Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 2
LoGBERG, FIMTUDAGINN 2. DESEMBER 1943. Brynleifur Tobíasson: Þjóðhetjan Jón Arason hugstæð öllum sönnum lslendingum (Erindi, flutt í dómkirkjunni á Hólum 22. ágúst, 1943). 17YRIR nokkrum árum kaus * héraðsfundur Skagafjarðar- prófastsdæmis nokkra menn í nefnd til þess að gera ráðstafan- ir í því skyni, að minningu Jóns biskups Arasonar yrði einhver sómi sýndur á Hólastað á fjög- urra alda dánaramæli hans. Árin liðu, og nefndin, sem kjörin var, átti ekki fund með sér. Margir voru farnir að halda, að ekkert yrði úr þessu, en það fór á aðra leið. Vér erum margir komnir saman hér í dag “heima á Hól- um” til þess að stíga fyrsta skref- ið að markmiðinu. íslendingar segja, að hálfnað sé verk þá hafið sé, og vér óskum þess allir, sem hér erum í dag, að það megi á- sannast um það verk, sem hér er um að ræða. Engan mann hefi eg heyrt gagnrýna þá tillögu, að minnast Jóns Arasonar á Hólum með viðurkenningu og þökk árið 1950, þegar liðin eru 400 ár frá því er hann lét lífið suður í Skál- holti, óg þó játar landsfólkið nær undantekningarlaust evangelisk- lútherska trú, einmitt þá trú, sem Jónbiskup barðist gegn með oddi og egg. Eg held, að fullyrða megi, að enginn íslendingur hafi stungið upp á því, að sýna minningu brautryðjenda hins _ evangelisk- lútherska siðar hér á landi nokk- urn sóma. Fyrsti lútherski bisk- upinn á Hólum hét Ólafur Hjaltason og fyrstu biskuparnir í Skálholti í hinum nýja sið voru þeir Gissur Einarsson og Mar- teinn Einarsson. Maðurinn, sem sigraðist á Jóni biskupi og son- um hans, og fékk þá í hendur þeim mönnum, sem tóku þá af lífi, var Daði Guðmundsson, bóndi í Snóksdal. Hvað mun dagurinn heita sá, er Islendingar bindast samtökum að heiðra minningu þeirra þriggja biskupa og þess bændahöfðingja, er nú hafa verið nefndir? Eg kann ekki nafn á þeim degi. Jafnvel hefir ágætismanninum Oddi Gottskálkssyni, sem snaraði hinu nýja testamenti á íslenzka tungu, engin viðurkenning hlotnast af hálfu íslendinga. Er það af því að hann var einn forkólfa hins nýja siðar á landi voru? Þeir fimm menn, sem nú hafa verið nefndir, voru þó hér á landi oddvitar þeirrar trúarstefnu, sem ruddi sér til rúms meðal íslend- inga á 16. öld og enn í dag er ráðandi í hinni íslenzku þjóð- kirkju. Hvernig stendur á því, að vér, sem hér erum og allir erum í hinni evangelisk-lúth- ersku þjóðkirkju, metum róm- versk kaþólskan biskup svo miklu meira en brautryðjendur vorrar eigin kirkju og trúar, að vér minnumst þeirra ekki einu orði, en erum ráðnir í að verja nokkru fé og kröftum til þess að heiðra og blessa minningu ka- þólska biskupsins? Þetta mál er þess vert, að því sé nokkur gaumur gefinn. Það er full á- stæða til þess að gera sér grein fyrir öðru eins, því að ella mætti margur ætla, að vér værum á góðri leið að gerast trúskifting- ar, hafna trú vorri og kirkju og segja oss í lög með hinni al- mennu, rámversku kirkju. Það er óhjákvæmilegt að fá einhverja skýringu á þessu. Þar er þá fyrst til að taka, að fleira kemur hér til greina en trúmálin ein. Vér erúm ekki einungis evangelisk- lútherskir menn. Vér erum líka íslendingar. Þá er lykillinn fundinn og skýringin fengin að nokkru, en svo kemur fleira til sögunnar, og þá opnast sviðið ennþá betur. Ókrýndir konungar. Vér skulum fyrst gera oss þess nokkra grein, hvernig umhorfs var hér á landi, er átökin hófust milli hins forna og nýja siðar á 16. öld. Biskuparnir á Hólum og Skál- holti höfðu verið ókrýndir kon- ungar í biskupsdæmum sínum. Hér á landi var að vísu umboðs- maður konungs og hafði verið frá 1262, en vald biskupanna hafði um allangt skeið fyrir siða- skifti nverið yfirgnæfandi kon- ungsvaldið. Öll Norðurlönd hqfðu lotið einum konungi á aðra öld. Hann hafði jafnan í svo miklu að snúast austan megin hafsins, að hinnar konunglegu stjórnar gætti harla lítið á Is- landi. íslendingar ráku af hönd- um sér þá fulltrúa konungsvalds og kirkju, sem misbuðu að veru- legum mun réttindum þeirra, en biskuparnir urðu lengstum drýgri í viðskiftum við lands- menn en umboðsmenn konungs. Jón Arason á sér 10 útlenda fyrirrennara á biskupsstóli á Hólum. Það má nærri geta, að Norðlingar hafa fagnað því, að fá nú mann í þennan hefðarsess, sem þeir gátu sagt um: “Hann er einn af oss.” Þeir þektu hann frá barnæsku og ætt hans alla. I Skálholtsstifti var þá líka ís- lenzkur maður biskup. Meðan borgarastyrjöld sú, sem nefnd er greifastríðið, stóð í Danmörku, fóru báðir biskupar jafnframt með æðsta veraldlegt vald á ís- landi, á árunum 1533—1536. Á þessum tíma var barist um trú- arstefnur í Danmörku. Við- skiftamál komu þar einnig til greina o. fl., svo að greifastríðið var í rauninni trúarstyrjöld. Kristján hertogi varð konungur, og þar með var trygður sigur hins nýja siðar í Danmörku og reyndar í öllum þjóðlöndum Danakonungs. 1 raun réttri var sýnt þegar með konungskjöri Kristjáns hertoga (hins III. með því nafni), hvað verða vildi um kirkjuskipun og trú í löndum hans öllum. Árið 1537 semur trúnaðarmaður og samherji Lúthers, Jóhannes Bugenhagen, kirkjuskipun þá, sem kend er við Kristján II., og átti hún að gilda um öll þjóðlönd konungs, hvað sem hver segði. Þegar í stað var fast leitað á um samþykt hennar á Islandi, en ekki fékst hún lög- tekin hér fyr en árið 1541, og þá aðeins fyrir Skálholtsbiskups- dæmi, en 10 ár liðu frá því þang- að til hún var lögtekin fyrir Hólabiskupsdæmi. “Forlögunum fresta fná, en fyrir þau komast eigi.” Það var gersamlega von- laust mál að spyrna gegn lög- töku hins nýja siðar á íslandi, en þetta mál tók Jón Arason þó að sér. Konungsvaldið danska hafði tekið hina nýju stefnu að sér. Það hafði her og flota. Öll Norðurlönd austan hafsins runnu í slóð hinna norður-þýzku fursta, sem beittust fyrir útbreiðslu hins nýja siðar. Englandskon- ungur sleit þau bönd, sem tengt höfðu ensku kirkjuna við Róma- borg 9 aldir. Þýzk-rómverski keisarinn, skjól og skjöldur hinn- ar rómversk-kaþólsku trúar, fékk ekki reist rönd við útbreiðslu lúthersku stefnunnar í hinum þýzku löndum sínum, og varð að horfa upp á munkinn í Witten- berg sem átrúnaðargoð allmikils hluta þýzku þjóðarinnar, án þess að geta nokkuð hafst að til varn- ar sér og hinni almennu, róm- versku kirkju. Svona var ástatt í nágrannalöndunum þau árin, sem Jón Arason spyrndi gegn lúthersku stefnunni á íslandi, og það er undravert, hversu lengi hann fékk tafið það, sem koma skyldi. Á 16. öldinni datt eng- um í hug í Evrópu, að nokkurt ríki gæti staðið án kirkju og trúar. Ríki og kirkja voru, að hugsun og hætti þeirrar aldar, ó- rjúfanlega samtengd. Þau voru til samans þjóðfélagið. Kirkjan gat ekki staðið og starfað án samvinnu við ríkið, og ríkið gat ekki hugsast án samvinnu við kirkjuna. Aðskilnaður ríkis og kirkju var eitt af því, sem eng- um hafði þá dottið í hug. Mun- urinn á ástandinu í Danmörku eftir 1536 og því, sem var fyrir þann tíma, var þessi: Áður hafði ríkið, samkvæmt venju og ka- þólskum hugsunarhætti, verið í samvinnu við hina miklu, alþjóð- legu kirkju, en þjeirri samvinnu var þann veg farið, að kirkjan var eins og höfuðból, en ríkið eins og hjáleiga, en eftir 1536 varð kirkjan í Danmörku, eins og áður og síðar í öllum mótmæl- endaríkjum, eins og þjónn hins þjóðlega ríkisvalds. Nú varð kirkjan þerna konun^svaldsins, en áður hafði hún oftast verið drotning og altaf gert kröfu til þess. Konungsváldið. Þegar biskuparnir á Islandi voru sviftir hirðstjóravöldum eftir ríkistöku Kristjáns konungs III. og útlendingur kom í þeirra stað, leiddi af sjálfu sér, að hið íslenzka vald setti stórum niður. En nú átti ekki að láta þar við sitja. Með hinni nýju kirkju- skipun átti konungur að verða æðsti biskup kirkjunnar, eins og annars staðar í lútherskum lönd- um, í stað páfa. Þar með var kirkjan orðin þerna hins verald- lega ríkisvalds. Eignir biskups- stóla og klaustra átti nú að leggja undir ríkið, þ. e. in casu danska ríkið, þ. e. konung. Sá hluti tí- undar, (4, er fallið hafði til bisk- ups, skyldi nú rensa tíl konungs. Með hinni nýju skipan var kirkj- afi bæði rænd valdi og rúin að fé. — Þetta blasti skýrt og glöggt við Jóni biskupi Arasyni. Hann sá, að með lögtöku hins nýja siðar á Islandi var konungsvald- inu veitt vítt olnbogarúm á ís- landi og land og þjóð ofurselt því stjórnfarslega og fjárhags- lega, svo að þar var enginn sam- jöfnuður við fyrri tíð. Þar við bættist svo útrýming hinnar ka- þólsku trúar, kirkjusiðanna róm- versku klaustra og páfavalds. Jór. biskup hafði drukkið í sig hinn forna sið með móðurmjólkinni. Hann var kjörinn að hætti hinn- ar rómversk-kaþólsku kirkju, og nú átti hann að afneita henni og sjá hana setja niður um völd, fé og áhrif öll. I staðinn átti verz- legur konungur að fá í sínar hendur yfirstjórn kirkju og klerka, biskupar að vera þjónar hans, og öllu skyldi nú umturna. Gegn þessu reis hann og valdi sér það hlutskifti að berjast móti hinum nýja sið, sem braut í bága við trú hans og sannfæringu, og hinu vaxandi valdi konungs hér á landi. Einkis meira valds skyldi konungur mega neyta hér en heimilt var, samkvæmt Gamla sáttmála 1262. Eftir honum vildi biskup hylla konung, en mót- mælti öllum áköllum og kröfum, er lengra gengu en þar var bréfað. Hugsjón Jóns Arasonar. Barátta Jóns biskups Arasonar var því tvíþætt: þjóðleg og trú- arleg. Hugsjón' hans var sjálf- stjórn til handa íslendingum, í samræmi við þá skipun um per- sónusamband við Noreg (þá Dan- mörku) eftir Gamla sáttmála. Sú virðist hafa verið hans pólitíska trúarjátning. I trúmálefnum var hann óhagganlegur um fast- heldni við rómversk-kaþólska kirkju, undir forræði páfans í Rómaborg. Samkvæmt kaþólsk- um kirkjulögum var biskup full- valda í biskupsdæmi sínu. Erki- biskup var aðeins fremstur meðal jafningja, þar sem biskuparnir voru. Má af þessu marka, hve mikið vald biskupar fóru með og hve sjálfstæðir þeir voru að lög- um, hver í sínu biskupsdæmi. Þessa valds neytti Jón Arason ó- spart, og sjálfstæður var hann. Það sýnir öll saga hans. Sannleikurinn er sá, að íslend- ingar höfðu ekki nærri svo mikið af páfavaldinu að segja á verra veginn, sem oftast hefir verið látið af í íslenzkum sagnfræði- ritum. Hér hefir nú verið freistað að skýra það, hvernig á því stóð, að Jón Arason gerðist svo skel- eggur forgöngumaður andstöð- unnar á íslandi við hinn nýja sið og konungsvaldið, sem sjáanlega bar miklu meira úr býtum en áður, ef hann yrði lögtekinn hér á landi. Oss, sem nú lifum, virð- ist það hafa blasað við Jóni bisk- upi, að málstaður hans var von- laus, eins og öllu var þá komið í Norður-Evrópu, en vér verðum að gæta þess, að málið hefir horft nokkuð öðruvísi við honum en oss. Það getur t. d. vel verið, að hann hafi gert sér vonir um styrk frá forverði kaþólsku stefnunnar meðal þjóðhöfðingja, Karli V., hinum þýzk-rómverska keisara. — Enginn efi er á því, að bréf það, er biskup fékk frá Páli páfa III. 1549, hefir stórum hert á Hon- um að duga vel.. í baráttunni. Reyndar þekkist nú ekki frum- rit bréfs þessa og hefir þess jafn- vel verið getið til, að það væri falsbréf, en hæpið mun um sann- anir fyrir því. (Sjá um bréfið og frásögn Árna Magn., ísl. forn- brj.s. XI., bls. 695—698, og XI., bls. 695). Það er mannlegt, að Jón bisk- up hafi lokað augunum fyrir sigrum hinna erlendu andstæð- inga sinna, metið þá of lítils, eins og altítt er metnaðarfullum ofur- hugum. Það gerði hann í barátt- unni innanlands, í viðskiftum sínum við Daða í Snóksdal (Sauðfellsför). Vísast er þarna fólgin skýringin á öruggleik hans og sigurvissu í þessari baráttu. Hann getur ekki trúað því, að uppreisnarmennirnir gegn heil- agri kirkju ''gangi með sigur af hólmi. Svo kemur og til skapgerð hans. Jón biskup Arason var einn þeirra manna, sem hvorki fær flúið né bognað. Hann Var úr því efni, sem aðeins fær brostið. Skeið sitt varð hann að renna til enda. Hann fékk eigi snúið við. örlögin keyrðu hann áfram. Hvers vegna átrúnaðargoð? Þar skal nú máls hefja, er fyrr var frá hdífið. Hvers vegna er Jón Arason svo mikið átrúnaðar- j NATI0NAL BOOK PURCHASING FUND j t ) j l Reading matter for our sailors, airmen, soldiers and | women’s auxiliaries is badly neecíed. Ileretofore the J supply has been met with the donation of books from J individuals. This supply is about exhausted and books { in the various service libraries are worn out through J constant use. THERE IS A VITAL NEED. It has become necessary to purchase new books at a J large cash discount from publishers. ONE DOLLAR • BUYS A NEW BOOK. WILL YOU PLEASE SENI) IN A CONTRIBUTION to Your Local Chanter I.O.D.E. — To Your Local News- ! paper — or to Manitoba Headquarters, I.O.D.E.. 605 j Union Trust Building, Winnipeg. This space contribured by THE DREWRYS LIMITED ' MD113 í goð íslendinga? Eg mun nú leit- ast við að svara því nokkrum orðum, því að til þess er tímanum betur varið en lesa fyrir æfiat- riði hans, sem flestir eiga að- gang að. Hver þjóð á sín sérstöku einkenni, ekki einungis um tungu, siðu og venjur, heldur einnig um skapferli og skapgerð alla. Sumar þjóðir eru fljótar að bogna og glúpna, ef þær eru beittar hörku, en aðrar stælast við, og svo mætti lengi rekja. Því meira, sem þjóðin finnur af einkennum sínum í þeim mönn- um, sem gnæfa upp úr fjöldan- um, bæði kostum og göllum, því meiri mætur fær hún á þeim. Hún tignar með því sjálfa sig. Islenzkari íslendingur hefir vart verið uppi en Jón biskup Ara- son. Hann var í orðsins fylstu merkingu hold af holdi þjóðar sinnar og blóð af hennar blóði. Trúr var hann uppruna sínum. Hann afneitaði ekki sínu eigin blóði. Hann kaus sér að félaga fátækan samlanda fremur en fjaðurhattaðan útlending. Hon- um var, ef svo má til orða taka, uppsigað við útlent vald, og hef- ir það lengi legið í blóði íslfend- inga, þessarar einangruðu þjóð- ar. Jón biskup var kappgjarn. Ari sonur hans segir við hann í viðskiftunum við Daða bónda Guðmundsson: “Um fleira er að hugsa en ákefð eina, herra.” Brýnir þá biskup son sinn með því, að hann sé hræddur, og það hefði 90 af hverjum 100 Islend- ingum gert í hans sporum. Kapp- ið var ekki altaf með mikilli for- sjá. Fram skyldi halda, hvað sem það kostaði, og biskup sá ekki í kostnaðinn við málstað sinn. Enginn Islendingur hefir sparað sig minna en hann í baráttunni. Hann gaf sig allan, lét heldur lífið en ganga frá stefnu sinni. Enginn kaþólskur biskup í þjóð- löndum Danakonungs var líflát- inn á siðaskiftatímanum nema hann. Aftokupallurinn í Skál- holti, þar sem hann var höggv- inn, er tignarmerki hans. Um þetta er Jón Arason einstæður í sögu vorri. Hann kemst lengst allra íslendinga, og þess vegna ber hann svo hátt í sögu vorri. Þess vegna hefir hann orðið þjóðhetja vor, og eg held að þjóðhetjan Jón Arason standi nær hjarta íslendinga heldur en trúarhetjan, en þó er erfitt að grpina þar á milli, því að þetta tvent er mjög samtvinnað. Virð- ist þó nær lagi, að hið þjóðlega sé stórum drýgra til þess að halda fólkinu saman en hið trú; arlega. Þjóðernið er sterkara en trúin í pólitíkinni. Lítum á glöggt dæmi. Páfavaldið gerði ítrekaðar tilraunir á miðöldunum til þess að stofna guðveldi á jörðu, allsherjar ríki meðal krist- inna manna um víða veröld. Kristin trú átti að vera tengilið- urinn. En svo mikils sem páfa- veldið mátti sín, þá og svo sterk- ur þáttur sem kristin trú var þá í lífi fólksins, misheppnaðist þó algerlega hin stórfenglega til- raun um stofnun alþjóða kristins veldis í heiminum. En þjóðríkin risu upp, hvert af öðru. Við það varð eigi ráðið. Og þau hafa stað- ið af sér alla storma. Þetta sýnir og sannar, að þjóernið er sterk- ara en trúin og einnig sterkara en stétta- og félagsveldið. Svo er það enn í dag, og af þessu er markað viðhorf vort til Jóns Ara- sonar. Þjóðhetjan gleymist ekki, meðan þjóðin lifir. Hún er snar. þáttur af sjálfum oss. íslendingar hafa löngum haft miklar mætur á skáldum. Jón Arason var langbezta skáld sam- tíðar sinnar. Hann orti bæði dýrlega sálma og skemtilegar vísur, sem lifa á vörum þjóðar- innar enn í dag. Hann orti á hreinu og þróttmiklu, íslenzku máli. Glettinn var hann og keskinn, sem margir samlandar hans, bæði fyrr og síðar, en keskni sína og bituryrði lét hann | bitna á þeim einum, sem nokk- urs máttu sín, en lítilmögnum var hann raungóður, gjafmildur. og litillátur, og hefir það löngum verið talið höfðingjum til gildis á Islandi. Ættartrygð hans var óbilandi og þjóðlyndi óbrigðult. Trygð hans við íslendinga og fastheldni hans við réttindi þeirra spratt af ættrækninni. Hún hafði þá aðeins fært út kví- arnar, ef svo mætti til orða taka. Fastheldni hans við kirkju og trú var af sama toga spunnin: heilsteyptri skapgerð. — Ofstopa hans og langrkni má vera við brugðið, en hann var úr þeim jarðvegi runninn, sem á “eðli blandið em ofstopa, en ekki með prett,” því að hann var maður falslaus og hrekklaus, og svo mjög treysti hann öðrum, ekki bar þar á hinn minsta skugga tortryggni, svo sem sjá má af sögunni um hann og Borg- firðinga í feigðarförinni í Dali vestur. Hann kunni ekki að syíkja, og honum var ekki lagið að ganga veg málamiðlunarinn- ar, því að hann var heill, en aldrei hálfur. Mikill maður veit hvað hann vill og brýtur því braut af öllu afli. Hann sparar ekki kraftana, af því hann trúir því, að hann sé kjörinn til þess af æðri máttarvöldum. Einn þeirra manna var Jón Arason. — Umkomulítill sýndist hann vera í Skálholti haustið 1550, þegar hann er fangi umboðsmanns hirðstjórans, og bandamenn þessa útlendings eru að ráðgast um það við hann, hvað við biskup skuli gera. Heimildunum ber ekki saman um það, hvort Krist- ján skrifari eða Jón prestur Bjarnason hafi átt uppástunguna um það, að taka biskup og sonu hans af lífi þá þegar, án þess að réttbær 'dómur fengi að f jalla um mál þeirra. Fult svo líklegt er að sunnlenzki presturinn hafi átt tillögu þessa. Ummælin, sem eftir honum eru höfð, er líklegt að hafi varðveitzt: “Öxin og jörðin geyma þá bezt.” Samfé- lagstilfinning hans hefir ekki verið næm. En svo umkomulaus, ---------------——^ Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! —--------.. > i Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýiur, hefir aeiíð forgangs- réii þegar um vel launaðar siöður er að ræða. Það margborgar sig, að íinna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla: vér höfum nokkur námskeið iil sölu við frægusiu og fullkomnuslu verzlunarskóla vesian lands. The Columbia Press Limited Toronio og Sargeni, Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.