Lögberg - 30.03.1944, Page 7

Lögberg - 30.03.1944, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1944. 7 Boðskapur til Aþeninga Saga frá Grikklandi EFTIR W. G. HARDY Saga um mann, sem áleit ósveigjanlegan mótþróa tilgangs- lausan — og var reiðubúinn til að fórna lífi sínu til þess að sanna að hann hefði á röngu að standa. Frh. Hann sá á svip tengdasonar síns að hann hafði hitt naglann á höfuðið. “Þú getur haft á réttu að standa,” viðurkenndi hann dræmt. “Auðvitað hefi eg á réttu að standa. Og hvað öryggi þeirra snertir — eg hefi séð þeim far- borða undanfarið ár.” Tengdasonur hans leit snögg- lega til hans. “En setjum nú svo, að þú yrðir tekinn fastur — eða skotinn?” “Þá yrðu þeir ekki ver staddir hér heldur en þótt þeir væru upp í fjöllum. Nema að þar gætu þeir skotið ykkur alla.” Kanteleon var hugsandi and- artak. “Þú hefir rétt fyrir þér,” sagði hann, stuttur, í spuna. Prófessorinn dró andann djúpt að sér. Dóttursynir hans þyrftu ekki að horfast í augu við þessa nýju hættu. Hann vissi að þeir myndu verða áfram þarna í Aþenu. — Úr fremra herberginu heyrðist nú rödd Janna, sem kall- aði: “Maturinn er tilbúinn.” Þeir settust að hinu einfalda matborði. Prófessorinn tók eft- ir því, með hve mikilli ástúð dóttir hans snerist í kring um eiginmann sinn. Þetta hafði eng- in áhrif á hann núna. Ekki olli það honum heldur nokkurs trega að sjá með hve mikilli ákefð drengirnir hlustuðu á föður sinn segja frá viðskiptum sínum við þýzka og ítalska hermenn uppi í fjöllunum. Drengirnir voru svo hugfangnir, að þeir gleymdu næstum að borða. Lofum Kon- teleon að njóta þessarar heim- komu sinnar. Hann var brátt á förum. Og þá myndu drengirnir aftur verða hans — til að vernda og halda hlífiskildi yfir — þar til björgunin kæmi. Prófessornum fannst hann nú ekki lengur vera gamall og einskis nýtur. Hann leit yfir til litla stúlkubarhsins. Hún var ennþá í þungum svefni, en Xen- ia hafði sagt að hún hefði kyngt nokkrum sopum af volgri mjólk og væri því ekki vonlaust um að takast mætti að bjarga henni. Þegar prófessorinn leit á hana, fann hann til einhverrar ein- kennilegar tilfinningar. Þetta barn — sem þurfti að líða svona mikið án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Menn, sem bera ábyrgð á slíku, á að hata, á að drepa. Eitt augnablik var hann á sömu skoðun og Basili. En hann áttaði sig fljótt og sneri sér aftur að máltíðinni. — Allt í einu var barið að dyrum. Það varð dauðaþögn við borðið Aftur var barið og nú ákafar en fyrr. Konteleon stökk á fætur með byssu í hendinni og tók sér stöðu við vegginn gegnt dyrunum. Drengirnir stukku einnig á fætur og Konteleon kinkaði kolli til konu sinnar. Með einbeittum svip gekk hún til dyranna. Þegar hún opnaði þær, var það aðeins Daphne, kona pottasmiðsins, ná- granna þeirra. Janni brosti fegin- lega. Konteleon brosti einnig og stakk byssu sinni niður aftur. Daphne sagði: “Nazistarnir. Þeir eru í næstu götu.” Prófessorinn reis hægt á fæt- ur. Hann leit á tengdason sinn. “Svo að enginn vissi hvar þú varst,” sagði hann biturlega. Enginn veitti orðum hans eftir- tekt. Xenia sneri sér að manni sínum. “Fljótt nú,” sagði hún “Felu- staðurinn í rústunum. Við sýnd- um þér staðinn í gærkvöldi. Þú manst hvar hann er?” “Já„’ kallaði Atha. Hann hljóp yfir til föður síns. “Eg skal fylgja þér.” “Eg líka,” sagði Janni, og fylgdi bróður sínum eftir. Prófessorinn horfði á þetta eins og í draumi. “Nei,” sagði Konteleon og brosti hughreystandi til konu sinnar og sona: “Eg finn stað- inn. Þið verðið kyrrir hér.” “En —” byrjaði Atha að mót- mæla. “Kyrrir hér,” skipaði Konte- leon. Augu hans skutu gneist- um. Prófessorinn horfði með undrun á hvernig tengdasyni hans eins og óx ásmegin í hætt- unni. “Þeir eru á eftir mér,” Hélt Konteleon áfram. Hann faðmaði syni sína fljótt að sér. “Þeir finna mig aldrei, verið bara rólegir. Og ef þeim tekst það, skulu þeir fá að kenna. á því!” “Fljótur nú,” bað Xenia. “Hafðu drengina hérna,” sagði hann um leið og hann kyssti konu sína. “Eg kem aftur þegar þeir eru farnir,” Síðan var hann horfinn út um bakdyrnar, án þess að gera nokkurn hávaða. “Felið matinn,” skipaði Xen- ia. Þegar nazistarnir hörðu harka- lega á dyrnar, var allt komið í röð og reglu. Prófessorinn opnaði. Hópur hermanna ruddu honum til hliðar og tóku þeir sér stöðu víðsvegar um herbergið. Þá birtist Herr Bötticher. Hann horfði í kringum sig. Drengirnir störðu á hann, opnum munni. Xenia sneri sér undan og kraup niður að stúlkubarninu. Próf- fessorinn ræskti sig. “Þetta er dálítið óvænt,” sagði hann hægt. Herr Bötticher var ekki einn af þessum háværu, æstu mönn- um. Hann hneigði sig kurteis- lega og beið á meðan einn her- mannanna setti stól fyrir hann við borðið; síðan settist hann niður. Á mynd þessari sjást rússneskir herforingjar með Gen. Vasiliev í fararbroddi, nema staðar hjá særðum hermanni. “Eg geri ráð fyrir að þér vitið, í hva.Sa erindagerðum eg kem, her'ra prófessor?” sagði hann ró- lega. Prófessorinn horfði á þetta hörkulega andlit, sem var eins og höggvið í stein. Hann vissi að næsta spurning mundi verða: — Hvar er Basili Konteleon? Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann reyndi að sýnast rólegur. Gott var með- an þeir gerðu drengjunum ekk- ert mein. — “Þér getið þakkað hinni nú- verandi hernaðarstöðu fyrir a^ þér fáið annað tækifæri,” sagði nazistinn vingjarnlega. Hvað var þetta? Var þetta einhver ný aðferð til að — Eða var það — Prófessorinn þorði ekki að vona. neitt. “Nokkrir landsmenn yðar virðast álíta,” hélt Herr Bött- icher áfram, “að þótt banda- menn hafi nú unnið nokkrar or- ustur, þá sé þetta stríð tapað fyr- ir Þjóðverja. En eg fullvissa yð- ur um, að þetta er hin mesta fjarstæða. En auðvitað hefir maður með yðar gáfum skijið þetta fyrir löngu.” Prófessorinn þorði enn ekki að gera sér of miklar vonir. Þetta gat verið einhver gildra. “Það er þetta, sem við viljum koma Grikkjum í skilning um,” hélt Herr Bötticher áfram. Svo að þeir vissu þá ekki að Basili hafði verið þarna! Það var ekki hann, sem þeir voru að leita að! Prófessorinn ætlaði varla að geta leynt fögnuði sín- um, eitt augnablik. “Þessi uppþot,” hélt nazistinn áfram, “eru auðvita^ tilgangs- laus. En þau skapa okkur erfið- leika. Við gætum beitt hörku. En við viljum það síður — ekki meira en nauðsynlegt er. Þrátt fyrir allt berum við Þjóðverj- ar mikla virðingu fyrir hinum fornu Grikkjum — þeir voru arí- ar eins og við. Þið Grikkir nú- tímans hafið ekki hagað ykkur skynsamlega. En sleppum því. Sannleikurinn er sá, herra próf- essor, að þér gætuð sparað lands- bræðrum yðar miklar þjáning- ar.” Prófessorinn hafði nú náð sér aftur að fullu. Hann vissi að bæði drengirnir og Xenia skildu nú að Basili væri ekki í neinm hættu. Nú yrði hann aðeins að varast að gera nokkuð eða segja, sem gæti vakið grunsemdir naz- ista-foringjans. Hann sagði kurt- eislega: “Á hvern hátt, herra Bött- icher?” “Með því að benda þeim á, að það sé ekki viturlegt að láta stundarsigra bandamanna stíga sér til höfuðs.” Herr Bötticher hallaði sér fram á borðið. “Það sem við krefjumst af yður, herra prófessor, er mjög lítið, aðeins að þér segið Grikkjum sannleik- ann. Opinberlega, meina eg. í gegnum útvarp og blöð. Það er vissulega skylda yðar.” Þetta var álitlegt, og miklu auðveldara en fyrra boðið — að taka sæti í leppstjórninni. Og var þetta ekki í raun og veru sannleikurinn? Og þó — hvað myndu dóttursynir hans hugsa um hann, ef hann tæki þetta að sér? “Þér munið finna húsið yðar í Homeron-götu tilbúið handa yður,” sagði nazistinn í.hirðu- leysislegum tón. “Og hvað mat snertir — ef þér takið að yður opinbera skyldu —” Hann þagnaði. Xenia sneri sér við. “Við viljum heldur svelta,” sagði hún kuldalega. Herr Bötticher leit á hana. “En góða kona —” byrjaði hann. Hún sneri sér snöggt við, tók barnið upp af gólfinu og hélt því upp að nasistanum. Barnið hreyfði sig lítillega og umlaði veikt. “Lítið á,” sagði hún hásri röddu. “Lítið á — morðingi!” “Mjög leiðinlegt,” sagði Herr „ Bötticher kuldalega. “Ef Grikk- || ir vildu aðeins samvinnu —” “Enginn Grikki vill samvinnu við ykkur. Faðir minn vill ekki samvinnu við ykkur. Ef hann gerði það mundi eg afneita honum.” Prófessorinn leit á dóttur- syni sína. Á andliti Atha las hann svar hans. Jafnvel úr aug- um Janna gneistaði fyrirlitning- in, er hann starði á Herr Bött- icher. “Mér þykir það leitt,” sagði prófessorinn, “en eg get ekki tekið tilboði yðar.” “Jæja,” sagði Þjóðverjinn. Hann reis hægt á fætur og byrj- aði að ganga til dyranna. “Takið þá með” skipaði hann yfir öxl sér. Það var auðséð að allt hafði verið undirbúið fyrir fram. Tveir hermenn gripu drengina og lögðu af stað með þá til dyr- anna. Xenia dró andann djúpt að sér og þrýsti barninu fastar að brjósti sér. “Bíðið”, kallaði prófessorinn. “Hvað ætlið þér að gera við þessa drengi?” Herra Bötticher sneri sér við. Hann kinkaði kolli til her- mannanna. Þeir stönzuðu. Herr Bötticher tók fram sígarettu- hylki sitt og kveikti sér í síga- rettu. Síðan talaði hann til prófessorsins, og það mátti kenna gleðihreim í röddinni: “Verið nú skynsamur, herra prófessor. Eftir þær móttökur, sem við höfum fengið hér, og með tilliti til þess að tengdason- ur yðar berst með skæruflokk- unum, álítum við ekki rétt að þessir drengir alist upp með réttu hugarfari. En aftur á móti, ef þeir væru aldir upp í réttu umhverfi og við ákveðin skil- yrði, eins og til dæmis í ein- hverjum fangabúðum vor- um —” Hann þagnaði og dauft bros lék um varir hans. Þessir nazistar voru miskunarlausir, hugsaði prófessorinn. — Að þessu sinni gæti dóttir hans ekki áfellt hann og jafnvel ekki Kon- teleon sjálfur. Drengirnir myndu einnig skilja. Nú var hann neydd ur til þessarar “samvinnu” til að bjarga fjölskyldtf sinni. “Hvenær er ætlazt til að eg tali?” spurði hann. “I kvöld. Við ætlum að koma landsmönnum yðar á óvartr” Ekki í kvöld! Einhvern veg- inn varð hann að losna við að tala í kvöld, svo að drengirnir og Xenia — og jafnvel hann sjálfur — gætu flúði með Kon- teleon. Drengirnir voru ekki öruggir hér í Aþenu. Hann tal- aði hægt og sagði: “Eg get ekki talað í kvöld.” “Hvers vegna ekki?” “Slík ræða verður að vera vel undirbúin.” Herra Bötticher sló öskuna vandlega af sígarettunni. “Við höfum þegar skrifað ræðuna. ’ “Já, en ykkar ræða mundi verða þýzk ræða. Mín ræða verður að vera grísk ræða, hugs- uð af Grikkja og töluð af Grikkja.” Nazistinn hugsaði sig um. “Ágætt” samþykkti hann. “En það er betra að þér komið með okkur. Nágrannarnir munu að- eins halda að þér hafið verið tekinn til yfirheyrslu. Og fjöl- skylda yðar —” Hann þagnaði- aftur. Prófess- orinn beði með öndina í háls- inum. — “Nei, það er betra að þau dveljist hér,” ákvað nazistinn. “Það gæti vakið grunsemdir ef þið flyttust öll til Homeron- götu, grunsemdir um að þið vær- uð í samvinnu við okkur.” Von hans um undankcrmu fyr- ir sjálfan sig var þar með úti. En svo lengi sem drengirnir voru — Prófessorinn leit á dóttur sína. Hann sá að hún skildi hvers vegna hann vildi vinna þetta eina kvöld. “Eg mun þá tala,” sagði hann við Herr Bötticher, “en þetta litla barn verður að fá mat og hjúkrun.” “Það er hægt að koma því í kring.” - , Skilnaðarstundin var komin. Hann mátti ekki sýna nein merki. þess að hann væri að kveðja þau í síðasta sinn. Hann horfði andartak á drengina og sneri síðan til dyranna. Það var að kvöldi næsta dags. Prófessorinn sat í bókastofunni á sínu gamla heimili í Homer- on-götu. Hann hélt á lokaðri ljóðabák í hendinni. Innan klukkustundar átti hann að tala í útvarpið. Prófessor Kavvadias var ekki að hugsa um ræðuna, sem hann átti að flytja. Herr Bötticher hafði komið skömmu áður og sagt að Xenia og drengirnir væru flúin. Prófessorinn skildi, að ef ræða hans til Grikkja væri ekki svona mikils virði fyrir nazfstana, væri hann fangi núna. En það sem var mest um vert var að Konteleon hafði tekið Xeniu og drengina með sér. Ennþá var eitt, sem Vassos Kavvadias varð að taka ákvörð- un um. Nazistarnir höfðu sam- þykkt handrit hans af ræðunni. En átti hann að halda hana eins og hann hafði skrifað hana upp? Átti hann að nota þetta tæki- færi til að örva Grikki til mót- stöðu gegn kúgurunum? Hon- um yrði ekki leyft að segja mik- ið en — Það fór hrollur um prófessor- inn, þegar hann hugsaði til þess hvað mundi ske. Hann var ekki hræddur við að deyja, en það sem hann þurfti að þola áður en hann dæi. Hann hafði altaf kynokað sér við líkamlegum sársauka. Með erfiðismunum opnaði hann bókina, sem hann hélt á. Hann sat lengi og starði á orð- in, sem hann hafði flett upp. Herr Bötticher var að ljúka við að kynna hann fyrir út- varpshlustendum. Það var sig- urhreimur í röddinni: “Herra prófessor Vassos Kavvadias — prbfessor í sögu — hefir mikil- vægan boðskap að ílytja lands- mönnum sínum.” Prófessorinn var mjög fölur, er hann settist fyrir framan hljóð- nemann. Hann horfði á handrit sitt. Hendur hans skulfu. “Kæru landar,” byrjaði hann að lesa. “Eg tala ekki til ykkar í kvöld sem prófessor, heldur sem Grikki, sem talar til landsmanna sinna. Þið undrist ef til vill að heyra til mín, sem alltaf hefi haldið mér utan við öll stjórn- mál. En þetta eru erfiðir tímar og Grikkir þola böl. í þessum erfiðleikum brýt eg venju mína til þess að flytja ykkur hinn mikilvægasta boðskap að minni hyggju.” Hann þagnaði. Orðin voru ekki skrifuð á blaðið sem lá fyr- ir framan hann, en hann sá þau fyrir sér í huganum. Hann vissi, að ef hann talaði á forngrísku í stáð nýgrísku, gæti hann blekkt Herr Bötticher um stund. Rödd hans var nú örugg: “— Forsjónin hefir veitt okk- ur þá hamingju, að deyja göf- ugum dauðdaga til að flýta fyrir því, að Grikkland megi aftur verða frjálst, og þá deyjum við með þeirri frægð, sem aldrei dvínar. — Þannig mælti skáldið Simonides til þeirra Aþenubúa, sem börðust gegn hinum ósigr- andi her Persa við Plateu.” Prófessorinn fann fremur en sá hvernig andlit Herr Bötticher afmyndaðist af reiði er hann byrjaði að skilja hvað hann hafði sagt. Og um leið og hönd Herr Böttichers læstist um öxl nans, heyrðist rödd prófessorsins, skýr og greinileg: “Að falla með sæmd — það er boðskapur minn til Aþeninga.” Otur þýddi. Vísir. 6-E M C 100 SC|

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.