Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1944 3 Sr. Jakob Jónsson: Yfir Klettafjöllin F erðasögubrol. Það er ekki fyr en morguninn eftir, að lagt er af stið frá Wyny ard, að það vottar fyrir Kletta- fjöllunum í vestrinu, og upp frá því fer landið að smáhækka, og á áttatíu mílna vegalengd, fer lestin nálega 1100 elisk fet upp á við. Fyr á tímum höfðu hinir svonefndu Stony-Indiánar bæki- stöðvar sínar á þessum hæðadrög um og í dölunum milli þeirra. Voru þeir þá herskáir mjög, en nú eru þeir taldir standa einna fremst af þjóðbræðrum sínum að dugnaði og ötulleik. Þó er aug- ljóst, þegar farið er í gegnum Indíánabyggðirnar, að þeir eru hvorki þar né annars staðar bændur af lífi og sál. Þarna á hæðunum eru mörg örnefni tengd við þjóðsagnir og þjóðtrú Indíána. Þeir ímynduðu sér hæð- irnar í heild sem stóran risa. Þar eru Hné-hæðir, Handar-hæðir og Olnbogi. Ennfremur eru þar Andafljótin og fleiri slík nöfn. Eins og önnur náttúrunna^ börn, áttu Indíánar næma tilfinningu fyrir dulræni jarðarinnar og ófu hugmyndirnar um líf hennar inn í þjóðarskáldskap sinn. Sum ör- nefni þeirra eru yndislega fögur og skáldleg. Vatn eitt nefna þeir t. d. “Bros Guðs”. En nú sleppum við öllum hug- leiðingum um Indíánana, því að áður en varir erum við komnir að hinu mikla ríki Klettafjall- anna. “Skörðótt og hnjúkótt við himin- inn bera þau. Helming af vesturátt þversundur skera þau: Röð þessi að heiðhvítum hrönn- unum, kyngjunum, hnjúkum og strókum. — Úr blá- grýtis dyngjunum, rammbyggða heimsálfu-girðing svo gera þau.” fjallatindar og hlíðar. Eitt af því fyrsta, sem laðar að sér athygl- ina, eru þrír tindar á einum og sama fjallgarði. Bera þeir nafn- ið “The Three Sisters,” — syst- urnar þrjár. Sú hæsta af þess- um systrum er 9744 fet. Járn- brautarstöðin Canmore, skammt fyrir norðan, er 4297 fet yfir sjávarmál. Það, sem sézt af Ijall- inu er því á sjötta þúsund fet, sem sé 5448 fet, Skilst mér, að á þessum slóðum sé fjal'lið af öðru á svipaðri hæð, miðað við dal- botnana. Að ýmsu leyti eru Klettaíjöll- in ólík íslenzkum fjöllufm að svip og útliti. Fyrst og fremst er það sjálf hæð þeirra og fyrir- ferð, sem verður nærri því ógn- andi. Lestin heldur áfram klukku stund eftir klukkustund, nýir dalir, nýir hnjúkar, hamrar og þverhnýpi, síðan vötn, — og yfir þessu er sá fimbulsvipur, sem engin orð fá lýst. Það er eins og þessi ógurlegi fjallgarður sé gæddur undursamlegum, lífræn- um þrótti. Hann hefir séð kyn- slóðir koma og kynslóðir íara; hann sá Rauðskinnana elta fjalla geitur og vísunda; hann heyrði söngva gullleitarmannanna, og eftir mjóum stigum og bröttum brutust landkönnuðir trúboðar og verzlunarmenn. Síðast komu blásandi eimlestir og bifreiðar brunandi eftir mjóum sillum, þar sem farþegarnir loka augunum af ótta og ógn. En þó að menn- irnir hafi farið þessar ferðir, — og þó að þeir hafi byggt sér þar hallir og hreysi, stendur fjall- garðinum mikla á sama. Hann tekur hvorki eftir sumarhöll- ínni miklu við rætur Rundle- fjallsins. né litlu námu- og skóg- arhöggsþorpunum, sem nú standa auð og tóm og yfirgefin af mönn- um — íbúðarhús og kirkjur hinna horfnu íbúa standa með opnum dyrum og gapandi gluggum. Fjallgarðurinn er imynd hins hamslausa máttar. Yfir honum hvílir hin eilífa ró óbyggðanna, þrátt fyrir alt, — kyrð, sem djúp og sterk, að hin hæstu öskur eim- Þainnig kveður Stepban^G. pípunnar verða að andardrætti manns, sem sezt á stein til að hvíla sig og fer síðan burtu. Þú, sem þarna ferðast eri svo óendan lega smár, eins og lítið blóm, sem stór hnefi lykur um. Þessum hnefa er stjórnað af einhverjum, sem þú sérð ekki, og vöðvar hans titra af afli, sem þú þekkir ekki til hlítar. Hvað vill þetta stór- kostlega afl? Mun hnefinn mikli kreppast og kremja þig í sund- ur? Eða er hann að skýla þér, vernda þig og varðveita? Er hann að hlúa að því, sem lifir, — því sem er viðkvæmt og veikt? Líttu í kringum þig, og þá mætir auga þínu önnur opinberun þeirra kyngikrafta, sem hér eru að verki. Sjáðu gróðurinn, sem þessi Stephansson um Klettafjöllin. Kvæði hans er senmlega ort um vor, meðan enn bar mikið á heiðhvítum hrönnum, en að öðru leyti kemur lýsingin heim við reynslu ferðamannsins á hvaða árstíma sem er. Hafi verið snjór í fjöllunum, þar sem eg fór yfir þau, hefir það ekki verið meira en svo, að mig rekur alls ekki minni til þess. Annars er þetta fjallaríki afar víðlent og þess vegna fjölbreytt að útliti. Það hefir verið sagt, að Klettafjöllin mundu samsvara því, að hvorki meira né minna en 50 Svisslönd- um væri skeytt saman. Ferðin þvert yfir Klettafjöllin tekur nálega sólarhring, frá því að komið er upp að klifunum að I ógnarfjöll geyma? Upp eftir öll anctan til Uco nn W+in nAW um hlíðum) jafnvel upp a suma af hæstu hnúkunum eru breið- ur sígrænna skóga. Það eru barr skógar. Gróðurinn, sem er að sínu leyti eins mikilfenglegur og fjöllin sjálf, skapar hlýleik, sem vegur nokkuð upp á móti hinni köldu tign grjótsins. í vestur- hlíðum fjallanna naut meiri vara og loftslagið var mildara. Þar voru skógabreiður, sem mér var sagt að væru að jafnaði 250 feta austan og til þess er lestin nálg- ast fyrstu þorpin á laglendinu að vestanverðu. Til samanburðar má geta þess að ferð yfir Alpafjöllin (frá Lausanne til Como eða Ar- ona) mun aðeins taka fimm klukkustundir. Það er hrikalegur faðmur, sem opnast um leið og iestin smýgur inn í sjálf fjöllin. Annarsvegar eru furðulegustu klappir, með rósum og rákum, hins vegar Curlers' Red Cross Day © SATURDAY ® January 15th,1944 JOIN YOUR LOCAL CURLING CLUB IN THEIR DRIVE TO HELP PROVIDE 10,000 Red Cross Prisoner of War Parcels • Organizations in every community are urged to co- operate with the Red Cross Committee of the Manitoba Curling Association and make sure that every prisoner in enemy hands receives a Red Cross Prisoner of War Parcel each month in 1944. This space contributed by THE DREWHYS LIMITED MD118 háar. Það er ekki sízt hinn mikil- fenglegi skógargróður, sem gerir Klettafjöllin ólíkust íslenzkum fjöllum. En jafnvel þó að því væri ekki til að dreifa, er bæði litur og lögun frábrugðin. Grjót- ið er yfirleitt ljósgrátt að lit, bæði skriður og hamrar, en lög un fjallanna ákvarðast af því, að þau eru fellingaf jöll. Einhvern tíma fyrir örófa alda, og sjálf- sagt á óralöngum tíma, hafa þau umbrot orðið í jarðskorpunni, að björgin hröngluðust upp, eins og t. d. ís á vatni, þegar stormur og straumur knýr hann upp að landi. Hamrabelti, eitt upp af öðru, eins og algeng eru í ís- lenzkum fjöllum, hjallar og stall- ar, rákir, sem .liggja samsíða eftir endilöngum fjallgörðunum, i þetta sá eg ekki í Klettafjöllun- um. Ein fjallshlíð var það, sem að lögun minnti mig mest á hlíð- arnar hér. Það var hlíðin upp af hinu stórkostlega gistihúsi og sumarhöll í Banff. Inni í miðjum fjallaklasanum stendur smábærinn Banff. Bær- inn sjálfur mun ekki fara mikið fram úr Vestmannaeyjum, en á sumrin koma þar og fara menn hundrðum saman á hverjum degi. í Canada eru emn eða tveir þjóðgarðar í hverju fylki. Eru til þeirra valdir hinir unaðsleg- ustu staðir, sem síðan eru varð veittir eins og náttúran hefir frá þeim gengið, að svo miklu leyti sem unt er. Þangað eru lagðir afbragðs akvegir. Þar eru byggðir sumarskálar og gistihús. Íþróttavöllum er komið upp og reynt eftir megni að skapa skil- yrði fyrir skemmtilegu útilífi. Meðan fólk dvelur þarna, er því gefinn kostur á ýmiskonar að- stoð og þægindum, allt frá því að fá að elda mat sinn sjálft í almenningseldhúsum og til þess að vera borið á höndum fyrir tugi dollara á sólarhring. Fylgd er mönnum veitt, ef þeir vilja fara í gönguferðir, útreiðatúra, bátsferðir eftir fljótum og vötn- um o. s. frv. í Banff fór eg af lestinni. Hafði ákveðið að dvelja þar einn sólar- hring. Nú labbaði eg einn míns liðs ofan í bæinn. Engan þekkti eg þar, og óskaði þess með sjálf- um mér, að þeir sem mér væru kærastir heima á íslandi, gætu notið þess með mér að sjá alla þá dýrð, sem fyrir augað bar, hvert sem eg leit. En ísland var nú orðið ónotalega fjarri. Vinir mín- ir í Winnipeg höfðu sagt mér frá einum Islendingi, sem ætti heima í Banff. Væri það ung kona, sem héti Mrs. Margrét Moore, og ætti skozkan mann, er ynni í harð- vörubúð. Er það skemmst af að segja, að eg hafði upp á þeim hjónum og tóku þau mér opnum örmum. Borðaði eg ágæta máltíð á heimili þeirra, og dvaldi með þeim mestalt kvöldið unz eg fór vfir á gistihúsið, þar sem eg hélt til um nóttina. Þau hjónin gáfu mér góð ráð um það, hvernig eg skyldi verja tímanum, og komu sjálf með mér eftir vinnu- tíma á ýmsa staði, sétn vert var að sjá. Mrs. Moore er fædd og uppalin í Reykjavík og á þar náið skyldfólk. Eitt atvik verður mér lengi minnisstætt frá þessum degi á heimili þeirra, og þó að það þyki, ef til vill barnalegt og ekki mikils vert, ætla eg að rifja það hér upp. Lítill drengur, son- ur þeirra hjóna, átti að fara að sofa, að loknum kvöldverði. En snáðinn var nú ekki alveg á því að fara undir eins inn á drauma- landið. Þá segi eg við hann eitt- hvað á þessa 4eið: “Heyr þú mig, lagsmaður! Eg fer aftur til íslands. Þar eru litlir drengir, sem eru frændur þínir, og þegar eg næ til þeirra, skal eg segja þeim, að eg hafi hitt lítinn fslending í miðjum Klettafjöllum, og hann hafi farið að sofa undir eins og honum var sagt.” Drengurinn var, eins og vænta mátti, stundarkorn að átta sig á því, hvílíka þýðingu þetta hefði fyrir mann, sem ekki gilti einu um heiður sinn og vildi hljóta frægð og álit í öðrum löndum. Loks sá hann þann kost vænstan að leggjast út af á koddann sinn. Og við rúm litla fslerdingsins sat eg, meðan rökkrið var að síga yfir fjöll og fagra dali. Eg raul- aði íslenzku vögguljóðin um álft- irnar, sem kvaka, lítil börn, sem loka augunum og látast sofa, — og börnin, sem ramba fram á fjallakamba og leita sér lamba. Það var undarlegt að raula þess- ar vísur yfir íslenzku barni, svona langt burtu frá landinu helga, og á þessu augnabliki held eg, að eg hefði feginn skipt á Klettafjöllum og Kyrrahafi fyr- ir það að sitja við rúm lítilla barna heima á íslanai og syngja bí-bí og blaka, meðan rökkrið væri að hjúpa jörðina sinni mjúku skikkju. Skinfaxi. Wartime Prices and Trade Board “Gleðilegt og sigursælt nýár!” heyrist á allra vörum, en orðin tóm eru ekki nóg, við verðum að vinna að því á allan hátt að þjessi ósk rætist, með því að láta alt það er flýtir sigri og stríðslokum sitja í fyrirrúmi. Við skulum á- etja okkur að leggja enn meira í sölurnar, á þessu komandi ári, en nokkru sinni áður, og kaupa fleiri Victory Bonds og War Saving Certificates. Við skulum ásetja okkur að fylgja öllum skömtunarreglugerð um eins vel og okkur er unt, að spara sem mest svo að ekkert fari til ónýtis, að hagnýta okkur alt nothæft efni sem við höfum við hendina svo ekki þurfi að kaupa nýtt. Að kaupa ekki nema það sem við nauðsynlega þurf- um með og aldrei meira en þarf. Að hafa gætur á vöruverði og segja til ef nokkur óleyfileg verð hækkun hefir átt sér stað. Með öðrum orðum, við skulum öll styðja stríðssóknina af fremsta megni. Spurningar og svör. Spurt. Matsalinn sem eg skifti við heimtaði tvo D seðla fyrir tólf únzu glas af Cranberry Sauce. Eg hélt að það þyrfti ekki nema einn. Svar. Þú hafðir rétt fyrir þér. Það þarf ekki nema einn D seðil fyrir hverjar tólf únzur. Fyrir 3. des. fengust ekki nema tíu únzur en þessu var þá breytt í tólf. Spurt. Má eg fá vörur fyrir lausa skömtunarseðla sem mér eru sendir af skyldfólki mínu, sem býr í Austur-Canada? Svar. Lausir seðlár eru ekki gildir. Þeir eiga að vera losaðir úr bókinni í viðurvist kaup- mannsins. Surt. Er tomato-safi skamtað- ur? Svar. Tomato-safi er talinn með niðursoðnum ávöxtum. Þessi matur er ekki skamtaður, en birgðir eru svo takmarkaðar að það fæst ekki nema mjög lítið í einu. Spurt. Eg hefi nú framreitt tuttugu og sjö máltiðir til her- manna og hef gulu spjöldin því til sönnunar. Get eg beðið um eintóman sykur í aukaskamt, ef svo, hvernig fást seðlarnir? Svar. Þú verður að fara með eða senda spjöldin á næstu skrif- stofu Local Ration Board. Ef alt er í lagi þá færð þú tveggja vikna skamt fyrir hverjar níu máltíð- ir. Þú mátt velja hvaða vöruteg- und sem þú vilt. Þú hefir tutt- ugu og sjö máltíðir á spjöldun- um og getur því fengið þrjá sykurseðla ef þú vilt; einn fyrir hverjar níu máltíðir. Spurt. Er nokkuð hámarksverð á ís úti um landsbygðir? Svar. Hver sem selur ís, verð- ur að halda sér við það verð er hann seldi fyrri á hámarkstíma- bilinu, og fær ekki að hækka verð nema með sérstöku ieyfi frá W. P. T. B. Spurt. Megum við strokka smjör til heimilisneyzlu? Svar. Já. Ef þú lætur skrásetja þig hjá Local Ration Board, og gefur þeim skýrslu mánaðarlega. Kjötseðlar númer 33. Smjör- seðlar 44, 45. Sykurseðlar 23, 24. D seðlar 10,11 og Kaffi-te seðl- ar 26, 27 ganga allir í gildi fimtudaginn 6. janúar 1944. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. BRACKEN BROADCASTS Hvert fimtudagskvöld C K R C 9.15 og stuttbylgjustöð CKRO 6. janúar Mrs R. F. Rorke “Skólinn gengur fyrir” 13. janúar Umræður meðlima í New Democracy Club Manitoba háskólans. Business and Pri ífessional Cards Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MANITOBA FISHERIES WINNIPKG, MAN. T. •.fícróovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýian og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusimi 25 355 Heimasími 55 463 Itleiiets Situllos /jlll, (arjest PhefopuwhicOijanijaiwnTh Canaeta •224 Notre Dame- Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stofnaö 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. PHONE Tfi^P ;fm 96 647 m G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H Pape, Manapinp Directoi Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur löpfrœOinpur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165C Phones 95 052 og 39 043 Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DKUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali F61k getur pantað meCul og annað með pöstí. Fljðt afgreiðsla. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOinpar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Stmi 98 291 J. J. SWANSON & CO. I.TMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot. vega peningalán og eldsáhyrgð bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 • DR. B. J. BRANDSON 308 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Crvals blágrýti og Manitoba marmarl SkrifiO eftir verOskri GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnlpeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfml 86 607 HeimiUs talstmi 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surpeon 602 MEDICAL ARTS BLDG Síml 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 * DR. ROBERT BLACK Sárfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalsthni — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi 22 261 Heimilisslmi 401 991 Frá vini Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREBT íBeint suður af Bannlng) Talsfmi 30 877 • Vlðtalstfmi 3—6 e. h % %'Ö° V 6UNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Winnipeg Htanagcr, T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.