Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 8
8 LOGLEfíG. FlMTUDAGJNí’ 2. DESEMBER 1943 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E S. .Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Sögubækur, Ljóðmæli, Tíma- rit, Almanök og Pésar, sem gef- ið er út hér veslan hafs, ósk- ast keypt. Sömuleiðis "Tíund" eflir Gunnst. Eyjólfsson, ' Út á víðavangi" efiir St. G. Stefáns- son, Herlæknisögurnar allar, sex bindin. Björnssons Book Store. 702 Sargent Ave, Winn’peg. ♦ ♦ Gjafir í Blómsveigasjóð kvenfélagsins “Björk” Lundar, Manitoba. Mrs. S. Jónasson, Clarkleigh, Man., í minningu um Kristínu Einarsson og dætur hennar Lilju 'Bjarnason og Hólmfríði Zines og Earl Zines, $5.00; Mr. D. Back- man, Clarkleigh, Man., í minn- ingu um hjartkæra systur, Mrs. H. Daníelson og vinkonu Hólm- fríði Zines, $5.00; Mrs. Guðleif Johnson, í minningu um ástkæra systur, Björgu Thorkelson, $5.00; Mr. Árni Einarson, í minningu um ástkæra eiginkonu Kristínu Einarson og dætur, Mrs. Lilju Bjarnason og Hólmfríði Zines, $5.00; Hólmfríður Gíslason, í minningu um ástkæra systur- dóttur Laufey Einarsson, $5.00. Aðrar peningagjafir til kvenfé- lagsins: Mrs. Sigríður Mýrdal, $5.00; Mrs. Ólafía ísberg, $8.00. Með samúð og kæru þakklæti, Mrs. K. Byron. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. ♦ ♦ ♦ Prestakall Norður Nýja íslands 5. des.—Hnausa, messa kl. 2. e. h. - Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. 12. des.—Geysir, messa kl. 2 e. h. Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. Fermingarbörn í Árborg mæti til* viðtals á heimili Mrs. I. Fjeldsted, laugardaginn 4. des., kl. 2,30 e. h! B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 5. des. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa, kl. 7 síðd. Allir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ i Messur i Piney: Séra Philip M. Pétursson mess- ar í Piney n. k. sunnudag, 5. des. á vanalegum stað og tíma, bæði á ensku og íslenzku ♦ ♦ ♦ íslenzk guðsþjónusta í Vancouver. Sunnudaginn 5. des., kl. 7,30 að kvöldinu, í dönsku kirkjunni E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. ♦ ♦ ♦ Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið 8. desember að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Byrjar kl. 8. ♦ ♦ ♦ FALLEG JÓLAGJÖF fsland í myndum — 210 mynd- ir — bundnar í Morocko skinn, kostar $11.00. Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man. ♦ ♦ ♦ I.O.D.fJ. Jón Sigurdson Chapter heldur sinn næsta fund að heim- ili Mrs. L. E. Summers, 204 Queenston St., Riverheights, á þriðjudagskveldið 7. desember, klukkan 8. e. h. The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their meeting on Tuesday Des. 7th at the home of Mrs. Victor Jonasson, 620 Alverstone Ave. ♦ ♦ ♦ Leikmannamessa. Bergthor Emil Johnson flytur prédikun í Sambandskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, kl. 7, í fjarveru prestsins ,séra Philips M. Péturssonar. Monika Thompson, 86 ára að aldri, lézt hér í borginni á mánu- daginn var; hún var jarðsungin á Gimli af séra Sigurði Ólafssyni á miðvikudaginn. Mrs. Thomp- son var ekkja eftir Gísla Thomp- son, sem um eitt skeið bjó á Krossi skamt fyrir norðan Gimli. Tilkynning til hluthafa Gegn framvísun stofna frá hlutatbréfum í H.f. Eim- skipafélag fslands fá hluthafar afhentar nýjar arðmiða- arkir. Hluthafar í Canada og U.S.A. eru beðnir að afhenda stofna sína umboðsmanni vorum í Winnipeg, hr. Árna G. Eggertssyni, K.C., 209 Bank of Nova Scotia Building, Winnipeg, Manitoba, sem mun annast útvegun nýrra arðmiðaarka frá aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. FUNDARBOÐ Almennur íslendingadagsfundur fyrir byggðir Norð-' ur Nýja íslands, verður haldinn í sveitarskrifstofunni í Árborg. sunnudaginn 5. desember og byrjar kl. 2 e. h. Málefnið sem aðallega liggur fyrir fundinum er að ákveða hvar skuli halda íslendlngadags hátíðina í fram- tíðinni, á Iðavöllum eins og hefir tíðkast eða þá að slá saman við Gimli. Nefnd íslendingadagsins, sem haldinn er árlega á Gimli, hefur sérstaka tillögu að leggja fyrir þennan fund, svo áríðandi er að sem allra flestir sæki fundinn. í umboði n4fndarinnar, G. O. Einarsson FundarboS. Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn þriðju- daginn, 7. des. kl. 8 e. h., í kirkju safnaðarins. Skýrslur embættis- manna og deilda safnaðarins verða lagðar fram, einnig fer fram kosning embættismanna í stað þeirra, sem eru búnir að útenda kjörtímabil sitt. Fyrir hönd safnaðarfulltrúanna, • G. L. Jóhannson, skrifari. ♦ ♦ ♦ Þann 20. október 1943 voru gefin saman í hjónaband í lút- ersku kirkjunni í Glenboro, Manitoba, þau ungfrú Ðernice Guðný Johnson og Allan Ed- ward Frederickson, brúðurin er dóttir hinna ágætu hjóna Stefáns E. Johnson timburkaupmanns og Þórunnar konu hans, sem uift allangt skeið hafa búið í Glen- boro, Manitoba. Brúðguminn er sonur Friðriks kaupmanns Frið- rikssonar og konu hans Þóru, sem hafa um mörg ár búið í Glenboro og rekið þar verzlun mikla. Kirkjan var fagurlega blómum skrýdd og alskipuð vin- um og velunnurum hinna ungu Jhjóna ásamt öllum nánustu ætt- ingjum og vinum. Systir brúð- gumans, Miss Verna' Frederick- son, söng einsöng við athöfnina. Að giftingunni lokinni sátu ættingjar og nánustu ættmenn hina rausnarlegustu veizlu að heimili foreldra brúðarinnar. Skorti þar hvergi neinn mynd- arskap né höfðingslund, né vilja til að gera daginn þennan sann- asta hátíðisdag. En dagurinn þessi var líka alveg sérstaklegur hátíðisdagur í fjölskyldu móður brúðarinnar, því foreldrar henn- ar áttu þá 42 ára giftingarafmæli. Eru þau Mr. og Mrs. Páll Ander- son frumbyggjar og ætíð síðan búendur í Brúarbygðinni. Brúð- ur dagsins hafði valið sem brúð- arkjól sinn, brúðarkjól ömmu sinnar, fór hann hinni ungu brúði ágætlega vel og samrýmdist fagurlega öllu skrauti kirkjunn- ar við þetta hátíðlega tækifæri. Hin ungu hjón gáfu afa og ömmu brúðargjöf, en gjafir hinna ungu bcúðhjóna frá ættingjum, vinum og velunnurum voru fleiri en eg treysti mér til að telja upp. Ungu hjónin tóku sér skemtiferð til Winnipeg og annara staða í Manitoba, en framtíðarheimili þeirra verður í Glenboro þar sem brúðguminn starfar við verzlun Frederickson & Co. Séra E. H. Fáfnis gifti. + ♦ ♦ S.S. “Brúarfoss” List of Passengers from Reykjavik to New York in November. Sveinsson, Guðm., student; ólafsdóttir, Sigrún, store clerk, Frederiksen, Björgvin H., in- spector; Guðmundsson, Bárður, agent merch.; Ólafsson, Ebenezer G., merchant; Gísladóttir Andrea E., housewife; Metusalemsson, Jón M., student; Jóhannesson, Bjarni O., factory wórker; Niku- lásson, Petur O., sales manager; Fjelsted, Jórunn, housewife; Smith, Guðrún S., housewife. ♦ ♦ ♦ Þakkarávarp. Mitt innilegasta hjartans þakk- læti eiga línur þessar að færa hinum mikilhæfa og ágæta lækni Dr. Evjólfi Johnson, í Selkirk, Man., fyrir frábæra hjálp, er hann af læknislist sinni veitti mér í landvarandi sjúkdómsstríði mínu. Sömuleiðis þakka eg hon- um hans ljúfu og kærleiksríku framkomu í minn garð, fyr og síðar auðsýnda; bið eg Guð að launa honum og blessa hann, ást- vini hans, heimili og störf. Tel eg Selkirk-búa og umhverfi í fylsta máta hamingjusamt að fá að njóta slíks hæfileikamanns og göfugmennis. Mrs. Guðlaug Gíslason, Elinore Apts., Winnipeg, Man. ♦ ♦ ♦ • North Centre Liberal Associ- ation heldur ársfund sinn í Goodtemplarahúsinu á þriðju- dagskvöldið þann 7. þ. m. kl. 8.15. Laugardaginn 13. nóv. voru þau Walter Murdoch Brodie og Christine Laufey Gudmundson, bæði til heimilis í Vancouver, gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 1095 W. 14th Ave. Guðmundur Einar Gudmundson, bróðir brúðarinn- ar og Mrs. Pearl Bryan, frá Gimli, aðstoðuðu brúðhjónin. Heimili brúðhjónanna verður í Vancouver. ♦ ♦ ♦ Bréf til kjósenda í Annari kjördeild: Kæru vinir, Eg vil með^ þessum línum þakka öllum sem greiddú mér atkvæði í hinum nýafstöðnu kosningum og kusu mig í skóla- ráð Winnipegborgar til næstu tveggja ára. Eg lofa að gera ált, sem eg get til að standa vel í stöðu minni og að sjá um að enginn, sem studdi mig þurfi að verða fyrir vonbrigðum. Inni- legar þakkir til ykkar allra. Ykkar einlægur vinur, Philip M. Pétursson. ♦ ♦ ♦ ÞAKKARORÐ Winnipeg 30. nóv., 1943. Herra ritstjóri Lögbergs: — Að afstöðnum bæjarstjórnar- kosningum, vil eg nota þetta tækifæri til að þakka þér inni- lega fyrir þann drengskap og vel- vild er þú sýndir mér í allri kosningabaráttunni. Vil eg einn- ig þakka öllum þeim Islending- um í Winnipeg, sem með aðstoð og atkvæðum sínum veittu mér sitt eindregið fylgi. Eg get að- eins óskað þess, að framkoma mín í almennum málum borgar- innar, verði sú, að hún verði bæði mér og íslendingum tii heiðurs og sóma. Victor B. Anderson• ♦ ♦ ♦ Samskot í Útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju Mrs. J. M. Borgfjörð, Árborg, Man., $1.50; Mrs. Steinunn Stef- ánsson, 575 Burnell, $3.00; Torfá- son bræður, Lundar, Man., $2.00; Jón þögli (gervinafn), Winnipeg, $5.00; Ásmundur Benson, Bot- tineau, N.D., $5.00; W. J. Lindal, 325 Main St., Wpg., $5.00; Thord- ur Thordarson, Gimli, $2.00; Chris. Tomasson, Hecla, Man., $1.00; Fedor Thordarson, Hecla, Man., $1.00. Kærar þakkir, V. J. E. ♦ ♦ ♦ KOSNINGAR INNAN ÁRS. Allmörg dagblöð í Austur- Canada staðhæfa, að sambands- kosningar fari fram innan árs, án tillits til þess, hvernig viðhorf stríðsins standi; draga þau þessa ályktun einkum af því, að nú hafi verið boðað til fundar í Ottawa, sem öll félög frjálslyndra flokksins taki þátt í frá strönd til strandar. ♦ ♦ ♦ . ÞJÓÐVERJAR HEFJA GAGNSÓKN. Að því er síðustu fregnir herma hafa Þjóðverjar hafið gagnsókn mikla á vígstöðvunum umhverfis Kiev í Úkraníu; hafa þeir, að sögn, sent þangað ógrynni afl skriðdrekum, og rekið rússnesku hersveitirnar nokkuð til baka á 45 mílna breiðu svæði. Hitt og þetta Prestur er að spyrja börn, og fræðir þau m. a. urrvþað, að skír- dagur dragi nafn sitt af því, að þá hafi Kristur verið skírður. Söfnuðinum hafði nú verið ann- •að kent af fyrirrennara hins unga prests og öðrum góðum mönnum, og hugsaði fyrst, að þetta væri mismæli eða mein- loka hjá presti. En hann hélt áfram þessari kenningu við barnaspurningar, hvenær sem svo bar undir. Þá tók sig einn nefndarmanna í sókninni og kóm presti í skilning um, að þessi kenning mundi hæpin. Við næstu spurningar kemur prestur með MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YDAR Hermannaskrá afhjúpuð Við árdegisguðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn kemur, verður afhjúpuð skrá með nöfnum hermanna sem tilheyra söfnuðinum, eða eru tengdir honum á einhvern hátt. f'ylkisstjórinn, Hon. R. F. McWilliams framkvæmir afhjúpunina og flytur stutta ræðu. Hljómsveit frá Fort Osbörne verður til að- stoðar með sönginn. hina sömu spurningu. svaraði því, sem hann hafði kent því. “Ónei,” segir þá prestur, “það er nú komið annað upp úr dúrn- um, — eftir nýjustu vísindalfeg- um rannsóknum hefir hann lík- lega undanskilið. Þessi saga gerðist í biskups- dæminu íslandi árið 1887, ekki margar þingmannaleiðir frá höf- uðstaðnum. • Amma (var að skera brauð- sneiðar handa krökkunum). Páll litli: Stækka ekki gler- augun þín mikið, þegar þú lítur í gegnum þau, amma mín? Amma: Ójú, barnið mitt, því spyrðu að því? Páll litli: Eg ætla að biðja þig að taka af þér gleraugun, meðan þú skerð sneiðina handa mér. • Presturinn: Ertu nú búinn að gleyma, gamli Jón, hver hefir skapað þig? Jón þegir. Presturinn:^Þú getur sagt mér, litla María, hver hefir skapað Þig- María litla: Já — Guð. Presturinn: Þykir þér ekki minnkun að því Jón, að vita ekki það sem barnið veit? Jón gamli: Ónei, mér þykir ekki mikið þótt hún María sé ekki búin að gleyma því hver hefir skapað hana, það er ekki svo langt síðan hún fæddist. En það gleymist margt á skemmri tíma, en þeim óskapa árafjölda, sem eg er búinn að lifa. A: Halda menn, að vegur til sjálfsforræðis þjóðarinnar liggi gegnum djúpan dal og dauðans skugga? • Presturinn: Eg kysi heldur að þú sætir heima, Jón minn, og kæmir ekki til kirkjunnar. Það hneikslar söfnuðinn, að sjá þig á hverjum sunnudegi sofandi og hrjótandi í kirkjunni. Jón: Það er von þér segið þetta, prestur minn, eg hefi sjálf- ur raun af því, en ræðurnar yðar hafa sömu verkun á mig og sterk- ir svefndropar, án þess að eg sé að lasta þær. • Pétur: Var það ekki skamm- arlegt að heyra hvernig hann Hinrik hraut í kirkjunni í gær? Páll: Já, minnstu ekki á það, eg hafði ekki næði til að dotta, hann hraut svo hátt. Presturinti: ‘“Heyrðu Jón minn fullur ertu í dag og fullur varstu í gær, þú ert nú orðinn gamall maður og ættir að bæta ráð þitt áður en þú veikist og deyrð”. Jón: “Eg hefi nú drukkið alla ævina, prestur góður, svo það er nú orðið of seint að eg fari að reyna að hætta því héðan af.” Presturihn: “Nei, nei, það er aldrei of seint — aldrei of seint”. Jón: “Nú, fyrst það er svona — aldrei of seint — þá held eg að eg megi halda áfram því sama dálítinn tíma ennþá.” • Andrés, horfir á brennivíns- flösku, fullur: Á eg nú að fá mér einn sopa ennþá? Maginn segir já, en höfuðið nei. Hófuð- ið er vitrara en maginn. Sá væg- ir sem vitið hefir meira. Eg ætla að fá mér einn ómældan enn. • Rósa litla (5 ára): Varstu nokkuð farin að hugsa um það, mamma mín, þegar þú varst á mínum aldri, hvefn þú ætlaðir að fá fyrir mann? Móðirin: Ónei, góða mín, en ert þú nokkuð farin að hugsa um það? Rósa litla: Já, eg hugsa mikið um það. Móðirin: Og hvern hugsarðu þér þá að fá? Rósa litla: Hann Sigurð á Svæði. Sigurður var giftur bóndi um fimmtugt, en hafði nýlega gefið Rósu myndabók, sem henni þótti mjög vænt um. * Jonni litli var reiddur yfir á ofan á reiðing milli klyfja. Þeg- ar komið var út í ána, kallar Tómas, sem teymdi lestina, til drengsins og segir: Biddu nú guð fyrir þér drengur minn. Jonni litli: Nei, þess þarf ekki. eg held mér í klakkinn. • María litla: Þegar eg er orðin stór, þá ætla eg að vera spar- samari en þú, mamma mín. Eg ætla aldrei að gifta mig og enga stúlku taka, til að passa börnin mín, eg ætla að passa þau sjálf- • Móðirin: Hvernig líður kenn- ara þínum í dag? Óli: Hans hönd og hjarta er nú hætt að slá. Móðirin: Er hann dáinn? Óli: Já. • Presturinn sagði í ræðu sinni, að allir þyrftu að endurfæðast ef þeir ættu að komast í himna- ríki. pá fór Óli litli að gráta. Þegar hann var spurður hvers vegna hann væri að gráta, svar- aði hann: Æ, eg er svo hrædd- ur um, að við nýja fæðingu verði eg stelpa. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Propietor and General Manager 281 James Street Phone 22 641 HOUSEHOLDERS ATTENTION Certain brands of coal have been in short supply for some time and it may not be always possible to give you the kind you prefer, but we expect to be able to continue to supply you with fuel that will keep your home a place of comfort, Due to the difficult situation in both fuel and labor, we ask you to anticipate your require- ments as much in advance as possible. This will enable us to serve you better. A/fCpURDY CUPPLY pO. Ltd. ..▼J. BUILDERS’ O SUPPLIES V>< and COAL PHONE 23 811 — 23 812 1034 ARLINGTON ST. Barnið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.