Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943. Jónas Jónsson, alþingismaður, skriíar um Bólu-Hjálmar Frh. Hjálmar var að því leyti kaþólskur í anda, að hann nafði mikla trú á gildi góðra verka. Hann tekur fyrst líkingu úr bað- stofulífinu til að tákna andlegt ástand góðvinaí síns, séra Jóns í Goðdölum. Baðstofugluggarnir eru neðan til á þekjunni, litlir og litlar rúður. Inn að gluggakistunni opnast dæld, samsvarandi þykkt torfþaksins. Þegar hríðarveður kemur, fyllast gluggadæld- in að meira eða minna leyti tiltölulega fljótt, og að sama skapi dimmir inni í baðstofunni. Hjálmar byggir á þessum veruleika. Það smádimmir í sál prestsins, því að ágirndin lætur sín hríðar- korn falla á sálargluggann. Hjálmari þykir þó ekki nógu fast að orði kveðið með því að tala um algengt hríðarveður. Það eru stærstu hríðarkornin, flygsufjúkið, sem hér er um að ræða, og það er lamið niður með afli stormsins, því að það fennir á gluggann. Nú er presturinn andaður, og enn kemur vöntun góð- verka honum á kaldann klaka. Góðverkin áttu þá að vera skjóÞ klæði sálarinnar. En hér voru engin klæði, aðeins götott flík, sem ekkert skjól var að. í síðara kvæðinu er meiri alvöruþrungi. Hjálmar tekur hér Jíkingu, sem hverjum manni var kunn í Skagafirði, frá skeið- sprettum gæðinganna á grónum grundum eða ísum. Líferni þessa klerks hafði að dómi Hjálmars verið þannig, að hann hlaut að fara í kvalastaðinn eftir dauðann. Og þar átti hann jafnvel heima og vekringurinn á prýðilegum skeiðvelli. Skáldinu þykir þó ekki nógu glögg mynd dregin, ef aðeins er stuðzt við sveitamálið. Næst kemur líking frá sjónum. Það er eins konar hátíð í kvala- staðnum, því að sál prestsins kemur í höfnina. Fögnuðurimi stafar af því, að skipið, sem flytur syndir hins framliðna, er fullhlaðið. Kvæðið “Náfregn” minnir á eftirmælin um prestana: “Dó þar einn úr drengja flokk, dagsverk hafði unnið, lengi á sálar svikinn rokk syndatogann spunnið.” Hér er komið að tóskaparmálum. Spunamaðurinn var fallinn írá eftir langt dagsverk. Rokkur sálarinnar var með smíða- göllum, en þó hafði togi syndarinnar verið á hann spunninn. Dauðinn kom í heimsókn til þessa iðjumanns, tók syndaþræð- ina, hespaði þá og strengdi á hæla lögmálsins og gerði úr öllu spunaverkinu hengingarstreng á manninn. Hjálmar gerir ráð lyrir, að syndsamlegt líf sé vel fallið til fjárgróða, enda skildi pessi spunamaður mikið fjársafn eftir, en fór allslaus í gröfina. Þegar hér er komið, bætir Hjálmar við frá eigin brjósti; “Er það gleði andskotans, umboðslaun og gróði, fémuijir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóði.” Hjálmar bjó um stund á Minni-Ökrum á móti bónda, er hét Sveinn. Virðist Hjálmar hafa sæmt hann riddaranafnbót. Eitt sinn, þegar Sveinn reið úr garði, mælti Hjálmar: “Siglir einn úr Satans vör Sveinn hinn gæfurýri, fyrir lekann kjaftaknör krækir lygastýri. Glögglega er þessari baráttu lýst í tveim frægum vísu- helmingum: “Hæg er leið til helvítis, hallar undan fæti” og “1 himnaríki hefur ei neinn hoppað á öðrum fæti.” Hér er meginkjarna allrar hagnýtrar siðspeki þrengt saman í fjórar ljóðlínur. Leið mannsins til fullkomnunar er brött og grýtt. Leiðin til falls og hnignunar er auðveld. Þar er brautin greið og hallar undan fæti. Segulkraftur myrkravaldsins léttir göngu þegar leitað er niður brekkuna. Myndauðgi Hjálmars er við brugðið í frægum kaíla í rímunni af Göngu-Hrólfi. Þar segir frá dauða Gríms Ægis og því, sem þá tók við: “Hitti að bragði Satan sinn, sönn fram lagði skilríkin, en glóðar flagða gramurinn Grím þá sagði velkominn.” Hér lætur Hjálmar fara fram sams konar athöfn og þegar sendiherrar frjálsra þjóða setjast að í öðru landi. Heimsækja þeir þá þjóðhöfðingjann, eftir þar til heyrandi viðhafnar- leglum, og leggja fram skilríki fyrir því, að þeir séu valdir til stöðunnar fyrir sitt land og þann valdamann, sem þar fer með æðstu völd. Hér er myrkrahöfðinginn æðstur að völdum. Eftir dauða sinn hraðar sál Gríms sér á fund Satans og af- hendir öll nauðsynleg skjöl. Þegar fram kemur, að þau eru í fullu lagi, er Grímur boðinn velkominn. Má af öllu sjá, að hann er raunverulega kominn heim. Þannig getur Hjálmar með einni vísu sagt langan kafla úr heilli ævisögu. Sum af kvæðum Hjálmars minna á málverk Rembrandts úr slátrarabúðum. Fyrir framan mundu fáir búast við, að slík málverk þættu mikils virði. Raunin er samt sú, að þessi málverk eru nú seld fyrir milljónir króna. Mikil list getur lyft því, sem er ljótt, upp í hærra veldi. Þannig er varið erindi Hjálmars um ritdóm séra Matthíasar Jochumssonar í sambandi við ljóða- kver eftir Símon Dalaskáld. Matthías syndgar að vísu með því að segja, að gullkorn fyndust í rímiðju Símonar. lom þar íram sem oft endranær, að Matthías var mildur í dómum um byrjunarverk viðvaninga. Hjálmar fann réttilega, að þjóðskáld- ið hafði fellt rangan dóm. Það voru engin gullkorn í ritlingum Símonar. Hjálmar leggur nú frásögn Eddu um uppruna leirskálda til grundvallar og gerir um þetta efni erindi, sem er fulJt af beizkju og rangsleitni gagnvart séra Matthíasi, en að formi til eitt hið fullkomnasta líkingamál, sem til er eftir nokkurt íslenzkt skáld. Um sama leyti orti Hjálmar, nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt, hinn óbrotgjarna samanburð á aðstöðu tveggja íslenzkra skörunga. öreigans frá Starrastöðum og Benedikts Sveinssonar þingskörungs og mesta mælskumanns, sem setið hefur á Alþingi íslendinga. Hjálmar mætir sýslumanni í vondu veðri og kastar fram þessari vísu: “Fatasnauðan hreggið hræðir, þá hofmenn prjóna skartið sitt. Kulið dauðans gegnum gnæðir gisið sálartjaldið mitt.” Undirhyggju digur dröfn dillar lastafleyi, fordæmingar heim í höfn hún svo skila megi.” Þótt undarlegt megi heita, notar Hjálmar eingöngu siglinga- líkingar um Svein riddara. Fleytan er lastafley, sem lekur og er stýrisvana, þar til Sveinn getur krækt á hana lygastýri. Satan sjálfur ræður fyrir lendingunni, sem lagt er frá. Þegar komið er út á sjó, vill svo vel til fyrir Svein riddara, að alda undirhyggjunnar fleytir skútunni áleiðis beint inn í höfn for- dæmingarinnar. Hjálmar hefir gert um sjálfan sig siglingakvæðið “Sálarskip- ið”. Honum þykir fleytan hallast illa undan andviðri íreistinganna. Hann slær undan hverri bylgju, því að annars mundi fylla. Hann reynir að koma við árum á hléborðið, en á erfitt með að halda réttum áttum. Knörrinn þolir illa, þegar gefur á að framan, og að lokum fellur örvæntingaraldan yfir miðskipið. Hjálmar minnist oft spaklega á baráttu ljóss og myrkurs yfir mannssálinni. Þetta er niðurlag einnar slíkrar vísu: “en Satan hefur segulkraft, syndarann að sér dregur ” Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli Hér eru skapaðar andstæður. Einn af mestu veraldarhöfðingjum Jandsins og blásnauður þurfamaður á grafarbakkanum. Sýslu- maður er vel búinn og varinn móti óblíðu veðurlagsins. Hjálmar er snauður að fötum, og kuldinn nístir líkama hans gegnum skjóllausan klæðnaðinn. En fyrir Hjálmari er þessi andstæða ekki nema umgerð vegna sjálfrar myndarinnar. Benedikt Sveins- son er á miðjum aldri, en Hjálmar er örvasa gamalmenni. f'átækleg föt hans hlífa líkamanum lítið í köldu veðri. En þessi hrörlegi líkami á samt að vera skjólfat sálarinnar, en er hættur að vera það. Hann er aðeins gisið tjald. Kuldi dauð- ans næðir gegnum það inn á sálina. Þetta erindi er í senn eitt af hinum síðari, sem Hjálmar orti, og eitt af hinum beztu. Myndin, sem skáldið sýnir í fjórum ljóðlínum, er greypt óafmáanlega í góðmálm tungunnar. XV. Hjálmar er sá eini meðal mestu ljóðskálda íslendinga á síðari öldum, sem naut engrar skólagöngu eða beinna áhrifa írá útlendum bókmenntum, eins og Stephan G. Stephansson. Hjálmar vrað ekki fyrir neinum sýnilegum áhrifum frá fyrir- jennara sínum, Bjarna Thorarensen, og ekki heldur frá sam- tíðarskáldum, svo sem Jónasi Hallgrímssyni, Jóni Thoroddsen, Matthíasi Jochumssyni, Steingrími Thorsteinssyni eða Bene- dikt Gröndal. Hjálmar lét ekki vel að fara í lánuð föt. Hann virðist hafa gert það af leik að stæla að verulegu leyti einn kvæðið eftir Gísla Brynjólfsson, sem hefur lífsgildi, en sú til- raun misheppnaðist með öllu. Skáldmennt Hjálmars stóð dýpri rótum en svo, að hún væri lán frá samtíðarmönnum. Hjálmar var sterk grein á aldagömlum stofni þjóðlífsins. Náttúrugáfur hans voru miklar og fjölbreyttar. Líkingar sínar fékk hann flestar frá vinnubrögðum við dagleg störf á sjó og landi. Hann þekkti vel biblíuna, fornbókmenntirnar og rímnakveð- skapinn, ljóðagerð Hallgríms Péturssonar og Jóns Þorlákssonar og kynstrin öll af kvæðum og vísum, sem lifðu á vörum fólksins. Hjálmar er þjóðskáld í tvenns konar merkingu. Hann er einn af frumlegustu og þróttmestu Ijóðskáldum, sem þjóðin hefur átt, og honum tekst að verða slíkur yfirburðamaður við erfiðustu skilyrði umkomulausra fátæklinga. Frægð Hjáímars er um leið sönnun þess, hversu mikil listræn orka bjó í þjóð inni, jafnvel þar, sem þroskaskilyrði volru einnd erfiðust. Hjálmar hefur að nokkru leyti lýst þroskasögu sinni í kvæð inu “Getnaðarhreppur”. Hann er engan veginn sannfærður um ágæti forlaga sinna. Hann segir, að það sé sárt að vera svikinn lim ætt. Honum er fullljóst, hvílíkt skjól og stuðning sterkur ættargarður veitir ungum manni. Hann finnur, að honum eru flestar götur lokaðar á þroskabrautinni. Aðeins tveim sinnum brjótast ylgeislar gegnum kólgubakka örlaganna. Það er minn ingin um þær tvær konur, sem tókst að bræða nokkuð af klakanum úr sál þessa einstæða og kaldranalega manns. Sigriður á Dilksstöðum og Guðný ólafsdóttir voru einu mannverurnar, sem Hjálmar unni af öllum huga. Vel má vera, ef hann hefði marga slíka samferðamenn, að ævi hans og lífsstefna liefði orðið önnur. Hitt er annað mál, hvort slík lífskjör hefðu gert liann að meiri listamanni. Hjálmar sat aldrei á friðarstóli. Honum fanst, alla stund frá því er hann yfirgaf fóstru sína á Dilksstöðum, að hann ætti í styrjöld við mannfélagið og alveg sérstaklega við marga þá menn, sem voru í mestu nábýli við hann. í þessari baráttu við umhverfið hafði hann aðeins eitt vopn. Það var ljóðgáfan. Ef undan eru tekin sorgarljóð hans í sambandi við konumissinn, er allt það bezta, sem til er eftir Hjálmar, kvala og sársauka- stunur út af óblíðum lífskjörum, grimmd og rangsleitni mann- félagsins. Um tvítugt haslar hann presti safnaðarins völl og gerir með fullum gráleik spott að embættisstarfi hans. Óvin- sældir Hjálmars vaxa eins og annarra vígamanna, eftir því, sem sigrum hans fjölgar. Hann er óvenjulega viðkvæmur, því að honum líður aldrei úr hug, að hann hafi í raun og veru átt skilið allt önnur og betri lífskjör en honum höfðu hlotnast. Þegar gigt og ýmis önnur mein þjá hann á gamals aldri, verður honum að orði: “andskotinn á ykkar vigt út mér bölvan vegur.” Hjálmar missir ekki marks með líkinguna um skömmtulag sjómannanna í verbúðum, þegar hann þarf að lýsa, hversu íorlögin ákveða hans hlutskipti. Eftir því, sem lífsbaráttan harðnar, verða högg hans þyngri. Einn af stórbændum sveit- arinnar tekur ekki kveðju Hjálmars. Ef til vill hefui hann ekki heyrt ávarpsorðið. En Hjálmar býst við illu frá ríkis manninum við fátæklinginn og segir: “Hættir eru að geta gelt gamlir seppar Blönduhlíðar.” Þegar hann lýsir aðkomunni á bæ bónda nokkurs, hefur hann sex grimma hunda. Hver þeirra er rétt nefndur “gesta- djöfull”. Samt kemst Hjálmar að þeirri niðurstöðu, að hús- bóndinn sé grimmari en allir hundarnir. Hjálmar leikur sér að sönnum eða ímynduðum andstæðingum. Meiri háttar maður gistir hjá honum og hefur uppi skuldakröfu. Hjálmar lýsir skiptunum við manninn í kvæði með dýrum bragarhætti. Er allt kvæðið miðað við það, að Hjálmar geti sagt, að hann hafi hagað aðgerðum sínum við þennan erfiða gest “svo honum yrði hlýrra. En hvr? í helvíti og kvölunum.” Þegar þrír bræður skipta fátæklegum arfi eftir foreldra sína, stendur á stöku með eina ána. Lélegasta kindin er látin mæta afgangi, og bræðurnir koma sér saman um að heiðra minningu foreldranna með því að biðja Hjálmar um erfiljóð, en gjalda honum Ijóðsmíðina með þessari gjöf. Þegar Hjálmar sér kindina og veit allan aðdraganda málsins, finnur hann, að hér er glöggt dæmi um niðurlægingu fátæklingsins vegna fá- tæktarinnar. Hann gerir út af þessu tilefni stórkostleg eftirmæli um bræðurna þrjá og þá lífsskoðun, sem liggur á bak við skáldalaunin. Hjálmar segir: “Flestu verður feginn fátækur í bráð, þótt horfi á hinum megin hrakdómslaunin smáð. Úr grunnum gæzkumal grannt er bitatal. Þennan hef eg þynnstan séð þriggja bræðra dal, af grútarsálum goldinn og gnöguð af öllum holdin.” Frh. -s Frúrnar eru að tala saman um vinnukvenna vandr æðin: “Eg skal segja yður, síðustu stúlkurnar mínar hafa verið voðalegar. Allar harðsuðu þær eggin. “Aldrei hefi eg getað haft stúlku svo lengi”. rS Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýtur, hefir ætíð forgangs- rétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnuslu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronio og Sargent, Winnipeg KAUPIÐ, LESIÐ, BORGIÐ LÖGBERG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.