Lögberg - 30.03.1944, Page 2

Lögberg - 30.03.1944, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1944. Guðjón Jónsson: Slysið á Þorskafjarðarheiði 5. marz- mánaðar 1882 “Ekki bregðast ragnarök römm eru sköpin gumum. Öllum feigs er opin vök ungum jafnt sem hrumum.” G. F. í ungdæmi mínu, fyrir 60 ár- um, voru allir aðdrættir til heim- ilanna erfiðari en nú á dögum, þar sem meginflutningar fara nú fram með strandferðaskipum til kaupstaðanna, víðsvegar með ströndinni, og á bílum, þar sem unnt er að koma því við úti um sveitir landsins. Þá urðu menn að draga sem mest að sér á hestum að haijst- inu, og það gerðu allir bstri bændur og lögðu sig mjög fram um það, til að þurfa ekki að nota háveturinn til þeirra hluta, þeg- ar allra veðra var von. En þeir efnaminni, og þeir sem minna áttu undir sér, urðu oft að sæta hinu, að bera og draga lífs- björg sína að sér' um háveturinn. Var þá jafnan sætt færi að leggja upp í slíka ferð í góðu veðri og færð. — En þetta hvorttveggja var þá stundum ekki lengi að breytast. Fóru menn oft illa út úr slík- um ferðum á fjöllum uppi um hávetur, ýmist kól á hendur eða fætur, ef eitthvað bar út af, eða þá urðu úti, og eru slíks mörg dæmi, og varð það áhrifaríkt í byggðinni er slíkt kom fyrir. Einkum þar sem strjálbýli var, verkuðu slíkir atburðir lam- andi á hugarfar fólksins, oft meir en hófi gegndi. En þó urðu þeir sárast úti sem fyrir þessu urðu, og venzlamenn þeirra. Hér er þá ein slík harmsaga: Það var veturinn 1882 hinn 5. marzmánaðar að þrír menn lögðu á Þorskafjarðarheiði í góðu veðri og sæmilegri færð. En hún liggur upp úr Þorska- íirði sem kunnugt er, og ofan í Langadal í Isafjarðarsýslu og var talin sjö tíma lestaferð ó milli bæja. Þessir menn voru: Magnús Jónsson frá Skógum í Þorskafirði faðir Hákonar bónda á Reykhólum, síðar. Annar var Björn Magnússon, frá Hofsstöðum, Björnssonar frá Berufirði. Og, hinn þriðji Júlíus Jónsson frá Hlíð, einnig þar í firðinum. Höfðu þeir bún- að að venju sem þá var títt og sleða sem þeir drógu föng sín á. Gekk þeim ferðin vel og munu hafa gist í Langadalnum næstu nótt. Daginn eftir var gott veður og fóru þeir félagar þá ofan að Arngerðareyri, en hún hefir löng um verið endastöð ferðanna um ísafjarðardjúp, og á sama hátt sunnan úr sveitum Breiðafjarðar. Þenna dag fóru þeir félagar þang- að ofan og luku erindum sínum þar, og héldu síðan inn í dalinn aftur og gistu þar, sennilega í Bakkaseli sem er fremsti bærinn og næst heiðinni. Morguninn eftir var hægviðri, en annars tvírætt veður, hláku- bleyta og dimmt í lofti. Þó lögðu þeir félagar á heiðina og drógu þungan sleða með föngum sín- um fram á fjallið. En þegar kom á heiðarbrekkuna, varð úrkoman snjóslydda, og með því að þeir höfðu æki þungt höfðu þeir létt á sér hlífunum og bundið ofan á sleðann. Héldu nú sem mest máttu upp Högnafjallið og sóttist að vonum. Ræddu þeir um að tvísýnt væri veðurútlitið og mikils um vert að komast sem lengst ef veður kynni að spillast. En þeim var þungfært um dráttinn og urðu heitir og sveittir innan- klæða, og allir blautir hið ytra meðan regnið var. Þeim sóttist nú ferðin að vonum, því menn voru röskir, Júlíus og Björn, ungir menn um tvítugt, og Magnús lét ekki sitt eftir liggja, þó nú væri við aldur nokkuð svo. Allt í einu, sem hendi væri veifað, brast hríðin á með fá- dæma veðurofsa og frosti svo af bar. Eg man þenna dag heima á Hjöllum í Þorskafirði sem ver- ið hefði í gær. Við bræður lék- um okkur á pallinum. Hægviðri var en veður meinlítið um morg- uninn og vorum við niðursokkn- ir í leikmuni okkar. Þegar minnst varði, brast á stórhríð með því- líku sterkviðri að undrum sætti, svo baðstofari kipptist til, og var þekjan þó gaddfreðin, en þó brast í viðunum. Við litum hver á annan og varð flemt við veður- hvininn. Stúlkunum, sem voru við tóvinnu, því sunnudagur var, féllust hendur í skaut niður, og litu hver á aðra þegar hríðar- gusan þyrlaðist um rúðuna og sögðu: “Guð hjálpi mér, það færi betur að hann væri ekki að drepa einhvern núna”, og kuldahrollur fór um okkur. Litlu seinna kom faðir minn inn, og sá lítt í andlit hans fyrir klaka, og sagði svo frá, að svartahríð væri brostin á, með óhemju veðri og frosti svo lítt væri fært milli húsa. Nú víkur aftur til þeirra fé- laga á heiðinni. Þeir reyna að halda vörðunum sem þeir máttu, en þó fór svo, að þeir týndu þeijn er kom upp undir “Brekk- una”, og með því að sleðinn var þeim þungur í skauti skildu þeir hann eftir og vildu nú freista að bjarga sér til byggða ef unnt væri. Nú var um að gera að taka stefnuna rétt á Fjalldalina suður af, því næðu þeir þeim, var þ'eim líklegra til lífs, en gæta þó var- úðar að vera ekki of austarlega, svo að þeim stæði hætta af giljunum í drögum Kollabúðar- dals, sem marga höfðu leikið grátt, eins og Ófærugil og ísfirð- ingagil, sitt hvoru megin í drög- um dalsins. Héldu þeir áfram um stund, en lengja tók þeim eftir lægð- unum, sem þeir áttu von á, Fjalladölunum, og ræddu hverju sæta mundi. Hvort vindstaðan mundi hafa breytt sér, og því- umlíkt sem vegfarandann varð- ar. — En þessu var enginn kom- inn til að svara hinum villtu vegfarendum. Býst eg við að þeir hafi mest óttast áðurnefnd gil til vinstri í Kollabúðardal ef rétt var farið ofan í Þorgeirsdal sem þeirra leið lá um. En svo var líka önnur stórhætta, ef farið væri of mikið til hægri, en það er Djúpadalur, nær allur klettum krýndur og hengiflug niður, ef ekki er rétt farið, og er það ekki mannavegur nema í björtu. Nú héldu þeir félagar í þá átt er þeim fannst sanni næst, unz dimma tók af nóttu, og vissu þá ekki hvar þeir fóru. Tóku þeir nú að þreytast og kólna, einkum Mag«ús, sem von var' um eldri mann. Ræddu þeir um að grafa sig í fönn en gaddur var á, og veðurofsinn tætti allt ofan í hann, svo það var ekki viðlit með broddstöfunum einum. Enn gengu þeir um hríð og sáu lítt fyrir sér. Um síðir rák- ust þeir á stóran stein. Settist Magnús þar í Varið, en þeir ungu menniirnir gengu um gólf og reyndu að verjast kali í lengstu lög, sem gekk þó illa að vonum, því þeir voru illa búnir, og votir í fætur eftir slydduveðrið um morguninn. Hafði sleðinn verið þeim þungur í skauti svo þeir fóru úr hlífum sínum og bundu þær ofan á sleðann, og þar fóru þær í gadd svo þeir náðu aldrei að skýla sér með þeim, enda yfirgáfu þeir sleðann þegar eftir að þeir misstu af vörðunum og urðu villtir vegarins. Þegar hér var komið, kvaðst Magnús nú ekki mundi lengra fara. en bað þá bjarga sjálfum sér ef svo vildi verða. Sögðu þeir þá að þeir myndu ekki láta hann ein- an, og vissu heldur ekki hvert halda skyldi. “Reynið að stefna á tunglið,” sagði þá Magnús. Sennilega hefir þá eitthvað rof- að til lofts, af og til, því tungl var þá fullt daginn áður. Þetta svar Magnúsar þótti þar í sveit- um merkilegt, þar sem þeir fé- lagar voru rammvilltir áður og vissu ekki hvar þeir fóru. En það reyndist þó rétta stefnan, frá þeim stað sem þeir nú voru komnir á, eða langt vestur í Reibólsfjöll, til þess að hitta færa leið, eins og nú stóð á, ofan í hinn klettum krýnda dal, Djúpadal. Því hvergi mundi hann X FYLKIÐ ySur í SIGURGÖNGUNA / VÉR ERUM Á HRAÐGÖNGU TIL SIGURS. Það, sem vér höfum gert í liðinni tíð, hefir aðeins verið undir- búningur undir þau átök, sem vér nú verðum að hefja. Oss er sagt að sigur sé í nánd . . . EF ALLIR HEIMA FYRIR RÆKJA SKYLDU SÍNA Aðeins nú fáum við að vita um það verð, sem vér verðum að greiða fyrir sigurinn. Ef vér hikuðum nú, myndi það lengja stríðið. auka mannfall og kosta meira fé. Sparið mannslífin með því að fylkja yður í sigurgönguna tafarlaust! Nú er þörf á stuðningi yðar Nú er tilstyrks yðar þörf til að halda við sívaxandi birgðum til vorra stríðandi hermanna. Alt, sem vér höfum lagt fram að þessu, var ein- ungis undirbúningur. Um leið og einni þörf er fullnægt skapast önnur —og þörfin á hjálp frá oss, sem heima dveljum, eykst eftir því sem hiti stríðsátakanna vex. Þér njótið ekki ánægju nema með því, að beita ýtrustu átökum. * Byrðin þyngist. Fleira og fleira fólk þarf til að bera hana. Peningar. sem lagðir eru í Sigurláns Veðbréf, eru ekki gefnir. Þeir eru lánaðir. Endurgreiðsla með vöxtum, er trygð af allri Canada þjóðinni. Þó þér nú eigið Sigurláns Verðskuldabréf, skuluð þér búa yður undir að kaupa fleiri þennan mánuð. Ef þér hafið ekki keypt Sigurláns Veðbréf áður, verið viðbúin að kaupa þau nú. Dragið ekki að koma sparifé yðar í Sigurláns Veðbréf. Fylkið yður í sigurgönguna. NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 6-30 \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.