Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943. 3 PÁLL LITLI Eftir Victor Hugo. Kvœði þetta er hcr birt með leyfi Guðmundar Jónssonar frá Húsey, er fékk það hjá syni þýðanda.—Ritstj. Fyrst er sveinninn opnaði augun blá, í andarslitrunum hans móðir lá. Ó, kjörum hörðum kynnist barniS það sem kalda veröld fær í móður stað. Því ungur faðir aftur giftist brátt og ekki gerir sér við barnið dátt. Og hvílík blessun þá ef á það að þann afa, sem þvi gangi i móður stað. Hið hverfanda sér oft í arma nam hið unga líf sem vildi brjótast fram. Og afi tók í arma sína þá hið unga barn, sem móður svift var frá. Því til þess gagnsamt gamla fólkið er að góðverk Samverjans*það temji sér: Að reisa fallna, styrkja stúrna önd, að strjúka kalda, að því rétta, hönd. Að daufhetyrast ei hjartans hrópi við; að hugga þá, sem skortir sálarfrið. Svo angrað hjarta vinni von og ást, —ei vinir betri móðurlausum fást.— Með gætni og varúð, faðmlög fegins-hlý, þeir fóstra vorblóm hretum lífsins í. Er Drottinn móður heimti í himna-sal, hann hennar starfa afa góðum fal. í gamla mannsins hlýju brjósti hann þá helgan kveikti móður-kærleikann. Svo litli Páll í fátækt fæddist þar; og föður- bæði og móðurlaus hann var. Með engilhreina brosið sér á brá; í bliðum rómi hjöluðu varir smá. Svo þýð og viðkvæm voru atlot hans sem vængir engils snertu kinnar manns. Og afi sveinsins yndi við það hlaut, sem upp rennandi dags við himinskaut. Svo öldnum hrumum urðu heilög vé þau ástarhót, sem barnið lét í té. Nú afi gamli heim til sín barnið unga bar. Hans bústaður í sveitinni á grænni sléttu var. Þar glóa öxin gullnu og glitra blómin fín, sem gefa sætan ilm þegar röðull á þau skín. í garði hússins gamla, í grænna álma þröng, þar glöðu ástarljóðin sín fuglaskari söng. Og blóm og fuglar buðu þar barnið velkomið, að bezta unaðs mætti það njóta sér við hlið. Þar urmull sætra ávaxta aldinrunnur bar, og einatt stráði blómum á menn sem gengu þar. Og hægar lindir liðu und ljósum víðirunn, sem leiftrum frá sér skutu, er gylti sólin unn; ‘ svo birti skógardísin þar bjarta öxl og háls, er barst að eyrum kliður hins sæta ástarmáls. Þar allar raddir sungu með unaðs-þýðum klið, svo ekkert skyldi rjúfa hinn sæla helgi-frið. Af englasöng í Eden Guðs einatt heyra má sem endurhljóma mjúka, er jörðu vorri ná. Á sumri, þegar jörðin sinn blóma-skrúða ber, svo bartari ei himinsins stjörnuskari er, var litli Páll þar engill og Eden til þar bjó; en ástin sjálf þar drotning, og sál í öllu þó. Að hreiðri þessu hlýju og mjúku bar hamingjan nú ungann. Hve lánsamur hann var. Já, fagur reitur gróinn garður er, þá Guð þar setur barn og aldinn ver. Hann um það sá að ekkert skorti þar sem anda og sálu var til fagnaðar. Hið bezta skáld lét blómum ilminn ljá, barnið frítt og öldunginn þeim hjá, því barnið jafnt sem blóm til þroskunar með brjósts síns dögg hinn aldni nærir þar. 1 maí-dýrð ei finst á foldarslóð neitt fegra efni, Virgill, þér í Ijóð. En barnið fagra, blóma-sveigum hjá er bljúgt og viðkvæmt svo ei snerta má. I fyrstu Páll var fremur þroskasmár, með föla kinn og veiklulegar brár; svo ýmsum þótti uggvænt mjög í því að upp sá þeyr nú blása kynni á ný, sem feykti hans móður moldarbeði að, og máske honum feykja á sama stað. Hann þurfti fæðu. Geitin gaf þann arð; hann geitkiðlingsins fósturbróðir varð. Sem kiðið hoppar öruggt út um stig, hann einnig varð að reyna að hreyfa sig. Og afinn sagði: “Reyndar er það rétt að reynum við að taka sporin nett.’’ En valtir fætur krefja um kraft og lið, Charybdis hér og Scylla á aðra hlið. Með beygðum fótum, beig en lítið þor sín barnið tekur fyrstu óstyrk spor. En ef þau lukkast, hve það hreykið er og hyggur mikið afrek gert af sér. Páls fyrstu spor nú fleiri bættust við. Ó, fögru mæðra-augu, sjáið þið á eftir drengnum afann. Fögur sýn. “Nú áfram. Þetta er rétt; en gættu þín.” En Páll ei óttast, horfir, langar, hlær, svo hættir á, því afi er honum nær. á völtum fót, með áfram teygðan arm en öruggt traust og sigurbros á hvarm. Og markið næst; þá hljómar hlátur skær. En hláturs-fagnað barns þú lýst ei fær þó stjörnur himins máli hagri mund og morgunljós á grænum skógarlund; því barnsins sælubros er heilagt hnoss, og helzt í líking Drottins ástarbross. Nú lærði Páll á ýmsum orðum skil; og önnur reyndi sér að búa til. Og jafnframt tók að vakna hugsun hans, þó hverful fyrst, sem leiftur stjörnu-ranns; sem unga þess er upp vill lyfta sér, þó enn ei viti hvert sig vængur ber. Og skilningsljós er lýsti úr augum hans, sem ljómi morguns varð hins gamla manns. Og Páll nam tóna, lét þá hljóma hátt með hjartans fögnuð út í loftið blátt; hann hló og skríkti, hugþekkan með brag og húsið fylti af glaðværð allan dag. Já, veslings ungi Páll var sælan sjálf; það sögðu trén um þennan litla álf. Með þýðu brosi Páll sér völdin vann er var ei hans að geði afans bann. Hinn aldni tíðum af því skemtun hlaut hinn uga að gera sér að ráðanaut. “Ó, bíddu pabbi,” barnið stundum kvað; þá beið hinn aldni þegar kyr i stað. Og “Komdu pabbi,” brást ei hlýðni hans er heyrði skipan litla harðstjórans. Þeir nutu yndis hvor við annars hlið með hugarró, í sveitalífsins frið. Gullhærða sveinsins tvö voru æfiár; áttræður hinn, með gisið silfurhár. Ef gleymdi annar, ávalt mundi hinn, og á það minti litla vininn sinn. Við barnið einatt afinn gamli kvað: “Minn elsku vinur, muna skaltu það að fást við lækinn ekki er óhætt. Þú, elskan litla, hefir fætur vætt; og það er bezt að vera varfærinn.” “Eg veit það pabbi; en það var lækurinn.” “Og hálir steinar eru botni á.” “Já, elsku pabbi, eg skal varast þá.” Þá brosti sólin bláum himni á, er barnið kyssa öldunginn hún sá. Um föður Páls nú frekar segja má, að fest sér hafði hann aðra konu þá; og annan son hann eignast hafði brátt, urn eldri sveininn lét sér næsta fátt. En litli Páll ei þekti neitt um það; ef þekt hann hefði kom í sama stað. Hann öruggur í afans faðmi bjó, og engu kveið. En góði afinn dó. Við Rakel se mvið Rut er Bóaz kvað: “Þér raunir hefjast; feigð mér sækir að,” þær tóku að gráta, vel þeim kunnugt var hvers von þær ættu sem einstæðingar. En þegar afinn angraður nam tjá, “Ó, elsku Páll, eg dey og hverf frá þér.” Páll glaður hló, þvi æskan skilur ei hvað orðin þessi merkja: Nú eg dey. Og unga barnið ekki skynja kann þær áhyggjur, sem kvelja gamlan mann af því að skilja eftir ástvin sinn sem einstæðing, er þjái heimurinn. Hinn ungi Páll, sem þess kyns neyð og þröng ei þekti, unaðsglaður hló og söng. I beru svæði aldin kirkja er sem ekki hátt í loft sinn mæni ber. Og girt er þar um grafar-helgireit, áem geymir leyfar margra úr þeirri sveit; setn lífi þreyttir legstað fengu þar en litið nutu heimsins vegsemdar. Þeint moldin hefir mjúka hvílu reitt; þó marmara ei séu leiðin skreytt. Á leiði grænu lítill viðar.kross hinn látni hver að væri sýndi oss. Við stefndum þangað, þröngan langan veg; (í þeirri líkfylgd var með öðrum eg). Til hliðar við þá löngu lágu braut var láðið klætt í fylsta maí-skraut; og blómin okkar blökkum slæðum við eins brostu þýtt, sem æfðum gleðisið; og kýr, setn hér og hvar við veginn lá, með hryggum, stiltum augum leit oss á. Við bárum lík hins látna heiðursmanns — og litli Páll gekk næstur kistu hans — um opið garðshlið inn í kirkju-kór þar klerkur þuldi bænir, raddarsljór. Um garðshlið það ei glaumur nokkur fer; með grindarhurð um nætur læst það er. —Já, kynlegt var, eg minnast enn þess má, hve mikið barið starði á grindhurð þá — En aðeins þriggja ára Páll þá var, og ekki þekti háttu veraldar. f barnsins augum björt er framtíðin þó bölmyrk síðar reynist samtíðin. En nú í gröf hinn góði afi lá, í gamla húsið rnaður inn sér brá, hans Iátbragð sýndi harðrar hyggju vott; hann heimti litla Pál með sér á brott. Með honum kona barn á armi bar; það brjóstmylkingur sonur þeirra var. Þau sýndu Páli fljótt á fyrstu stund, að færi hann nú ekki á vinafund. Þó heimtu þau hann heim til eigin ranns; hinn harðlyndi var sjálfur faðir hans. “Þú krakka-skratti, skammastu á brott! Hér skýrt má sjá um hegðan þína vott. Þú hefir atað hreina kjólinn minn. Þú heltir mjólk um allan borðdúkinn. Eg ber hann þar til blár og svartur er. Eg banna honum að koma nærri mér. En hvíkt smetti! Hann skal launin fá, að hýma i kjallaranum rottum hjá.” Svo þannig voru orð hins “mjúka” máls sem mælt var til hins elskuríka Páls. Til hans, sem fyrri ástarorðin blíð. (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards MEÐÖL við óteljandi sjúkdómum SkrlfiÖ NIKKEL’S SCIENTIFIC LABORaTORY CLARKLEIGH, MAN. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.st). Verzla I heildsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusimi 25 355 Heimastmi 55 463 Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinnipeg Phone 21 020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm slundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. líleifets Stuclíos XM. (aryect Phrtoyfaphic OtoamyzÚmVt Ctuuuu ZZ4 Notre Dame- ÓHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. ■I. H. Pa,ge, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL# ARTS BLDG. Offic© Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfrœöingar 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 EYOLFSON’S DRUG DR. A. V. JOHNSON PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Dentist Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljðt afgreiðsla. 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 e WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s e Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. e Fasteignasalar. . Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiðaábyrgö, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offlce tlmar 3-4.30 e Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL, ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar e 406 TORONTO QEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og h&lssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viötalstimi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrtfstofustmi 22 251 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suöur af Banntng) Talstmi 30 877 e Viötalstlmi 3—5 e. h. J.A. Anderson,B A.,LL.B. Barrister and Solicitor and Notarv Ptlblic Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.