Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943 b för hans með samskonar virð- ingu sem þjóðhöfðingjar einir hljóta. Þótt Bandaríkin séu ungt land á það dýrðlega sögu. Tíminn síðan fyrstu ensku innflytjend- urnir komu til Jamestown í Virginia 1607 er styttri en tím- inn á milli frumbygðar Islands 874 og endaloka fyrri þjóðstjórn arinnar þegar íslenzka þjóðin komst undir yfirráð Noregs kon- unga 1262. í gegn um alla sög- una frá því landið fyrst var bygt hefir frelsisþrá, réttlætis- hneigð og jafnaðarhugsjónir ein kennt þjóðina. Hér er bezta sönnun þess að mannlegar fram farir fæðast og þroskast bezt þegar vissa er fyrir sönnu þjóð- ræði. Eg skal ekki lengja þessa tölu með því að nefna nokkurn af hinum mörgu amerísku ætt- jarðarhetjum, sem með vizku sinni og fórnfærslu áttu þátt í því að hefja Bandaríkin til þeirrar andlegu og efnislegu hæðar, sem þau hafa náð. Til Iþess að fÓ9tra og fullkomna frelsisandann í þessu landi hef- ir þjóðin átt í tveimur stríðum í því skyni að stofna ríkja sam- bandið og viðhalda því. Til þess að blessun frelsis, réttlætis og jafnaðar, sem alt heyrir til lýðræðisstefnunni, megi haldast við er þetta land nú í annað skifti á einum manns aldri þátttakandi í heimsstríði. Eg efast um að nokburn tíma hafi verið ritaður dýrðlegri þátt- ur í veraldarsögunni en sá sem þetta land er nú að skapa: Að yfirvinna hið illa, að frelsa þann undirokaða og vernda hinn veika er hið ákveðna mark og mið, sem um síðir leiðir af sér frið á jörð og velþóknun yfir menn- ina. Blessun sú sem lýðræðisfyrir- er oft og einatt talin sjálfsögð. Það er því ekki úr vegi að minna sjálft okkur á það að vellíðan okkar er keypt með erviðleikum, þjáningum og fórn færslu þeirra sem á undan fóru. Það er hugljúfara að miklast af frægð forfeðranna en að vera mintur á skyldurnar, sem henni eru samfara. Stórvirki hinna miklu manna ættu að launast með virðing og hrifning hinna sem lifa. Við sem hér erum stödd erum flest af íslenzku bergi brotin. Við gerum okkur grein fyrir því að lýðræðis hugsjónir heimta ósérplægna fórnfærslu einstakl- ingsins fjöldanum til góðs, að lög og réttur heimta virðingu, vald og réttlæti og að síðustu að vegurinn, sem til lífsins ligg- ur er: friður, og velþóknun með al manna. Sumarför Eftir séra Sigurð Ólafson. Þrjátíu ára afmæli Þrenningar safnaðar á Point Roberts, í Washington. A síðastliðnu vori barst mér fregn um það, að ofangreindur söfhuður hefði í hyggju að halda hátíðlegt þrjátíu 'ára starfsafmæli sitt. Stuttu síðar barst mér í hendur beiðr.i safn- aðarins, eða nefndar þeirrar er fyrir hátíðahaldinu stóð, að eg kæmi þangað vestur við það tækifæri og flytti afmælisræðu. Bauðst söfnuðurinn til að taka nokkurn þátt í ferðakostnaði mínum, en beiddist einnig þátt- töku kirkjufélags vors í því efni. Forseti og framkvæmdar- nefnd tóku þessum tilmælum hið bezta, — og hvöttu mig til fararinnar. Fór svo, að ferðin var fast ákveðin; mér til mikill- ar gleði, varð það að ráði að konan mín færi með mér, himilisástæður leyfðu það, en söfnuður sá er eg þjóna gefur mér langt sumarfrí; þannig sam- verkaði alt til þess að af för- inni gæti orðið. Mitt'í önnum maí og júní mánaða, var því stöðugt undir- spil eftirvæntingar og gleði mér í huga yfir þessari óvæntu för. og því, að mega aftur augum komulagið hefir í för með ser, líta hina fögru Kyrrahafsströnd, AÐVÖRUN Það verður kolaskortur næstkomandi vetur !!! Búið heimilið ÞEGAR undir næga hlýju við notkun minna eldsneytis ATHUGIÐ ÞESSI ATRIÐI TIL ÞESS AÐ SPARA KOL V Hvernig fá skal meiri hita Haldið pípum og miðstöðvum hreinum og rimlaplötum í góðu lagi. Ef örðugt er að hita eitt eða tvö herbergi, eyðið þér eldsneyti í óþarfa. Smávtðgerðir geta ef til vill lagað þetta. Látið hæfan mann athuga hitunaráhöld yðar, og gera við þau. Notið viðarull á miðstöð og pípur. y Hvernig verjast skal hitatapi Setja skal súgræmur við hurðir og ytri glugga. Það getur valdið 20% hitatapi, að hafa ekki ytri glugga. Sjálf- sagt er að kalka glugga og gera við, sprungur í steinlími (höld til þess fást stundum lánuð 1 járnvörubúðum). Gera verður við brotnar rúður og nota kítti þar, sem með þarf. Lítilsháttar út- gjöld geta sparað mikið eldsneyti. y Hvernig spara skal meira Þér sparið eldsneyti með því að nota viðarull í hús yðar. Það er sannað, að mikill hiti tapast vegna of lítils stopps í húsum, og illum frágangi ytri glugga; getur þetta numið 50%. Veitið athygli frekari upplýsingum um rétta með- ferð miðstöðva. Látið skoða vandlega heimili yðar vegna hit- unar og nægilegs stopps í lofti og veggjum Leitið strax upplýsinga. Það er erfitt að fá efni og sér- fróða menn. — Ef þér dragið á langinn að búa heimilið undir veturinn, eigið þér á þættu, að fá ekki þann við- búnað er þér þarfnist. Sparið EINA smálest af FIMM MSIOW the department of munitions and supply HON. C. D. HOWE, Ministtr en eg hafði ekki séð í 22 ár. Þar höfðu æfispor mín verið stigin í all-mörg ár. Þangað hafði leið mín legið frá íslandi, er eg enn mátti kallast að vera á unglingsaldri. Árum saman hafði eg unnið þar vestra, að ýmsum störfum, loks hafið skóla göngu — oft undir erfiðum og einkennilegum kringumstæðum. Síðustu sjö árin, vestra, hafði eg verið sóknarprestur í Blaine prestakalli — og umferðaprest- ur á Kyrrahafsströnd, af hálfu hins Ev. Lúterska kirkjufélags, meðal íslendinga í Blaine, Pt. Roberts, Bellingham, Marietta, og norðan landamerkjalínu, í Vancouver borg og í Cresent, B. C., einnig innti- eg nokkra þjónustu af hendi í Seattle-borg. Það er unaðsleg tilfirning þeim, sem er hálf þreyttur að mega setjast áhyggjulaus um alt, inn í langferða fólks flutn- ingalest og átta sig á því, að um stund, er maður laus við þær áhyggjur er starfi manns fylgja, hvert helzt sem starfið er. Þeirrar sælutilfinningar unt um við hjónin, er við vorum búin að koma okkur fyrir í Kyrrahafsstrandarlestinni, er fór frá Winnipeg, 2. júlí árd., þótt fólksþröng væri mikil á lestinni, tókum við að hvílast og njóta okkar, er um borð í lestina var komið, í sælutilfinn- ingunni um það, að við þyrft- um ekkert að hafast að, annað en að vera bara áhorfendur í leik lífsins, “And see, the rest of the world go by.” — Engin tök tök eru til þess að missa sjónir á því, að maður lifir á ófriðartímum, hvarvetna getur að líta hermenn 1 stórum hóp um, — með lestunum, á bið stöðvum meðfram lestinni, í borgum og bæjum. Allmargir Ameríkumenn voru samferða- menn á leiðinni vestur, átxi eg oft tal við þá í reykingastofun- um á lestinni; en enginn þeirra verður mér eftirminnilegri en ungi og kurteysi blökkumaður- inn, þjónninn í vagninum, sem við vorum í, prýðilega menntað- ur maður, er las sálarfræði í tómstundum sínum, ;— sem ekki voru margar. Tilhlökkunin að sjá fjöllin fór vaxandi í huga’ eftir því sem vestar dró, — og þau toku að nálgast. Stórfeld og ægileg eru Klettafjöllin þegar inn í þau er komið, ekki-síst meðfram C.P.R. brautinni. Stórum mun eru þau ægilegri en það sem eg hefi séð af fjöllunum heima, er jafnan lifa í huga hins útflutta íslend- ings — hvar helzt sem spor hans liggja — ekki hvað sízt þeirra er í sléttufylkjunum búa. Áætlun samkvæmt komum við til Vancouver-borgar, stuttu eftir kl. 9 árdegis, sunnudaginn 4. júlí. Á stöðinni í Vancouver mættum við Mr. og Mrs. Jón Christopherssen, fyr í Elgin B. C. , er var þar ásamt dóttur þeirra hjóna, albúinn þess að keyra okkur út tiÞ Pt. Roberts. Eftir að hafa borðað árbít, lögð- um við af stað, út á “Tangann”, en þannig er Pt. Robert jafnan nefndur í daglegu tali, meðal íslendinga. — Mikil var fram förin á brautum og vegagerð; tók eg eftir því fyrst af öllu, er vestur var komið. Við fórum yfir Frazer-ána á ferju, um Ladner-bæ, áleiðis til Tangans. bera saman þessa hröðu og yndis bera saman þessa hröðu og indis- legu ferð, þennan bjarta sól- skinsdag, við fyrstu för mína þessa leið, í nóvember 1914, í dimmu og rigningu; þá íanst mér þessar 9 mílur, frá Ladner, aldrei ætla enda að taka, er eg þá staulaðist áfram í húðarign- ingu og dimmu — sem mér virtist all-mjög ægileg, er inn í skóginn kom. — En nú, var leiðin á enda, áður en varði. Bráðum sá maður hina vinsam- legu bygð — baðaða í sólskini hásumarsins, — en sólglit yfir sundin að sjá. — I fjarska gat að líta eyjarnar hinu megin við sundin, kannaðist eg við Orcas — og Lummi-eyjarnar, dimmbláar til að sjá, — líkt og Vestmannaeyjar blöstu við sjónum á fögrum sumardegi, af bæjarhlaði æskuheimilis míns, í Ytri-Hól í Vestur-Landeyjum. Frh. Dánardœgur Fimtudaginn 12. ágúst lézt að heimili sínu suðaustur af Gardar N. D. Guðrún Thorláksdóttir ekkja Stefáns sál. Eyólfson. Hafði hún veikst all hasta'r- lega 27. júlí og ágjörðisl sjúk- dómurinn þar til hún andaðist að kveldi hins 12. ágúst. Guðrún fæddir að Fornhaga í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 12. nóv. 1859. Foreldrar hennar voru Thorlákur Björnson og kona hans Þórdís. Fluttist Guð rún með foreldrum og systkin- um til Ameríku 1874, fyrst til Kinmount, Ont., síðar til Gimli og árið 1880 til N.-Dak. Átti hún þar heimili hjá foreldrum sínum þar til hún 'giftist Stefáni Eyólfssyni 29. okt. 1885. Settust þau þá að á heimilisréttarlandi hans 4. mílur suðaustur af Gard ar. Bjó hún þar síðan til dauða- dags. Þdu hjón, eignuðust 8 börn, eru 5 af þeim á lífi en þrjú dáin. Guðrún sál. var greind og vel lesin ágætiskona. Var hún ávalt ástrík eiginkona og móðir, og elskuð af eiginmanni og börn- um. Enda var hún líka vinsæl og mikilsvirt í sveit sinni. Veitti hún heimili sínu prýðilega for- stöðu ávalt. Mann sinn misti hún árið 1933. Hefir Cecilia hjúkrunarkona dóttir hennar síðan haft heimili með henni á bújörð þeirra. Guðrún starf- aði af dugnaði og fyrirhyggju í söfnuði og kvenfélagi Garðar- bygðar og í öðrum félagsskap sveitarinnar, því hún var félags- lynd, og dugleg í félagsstarfinu. Heimilið var ávalt höfðingjaset- ur j bygðinni. Og " var þar menningarblær, myndarskapur gestrisni og góðsemi. Jarðarförin fór fram mánudag inn 16. ágúst frá heimiiinu og kirkjunni á Gardar. Heiðruðu margir minningu hinnar látnu með nærveru sinni, og auðsýndu einnig vinarþel sitt til fjölskyld- unnar. Var hún lögð til kvíldar við hlið eiginmans síns í graf- reitnum á Gardar. Mrs. G. Good man frá Milton söng einsöng við útförina. Séra H. Sigmar. jarðsöng. Laugardaginn 14. ágúst urðu þau Mr. og Mrs. Laurenee Guð- mundsson fyrir þeirri sáru sorg að missa nýfætt barn sitt er hafði verið gefið nafnið Marlene Kay. Útförin fór fram frá kirkj- unni á Mountain, miðvikudag- inn 18. ágúst. Faðir barnsins er í herþjónustu og langt frá, og varð því ekki unt að koma hingað er þessi sorgar viðburð- ur skeði. Séra H. Sigmar jarð- söng. Fimtudaginn 19. ágúst dó Sigurlaug Anderson á Ballard sjúkrahúsinu í Seattle, Wash., eftir æði langa sjúkdómslegu. Var hún ekkja, Halldórs sál. Anderson, sem andaðist í Hensel bygðinni í N.-Dak. fyrir nokkr- um árum. , Sigurlaug fæddist 12. sept. 1872 í Skagafjarðarsýslu á ís- landi. Foreldrar henhar hétu Rögnvaldur Þorleifsson og Guð- rún Jónsdóttir. Haustið 1940 fluttist SÍIgurlaug til Seattle, Wash., og var þar hjá fósturdóttur sinni Ingi- björgu Scheving. Útfararathöfnin fór fram í Seattle á föstudagskvöldið 20. ágúst sem séra H. S. Sigmar stýrði, komu þær svo Mrs. Ingi- björg Scheving og Mrs I Ander- son með líkið til Cavalier N. D. Var athöfn í útfararstofunni þar á miðvikudaginn 25 ágúst og síðan útfararathöfn ?. Vída- líns kirkjunni sama dag. Var hin látna lögð til hvíldar þar í Vídalíns grafreitnum við hlið eiginmanns síns, Halldórs And- erson. Séra H. Sigmar, jarð- söng. Þriðjudaginn 17. ágúst. and- aðist á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, ekkjan Fanney And- erson hjúkrunarkona eftir all- langvarandi sjúkdóm. Hin látna var dóttir þeirra Snorra og Skúlínu Severson í Graíton N. D. Þar fæddist hún og ólst upp Hún fór á ungum aldrj á al- menna sjúkrahúsið í Winnipeg, til að nema þar hjúkrunarfræði og lauk námi árið 1917. Árið 1918 giftist hún Dr. W. E. Ander son, sem var að skoskum ættum. Mann sinn misti hún árið 1938. Tók hún þá aftur að stunda hjúkrunarstörf í Manitoba, og starfaði að því svo lengi sem kraftar entust til. Hin látna eftirlætur tvær dætur og einn son, á ungum aldri. Eru það alt mannvænleg og myndarleg börn. Einnig lifa hana 4. systur og einn bróðir. Mrs. Anderson var mjög mynd arleg og vel látin kona. Hafði hún stundað störf sín bæði af miklum dugnaði og myndar- skap. Og ávalt auðsýndi hún mikla umönnun og hjálpfýsi. Kvöldið 19. ágúst var rmnning- arathöfn í útfararstofu í Winni- peg, sem séra V. J. Eylands stýrði. Var líkið svo flutt til Grafton til greftrunar. Þar var útfararathöfn sem séra H. Sig- mar frá Mountain stýrði,. og var svo hin látna lögð til hv,ld- ar í reit Severson fjölskyld- unnar í Grafton. Heiðurssamsœti á Mountain Laugardagskvöldið 3. júlí. hélt þjóðræknisdeildin “Báran” skiln aðarsamsæti í samkomuhúsinu á Mountain N. D. til heiðurs Sig- mundi og Sigríði Laxdal, sem þá voru í þann veginn að leggja | af stað frá heimahögum í [ Gardarbygð, áleiðis til Blaine, jWash., þar sem þau nú hafa sest að. Allir synir þeirra hjóna, konur þeirra og börn voru þar viðstödd. En dætur þeirra hjóna, sem eiga heima svo langt frá, gátu ekki verið þar viðstaddar. Margir meðlimir “Bárunnar” voru þar og líka ýmsir ættingjar og vinir heiðursgestanna bæði frá Garðar og Mountain. Hjörtur Hjaltalín, forseti þjóð ræknisdeildarinnar var veizlu- stjóri og ávarpaði heiðursgest- ina. Auk hans töluðu þar nokk- ur orð, W. G. Hillman, Jón Lax- dal, bróðir Sigmundar, Gamalíel Thorleifsson og H. Sigmar. Líka flutti Sigmundur Laxdal sjálfur sköruglega ræðu, er hann þakk- aði “Bárunni” og vinum þeirra hjóna fyrir þetta vinsamlega samsæti. Allar ræðurnar hneigð- ust að því aðallega, að lýsa söknuði út af burtför hjónanna úr bygðinni, eftir meir en hálfr- ar aldar dvöl á þessum slóðum. Var félagslyndi, félagsstarfsemi og allur dugnaður þeirra hjóna rómaður. Og þess ekki sízt minst hve mikið Sigmundur Laxdal hefði starfað að þjóðræknismái- um hér í sveit. Hið sama kom fram í tveim bréfum, sem les- in voru af forsetanum. Var annað frá Dr. R. Beck forseta Þjóðræknisfélagsins, en hitt frá Thorláki Thorfinnsyni, sem heíði í söinni ár starfað mikið með Sigmundi að þjóðernismálum, erf var nú svo lasinn að hann gat ekki sótt samsætið. Íslenzkir söngvar voru sungnir milli þess sem ræður voru fluttar, og spilaði Hannes Kristjánsson á hljóðfærið. Rausnarlegar veitingar voru frambornar í Kjallarasal sam- komuhússins, af konum í þjóð- ræknisdeildinni. Var á því hinn mesti myndarbragur. Eftir veitingarnar var aftur staðnæmst í samkomusalnum. Talaði fólk þá saman og skemti sér á ýmsann hátt. Var þá líka fjöldi íslenzkra söngva sungnir. Átti það vel við þau Laxdalshjónin eru bæði söng- elsk, og Sigmundur söngmaður góður. Er tók að líða á nóttina kvaddist fólkið með vinsemd og góðhug, og óskaði heiðursgest- unum og ástmennum þeirra, Drottins blessunar í bráð og lengd. H. S. SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITAR\ AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switohboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG. "(WWMMLM M6ý'lWfö"(W( í\"'( MSviíMWto't *WlYt íVíiívi tw MWt ívMh

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.