Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1944 5 fullu frjálsræði. Því svarar P. B. og segir að áreiðanlegum farand- mönnum beri saman um að þar sé deilt meira á stjórnarfarið en í nokkru öðru landi í víðri ver- öld. Ekki hefur Duranty þessa sögu að segja. í sambandi við málaferlin 1937—38 og óánægju fólksins út af þeim, segir hann: “Það (fólkið) gat ekki látið í ljós það sem því bjó í brjósti, því það málfrelsi sem við þekkj- um er alls ekki til á Rússlandi.” Ennfremur: “Stalin var og er í dag hjarta Rússneska ríkisins svo andstaða gegn honum í orði eða verki, er landráð og dauðasök. Stalin táknar flokkslínuna. — Andstaða gegn Stalin er and- staða gegn flokkslínunni, en það er verra en glæpur. það er hofuð- synd.” Það voru einmitt þeir sem óánægðir voru með Stalin og stjórn hans, sem sendir voru í útlegð eða teknir voru af lífi. Þar sem Stalin sjálfur hefur hrósað Duranty fyrir vandaðan fréttaflutning, hlýtur P. B. að taka orð hans trúanleg. Og vill þá P. B. ennþá staðhæfa að hon- um, sem Rússneskum borgara myndi óhætt að deila á stjórnar- völdin þar, myndi hann mega tala eins óvirðulega um Stalin eins og hann leyfir sér að tala um okkar ágæta forsætisráð- herra McKenzie King? Og treystir nú P. B. sér til að bera á móti því að Stalin sé einræðis- herra, og stjórn hans einræðis- stjórn? Nú skal snúa sér aftur að hin- um canadislcu kommúnistum. Á- stæðan sem P. B. gefur fyrir því að þeir voru andvígir stríðssókn- inni fyrstu tvö árin, meðan Rúss- ar voru bundnir samningum við Þýzkaland, er sú, að þeir gátu ekki séð neinn mismun á hug- sjónum stríðsaðila og litu svo á að verið væri að efna til annars veraldarstríðs fyrir gig. Eru P. B. og skoðanabræður hans svo djarf ir að halda því fram að engin mismunur sé á hugsjónum lýð- ræðisþjóðanna og hugsjónum og kenningum nasizta? En svo var þetta ekki aðallega hugsjóna spursmál. Það stóð þannig á, að ofbeldisþjóðir höfðu lagt undir sig hverja þjóðina af annari með þeim ásetningi að leggja undir sig allan heiminn. Okkar land var í hættu eins og önnur lönd. Spursmálið var því einfalt. Eig- um við að verja land okkar gegn ofbeldisþjóðunum? Kommúnist- ar svöruðu þessari spurningu með því að hjálpa óvinunum. Með svæsnum áróðri reyndu þeir að vekja sundrung og veikja stríðssókn þjóðar sinnar. Svo snerust þessir menn allir í senn, og á sama augnabliki og nú eru þeir “manna ötulastir að reka stríðsmálin til sigurs”. Hvað olli þessum snöggu sinna- skiftum? P. B. segir að ástæðan fyrir þessum sinnaskiftum hafi verið sú “að stefna samherja breittist”. Þetta er nú frekar bágborin og léttvæg afsökun. Ástæðan fyrir hugarfarsbreyt- ingu þeirra var auðvitað sú, að nazistar réðust inn í Rússland. Það kom við hjartað í þeim. Svo kvartar P. B. um að ekki sé lyft banninu af þessum flokk. Eg veit ekki annað en búið sé að “fyrirgefa” þeim öllum. Tim Buck fer ljósum logum um alt landið; hann flutti ræðu í aðal- samkomuhúsi Winnipeg-borgar fyrir stuttu og það amaðist eng- inn við honum. Kommúmstar voru hér í kjöri í bæjarráð og blöð þeirra og bæklingar eru í umferð. Sú eina breyting sem eg hefi orðið vör við er sú, að þeir hafa orðið að breyta um naín og kalla sig nú Labour-Progressives en það ætti ekki að vera þeim mjög á móti skapi, þeir breyta oft um nöfn á hinu og öðru og kæra sig kollótta þótt nafnið eigi ekki við hugtakið. Til dæmis kallar P. B. kommúnista lýðræðis sinna. í grein þessari hefi eg skýrt frá mörgu sem mér finst miður fara hjá Rússum, í þeim tilgangi að reyna að sljákka dálítið trúar- ofstæ'kið í þeim kommúnistum Þessi mynd sýnir Spitfire og ME. 109 sprengjuflugvélar hlið við hlið á flugvelli á Sikiley. sem kunna að lesa grein mína. Eg hefði viljað segja, líka, frá ýmsu í stjórnarfari Rússa og menningu, sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar og lært af en það yrði of langt mál. Vissu lega er margt vel um hina Rúss- nesku kommúnista og ættu menn að varast að dæma þá eftir þeim kommúnistum sem fyrirfinnast hér, því þar er um tvent ólíkt að ræða eins og eg hefi þegar bent á. Þessir kommúnistar hér eru öfgamenn, alt er í þeirra aug- um annaðhvort hvítt eða svart. Þeir krefjast þess að menn annað hvort dýrki Rússa eða séu hat- ursmenn þeirra. Þannig reyna þeir að flokka menn og skipa þeim í tvær fjandstæðar herbúð- ir. Fyrir þessa ástæðu reynir P. B. að leggja út grein mína sem hatramlega árás á Rússa, sem auðvitað er fjarri sannleikanum. Rússneska þjóðin er samherji okkar í þessu stríði. Hún á skilið óskift þakklæti okkar fyrir sína hetjulegu vörn og hernaðarafrek. Við æskjum þess að vinsamleg samvinna við Rússland haldi áfram að stríðinu loknu. Slík samvinna hepnast aðeins með því móti að við lærum að þekkja og skilja þjóðina. Þekking og skilningur byggist á staðreynd- um en ekki áróðri. Við Canadiskir borgarar ætt- um að vera á verði gegn því að þessi öfgaflokkur — Canadiski kommúnistaflokkurinn spilli með áróðri sínum vinsamlegri sam vinnu okkar við samherja okkar — Rússland. Ingibjörg Jónsson. Sagan af Jóni á Botni Einu sinni var maður nokkur á Botni í Þorgeirsfirði. Hanri var farinn að eldast, en var ógiftur og bjó með móður sinni, sem var orðin gömul. Jón var nú farinn að lang^ til að giftast, svo að hann fer til sóknarprestsins og ber upp fyrir honum vandræði sín, en svo segir hann presti, að hann vilji ekki aðra konu en þá, sem lítið þurfi að borða. Prestur segir honum, að hann skuli koma með sér til Flateyjar næsta sunnudag, því hann ætli að messa þar. Nú líður vikan og er Jón kom- inn snemma á laugardag, og leggur þar af stað. Nú segir prest ur við Jón: “Þú skalt fara upp í Útibæ, en eg verð í Neðribæ. Bóndinn í Útibæ á dóttur, sem er vel að sér bæði til munns og handa og er gott búkonuefni. Þú skalt taka vel eftir henni, og geðjist þér að henni, þá skal eg bera upp bónorðið fyrir þig”. Jóni þykir vænna um þetta en frá verði sagt, og þegar þeir koma austur, fer Jón upp í Úti- bæ, eins og prestur hafði sagt honum, og biður að lofa sér að vera, og var það auðsótt mál. Sér Jón nú stúlkuna og lízt prýðisvel á hana. En um kvöldið kemur prestur í Útibæ, og meðal annars fer hann eitthvað að gaspra við stúlk una og segir henni, að hún skuli ekki borða mikið í kvöld. Eftir að prestur var farinn, fer stúlk- an ^ð hugsa um, hvað hann hafi meint með því að segja að hún skyldi ekki borða mikið, en þá dettur henni Jón i hug, og hafði hún heyrt, að hann væri að reyna að útvega sér konu, og hugsar, að ef hann sé kominn í slíkum erindagjörðum til sín, þá skuli hún nú leika á hann. Nú líður að kvöldverði. Var þá skamtað í öskum, eins og siður var í gamla daga, og ber stúlkan þá inn; kemur hún fyrst með 4 marka ask og setur hann á pall- skörina; og í hvert skipti, sem hún kemur inn með ask, sýpur hún á askinum, og þegar hún er búin að bera inn askana, þá er hún búin úr askinum á pall- skörinni. Þegar farið er að borða, kemur stúlkan til móður sinnar og segist vera hálf svöng ennþá; móðir hennar segir, að það geti varla verið, hún sé búin að borða svo mikið. En sannleikurinn var nú sá, að stúlkunni var orðið ilt af matarátinu, svo að hún mátti leggjast fyrir. Morguninn eftir kemur Jón snemma foan í Neðribæ til prests og biður hann í Guðs bæn- um að hætta við bónorðið, því sér lítist ekki á, hvað mikið hún þurfi að borða, því hún hafi nú reyndar lokið úr 4 marka aski í gærkvöldi og ekki fengið. nóg. Rœða Magnúsar Sigurðssonar í Atlantic City 1 Síðastliðinn föstudag ávörp- uðu þeir Magnús Sigurðsson, fulltrúi íslands, og Henrik De Kauffmann, sendiherra Dana í Washington, stjórnarráðstefnu Hjálpar- og viðreisnarstarísemi hinna Sameinuðu þjóða, en þann dag kom ráðstefnan saman á 5. fund sinn. Útdrættir úr ræðu Magnúsai Sigurðssonar fara hér á eftir: — Eg gleðst yfir hinum mikla sóma, sem þjóð minni hefir cqjúð sýndur, með því að vera boðin þátttaka í þessari mikilvægu ráð- stefnu. íslendingar eru fámenn þjóð — að líkindum fáménnasta þjóð- in, sem á fulltrúa á þessan ráð- stefnu. Til að byrja með höfum við komið hingað' til þess að hlusta, sjá og læra, svo að við séum betur undir það búin að veita aðstoð okkar við úrlausn hinna yfirgripsmiklu vandamála, sem ' fyrri þessari ráðstefnu liggja- íslendingar hafa orðið að reyna margskonar harðindi. Hungurs- neyð og aðrar plágur hafa þjáð íslendinga síðustu tvær aldir. Harðindi þau, sem íslendingar hafa komist yfir, hafa kent þeim gestrisni og gert þá fúsa til þess að veita þeim, sem þjást hafa af einhverskonar plágum, hjálp sína og aðstoð. Hinn fúsi vilji íslend- inga til þess að hjálpa þeim, sem illa eru leiknir, er af mörgum þjóðum óvenjulegur samanborið við fólksfjölda landsins. Það er því engin furða, þó að okkur sé það gleðiefni að fá tæki- færi til þess að taka þátt í hjálp- ar- og viðreisnarstarísemi þeirri, sem þessi ráðstefna mun leggja fram áætlanir um. Við höfum með miklum áhuga fylgst með hinum mannúðlegu vonum, sem tengdar hafa verið við þessa ráð- stefnu. Það er innileg von okkar, með almennu samþykki og öruggri samvinnu, að þessi ráðstefna verði hjálpar- og viðreisnarstarf- seminni gagnvart hinum her- numdu þjóðum til góðs. Um leið og eg ber fram þessa von mían, vil eg ljúka þessum orðum mínum með því að ítreka enn þakklæti þjóðar minnar fyr- ir, að henni skyldi gefast tæki- færi til þess að taka þátt í þessari ráðstefnu. Kauffmann sendiherra fórust orð á þessa leið: — Danmörk er nú þannig sett að ladið hefir engri stjórn á að skipa, hvorki heima fyrir eða erlendis. Þar eð Þjóðverjar hafa öll völd heima fyrir og engin dönsk stjórn hefir verið mynduð erlendis, vil eg votta yður þakk- læti mitt, yfir því að hafa verið boðinn á þessa ráðstefnu. Ef hin illa leikna Danmörk gétur, að ó- friðnum loknum, fengið innflutt nægilegt fóður handa nautgrip- um sínum, þá bendir alt til þess, að Danmörk geti tekið þátt í hjálparstarfseminni eftir stríðið. Mbl. 12. nov. NÝTÍSKU SKIPASMÍÐASTÖÐ VIÐ ELLIÐAÁRVOG. Fram er komið á Alþingi frv. um breyting á hafnarlögum fyrir Reykjavíkurkaupstað, flutt af sjávarútvegsnefnd Ed. Frumvarp þetta er samið af milliþinganefnd, sem atvinnu- málaráðherra skipaði á þessu ári, en hlutverk nefndarinnar var að gera tillögur um byggingu og rekstur fullkominnar skipasmíða stöðvar í Reykjavík. 1 nefndinni áttu sæti þessir menn: Gísli Jóns- son alþm., Pálmi Loftsson for- stjóri, Arnfinnur Jónsson kenn- ari og Jón Axel Pétursson hafn- sögumaður. Tillögur nefndarinnar miða að því, að Reykjavikurbær komi upp fullkominni skipasmíðastöð við Elliðaárvog, en ríkissjóður styrki þær framkvæmdir í sama hlutfalli og aðrar hafnargerðir. SENDISVEIT ÍSLANDS í LONDON FÆR NÝTT HÚS. í bréfi frá London er þess getið að sendisveit Islands þar í borg muni innan skams flytja úr húsi því sem skrifstofur og bústaður sendiherrans hefir verið, í nýtt hús, sem íslenzka stjórnin hefir fest kaup á fyrir sendisveitina. Er þetta nýja hús skamt frá Buckingham-höll. Ekki fylgir það fregninni hvenær sendiherrann og skrifstofur sendisveitarinnar flytji í nýja húsið. Mbl. 12. nóv. Kona, sem hafði verið í ákafri orðadeilu við mann sinn, endaði ræðu sína með þessum orðum: “Það er eins og eg hefi sagt, að allir karlmenn eru heimskingj- ar.” Maðurinn: “Nei, þetta er nú ekki allskostar rétt hjá þér. — Eg þekki marga menn, sem aldrei hafa gift sig.” Mbl. 12. nóv. KAUPIÐ, LESIÐ, BORGIÐ LÖGBERG BÆNDUR OG VINNUMENN ÞEIRRA GRŒÐA PENINGA á skógarhöggi til pappírsgerðar Brýtur ekki í bága við undanþágu frá herœfingum Gott fœði - Góð aðbúð Séð fyrir ferðalögum Frá þessum tíma og til vors, er þér hverfið heim til bændabýlis yðar, getið þér aflað aukapen- inga, er þér þarfnist. Samþykt af: A. MacNAMARA Director of National Selcctire Service THE PULP AND PAPER INDUSTRY OF CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.