Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN G. JANÚAR 1944 IVA Eflir Gösta af Geijerslam. Rjúpurnar voru farnar að halda vordansana sína aftur, og vorfuglarnir að syngja út um holt og hæðir. Þegar þeir voru búnir að viða að sér efni til byggingarinnar, gór Jói ofan í dalinn, og sagði bróður sínum að hann kæmi uppeftir aftur, nógu snemma til að koma upp byggingunni fyrir haustið. Undir eins og frost var úr jörðu, fór Iva að rífa upp grjót, og kljúfa, í grunninn og eldstæð- ið. Meðan hann var að því, sóttu engin leiðindi á hann, því hann fann ánægju í vinnunni, og voninni að koma sér upp betri kofa. • Nú var liðið að miðju sumri. Loftið var þrung- ið titrandi hitabylgjum, sem fylltu alla dali og skorninga. Sterka harpeislyktina lagði út frá skógunum, og silungarnir vöknuðu í ám og vötnum. Árnar voru ekki nema smá lækir, sem seitluðu milli steina, sem aðra tíma ársins voru undir vatni. Snjórinn var horfinn og fjöllin voru grá. Aðeins á hæstu tindum, og í djúpum giljum og gljúfrurh, þar sem sóiin náði aldrei til að skína á, voru fannir og ís, sem þó var að smá leysast upp. Einn daginn er Iva var upp í skóginum, til að velja sér hentugan viðarkubb sem hann þurfti sérstaklega með í húsið sitt. Þegar hann kom heim sá hann mann niður við bátaskýlið. Það kom honum nokkuð undarlega fyrir, en hann hélt áfram, eins og hann hefði ekki veitt honum eftirtekt. Hann fleygði viðarkubbnum niður, sem hann hafði borið á öxl sér, tók upp exi sem þar var og fór að tegla spítuna til. Aðkomumaðurinn kom til hans og heilsaði honum, Iva tók undir kveðjuna, en hélt áfram að höggva. “Að smíða?” sagði komumaður. “Já. Átt þú heima hér nálægt?” Iva var að hugsa um hvaða erindi þessi maður gæt; átt til sín. Hann var illa búinn. Buyurnar voru bættar á báðum hnjám, en hann var í hreinni skyrtu, og gamall silfurhnappur í hálsbindinu. Iva rétti sig upp og hallaði sér fram á axar- skaftið, og horfði á þennan ókunna mann. “Við ættum að kynnast nánara,” sagði að- komumaðurinn, og reyndi að hlæja. Hann var hár vexti og magur, megurðin stafaði af uppihaldslausu erviði og áhyggjum, en ekki af heilsuleysi. Hann var ofurlítið lotinn í herðum, og þreytusvipur á andliti hans. “Þessum manni er víst mjög átamt um að hlæja,” hugsaði Iva með sér. Það var eitthvað, eins og barnalegur svipur krmgurn augun, einhver svipur, sem Iva hélt t'ð hann kannaðist við, en hann gat ekki komið því fyrir sig hvar hann hafði séð þennan svip áður. “Eg er frá Flaten, og heiti Ola,” sagði að- komumaðurinn. Iva fékk hjartslátt. Flaten! Það var sem honum sortnaði fyrir augum, og titrandi óstyrk ur kom í fætur hans og hnjáliði. Hann varð fölur í andliti, og sár kvíði greip huga hans, út af því sem hann vissi, að mundi vera erindi þessa manns. “Viltu ekki koma inn?” spurði Iva. “Nei,” svaraði Ola. “ Við erum byrjuð að heyja, svo eg má ekki slóra. Eg má ekki missa stund frá heyskapnum.” “Svo þú ætlar heim í nótt, það er langur vegur, og vinna á morgun.” “Þú veist að maður getur ekki verið að hugsa um það, hversu mikinn svefntíma að maður hefur á sumrin,” og reyndi að brosa. Iva beiddi hann aftur að koma mn og hvíla sig dálitla stund, áður hann legði á stað. “Nei, eg verð að komast sem fvrst heim,” sagði Ola, og horfði á Iva. Hann hafði ekki enn borið upp erindið, en hann hlaut að gera það, og að síðustu, eftir að hafa safnað saman allri sinni orku, sagði hann “Hún — hún er of góð stúlka til að fara svona með hana,” sagði hann hikandi. “Hún systir mín, þú veist hvað eg meina.” Hann horfði í andlit Iva. Þegar hann loksins var búinn að vekja máls á erindinu, virtist hann vera áræðnari að halda áfram. Allt í einu braust út gremjan sem var inni fyrir; hann vrað rauð- ur í andliti, augun kipruðust saman, og hann krepti saman sína stóru hnefa. “Hvað ætlarðu að gera með það?” spurði hann. “Hvað ætla eg að gera með það?” endurtók Iva, orð Ola. “Hvernig, eg veit einu sinni ekki —”. “Nei, þú hefur ef til vill ekki vitað að hún var ólétt, eftir þig. Hún hefur líklega ekki sagt þér frá því, en þú veist það nú. Hvað ætlarðu að gera með það?” “Er hún heima núna?” “Já, hún kom heim í gærdag. Vegna hvers annars heldur þú að eg hafi lagt upp í þessa ferð til að finna þig, hlaupa yfir fjöllin eins og bjáni, þegar nóg var að gera heima? Hún fór úr Frettes selinu, því hún gat ekki þolað að hún væri höfð þar að háði og spotti.” Oli hvítnaði upp í andliti og eldur brann úr augum hans. “Þú —”, nærri því skrækti hann út úr sér. “Hvað á allur þessi ofsi að þýða?” spurði Iva rólega. “Eg hefi sagt þér að eg hafi ekki vitað um það.” “Þú veist að þú tókst hana upp i rúmjð hjá þér, veistu það ekki heldur? Veslings barnið! Það var þá engin í selinu nema þið bæði. Til hvers tókstu hana upp í til þín, hvað vildirðu með hana? Meintirðu bara að svívirða hana, og eyðileggja?” “Því læturðu svona maður?” spurði Iva aftur. Hann var sneyptur, og gat varla talað. Þegar hann ætlaði að segja eitthvað, stóð það í háls- inum á honum. “Eg hef eins hátt og mér sýnist, fyrir þér og þínum líkum!” sagði Oli með fyrirlitningu. “Ef þú værir svo mikill maður, úr því sem komið er, að giftast henni —”. “Nú, gættu að þér, vinur minn,” sagði Iva rólega, og færði sig um skref nær Ola, sem stóð þar með háð-glott á andlitinu. “Eg hefi nóg með að sjá fyrir mér sjálfum!” “Þú?” Oli hrækti frá sér, og hélt hnefanum rétt upp að andliti Iva. “Svo þú ert ekki maður fyrir meira.” Hann hikaði við, og horfði í augu Iva. “Bíddu við.” Iva var ýmist að kreppa hnef- ann, eða opna hann aftur. “Til hvers er allur þessi ofsi? Eg tek hana til mín þegar mér svo sýnist. Henni þarf ekki að líða ver hjá mér, en heima hjá ykkur. Svona nú, burt með þið, undir eins. Iva tók um handlegg hans, þegar Oli, hams- laus af reiði, ætlaði að slá hann. “Geturðu ekki hagað þér eins og maður?” Iva fann það að hann hafði alla aflsmunalega yfirburði yfir hann, og var hinn rólegsti, meðan hann hélt Ola frá sér. “Eg trúi því ekki fyr en eg sé!” hrópaði Oli, og reyndi að slíta sig lausan. Hann flýtti sér á stað, og inn í skóginn, Iva stóð og horfði á eftir honum, þar til hann var horfinn. Gömul saga, sem hann hafði einhvern- tíma heyrt, kom upp í huga hans. Áður Adam fékk Evu, var hann konulaus, og leið afar illa, svo út úr vandræðum bjó hann sér til konu úr mold. Einn dag er Drottinn kom til að sjá hvernig Adam kæmist af, sá Adam hann koma, og skammaðist sín að láta hann sjá þessa ljótu konu, sem hann bjó til af jörðu, og börnin sem hann hafði átt með henni, svo hann hvolfdi stóru trogi yfir hana og börnin. Þá sagði Drottinn: “Það sem er hulið, skal vera hulið, en það skal lifa samt sem áður, sem andi jarðarinnar, og það skal búa í hellum og undir steinum í næstu viku kom Jói. Hann hafði hest undir áburði með sér, klyfjaðan af smíðatólum, og ’msu efni til byggingarinnar. Hann var dálítið kendur. Hann hafði fáeinar brennivínsflöskur með sér, sem hann sagðist hafa fengið hjá Guttörmi. Þegar hann var búinn að fá sér bita að eta, sagði hann. “Nú skulum við fara og mæla bjálkana, svo við getum byrjað að leggja þá á grunninn, og fá hornin vinkilrétt.” “Það liggur ekkert á, það er komið kvöld hvort eð er,” sagði Iva. Jói mynti hann á, að það sem væri búið, væri búið, auk þess sagðist hann ekki geta verið þar marga daga. “Að því leiti sem bygginguna áhrærir, þá má fjandinn eiga það alt saman,” sagði Iva og spýtti út úr sér í eldinn. Jói varð meir en lítið hissa. “Ætlarðu þá ekki að vera hér?” spurði nann. “Hvað veit eg hvar eg verð?” sagði Iva í hás- um róm. “Þessi kofi er fullgóður eins og hann er —”. Jói sat lengi án þess að segja orð. Loksins sagði hann. “Föðurbróðir okkar beiddi mig að spyrja þig, hvort þú kæmir ekki bráðum ofan eftir.” “Til hvers?” og Iva leit til bróður síns. “Hann nefndi það ekki — að minsta kosti ekki beint. Það ef eitthvað sem hann vill tala um við þig. Móðir okkar myntist á það líka. Þau hafa verið að tala um við þig. Móðir okkar myntist á það líka. Þau hafa verið að tala um að koma því svo fyrir, að þú fáir Brenna.” “Eg? Nú?” “Föðurbróðir okkar er ekki sá sme hann hefir verið,” sagði Jói, alvarlega. “Eg veit ekki — en upp á síðkastið virðist hann vera svo niður- dreginn og þreytulegur. Eg býst við að hann hafi við einhverja erviðleika að stríða. Við get- um látið þessa byggingu bíða, eða hætt alveg við hana, eins lengi og þú kærir þig ekki um hana.” Þeir sátu þar æði stund og horfðu í eldinn, þar til Jói rauf þögnina, og sagði. “Svo þú kemur ofaneftir með mér á morgun?” “Nei, eg get það ekki,” svaraði Iva. “Það er nokkuð sem eg verð að —.” Hann stóð upp, og sneri sér frá Jóa, því hann fann að hann horfði rannsakandi á sig.” “Eg kem þegar eg get,” hann fór út og skelti hurðinni á eftir sér. Snemma næsta morgun fór Jói út og sótti hestinn og bjó sig til ferðar. Hann tók allt sem hann hafði komið með, og var þegar ferð- búinn. Iva var hjá honum, en sagði ekkert. “Svo þú ætlar þá ekki að koma með mér?” spurði Jói, og hottaði á hestinn að fara á stað. Iva svaraði engu, en ýlgdi brýrnar. “Jæja þá, jæja þá,” svaraði Jói. “En eg vildi að þú hefðir góða ástæðu fyrir því —” “Ástæðu? Hef eg ekki ástæðu?” og kreisti saman varirnar. Honum flaug sem snöggvast í hug að segja Jóa eins og var, en hann gat það ekki. Ekki núna. Ekki í dag. Hann horfði í þungu skapi á eftir Jóa, reka hestinn yfir lækinn, og hverfa inn á milli trjánna í skóginum. Svo liðu dagar og vikur, að Iva gat ekki ráðið við sig hvað gera skyldi. “Nú verð eg að fara,” hugsaði hann á hverj- um degi, en altaf kom eitthvað, sem honum íanst hindra sig. Hann fann altaf nýjar og nýjar afsakanir fyrir sig, og eftir því sem lengur leið, gleymdi hann oft í fleiri daga að hugsa um það. En þegar minst varði, skaut því altaf upp í huga hans — loforðinu sem hann hafði gefið Ola. Honum leið illa, þjáður af hugsýki, bíða bíða — en, eftir hverju, það vissi hann ekki. Bíða eftir einhverju sem gæti komið fyrir, eftir ein- hverju sem snerist honum til hags, einhverju, sem greiddi honum leið út úr þessum kröggum. Hann var að hugsa um hversu óbærilegt það yrði fyrir sig, að setjast að á Flaten, því hann gæti ekki hugsað sér að fara með dóttir húða- mannsins að Brenna! Hann mundi óljóst eftir föður Barbro. Hann var einn þeirra sem allir höfðu horn í síðu hans, hann hafði hrökklast út úr mannfélaginu, ekki sem menn vissu fyrir neitt sérstakt, hann var skoðaður sem bjáni, sem dró fram lífið með því að ganga frá einum bæ til annars til að kaupa húðir, hann var mjög hafður að háði og spotti, og hvervetna óvel- kominn gestur. Hann hafði aldrei neina peninga til að borga með fyrir húðirnar. Hann sagði bara að hann kæmi seinna, og þá skyldi hann borga. Hann var helst aldrei heima á Flater. Konan og krakkarnir unnu öll verkin, og önnuðust um búið. Iva, mundi ekki hvernig, húðamaðurinn, eins og hann var æfinlega kallaður, leit út. Hann hafði aðeins óljósa mynningu frá bernsku árunum, einhvern háan, litlausan volulegan mann, sem var að þrefa um verð á geitarskinni, úti á hlaðinu á Storgaarden. Honum var aldrei boðið inn þegar hann kom þar. Fólk sagði að hann væri ekki vel ráðvandur, og auk þess úði hann í lús, úr öllu þessu húða- drasli sem hann var að safna saman. Iva sá glögga mynd af því í 'huga sínum, hvernig fóikið mundi líta á sig, þegar hann yrði að fara til kirkjunnar til að láta gifta sig dóttir húðamannsins, af því að hann hafði verið búinn að gera hana ólétta. Hann sá augnaráð fólksins. Hann hætti að geta sofið, hann var að hlusta eftir því hvort hann heyrði ekki fótatak — kannske Ola væri nú kominn aftur. Eða kannske Ola hafi farið til móður hans, og Guttorms föðurbróðir hans, til að segja þeim hvemig komið var. Við þessar hugsanir braust út sviti á enni hans, og hann huldi andlitið í höndum sér. Ef hann hefði aldrei sagt það! Lofast til, í reiði, að giftast henni. Það hafði oft komið fyrir, að stúlkum voru gefnir talsverðir peningar til þess, að þær gætu keypt einhvern ungan mann til að gangast við faðerni, og þannig koma þeim úr klípunm sem barnið átti. Margt kom fyrir í einmanalegum afkimum, og seljum. Hann var ekki sá einasti. Því þurfti hann að líða fyrir það, þegar svo margir aðrir sluppu óátaldir? Fólk mundi bara hafa þetta að umtalsefni um stund, en svo gleymist það. , Hann hugsaði til Aine. Hún hafði verið í selinu dálítinn tíma þá um sumarið, en var nú farin heim. Iva hafði ekki séð hana. Hann lá og hugsaði um hana — um það þegar hún lá í örmum hans á leiðinni, er hann keyrði heim með hana af dansinum á Haugen Háa hvíta hvelfda ennið hennar, silkimjúka gula hárið, sem liðaðist svo fagurlega ofan á herðar henni, hið'mjúka hörund, sem hann snerti með hönd- um sínum, og sem hann mundi aldrei Þessar minningar vöktu bitran sársauka í huga hans. Bara hún hefði þá, ekki verið i sleð- anum hjá hónum. Haustið var þegar komið, og laufin á trjánum voru orðin gul. Næturnar dimmar ,og kaldar. Ljósgrá móða gufaði upp úr mýrum og keldum. Það var einn dag að Lykkje-Oli kom til hans. Hann bar riffil í ól á öxl sér, hann hafði lítinn grimman hreindýrahund í^bandi með sér, sem unum eins mikið ónæði, og flóin mönnunum. hann kallaði Fló, af því hann gerði hreindýr- Lykkje-Oli beiddi Iva að koma með sér á hreindýraveiðar upp í fjöllin. Hann sagði að Knut gamli hefði svo vonda gigt i öllum liða- mótum, að það væri ekki líklegt að hann gæti gramar farið á hreindýraveiðar upp í fjöllin. “Það er slæmt fyrir mig,” sagði Lykkje-Oli áhyggjufullur, “en hann er orðinn áttatíu ára gamall, svo það er ekki að undra þá Drottinn fari að kalla eftir skaðabótum fyrir það, hvernig hann hefur skeytingarlaust vanbrúkað líkama sinn í öll þessi ár, hvernig sem veður hefur verið.” Iva sagðist ekki geta farið með honum, að þessu sinni. Hann sagðist þurfa að bregða sér , ofan í dalinn. “Hvað ætlarðu að gera þangað?” spurði Lykkje-Oli og glotti. “Það eru ýmsir smámunir þar, sem eg þarf að líta eftir.” Lykkje-Ola veik talinu að því sem gerst hafði niður í dalnum síðan Iva fór uppeftir. Alt í einu, eins og hann hefði verið búinn að gleyma því, og andlitið varð að eintómurn hrukkum, sagði hann að það væri nýborin kálfur á Flaten. “Þú verður líklega beðinn að verða skýrnar- vottur, og halda honum upp á afturfótunum undir skýrnina, af því þú varst hérna í ná- grenninu í vetur,” sagði Ole, og hló. “Fólkið niður í dalnum var að geta þess til, að það væri hálfvitinn hann Sveinn, sem drukn- aði, sem ætti barnið, en eg trúi því ekki, getur þú trúað því?” Það kom hella fyrir eyru Iva, svo hann heyrði ekki nema nokkuð af því sem Ale var að segja. “Jæja, kvenfólkið er skrítið, en eg ímynda mér að það sé einhver af vinnumönnunum á Frette. Hann hefur ekki verið vöruvandur, hver sem hann er, sem gat leikið þann leik.” Iva gat ekkert sagt. Hann reyndi að hlægja, en gat það ekki, honum fanst eins og Ole horfa alveg í gegnum sig. “Það er slæmt fvrir hana,” gat hann loksins sagt. “Já, það er sannarlega slæmt fyrir veslings stelpuna,” sagði Ole alvarlega. “Það hefur varl ofan í sig að eta, og ekkert til neins. Hún var bjáni að fara að gefa sig við karlmanni. En við hverju var að búast, faðir hennar þótti ekki neinn vitsmunamaður heldur,“ hann klóraði sér í skegginu, og virtist vera að hugsa um eithvað. “Jæja, þú kemur með mér upp að selinu?” spurði hann. '“Viltu ekki vera hérna í nótt?” spurði hann. “Nei, eg verð að halda áfram, eg þarf að fara snemma í fyrramálið. Eg býst ekki við, að það sé neitt þar upp frá núna, sem þig langar að sjá,” sagði hann glottandi. “Eg þori að veðja' á það, að þér þótti ekkert að, að koma þangað í fyrrasumar.’ Hann stóð upp og leysti hundinn, sem var bundinn við rúmstöpulinn. “Líður þér vel,” sagði hann, og fór. Iva þótti vænt um að hann fór, honum var næstum ómögulegt að þola stríðnisglósur hans. Nýborinn kálfur á Flaten! Hann skifti um föt, setti allt í röð og reglu í kofanum. Hann faldi silfurbikarinn, undir rúminu. “Guð má vita hvenær eg kem hér aftur.” hugsaði hann. Hann fór niður að vatninu, og dró bátinn upp í naustið, og gekk frá honum svo hann fyki ekki. Sólin var að hníga til vesturs, og varpaði bogi var yfir vatninu, sem endurspeglaði sig eldrauðum lit á skýin, og fjallatindana. Regn- í því. “Það er komið kvöld,” hugsaði Iva, er hann gekk hemi að kofanum. Hann fleigði sér á hálminn í rúmstæðinu, í öllum fötunum. Úti var orðið dimt. og byrjað að rigna. Iva lá vakandi og horfði út 1 dimmuna, og hlustaði- á vindhvininn í skóginum allt í kring. Hann gat ekki sofið. Hann var að hugsa um ferðina sem lægi fyrir sér, undir eins og birti af degi. Það var komið kvöld, þegar Iva loksins komst út úr skóginum, og sá ofan að Flaten. Hann hafði verið lengi á leiðinni, því hann var leið- inni ókunnur og fór marga óþarfa króka. Hann vissi að það átti að vera götuslóði frá Bjarn- dalsselinu yfir að Flaten, en hann hafði ekki fundið hann. Hann var votur og sveittur. Það var hæg úðarigning, og þykk þokuslæða lá yfir öllum hæðum og fjöllum. Skamt fyrir neðan var Flaten — fáeinir lágir, gráleitir smákofar á milli stórra kletta, á græn- um túnbletti, sem lá utan í snarbrattri brekku. Á svolitlum akurblettum, var fáeinum korn- bindum hrúgað saman upp á viðar renglur til þerris. Hlykkjóttur grjótgarður lá niður að litl- um læk, sem rann með fossum og flúðum eftir bröttum dalbotninum, og skar í sundur engið. Gömul trébrú lá yfir lækinn. Við lækinn var gömul kornmylla, með sliguðu þaki. Raftarnir stóðu út úr þekjunni, og sumstaðar var þakið fallið inn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.