Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1944 7 ARFURINN Rannveig K. G. Sigurbjörnsson. í minningu um æ&kuvinstúlku mína, sem farin er yfir. R. K. G. S. I. kafli. Smalaferð. Smalastúlkan frá Stórafelli, þaut léttilega yfir lyngvaxna mó- ana og hóaði saman fénu. Að því búnu settist hún niður, til þess að laga skóna sína. En vor- blíðan heillaði svo huga hennar, að hún gat ekki haft augun á því. Fjöllin mændu þögul, og tígu- leg mót himninum, þannig höfðu þau mænt um ómuna aldir og þessi dýrðlegi vormorgun var þess ljós vottur, að himininn hafði ekki brugðist þeim, þau voru bókstaflega “sveipuð” gulli morgunsólarinnar. Það var líka dalurinn allur fyr- ir neðan, og fellið stóra, eða fjall- dalurinn fyrir ofan. Þá báða gat að líta af fellsbrúninni. Eftir þeim neðri rann á til sjávar, ofg vajr sálungur í. Á Fellsdalnum var silungsvatn og margar ár og lækir, smærri og stærri, sem runnu í gegn um það í ána niður í dalnum. Siiungurinn gat því ferðast upp og ofan fjallshlíðarnar, eftir vatnsföllum þessum, eða svo virt ist sem hann gerði það. Á Fjalla- dalsvatninu bjuggu álftir. Þær sáust sjaldan niður í bygð. En smalastúlkan frá Stórafelli, hugsaði ekkert ákveðið um sil- unginn þenna morgun né um álftirnar. Hún rendi augum yfir alla dýrðina, sem fyrir bar og andaði feginsamlega andvaran- um, sem leið ljúflega yfir, og var sem hann hvíslaði að hverri hríslu og hverju strái, að líta upp; þurtka af sér daggartárin, sem glitruðu á hverju þeirra og þiggja kossa morgunsólarinnar. Hlíðarnar litu því út, eins og gegnsæir gulli sveipaðir smaragð ar, en lækirnir trítlandi og hopp- andi niður eftir þeim, eins og dreglar af silfri. Blár bekkur fjalla á milli, út við sjóndeildarhringinn, gaf til kynna, að jörðin væri ekki öll fjöll og dalir. Þar sást á hafið. Það mikla haf. Hvað var fyrir handan þetta haf? Þjóðir — menn — unglings- stúlkur eins og hún? Sjálfsagt. Myndu þær vera eins einmana og hún. “Mamma, ef eg bara gæti fund- ið höndina þína, hlýja og mjúka, — komið allra snöggvast til þín. Fengið að kyssa þig og faðma, fundið hönd þína klappa mér. Hún sem altaf var svo mjúk, þó hún væri sífelt í striti.” , “Nei, þetta dugar ekki.” Hún flýtti sér að binda á sig skóna, en tárin komu samt fram í augu hennar. Hún rendi augum til hafsins. Þetta mikla úthaf, sem bar svo marga af sonum og dætrum landsins í burtu. Það setti að henni grát. Hún fleygði sér nið- ur á lyngþúfu. “Æ, nei, góði Guð, lof mér að hvíla hér við moldir ástvina minna.” Það marraði góðlátlega í lyng- inu, en Þórunn gal því engan gaum. Hugurinn flaug með hana út úr morgundýrð sumarsins og inn í dimmu og nepju so,rgar vetrarins mikla. þegar hún misti bæði föður og móður. Hann stað- næmdist við banabeð móður hennar. Hann rifjaði upp fyrir henni orð hinnar deyjandi móð- ur. “Sárt er nú að skilja við þig, elsku barn, en eg hugga mig við það, að í sál þína hefir verið sáð þeim frækornum, sem bera ávexti til blessunar, frá tíð þinni og inn í eilífðina. Þú veizt að Jesús kom í heiminn ti'l þess að deyja okk- ur til frelsis. Hann kom líka til þess að kenna okkur hvernig við ættum að lifa og deyja. Guð elskaði okkur að fyrra bragði og Jesum Krist þyrsti í að frelsa sálir okkar, gerir það enn. Hugsaðu um þetta, því með því einu móti getur þú bægt hatri burtu úr sál þinni, þegar aðrir gera þér rangt til. Gerðu engum mein, vertu væg í dómum, haltu uppi hluta sannleikans eftir mætti og vertu ekki heiftræk- in. Hatur eitrar sál þess er elur það, en umburðarlyndi bugar all- ar þrautir. Lærðu að sigra sjálfa þig, það er stærsti sigurinn. Til þess að geta þetta, þarftu um fram alt að biðja Guð. Vertu bænrækin. Þegar þú ert ráða- laus eða örvingluð, þá spurðu sjálfa þig: Ef Kristur væri hér, hvað myndi hann ráða mér til að gera? í bæninni til Guðs færðu svar- ið. Þú verður leidd eins og ein- ungis vizka og náð Guðs geta leitt.” Þetta fór alt með eldingshraða gegnum sál Þórunnar. “Mundu það — Þórunn — að þegar neyð- in er stærst, — er hjálpin næst. — Guð bregst aldrei. — Drott- inn minn og frelsari, verndaðu barnið mitt.” Það voru andlátsorð hennar. Sólin var horfin Þórunni, fyr- ir þessa stund, og öll vordýrðin, en litla ljóstýran í öðrum báð- stofuendanum, var komin og myrkrið og sýkin, sem sleit af henni ástvinina, sveipaði sér um sál hennar. Hún hrökk upp. Snati gó og lét óðslega. Hann hentist niður allar hliðar, og hætti nú að gelta í miðju kafi. Féð? Það labbaði þarna í halarrófu niður gömlu fjárgötuna. Þórunni létti. Hún þurkaði af sér tárin í snatri og fþr á eftir búsmala sínum. Á vetfangi fór nú af því spektarsvipurinn. Það þeyttist um allar jarðir útaf fjárgötun- um. Þórunni þótti þetta undrun sæta og herti enn á hlaupunum. Hún kallaði á Snata sér til full- tingis, en hann gegndi engu nema að hlaupa sem af tók, nú með gleðigjóstri niður á alfaraveg. “Hvernig stendur á öllu þessu? Nú, ókunnur hundur hlaupinn í féð og Snati hlaupinn á brott. Mig undrar ekki. Það fer einhver eftir veginum. Hann á líklegast hundinn. En því skyldi Snati fara til hans? Þórunn horfði á féð. kallaði á Snata, sneypti ókunna hundinn. Eg vona að hann rífi ekki ærnar. Eg vildi þessi maður flýtti sér framhjá. Eg vil þó sannarlega ekki mæta honum, hún tautaði þetta við sjálfa sig. En sér til undrunar og ama sér hún að maðurinn stöðvar hestinn og stígur af baki. Snati lét hinum mestu fagnaðarlátum utan um hann. Komumaður hélt taumunum upp á makka hestsins með ann- ari hendi, með hinni klappaði hann Snata. Hann kallaði á ókunna hund- inn, sem gegndi illa. Þá kallaði hann til þórunnar. “Það er bezt fyrir yður að koma hingað og taka Snata á meðan eg ríð heim fyrir, þá get- ið þér sent hann fyrir féð.” Þórunni rann í skap. Hvaða maður var þetta, og hvað var hann að skipa henni fyrir verk- um? Hún hélt sig meðfram hliðinni og lét sem hún heyrði ekki. Féð réttist við, þegar ókunni hundurinn fór úr því. Þetta var líka um stekkjartímann, og þó búið væri að stía nokkuð iengi, voru ærnar heimfúsar. Móður-' ástin, sem lömuð hafði verið með ofbeldinu og sultinum lét nú til sín taka á ný, er heim á leið kcfm, og féð rann í áttina til stekksins. En Þórun komst ekki framhjá manninum, sem beið þar til hún kom niður á jafnsléttu. Fjárgötur og þjóðvegur runnu þar saman í eina götu, alfara- götu. “Góðan daginn,” sagði hann. “Daginn”, ansaði hún. Þórun var fálát að jafnaði, einkum við ókunnuga, og helm- ingur kveðjunnar fanst henni nú nóg. “Þér eruð frá Fjalli?” “Já.” “Hvernig líður þar?” “Vel.” Þórunni fanst alt í einu. hún kannast við málróminn, já og andlitið líka. “Þér þekkið mig náttúrlega ekki,” spurði hún brosandi. “Eg hefi aldrei séð yður fyr,” ansaði hún og hélt leiðar sinnar. Komumaður sté þá á bak hesti sínum og hélt áfram ferðinni. “Sú þykir mér ekl<i skraf- hreyfin,” tautaði hann við sjálfan sig. “Hvar ætli mamma hafi feng ið hana?” “Skyldi hún hafa grátið af því hundurinn fór í féð?” “Hann kann sig ekki hér”. Svo byrjaði komumaðurinn að raula lag og horfði upp í hlíð- ina. “Hver gat grátið á slíkum stöðvum?” Enn byrjaði hann að syngja: “Ó fögur er vor fósturjörð.” En áður en hann komst langt út í erir.dið voru þeir Lúði, sem var danskur, og Snati sem nátt- úíiega var íslenzkur, farnir að ræða sín mál á sína vísu. Og hvort sem það var nú stjórnar- skráin, landbúnaðurinn eða sjávarútvegurinn, eða hvað ann- að, sem það kann að hafa verið, sem þeir rifust um, þá varð komu mðaur að stíga af baki, og láta þann danska, sem var stór ribb aldi og hafði þrátt fyrir góðan vilja Snata, komið honum undir, kenna á svipunni, svo orustan yrði til lykta leidd. Og þegar komumaður enn nú var kominn á bak, hleypti hann hestinum og var horfinn á svipstundu. Þórunn sá hann hverfa heim fyrir leitið. Þekti hún hann? Því skyldi hún eiga að þekkja hann? Hún, sem aldrei hafði séð hann. Auðvitið vissi hún nú, hver hann var. Mundi alt í einu eftir því, áður en hún sá hann, og þóttist vita það, áður en hún sá hann. — Vissi það þá. Var ekki fríðleiki húsfreyj- unnar í Stórafelli, auðsær á and- liti hans? Og tignin úr látbragði henn- ar og limaburði. Hann var bara ekki eins hörkulegur, stoltlegur. Hann var mikið þýðlegri. Ekki nærri eins stoltlegur. Hann var fallegur. Alt öðruvísi en allir aðrir menn, sem hún hafði nokk- urntíma séð. Mikið fallegri en þeir. Um það var ekki að villast. Já, auðvitað vissi hún hver hann var, en hana varðaði ekkert um hann. Hún mundi það alt í einu, eftir að hann kallaði til hennar, áð hans var von, en ekki fyr en á morgun eða næsta dag þar á eftir. Það hafði verið hafður viðbún- aður til þess að tak^ á móti hon- um. Þetta datt alt úr huga henn- ar um morguninn. Henni kom það heldur ekkert við. Það var enginn viðburður fyrir hana, að sonur húsbændanna kæmi heim úr skóla. Þórunn gekk fremur hægt, fyr- ir að vera í smalamensku. Sál hennar var í einhverju óskiljan- legu uppnámi, sem ekki vildi stillast, þó hún færi hægt. Það var eins og sél hennar hefði sem snöggvast verið brugð- ið inn í himnaríki, og logagylling in þar, slegið um hana. Það gérði hana og umhverfið svo ólíkt því sem það hafði áður verið, svo óendanlegra mikið yndislegra, og viðráðanlegra. Hún fór hægt eftir fénu heim. II. kafli. Á siekknum. Þrjár stúlkur komu á stekkinn, að mjalta. Þær töluðu um að Snorri, sonur húsbændanna hefði komið öllum að óvörum. Skipið hafði komið fyr en ætlað var. Þórunn gaf'sig ekkert að skrafi þeirra, en kannaði féð. Inn í stekknum, áfast við kvína, voru lömbin. Harmar þeirra ryfjuðust upp, er þau heyrðu í mæðrum sínum. En hvað þessi sári lambjarmur, nísti hjarta Þórunnar. Það tók af á svipstundu “gyllinguna”, sem slegið hafði á sál hennar, fyrir svo stuttu, þessi vein urðu hræðilega jarðnesk. “Eg má leggja á stað aftur, stúlkur, það vantar þrjár af án- um,” sagði hún af kvíagarðin- um. “Heyrðu Þórunn, húsmóðirin biður þig um að koma heim strax, þó eitthvað vanti. Matta á að svipast eftir því,” sagði Val- gerður er mjólkaði kýrnar. Matthildur var byrjuð að mjólka ærnar. Hún varð næsta ófrýn ásýndum, við skilaboðin. “Það var líklegra, að þú gætir ekki bjálfað öllu fénu heim. Það er ekki í fyrsta sinni að eg má ganga í verkin þín, á meðan þú ert höfð við eitthvað fundrið. Þú skalt nú ekki halda að þú fáir hann Snorra, þó það eigi að nota þig til þess að stjana við hann. Hann er trúlofaður.” Og Matthildur leit ófrýnilega upp á kvíagarðinn til Þórunnar. “Svo er hann nú kandidat, og þeir eiga ekki vinnukonur, ónei. ekki þó þær séu burðugri en þú.” “Hann er nú ekki kandidat enn þá,” sagði Rósa, sem mjólkaði féð með Matthildi. “Hann er bara stúdent.” “Jæja, hann er eitthvað mikið og fínt. Því mikið er hann búinn að ganga á skóla. Hann er búinn með latínuskólann, það eru sex ár,” sagði Rósa. Valgerður kom fram á kvía- garðann. Hún var fríð kona sýn- um og háttprúð í fasi. Það sást jafnvel nú, þó hún væri í hlífð- arfötum. Hún var í ætt við hús- bóndann og hafði verið mörg ár vinnukona á Felli. “Því læturðu svona, Matthild- ur. Hvað getur stúlkan gert að því, þó henni sé sagt að koma heim? Og hvað á þetta skraf um Snorra að þýða? Eg vil ráð- leggja þér að leggja það niður. Húsbændurnir hérna, vilja ekki hafa mas, þó um aðra væri en barnið þeirra. Snorri hefir aldrei verið orðaður við stúlkurnar hér. Eg hugsa líka að Þórunn se svo vel viti borin, að hugsa ekki svo hátt.” Svo snéri Valgerður af kvíagarðinum. Það getur verið að þú þurfir ekki svo langt Matthildur,” sagði Þórunn, og leiddi alveg hjá sér óvináttu Matthildar. Eg get hugs að að kindumar séu hérna fyrir innan leitið. “Þá hefir átt annríkt fyrir inn- an leyti, að missa af ánum þar, á sléttri götunni,” sagði Matt- hildur, engu blíðlegri en áður. “Kindur geta hlaupið út af sléttum götum, eigi síður en ó- sléttum,” ansaði Þórunn og lagði af stað heim. “Fyrir innan leiti, sér er nú hvað, hún er vís að hafa setið þar, með einhverja skrudduna,” rausaði Matthildur blótandi og blés mikinn. Hún virtist ekkert hafa dignað við að rífast, þó Þórunn anzaði engu og væri nú gengin í burtu. “Þórunn er ekki svikótt,” sagði Rósa, með gætni. “Aldrei hefir maður orðið þess var, þenna tíma sem hún hefir verið hér. Það er engin hætta á því að hún sitji við bókalestur, þegar hún á að vera'að smala.” “Það má sá vondi fortaka,” sagði Matthildur fullum stöfum. “Það þarf ekki annað en að einhver hafi farið um veginn og féð stygst,” sagði Rósa. “Farið um veginn,” ítrekaði Matthildur fyrirlitlega. “Ekki hef eg séð neinn fara framhjá í morgun.” Matthildur var að enda við að mjalta á. Hún rétti sig upp og litaðist um eftir þeirri næstu. Það var eins og eitthvað dytti, alt í einu ofan yfir hana. “Jú, jú, nú skil eg. Auðvitað hann Snorri, taktu nú eftir, hún hefir verið að trana sér þar fram- an í Snorra og hefir mist af fénu.” “Slúður,” ansaði Rósa fyrir- litlega. Valgerður kom aftur fram á kvíagarðinn: “Ef þú segir eitt orð meira um Snorra, Matthildur, þarftu ekki að vonast eftir að þú verðir vist- uð hingað, fleiri árin,” sagði hún. Matthildur blés enn þéttann, en dró þó við sig. “Þú veist af því, að þú ert frænka húsbóndans,” sagði hún. Svo greip hún óþyrmilega í júfrið á ánni, sem hún ætlaði að fara að mjólka, svo ærin tók upp fótinn kveinkandi og þrýsti sér að hinum ánum, og kvíaveggn- um, til þess að komast undan, en Matthildur slepti ekki tökum, heldur fór að mjólka. Valgerður gekk burt af garðinum. Frh. Borgið Lögberg! Innköllunarmenn LÖGBERGS Amarauth, Mau.....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ..................B. S. Thorvardson •Arborg, Man....................K. N. S. Fridfinnson Arnes, Man.......................... M. Einarsson Baldur, Man......................................O. Andcrson Bantry, N. Dakota ...............Elnar J. Brelðfjörð Bellingham, Wash...................Aml Símonarson Blaine, ..........................Arni Símonarson Brown, Man..............................J. S. GilUs Cavalier. N. Dakota ..............B. S. Thorvaldson Cypress ltiver, Man..............................O. Anderson Edinburg, N. Dakota ................PMl B. Olafson Elfros, Sask....................Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dakota ..................Páil B. Olafson Gerald, .................................O. Paulson Gtiysir, Man....................K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man............................O. N. Kárdnl Glenboro, Man..........................O. Anderson Iialison, N. Dakota ................PáH B. Olafson Hnausa, Man............ K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. .................K. N. S. Friðfinnson Ivanhoe, Minn...................Mlss Palina Bardal Ijangruth, Man....................John Valdlmarson I.eslie, Sask.........................Jðn ólafsson Liundar, Man............................Dan. Lindai Minneota, Mlnn.______ _ JCiaa Pallna Bardnl Mountain, N. Dakota ................Páll B. Olafson Otto, Man..............................Dan. Lindal Point Roberts, Wasii...................S. J. Mýrdnl Reykjavík, Man......................... Ami Paulson Hiverton, Man...................K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man..........................S. W. Nordal Tantallon, Sask......................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota ...............Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man......................K. N. S. Friðfinnson Westboume, Man....................Jón Valdlmarsson Winnlpeg Beach, Man ..................O N. K&rdal $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.