Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1944 .........Hðglicrg Geíið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LbGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Bprgist fyriríram The “Lögberg" is printed and publishea by The Columbia Press, Eimited, 695 Sargerit Avenue Winnipeg, Manitoua PHONE 86 327 Aramótin Blóðugt baráttuár er gengið grafarveg, og nýja árið, sem enn má kallast barn í reifum, hefir óhjákvæmilega þegið í arf, án þess að bera á því nokkura sök, barmafullan bikar þjáninga og sorga; það ber á sér mörg og stór ör; sum þeirra mást að einhverju leyti af með tíð og tíma, en önnur gera það aldrei; hvað nýja árið kann að bera í skaut'i sínu, er vitaskuld enn að mestu leyti á huldu, þótt eitt og annað bendi til þess, að það verði örlagaríkt, og jafnvel verði vitni að lokaþættinum í Norðurálfu styrj- öldinni; að sá þáttur verði dýr, og kosti hinar þyngstu fórnir verður naumast dregið í efa; enda er alt það, sem mannkyninu er heilagast í baráttunni fyrir tilveru sinni á þessari jörð', svo sem persónufrelsið sjálft, vert hinna um- fangsmestu fórna. Þótt vitað sé, að við nýafstaðin áramót eigi margir um sárt að binda í þessu landi, margir hafi mist í hinu risafengna alþjóða-drama það, sem þeir unnu heitast, hefir þó raunveruleg guðsblessun hvílt yfir hinni canadisku þjóð; innan vébanda hennar hefir í heild sinni ríkt góð eining, því þótt nokkurar truflanir á sviði íðnaðar og atvinnumála hafi átt sér stað, þá voru þær í rauninni ekki nema eðlileg afleið- ing af þeim rótttæku byltingum, sem sköpuð- ust við breytingar friðariðju til hinnar stór- feldustu stríðsiðju; í öllum meginmálum hefir þjóðin gengið einhuga að verki, með skýrt og ákveðið markmið framundan; hún hefir tekið með skapfestu sérhverju því, sem að hönd- um bar með þann ófrávíkjanlega ásetning fyrir augum, að láta ekkert það ógert, er flýta mætti fyrir sigri sameinuðu þjóðanna í þeim hinum geigvænlega hildarleik. sem nú hefir staðið yfir á fimta ár; og fyrir þann ásetning, og þau átök, sem óumflýjanlega urðu honum samfara, hefir þjóðin hlotið aðdáun og þökk þeirra allra, sem lýðfrelsi mannkynsins unna. Viðhorf stríðsins breyttist allmjög til hins betra síðastliðið ár.; sigur hinna sameinuðu þjóða í Afríku hafði víðtæk áhrif á framvindu styrj- aldarinnar, auk þess sem hin dæmafáa vörn, og nú upp á síðkastið sókn rússnesku þjóðarinnar, hefir svo gerbreytt allri hinni hernaðarlegu að- stöðu, að fullnaðarósigur Þjóðverja verður ef til vill ekki nema tímaspursmál; til merkisvið- burða verður að telja þríveldafundinn í Theher- an, höfuðborg hinnar fornu Persíu, þar sem mættir voru þeir Roosevelt, Stalin og Churchill, ásamt helztu hernaðarfræðingum hverrar þjóð- ar um sig; er það nú nokkurnveginn á almanna vitorði, að þar hafi gerðar verið fullnaðarráð- stafanir til innrásar á meginland Norðurálfu með það fyrir augum, að koma Hitler og her- skörum hans að fullu og öllu sem allra fyrst á kné. En svo, þegar öllu er á botninn hvolft, var þetta nýliðna ár, einungis algengt ár, með frið og fögnuð fyrir ýmsa, en sorg og söknuð fyrir aðra; og nú er Sagan guðvelkomin að því, eins og Bruce Hutchison svo snildarlega komst að orði í nýlegri blaðagrein, er hann lauk með svofeldum orðum: “Við skulum láta börn okkar dreyma um, að við höfum lifað lífi okkar þetta nýliðna ár eins og leikarar í stórfenglegu drama, eða eins og æfintýrahetjur í söguljóðaskáldskap samtíðar- menningarinnar; þó er okkur það ljóst, að árið var eins og hvert annað ár, með mismunandi þýðingu fyrir hvern einstæðing, þvi lífið, jafn- vel á þessum byltingatímum, er í fylsta máta persónulegt.” Við þessi áramót, hvarflar hugur vor Vest- manna, eins og svo oft endranær, heim til ætt- jarðar vorrar, þar sem mörg af oss slitum barna- skónum; nú er draumur íslenzku þjóðarinnar um endurreisn hins forna lýðveldis í þann veg- inn að rætast. Megi “Guð vors lands” lýsa henni veg fram um allar aldir! Að svo mæltu óskar Lögberg íslenzka mann- félgainu austan hafs og vestan, góðs og gleðilegs árs. Annað svar til P. B. Eg hefi ekki svarað grein P. B., “Endursvar”, fyr vegna þess að það voru svo margar rang- færslur í grein hans og mér dauðleiddist að vera neydd til að leiðrétta þær. Þar að auk á P. B. erfitt með að halda sér að umræðuefn- inu. Hvort hann teygir lopann í allar áttir til þess að leyna gjaldþroti sínu í rökfærslu, veit eg ekki en vissulega gerir slík aðférð þær um- ræður leiðinlegar sem annars hefðu getað orðið manni til gagns og gaman. P. B. byrjar grein sína með þeirri staðhæfingu að kommúnistar reyni aldrei að brjótast til valda með ofbeldi; þessu til sönnunar rekur hann að nokkru söguna um valdatöku kommúnista á Rússlandi 1917. Er útskýring hans á þeirri sögu næsta furðuleg. — “Kerensky snérist í einhverri vitfirring á móti Bolsévikum og flúið síðan í vandræðum sínum en Bolsévikar sátu eftir með völdin.” Bolsévikar sátu eftir með völdin. Bolsé- vikar liftu ekki fingri til þess að velta Kerensky úr sessi? Þeir urðu bara nauðugir viljugir að sitja með völdin, þegar Kerensky ruglaðist og flúði? Eg á bágt með að trúa þessari sögu, því slíkt gæflyndi og slík hógværð eru ekki í sam- ræmi við kenningar Bolsévika. Þetta atriði, var ekki til umræðu; eg mintist hvergi á það í ræðu minni né svari til P. B. en fyrst að hann brýtur upp á þessu efni þá vil eg aðeins minna hann á kommúnista yfirlýs- ingu (Communist Manifesto) þeirra Marx og Engels. Á þeim kenningum er nútíma kommún- isminn eða Leninisminn grundvallaður. Þar er lögð aðal áherzla á stéttabaráttuna. Þeir halda því fram að verkalýðurinn geti ekki náð fram- leiðslutækjunum í sínar hendur og afnumið sér- eignaréttinn, nema með byltingu. Þeir leggja beinlínis áherzlu á, að innbyrðis stríð sé nauð- synlegt skilyrði til þess að hægt verði að stofna kommúnista ríki. Og þegar kommúnistar nái völdum verði að rífa til grunna stjórnarfarsleg- ar, fjárhagslegar og félagslegar stofnanir og byggja alveg upp að nýju. Hvort sem kommúnistar hafa nokkurntíma brotist til valda með ofbeldi eða ekki, þá eru þetta kenningar þeirra og munu þeir sennilega hegða sér í samræmi við þær þegar þeim gefst tækifæri til þess. P. B. er afar hneykslaður yfir því að eg virðisl flokka ráðstjórnarríkin í dálk með ein- ræðislöndunum. Það er eins og honum finnist að eg hafi framið goðgá með því að nefna híð heilaga ríki í sömu andránni og hin ríkin, og hann bregður mér um ósvífni. Þegar trúar- ofstækið er annars vegar, þá er erfitt fyrir menn að ræða málin kalt og rólega. Hvað sem P. B. virðisl, þá er sannleikurinn sá að eg hefi hvergi í ræðu eða riti líkt Rússlandi við, eða borið það saman við fasista ríkin; það var því óþarfi fyrir hann að ergja sig yfir því, en hitt get eg sagt honum, að þótt kommúnisminn sé að mörgu leyti ólíkur fasismanum, þá er kommúnista rík- ið engu að síður einræðisríki (dictatorship) og margir þeir straumar sem þaðan flæddu inn í þjóðlíf lýðræðislandanna, sérstaklega hin fyrstu ár, voru langt frá því að vera hollir fyrir okkar þjóðlíf og mun eg víkja að því seinna í þessari grein. P. B. segir að eg ákæri hann um að vera nei- kvæðan niðurrifsmann, Gyðingahatara, og líkan geðvondum krakka. Nei, svo “ósvífin” var eg ekki. Eg lýsti að vísu sjúkdómseinkennum þeirra sálarsjúku manna sem smitast hafa af hinni óheilbrigðu heimspeki einræðis- og ofstækis- aflanna. Ekki sagði eg að P. B. væri altekinn. Eg sagði að grein hans sýndi að hann hefði snerí af þessari pest. Eg benti í því sambandi á tortryggni hans og fyrirlitningu fyrir kenning- um hinna miklu siðameistara. Nú segir P. B. að þetta sé misskilningur, hann hafi í raun og veru verið að verja þessar dygðir — samvinnu, bræðralag og kristnina. Fyrir hverjum var hann að verja þær? Ekki hafði eg ráðist á þessar dyggðir. Eg mintist aðeins á þær í ræðu minni í sambandi við að bæta ástand og lífemi. P. B. heldur því fram að fórnfærsla, bræðralag og þvý um líkt geti ekki verið orsakahvöí bætts ástands og lífernis; að orsakahvötin geti aldrei orðið annað en afnámi séreignaréttarins. Meinar hann að dygðaríkt hugarfar manna geti ekki haft nein áhrif í þá átt að breyta stjórnarskipu- laginu til batnaðar? Meinar hann að skipulagið skapi mennina en mennirnir ekki skipulagið? Eg held að P. B. sé orðinn flæktur þarna í öfganeti. í næstu málsgrein er ein rangfærslan enn og hún er sú, að eg hafi sagt að kommúnistar á Rússlandi væru Gyðingahatarar. í raun og veru ætti eg að fá grein mína endurprentaða til þess að sína hversu ófyrirleitinn P. B. er í rang- færslum sínum. Eg ímynda mér að hvert heil- vita mannsbarn viti um hinar hryllilegu Gyð- ingaofsóknir Nzsista. Að bera mér á brýn að eg sé að reyna að velta þeirri sekt yfir á kommúnista, er ósvífni. Ekki hefi eg sagt að kommún- istar á Rússlandi væru niðurrifs- menn; það er einnig ranghermi svo eg noti ekki sterkari orð. Þvert á móti, mintist eg á ný- sköpun Rússnesku þjóðarinnar hina síðustu áratugi; framfarirn- ar á sviði vísinda, iðnaðar og landbúnaðar; stofnun klúbba, bókasafna, leikhúsa, sjúkrahúsa o. s. frv. í þágu verkafólksins. En P. B. til hugarhægðar skal eg núna í þessari grein birta honum skoðun mína á þessu atriði og hún er þessi: Á þeim tíma sem Bolsivikar voru að brjótast til valda og fyrstu árin þar á eftir voru þeir með þeim mestu niður- rifsmönnum sem sögur fara af. Þeir sviftu stoðunum undan öllum mannfélagsstofnunum í landinu með miskunarlausri harð ýðgi; þeir afmáðu meiri hluta yfirstéttarinnar eða hröktu af landi burt; þeir sviftu fólk eign- um sínum, ef það sýndi mót- spyrnu var það þegar afmáð eða sent í útlegð. Kirkjan var afmáð, og andtrúarflokkar stofnaðir til þess að vinna gegn trúarbrögð- unum, því trúarbrögðin kváðu þeir vera ópíum fólksins; þeir losuðu jafnvel um hjúskaparbönd in og rifu þannig niður heimilis- stoðirnar. Landstjórn sú sem þeir stofnuðu kölluðu þeir einræði verkalýðsins, en það var í raun og veru einræði kommúnista- flokksins, en kommúnistaflokkur inn er aðeins 1%% af þjóðinni. 1 þessum umbrotum töpuðu milj. manna lífi sínu. Vissulega voru Bolsivikar niðurrifsmenn. Eftir að bolsivikar voru orðnir nokkurn vegin fastir í sessi og fóru að finna til ábyrgðar sinn- ar sem stjórnendur landsins urðu þeir að læra þá lexíu að engu landi verður stjórnað með því aðeins að rífa niður; þeir urðu að læra að byggja. Þetta lærðist þeim furðu fljótt og furðu vel. Það er oftast þeir ábyrgðarlaus- sem eru fræknastir í að rífa nið- ur. Eftir því sem þeim hefur mið- að áfram hafa þeir færst nær viðhorfi hinna vestrænu lýðræðis landa. Það er langt frá því að allir þar séu nú jafnir efnahags- lega. Munur á kaupi er geysi- mikill, og vissir menn og stéttir, svo sem meðlimir kommúnista- flokksins hafa stór hlunnindi fram yfir aðra. Þá hefur losæðið í hjúskaparmálum verið afnumið og meira frelsi verið veitt í trú arbrögðum. En einræði kommún- istaflokksins hefur alls ekki mink að, þeir sem tilheyra flokknum eru valdir menn. Allir niðurrifs- menn í flokknum og -allir þeir sem sýna Stalin andúð eru þeg- ar afmáðir eins og hin mikla hreinsun (The Great Purge) 1937—38 ber vitni um. Margir hinna gömlu Bolsivika, sem ekki gátu læknað sjálfa sig af niður- rifsofstæki sínu, hafa verið tekn- ir af lífi. Hinir canadisku kommúnistar eru á sama stígi og bolsivikar á Rússlandi voru fyrstu árin. Þess- ir hávaðasömu niðurrifsmenn hér myndu sennilega ekki teljast hæfir til inngöngu í núverandi kommúnistaflokk Rússlands. Þeir mættu jafnvel hrósa happi ef þéir yrðu ekki afmáðir. Það sem kommúnistar hér í Canada virðast ekki geta gert sér grein fyrir er þetta: Kommúnist- ar á Rússlandi geta fært fram nokkra afsökun fyrir háttalagi sínu þessi fyrstu ár. Ástandið á Rússlandi var óþolandi á tímum keisaraveldisins. Öllu landinu var stjórnað í þágu 5% þjóðarinnar. Þessi fámenna yfírstétt lifði í sukki og svalli á kostnað hins óupplýsta lýðs; aðeins einn af hverjum fimm var læs. 95% þjóð- arinnar voru sem þrælar og lifðu við sult og seyru og óútmálan- lega eymd. Lenin og margir fylgis menn hans helguðu líf sin þeim ásetningi að bæta kjör þessa kúg- aða lýðs. Víst má færa fram nokkra afsökun fyrir framferði Bolsivika, þó að ekki sé hægt annað að segja en að þeir færu alt of langt í hernaðaræði sínu. Framfarir á Rússlandi þessi síðustu ár hafa einmitt virst svo stórkostlegar sökum þess hve öll var ábótavant í landinu er Bolsi- vikar komust til valda, en senni- lega eiga þeir enn langt í land til þess að ná því stigi, sem Canada er á í dag. Ástand fólksins í Canada hefur aldrei verið sam- bærilegt við ástandið á Rússlandi á keisaratímunum. Við getum varla gert okkur í hugarlund hvað hinn rússneski alþýðumað- ur varð að þola, nema hafa reynt það sjálf. Canadiskir kommún- istra hafa því ekki sömu ástæðu og Rússnesku kommúnistarnir til þess að prédika það að rífa verði núverandi fyrirkomulag til grunna til þess að byggja alveg að nýju. Þeir hafa enga ástæðu til þess að standa á götum og gatnamótum og prédika fólkinu að það lifi við kúgun, sult og seyru, þeir hafa enga ástæðu til þess að rægja þá forystumenn okkar sem eru að leggja fram krafta sína til þess að byggja upp landið og þeir hafa engan rétt til þess að spúa stöðugt eitri sundr- ungar og haturs og tortryggni meðal fólksns og rífa þannig nið- ur og veikja framsóknarmátt þjóðarinnar. Eg veit að mörgu er ábótavant í þjóðlífi okkar en nið- urrifsmennirnir, sem ekki hafa skynsemi til að sjá að aðstæðurn- ar í Canada og á Rússlandi eru alls ekki sambærilegar og vilja því apa í blindni alt eftir Rúss- um, dansa án allrar dómgreindar, eftir línum frá Moskva, slíkir menn munu ekki byggja upp hið canadiska þjóðlíf. Næst í grein sinni víkur P. B. aftur að eigingirni og lofsýngur hana eins og í fyrri grein sinni. “Enginn maður ræðst í neitt sér vitanlega til skaða, öll hin svo- nefndu góðverk eru gerð undan- tekningarlaust, í eigin hagsmuna- skyni. Eigingirnin er öllu lífi eiginleg og í sjálfu sér enginn ágalli, og öll fórnfærsla ekkert annað en vitfirring”. Þannig hljóðar kenning P. B. Hefur P. B. nokkurn tíma heyrt um menn sem hafa fórnað öllu jafnvel líf- inu sjálfu fyrir meðbræður sína? P. B. eiðir tveimur löngum máls- greinum í það að útskýra hvað orðið “eigingirni” þýði, og þetta niðurstaðan: “Upplýst eigingirni lærir að skilja hin dýpri verð- mæti og sjá gróðann og verður hún þá óþekkjanleg frá því, sem okkur hefur verið kent að kalla kærleika.” Hvort sem eigingirnin er “upplýst” eða ekki þá þýðir hún að minni hyggju ekkert ann- að en það, að girnast fyrir sjálf- an sig — sjálfselsku. Kærleikur- inn leitar ekki síns eigin, segir Páll postuli. Eg held eg taki þessi orð góð og gild og skifti mér ekki meir af þessum hártogunum um orðið eignigirni. í næstu málsgrein birtist ein missögnin enn: — “hver einstakl- ingur vill æfinlega eignast meira en einhverjir aðrir.” Setningin í svari mínu var svona: “Hinn eigingjarni maður vill ekki eiga jafnt á við alla, jafnvel þótt það bætti hag hans; hann vill eiga meir en einhver annsr.” Eg er nú búin að eyða miklum tíma, bleki og pappír í það að leiðrétta mis- sagnir P. B. Eg get sjálfsagt fundið fleiri, en nenni ekki að eltast við það lengur. Eg vil að- eins ráðleggja P. B. að temja sér vandaðri rithátt í framtíðinni. í svari mínu til P. B. mintist eg á hina óviðkunnanlegu ofsa- trú hans á Rússlandi og fyrir- komulaginu þar og benti á að ekki gæti þar verið nein paradís vegna þess þar þyrfti feikna stórt leynilögreglulið og þar hefðu ver ið teknar af lífi margar þúsundir manna í blóðhreinsuninni 1937— 1938. P. B. ber á móti því að þessi mikla hreinsun, hafi átt sér stað nema í hinum vestrænu blöðum, og það hafi aðeins verið örfá stórmenni, sem hafi verið svift lífi sökum þess, að þeir gátu ekki losað sig við sinn fasizta bamalærdóm. Ennfremur segir hann að glæpir séu þar næstum úr sögunni og þar séu engin fangahús nema fyrir ættlands- svikara, og þau standi opin alla daga og séu undir umsjón með- limanna sjálfra. Eg veit ekki hvaða draumórasýnir P. B. hefur séð en Wendel Willkie segir í grein sem hann ritaði í Readers Digest eftir að hann kom heim úr ferð sinni til Rússlands og annara landa: “Þegar við keyrð- um inn í borgina Yakutsk — skygndumst við eftir hinum venjulegu fangakvíum (concen- tration camp), sem við höfðum séð í sumum hinum borgunum, — umluktum með sterkum gadda vírsgirðingum og varðmanna- skýlum við hvert horn þeirra.” Þeir hljóta að vera margir föður- landssvikararnir á Rússlandi ef Mr. Wilkie sá þessar þrælakvíar í sumum af þeim fáu borgum sem hann hafði tækifæri til að heimsækja og ekki benda gadda- vírsgirðingar og varðmannaskýl- in á það að þessar huggulegu íbúðir hafi verið ávalt opnar og undir umsjón fanganna. Eg veit að P. B. mun ekki efa að Mr. Wilkie segi rétt frá. Wendel Wilkie hefur orð á sér fyrir að vera áreiðanlegur maður, þar að auki er hann vinveittur Rússnesku þjóðinni. Þá vil eg leggja fram heimildir til að*sanna það, að hin mikla blóðhreinsun á Rússlandi átti sér í raun og veru stað. Joseph E. Davis var sendiherra Banda- ríkjanna í Rússlandi 1937—38. I skýrslu sinni til Bandaríkjastjórn ar, skrifar hann þetta: “Ógnar- öldin hér í landi er hryllileg stað reynd. Hér er ótti, sem nær niður og ásækir allar stéttir mann- félagsins. Ekkert heimili, hversu lítilmótlegt sem það er, virðist laust við stöðugan ótta við nætur heimsóknir leynilögreglunnar. Jafnskjótt og manneskjan hefur verið tekin, fæst engin vitneskja um hana svo mánuðum skiftir og í mörgum tilfellum aldrei aftur.” Mr. Davies hefur verið talinn mjög hliðhollur Rússnesku þjóð- inni. Allir sendiherrar verða og að vera mjög varkárir að skrifa ekkert það í skýrslur sínar, sem ekki styðst við staðreyndir. Eg vonast því til að P. B. taki orð hans trúanleg. Hinn víðfrægi fréttaritari, Walter Duranty dvaldi á Rúss- landi í 20 ár. Stalin hefur hrósað honum fyrir það hvað hann hafi verið sanngjarn og áreiðanlegur í fréttaritun sinni,_um Rússland. í bók sinni “The Kremlin and the People”, segir Duranty: “í tvö ár komust ótti, hatur og græðgi í algleyming um alt þetta ólánsama land. Þetta birtist i hóflausum rógi og ákærum. Syn- ir sendu feður sína í dauðann og eiginkonur menn sína í glötun. Menn reyndu að bjarga sjálfum sér með því að ákæra aðra. Á- girndin kom til sögunnar; einn girntist konu nágranna síns, stöðu hans eða íbúð. Þá var auð- velt að senda nafnlaust bréf til leynilögreglunnar. Svo var hatr- ið; annar átti óvin, hann sendi bréf til O.G.P.U. og óvinurinn hvarf.” P. B. segir að í þessu landi, Rússlandi, munu glæpir nú þeg- ar næstum úr sögunni, því mið- ur virðist ekki sá fagri draumur hans hafa við staðreyndir að styðjast. Duranty hyggur að um hálf miljón manna hafi verið sendir í útlegð frá heimilum sínum og orðið að þola niðurlægingu og búa við neyðarkjör, og tíu þús- undir hafi verið líflátnir. Öðrum sem þar voru til staðar hefur talist svo til að 30 til 40 þúsundir manna hafi verið lífiátnir og ein miljón sendir í útlegð. Hverjar sem tölurnar eru þá er eitt víst, að það voru fleiri en “örfáir menn”, sem teknir voru af lífi. Sumir þeirra voru fornir vinir og félagar Lenins, eins og Kamenef og Zenovief, svo ekki er hægt að bregða þeim um fasistiskan barnalærdóm. Eg sagði í svari mínu, að P. B. myndi ekki leyfast að deila á stjórnarvöldin á Rússlandi ef hann væri borgari þess lands, eins og hann má gera hér í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.