Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943. 7 Mrs. Guðrún Björnsson frá Vindheimum við íslendingafljói. “Eg veit, að þú, minn Guð, er gafst mér líf og gafst mér ódauðleika von og trú, á framhaldslífsins vegi verður hlíf, — á veginum, er sjálfur lagðir þú. Og þegar opnast dauðans dimmu hlið, þá degi þínum mæti eg á ný. Eg geng þar inn með fullum sálarfrið, því, faðir, eg er skjóli þínu í.” Mrs. Guðrún Björnsson. Þann 7. dag ágústmánaðar, andaðist að heimili sínu Vind- heimum við Riverton, Man,y Mrs. Guðrún Björnsson, ekkja Halla Björnssonar útvegs manns og bónda þar, eftir veikindi er þungt höfðu að henm geng- ið síðustu æfiárin. Guðrún var fædd 14. febrúar 1877, í Stóru-Gröf í Skagafirði. Ólst hún upp hjá afa sínum og ömmu unz hún fluttist til Vest- urheims með foreldrum sínum árið 1883, þá á sjötta aldurs ári. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Árnason, fæddur 25. des. 1850, dáinn 14. apríl 1917, frá Álftagerði, í Skagafirði. Móðir Einar M. Jónsson. son, Bissett, Man. Halli, giftur Annie Eliuk, við Riverton. Pétur, giftur Huldu Böðvars son, býr við Riverton. Jóhannes, ógiftur, Riverton. Tómas, ógiftur, heima. Dýrunn, gift Leo Jónasson, Geysis-bygð. Victoria, gift Joseph Lyrie, Riverton. Tveir drengir, Gísli og Jakob, dóu í æsku. Björg dó á ung- þroska aldri. Barnabörn Guðrúnar eru 20 að tölu. Æskuvagga Guðrúnar, sem þegar er getið, stóð á íslandi, en barn að aldri fluttist hún með foreld|rum sínum vestur um haf. Ung að árum, vilja- styrk og örugg lagði hún út á veg lífsins við hlið eins hins glæsilegasta manns þessa bygð- arlags, var hann afsprengi merkrar ættar, höfðingi í lund stórhuga og stórbrotinn tiliinn ingamaður og drengur hinn bezti. Vindheimar urðu fyrir atbeina þeirra beggja umfangsmikið, sérstætt og merkilegt heimili. Halli Björnsson gerðist umsvifa mikill og kappsfullur athafna maður. Útvegur hans á vatni varð umfangsmikill og stór. Bú- ið blómgaðist með fjölgandi ár- um; heimilið varð óvenjulega Guðrúnar, en kona Gísla er mannmargt — jafnvel fyrir þá aðlaðandi og yndislegt. Stjórn- semi, jafnt úti sem inni, ein- kendi það, því eftirtektarverð- ari, ef tillit er til þess tekið, hve margþætt að athafnalíf þess var, en það á sér jafnan stað þar sem búskapur er stundaður jöfnum höndum stórri útgerð í fiskiveri. Á Vindheimum ríkti íslenzk gestrisni, óþvinguð og eðlileg. Hvorki húsbóndinn né hús- freyjan gerðu sér mannamun. — þurfandi og snauðir áttu þar athvarfs að vænta, væri það á valdi húsráðenda. Höfðingslund Halla og Guð- rúnar var þvlí frásneydd að halda nein reikningsskil á því er þau gerðu öðrum til hjálpar — jafn frásneydd því að aug- lýsa sig. Fáar konur, að öllum öðrum ólöstuðum hygg eg að tæki sa'nn ari þátt í sorgum eða raunum nágranna sinna, en Guðrún á Vindheimum. Mér lifa í ljósu minni atvik frá starfstíð minni á þessum stöðvum, er eg sá hve djúp og sönn samúð hennar var, er slys, eða óvænta sorg bar að höndum. Aðalsmerki lund ernis hennar lýsti sér í virkum og viðeigandi tilraunum að leggja græðihendur á meinin, eftir því sem í hennar valdi stóð. Var hún þar að mínum skilningi fögur fyrirmynd. Henni lét það vel að gróðursetja blóm í annara hjörtum, ekki sízt þar, sem sorgin hafði gert jarðveg.- inn gljúpann — eins og hún einnig stundaði blómarækt heimili sínu til prýðis og feg- urðar. Trygglyndi einkendi hana æfilangt, gagnvart vinum og vandamönnum — og þeim mál- efnum er hún unni. Söfnuði sínum og kirkju unni hún af óskiftum hug, leynt og ljóst, innti af hendi mikla þjón- ustu í þarfir hans, bæði í starfi í kvenfélagi honum til styrkt- Dýrunn Steinsdóttir, fædd í Stóru-Gröf, 30. nóv. 1859. For eldrar hennar voru Steinn Vig fússon bóndi í Stóru Gröf og Helga Pétursdóttir kona hans. Gísli og Dýrunn, foreldrar Guðrúnar, báru hita og þunga hins erfiða landnámsdags hér vestra. Þau bjuggu á ýmsum stöðum, — um allmörg ár í Mikley, síðar í ísafoldarbygð, en urðu þaðan að flýja sökum vatnságangs. Síðast bjuggu þau í Framnes-bygð um morg ár, þar andaðist Gísli. Dýiunn, nióðir Guðrúnar, er enn á lífi, og býr með börnum sínum tveimur í Árborg, nú aldurhnig- in, lítt beygð að andlegu atgerfi, en þreytt, eftir stórt og mikið æfistarf Tvö af systkinum Guðrúnar eru dáin fyrir mörgum áium: Árni, og Helga. Á lífi eru- Steinunn, kona Kristjáns Jóns sonar bónda í Víðisbygð. Björn, býr með móður sinni í Árborg, Magnús bóndi í Framnesbvgð, kvæntur Ástu Einarsson. Halldóra, til heimilis með móður sinni og bróður í Árborg, og Árni Helgi, í Árborg, kvænt- ur Sigríði Kristjánsdóttur Finns sonar. Ung að aldri giftist Guðrún, 1898, Halla Björnssyni, frá Stóra-Bakka, í Hróarstungu; voru foreldrar hans, Björn Jóns son og Björg Halladóttir, var hann afkomandi merkrar ættar, af Austurlandi. Þau reistu bú á Vindheimum við íslendingafljót. Þar bjuggu þau uimfangsmiklu °g farsælu búi, milli 30—40 ár. Halli dó í des. 1935. Þeim varð 14 barna auðið, þau eru: Halldór, útvegsmaður, River- fon, kvæntur Margréti Guð- oiundsdóttur Magnússonar, úr Framnesbygð. Björg, gift Gísla Johnson frá Árborg, nú við Favorable Lake, Ont. Gísli, ógiftur, heima, River- ton. Bjarni, ógiftur, Riverton. Magnúsína, gift Sigmar Pálma ar — og með afstöðu sinni og áhrifum. Öll afstaða hennar í þeim málum var einörð og sönn, — en aldrei tvískift. Síðustu æfiárin var hún lasin, og gekk sjaldan heil að verki, — en jafnan var hún hjarta heimilis • síns, styrkur barna sinna og afkomenda, athvarf ættmennum, unun og gleði há- aldraðri móður og systkinum. Hvíldina fékk hún, er hún enn mátti teljast á góðum aldri. Að baki liggur stórt dagsverk, af ítrustu kröftum unnið, — hinn stærsti heiður er verkamanni fær í hlut fallið; — samfara kærleika og þökk allra þeirra er blessunar urðu aðnjótandi af starfi því er af hendi hefir verið leyst. Trúverðugt fólk og gott er nokkurskonar bjarg aldanna, sem tönn tímans lítt vinnur á; minningin verður að minnis- varða, þeim til vegvísis sem vilja taka eftir þeim, og færa sér í nyt fordæmi þeirra, til verknaðar og viljastyrks. Af- komendur þeirra geta litið til slíkra forfeðra eins og fialis- brúnar sem til skyldi ná — og útsýn gefur yfir torfærur lífs — og í áttina til fyrirheitna landsins. Útför Guðrúnar fór fram þann 11. ágúst, frá heimili hinnar látnu, og kirkju Bræðrasafn- aðar í Riverton, að miklu fjöl- menni viðstöddu á báðum stöð- um. Öll börn hinnar látnu, utan Björg dóttir hennar voru við- stödd. Sóknarpresturinn séra Bjami A. Bjarnason stjórnaði athöfninni. Sá er þetta ritar mælti nokkur kveðjuorð í kirkj- unni. Útfarardagurinn var yndislega bjartur og hlýr, og heiður, og minti á höfuð einkenni elskaðr- ar dóttur, móður og ættmóður og systur, er var með kærleika kvödd. S. Ólaísson. tíma, er hér um ræðir, börnin mörg og mannvænleg og mjög til starfa gefin. Snemma féil rekstur búsins um stóran hluta árs húsfreyjunni í hlut, sökum fjarveru manns hennar. Varð hlutverk hennar því óvenju stórt, og margþætt, þótt að jafn aði væri þar margt vinnufólk á heimili. Vel fórust henni störf öll og stjórn heimilisins úr hönd- um. Varð heimilið fáum öðrum heimilum líkt. Er ár liðu iram, nutu Vindheima hjónin aðstoðar og samvinnu sona og dætra. Fins fljótt og aldur leyfði fóru synir þeirra, allir (utan einn þeirra, er jafnan var heima að búi með móður sinni) út í fiski- ver með föður sínum, — báru þeir, um mörg hin síðari ár veg og vanda útvegsins ásamt föður sínum, urðu óvenjulega góðir samverkamenn hans, — svo þess munu fá dæmi. — og við fráfall hans heldur sam- félag. þeirra áfram, undir stjórn og forstöðu elzta sonarins. Guðrún var kona góðum hæfi leikum gædd. Um sumt voru gáfur hennar sérstæðar. Hún var kona létt í lund og mjög félagslynd. Hún átti fágætan viljastyrk til athafna og dáða; — gafst ekki upp, þótt marg- þættar annir og skyldur köll uðu hart að henni — og krefð- ust allra hennar krafta. Lundin var hrein, stórbrotin og göfug. Varð hún því ógleymanleg þeim er henni kyntust. Áhrifavald hennar yfir son- um og dætrum, bygðist ekki, að mínum skilningi, á sjálfselsku dekri eða tilslökun, heldur á fórnfýsi hennar, hreinleika og réttlátum kröfum, en einnig á lotningarfullri trú, er sála henn- ar bjó yfir; — sem börn henn- ar — og allir er henni kyntust, sáu, að var henni hjartans mál, er lýsti sér og bar ávexti — í önnum da(gsins og sfcríði, er með drengskap var háð. Hún stóð og lengst af vel að vígi, í því að efni voru sæmi- leg, til þess er gera þurfti. Enda tókst henni að gera heimili sitt PÁLL LITLI (Framh. frá bls. 3) af afans vörum heyröi fyr og síö. En hvílík móÍSir ! Hvílik smán og sekt! Hvort hefir nokkur verri fálu þekt. Um eigin son hún gertSi blítt og bjart; en bar aíS Páli mvrkriS kalt og svart. HiíS ljúfa barn, með blíða ástarþrá; hve bölvuð lund, er slku níðist á. En nú hans horfinn hlífiskjöldur var; hann hvössum þyrnum stunginn alstaðar. Páll fékk ei skilið. Skaust er ótt að dróg í skýlið það er fyrri í hann bjó. Hann sá nú hversu umbreytt var þar alt; svo ömurlega breytt, svo dimt og kalt. Hann hné á gólfið hágrátandi þar. —Ó, hví eru börnin fædd til þjáningar?— Um langar stundir lá hann þar og grét; unz loksins blundur deyfði sorgar hret. Að morgni þá hann opnaði augun hrein og inn til hans ei nokkur geisli skein, hann undraðist; en áttaði sig skjótt, að einhver hann í gærkvöld hefði sótt; að kominn var í húsið aftur inn, þar aldrei brosti heiður morguninn; og hefði sér þar kastað inn í kró þar kuldi og myrkur ævarandi bjó. Og viðbúðin hin sama sem var hún daginn fyr; sem vindur kaldur næddi um hússins glugga og 4yf- Og hljóðlega sem vofa um húsið gekk hann þar, því hatursaugum bitrum hann mætti alstaðar. En kæmi hann í stofu, var kallað: "Burt með þig! Þig kvaddi hingað enginn; þú mátt ei snerta mig." Hann drógst þó hægt á burtu í dimma skotið inn. —Var drýgt hér ekki barnsmorð, er sæi himininn ?— Og fuglarnir og blómin þá fundu sáran til; hann fyr var allra gleði, þau vissu á þvi skil. “Mér er svo dauðans leitt þetta Ijóta slangur hans.” Hún leikföngum hans rænti og gaf þau bróður hans. Og faðir hans það heyrði; en hann sér ekki brá. “Það helzt er vildi að steindauður væri krakki sá.” En, var ei þetta óbæn? Jú, óbæn til hans sjálfs; hins elskuríka, fríða og gullinhærða Páls. Þá deyfðist minni, mundi hann ennþá það að munarblíður pabbi einatt kvað: “Ó, elsku Páll minn, yndið bezta mitt, hve unaðslegt er sæta brosið þitt; og augun þín, svo elskuleg og hrein, þeim engin stjarna bjartari mér skeitj. Ó, þú sem engill ert, frá Paradís; og ekkert fegra gaf mér Drottinn vís. Það daginn hvern mín unun bezta er að aðgæta hve drjúgum græðist þér nú líkamsþróttur, orka blíðri önd. Mitt elsku barn; eg kyssi smáa hönd.” Sú minning var ei ljós, því líktist helzt sem lambi, fugli og blómi i minni felst. Ó, sæla minning ! Sízt það myndi rangt; en síðan var svo langt, svo langt, svo langt. ,í krókinn matarleyfum var kastað borði frá; þar kostafæðu þeirri sér gæði skyldi hann á. Hans táralind var þornuð; en hljótt í hennar stað nú hugarraun og örvænting seztar voru að. Hve oft, í djúpri hugsun, hann horfði fram að dyrum; en hvort hann nokkurs vænti, það enginn maður spyr um. Eitt kvöld var barnið horfið og hvergi finnast kunni, en harður vetur kominn, með snæ á grund og runni. Og næturkyljan frostharða, freraljóðin þuldi; og fótspor smárra manna hún skjótt með snævi huldi. Það eitt varð ljóst er alment menn um það fóru að spjalla, að ýmsir höfðu barnsrödd heyrt á pabba .kalla. Um aftaninn það var, og þeir gáfu því ei gætur; eng gengu nú og leituðu meiri hluta nætur. Að morgni varð hann fundinn. Hann fanst við grafreitshliðið. En flótti hans bar vott þess, hve sárt hann hafði liðið. En hvernig fékk hann ratað, i húmi svartrar nætur, um hauður þaktð snævi, er lýstu engar gíætur? Því verður ekki svarað. En hitt var sýnt og sannað, með sínum smáu fótum hann veginn hafði spannað. Hann vissi þar hinn eina, sem um sig myndi skeyta; og á hans fund nú vildi í raunum sínum leita. En harðlæst var þá hliðið, svo hann ei framar náði; en hinn var þarna inni, sem dag og nótt hann þráði. Þar hástöfum á elsku pabba hann hrópaði sárt og lengi, en hróp ei ná til eyrna sem geymast djúpt í vengi. Unz kvöl og þungur ekki hans kæfi mjúka róminn; þá kvað upp vetrarnóttin hinn þunga skapadóminn. Við hliðið freðinn lá hann með hendi kreppta um slána, á hvörmum frosin tárin er siðast vættu brána. m Bjarni Þorsleinsson. CHINESE WAR RELIEF FUND The national objective for this Fund is $1,000,000.00. Manitoba’s share is $60,000.00. Will YOU DO YOUR SHARE? This is the first call we have had for our gallant Chinese ally, who has been fighting our wars for 12 years. NEVER A MORE DESERVING APPEAL This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD 103. HVERNIG GŒTA SKAL SIGURLÁNSBREFA Fyrir nokkur cent / / • a an SIGURLÁNSBRÉF eru verðmæt og ættu ekki að liggja á glámbekk. Látið bank- ann geyma þau. Það kostar mjög lítið. Hér eru dæmi: 25 cent nægja fyrir geymslu Sigurláns- bréfa upp að $250 virði fyrir árið. 50 cent nægja fyrir geymslu á $500 virði Sigurlánsbréfa á ári. Fyrir þessa litlu upphæð geymir bankinn Sigurlánsbréf yðar á tryggum stað. Klippið arðmiðann af á hverjum sex mánuðum og leggið upphæðina inn í reikning yðar. Notfærið yður þessa ódýru vernd. Hafið verðbréf yðar óhult. Frekari upplýsingar í útibúunum. THE ROYAL BANK OFCANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.