Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1944 Svar til Winnipeg Free Press EFTIR LESLIE MORRIS Lauslega þýll aí Jónbirni Gíslasyni (Svar það er hér byrtist, er útdráttur eða öllu heldur partur úr allstórum bæklingi eftir Leslie Morris, er hann ritaði til svars gegn ýmsum skoðunum er fram hafa komið í nefndu blaði nú um hríð. Bæklingurinn er alt of langur til að takast allur, mest vegna þess að Mr. Morris tekur upp í hann heilar greinar úr Free Press, máli sínu til skýringar, en þeim er vitanlega öllum sleppt hér, aðeins teknar stuttar tilvitnanir. Kostað verður kapps um að láta ekkert falla úr, er máli skiftir og fara. sem réttast með efni. J. G.). Frh. II. Á síðastliðnu hausti (17. okt.), var aðalritstjóri Free Press, John Wesley Dafoe, haldið veglegt samsæti í tilefni af 60 ára blaða- mannsafmæli hans í Canada. Hann hefir verið sjónarvottur að mörgum qjikilsverðum atburðum í sögu þessa lands og reynst skarpur og skygn gagnrýnandi á fjölmarga hluti. í aðalræðu sinni vði þetta minnisstæða tæki- færi, rakti hann að nokkru ýmsa höfuðþætti sinnar margföldu og ríkulegu blaðamannsreynslu. Mr. Dafoe mun ætíð skipa virð- ingarsess í blaðamanna annalum þessa lands. Hann er enn í dag einn hinn lærðasti sinna stéttar- bræðra, á sviði stjornmálanna. Hann hefir alið upp óg mentað á þessu sviði glæsilegann flokk manna, nægir þar að nefna Grant Dexter, B. T. Richardson, J. H. Grey, George V. Ferguson og að ógleymdum T. B. Robertson heitnum; allir þessir menn mega óefað teljast í flokki hinna hög- ustu sinna stéttarbræðra. Á öllum þessum mönnum og þó sérstaklega á sjálfum höfuð- spámanninum — John Dafoe — hvílir því sérstök og þung ábyrgð gaignvart þeirra eigin ríki og þjóð, ekki einungis sakir yfir- burða þeirra og hæfileika sem einstaklingar, heldur einnig vegna hins, að þeir eru fuiltrúar og talsmenn þeirra stefna og strauma er eiga upptök sín ofar- lega í hæðadrögunum austur í Ottawa og móta þarnig á ýmsa lund framtíð allra borgara þessa lands. Þrátt fyrir allar þær viður- kenninga sem Mr. Dafoe á fulla heimtingu á, verður því ekki neit að, að hann er nú að endur- meitla sitt pólitíska minnismerki í nýtt og frumlegt form og má vel vera að það hæfi og sé að verðleikum. Að hverju leyti? mun margur spyrja. Að því leyti að í flestum stærri atriðum ó- friðarmála þessa lands, er fylgi hans fastbundið pólitísku íhaldi og athafnadeyfð og gefur með því í skyn, komandi pólitískt gjaldþrot, sem getur haft hinar örlagaríkustu afleiðingar, ef ekki er að gjört. Látum oss taka sem dæmi, af- stöðu Winnipeg Free Press, til framtíðar samkomulags og sam- vinnu lýðveldisríkjanna og Rúss- lands, sem framtíð heimsins virð- ist vera svo mjög undir komin. Eg vil leggja fylstu áherzlu á, að þessi ummæli mín eru fram- borin af umhyggju fyrir mínu eigin landi aðeins, jafnvel þó Mr. Dafoe neiti slíku harðlega. Hann á eftir að kynnast þeim sann- leika og viðurkenna hann, að ýmsir Canadamenn geta unnið íöðurlandi sínu eins fölskvalaust og hann segist sjálfur gjöra, jafn- vel þó þeir séu á öndverðum pólitískum meið við hann sjálf- an. “The TJnoronto Evening Star”, endurprentaði fyrir skömmu úr “Readers Digest” svívirðilega níðgrein um Rússland, ritaða af Max Eastman. Mrs. Dorise Neil- son þingmaður vakti þá máls á því í þinginu í Ottawa, að slík endurprentun væri ekki sæmileg í Canadisku blaði og spurði hvað stjórnin hefði í hyggju að að- hafast gagnvart s\o sviksamlegri áróðursstarfsemi gegn slíkum bandamanni sem Rússland væri. Eins og vænta mátti, reis Free Press upp, til varnar almennu rit- og málfrelsi og flutti eftir- farandi ritstjórnarpistil: “Ef Mrs. Neilson væri ofur- lítið minni einræðissinni en hlynt ari lýðveldi en hún er, mundi hún ekki gjöra sig hlægilega með ummælum af þessari teg- und. Henni ætti þó að vera ljóst, að eitt af aðaleinkennum lýð- ræðisins er skoðanafrelsi. Menn sem á annað borð skilja lýðræðis hugsjónina, eru því viðbúmr að blöðin láti í ljósi mismunandi skoðanir. Ef stjórn Rússlands veit hvað lýðræði er, mun hún ekki láta sig opinberlega neinu varða neitt sem stendur í Canadiskum blöðum. Hún mun ekki reina að hafa áhrif á stjórn þessa lands, í þá átt að takmarka prentfrelsi vort hér. En einhver ætti að taka Mrs. Neilson og skoðanabræður henn- ar afsíðis og útskýra kyrlátlega fyrir þeim hinn sanna mismun lýðveldis og einveldis.” Hér kemur Free Press, ófeimið og opinskátt»með varnir fyrir heiftúðugar árásir á Rússland. Látum einhvern hugdjarfann skálk rita hrósgrein um Nasism- ann og Free Press mundi vafa- laust telja hann í fullum ritfrels- isrétti, jafnvel á ófriðartímum: Setjum svo að einhver prentaði jafneitraða níðgrein um Winston Churchill og Max Eastman rit- aði um Stalin; mundi Free Press snúast honum til varnar? Nei, vissulega ekki, þá mundi alt slíkt frjálslyndi gufa upp eins og dögg fyrir morgunsól. Sálfræðingum eru kunn mörg dæmi er sanna að ýmsir menn kosta kapps um að koma eigin sök yfir á annara herðar, í þeim tilgangi að hafa falskann frið við sína eigin samvisku. Eitt hið átak anlegasta dæmi í slíka átt er handaþvottur Pontíusar Pílat- usar. Free Press flutti grein 13 ág. er ber ofurlítinn blæ af handa- þvotti Pílatusar, undir fyrirsögn- inni: “Russia too must co-oper- ate”. Þar segir vitanlega að ekki sé nægilegt að vér treystum þeim þeir verði einnig að treysta oss. Rússland sé stórveldi á landi, en þeir séu lélegir sjómenn og flugmenn. — Þeir hafi ekkert heimsveldi að verja eins og vér. — Að þeim hafi reynst mögulegt að hefja sókn á 1000 mílna langri víglínu, af því vér bombuðum Ruhr-héruðin —. Þeir hafi neitað oss um flugstöðvar til að bamba Þýzka'land frá. — Þeir séu ekki færir u-m það og því verðum vér að gjöra það fyrir þá. — Af því þeir vilji ekki lána oss flugstöðv- ar séu þeir óþakklátir, ókurt- eisir ósvífnir og ósanngjarnir. Free Press er vitanlega all kurteist í garð rauða hersins og ann honum sannmælis, veit líka vel að annað væri fremur óvin- sælt eins og nú standa sakir, en járnhnefinn er hulinn örþunnum silkiglófa. Öll greinin er bitur árás á Rússa; samviskuslegið, vegna þess hve vor hlutur er smár til samanburðar "enn sem komið er, reynir blaðið að finna upp ímyndaðar sakir gegn Rúss- um; það er sannleikurinn. Enn kemur Free Press alher- týjað í árásarhug 1. sept. og flytur ritstjómargrein undir fyr- irsögninni: “Next move up to Stalin” og er ein af þeim illvíg- ustu; hún er rituð samtímis því er rauði herinn rak nasista — og ýmsa stærri spámenn Banda- manna — á flótta í Úkraníu. Rétt til þess að leggja lið sitt fram til hjálpar, flytur blaðið þessa um- getnu grein, sem óþarft er að endurtaka hér, mönnum er hún allminnisstæð. Um sama leyti kom enn grein í Free Press, “Hard Historic Facts” er nafnið og mjög harðorð að- vörun til Rússa. Hin fyrstu sögu- legu rök er ritstjórarnir grafa upp, eru þau að Mr. Chamberlain hafi af einskærri göfugmensku sagt Þýzkalandi stríð á hendur til að vernda Pólland fyrir Nas- istum, og engir aðrir en óánægju- seggirnir haldi fram þeirri fjar- stæðu að samband við Rússa hafi á þeim tíma bjargað Bretum úr slæmri klípu. Til hægðarauka gleymir blaðið Munich farganinu og afneitarl þeirri skoðun, að fult bandalag Breta og Rússa hefði bjargað málunum að fullu. Free Press falsar hér sögulegar staðreyndir og setur Rússa á saka mannabekkinn í stað Chamber- lains. Frh. Tvö gömul bréf Christian fjórði Danakonungur átti í þremur styrjöldum, meðan hann sat að ríkjum (1596—1648). Hann var einn meðal hinna mikilhæfustu konunga Norður- landa. Þegar hann tók við ríkjum var Carl níundi, konungur í Svía- rí'ki. Hann var hreystimaður hinn mesti, og yfirgangssamur. Hann var yngsti sonur hins mikla Svíakonungs, Gustavs Vasa, og faðir hins göfugasta og mikil- hæfasta allra Norðurlanda kon- unga, Gustav Adolfs. Orsökin til þess, að þessum miklu nágrannakonungum lenti saman í stríð, var sú, að Carl vildi leggja undir sig öll Norður- lönd, ásamt Finnmörkinni. Hann krafðist skatta af þeim löndum, og lét kalla sig konung Lapp- lendinga. Christian Danakonungur vildi koma í veg fyrir þennan yfir- gang Carls, og reyndi að miðla málum, en það_var ekki við það komandi, og Carl fór sínu fram, og loksins þegar Carl gekk svo langt að hann lét festa upp aug- lýsingu á Helsingörs tollhúsið, að nóttu til, hvar með hann bann- aði Dönum alla verzlun við þau lönd sem liggja að austur sjón- um, og sérstaklega Lifland, sem hann kallaði sig konung yfir. Christian Danakonungur þoldi ekki þennan yfirgang, og sagði Carli Svíakonungi stríð á hend- ur. Sendiherrann, sem kom með stríðstilkynninguna til Carls, var tekinn og settur í fangelsi. Stríð- ið, sem er vanalega kallað Kal- mar stríðið, braust út árið 1611. Christian vann brátt Elfsborg og Kalmar, og varð Carl Svía- konungur svo hamslaus af reiði út af því, að hann skrifaði Christ ian Danakonungi eftirfarandi bréf í byrjun ágústmánaðar, sum arið 1611. “Vér Carl, af Guðs náð kon- ungur Svíaríkis. látum þig Christian IV. Danakonung vita, að þú hefur ekki breytt sem ær- legum kristnum konungi sæmir; því þú hefir rofið friðinn, fyrir- varalaust ráðist á borgina Kal- mar, og náð kastalanum með svikum. Guð er réttlátur dóm- ari, og skal hegna þér fyrir þessi svívirðulegu illvirki, sem þú hef- ir framið, að ástæðulausu. Vér höfum, eins og þér er vel kunn- ugt, hingað til, revnt á allan lög- legan hátt að koma sættum á, en allar slíkar tilraunir hefur þú, með lítilsvirðingu troðið undir fótum þér. Svo nú viljum vér gera þér tilboð um að enda þessa deilu. Bú þig, sem gert var í fyrri Mrs. Margrét Elíasson Fædd 24. nóv. 1867. Dáin 10. sept. 1943. Tileinkað sonum hinnar látnu, að Gimli, Man. Út í fjarskann ama frí ertu svifin móðir kæra; sjúkdóms þunga þrauta ský þjarma ei, en sólin hlý aftur gleði geisla á ný gefur þig að endurnæra. Út í fjarskann ama frí ertu svifin móðir kæra. Langa eftir lífsins önn loka þátturinn er snúinn; marga kleifstu mannlífs hrönn mildirík, og hetja sönn. Lömun hlaut af lúans tönn loks í ró þér hvíla búin. Langa eftir lífsins önn loka þátturinn er snúinn; * Margt ber þakka, móðir kær, minning þína jafnan geymum. Blíðu fyrir brosin skær best er ama hrundið fær bernsku dags, og bætur Ijær böli öllu svo að gleymum. Margt ber þakka, móðir kær, minning þína ávalt geymum. J. H. Húnfjörð. ■SSS$S$$$$S$$$$$$S$$$$SS$S$4S$$$4S$4SS4$$S5S$4$44SSÍ$S$S4«$SSSS$4S$S$SS$3$S$SSSS: Tækifæri til þess að nema hjúkrunarfrœði Hjúkrunar- kvenna nemar öskast Stúlkum, 17 ára, býðst nú sjaldgæft tækifæri til hjúkrunar- náms. Stöður standa opnar við öll geðveikrahæli í Mani- toba. Kaup greitt meðan á námi stendur. Fyrirtaks aðbúð, aðgangur að heilsusamlegum skemtunum, og nýtízku hjúkruriarkvenna bústaður. Átta klukkustunda vinna á dag, ásamt einum frídegi á viku. Þriggja vikna frí með kaupi eftir fyrsta ár. Stúlkur, sem lokið hafa XI. bekkjar prófi, geta fengið til- sögn í meðferð geðveikra og almennri hjúkrunarfræði. Úr- váls kennarar. Kensla fyrstu tvo árin fer fram við geðveikra hælið í Brandon. Hin tvö árin við hjúkrunarskóla Almenna spítalans í Winnipeg. En þá verða veitt réttindi til þess að ljúka prófi, sem skrásettar hjúkrunarkonur. X. bekkjar próf veitir réttindi cil náms við Selkirk og Portage la Prairie geðveikrahælin í þrjú ár. Að fengnu prófvott- orði geta hjúkrunarkonur feng ið vellaunaðar stöður við Al- menn sjúkrahús, eða þær geta látið skrásetja sig til einkahjúkrunar. ^ ELDHÚS OG BORÐSTOFUSTÚLKUR ásamt aðstoðarstúlkum óskast nú þegar Krafist er venjulegrar alþýðuskólamenntunar. Varanleg Forréttindi til eftirlauna. Leitið fullra upplýsinga hjá geðveikraspítölunum í BTandon, Sel- kirk, Manitoba School, Portage la Prairie, eða Civil Service nefnd- inni í þinghúsbyggingunni í Winnipeg. Department of Health and Public Welfare daga, til að mæta oss í einv.ígi úti í skógi, með tvo af þjónum þín- um með þér, sem vitni; vér skul- um á sama hátt rnæta þér í leðurtreyju, hafandi hvorki hjálm né önnur herklæði. að- eins með korðann í hendi. Komir þú ekki til einvígisins, álítum vér þig hvorki sem heiðalregan kon- ung né ærlegan hermann.” Christian fjórði lét ekki bíða að svara bréfi Carls: “Vér höfum meðtekið þitt ruddalega bréf. Vér hefðum ei getað látið oss til hugar koma, að óvitlaus maður mundi skrifa slíkt, en vér minnumst þess að hundadagarnir eru ekki úti, og þeir virðast hafa, allt annað en góð áhrif á heilann í þér. Þess vegna höfum vér ályktað, að við- eigandi sé að fylgja fornu mál- tæki, “eins og hrópað er í skóg- inn, svo er svarið,” þér er vel kunnugt um, að þú ferð með raka lausa lýgi. — Það voru ekki vér, það varst þú sem raufst friðinn; það veit guð á himnum, það veit allur heimur. Þú skrifar, að vér höfum fyrirvaralaust ráðist á borgina Kalmar og tekið kastal- ann með svikum. Það er einnig lýgi. Vér tókum borgina á heið- arlegan hátt, og þú mátt skamm- ast þín eins lengi og þú lifir. fyrir að hafa ekki varið borgina og kastalann betur en þú gerðir. Hvað einvíginu viðvíkur, þá virðist oss slík uppástunga hlægi leg; því allir vita að þú ert gam- all og hrörlegur, og að þér sæmdi betur að lúra á bak við ofninn, en ætla þér að heyja einvígi við hraustan hermann. Það væri sæmra af þér að senda þá af mönnum vorum til baka, sem þú hefir tekið til fanga þvert á móti öllum stríðslögum. En breytir þú við þá öðruvísi en þér ber, þá vit það, að með því hefur þú ekki unnið Noreg og Danmörku. Þetta er vort svar upp á þitt ósvífna bréf.” Þessi bréf qrú þýdd úr P. Larsen Conversations Haand- lexikon. G. E. Eyford. Hugsið TVISVAR áður en þér seljið sigurlánsbréf yðar SIGURLÁNSBRÉF eru bezta innstæða, sem yður getur hlotnast. Látið þau ekki af hendi. Ef yður liggur á peningum, þá takið lán í banka, og gefið Sigurláns- bréf sem tryggingu. Sérhvert útibú Royal bankans lánar yður með ánægju peninga gegn tryggingu í Sigurlánsbréfum yðar, og lánið má greiða í smáafborgunum ef þér æskið. Hafið verðbréf yðar trygg. Bankinn geymir verðbréf yðar fyrir sára- lítið. Til dæmis nægja 25 cent fyrir geymslu $250 virði verðbréfa, yfir árið. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. THE ROYAL BANK OFCANADA Hittið oæsta liðssöfnunarmann að máli

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.