því að sýna henni, að það væri ekki rétt, sem hún sagði, að hún væri illa gift. Þetta getur kallast áþreifan- leg sönnun. Business and Professional Cards Wartime Prices and Trade Board AUKINN SKAMTUR Þegar nýju skömtuirarbækurnar ganga í gildi annan september, veröur kaffi og te skamturinn aukinn um einn þriöja, samkvæmt tilkynningu frá W.P.T.B. Gildi seölanna er óbreytt. Hver seöill er fyrir hálft pund af kaffi eöa tvær únzur af te eins og áður. Skamt- urinn er aukinn þannig aö hverjir tveir seölar sem hingað til hafa gengiö í gildi fjórða hvern fimtudag, veröa nú látnir ganga í gildi þriffja hvern fimtudag. Þessa viðbót viö skamtinn eigum viö því að þakka að flutnings erfið- leikar hafa minkað dálítið. Þess er vænst að eftir því sem erfiðleikar minka verði skamturinn á þessum vörutegundum aukinn. Skömtunardeild W.P.T.B. hefir á- kveðið að skamta “Jams”, “Jellies”, “marmalade” og hunang. Sala á þessum vörutegundum hefir þegar verið takmörkuð, og ekkert fæst keypt fyr en nýju skömtunarbækurnar ganga í gildi 2. september. Það er enn ekki búið að ákveða hve mikið fáist með hverjum seðli eða hvaða seðla eigi að nota. Eftirfylgandi seðlar falla úr gildi 31. ágúst: Smjörseðlar 2-21 ?22-23. Kjötseðlar 8-9-10-11-12. SPURNINGAR OG SVÖR Spurt—Hvenær fæst kaffi skamtur- inn handa börnum ? Svar—Öll börn, sem verða tólj ára á, eða fyrir fyrsta september fá te og íkaffi seðla í nýju bókunum, en ef þau verða ekki tólf ára fyr en eftir fyrsta Sept. verða þau að bíða þang- að til bókum verður útbýtt næsta vor. Spurt—Er nauðsynlegt að sýna eið- fest skjöl til þess að fá skömtunar- bækur hatida ungbörnum? Svar—Nei. Ef komið er með fæð- ingar eða skírnar-vottorð, þá er manni strax fengin bók. Fréttir frá Seattle Kæri herra ritstjóri Lögbergs: Forstöðunefnd Isl. dagsins hér, bið- ur mig að senda blaðinu nokkur orð um hátiðahaldið. Siðan sumarið 1925 hafa tslending- ar í Seattle staðið fyrir ísl. degi -fyrsta sunnudag ágústmánaðar, að Silver Lake, Wash., — um 25 milur vegar í norður átt frá borginni. Þess- ar samkomur hafa verið vinsælar og oft fjölmennar — gestir komið langt að og úr öllum áttum. Oft hafa ræðu- mennirnir verið gestir úr fjarlægð. Nú er alt í þessu sambandi meiri erfiðleikum bundið en verið hefir: ferðalög takmörkuð, og fjöldi fólks vinnur sunnudaga sem aðra daga. Þrátt fyrir það munu hafa sótt daginn hátt á fjórða hundrað manns. Veðrið var stilt og blítt frá morgni til kvölds. Á meðan ræðuhöldin o. s. frv. fóru fram var kyrð og ró í skugga og slkjóli gnæfandi trjánna “í lundin- um góða,” svo allir gátu notið sín. — — — þar næst var ‘sports pro- gram” úti á grænni flötinni, — en dans í samkomusalnum um kvöldið. Alt fór vel og skipulega fram. Stór þáttur í ánægju gestanna er að hittast og tala saman við kaffi- borðin. — Nefndin sá öllum fyrir kaffi ókeypis. Eins og að undanfórnu, saknaði maður nokkurra þeirra elstu, sern aldrei létu sig vanta, en á árinu hurfu af leið. Forseti ísl. dagsins, herra Kolbeinn S. Thordarson, setti mótið um kl. 2 e. h. Allir sungu þjóðsöngvana fögru “Star Spangled Banner” og “Ó Guð vors lands.” Síðan flutti forseti stutt ávarp til gestanna óg las um leið bréf frá Dr. R. Beck, kveðju Þjóðræknis- félagsins í tilefni dagsins. — — — Söngflokkur undir stjórn herra Tana Björnssonar skemti vel með ísl. söngvum, en ungfrú Thora Johnson spilaði undir. Ungfrú Kristín Jóns- son lék á fiðlu, en Elín systir hennar spilaði undir.----— Ungfrú Elaine M. Federick söng einn enskan söng og tvo íslenzka, en ungfrú Elín Jóns son spilaði undir. Þessu efnilega, unga og listræna fólki tóku áheyrend- ur með miklum fögnuði. Séra H. S. Sigmar flutti snjalla og góða ræðu á ensku, um þær íslenzku erfðir sem vert er að vernda og við- halda hvar sem þjóðflokkurinn tekur sér bólfestu.--------íslenzkt erindi um “trygðabönd” flutti undirrituð. Eftir þvi sem eg framast veit, þótti gestunum daguríhn liinn ánægjuleg asti, og að forstöðunefndin eiga þakk- læti skilið. Vinsamlegast, Jakobína Johnson, Seattle, Wash. MEÐÖL sjúkdómum SkrifitS NIKKEL’S SCIENTIFIC LABORATORY CLARKLPIGH, MAN. Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY lto. StofnaS 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur löpfrtrðindut • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. ' P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary's • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hOs. Ot,- vega peningalán og eldsábyrgð bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og ÍCennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framflr Úrvals blágrýti og Manitoba marmarí SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL, ARTS BLDG Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla f heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Uleifets Siujdlos /aryeft Pftciogciwhic OiftutiyUimTh Canaaa •224 Notre Dame- •r* CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. ' Page. Managing Directot Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LogfræOingar 209 Bank of NoVa Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO O c¥ V & Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legnsteina. Skrifstofu talsíml 86 607 HeimiLis talsimi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur f eyrna, augna, nef og h&lssjflkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 261 Heimllisslml 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.