Lögberg - 23.09.1943, Síða 6

Lögberg - 23.09.1943, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eíiir Edgar Wallace. Morguninn sem Mark fór til Meyjastigans, sá fólkið í nágrenninu Sedeman gamla á leið þang- að. Hann hafði sett á sig svo mikinn yíirlætis og valdsmanns svip, að þeir sem sáu hann undr- uðust hvað um væri að vera. Að þrifa til í Meyjastiganum hafði ekki geng- ið sem best Mr. Shiffan þóttist vera ágætur verkstjóri, en eins og konan hans sagði honum, að hún hefði aðeins tvær hendur, meinti hún að verkið gæti gengið betur ef hann snerti á því sjálfur, en hann bara hélt því fram að hann hefði nóg að gera, að stjórna verkinu og segja henni fyrir um hvernig hún ætti að gera það. Hún var að sligast undir borði sem hún þurfti að hreifa úr stað. “Dragið það þangað, Emma, það ev gott, einhverstaðar þarna,” sagði^ Mr. Shiffan vin- gjarnlega. Hann benti henni hvar hún ætti að láta það. “Nei, ekki þarna, mín góða stúlka — hér!” og benti henni. “Þetta er gott.” Hún setti borðið niður og blés mæðilega. “Sérðu hvað eg meina? Ef þú gerir hlutina rétt, þá spararðu þér helming af fyrirhoíninni. Nú skaltu setja kola hylkið niður rétt hjá dyr- unum — þegar þú ferð út í eldhúsið, bara taka það upp — það sparar snúning.” Mrs. Shiffan hristi höfuðið af aðdáun. “Eg vildi óska að eg hefði höfuðið þitt Ernie,” sagði hún. Ernie hafði miklu sterkara höfuð en hend- ur. Hann hafði brúkað það svo mörg ár til að komast hjá því ónæði að þurfa að vinna. Auð- vitað hafði hann fyrir bragðið, lent oftar en einu sinni í fangelsi. En meðan hann var í fangelsi hafði hann tíma til að hugsa upp ný ráð til að komast hjá erviðri vinnu. “Nú skaltu ýta þessu borði hingað, og bera þennan stól þangað.” Þegar hún var búin að þessu, fór hann að skoða gamla járnrúmið sem Eli Joseí hafði sofið í. “Hvað getur maður gert við þetta rúmstæði? Komdu því þarna út í skotið.” v Hann gekk um herbergið, og sá merKÍ fyrir hleranum í gólfinu, og benti konu sinm að ' koma þangað. “Það þarf að laga þennan gólfdúks snepil,” sagði hann. Mrs. Shiffan stundi við. “Það er svo sem ekkert, bara toga hann úr hrukkunum. En hvernig væri að þú strykir rykið af þessum borðum?” Hún sagði að hún vissi svo sem ekki hvernig færi fyrir sér án hans. Ernie brosti góðlátlega að þessu. Einu sinni eða tvisvar lyfti hann gardínu sneplinum frá glugganum og leit út á strætið. “Hefurðu séð Eli gamla í morgun?” Hún ypti öxlum. “Eg hefi bara séð hann einu sinni. Mig hryllir við honum. Eg veit ekki hvat hann sefur. Hann var ekki í þessu rúmi í nótt.” ‘“Það er eitthvað kynlegt við það að hann skyldi hafa komið hingað aftur,” sagði Ernie mjög alvarlega. “Eg hélt að gamli maðurinn hefðx verið drepinn, og það halda margir.” “Hver mundi hafa drepið hann?” spurði Mrs. Shiffan forvitnislega. Hún var hreinasti við- vaningur í að þekkja inn á líf og aðfarir glæpa- manna, en var farin að læra það, smátt og smátt. “Mark hlífir engu, sem er í vegi fyrir hon- um,” svaraði Ernie. Rétt í þessu kom Mr. Sede- man inn, með miklu yfirlæti. “Sjáðu hver er kominn,” sagði Ernie í auð- mjúkum aðdáunarróm, við konu sína. “Góðan daginn, Sedemann.” Sedemann leit á hann með fyrirlitningu. “Þegar þú talar til mín, drengur minn, þá vil eg minna þig á að ‘herra’ er óaðskilianlegt frá nafni mínu,” sagði hann með miklu yfirlæti, og Ernie flýtti sér að biðja auðmjúklega íyrir- gefningar á gáleysi sínu. Hann hafði bara mætt Sedeman einu sinni eða tvisvar, en hann hafði einhverja kröfu til nánari kunningsskapai* við hann, að honum fanst. “Eg sá yður í Pentonville.” Mr. Sedemann lyfti brúnum. “Fyrirgefið,” “Þér voruð í sömu deild og eg,” sagði Frnie vingjarnlega. Sedemann ypti öxlum, og gekk að litlum skáp sem var á veggnum. “Eg held að hér sé um einhvern misski’ning að ræða,” sagði hann, fyrirlitlega. “Pentonville? Hvað er Pentonville?” Hann opnaði skáp hurðina og varð sjáanlega fyrir illum vonbrigðum. “Það er ekkert þarna,” flýtti Mrs. Shiffan sér að segja honum. “Þér verðið að bíða þangað til Mr. Josef kemur.” Hún sneri sér að minninum sínum og sagði í lágum róm. “Þessi maður hugsar um ekkert annað en ná sér í whisky.” Ernie var áhugamál að gera sem glegsta grein fyrir því hvar þeir hefðu kynnst, því nú var Mrs. Sedemann maður sem gæti haft einhver áhrif, all líklega í einhverju sambandi við lögregluna, og þá gott að eiga hann að ef á lægi. “Eg er svo til nýkominn út.” sagði hann, eins og til skýringar, en Sedemann lyfti hátt sín- um loðnu augabrúnum, og sagði. “Eg hefi ekki hina minstu hugmynd iim hvað þér eruð að tala um, þér eruð nýkominn út — hvað meinið þér? Ert þú hænu ungi eða hvað? Það skiftir mig engu hvort þú kemur út eða ferð inn.” Mrs. Shiffan tók mjög nærri sér tilfinninga- leysi Sedemans fyrir manni sínum. “Hafið þér séð Eli Josef?” spurði Eriúe, en Sediman svaraði engu. “Við höfum aðeins séð hann. Lyklarnir að húsinu voru sendir konunni minni í vikunni sem leið, og henni var sagt að taka til og hreinsa allt húsið. Við erum búin að vinna hér heila viku. Þér hafið enga hugmynd um hvaða ofbeldi af rusli og óþrifnaði og allslags rusli að hér var —” Honum varð litið til dyranna, og sá Mark standa þar í gættinni, hann sá að best mundi að tala gætilega svo Mark heyrði; og hyggi- legast mundi vera að segja ekkert í návist hans. Mark gekk í hægðum sínum inn í stofuna, og Tiser læddist á tánum á eftir honum, með eitthvert eymdar glott á andlitinu. “Góðan daginn herra,” sagði Mrs. Shiffan. “évar er gamli maðurinn,” spurði Mark. “Hann hefir ekki komið hér í morgun.” Hún beið eftir frekari spurningum, en þegar hún var ekki spurð neins meira, leit hún til manns síns, og þau fóru bæði út úr stofunni. Mr. Sedimann sem hélt áfram að leiía að víni, veitti Mark enga eftirtekt, frekar en hann væri þar ekki. “Eg sé nú að það er engin hætta á ferðum, Mark, eða haldið þér það,” sagði Tiser. smeðju- lega. “Herra minn trúr það er ekkert hér til að óttast — eg hefi verði svo heimskur að halda það; eg vona að þér fyrirgefið mér það.” Mark leit ekki við honum, en talaði til Sedi- mann. “Eg býst við að þú hafir komið hingað til að fá þér ókeypis í staupinu,” sagði Mark. Sedimann brosti ánægjulega og sagði. “Eg hraðaði mér hingað til að vera viðstadd- ur og fagna mínum gamla vini, nú þegar hann kemur heim.” “Var það erindið?” spurði Mark, og brosti illúðlega. “Eg ímyndaði mér að þú hafir komist að raun um, að þú /hafir mist spón úr askinum þinum — þú veist það? Eg hef borgað þér bvsna upp- hæð í peningum síðan Eli Josef hvarf. Þú verður hér eftir að vinna fyrir þér á annan hátt.” “Hvaða fjarstæða,” sagði Sedimann. Mark gekk út að glugganum og horfði hugs- andi á skipin og bátana í ósnum. “Hefurðu séð Eli,” spurði hann Sedimann. “Eg hefi séð hann, en við höfum ekki talað peitt saman,” svaraði Sediman. “Tal hans er út í bláinn, ekki um neitt sér- stakt, skiljið þér hvað eg meina? í sannleika það er ekki neitt, ekki einu sinni samtal. Er það ekki skrítið?” “Því ert þú að flækjast hér svo oft upp á síðkastið?” spurði Mark. “Mér er sagt að þú eigir nú heima hér í ná- grenninu.” Sedimann svaraði Mark engu, en vingsaði hægri hendinni mikilnxenskulega, svo Mark sá, að hann hafði fallegt úr á úlnliðnum. “Þér fyrirgefið að eg verð að fara,” sagði Sedimann. “Hlið paradísar standa nú opin fyrir mér. Ef þér þurfið mín með, er mig að %ma í Öndinni og .Gæsinni — skringilegt nafn, en þeir hafa næga hressingu þar af góðu víni.” Mark beið við þar til hann heyrði að úti- dyra hurðin var látin aftur, og hann sá Mr. Sediman skálma yfir strætið í áttina til hóteJs- ins, Öndin og Gæsin. “Mark, munið þér?” spurði Tiser, með mikl- um ákafa. “Hann sagði ekki eitt einasta hótun- aryrði, kvöldið sem hann kom til Cavendish strætis?” “Nei, hann sagði ekkert hótandi,” svaraði Mark. “Ef þér meinið Eli Josef.” “Það var álösun — eg meina ekkert sem benti til að hann hefði í sinni að gera yður illt, var það? Hann gaf yður ekki til kynna að hann myndi neitt — eg meina um sig.” Mark hristi höíuðið. “Það var reglulegt kraftaverk að hann slapp,” muldraði Mark. “Ef eg hef ekki hitt hann, þá hef eg þó að minsta kosti hitt gólfið.” Hann dró til hliðar dúkinn sem var yfir hlemminum, og rannsakaði nákvæmlega hvort hann sæi merki til að kúlan hefði lent í gólf- inu. “Það er ekkert mark eftir kúlu hér, ekki einu sinni frá gamalli tíð. Eg skaut einmitt héðan sem eg stend, og það var ómögulegt annað en að eg hefði hitt hann.” “Er nokkuð að óttast frá Önnu?” spurði Tiser óttasleginn. “Þér haldið að hana gruni ekki — eg meina, um Ronnie? Það væri óttalegt, væri það ekki Mark? Auðvitað getur hún ekki verið í okkar þjónustu hér eftir. Því fyr sem hún fer burtu héðan af landi, því betra. Eg hef altaf. litið svo á það, hef eg ekki gert það Mark? Þér getið ekki sagt að eg hafi nokkurntíma reynt, að standa í vegi fyrir áliti yðar né vilja?” Mark veitti þessu masi Tisers enga eítirtekt. Hann var að gæta að fjöðrinni sem lokaði, og lauk upp hleranum; það var í bezta lagi. Þegar hann studdi á ýtuna, sem stóð í sambandi við fjörðina sem var undir hleranum, snerist hlerinn upp á rönd, og opnaðist við það stórt ferkantað op í gólfinu, undir því var sýkið, sem lækurinn myndaði. Hann lagðist á hnéin og rýndi ofan í sýkið. “Manstu þegar eg misti úrið mitt hér ofan í þetta dýki?” sagði Mark. “Og við sendum einn af fljóts köfurunum ofan í sýkið til að ná því upp? Þegar við náðum honum upp, var harxn nær dauða en lífi — hann sagði að það væri botnlaust kviksyndis leðja hér undir — leðja sem saug hann niður, og var nærri búin að kæfa hann. Hver sem fellur hér ofan, og er ekki vel syndur, er dauður.” Hann leit til Tisers. “Jafnvel þó hann væri vel syndur, þá mundi hann rota sig á stiganum, eða stólpunum.” Við það sem Mark sagði, varð Tiser b!ár í andliti, og hörfaði aftur á bak. “Horfið þér ekki svona á mig, Mark!” “Það er nóg til að helfrjósa blóðið í æðum mínum!” v Mark gaf engan gaum að honum, né því sem hann sagði. “Bradley verður hér innan stundar — eg mætti einum af mönnum mínum á stxætiuu, hann sagði mér að Bradley kæmi hingað bráð- lega.” “Jæja,” tísti í Tiser. Mark leit aftur á hler- ann í gólfinu. “Það væri hræðilegt ef Bradley skyldi verða fyrir slysi, mundi það ekki?” Hann sagði þetta, eins og við sig sjálfan, en Tiser vissi hvað hann var að hugsa um, og var nærri búinn að hrína upp yfir sig af ótta. “Eg á engan þátt í þessu, Mark — eg er saklaus af því, það er ekki til neins fyrir yður að ætla að snúa á Bradley. Þér eruð brjalaður.” Tiser hafði ekki augun af vatninu sem glytti í undir gólfinu. “Komi slíkt til vitnaleyðslu, þá hef eg ekkert við það að gera, og þér ekki heldur,” sagði Mark, dræmt. “Hvað er að óttast? Þetta er þægileg' gildra, Tiser.” “Látið þér hlerann aftur, það fljótasta,” sagði Tiser. “Það gerir mig veikann að sjá þarna niður.” Mark stóð upp, og tók gamla gólfdúkinn, sem var harður af margra ára óhreinindum, og lagði yfir opið lúugatið. “Það sjást engin merki til þess að hlemm- um sé ekki lokað.” Hann gekk í hægðum sínum í kring um lúu- gatið, og hafði ekki augun af dúknum sem huldi það. “Það er einn minna uppáhalds drauma. Hugs- um okkur, þegar hann kemur inn, að hann stigi á dúkinn sem er yfir opilnni lxiunni ...” “Það er gott, Mark,” sagði Tiser. “Það er aðdáanlegt bragð, en —” “Það hefir verið einn af draumum mínurn, að eg mundi geta jafnað sakirnar við henn, að eg sæi hann dauðann, heyrði neyðarvein hans um hjálp —” Það heyrðist fótatak í stiganum, og Tiser datt strax í hug hver væri að koma. “Lokaðu hleranum, lokaðu honum strax!” sagði Tiser í veikum róm og ætlaði að ná til ýtunnar, sem lokaði hleranum, en áður en hann náði þangað, hafði Mark þrifið t'l hans og hent honum frá, og á augnabliki kom Bradley inn. Hann var í góðu skapi, með bros a vörum, og hinn glaðasti. Hann gekk rakleitt, þar til hann var kominn rétt að gólfdúknum, sem var breiddur yfir cpið á gólfinu. Hann stansaði og sagði glað’ega. “Góðan daginn, Mark.” Tiser sem var alveg stirnaður upp af hræðslu, gat hvorki talað, né hreift sig úr stað; hann bara starði á gólfdúkinn, eins og augun væru límd við hann. “Eli Josef er kominn. Þér hafið komið til að sjá hann, býst eg við?” sagði Bradley. “Mér mundi líka að hafa tal af ykkur þremur saman.” “Sqgið þér bara tveimur,” svaraði Mark, reiginslega. “Hann er ekki hér ennþá, sá bröndótti gamli ajöfull! Skrítið að fela sig fyrir gömlum vin- um sínum! Eg þori að veðja, að þér vitið nvar hann er. Þér reiknið hlutina vel út, Bradley. Mig skyldi ekki undra, þó þér verðið hækkaðir í tigninni fyrir þennan leik yðar.” Brosið sem var á andliti Bradleys hvarf skyndilega. “Heldur fljótt fyrir yður að hæðast að mér ennþá,” sagði Bradley, og gekk hægt áfram að gólfdúknum sem var lagður yfir opið á gólfinu. Rétt við brúnina á dúknum nam hann staðar, og Tiser reyndi að bæla niður í sér org sem rétt var komið fram á varir hans. Mark hló mjög ánægjulega, að honum. “Þér vitið að þér eruð ekki núna í réit.irmm, Bradley,” sagði Mark. Hann sá bros á andliti Bradleys, er hann sneri aftur til dyranna. “Eg tala við yður eins og mér sýnist.” “Já, þegar þér hafið tuttugu lögreglumenn í kringum yður til að vernda yður,” hrevtti Mark út úr sér. Bradley sneri við í skyndi, og kom aftur þang- að sem Mark var, en hann hafði komið sér svo fyrir, að Bradley þurfti að stíga á gólföúkinn, áður en hann næði til hans. “Haldið þér að eg þurfi verndar með fvrir annari eins rottu og þér eruð?” “‘Þér sýnist þó halda yður í hæfilegri fiar- lægð frá mér,” sagði Mark. “Það er af því að eg er hræddur um yður,” sagði Bradley, hæðnislega. “Hræddur um að þér kunnið að verða fyrir skemdum á andliti yðar?” spurði Mark. “Yðar elskulegu Önnu mundi ekki geðjast að sjá yður —” “Nefnið hana ekki á nafn,” sagði Bradley í bjóðandi róm. “Eg spyr yður ekki um leyfi, eg geri eins og mér sýnist!” Bradley sté tvö skref fram, og Tiser greip höndunum fyrir munninn, til að byrgja niður í sér angistar ópið. En þá skeði það, sem virÞst hreint og beint kraftaverk. Bradley sté út á miðjan dúkinn — en ekkert skeði. Dúkurinn seig ekki niður. Mark stóð alveg hissa og ráðalaus, en það var org sem Tiser rak upp, sem vakti eftirtekt Bradleys. “Hæ, hvað gengur að yður?” spurði hann, og leit til Marks. “Þér lítið ekki mjög hetjulega út heldur, Mark. Var yður einhver ofurlítil gletni í hug?” Mark stundi þungan. Vonbrigðin á ar.dliti hans hurfu. En í nokkur augnablik gat hann ekkert sagt, og stóð hreifingarlaus og horfði á Bradley, eins og hann væri ráðalaus að gera sér grein fyrir hvað hefði skeð. Bradley stóð á miðjum gólfdúknum, sem Mark virtist að væri haldið uppi af einhverju dular afli. Loks- ins fékk hann málið. “Ef hér hefir verið leikið á nokkurn, þá er það á mig,” sagði hann stillilega. “Þér beidduð mig að koma hingað og mæta yður hér. Á eg að bíða þar til Eli Josef sýnir sig hér, eða hafið þéi ekki látið hann út í morgun?” Bradley svaraði þessu ekki. “Eruð þér viss um að hann komi?” spurði hann með dálítilli ákefð. “Er ekki ástæða til að hann langi ekk'. til að endursegja sín — ógeðslegu æfintýri?” Hann ýtti gólfdúknum úr stað með fætinum og horfði á gólfið, þá sá hann hvað mundi hafa verið tilfellið — það að hlerinn var lokaður. Hann hafði komið, án þess að nokkuð heyrðist í sínar réttu skorður, og að hvorki hann né Tiser höfðu verið nálægt ýtunni, sem stjórnaði hreifingum hlerans. “Funduð þér mark eftir nokkra byssukúlu í gólfinu?” spurði Bradley. “Eg býst við að þér hafið verið að líta eftir því?” Hann tók upp úr vasa sínum litlar oskjur, með fáeinum skammbyssu kúlum í. “Skoðið þessar kúlur vandlega Mark.” “Eg hefi enga forvitni á að sjá þær ” svaraði Mark. ömurlega. “Hvar er vinur yðar Eli Josef? Haldið þér að eg sé hræddur að sjá hann? Eða við það sem þessi vitlausi gamli djöfull kunni að segja um mig? Það er áreiðanlega ekki til sá kviðdómur i heiminum, sem dæmdi mig sekan eftir fram- burð manns, sem sér og talar við anda, aftur- göngur og drauga. Þér gætuð reynt að koma með það fyrir réttinn, og afleiðingin yrði sú, að þér yrðuð að almennu athlægi!” Hurðinni var lokið upp, og hin sóðalega, Mrs. Shiffan kom inn. Hún hafði bréf í hendinni, og virtist í vafa hverjum hún ætti að fá það, “Það kom drengur með þetta bréf að bak- dyrunum; hann sagðist koma frá Mr. Josef.” Bradley tók við bréfinu og las það. “Hann kemur ekki hingað fyr en klukkan ellefu í kvöld,” sagði Bradley. “Það hefir líklega verið sem hann meinti- Skrítið að velja þann tíma að kvöldinu.” “Eg sé ekki því það er svo sérstaklega skritið, sagði Mark, og Bradley glotti kuldalega að því. “Það var um það leiti kvölds sem hann var drepinn, var ekki svo? — og um ellefu leitið sem Ronnie Perryman var drepinn, var það ekki?” Mark ýlgdi sig reiðilega. (Framhald)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.