Lögberg - 26.08.1943, Side 7

Lögberg - 26.08.1943, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1943. 7 Á mynd þessari sézt brezk Beaufighters sprengjuvél á lágflugi, þar sem hún veitist að þýzkri hersnekkju undan ströndum Hollands, og sprengir hana í loft upp. Æfiminningarorð Magnús 'Ingimarsson. Hann er fæddur á Galtarhöfða í Sanddal, í Mýrasýslu, 3. des. 1870. Foreldrar hans voru Ingi- mar Marísson og kona hans Marta Pétursdóttir. Árs gamall flutti hann með foreldrum sínum að Hvassár- hlíð í Norðurárdal. Sex ára gamall misti hann móður sína, og ólst svo upp með föður sín- um til 15 ára aldurs, að hann fór að vinna fyrir sjálfum sér, hjá vandalausum — á ýmsum bæjum í sveitinni, og leið alla- vega — eins og þeir kannast við, sem hafa orðið að brjóta sér veg frá æsku, til þroska og manndóms, munaðarlitlir og fé- vana. Magnús kom sér vel við húsbændur sína, enda varð hann fyrir því láni nokkrum árum eftir að hann fór úr föður-garði, að gerast vinnumaður hjá hin- um góðu hjónum, Snorra Þor- steinssyni og konu hans Guð- rúnu Sigurðardóttir frænku sinni, á Laxfossi í Stafholts- tungum. Var hann hjá þeim hjónum í 6 ár, og leið þar jafnan vel og agætlega, og mintist þeirra ávalt raeð þakklæti og virðingu. Hinn 16. júní árið 1900, gekk Magnús að eiga ungfrú Vilborgu Guðmundsdóttir frá Grafarkoti 1 sömu sveit, greinda- og fjöl- íróða konu, og vel ættaða — enda reyndist hún Magnúsi jafn- an hinn ábyggilegi lífsfelagi. Hinn 19. s. m. sem þau Magnus og Vilborg giftu sig, fluttu þau alfarin af landi burt, vestur um haf til Ganada, og settust litlu síðar að búi í íslenzku nýlend- unni í Tantallon, Sask., á bújörð Ingimars föður Magnúsar, og bjuggu þar í 10 ár. Þaðan fluttu þau hjón búferlum vestur í fýlki til Merid, P. O. Sask. Þar nam Magnús land, og bjó á því í 20 ár, við þolanlegan efnahag — þó stundum væri þröngt í búi — átti hann þar sammerkt við landa sína sem oftast komu félausir að heiman, og urðu að afla sér og sínum lifibrauðs með landnámi, á lítt numdum, og óreyndum lands- svæðíhn. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, og verða þau nafngreind hér eftir aldursröð: Marta, Mrs. E. Ólson, búsett í Edmonton, Alberta, á 4 börn. Guðmundur dó á fyrsta ári. Jóhanna, Mrs. J. K.t Mc Cullagh, á 1 dreng, búsett í Saskatoon, Sask. Guð- fríður, Mrs. F. Kardeff, búsett í Saskatoon, Sask., á 2. börn. Guð- rún, Mrs. Young, búsett í Ott- awa, Ont., barnlaus. Vilmundur, giftur skoskri konu, bóndi við Merid, P. O. Sask., á 2. drengi Míríam, fósturdóttir, 17 ára. Systkini Magnúsar voru 6: ívar dó 19 ára á íslandi, nokkru fyrir s. 1. aldamót. Þorsteinn bóndi við Merid, P.O. Sask., dá- inn 1931, um fimtugt. Ágúst trésmiður í Stykkishólmi, giftur og á börn. Benjamín búsettur í Reykjavík, giftur og á 1 son. Sigríður, Mrs. H. Benediktsson, búsett í Wynyard, Sask., á 3 börn á lífi. Petrína Sigríður, Mrs. G. Kjartansson,, ekkja. á 6 börn, búsett við Reykjavíkur- P.O. Man. Árið 1931 flutti Magnús ásamt konu sinni og fósturdóttur til Wynyard, Sask., og settist þar að í snotru húsi, sem Jóhanna dóttir þeirra hjóna keypti handa foreldrum sínum, og bjó hann þar til æfiloka. Börn þeirra Magnúsar og Vilborgar eru prýðilega myndarleg í sjón, flest eða öll býsna vel mentuð, þó sá sem þessar línur ritar, geti ekki tilgreint mentastig þeirra, en veit þó að Jóhanna var barnakennari, og háskóla- kennari mörg ár, í Ssaka'tchewan fylki. Öll munu þessi mannvænlegu börn hafa verið artarleg við foreldra sína og fóstursystir, þó nágranna þeirra hjóna hér í Wynyard, hafi máski grunað, að Jóhanna skaraði þar fram úr systkinum sínum, og draga auð- vitað álit sitf af því, hvað hún bjó höfðinglega í haginn fyrir aldraða foreldra. — Þau nmnu dæmin færri, að börn skaffi foreldrum sínum ellihæli til sjálfsábúðar —. Slíkri framkomu má ?kki levna, enda verður hún og er, talin Jóhönnu, Mrs. McCullagh, til hins mesta sóma. Magnús og yilborg kunna líka að meta þennan drengskap, og voru á- valt samhend’ að hlvnna að þessum griðastað sínum, og gerðu hann vistlegri bæði innan húss og utan. Þar ræktuðu þau stórann matjurðagarð, sem reyndist þeim drjúgt búsílag þar sem þau voru bæði nýtin og sparsöm, en þó gestrisin og greiðug. Magnús vann smásnún- inga hér og þar í bænum, eftir því sem kraftar hans leyfðu, heimili hans til bjargar, og hon- um sjálfum til ánægju. Magnús var naumast meðal- maður á hæð, en hann var þétt bygður og svaraði sér vel; sömu leiðis var hann andlits-fríður í betra-meðallagi, svipurinn var oftast góðlegur, enda mun Magnús hafa verið góðmenni í eðli sínu, og skal það eitt haft til marks hér, hvað hann reynd- ist fósturdóttur sinni prýðilega á allann hátt. Vilborg var manni sínum samhent þar sem ann- arsstaðar. Það mun verða talið þeim hjónum til sóma, hvað þau reyndust fósturdóttur sinni vel, og ekki mun Vilborg og börn hennar gera það endaslept við Miriam, sem sjá má af því, að Jóhanna tók móður sína og fóstursystur til sín, á heimili sitt í Saskatoon; hafa þær verið hjá henni síðan að Magnús féll frá, og liðið ágætléga sem vænta mátti. Þar stundar Miriam nám við háskóla í borginni, en fóstra og fóstursystur sjá henni borg- ið til manndóms og menta. Nú hefði átt við að geta Magnúsar að nokkru sem rit- höfundar, þó það verði ekki öðruvísi gert hér, en rétt á hann minnst sem slíkann. Sá sem þessar línur ritar, hefir ekki þau skilríki við hendi sem til þess þurfa, að gera grein fyrir því helsta, sem birt- ist í vikublöðum og tímaritum eftir Magnús, á síðastliðnum 20—25 árum. Það má svo að orði kveða að Magnús væri jafn fimur á ljóða gerð sem laust mál. Hann orti mikið af lausavísum, ferskeytl- um og hringhendum. Hann mun hafa kveðið fiesta hætti ferskeytta. Fór Magnús þar að dæmi fyr- irrennara sinna, að kveða um daglega viðburði og náttúru- lýsingar, fórst honum það oftast vel og sæmilega, þó að hann kvæði í líkum stíl og þeim, sem var helst í móð, um s. 1. alda- mót. Stundum kvað Magnús sam virkar vísur í kvæða-formi, og fórst það sömuleiðis * vel. Nú minnist eg þess, að eg sá kvæði eftir hann í okt.—des. hefti Eimreiðarinnar 1939. Er það kvæði 8 erindi ferskeytt og hring hend. Sem sýnishom af þessu kvæði set eg hér 1. og 5. erind- ið, en fyrst vil eg benda á efni þessa kvæðis: Magnús kveður þarna hringhendu ágrip af æskuminningum sínum — vor- blómin eru að vísu dáin, en ættjarðabþráin lifir — þó hann gerði sér ljósa grein fyrir þ\n, að honum mundi ekki auðnast að sjá ísland og æskustöðvarn- ar öðruvísi en 1 endurminning- unum. Hann gerir grein fyrir æsku sinni, nefnir “berjalaut og bröttuhlíð” o. s. frv., Sömuleiðis víkur hann að þjóðtrúnni, nefn- ir hörpuslátt huldumanna í hamrasölum íslands. Ennfremur lýsir hann gróðurmagni íslenzkr ar moldar, og dregur hugljúfa mynd af umhverfi sveitabæj- anna um túnasláttinn, fólkið gengur með andlegu-vaxandi fjöri að vinnu — á meðan: “Lóan söng í lífsins kjör ljúfust föng og gleði.” í niðurlagi þessa kvæðis gerir Magnús sér grein fyrir því að hann er orðinn aldraður maður, sem á heima í fjarlægu — frjó- sömu landi — þaðan leikur hann ljóð-endurminningar æsku sinn- ar og yngir upp ást sína til hinn ar fjölprúðu móðurjarðar. Vorblóm dáin eru öll, en mér háir tregi. Ætíð þrái’ eg Islands fjöll, aldrei sjá þó megi. Törafrítt var tún í sveit, töðu nýttust gæðin. Bjart og hlýtt um bygðan reit brostu grýttu svæðin. Eg vil fullyrða að Magnús átti roargar vísur ámóta og þessar, og sumar betur kveðnar, þó eg hafi þær ekki hér við hendina, til að gera grein fyrir þeim. Þá er aðeins að nefna hið óbundna mál hans. Eg þarf þó ekki að lýsa því fyrir Vestur-íslending- um, þar sem hann skrifaði í bæði Winnipeg blöðin — Lög- berg og Heimskringlu, emnig skrifaði Magnús allmikið í “Sögu”, fjórðungsrit Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, sem hann gaf út í Winnipeg, um allmörg ár. Oft voru ritgerðir Magnúsar með þjóðsagna- og æfintýrablæ, og aðlaðandi. Stundum skrifaði hann um trúarbrögð — spírit- isma og guðspeki, má af þeim ritgerðum ráða, að hann hafi sjálfur verið guðspekingur. Það'bar við að Magnús skrif- aði um landsmál þau sem á dagskrá voru, og fórst honum það hönduglega — báru rit- gerðir hans vott um, að hann væri frjálslyndur í skoðunum og vildi vel. Ennfremur ritaði hann tals- vert úr heimahögum — lýsti hann þá landshlutum og bygðar lögum — hvernig bæir voru í sveit settir — gerði grein fyrir ábúendum -— eins og þeir komu honum fyrir sjónir, á uppvaxt- arárum hans. Það hefi eg fyrir satt, að Vilborg hafði reynst Magnúsi góður ráðgjafi við lýs- ingarnar, því hún er bæði minn- ug og glögg — hún mun hafa gefið honum all ábvggilegar upplýsingar, er hann skrifaði hina hugljúfu ritgerð um “Norð urárdalinn”. Eins og áður er að vikið, þá gera þessar línur sem nú eru ritaðar, enga fullnaðar- grein fyrir Magnúsi Ingimars- syni — eða ritverkum hans, en eiga þó að vera vottur í þá átt — að unna honum sannmælis. í daglegri framkomu við ná- granna sína var hann fáorður, hægur og prúður; en þegar maður fór að kynnasfhonum, I komst hann að því, að Magnús var bæði fróður og findinn í samræðu, svo auðvelt var að láta sér líða vel í návist hans, þegar umræðuefnið var að hans skapi. Magnús varð bráðkvaddur 30, nóv. 1942, á heimleið frá járn- brautarstöðinni í Wynyard. Hann hafði gengið ofan að stöð- inni, til að mæta Vilborgu og Miriam, sem voru væntanlegar, og komu þá um daginn með lestinni vestan frá Saskatoon. Á heimleið talaði hann við þær hlýlega, eins og hann var vanur — hafði orð á því, að honum væri kalt, þó hann væri vel búinn — “hjartað mundi missa slag við og við — og kuldinn væri að innan.” Það er um hálfrar mílu vegalengd sem þau þurftu að ganga að húsi sínu — og á þeirri leið miðri, eða því sem næst, hneig hann niður, og er örendur. Kona hans leiddi hann, og athugaði útlit hans nákvæmlega, en sagðist ekki hafa getað séð neinn sársauka drátt í andliti hans, og naumast mundi hann hafa gert sér grem fyrir því, sem að fór. Jarðar- förin fór fram 3. des., frá ís- lenzku kirkjunni 1 Wynyard, og var henni stýrt í grafreit bæjar- ins, af séra B. T. Sigurðssyni, sem flutti hugljúfa útfarar-ræþu að við stöddum vinum og vanda mönnum. Vinir Magnúsar muuu minnast hans lengi, og ástvinir hans sakna — og geyma þógula þökk í frmatíðinni, um minn- ingu hans. J. J. N. “Matur er mannsins megin” Svo segir garnalt spakmæli, sem aldrei veröur hrakiS; þa8 finna þeir bezt, sem matarlausir eru 2—3 daga, aS dugur þeirra dvinar fljótt, og “hungraður maður hefir enga sarn- vizku,’’ segja Bretar, og mun eitthvaö hæft í því, ab hungrabir menn taka hvaö, sem þeir ná í, sér til saKnings, og skeyta engum lögum, ef svo stend- ur á. Nú segja vitrir menn aö matur og olía vinni þetta voöastríð, sem nú geisar í heiminum. Þaö er fáum ljóst, hvaö mikil hungursneyö er nú í Noröurálfu hjá hinum undirokuöu þjóðum, og ekki sízt meðal hertekinna manna; sem skifta miljónum, en viö Ameríkumenn lifum í alsnægtum, sem mest er þvi að þakka, að við lifum í friði og hlýð- um heilbrigðum löguni, og njótum góðs af veglyndi hinnar vitru og vold- ugu Bandarikja þjóðar, sem allar þjóðir vill sætta, — og vernda hverja smáþjóð í þessari heimsálfu, og styð- ur með ráði og dáð hverja bágstadda þjóð í heiminum; þeir eru t. a. m. enn aö fæða hungraða Spánverja, siö- an uppreisnin var þar. Þeir uröu aö berjast hart fyrir frelsi sínu, þegar Bretar fóru að kúga þá, en nú fæöa þeir og klæða Breta, fullvissir um að fá þaö aldrei borgað. Nú verða þeir aleinir að berjast við hina grimmu Japansmenn, sem svikust að þeim í fullum trygðum, en bíða nú ósigur hvar sem þeir mæta Bandaríkj amönn- um. þó eru Japanir fjórða öflugasta þjóö heimsins. Jafnframt styðja Bandaríkjamenn Rússa og Kínverja í stórum stíl, til að verjast hinum grimmu Húnum og Japönum, og sækja nú svo fast aö Itölum og Húnum, aö ósigur þeirra er auðsær. Bandaríkjamenn fara svo viturlega og kænlega i allar hernaöarsakir, að engin ráðstöfun þeirra bregst, og • spara mest af öllu menn sina, sem sýnir mannúð þeirra; þeir liftryggja hvern einasta mann, sem best og borga erfingjum hans lifeyri ef liann fellur; slíkt hefir engin önnur þjóð í heimi vorum nokkurntíma áöur gjört. Nú er þaö eitt af stórmálum Bandaríkja- manna, aö safna og gevma ínátvæli, til aö seðja hinar hungruðu þjóðir strax og búið er að sigra þrælmennin þvzku og losa þær úr prísundinni. En Canadamenn gefa Englending- um þúsund miljónir dollara i mat- 1 væluin árlega, þó þeim sé það um megn, því á kreppuárunum 1930—36 kvartaði stjórn vor mjög yfir aö vetja 5—6 miljón dölum árLega til styrkt- ar nauöstöddum mönnum; illvígastir í því efni voru þeir R. Bennett og Hepburn. Þlessi mikla gjöf er þjóðernisleg fórn. Samt eru afar miklar byrgðir af hveiti geymdar í Canada, sem ekki er hægt aö selja á Evrópu markaði fyrir spellvirkjum þeim, sem svamla á sjónum, og bíður eftir betri tíö. Eramleiðsla matvæla hefir aukist í Ameriku síöan markaður hækkaði á þeim, og nú er tekinn meiri fiskur úr sjó og vötnum, en nokkurntima fyr, því þó eitt fiskivatnið sé tæmt, er gnægð af öðrum stórum vötnum í Vestur-Canada, sem full eru af góð- um fiski. Árið 1941 var fiskað í Norður- Ameriku 1,200,000,OOo (ein biljón og tvö hundruð miljón) pund af fiski, og er það ekki meira en í meðallagi; á þeim fiski lifðu tæp Vz miljón manna, og ekki er þessi fiskur seldur fyrir meira en 62 miljónir dollara. Langmest af þessum fiski var þosk- ur, og álit manna er að fljótteknastur sé matur úr sjó og vötnum, og er það víst áreiðanlegt, því síld og fiski- mergö sú, sem lifir í Atlantshafi er stórkostleg og veidd í afar miklar vörpur af gufuskipum; það er hin stórgerðasta veiðiaðferð, sem enn er þekt í heiminum. Nú er óskað eftir að sem mest sé veitt af fiski, til að mæta hinni miklu þörf, sem er, og verður á matvælum, því nærri öll Amerika er í stríði, og þarf að nesta fjölda af ungum mönn- um í útverið stóra, Evrópu, og nú er borgað hátt verð fyrir fiskinn, svo veiðimenn eru allvel haldnir. Chicago-borg ein keypti 68 miljón pund af fiski næstl. ár, það er þó að- eins 13 pund á mann, ef 5 miljónir lifa í borginni, eða ein máltíð á viku fyrir hverja fjölskyldu, og er þá dýr- ast amáltíðin, sem þeir neyta, en líka ef til vill hin bezta. Nova Scotia og British Columbia selja mestan fisk frá Canada, en langmest af fiski kom til Chicago frá Alaska, lax og lúða. Eg tók nokkuð í þessa ritgjörð úr mánaðarritinu “Canadian Fisherman.” S. Baldvinssott, Gimli. Þorparinn: Ertu tilbúinn að deyja? Eg ætla að skjóta þig. Maðurinn: Hversvegna? Þorparinn: Eg skýt alla þá, sem líkjast mér. Maðurinn: Er eg líkur þér? Þorparinn: Já. Maðurinn: Skjóttu mig þá. ♦ ♦ ♦ Tommi: Hefirðu aldrei lent í j árnbr autarsly si? ” Daddi: Jú, einu sinni, eg kysti föðurinn í staðinn fyrir dóttur- ina, þegar lestin var í jarðgöng- unum. Það var hræðilegt slys. Borgið Lögberg!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.