Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 6
V 6 LÖGBERG, FIMTUDAGIMJ-. 2. DESEMBER 1943. IVA Efíir Gösta af Geijerstam. rSSSSSSSSSsSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS,-','.' Grín Lykkje-Ola særði Iva, svo hann lét í Ijósi vanþóknun sína á því. “Upp nú með þig Iva, henni verður kalt.” “Upp með þig sjálfan!” sagði Iva önuglega. “Heldur þú að það hafi verið eg sem hún gaf merki með augunum, þegar hún fór út? Nei, eg er of gamall.” “Hversu lengi hefur þú verið of gamall, Ole?” spurði Mari. “Oh, eg hef altaf verið of gamall, síðan hún amma þín sveik mig, Mari.” “Hvað meinarðu?” “Já, eg hefði verið afi þinn, ef allt hefði farið eins og til stóð, þá hefðir þú verið stúlka sem mér hefði líkað. — Sjáðu til, það skeði á þessa leið. Eg var vanur að koma hingað til að sjá ömmu þína, og við áttum oft góðar stui dir saman, þarna úti í kúafjósinu. Já, sjáðu til, þegar amma þín var hér selstúlka, svaf hún í kúa- fjósinu. Einhvern veginn varð eg þess var að annar náungi var þar á sveimi, þegar eg var þar ekki. Svo til að verða viss um það, fór eg eitt kvöld upp í heyloftið og faldi mig þar. Skömmu síðar kom hún inn og fór í rúmið sitt — en vertu viss, rétt á eftir kom einhver inn. Eg hallaði mér út eins mikið og eg gat, til að reyna að sjá hver það væri. En eg hallaði mér heldur mikið, og steyptist beint á höfuðið ofan á stóran svartan hornskeltan griðung, sem var í einum básnum. Hann henti mér af hausnum á sér út á miðjan flórinn. Eg tók til fótanna og flúði sem fætur toguðu.” ' Hann dró bogann yfir alla strengina í eínu, og hló. “Þú ert dálaglegur lygari”, sagði Mari, hálf sár. “Amma mín hefur líklega aldrei sofið í fjósi á æfi sinni.” Lykkje-Ole, lyfti fiðlunni upp að hökunni og fór að spila danslag. Aine hafði komið inn, og sest milli tveggja stúlkna hinumegin í stofunni. Birtan frá eldin- um í eldstæðinu, skein á stóru silfur brjóstnál- ina, sem hún hafði á brjóstinu, í hvert sinn er hún hreifði sig. Engan virtist langa til að dansa meira. Allir voru þreyttir, þó engin stæði upp til þess að fara. Loftið inni var þungt og heitt, með sterk- um geita og mjólkur þef. Iva sat hreifingarlaus, sárreiður við sjálfan sig. Sunnudagskvöld í selinu. Hver einasti mað- ur hefði notað slíkt tækifæri, hugsaði hann með sér. Nú þegar það var of seint, iðraðist hann, að hafa ekki farið út með henni. Fjandinn má eiga Lykkje-OIa, fyrir að hafa setið í dyrunum glottandi. Það var kominn morgun, og sólargeislarnir voru farnir að gylla fjallatindana í kringum vatnið, þegar fólkið að síðustu stóð upp, kvadd- ist og skildi. Þunn hvít móða læddist yfir fenin, og beltaði sig í skógunum, svo bara hæstu tréin stóðu upp úr. Til vesturs gnæfði Nátindur bíásvartur og kuldalegur við morgunsólinni. Döggin glitraði á hverjum kóngulóarvef milli trjánna, milli sofandi blómanna og boginna og brotinna trjástofna. Loftið var svalt í morgun- golunni. Neðar lá Svarthammer vatnið, spegil- slétt og dökkt, engin bára á því, nema þar sem fossinn steyptist ofan í það, þar var bjart endurskin hins dýrðlega morgún, vor himins. “Nei, það getur aldrei orðið,” hugsaði Iva á leiðinni heim að kofanum sínum. Aine — hún stóð fyrir hugarsýn hans, indælli og fegurri en nokkru sinni áður, — eins og eitthvað fjarlægt, sem honum væri ófáanlegt, eitthvað sem hann ætti að útrýma úr huga sínum og gleyma. En því meir sem hann ásetti sér að gera það, því meir ásótti mynd hennar og minning huga hans. Þegar þeir, bræðurnir, voru háttaðir, lá Iva lengi vakandi og horfði á bróður sinn, á ljósa hárið hans, og hvernig hann hélt höndunum saman yfir höfði sér. Hann óskaði að bróðir sinn færi sem fljótast heim til sín, svo hann gæti verið einn. Sólin var að koma upp, og glampandi morgun- geislarnir skinu í augu hans, gegnum opnar kofadyrnar. Hann lokaði augunum, en þrátt fyrir það brunnu þeir í augum hans gegnum augna- lokin. Það leið á sumarið, og næturnar fóru að verða skuggsýnni og kaldari. “Það er kominn tími fyrir mig að fara heim,” sagði Jói einn daginn, er þeir bræður komu heim frá veiðum. Hann leit undrandi á bróður sinn. “Já, eg býst við því,” sagði Iva, án þess að líta upp. “Já, eg hefi talsvert að gera heima fyrir haustið.” Iva heyrði ósagða spurningu í orðum bróður síns. “Jæja, eg býst við að verða hér fyrst um sinn,” sagði Iva, í lágum róm. “Eg býst við því líka,” sagði Jói. Daginn eftir fór Jói, og Iva var aftur ein- samall. Hann hafði ekki komið upp í selin aftur, en heyrt að Aine hafði farið úr selinu, heim til sín, en ein af systrum hennar hafði .komið þangað í hennar stað. Honum fanst að Aine væri sér svo algjörlega töpuð. Leiðindin og ein- veran, höfðu ekki þjáð hann eins mikið, meðan hann vissi að hún var í selinu. Skömmu síðar kom Lykkje-Ole og Knútur gamli til hans. Þeir voru á hreindýraveiðum. iva slóst í ferð með þeim. Knútur gamli var eins og samanbundinn baggi, af vöðvum og beinum. Hversu gamall að hann var, vissi hvorki hann né aðrir. “Eg dey aldrei,” var hann vanur að segja, “nema eg skrælni upp einhvern daginn.” Hann var innmyntur, og nefið langt og bogið, náði niður yfir munninn. Þegar hann hló, skein í tannluasan skoltinn. Hann var ber-sköllóttur, nema fáein hár skrælnuð eins og' trjá mosi, í hnakkagrófinni, bakið var stutt, með kryppu, handleggir og fótleggir langir, svo hann líktist afarstórri könguló, að sjá hann tilsýndar á gangi. Þeir höfðust við nokkra daga í kofa, sem var kallaður Steinbúi fyrir neðan Graahammeren, og leituðu eftir hreindýrum, en árangurslaust, þeir sáu bara stöku hreindýra kú með kálfi, en ekkert sem þeim fanst þess virði, að eyða skot- færum á. * Einn daginn fóru þeir Lykkje-Ole og Knútur gamli í aðra átt að leita eftir hreindýrum, en Iva, en þeir komu ekki aftur, og svo leið næsti dagur að þeir komu ekki. Þeir höfðu líklega farið til annara stöðva, lengra inn til fjallanna, þangað sem brekkur og hæðir sýndust auðar og bláar, í haustsólar skininu. Hann hafði komist að því, að þeir höfðu veiðigrafir og annan veiði út'cúnað þar, sem þeir voru bara tveir um. Iva dvaldi nokkra daga. í Steinbúanum. Kofinn var ekki langt frá skóginum, og alveg, í leið- inni fyrir hreindýrunum, sem flúðu ofan úr fjöllunum, undan veiðimönnunum. En guð mátti vita, hvar öll hreindýrin voru það ár. Iva var orðinn vonlaus að bíða eftir þeim, og lagði á stað til að leita þeirra, og yfir- gaf kofann í tvo daga. Hann svaf á næturnar í hellisskútum, í hvílupokanum sínum. Loksins fann hann stóran hóp. En hann var kominn svo langt inn til fjalla, að hann sá sér ekki til neins að skjóta þau, því hann gat ekki komið kjötinu heim til. sín, svo hann lét þau fara. Hann sá sér ekki til neins að vera þar lengur, og sneri heim á leið. Þegar hann kom ofan í dalverpi, þar sem lítil lækjarspræna seitlaðist eftir grænum mosa, milli tveggja grárra steina sá hann hvar hvítur refur var að grafa og naga eitthvað. Hann reyndi að læðast svo nærri hon- um að hann kæmist í skotfæri við hann, ekki fyrir það að honum væri neinn fengur í refn- um, heldur vegna þess að hann hafði ekki hleypt úr byssunni í nokkra daga. Refurinn tók viðbragð, og hentist upp snarbratta grýtta brekku, og hvarf á bak við stóran stein. Iva fór þangað sem refurinn var, til að sjá eftir hverju hann hafði verið að grafa. Hann fann fúnar tuskur standa útundan steininum, og sterk rotnunarlykt gaus í andlit honum. Hann fór að velta steininum úr stað, og fann að undir þeim var hálf rotnaður manns- líkami, sem lá á grúfu ur\dir grjótinu. Fötin voru fúin og klest inn í líkið. Annar fóturinn hafði verið nagaður af um hnéið. Iva náfölnaði þar sem hann stóð, og horfði á bak dauða manns- ins. Hann velti fleiri steinum ofan af líkinu, svo hamn gat séð höfuðið. Það var muíið og flatt. Önnur augnatóftin sneri að honum og nokkrar tennur, sem héngu milli uppþornaðra sina og vöðva. Hann horfði á þetta um stund, og studdi sig við klettinn, meðan hann var að reyna að gera sér grein fyrir hver þetta mundi vera. Allt í einu var eins og hvíslað væri að hanum hver það væri. Englendingurinn! Krispinus! Hörkusvip brá yfir andlit hans, og kuldaglott yfir varir hans, og hjartað í brjósti hans stóð eins og það ætlaði að springa. Undir steininum hjá líkinu lá stórt peninga- veski úr leðri, með ágröfnu fangamarki. Það var læst, en bakið hafði verið skorið úr því með hníf. Það var tómt. Iva athugaði fanga- markið, sem var I.C.B. Kóróna var grafin fyrir ofan fangamarkið. Hann stakk veskinu í vasa sinn, og velti stein- unum ofan af líkinu. Hann setti nákvæmlega á sig öll kennileyti, svo hann gæti auðveldlega fundið staðinn aftur. Svo hélt hann á stað, og hafði nærri gleymt að taka riffelinn sinn, svo var honum mikið í hug. Hann þreifaði altaf af og til á vasa sínum, til að vera viss um að veskið væri þar. Hann komst heim að kofanum síðla nætur. Um morguninn var byrjað að rigna. Það var fyrsta stór haustrigningin með stórviðri, svo hvein í skóginum og öldurnar á vatninu æddu upp á land, eins og í stórbrimi. Iva vaknaði eftir að hafa sofið nokkra klukku- tíma. Dauði maðurinn upp í fjöllunum ásótti huga hans. Hann fór á fætur, kveikti upp eld í hlóðunum. Það var - eins og einhver ólýsanleg lömun legðist sem farg á hann. Um nóttina á leiðinni heim fanst honum sem Storgaarden væri sinn aftur. Honum fanst að hann þyrfti ekki annað en fara með þær sannanir sem hann hafði, og endurheimta Storgaarden, sem aldrei gæti verið neins annars eign en sín. En nú greip hann óvissa, og ákvörðunarleysi, þegar hann fór, að hugsa um hvernig því yrði komið til leiðar. Hann mundi fara til sýslumannsins og fá honum : hendur þessi sönnunargögn, sem hann hafði. Silver mundi líta á það, og svo á hann, með sínum köldu fisklíku augum. Hann mundi skrifa eitthvað, og segja að hann mundi taka það til athugunar. Hann mundi hugsa að Iva væri að gera þetta í hefndarskyni. Allir mundu hugsa það líka. Þeim mundi þykja vænt um að sjá Krispinús tekinn til fanga, en þeiv mundu og hafa sína eigin ímyndun um Iva líka. Krispinius mundi líklega verða dæmdur fyrir það sem hann hafði gert; en mundi Iva fá Storgaarden aftur þó svo færi? Nei, það yrði bara annar eigandi, það var allt og sumt. Kannske að óðalið félli í hendur konu Krispinius. Iva tók veskið úr vasa sínum og horfði á það. Það var eins og honum fyndist eitthvað ömurlegt við það. Nályktin sem hafði gegn- sósað veskið fyllti nasir hans. Allt í einu fleygði hann veskinu í eldinn. Hálfblautt leðrið í veskinu kriplaðist saman, eins og það hefði krampa teyjur, og eftir litla stund var ekki annað eftir, en dimmur reykurinn sem lagði upp af því, þar til það var með öllu útbrunnið og horfið. Haustið var komið, með stöðugum rigningum, og nepjuköldum vindi, sem þlés í hörðum sveipum niður úr fjallaskörðunum. Yfir fjöllun- um láu þung og svört regnskýin. Þegar hætti að rigna, og þokunni létti, voru fjöllin orðin hvít af snjó, niður undir rætur. Árnar ultu fram barmafullar, og Svarthammer vatnið flóði yfir bakkana, og langt út í skógana, fiskarnir fóru upp í árnar til að hrygna, og á hverjum morgni þegar Iva dró upp fiskinetið sitt, var það fullt af fiski, en fiskurinn var orðinn grind- horaður. Af og til sást til sólar, en sólargeislarnir voru daufir, og næstum hlýjulausir. Engj og laglendi var mest alt undir vatni, og þar sem sólargeislarnir náðu ekki til, var köld hráslaga- leg lykt úr jörðinni. Sumarið hafði verið "óvanalega stutt. Síð- ustu vikuna, sem fólk var í seljunum, varð að taka kýrnar inn. Nú voru öll selin tóm, og fólk og fénaður var komið ofan í dalinn. Frost var á hverri nóttu til fjalla, og tréin stóðu hnipin og allt lauf fallið af þeim, Næturnar urðu kaldari og kaldari. Frá Svarthammeren, lagði ís á vatnið, lengra og lengra á hverri nóttu, þar til að var aðeins ein vök opin, þar sem áin féll úr vatninu. Þá byrjaði að snjóa, með þykkri drífu, sem féll hægt og mjúkt yfir alt. Iva sá nú, kvíðafullur, að veturinn var í alvöru að koma. Hann • vissi að hvenær sem væri úr þessu, að blindbylur gæti skollið yfir, og alveg gert honum ómögulegt að komast burtu, en hann var illa við því búinn, hann hafði ekki einu sinni skíði. Næturnar urðu honum langar og leiðar, að liggja mestan tímann vakandi, og þrá birtuna. Hann hafði ekkert að gera, svo hann lá í rúminu mestallan daginn líka. Hann fór út, aðeins til að ná sér í eldivið og vatn. Hann gat ekki etið, hann fékk ólyst á matnum. Þegar loksins að hann gat sofnað, dreymdi hann ömurlega drauma. Einu sinni raknaði hann við sitt eigið neyðaróp, og lá þá á gólf- inu, þar sem hann hafði fleygt sér niður. Hon- um fanst að dauður maður hefði komið inn, og lagt steina ofan á sig, stóra þunga steina, sem alveg ætluðu að merja hann í sundur. Anda, glfa og drauga, þjóðsagnir rifjuðust upp í huga hans, svo hann þorði ekki að reyna til að sofna gftur. Sögur um dauða menn sem höfðu gengið aftur, sögur um útburði, sem vældu og skræktu í keldum og fenjum. Allar þessar sögur sem hann hafði heyrt, þegar hann var barn að aldri, sem fólkið var að segja, þegar það sat kringum arineldinn við tóvinnuna á kvöldin, og rokkarn- ir suðuðu hver í kapp við annan. Þegar næturkyrðin féll yfir, og dimman um- kringdi hann á alla vegu, eins og þung byrði, , þá stundum sat hann, hélt höndunum fyrir andlit sér og baðst fyrir í hljóði, eins og út úr einhverjum vandræðum. Eftir á forðaðist hann að hugsa um að hann hefði gert það; en það var eins og honum findist að draugar og for- ynjur, sem honum fanst vera alt í kringum sig, hverfa er hann nefndi Jesú nafn, álvég á sama hátt, eins og þeir hurfu, er hann málaði svartann kross, með sóti, yfir dyrunum. Hann mundi liggja þar og bíða, þangað til hurðin opnaðist og eitthvað rendi sér inn, eins og skuggi, sem bæri við nýfallinn snjóinn. Það var í þessum kofa sem álfar höfðu gift sig, eina haustnótt, þegar faðir hans hafði legið þar við, er hann var að fiska. Þá var það þessi síum- flakkandi einhver, með blóðugt útstungið auga, sem flæktist um óbygðirnar. Óhamingjan fylgdi honum hvar sem hann fór, kom alstaðar þar sem hann kom. Hann var líklegur til að koma til fólks sem bjó einsamalt, uppi í fjöllunum, og setjast við eldinn hjá þeim, blóð rann altaf eins og stór tár úr augum hans. • Þá var og önnur forynja þar á slóðum, sem ekki hafði verið gefið neitt nafn. Það var ein- hver ófreskja, sem gekk á höndunum. Einhvers- konar óvætti, sem hvorki hafði andlit né fætur. Guttormur föðurbróðir hans hafði mætt þessu ferlíki einu sinni, þegar hann, að áliðnu sumri fór uppeftir til að sækja selstúlkurnar. Ófreskj- an sat upp á einu selinu, en þegar Guttormur kom henti þetta flykki sér yfir mænirinn, og • rendi sér ofan af veggnum, og hvarf. Einn morguninn sást ekki til sólar, og köld gráleit ísingarþoka hékk yfir. Uppi á fjöllunum var skafbylur, og vindhvinur var í loftinu, undan stormi, sem var ekki búinn að ná sér niður á láglendinu. Iva var nú ekki lengur í neinum vafa um það að veturinn væri genginn í garð. Hann tíndi saman það sem hann þurfti helzt á að halda, lét það í tösku, sem hann batt á bak sér, tók riffilinn sinn og hengdi hann á öxl sér, og lagði á stað ofan í dalinn. Hann var ekki kominn langt áleiðis er bylur- inn náði honum. Það var komið langt fram á kvöld, þegar hann náði til fremsta bæjarins í dalnum. Af og til þegar rofnaði til, gat hann áttað sig, og fylgdi selgötunni, ofan eftir fjalla- hlíðunum. Stormurinn hvein og söng í trjánum, og kafaldið var svo þykt að hann sá oft ekki einu sinni niður á fætur sér. Hann gerði ekki vart við sig, en holaði sér niður í heybyng í fjósinu. Hann vildi ekki vekja fólk upp, er það var gengið til náða. Um morguninn þegar hann stóð upp, var allur dalurinn hulinn þykkri snjóbreiðu, svo hvergi sást steinn standa upp úr. Þegar hann fór framhjá Storgaarden greip hann sársaukakendur söknuður. Byggingarnar virtist honum líta allt öðru- vísi út en áður, svo tómlegar og eyðilegar, því öll gömlu skjóltréin voru horfin, öll gömlu tréin, sem höfðu staðið svo lengi sem skjól og skjöldur í kringum húsin. Hann hraðaði sér framhjá, og hélt sem leið lá fram að Brenna. Þegar hann kom þangað var Guttormur úti s túni, að setja hest fyrir sleða. Iva fór til hans og heilsaði honum. Eg bjóst við að þú mundir koma, þegar veðr- ið færi að spillast-, sagði Guttormur. Hann tók taumana og hottaði á hestinn. “‘Eg ætla að skreppa upp í skóginn til að sækja eldivið,” sagði hann. Iva fór inn, en enginn var í dagstofunni. • Þegar hann kom inn í hlýjuna, varð hann þess brátt var hversu þreyttur hann var. Hann settist á bekk við stóra matborðið. Snjórinn og klakinn á fótum hans fór að bráðna, og lækir af vatni seitluðu eftir hvítu sandstráðu- gólfinu. í stofunni til hliðar við dagstofuna, heyrði hann að einhver var að vefa. Hann heyrði að móðir sín var að koma, 'hún hlunkaði eins og áður fast niður með göngu- stafnum sínum. Hún opnaði hurðina og kom inn. Hún hélt á bandhespu í annari hendi. Hún stansaði í dyrunum nokkur augnabhk, og horfði efunarsamlega á Iva, því henni var dimt fyrir augum, þar sem hún kom utan úr snjóbirtunni, inn í hálf dimma stofuna. “Ert það þú sem situr þarna?” spurði hún. Rannveig lagði hespuna á borðið, og settist þunglamalega niður í stól. Hún hafði látið tölu- vert á sjá síðan Iva sá hana síðast. Hún leit út ellilegri í andliti, hárið hafði gránað að mun, og hún var orðin þungstigari í gangi. “Eg býst við að það séu byljir upp til fjall- anna?” “Já, það var ekki vært þar að vera lengur. sagði Iva, eins og í afsökunarróm. Þau sögðu hvorugt meir. Rannveig sat og draup höfði, með hendurnar í kjöltu sér. Var móðir hans að gráta? Iva þorði ekki að líta á hana. Hann sat þar milli vonar og ótta, og vissi ekki hvað hann átti að gera. Hann hafði aldrei séð móður sína gráta áður. Hvorki þegar hún misti börnin sín, né þegar faðir hans dó. Jói kom inn. Hann hafði verið að gefa hestun- um, og hann var allur heyugur. Hann varð hálf hissa þegar hann sá bróður sinn kominn. Hann kinkaði kolli til hans. Rannveig leit áhyggjufull á syni sína. Augu hennar voru þur, hún hreifði varirnar nokkr- um sinnum, eins og hún ætlaði að segja eitt- hvað, en hún sagði ekkert. Hún stóð upp, tók bandhespuna, sem hún hafði lagt á borðið og gekk að hliðar herberginu. Hún sneri sér að þeim þegar hún var komin að dyrunum, og sagði við Jóa. “Þú ferð með Iva, til að finna dótið hans, þú veist hvar það er.” Iva fór með bróðir sínum út í skemmuna. “Býrð þú hérna?” spurði Iva, og leit í kring- um sig.. Meðfram öðrum veggnum var tré- smíðabekkur, sem margir hálfgerðir smíðis- gripir láú á og allrahanda trésmíða verkfæri. í einu horninu var óuppbúið rúm. “Já, eg hefi verið hér upp á síðkastið,” sagði Jói, og settist á lágan stól sem stóð á gólfinu. “Altaf að smíða,” sagði Iva. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.