Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER, 1943. Hðgfaerg-------------------- Getið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba LJtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg'’ is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 86 32 7 Of traust- —V antraust Ýmsir þjást af oftrausti, en aðrir af van- trausti eða vanmáttarkend, og sannast þar sem oftar hið fornkveðna, hve meðalhófið er vandratað. Ef að fólkið, sem litið þorir, og jafnvel virðist hafa beyg af sjálfu sér, vissi hverju það gæti áorkað og hvað í raun og veru í því býr af ónotaðri orku, myndi viðhorf þess verða á annan veg; þá yrði það upplitsdjarft, og væri ekki ávalt að skygnast til veðurs. Hver var Florence Nightingale? Hún var einungis ein kona; þó varð það hlutverk hennar að leggia grundvöll að starfsemi Rauða kross- ms. LÍKnarstarfsemin í veröldmni hefði verið skemmra á veg komin en hún nú er, ef ekki hefði verið fyrir ósérplægna kærleiksstarfsemi þessarar hjartahreinu hjúkrunarkonu, sem ekk- ert mátti aumt sjá án þess að koma til lið- sinnis. Hvernig væri háttað um radium notkun í heiminum ef Madame Curie hefði barið sér á brjóst við lát manns síns, og gefið sig ör- væntingunni á vald? Hvorug þessara áminstu kvenna þjáðist af oftrausti, en þaðan af síður af vantrausti; það var jafnvægið í sálarlífi þeirra beggja, sem skapaði með þeim þá sigurvissu, er alt varð að lúta í lægra haldi fyrir. Hún er íhyglisverð, og þó vitaskuld ekki ein- stæð, sagan af móðurinni, sem átti sex ára son í barnaskólanum; son, er hún vitanlega unni hugástum; drengurinn kom heim einn daginn úr skólanum með miða í hendinni; á miðanum stóðu þessi orð frá kennaranum: “Of tornæmur til náms”. Móðirinni varð að orði: “Það kemur ekki til nokkurra mála, að þú sért slíkt flón og kennarinn lætuf í veðri vaka; eg skal annast um kennslu þína sjálf;” og hún lét heldur ekki enda við orðin tóm. Piltur sá, sem hér um ræðir, var enginn annar en Thomas A. Edison, ljósberinn mikli. Mikill hluti kvenna er önnum hlaðinn við heimilisstörf; en þrátt fyrir það vinnst góðum konum venjulegast nægur tími til þess, að léggja traustan grundvöll að framtíð barna sinna, og barna, sem þær hafa ekki sjálfar alið. Stjúpmóðir Lincolns átti anntíkara en almennt gerist; þó hafði hún alltaf nægan tíma til þess að fræða stjúpson sinn um hvers- konar viðfangsefni, og tendra í sál hans neista, er síðar átti að lýsa allri Bandaríkjaþjóðinni, og varpa geislum hinnar víðfeðmustu mannúð- ar heimskautanna á milli. Kona Dwight L. Moody átti frumkvæði að því, að maður hennar varð í orðsins sönnustu merkingu, einn af víðfrægustu guðspjalla- mönnum sinnar samtíðar; hún vissi, að hann bjó yfir dulinni orku, sem þurfti að fá fram- rás, og hún kveykti hjá honum traustið til þess að finna fyrst sjálfan sig og síðar aðra. Á heimili nokkru hagaði svo til, að heimilis- faðirinn varð til þess knúinn að vera lang- vistum frá heimili sínu; hjónin áttu ungan son, er hér var komið sögu. “Eg skal vera taðir sveinsins líka,” sagði eiginkonan við mann sinn, “meðan þú ert fjarverandi.” Hún kendi syni sínum að lesa og skilja æfisögur . merkra manna og kvenna, og hún brenndi inn í sálu hans virðinguna fyrir æðstu hug- sjónum hinnar kristilegu menningar; hún var árum saman hinn eini kennari sonar síns, og sonurinn varð — Robert E. Lee. Mörgum veitist oft örðugt að gera sér grein fyrir því, að hin mestu afreksverk, eða réttara sagt vísirinn til þeirra, mótast ávalt í huga einstaklingsins. Emerson komst einhverju sir.ni svo að orði: “Umfangsmikil stofnun er aðeins lenging af skugga einstaklingsins.” Maður, sem hafði óbeit á nefndum, lét þannig um mælt: “Skynsamlegasta nefndin, sem eg get hugsað mér, er samsett af þremur, þar sem tveir eru rúmfastir.” Mismunur einstaklinganna er að jafnaði ekki nándar nærri eins mikill, og ýmsir láta í veðri vaka; en það er oft og einatt hið rétt- mæta og skynsamlegasta sjálfstraust, sem hrindir einum einstaklingnum áleiðis, þegar vanmat og vantraust aftrar öðrum frá því, að kynnast áttunum til sigurhæða. Einar H. Kvaran sagði einu sinni í stjórn- málaræðu, að sér skildist, að það væri traust- ið, en ekki vantraustið, sem hrinti þjóðunum áleiðis, og mun slíkt naumast verða efað; ná- kvæmlega hið sama gildir um einstaklmgana, en þá má þar hvorki oftraust né vantraust komast að; þar verða jafnvægi og sahnmat að haldast í hendur. Stuðlavald tungunnar Eftir Pálma. Fyrir nokkrum vikum síðan, sá eg grein í “Lögbergi” sem hafði verið endurprentuð þar, úr einhverju tímariti eða blaði. Eg hefi glevmt fyrirsögn greinarinnar og einnig nafni höf- undarins. En hún var um rímlausa ljóðgerð og var, yfir höfuð, mjög smekkleg og hógvær ritgerð. Þegar eg las þessa ritgerð, hafði eg ætlað mér að kynna mér efni hennar betur seinna, og bera það saman við mínar eigin skoðanir, opinberlega. En við daglegar annir og umsvif, tapaði eg blaðinu með þessari ritgerð og gleymdi svo fyrirsögn greinarinnar og nafni höfundarins. Höfundur greinarinnar, virðist hafa gefið út bók með rímlausum ljóðum og sætt ómjúkum ritdómum fyrir tiltækið. Það er auðvitað ekki nýtt, að margir þeir sem eiga við gagnrýnslu ljóða og ritgerða annara höfunda í íslenzkum blöðum, eru stundum óþarflega orðhvassir og svo virtist hafa átt sér stað, um þessi rím- lausu ljóð. Sjálfur hefi eg lítið séð, af rím- lausum ljóðum á íslenzkri tungu, þó að skáld- skapur af líku tagi, sé algengur meðal ar.nara þjóða. Viðleitni rímlausu skáldanna er því í sjálfu sér alveg óaðfinnanleg, þó að eg á hinn bóginn, trúi því ekki, að slíkur skáldskapur verði vinsæll á meðal Islendinga. Höfundur hinnar umgetnu ritgerðar, virtist hafa haldið því fram, að skáldskapur þeirra manna, sem eru stuðlum og ljóðstöfum háðir, fórni hug- myndum og jafnvel málinu fyrir þær sakir. Að slíkt hafi átt sér stað, og eigi sér stað, ætla eg ekki að neita. En óvandvirkni og smekkleysur eru einnig finnanlegar hjá þeim sem yrkja ódýrt og stuðlalítið eða stuðlaiaust. Hér er því um tvær ólíkar ljóðagerðar að- ferðar að ræða, sem báðum getur verið ábóta- vant, en sem einnig gætu náð hæzta st’gi list- arinnar ef rétt er með farið. Eg er sannfærð- ur um það, að hagmælskan er sérstök gáfa og það, að þeir sem hagmæltir eru, hafi sér- staklega næmt eyra, fyrir ljóðstafa-kerfi og stuðla, línulengd og áherzlu. Þetta er kallað, að hafa “brageyra” og samsvarar það, að nokkru leyti orðinu “söngeyra”, sem notað er um þá, sem hafa næmleik fyrir samræmi í söng og hljómlistum. Islenzka þjóðin er svo rík af þessum hæfileikum, að eg er viss um það, að hún er einstæð þjóð, hvað það snert- ir. íslenzka tungan er einnig svo rík af ljóð- stöfum og stuðlum, jafnvel í óbundnu máli, að menn taka ekki eftir því, af þvi þsð er svo algengt. Það er hægt að hafa yfir heilar bögur, án þss rímið þekkist; þegar þær eru nógu alþýðlegar,” sagði Andrés heitinn Björns- son. Þeir sem ekki þekkja þessi orð nans, mundi tæplega gruna það, að eg hefði hér yfir velgerða vísu, með ljóðstöfum og stuðl- um eftir listarinnar reglum. En þetta er ekki einsdæmi. Ýms orðtæki, spakmæli og jafnvel skrítlur hanga saman af samskonar hagmælsku eða rími. Þegar alt þetta er tekið til greina, virðist mér það mjög eðlilegt, að þeir sem vilja kasta rími og ljóðstöfum fyrir borð, úr ljóðagerð sinni, nái aldrei hylli þjóðarinnar sem skáld, Jafnvel þó að skáldskapur þeirra sé fullur af gullvægum hugsjónum úr draumdjúpi frum- leikans. íslenzka þjóðin kannast aðeins við Ijóð, sem gerð eru samkvæmt reglum rims og stuðla og “óbundið mál”. Rímlaus ljóð, verða að mínu áliti, altaf olnbogabarn íslenzku þjóð- arinnar á meðan tungan á töframagn sitt og lifir breytingarlaust á vörum hennar. Ljóð- stafir og stuðlar, eru arfur íslenzku þjóðar- innar sem nágrannaþjóðirnar gleymdu að nokkru leyti, þegar þær gleymdu norsku tung- unni. Ef menn lesa Eddu Snorra Sturlusonar geta menn fljótlega sannfært sjálfa sig um það, að rím og stuðlar hafi altaf verið lífæð íslenzku ljóðanna og í ð jafnvel Skallagrímur gamli faðir Egils, hafi haft næmt brageyra, eins og vísan sannar, er hann kvað er hann hefndi Þórólfs bróður síns og drap menn Haralds konungs: Nú’s hersins hefnd við hilmi efnd; gengr úlfr og örn of ynglings börn; flugu höggvin hræ Hallvarðs á sæ; grön slítur ara und Snarfara. En er það þá satt, sem rím- leysingjarnir reyna til að hengja hattinn sinn á, að efni og mál njóti sín betur í rímlausum ljóð- um, að hugmyndirnar megi sin meira og að málið sé betra? I fljótu bragði virðist þetta vera eðlileg ályktun, og án efa, væri þessi ályktun óhrekjandi, e? um aðra tungu væri að ræða, en íslenzka tungu. En íslenzka tung- an er svo rík af ljóðstöfum og stuðlum, að þeir sem eru fæddir með hagmælskugáfuna, nota rim ið eða stuðlana til þess að benda á hulduheima þá sem orðin ein geta ekki lýst. Það er nokkurs- konar hljómleikur án orða. Gæti nokkur rímleysingi sagt meira í fjórum stuttum línum, en sagt er í eftirfarandi vísu, sem er eftir Þorstein Erlingsson? “Sléttu bæði’ og Horni hjá heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftur-klæðum standa.” Eg held ekki. Betur getur eng- inn sagt á nokkru tungumáli. Þessar fjórar línur, eru svo efn- isþrungnar, að djúpir heimar liggja á bak við þær, sem marg- ir gætu ekki framleitt í langri skáldsögu. Samt er málinu ekki misboðið. Það er einfalt og auð- skilið. En eg þarf ekki að taka snillinjga, eíns og Þorstein til dæmis, máli mínu til stuðnings, því að mínu áliti, er hann ein- hver allra vandvirknasti rím- snillingur íslenzkrar tungu. Eg get nefnt fjölda alþýðuslcálda sem kasta vísum af munni fram sem eru málfagrar, dýrt kveðn- ar, og halda þar að auki efninu svo vel, að betur er ekki hægt að gerg í rímlausum ljóðum. Eg tek hér til dæmis vísuna hans Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum: “Nóttin styður stjórnvöl á, — stutt er friðar skíma, — draums í iðu hníga há hljómbrot liðins tíma.” einstaklings í hverja vísu fyrir sig. Vísurnar voru skrifaðar upp um leið og hann gerði þær og voru þær nálægt 50 að tölu. Seinna um daginn var hann beðinn um að hafa vísurnar aftur yfir og mundi hann þá hverja vísu nákvæmlega eins og hann hafði gert hana. Eg nefni þetta atriði hér, því til stuðn- ings, að litlar líkur eru til þess, að Símon hefði munað jafn- mörg vers af rímlausum ljóð- um svo nákvæmlega. Það er eng um efa bundið, að vísur forn- manna hafi lifað í minni manna vegna rímsins og að margar forn sögur íslendinga hefðu glevmst og glatast hefðu vísurnar' ekki verið til. Rímlaus ljóð á þeim tíma hefðu líklega aldrei borið svo fagra ávexti. Að vera fær um að gera góða vísu, helir altaf verið talin góð list á meðal íslenzku þjóðarinnar og hefir því ljóðlistin skipað hásæti sitt þar. Stuðlavaldið og rímfegurð- in hefir kastað töfrahjúpi yfir flestar bókmentir vorar og i heið ríkju þessara bókmenta dregur þjóðin anda sinn. Þeir Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar gistu einu sir.ni á sama bænum báðir á sama tíma. Eins og geta má nærri, voru bæði þessi skáld mjóg hrifin hver af öðrum. Það leiddi til þess, að ekki varð þe’m Eg ætla ekki að leggja út í það, að útskýra skáldskapargildi ( þessarar vísu. Hún á sjálf lykil t að hugmyndaafli þeirra manna sem geta lesið á milli línanna. En tæplega gætu rímleysingj- arnir sagt meira í fjórum stutt- um línum. Það skiftir litlu hve miklu menn afkasta af ljóðum um dagaina. Það etru aðallega ljóð af þessu tagi, sem lifa í minni manna. Það voru ljóð af þessu tagi sem gerðu nafn Sig- urðar Breiðfjörð ódauðlegt. Og vísurnar og erindin hans Bólu- Hjálmars gamla, eru enn í dag í eins miklu uppáhaldi á meðal manna, eins og þau voru á hans dögum. Eins og eg sagði áður, hefi eg ekki lesið mikið af rímlausum ljóðum á íslenzkri tungu. En það sem eg hefi lesið, hefir ekki fest sig í minni mínu. Eg get þess því til, að eg sé ekki nein undantekning í þessu efni og að flestum sé farið á sama hátt. Það eru ljóðstafirnir og rímið sem aðstoðar minnið, þegar um vel kveðna vísu er að ræða, eða stuðlaríkt kvæði. Eg man marga kviðlinga frá þeim tíma er eg var unglingur heima á Islandi. Eg man jafnvel margar vísur eftir Símon Bjarnason sem al- mennt var kallaður Dalaskáld Þessar vísur man eg aðallega vegna rím-hagleikans því að efninu til eru margar þeirra ekki mjög hásigldar. Annars var Simon einhver allra hagmælt asti og hraðkveðnasti maður sem eg hefi þekkt. Hann gat komið öllum hugsunum sínum í bund- ið mál alveg viðstöðulaust. Eg sannfærði sjálfan mig um það, að það var alveg ómögulegt,, að koma honum að óvöru svo að hann gæti ekki svarað, svo að segja samstundis. Þessi hag- mælsku gáfa var honum alger- lega meðfædd og eðlileg. Eg man eftir því, að hann var einu sinni við kirkju að Holtastöðum í Langadal og eftir messu, kvað hann vísu um alla sem við voru staddir og rímaði nafn hvers morguninn þegar þeir skildu, sagði Breiðfjörð um leið og hann hélt hendi Hjálmars: Nú er bónin eftir ein, ei skal henni leyna: Ofan yfir Breiðfjörðs bem breiddu stöku eina. Það er sagt að Hjálmar .hafi dregið augun saman og hikað um augnablik, en svo sagði hann með hinni vanalegu skjálf- andi þungu rödd sinni: Ef eg stend á eyri vaðs ofar fjörs á línu, skal eg kögglum kapla taðs kasta að leiði þínu! þessa lands, stundaði sjó, varð brátt skipstjóri, ávann sér traust manna fyrir frábæran dugnað og reglusemi. Fyrir all- mörguim árum tók hann að stunda verzlun; fyrst fyrir stór- félag eitt, en nú um mörg síð- ari ár, fyrir sjálfan sig. Hygg eg að drenglyndi hans og dugn- aður, ásamt aðstoð hans ágætu konu, verði honum jafnan lyfti- stöng til sigurs. Þau eiga þrjú einkar mannvænleg, uppkomin börn. Ánægju hafði eg af því að endurnýja forna kynningu við Helga Thorsteinsson, föður Mrs. Thordarson. Er hann nú aldur- hniginn, en er við sæmilega heilsu. Hann er einn meðal frumherjanna í bygðinni, er miklu dagsverki hefir lokið, með dugnaði og hagsýni og stöðugri framsókn. Heimili hans og Dag- bjartar konu. hans, hinnar á- gætu konu, sem nú er látin, var eitt hið íslenzkasta heimili, er eg hefi kynst á fjörutíu ára veg- ferð vestan hafs. Helgi er bók- hneigður maður, einkar fróður í íslenzkum bókmenntum. sér- staklega í sögulegum fræðum. Bjart er og hlýtt umhverfis hann, á æfikvöldi hans. —Tveir sona hans eru búsettir á Pt. Roberts; Gunnlaugur, kvæntur Ellu, dóttur Magnúsar Thordar- sonar kaupmanns, í Blaine; og svefnsamt um nóttina. En um JónaS; vélstjórij er kona hans vísu formi eins og til þess, að gera áherzlu orðanna áhrifa- meiri. Og Hjálmar svaraði á sama hátt til þess að binda samningana. Þetta atriði hefði líklega alveg gleymst ef þess- ar vísur hefðu ekki orðið til Það verður því augljóst, að þó ein- föld hugsun komi fram í auð- veldum orðum, að rímið styður bæði hugmyndina og orðin og gefur hugmyndinni mátt og orð- unum samræmi. Að endingu vil eg taka það fram aftur, að eg vil á engan hátt lasta ljóðagerð rímleysingj- anna. Þeir geta án efa sagt marg fallegt. En hagmælskan er ekki þeirra list, en það er list sem lifir í hjartablóði íslenzkrar tungu og sem getur ekki glat- ast svo lengi sem brageyrað og samræmistilfinning fyrir stuðl- um í stefjum lifir. Það er sam- aiginlegur arfur allra íslendinga. Auðvitað hefði Sigurður getað beðið Hjálmar um að gera eftir- mæli eftir sig í óbundnu máli, en hann bað þessarar bonar í sótt) þá sá eg síðar> á þjóðminn. dóttir Mrs. Sigríðar Oison, á Pt. Roberts. Báðir eiga þeir frábærilega fögur heimili. Tvær dætur Helga, er utanhéraðs búa, eru: Gróa, kona séra Kolbeins Simundssonar, í Seattle, og Elsa, gift í St. Louis, Missouri. Því miður vannst ekki tími til að koma til allra Tangabúa; ýmsir fornir samverkamenn og kunningjar — innan safnaðar- félagsins, og utan hans, er ekki gafst tími til að heimsækja. Mjög voru menn og önnum hlaðnir, um þetta leyti, — en rigningar höfðu gengið um undanfarinn tíma. Bið eg nú alla er eg ekki gat heimsótt veivirð- ingar á því. — Alls leit eg inn á 14 heimili, eldra og yngra fólks, og naut frábærrar gest- risni og velvildar hvarvetna. Suma þá er eg ekki gat heim- Sumarför Eflir séra Sigurð Ólafsson. Frh. Við dvöldum á Pt. Roberts um hríð, eftir helgina. Nutum við indællar hvíldar og um- önnunai á heimili Mr. og Mrs. Ben Thordarson, á hinu iagra heimili þeirra; hjálpaðist alt til þess að gera okkur dvölina á- nægjulega og hressandi. Eru þau Thordarsons hjónin aðlað- andi og óvenjulega trygglynd, yfirlætislaus og róleg. Mrs. Thordarson, var í hópi fyrstu fermingarungmenna minna þar. Fáum árum síðar gifti eg þau Ben og Rúnu, eins og mér læt- ur bezt að nefna þau. — Mr. Thordarson er Mýrdælingur að ætt; — ungur kom hann til ingardeginum í Blane. Stærsta breytingin er eg tók eftir, eru hin ágætu og vönd- uðu hús, sem svo víða eru nú á Pt. Roberts, einnig ágætar keyrslubrautir hvarvetna. Held- ur mun hafa þrengst um at- vinnuhag manna, er laxveiðin var afnumin með lögum (þ. e. a. s. laxveiðigildrur voru for- boðnar). Við það þvarr atvinna margra heimafyrir — og þeir er að heiman geta farið til sum- aratvinnu, verða að sækja hana til fiskiveranna í Norður- Alaska. Ýmsir stunda þó fisk- veiðar á eigin reikning. á smærri og stærri bátum — með góðum árangri — að mér var sagt. — Hinn ágæti þjóðvegur er nú liggur frá Pt. Roberts til Blaine hefir numið fjarlægðir á burt, og að engu gert, vega- lengdin til Blaine, sem er um 35 mílur er nú farin á tæpum klukkutíma, þrátt fyrir töf er ávalt á sér stað, við landamærin. Áður en eg skilst við Pt. Roberts þakka eg fyrir hönd okkar hjón- anna, alla þá alúð og góðvild er við nutum hvarvetna, þakka Mrs, Ástu Norman, málara, mál- verk er hún gaf mér að skiln- aði. Svo var það árla dags að lagt var af stað til Blaine, í för með Ben Thordarson. Það var hálf- gerð tilhlökkun í mér að mega nú ferðast eftir hinum nýja og ágæta vegi, umhverfis Mud-Bay, en svo heitir kriki sá, eða vík, er liggur inn í landið. Ýmsar átti eg endurminningar, um þessa leið, frá liðnum árum. Sumar eru þær hlægilegar — úr þessari tímans fjarlægð. — en þá voru þær það nú ekki. — Á árunum 1918—1921 var braut- in alt annað en nú; það kom fyrir að hún var fullerfið fvrir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.