Lögberg - 30.03.1944, Side 1

Lögberg - 30.03.1944, Side 1
Togarinn Max Pemberton ferst með 29 manna áhöfn Samkvæmt Morgunblaðinu 16. janúar 1944. Öll von er úti um það, að togarinn “Max Pemberton” sé ofansjávar. Hann er talinn af og hafa með honum farist 29 sjómenn. Ekkert hefir til skipsins spurst síðan 'þriðjudagsmorguninn 11. janúar. Þá sendi togarinn á venjulegum kalltíma, svohljóð- andi: “Lónum innan við Malarrif”. Var skipið þá á leið til Reykja- víkur úr veiðiför, með fullfermi. Leitin. Leitað hefir verið að skipinu undanfarna daga, en leitin hefir engan árangur borið. Tóku bæði skip og flugvélar þátt í leitinni. í gær var leitað á mjög víð- áttu miklu svæði. Var skygni gott og veður hagstætt. Þessi skip tóku þátt í leitinni: Sæbjörg, Óðinn og Þór. Enn- fremur brezkar og amerískar flugvélar, svo og íslenzka flug- vélin. Var leitað um allan Faxa- flóa, djúpt og grunt á siglinga- leið og til og frá um Flóann. ís- lenzka flugvélin flaug einnig djúpt af Breiðafirði og Látra- bjargi og 50 sm. út af Arnar- firði; þaðan í S. 20 sm. og síðan að Látrabjargi og inn Breiða- fjörð að Skor, suður á miðjan Breiðafjörð, þaðan langt út og upp að Öndverðarnesi og suður Faxaflóa djúpt af sigljngaleið. Var ágætt flugveður og skygni gott. Þá var leitað með fjörum á Snæféllsnesi, alt frá Ólafsvík, út og suður með Nesinu og fyrir Staðarsveit allri. Hvergi fanst neitt, sem gæti gefið bendingar um afdrif tog- arans. Er leitinni nú hætt og skipið talið af. Mun fara eins um þetta skip og mörg önnur, að aldrei verður upplýst hvað hefir orðið því að grandi. Þeir sem fórust. Þessir 29 sjómenn fórust með skipinu: Pétur Maack, skipstjóri, Ránar- götu 30, f. 11. nóv. 1892. Pétur A. P. Maack, 1. stýri- maður, sonur skipstjórans, Ránar götu 2, f. 24. febr. 1915. Jón Sigurgeirsson, 2 stýrimað- ur, Ásvallagötu 28, f. 9. nóv. 1912. Þorsteinn Þórðarsson, 1. vél- stjóri, Sólnesi við Baldurshaga, f. 19. maí 1892. Sonur hans, Þórð- ur, var 2. vélstjóri á skipinu. Þórður Þorsteinsson, 2 vél- stjóri Sólnesi við Baldurshaga, f. 10. maí 1924. Hilmar Jóhannsson, kyndari, Framnesveg 13, f. 4. marz 1924. Benedikt S. Sigurðsson, kynd- ari, Hringbraut 147, f. 19. des. 1906. Gísli Eiríksson, bátsmaður, Vífilsgötu 3, f. 1. apríl 1894. Björgvin H. Björnsson, styri- maður, Hringbraut 207, f. 24. ág. 1915. Bróðir hans sem næst er talinn var á skipinu. Guðjón Björnsson, háseti, Sól- vallagötu 57, f. 27. febr. 1926. Valdimar Guðjónsson, mat- sveinn, Sogamýrarbletti 43, f. 21. ágúst 1897. Guðmundur Einarsson, neta- maður, Bárugötu 36, f. 19. jan. 1898. Guðmundur Þorvaldsson, bræðslumaður, Selvogsgötu 24. Hafnarfirði, f. 7. des. 1899. Sigurður V. Pálmason, neta- maður, Bræðraborgarstíg 49, f. 25. nóv. 1894. Sæmundur Halldórsson, neta- maður, Hverfisgötu 61, f. 2. apríl 1910. Kristján Halldórsson, háseti, Innri-Njarðvík, f. 20. marz 1906. Hann var bróðir Sæmundar, sem talinn er næst á undan. Jens Konráðsson, stýrimaður, Öldugötu 47, f. 29. sept. 1917. Jón M. Jónsson, stýrimaður, Hringbraut 152, f. 10. okt 1914. Valdimar Hlöðver Ólafsson, háseti, Skólavörðustíg 20A, f. 3. apríl 1921. Magnús Jónsson, háseti, Frakkastíg 19, f. 11. ágúst 1920. Jón Þ. Hafliðason, háseti, Baldursgötu 9, f. 19. sept. 1915. Halldór Sigurðsson, háseti, Jarðarkoti, Árnessýslu', f. 26. sept. 1920. Gunnlaugur Guðmundsson, há seti, Óðinsgötu 17, f. 15. jan. 1917. Kristján Kristinsson, aðstoðar- matsveinn, Háteigi, f. 2. júní 1929 Ari Friðriksson, háseti, Látr- um, Aðalvík, f. 4. apríl 1924. Aðalsteinn Árnason, frá Seyðis- firði, f. 16. sept. 1924. Jón Ólafsson, háseti, Keflavík, f. 22. marz 1904. Arnór Sigmundsson, háseti, Vitastíg 9. f. 3. okt. 1891. Skipið. Togarinn “Max Pemberton” var 323 rúmlestir br., bygður í Englandi 1917. Aðaleigandi skips ins var Halldór Þorsteinsson, skipstjóri í Háreigi. Þótt skipið væri orði þetta gamalt, 26 ára, var það talið með traustari skip- um í togaraflotanum, enda altaf mjög vel við haldið og allur út- búnaður þess eins vrandaður og frekast var völ á. Pétur Maack skipstjóri var með þektustu skipstjórum á tog- araflotanum, orðlagður aflamað- ur og afburða sjómaður. Á skip- inu var valinn maður í hverju rúmi. TEKJUSKATTUR Það sem óborgað er af tekju- skatti þeim sem fellur í gjald- daga 30. apríl, þarf nú ekki að borga fyrr en 31. ágúst, sam- kvæmt tilkynningu á mánudag- inn frá fjármála skrifstofunni. Tekjuskatts skjölin verður þó að senda fyrir lok apríl mánaðar. NÝSKIPAÐUR SÉNDIHERRA Rússneska stjórnin hefir form- lega tilkynnt, að hún> hafi skip- að G. N. Zarubin til sendiherra í (^anada. Fyrirrennari hans í embætti þessu var Fedar Gusev, sem í síðastliðnum ágústmánuði var skipaður sendiherra rúsá- nesku ráðstjórnarríkjanna í London. Stephen Leacock, prófessor við McGill háskól- ann, heimsfrægur fyrir kymni ritverk sín, lést síðastliðinn þriðjudag í Toronto. Hann var 74 ára gamall. I STEFNA BANDARÍKJANNA I UTANRÍKISMÁLUM Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefir lýst yfir því, að stefna núverandi Banda- ríkjastjórnar í utanríkismálum sé sú, að þegar yfirstandandi heimsstyrjöld ljúki, verði smá- þjóðunum engu síður að verða trygt fullveldi heldur en þeim hinum, sem meira mega sín; á hinn bóginn dylst það engum að stórveldin Bretland, Rússland og Bandaríkin þurfi að vaka á verði um það, að Þjóðverjum og Japönum veitist ekki svigrúm til hervæðingar á ný. Mr. Hull kvað stjórn Bandaríkjanna vefa það að fullu ljóst, að alþjóðasamtök heimsfriðnum til öryggis yrðu að komast á, hvort sem slík samtök vrðu kölluð þjóðabandalag eða ekki; engin þjóð, smá sem stóð, mætti skerast úr leik, jafnframt því sem allar frelsiselskandi þjóð ir yrðu að láta sér skiljast, að frelsið sé það eina. sem þess virði sé, að fyrir því sé barist hversu víðtækar sem fórnirnar kunni að vera. * STRÍÐSFRÉTTIR þessa síðustu daga hafa ekki verið sem beztar. 1 hinni miklu loftárás á Berlín síðastliðinn föstudag töpuðu bandamenn 73 flugvélum, 13 voru canadiskar. Er það eitt hið mesta flugvéla- tap, sem þeir hafa orðið fyrir. Bardaginn um Cassino heldur áfram og virðist nú tvísýnt um hvernig hann fer. Rússar halda áfram sigurför sinni og eru þeir nú komnir inn í Rúmeníu, alla leið að Prut ánni. I herþjónustu Brynjólfur Brynjólfson Þessi ungi og efnilegi piltur innritaðist í canadiska flugher- inn þann 15. marz 1943, og gegn- ir nú þar stöðu sem Air-Frame Engineer; hann er fæddur að Silver Bay, Man., þann 24. febr. 1923. Foreldrar Brynjólfs eru þau Mr. og Mrs. Sigurður Brynjólf- son. Lieutenant Richard Stephan Marino Hannesson, 26 ára, hefur verið skipaður kapteinn í Cana- diska fótgönguliðinu austan við haf. Hann er sonur Colonel Hannes Marino Hannesson, Ste 17 Holly Apts., Winnipeg. Kona Captain Hannesson er búsett að 55 Canborne Road, Morden, Surrey, England. ft D. W. Einarson, 24 Cascades St., Parry Sound, Ontario hefir nýlega tekið próf sem fallhlífar- hermaður. • Guðlaug, Aðalheiður Howard- son, dóttir Aðalvarðar Howard- son og konu hans að Clarkleigh, Man., gekk í herþjónustu 7. marz. Merkur maður Þann 9. þ. m. lézt í bænum Williston í North Dakota, Friðrik Pétur Bergman, 64 ára að aldri, fæddur í íslenzku byggðinni í Minnesota þann 11. ágúst 1879. Hann var sonur þeirra merkis- hjónanna Eiríks Hjálmarssonar Bergman og Ingibjargar Péturs- dóttir Bergman, sem mestan sinn búskapartíma vestan hafs bjuggu að Garðar í North Dakota; var Eiríkur snemma á árum kos- inn á ríkisþingið í North Dakota, og var hann fyrsti íslenzki þing- maðurinn í þessari heimsálfu. Pétur heitinn hafði átt við all- langa og stranga vanheilsu að stríða, er hann bar með kristi- legu sálarþrekí. Þessi nýlega látni merkismað- ur gekk í æsku sinni mentaveg, og lauk stúdentsprófi við Gust- avus College í St. Peter, Minn. Var hann námsmaður hinn bezti, og aflaði sér þegar á skóla- árum sínum fjölda vina. Árið 1910, þann 5. janúar, kvæntist Pétur og gekk að eiga ungfrú Mabel Wold; þau eign- uðust þrjú börn, sem öll lifa: Claudiu Ingibjörgu, gifta Oscar Hudrlik í Portland Oregon; Harriet Virginíu Jackson í Duluth, Minn., og Frederick Peter, sem nú er Sergeant í Bandaríkjahernum; auk ekkju sinnar og áminstra barna, lætur Pétur eftir sig tvö systkini, þau Hjálmar A. Bergman dómara í hæstarétti Manitobafylkis, og Kristínu Bergman, sem búsett er að Mountain, N. Dak. Pétur heitinn bjó yfir traustri skapgerð og var eins og hið forn- kveðna segir, þéttur á velli og þéttur í lund; hann stundaði um langt skeið fasteignasölu og fé- sýslu í Williston við hinn bezta orðstír, auk þess sem hann tók virkan þátt í bæjar- og héraðs- málefnum; átti hann sæti í skóla- ráði bæjarfélags síns, og á út- farardaginn var skólum bæjarins lokað í virðingu um minningu þessa mæta manns. Útförin fór fram í Williston þarjn 13. marz. Rev. Carl P. Bast jarðsöng. BÝÐUR SIG FRAM TIL ÞINGS Lloyd L. Stinson, bæjarráðs- maður, hefir verið útnefndur af hálfu C.C.F. flokksins sem þing- mannsefni í mið-Winnipeg kjör- dæminu hinu syðra, við næstu sambandskosningar. Mr. Stinson endar á næsta hausti hið’ fyrsta kjörtímabil sitt í bæjarstjórninni í Winnipeg; hann er ritstjóri að málgagni C.C.F., sem gefið er út hér í borginni, og gengur undir nafninu Manitoba Common- wealth. Sigurgeir biskup í Hollywood Ann Sheridan, ein fi'ægasta leikkonan í Hollywood er að veita herra Sigurgeir Sigurðssyni biskup, tilsögn í kvik- myndagerð. Þegar þessu fór fram, var biskupinn staddur hjá Warner Bros. kvikmyndafélaginu. Sigurgeir biskup sæmdur heiðursdoktors nafnbót Sámkvæmt skeyti frá Dr. R. Beck, sem barst blaðinu á mið- vikudags morgun, var herra Sigurgeir Sigurðsson biskup sæmd- ur heiðursdoktors nafnbót við North Dakota háskólann, þriðju- daginn 28. marz. Fór þessi athöfn fram á sérstakri samkomu há- skólans, þar sem Sigurgeir biskup var aðalræðumaðurinn. Um 300 manns voru viðstaddir. Var Sigurgeir biskup tekið með miklum íögnuði af áheyrendum. Sigurgeir biskup Flutt í samsæti í Seattle, Wash.. 12. marz, 1944. Hér er kominn góður gestur, gamla landsins æðsti prestur. Bróðurkveðjur bar hann vestur blíðrar móðurjörðu frá. Heiður er að heimsókn slíkri, hún oss tengir böndum mýkri, vefur hjörtu varmaríkri vinsemd yfir breiðan sjá. Heill sé þér, vor góði gestur! Gott var að fá þig hingað vestur. Fyrir mætan fræðilestur fylstu þökk við tjáum þér. Drottins höndin heim þig leiði, háska öllum vernd hans eyði. Vinarkveðjum veg þú greiði vinum frá, sem búa hér. Kolbeinn Sœmundsson. Til Jóns Sigurðssonar félagsins Þið haldið upp’ íslenzkum heiðri, og hlynnið að þjóðfélags-von, en sá, sem sú hugsjón er helguð, er hetjan — Jón Sigurðsson. Hver íslenzkur, karl eða kona, mun kunna’ ykkur þakkir og hrós, því þið hafið hálfnað verk hafið og hlúað að ætternis rós. Þó ský dragi svart fyrir sólu, og sögunnar spjöld verði grá, þá eruð þið — íslenzku konur, að auka ljós sólunni frá. En minningar mega ekki deyja, né mál vort að falla í dá, sem hefir sitt ódauðlegs eðli, með uppruna merkin svo há. Svo upp’ minninga merki, og metið þá hugsjóna-von, - sem reist hefir íslenzkur aðall og æðstur — Jón Sigurðsson. S. B. BenecLictsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.