Lögberg - 02.09.1943, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943.
%ógberg......................
Oefið út hvern fiintudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
L'tanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “L<>ííberíí” is printed and publishea by
The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Sigurður Nordal:
Islenzk menning
öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi
er talin trú um, að hann sé kúgaður samkvæmt
umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst
féflettur og síðan látinn þiggja sína eigin
eign í mútur og náðargjafir. Það er sannast
sagt, þótt sorglegt sé, að talsvert af beru
ofbeldi, sem menn þora að klóast við, er bæri-
legt í samanburði við prúðbúið og vátryggt
ranglæti.
Allmargt má ganga á tréfótum um afkomu
manna til þess að sá kostur sé betri að svipta
þá dug og forsjá til frjálsrar sjálfsbjargar og
sambjargar”.
Þannig getur sá einn hugsað og mælt, er
á sína samvizku sjálfur, og aldrei hefir gengið
á mála hjá neinum stjórnmálaflokki.
Fyrsta bindi. Mál og menning — 1942 — Rvík.
Bilið í sögunni mi,lli þeirra Snorra Sturlu-
sonar og Sigurðar Nordal, nemur sjö öldum,
eða því sem næst. Snorri stendur enn Ijós-
lifandi fyrir hugskotssjónum íslenzku þjóðar-
innar, og þeirra annara, er talið hafa það
ómaksins vert, að kynna sér meistaraverk
hans, ög önnur frumágæti íslenzkrar menning-
ar; hann hefir aldrei staðið nær íslenzku þjóð-
inni, en einmitt nú, og það á þjóðin manna
mest að þakka Sigurði Nordal fyrir gagnmerkar
rannsóknir hans á persónulegum sérkennum
Snorra, veilum í skapgerð hans, meginkostum,
og óviðjafnánlegri -stílfrækni. Bók Sigurðar
um Snorra, veldur straumhvörfum í menning-
arsögu Islendinga, og þá gerir íslenzk menning
það ekki síður, þar sem djúp innsýn í við-
fangsefni, samfara hreinlund og sannleiksást,
skapa glæsilega og nýja heilaga þrenning.
Hvað verður um nafn Sigurðar Nordal í
menningarlegri þróunarsögu íslenzku þjóðar-
innar, eftir sjö aldir? Engu skal um það
spáð, hvernig þá verður umhorfs í íslenzkum
menningarheimi, þó þess sé ei ólík’ega til
getið, að þá verði mörgum manninum tíðrætt
um Heimskringlu Sigurðar Nordal.
Inngangur þessarar miklu bókar, eða for
spjall eins og höfundur kallar það, er út af
fyrir sig mikið verk, og skilgreinir ítarlega
það, sem fyrir honum vakti við samningu
hennar, ásamt afstöðu hans til viðfangsefna
sinna. Forspjallið er eins konar töfralykill,
sem opnað getur upp á víða gátt hverja þá vist
arveru, er meginmál bókarinnar fjallar um;
fyrir þessa sök, verður þetta heimspekilega
menningaryfirlit Sigurðar Nordals auðskilið og
handhægt til afnota.
Kafli sá úr forspjallinu, sem hér fer á eftir,
varpar mikilvægu ljósi á innviðu og tilgang
þessarar fágætu bókar:
“Þótt þessi bók heiti ekki íslendinga saga,
er rétt að segja hreinskilnislega, að eg hef
reynit að geta hér allra staðreynda úr sögu
þjóðarinnar, sem eg' tel skipta verulegu máli
fyrir hvern einstakling að þekkja, ætla at-
burðasögu og mannfræði nákvæmlega það
rúm, sem þær eiga skilið í samanburði við
annað efni. Allir vita, að íslenzk sagnfræði
er lítt plægður akur. Því er hér eflaust —
af gleymsku eða vanþekkingu — einhverju
sleppt, sem hefði átt að segja frá. Úr því
verður vonandi nokkuð bætt með annái þeim,
sem kemur í síðasta bindi þessa rits og ætl-
aður er þei.m, sem vilja heyja sér meiri fróð-
leik. En þess skal getið, að í sumum eldri drög-
um að bókinni var tekið miklu meira af
slíku efni. Það hefir aftur minnkað við frek-
ari vinnu, ekki vegna rúmleysis, heldur hins,
að mér fannst það fremur trufla en skýra,
skipta því minna máli sem eg^ hugsaði meira
um uppistöðuna. íslendingar vita of mikið um
sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja,
meiri menntun er í því fólgin að kunna fá
atriði með yfirsýn um samhengi þeirra en
vera uppþembdur ómeltum fróðleik.”
Megin þorra Íslendinga, er vafalaust að
nokkru kunnugt það efni, sem Islenzk menn-
ing fjallar um; kannast að minsta kosti við
þá Egil og Snorra af afspurn; en hér koma
menn og málefni löngu liðinna alda fram á
sjónarsviðið í nýju ljósi, færast nær manni og
verða óaðskiljanlegur hluti af manni sjálíum.
Það er ekki einasta, að Sigurður Nordal sé
goðorðsmaður hins glæsilega stíls, heldur er
hann sá fræðimaðurinn, sem öllum öðrum ís-
lenzkum rithöfundum fremur hefir lánast það,
að færa sönnur á samhengið í bókmenntum
íslendinga og menningu, er vitanlega lék oft á
svo lausum þræði, að smásjá þurfti til sanninda-
merkja; slíka smásjá fékk Sigurður Nordal
í vöggugjöf, og þess vegna svipar honum um
næmleik mest til þess fornguðs norrænna
manna er heyrði þegar gras óx á jörðu og ull
á fé.
I niðurlagskaflanum um söguöldina, víkur
höfundur nokkrum orðum að samtíð vorri við-
víkjandi stjórnarfarinu, sem holt er að veita
athygli:
“Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans
og hefur víða gert það svo valt, er framar
Aðdáun Sigurðar Nordal á íslenzkri skáld-
n.ennt, sem auðsæilega er í raun og veru
uppistaðan í lífsviðhorfi hans, lokar þó á engan
hátt augum hans fyrir öðrum menningarlegum
verðmætum lands og þjóðar; hann er réttlátari
maður og sannleikselskari en svo. Lotning
hans fyrir Þingvelli við Öxará, stendur djúp-
um rótum í vitund hans og hann finnur til
ósegjanlegs sársauka yfir því, sem miður heíir
farið á þeim helga stað. I kaflanum Þjóðarþing
á Þingvelli farast höfundi orð á þessa leið:
“Enginn íslendingur getur stigið fótum á
þennan stað án þess að finna til lotningar og
þakklætis — skilja, að hann hlaut að lvfta
hinu forna Þjóðþingi og öllu, sem þar gerist
og frá því berst, á æðsta stig. Þjóðinni varð
það síðar meir gæfa í margs konar lánleysi,
hversu lítið var hér undir aðhlynningu manna
komið, fátt gat hrunið og hrörnað, en furðu-
verk guðs og elds stóðu óbrotgjörn að arfi
nýjum kynslóðum. Svo máttug eru áhrif þessa
staðar, að saga mannanna getur gleymst, orð-
ið eins og skammvinnt andartak í saman-
burði við sögu náttúrumagnanna, sem hafa
steypt hann, minningarnar um söguöld og
þjóðveldi bliknað frammi fyrir hátígn hans.
Hér hefði verið samkomustaður, sem hæft
hefði heimsveldi og stórtíðindum veraldarsög-
unnar, ef hún hefur þá nokkurn tíma tekið
stefnu, sem var honum samboðin, nema varnar-
ræða Sókratesar hefði verið flutt að lögbergi
eða sjálf fjallræðan.
Á Þingvöllum getur komið að manni að
hugsa, hvort staðurinn hafi ekki verið allt
of heilagur og veglegur til þess að bera þang-
að þras og þrætur eigngjarnra hreppakonga,
jafnvel á söguöld. En hafi þingstörfin verið
of smávægileg fyrir þingstaðinn, hefur hann
hins vegar aukið veglæti þingsins. Andstæðan
milli leiks og leiksviðs er hér sem tákn fleiri
andstæðna í sögu íslendinga, milli stærðar og
smæðar þjóðar, milli flugs drauma og hvers-
dagsleika reyndar.”
Styrkum meistaramundum fer höfundur í
bók þessari um Egil Skallagrímsson og rót-
tækt brautryðjanda starf hans í ríki hinnar
ódauðlegu skáldmenntar; þennan frumstæða
ljóðvíking, sem var “jafnaldrinn íslenzkra
fcraga.”
Ritsnekkja Sigurðar Nordal er föst í rás,
og rekst ekki á nein þau staðhæfinga blind-
sker, sem orðið hafa fyrirrennurum hans ým-
issum að falli; hann ýtir eigi úr vör fyrr en
hann er hárviss um lending og stefnu; þessi
nýja bók hans er þar af leiðandi sá óskeik-
ulasti, bókmenntalegi áttaviti, sem enn hefir
komist í eigu hinnar íslenzku þjóðar, og í raun
og veru upphafið að hinni fyrstu samfeldu
menningarsögu vorri, þótt margt sé vel um
hliðstæðar tilraunir ýmissa annara fræðimanna
vorra, svo sem “íslendinga” Dr. Guðmundar
Finnbogasonar.
Sigurður Nordal er í eðli sínu mikið skáld
þótt hann ,að duldum ástæðum sar.nfærði
sjálfan sig snemma um það, að megin lífs-
köllun sín lægi á öðru sviði; og víst er um
það, að “Síðasta fullið” mun jafnan talið
verða til hinna óbrotgjörnustu gimsteina í ís-
lenzkri smásagnagerð.
Sigurður Nordal er frumstæður aðalsmaður
í ríki íslenzkrar ritlistar; glæsilegur fulltrúi
þeirrar bókmentalegu heiðríkju, sem vaka
skal yfir framtíð hinnar íslenzku þjóðar.
Eimreiðin
Apríl—júní 1943.
Eimreiðin drepur aldrei svo á dyr, að hún
eigi hafi frá nokkurum tíðindum að segja,
þeim, er máli skipta og telja má til kjarn-
gresis, og er þetta síðasta hefti engin undan-
tekning í því efni; þar er að finna margt
nýtra ritgerða, auk ljóða, smásagna og hinnar
venjulegu ritsjár. Fróðlegasta ritgerðin er sú
“Við þjóðveginn” eftir ritstjórann, er grípur
inn í margt, þar á meðal frumdrættinu að
stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins, sem líkúr
standa til, að ganga muni í gildi þann 17.
júní 1944. Er drengilega á það bent hve mikils
það sé um vert, að viturlega takist til um val
Ræða
flull á íslendingamóli í Chicago, 1. ágúst 1943,
af Árna Helgasyni.
Þetta
kvæmi
er nítjánda árssam-
íslendingafélagsins í
Chicago..Við höfum altaf veigr-
að okkur við því að feta í fót-
spor annara fjölmennari ís-
lenzkra bygða og kalla þetta
samkvæmi “íslendingadag”.
Sumarsamkomur okkar hafa alt
af verið mjög hversdagslegar,
miklu fremur skemtisamkvæmi
en hátíðahöld. Lagar ræður eiga
hér alls ekki við, en mér heíir
verið falið að mæla fáein orð og
eg skal lofa ykkur því að verða
ekki langorður.
Allar skemtisamkomur okkar
hafa verið haldnar í kring um
annan ágúst; nema ef til vill
ein þegar við komum saman
seytjánda júní. Um það eru
dálítið skiftar skoðanir hvaða
dagur eigi að vera árshátíð ís-
lendinga. Annar ágúst, fyrsti
desember og seytjándi júní hafa
allir verið haldnir hátíðlegir án
þess að nokkur þeirra væri sér-
staklega ákveðinn. Eg er þeirrar
skoðunar að seytjándi júní verði
innan skamms ákveðinn eða
lögskipaður helgidagur. Annar
ágúst er helgaður þeirri minn
ing að þá fékk íslenzka þióðin
stjórnarbótina 1874 þótt hún í
raun réttri gengi í gildi fyrsta
ágúst og hátíðin á Þingvöilum
til minningar um þúsund ára
landnám Islands, var haidin
fimta til sjöunda ágúst. Fyrsta
desember 1918 var Island viður
kent sem sjálfstætt ríki Sam-
kvæmt dansk-íslenzka samningn
um um ríkjasambandjð. En
seytjándi júní er fæðingardagur
Jóns Sigurðssonar, mannsins sem
þessi orð hefir letruð á minnis-
varða sinn: “Hinn ástkæri son-
ur íslands, sómi þess, sverð og
skjöldur.”
Seinasta orustan í sjálfstæðis-
stríði íslands er nú í undirbún-
ingi. Þingnefnd hefir samið til-
lögu sem fer fram á það að
öll bönd, sem tengja Danmörku
og ísland séu slitin. Þetta verð-
ur lagt undir atkvæði þjóðar-
innar einhvern tíma eftir næsta
nýjár í samræmi við sambends-
lögin frá 1918, ásamt nauðsyn-
legum stjórnarskrárbreytingum.
Ráðgert er að stofna, þjóð-
stjórn á íslandi og að fyrsti
forseti ríkisins taki við embætti
seytjánda júní 1944, það verður
hundrað þrítugasti og þriðii af-
mælisdagur Jóns Sigurðssonar
og eitt þúsund þrítugasta og
fjórða ár frá stofnun hins fyrra
íslenzka þjóðríkis og Alþingis.
Þegar vér gleðjumst yfir hinu
stjórnarfarslega frelsi Islands
ættum við að minnast þess með
þakklæti, að þetta er einungis
mögulegt nú á tímum vegna
þess hve mikið réttlæti og frelsi
ræður þar og ríkir sem hinar
sameinuðu bandaþjóðir ná til.
ísland er hernumið land, ekki
til undirokunar heldur til
verndar. Þó að önnur þjóðstjórn-
arlönd séu undir oki hinna
grimmu nasista er ísland frjálst
að ráða ráðum sínum og á-
kveða má eigin framtíðarstefnu.
Framkoma okkar þjóðar, Banda
ríkjanna gagnvart Islandi hlýt-
ur að vekja aðdáun og virðingu.
Er það ekki óræk sönnun þess
að okkar hlið berst fyrir réttu
máli, að stærsta og voldugasta
lýðríki í heimi skuli þannig
vernda minsta lýðveldi sem til
er?
Á meðal þeirra miljóna sem
að herþjónustu vinna hér í
landi vitum við með vissu að
þeir íslendingar, sem hér eru
taldir hafa innritast í herþjón-
ustu:
Freyja Bjarnason
Ralph Alfred
Albert Anderson
Conrad Anderson
Howard Anderson
Oscar Anderson
Victor Árnason
Lawrence Benson
Melvin Benson
John Clemenz
David Dumbar
Reynir Einarson
Samúel Einarson
Leonard Goodman
Paul Johnson
Allan Oddson
John Ólafsson
Paul Ólafson
Paul Reykjalín
Vernon Sigurðson
Axel Swanson
Frank Taylor
Eg veit ekki af neinu hæfi-
legra lotningarmerki en því að
hneigja höfuð sín í djúpri þögn
til viðurkenningar þessum ungu
þjóðsystkinum okkar og öllum
þeim íslendingum, mönnum og
konum, sem í þessu stríði taka
þátt.
Sögur beggja landanna —
Bandaríkjanna og íslands og
lýðræðisreglur þeirra beggja
kenna það greinilega hversu
einstaklingurinn má sín mikils.
Sömuleiðis kemur það þar í
Ijós að jafnvel þótt lýðríki sé
amerísku umhverfi. Þrátt fyrir
afarmikinn mismun í efmslegum
atriðum eru grundvallar atriði
hugsjónanna í báðum löndunum
býsna skyldar og líkar. Bæði
löndin eiga áreiðanlega sógu frá
fyrstu byrjun; þótt margar aldir
liðu milli þess að löndin voru
bygð þá voru frumbyggjar
þeirra beggja hugrakkir menn
sem neituðu að beygja sig und
ir harðstjórn, elskuðu sjálfræði
og einstaklingsfrelsi. Þetta fólk
var viljugt að fórna öllu fyrir
einstaklings- og stjórnarfars
frelsi.
Sagan um það hvernig forfeð-
ur okkar stofnuðu þjóðstjórn á
íslandi fyrir meira en þúsund
árum hefir svo oft verið sögð að
eg tel óþarft að endurtaka hana
héc. íslendingum fanst það nauð-
synlegt að stofna stjórn til þess
að tryggja frelsi. En hvernig
þessi frelsisþrá gat haldist um
allar aldir hinnar miklu undir-
okunáfc og útlends valds, það
er ekki síður undravert. Hin
forna frægð er ef til vill af
tumum eignuð líkamlegri hreysti
en einstáklings fórnir, vizka og
drenglyndi átti einnig sinn þátt
í framförum og velgengni liðna
tímans. Sagan tilgreinir allmörg
dæmi, þar sem einstakir menn
afsala sér viðurkendum rétti,
til þess að varðveita heill fjöld-
ans.
Njáll kaus dauða sér og sín-
um heldur en að verða valdur
að meiri blóðsúthellingum en
iþegar voru orðnar. Síðu Hallur
krafðist ekki réttar síns þegar
sonur hans var drepinn sökum
þess að með því eina móti gat
hann^ bjargað friðnum.
Um fimm langar aldir eftir
tímabil hins glæsilega frelsis
ríktu hluttekningar lausar út-
lendar stjórnir. Þá voru harð-
indi og óáran og fólkinu fækk-
aði svo að ekki voru eftir nema
40,000; því fjölgaði aldrei yfir
50,000 um fjórar aldir. En fram-
tíðar vonirnar dóu aldrei vegna
þess að sambandið við fortíðina
hélzt altaf með því að lesa
stofnað til hagnaðs fyrir ein- sögurnar. Á þessum myrku mið
lýðveldisforsetans. Stjórnarskrar
frumvarpið gerir ráð fyrii að
Alþingi kjósi forsetann; hlið
stæðri aðferð var beitt á Frakk
lándi. Hvernig gafst hún?
Bandaríkjaþjóðin kýs forseta
sinn í almennum kosningum, og
þar hefir það gefist vel; þar
er fordæmi, sem Islendingar
ættu að hafa hliðsjón af.
Tvö kvæði skera sig mjög úr
að gæðum: “Kveðja til Noregs,
17. maí 1943 eftir Þóri Bergs
son, og “Talað út í myrkrið’
eftir Bertil Malmberg, í ís-
lenzkri þýðingu eftir Þráinn,
sem að líkindum er gervinafn
þýðanda. Þá er og ritgerðin um
norsku leikkonuna, Gerdu Grieg,
konu stórskáldsins Nordahls
Grieg, samin af ritstjóra Eim-
reiðarinnar, um allt hin prýði-
legasta.
staklinginn, þá eru framfarir og
sameiginleg velferð undir því
komin hversu ósérplægin störf
og fúsar fórnir eru af hendi
látin af hálfu borgaranna.
Ef eg væri beðinn að veita
ráðleggingu þá mundi eg ekki
veigra mér við að ráðleggja
hverjum einstaklingi það sem
hér segir, og sérstaklega ungu
fólki: Lestu söguna, lærðu alt
mögulegt um fortíð þína og for-
tíð þess þjóðfélags, sem þú lifir
og hrærist með. Að því er okkur
snertir á eg hér bæði við sögu
Bandaríkjanna og Islands.
Ágóðinn af því að tengja það
liðna við hið ókunna —■ fortíð
við framtið — sést glögt á
stuttri sögu, sem kennari sagði
nýlega á fundi sem eg sótti. 1
Hollendingahéraði í Pensylvania
eins og viða annarsstaðar mæt-
ast að minsta kosti sex vegir.
Upphaflega voru þetta aðeins
götuslóðir en eru nú orðnir as-
faltsvegir. Staur með
spjöldum var reistur á vega-
mótum þar sem sýnd var stefna
til vissra bæja eða þorpa.
Fyrir skömmu ferðaðist mað-
ur á bifreið um þetta svæði, eftir
afskaplegt þrumuveður; í storm-
inum hafði staurinn brotnað og
maðurinn vissi ekki hvaða veg
hann ætti að velja. Hann sat
órólegur í bifreiðinni þangað
til bóndi nokkur úr sveitinni
kom þar að gangandi. Maður-
inn spurði bóndann hvaða vegur
lægi til Allantown. Bóndinn vissi
það ekki án þess að líta á
spjaldið, en han spurði mann-
inn hvaðan hann kæmi. Hann
sagðist koma frá Norristown.
Þá þreif bóndinn upp slaurinn,
1S' sem lá við veginn, reisti hann
upp og sneri spjaldmerki í átt-
ina sem maðurinn kom frá.
þá sneru auðvitað öll hin spjöld
in rétt og maðurinn átti hægt
með að vita hvaða veg hann
skyldi velja.
Rætur okkar eru í íslenzkri
sögu en við eigum heima í
öldum komu einnig fram menn
sem leiddu, og vísuðu nýjar
leiðir. Höfuð og herðar yfir þá
alla bar Hallgrímur Pétursson.
Þetta seytjándu aldar skáld sem
bjó við afskaplega fátækt og
kvalarfull veikindi leysti af
hendi verk sem eftir þrjár aldir
eru enn lýsandi ljós og liíandi
afl í íslenzkri menningu. Vér
getum litið aftur í tímann og
séð í anda átjándu aldar skáld
og aðra leiðtoga frá endurreisn-
artímabilinu. Aðeins skal minst
á þessa: Eggert Ólafsson, Jónas
Hallgrímsson, Tómas Sæmunds-
son. Þessir menn voru gagn-
teknir af ættjarðarást, lýðstjórn
ar hugsjónum og frelsisþrá. Þeir
fórnuðu sjálfum sér og lífi sínu
fyrir endurreisn íslands. Jón
Sigurðsson leiðtogi leiðtoganna
fórnaði öllu lífi sínu til þess
að aðrir mættu njóta blessunar
frelsisins í fyllri mæli og verða
sannfrjálsir menn. Þótt hann
merki- væri aldrei hermaður í venju-
legri merkingu þess orðs, þá
lagði hann alt sitt á fórnar altari
þjóðar sinnar. 1 baráttunni um
það að endurheimta stjórnar-
farslegt frelsi og endurreisa
þjóð sína var hann hinn óþreyt-
andi leiðtogi nálega um hálfa
öld. Hann lagði grundvöllinn
að þeirri stefnu sem síðan hefir
ráðið hverju spori; sem stigið
hefir verið til frelsis og fram-
sóknar.
Heldur en að slá af réttmæt-
um kröfum lét hann svifta sig
arðvænlegri virðingarstöðu sem
honum bar með réttu. Hann and
aðist í fátækt í Kaupmanna-
höfn; þar fann hann að sér væri
nauðsynlegt að vera til þess að
láta sér verða sem mest á-
gengt. Þrátt fyrir það þótt hann
hefði eytt allri æfi sinni í stjórn
arfarslega baráttu gegn Dönum
sem þá sáu ekki réttmæti ís-
lendinga í kröfum þeirra um
sjálfstæði, er það full sönnun
þess hvílíkt stórmenni hann var,
að danska stjórnin heiðraði út-