Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944 margi sínu í hvöt um baráttu fyr ir fullu frelsi og sjálfstæði. Saga Islands nú á dögum og nútíðarsaga Þýzkalands eru glöggt og greinilegt dæmi um það hvernig þjóðræknisandinn vinnur. Hann getur verið öflugt vopn ýmist tif góðs eða ills — alveg eins og eldurinn. Það er ervitt að hugsa sér heimsmenningu án elds; þegar eldinum er hæfilega stjórnað, er hann meðal mestu gæða sem hugsast geta, en sé hann látinn stjórnlaus, getur hann orðið að báli, sem valdi meira tjóni en hægt sé með orðum að lýsa. Þannig höfum vér dæmið á íslandi þar sem þjóðræknisand- inn hefir verið notaður í hófi til þess að endurheimta fullkomið frelsi, en á Þýzkalandi hefir hon- um verið gefinn laus taumur, þangað til hann hefir í stjórn leysi sínu • hleypt öllu í bál og brand. Snemma á 19. öldinni settu Is- lendingar sér það fasta og á- kveðna markvið að ávinna sér íullt sjálfstæði, og frá þeim tíma hikuðu þeir aldrei né hopuðu á hæl, þangað til einmitt nú, að takmarkinu er náð — ísland 6r í dag fullvalda ríki, frjáls og sjálf- stæð þjóð. . En hvað er að segja um fram- tíðina? Getur landið haldið sjálf- stæði sínu í þessum stríðsloga? Sá var tíminn að mér fanst óvit- urlegt af þjóðinni að krefjast al- gers sjálfstæðis. Að jafnvel sam- band við litlu Danmörk gæti orð- ið henni að liði, ef á hana yrði ráðist. En forlög hennar í sam- bandi við hnattstöðu hefir enn einu sinni komið henni að góðu haldi. Flugvélaöldin hefir gert Island að miðstöð milli Evrópu og Norður Ameríku, og í sam- bandi við það veitt því algerða og varanlega vérnd. Engin þjóð í Norður Ameríku getur átt það á hættu að láta ísland komast á vald árásarþjóða í Evrópu, þannig er floti Bandaríkjanna verndarfloti Islands án þess að það þurfi að leggja fram eitt einasta cent úr eigin sjóði. Það er mögulegt að Bandaríkin biðji ísland um leyfi til þess að hafa þar flotastöð (það er þó aðeins mín eigin getgáta). En það mundi verða með frjálsum samn- ingum, og það verður ávalt hér eftir nauðsynleg stefna Banda- ríkjanna að halda vinasambandi við Island. íslenzka þjóðin verð- ur því að fullu frjáls til þess að stjórna sjálfri sér og ráða ráðum sínum án nokkurra utanaðkom- andi hindrunar. En getur ísland framvegis hald ið sér eins dásamlega út úr öll- um alþjóðaflækjum eins og því hefir tekist hingað til um allar liðnar aldir? Ef til vill ekki. Ef það virðist hagkvæmt að gera landið að miðstöð alþjóða flug- ferða í sambandi við fólksferðir og vöruflutning, þá getur það ef til vill orðið alþjóða vöruskipta- stöð og áfangastaður langferða. Ef flugferðirnar beinast í ein- hverja aðra átt þá er það víst að ísland verður einhver hin mesta og merkasta ferðamanna stöð. í stuttu máli sagt: Það er vafa- samt hvort ísland getur hér eft- ir haldið sér út frá hringiðu heimsviðburðanna. Eitt virðist vera nokkurn veg- inn víst, hvað sem öðru líður, að ísland nýtur í framtíðinni friðar og allsnægta án þess að þurfa að óttast nokkrar utan að komandi árásir, þar sem aðrar þjóðir verða hálfsligaðar undir vopna byrðinni og afleiðingum hennar. Sig Júl. Jóhannesson, þýddi. — Þú sagðir, að þetta væri ágætis varðhundur. — Já, hefir hann ekki re'ynst svo? — Jú, það er nú helst að segja. — í nótt var brotist inn hjá okk- ur og þá hamaðist hann og gelti svo ákaflega, að við gátum ekki heyrt til innbrotsþjófanna, hvorki þegar þeir komu eða fóru. Útgáfumál Kirkjufélagsins Það kom til orða á ný-afstöðnu kirkjuþingi, að kirkjufélagið tæki að sér að gefa út sögu lúterskra manna í Canada, á ensku, samda af séra V. J. Eylands. Efast eg ekkert um að handritið ber marga ágæta kosti, en með því er 3lls engin trygging er fengin fyrir því, að fyrirtækið mundi bera sig; þaðan af síður að það yrði til | arðsemi. Saga kirkju- félagsins er skýr í því efni, að þess gerist ekki þörf að það sé útlistað frekar fyrir neinum þeim, sem hefir fylgst með út- gáfufyrirtækjum kirkjufélagsins. Nú er dýrtíð í landi; kauphæð, og vandfenginn og dýr góður pappír; kveður svo rammt að, að mörg blöð beggja megin lín- unnar hafa stórlega gengið sam- an að vöxtum. Minntist eg á fyrirtæki þetta við mann, sem er þaulkunnugur öllu því, sem lýtur að prentverki; lét hann svo um mælt, að fyrirtæki þetta mundi ekki' bera sig. Þess þyrfti að fara með gætni í þessu efni. Þeir, sem kynnu samt sem áð- ur að hafa óbilandi trú á þessu máli, gerðu vel í því að taka sjálfir að sér þetta verk, í stað- inn fyrir að binda það á herðar kirkjufélagsins. Annað ráð sé eg þó öllu betra; það er að afhenda handritið til umsagnar og útgáfu U.L.C.A. Tækju þeir það að sér, yrði það meðmæli og skilyrði fyrir sölu bókarinnar langt um meir, en smátt og lítið kirkjufélag gæti lagt fram. En ef svo bæri við, að U.L.C.A. ekki sæi sér fært að leggja út í þann kostnað, hvaða vit væri þá fyrir okkur að vera að burð- ast með þetta verk? S. S. C. ísiendingadagurinn í Blaine, Wash. 30. júlí íslendingadagur verður hald- inn í Samuel Hill Memorial Park, Blaine, sunnudaginn 30. júlí. Það er sameiginlegt fyrirtæki íslendinga í Blaine, Bellingham og Point Roberts, Washington og Vancouver, British Columbia. Þetta verður okkar þjóðminning- arhátíð, fyrir þetta merkilega ár í sögu íslenzku þjóðarinnar, hér á norð-vestur Kyrrahafsströnd- inni. Okkur þótti ekki ráðlegt að hafa okkar hátíð 17. júní sök- um þess hvað veður er óáreiðan- legt hér um slóðir um það leyti árs. Ennfremur er altaf fleira fólk á ferðalagi hér vestra um miðsumarið en í júní-mánuði. Prógrammið byrjar kl. hálf tvö e. h., en íþróttir verða fyrir börn upp að tólf ára rétt fyrir nónið, byrja klukkan ellefu. Skemtiskráin verður góð, því góðir eru söngkraftar meðal landa beggja megin línunnar hér. Skáld og ræðumenn vantar sízt, þótt langt séum við horfin frá ættjörð okkar. Andres Daniels- son verður forseti dagsins. Pró- grammið verður nákvæmlega auglýst í báðum íslenzku viku- blöðunum. Það sem hvílir mest á huga okkar eru erfiðleikar fólks hér frá Vancouver og grendinni að sækja þessa samkomu. Við höf- um komist yfir þessa erfiðleika síðastliðin tvö ár fyrir dyggilega hjálpsemi þeirra Blaine-búa, en nú er olíuskorturinn miklu verri en nokkru sinni áður svo nú verð- ur ekki hægt að flytja fólk í bílum frá White Rock og Clover- dale til Blaine. Nokkrir geta far- ið með lestinni til Blaine ef þeir hafa skírteini til að fara yfir línuna. Nokkrir geta að líkindum farið með “motor bus” Annað- hvort því, sem fer til White Rock eða því sem fer suður fyrir línu. En það er mjög takmarkað hvað margt fólk getur farið með lestinni éða með “Bus” því far- rými er erfitt að fá nú á dögum. Allir sem mögulega geta, ættu að komast í kynni við landa í Van- couver, sem hafa bíla og reyna að vera þeim samferða. Vonandi rætist svo úr þessu að enginn verði að sitja heima sökum far- artækis leysis. Skýrt vildi eg taka það fram, að skemtigarðurinn er á landa- merkja línunni og enginn frá Canada eða Bandaríkjunum þarf yfir þá línu að fara nema þeir sem taka lestina frá Vancouver til Blaine, þeir verða að hafa, eins og fyr er sagt, skýrteini til að fara inn í Bandaríkin. Nefndin vonast eftir að hitta sem flesta af ykkur á íslendinga- deginum okkar hér 30. júlí, þar sem við getum sameiginlega minst þjóðar vorrar og hennar nýfengna lýðveldis. Magnús Elíason, vara-forseti nefndarinnar. Til ritátjóra Lögbergs frá íslenzku náms- mönnunum í Minneapolis Við héldum hátíðlegan lýð- veldisdaginn 17. júní hér í Minn- eapolis og tóku þátt í þeim há- tíðahöldum allir íslenzku náms- mennirnir hér, 16 að tölu, auk rúmlega 100 Vestur-íslendinga. Hátíðahöldin fóru fram í skemti- garði einum hér í borg (Lake No-komis) og hófust kl. 4. e. h. Skemtunin var sett af Birni Halldórssyni, Reykjavík, for- manni félags okkar, með snjallri ræðu. Þá las Hjálmar Björnson, konsúll okkar íslendinga hér í Minneapolis, upp skeyti frá Ríkisstjórn íslands og Thor Thors sendiherra okkar Islendinga hér í Bandaríkjunum, og eigum við honum miklar þakkir skilið fyr- ir það ávarp. Næst talaði Sigur- björn Þorbjörnsson, .Reykjavík, um frelsisbaráttu okkar íslend- inga og var sungið “Öxar við ána”, að henni lokinni. Þá hófst sýning á íslenzkri glímu og sýndu þeir Haraldur Bragi Magnússon, Akureyri og Sigurbjörn Þor- björnsson, Reykjavík, helztu brögð og varnir þeirra í glím- unni. Þessi skemmtiliður vakti mikla athygli, bæði meðal yngri og eldri gestanna. Þetta rifjaði upp gamlar æskuminningar fyrir eldra fólkinu, sem mintist þess- arar íþróttar að heiman og hafði ekki séð hana, margir hverjir í 50 til 60_ ár, og eigi þótti yngri kynslóðinni síður varið í þetta. Að glímunni lokinni hélt Gunnar Björnson, skattstjóri, kjarnyrta og áhrifamikla ræðu og að því loknu var sunginn íslenzki þjóð- söngurinn. Að skemmtiskránni lokinni var sezt að snæðingi og var borðað úti undir berum himni. Á meðan á máltíð stóð voru spiluð íslenzk ættjarðar- ljóð af hljómplötum. Um kl. 8 fóru flestir að týgja sig til brottferðar, eftir skemmti- legan og ánægjuríkan dag og mun þetta ávallt verða minnis- stæður dagur í hugum okkar hér, þótt eigi hafi skemmtiskráin ver- ið fjölbreytt, en við vildum sýna einhvern lit á því, að við værum glaðir og reifir á þessum stærsta og mikilvægasta degi þjóðar okk- ar. Frá hátíðahöldum þessum héldum við íslenzku námsmenn- irnir heim til Eiricksons-hjón- anna, Vestur-íslenzkra hjóna hér í borg og skemmtum við okkur þar við dans og leiki fram eftir nóttu. Ýmislegt fleira skeði hér í sambandi við lýðveldisstofnun- ina, grein birtist í dagblaði há- skólans, að tilhlutun félags okkar, einnig birtist grein um ísland og frelsisbaráttu íslendinga í Minn- eapolis Morning Tribune, stærsta blaði Minnesotaríkis og var hún skrifuð af Hjálmari Björnssyni, ritstjóra þess, og munu flestir kannast við hann heima, sem fulltrúa Bandaríkjanna í láns- og leigulaga framkvæmdum heima, Einn langfrægaáli rithöfundur Breta Þessi sérstæði og lífsglaði ritvíkingur brezku þjóð- arinnar, George Bernard Shaw, er nú rétt í þann veginn að verða 88 ára að aldri; hann er enn þrunginn af starfsfjöri og segir þjóð sinni óspart til syndanna ef svo býður við að horfa. og sem góðan og gegnan Vestur- íslending. Þann 16. júní var hálf- tíma útvarpsdagskrá helguð Is- landi og lýðveldisstofnuninni í dagskrá WLOL útvarpsstöðvar- innar, sem mun vera sú stærsta hér í Minneapolis og voru leikn- in þar íslenzk kór og einsóngs- lög og Hjálmar Björnson talaði þar nokkur orð um ísland og Is- lendinga. Þann 18. júní birtist grein og mynd af hátíðahöldum okkar í sunnudagsblaði Minn- eapolis Morning Tribune and Minneapolis Star Journal. Lýðveldisstofnunin og at- kvæðagreiðslan í sambandi við hana vöktu feikna mikla athygli hér í borg, ekki einungis meðal Vestur-ilslendinga, heldur og allra amerískra ríkisborgara, sem við höfum talað við hér. Greinar birtust jafnóðum um atkvæða- greiðsluna í blöðunum hér og fréttir um kosningu forsetans voru í eftirmiðdags blöðunum hér á laugardag þann 17. júní. Félag íslenzkra námsmanna í Minneapolis var stofnað 3. marz s. 1. og voru meðlimir þess þá 20, en eru 16 nú sem stendur, með- limatalan hefur lækkað vegna þess að nokkrir fyrverandi með- lima eru komnir heim nú eða fluttir til annarra skóla utan borgarinnar. Stjórn félagsins skipa Björn Halldórsson, Reykja- vík, formaður, Haraldur Bragi Magnússon, Akureyri, gjaldkeri, Edvard Friðriksson, Borgarnesi, fundarritari, Sigurbjörn Þor- björnsson, Reykjavík, upplýsinga stjóri og Esther Björnsson, Reykjavík, ritari. Auk þess að standa fyrir há- tíðahöldunum 17. júní, stóð fé- lagið, í samráði við félag vestur- íslenzkra kvenna í Minneapolis (Hecla-club), fyrir móttöku hr. biskups Sigurgeirs Sigurðssonar, þegar hann kom til Minneapolis 6. marz s. 1. Á þeirri samkomu vorum við allir íslenzku náms- mennirnir og fjöldi Vestur-íslend inga, auk norska biskupsins hér og konsúla Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Auk þess höfum við svarað grein um ísland, sem birtist í háskólablaðinu og sem var bæði villandi og full af rangfærslum um land og þjóð. Grein þessi var skrifuð eftir fyrirlestri, sem Miss Overstreet hafði flutt. Margir íslendingar munu kannast við ungfrú þessa, fyrir píanó-leik hennar i útvarpstímum ameríska setuliðsins helma. Grein þessari svöruðum við um hæl og hrökt- um allar rangfærslur hennar, enda er það eitt af markmiðum félagsins að efla þekkingu Ame- ríkumanna á Islandi og íslend- ingum. Við höfum haldið nokkra fundi í félaginu, en annars gerist þess lítil þörf að halda ákveðna fundi, því við höldum alltaf hópinn. Með kærri þökk fyrir byrtingu greinarinnar. Virðinarfyllst, Sigurbjörn Þorbjörnsson. upplýsingastjóri. — Sérðu illa, drengur minn? — Nei. — Hversvegna ertu þá með gleraugu? — Vegna þess, að annars sé eg illa. • Lífeðlisfrœðingur nokkur þykist hafa uppgötvað það, að mennirn- ir séu komnir af öpum. — Þyk- ir það uppreist fyrir apana. DÁNARMINNING Mrs. Pálína Magnússon andað- ist að heimili sínu á Gimli þann 30. júní árdegis. Um nokkra hríð hafði hún átt að stríða við veila heilsu en hafði þó ávalt fóta vist, þótt kraftar hennar væru allmjög teknir að þverra. Pálína var fædd 12. jan. 1870, í Keflavík á Árskógarströnd í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar henn ar voru hjónin Gottskálk Sig- fússon og Hólmfríður Jónatans- dóttir. Hér í landi tók Gottskálk sér Olsons nafnið. Foreldrar Pálínu komu vestur um haf árla á fyrstu landnámstíð, munu þau mjög stuttu eftir komu sína vest- ur um haf hafa sest að á Gimli. Bæði voru þau af Eyfirskum ætt- um, en nú bæði löngu látin. Af mörgum börnum þeirra eru nú tvö á lífi, Mrs. W. Bristow á Gimli, og Páll, fiskiútvegsmað- ur, sama stað, kvæntur Mar- gréti Jónsdóttir Gíslasonar. margt af afkomendum þeirra eiga heima í Gimli umhverfi. Arið 1897 giftist Pálína Pétri Magnússyni ættuðum frá Uppsöl- um í Brjánslækjarsókn í Barðar- strandarsýslu. Þau áttu heima í Winnipeg fram til ársins 1905. Stundaði maður hennar bygginga og akkorðsvinnu hjá Kelly Bros, er þá, og um langa hríð síðar starfræktu byggingavinnu í stór- um stíl í Winnipeg-borg. Pálína og Pétur maður hennar fluttu til Gimli árið 1905, og bjuggu þar ávalt síðan. Pétur andaðist 14. febr. 1943. Þeim varð fjögra barna auðið: Lára, Mrs. P. E. Frangos, Minneapolis, Minn. Franklyn Bergþór, kv. Elen Guðrúnu Fredrickson, er hann í þjónustu Qanadian Pacific fé- lagsins, búsettur í Winnipeg. Ásta Björg, dó Qng. Anna Petrína, dó einnig barn að aldri. Magnússons hjónunum vegn- aði vel á Gimli, voru efnalega sjálfstæð og jafnan veitandi. Þau áttu þar fagurt heimili, snyrtilega og vel um gengið bæði bæði úti og inni. Bæði voru þau elsk að blómum og lögðu mjög rækt við þau, er mér í minni hve oft eg staðnæmdist við heimili þeirra, er eg nýkominn eftir langdvöl á Kyrrahafsströnd kom til Gimli fyrir meira en tuttugu árum síðan. Pálína var kona einkar trygg- lynd þar sem húrt tók því. Heim- ilið var heimur hennar, unni hún því af alhug, og var seint og snemma starfandi því í hag með snilli og prýði. Eins og að hefir verið vikið mistu þau sum barna sinna í bernsku, en börnin sem lifðu voru tengd foreldrum sínum óvenjulega djúpum kær- leiksböndum og foreldrunum mikil gleði ævilangt. Er Pálínu sárt saknað af eftirskildum börn- um hennar og systkinum og fjöl- mennu frændaliði. Útförin fór fram frá heimil- inu og Gimli kirkju, en hin látna hafði jafnan tilheyrt Lúterska söfnuðinum. Margmenni var viðstatt útför- ina bæði á heimilinu og í kirkj- unni. Tveir prestar: séra Bjarni A. Bjarnason í Árborg, og sá er þetta ritar þjónuðu við útförina. S. Ólafsson. — Þér segið að þetta málverk sé eftir Rembrandt, en ekki stend ur þó nafn hans á því. Forngripasali. — Ef þér viljið að nafn hans standi á málverk- inu þá kostar það tuttugu krón- um meira. — Hefurðu séð Tómas nýlega? — Nei, það er víst mánuður siðan eg sá hann. — Ef þú skyldir sjá hann, þá mintu hann á það, að við erum trúlofuð. • Frúin: — Veistu, María, að þessi vasi, sem þú braust, var 150 ára gamall? María: — Guði sé lof, eg hélt að það væri nýr vasi. Ástralskur njósnari, sem situr fyrir japönskum hermanni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.