Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 6
6 e? Dómar mannanna Eftir A. Sergeant “Drekktu eitt glas af víni, barnið gott,” sagði frú Mendal, “það hressir þig.” “Nei,” sagði Dora. “Eg er hrædd um að það fari í höfuðið á mér, eg er ekki vön við vín. En ef eg —” hún roðnaði og hikaði við “Ef eg mætti biðja þig um kexköku eða brauð- sneið, eg hefi ekkert bo'rðað í dag, og eg er hrædd um að það hafi verið orsökin að eg — eg á ekki vanda til þess,” sagði hún í veikum róm. Theresa gaf Doru te og brauð, sem rétt í þessu var komið með hgnda frú Mendal, og ætlaði að minnast meira á þetta; en frú Mendal vildi vita hvernig á því stóð, að hún hafði ekki borð- að neinn morgunverð. “Hvernig stendur á því, barnið gott, að .þú skulir ekki hafa fengið morgunverð?” spurði hún. “Það er ógjörningur fyrir unga stúlku að ganga fram og aftur um Lundúnaborg svanga. Þú lítur ekki svo hreystilega út, að þú megir bjóða þér það. Því fórstu ekki heim til þín til að borða morgunverð?” “Eg eg vildi ekki fara heim, það var enginn heima,” svaraði Dora, “og eg vildi engum tíma eyða frá að leita mér að vinnu.” “En þá hefir þú átt að fara inn í eitthvert kaffihús og fá þér te og brauð,” sagði frú Men- dal, þrákelknislega. Hið föla andlit Doru roðnaði út undir eyru. Hún leit bænaraugum til Theresu, í von um að hún skildi kringumstæður sínar betur. “Það getur auðveldlega komið fyrir að mað- ur gleymi að borða morgunmat,” sagði Thesesa, með lipurð. “Það hefir oft komið fyrir mig, þegar eg hefi haft mikið að hugsa, eða fara út til að kaupa til heimilisins; en það er ekki hyggilegt.” “Jæja góða mín, eg vona að þú verðir hvggn- ari næst,” sagði frú Mendal, alvarlega. “Lofaðu mér því að þú látir það aldrei framar koma fyrir að þú missir máltíð. Viltu lofa mér því?” Þessi spurning hafði alt annan árangur en frú Mendal bjóst við. Dora var yfiV sig þreytt og vansæl, og þessi strangleiki frú Mendal, bugaði hana ennþá meira, hún var slíku óvön. Það kom tárunum fram í augun á henni, og neyddi haria til að segja sannleikann, eins hræðilegur og hann var. “Eg vissi vel, að eg var svöng, já. mjög svöng, en eg hafði enga peninga. Richard hefur ekki ennþá fengið borgað kaupið sitt, — og eg hugs- aði mér að fara og leita mér að vinnu.” “Hún hélt höndunum fyrir andlitið, og gat ekki varist gráti, en Theresa stóð við hlið henn- ar og lagði hendina, vingjarnlega á herðar Jienni. Það var ómögulegt annað en samhryggj- ast með Doru. Hvort heldur hún var glöð eða hrygg, var þó eitthvað svo vonbjart og barns- legt við hana. Þegar frú Mendal hafði heyrt hvað Dora sagði, tók hún ákveðna ákvörðun. “Slíkt og annað eins má ekki eiga sér stað,” sagði frú Mendal og stóð upp úr sæti sínu. “Ef þú heldur, Theresa, að eg þoli að vita af þessu góða barni í slíkri eymd, þá getur þú mjög rangt til. Þessi unga stúlka verður hjá mér,’sem mín lagskona. Eg er þér mjög þakk- lát, ef þú vilt fara og segja hinum stúlkunum að eg biðji þær afsaka, að þær hafa þurft að bíða svona lengi, eg breyti engu um það sem eg hef ákveðið.” “En —” Theresa gat ekki varist því að segja þetta “En”, þó hún findi með sjálfri sér, að það var eins grimt, eins og það var þýðingarlaust. Henni gafst ekki heldur tækifæri til að segja meira. Andlit Doru ljómaði af gleði og fögn- uði, og hún sagði í ákafri þakklætis hrifningu: “Ó, hvað þú ert góð! Hvað þú ert góð! Það hefur engin manneskja verið mér svona góð. Eg vil reyna að læra að lesa í augum þínum hverja þína ósk, og eg skal vinna fyrir þig dag og nótt. Ó, hvað Richard verður glaður.” “Þú veist nú ekki ennþá um allar mínar kröfur og keypa, barn,” sagði frú Mendal,.með hrærðri tilfinningu. “Það er ekki «víst að þér líki að vera altaf í kringum mig, og vera ávalt reiðubúin að gera það sem eg bið þig. Eg borga þér fimtíu pund sterling á ári í kaup. Ertu ánægð með það?” “Ánægð”, sagði Dora. “Það er stórfé; eg get með því hjálpað Richard, ef hann þarf með.” “Eg vildi gjarnan sjá þennan Richard ein- hverntíma,” sagði frú Mendal í alvarlegum mál- róm. “Eg get ekki skilið, að nokkur maður, sem er til nokkurs gagns, skuli ekki geta kom- ist að sæmilega launaðri atvinnu.” Fagnaðarblærinn á andliti Doru hvarf sem snöggvast. “Hann er sá besti bróðir, sem til er í heim- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944 inum,” sagði hún einarðlega, “og hann er bæði duglegur og viljugur, en það er svo torvelt að fá nokkra stöðu eða atvinnu hér í London án vina eða meðmæla.” “Já, það er satt barnið gott,” viðurkenndi frú Mendal, og klappaði blítt og móðurlega á fallega höfuðið á Doru. “Farðu nú heim til þín, og segðu honum, að þú verðir hjá mér, og honum verði hjálpað, ef hann þarf með.” Hún sneri sér að Theresu, sem enn var inni hjá þeim, og sagði: “Viltu gera svo vel, kæra jómfrú Sandon, að láta hinar stúlkurnar fara. Eg bið þær af- saka mig. Þær veslingarnir eru búnar að bíða hér of lengi.” Theresa stundi við er hún gekk út í bið- stofuna, þar sem stúlkurnar sátu, og voru að gefa hver annari óvingjarnlegt hornauga. Það var ekkert skemtilegt fyrir Theresu að segja stúlkunum að engin þeirra fengi stöðuna, og þær mættu allar fara. Þær tóku þessu líka all misjafnt, sumar höfðu klúr og ókurteis orð við Theresu, og allar voru vonsviknar, er þær fóru út úr stofunni. Það særði réttlætistilfinningu Theresu, að allar þessar stúlkur, sem höfðu góð meðmæli, urðu að víkja fyrir þessari litlu stúlku, sem grét eins og barn, en hafði engin meðmæli. Þeg- ar Theresa kom aftur inn í stofuna, til frú Men- dal, sat hún mjög ánægjuleg í hægindastól og hélt í hendina á Doru, eins innilega og hún væri dóttir hennar. “Kæra Theresa,” sagði frú Mendal, jómfrú Morrison hefur lofað að koma til mín á mánu- ^þaginn kemur, svo hún geti verið með bróður sínum yfir helgina.” Theresa sagði eitt eða tvö einatkvæðis orð, en hún var ekki ánægð með úrslit málsins; hún horfði rólegum rannsakandi augum á Doru. Dora hafði svo undur sakleysislegt andlit, að það var ómögulegt að ætla henni neitt annað en gott; og þó virtist þessi vöntun meðmæla og vina, hljóta að stafa af einhverju leyndarmáli, en allt, sem var einhverjum skugga hulið, var mjög andstætt hinu göfuga lundarlagi Theresu. Dora var kannske ekki nógu hyggin eða eftirtökusöm, en hún hafði mjög næma kvenn- lega tilfinningu, sem er kölluð “kvennleg eðlis- tilvísun,” og sem oft er til meira gagns en skilningurinn. Dora leit einurðarleysislega á Theresu og skildi strax hvað hún hugsaði. Hún dró að sér hendina úr hendi frú Mendal, rétti sig upp og horfði í augu jómfrú Theresu. “Þú treystir mér ekki,” sagði hún. “Eg get fullvissað þig um að eg hefi ekkert illt aðhafst, og vonast til að eg geri aldrei. Það er ekki mér að kenna að eg á enga vini, trúir þú mér ekki?” Með barnslega biðjandi einlægni rétti hún Theresu báðar hendur, og þessi mótþrói, sem var í huga Theresu féll saman eins og spila- borg. “Eg trúi þér og treysti þér,” sagði Theresa, brosandi, “og eg er sannfærð um að þú ert það sem þú lítur út fyrir að vera.” Theresa undraðist að sjá, að Dora, við þessi orð, roðnaði í andliti. Hún sagði fáein orð og sneri sér frá þeim. Hvað var það, sem var á milli þessara hrein- hjörtuðu og saklausu stúlku, sem stóð í vegin fyrir því að þær skildu hvor aðra? Hafði hún líka eitthvað að dylja? Þegar Dora fór, fann hún til hins sárasta samviskubits. Því þó nafnið Morrison, sem hún nefndi sig fyrir frú Mendal, tilheyrði henni, þá var hún samt sem áður með því, að hylja hver hún var. Hversu fljótt mundi ekki frú Mendal hafa vísað henni burt frá sér; og með hvaða bítandi ískulda mundi ekki jómfrú San- don hafa snúið við henni bakinu, ef þær hefðu vitað að hún væri dóttir Júlíus Sittard, hugsaði hún. Það var alveg rangt, frú Mendal var allt of meðlíðunar söm til að tileinka barninu yfirsjónir föðursins, og Theresa hefði kennt í brjósti um Doru, sem varð fyrir þessari óverðskulduðu ó- gæfu, hefði hún sagt hreinskilnislega frá því hver hún var. Dora hafði fengið vantraust á öllum, og bróðir hennar hafði styrkt hana í þeirri röngu ímyndun að leyna nafni sínu. Hún ansaði ekki því sem Theresa sagði, en hún fann sárt til afstöðu sinnar, og hún gat ekki varist að roðna í andliti. “Hún er indæl stúlka! Sýnist þér það ekki líka?” spurði frú Mendal, þegar Dora var farin. “Jú, hún er indæl,” svaraði Theresa, og að nokkru leyti á móti vilja sínum, sagði húh: “Hún virðist vera einlæg.” En hún hugsaði með sér, hvers vegna roðnaði hún? 9. KAFLI. Richard varð ekki eins glaður og Dora bjóst við, þegar hún sagði honum frá hversu heppin að hún hefði verið. “Svo þú ert þá að hugsa um að skilja við mig?” spurði hann önuglega. Dora horfði undrandi á hann. “Kæri bróðir, það er þín vegna.” Richard hló stuttan uppgerðarhlátur, og sneri sér frá henni, svo hún skyldi ekki sjá að sér vöknaði um augu. Hann var hæst ánægður með að Dora hefði fengið svona góða og hæga vist, en honum fanst sem hann væri miklu ódug- legri að útvega sér góða atvinnu, og hálf fyrir- varð sig fyrir það, en samt sem áður þótti honum vænt um hvað Dora var heppin; því hvernig áttu þau bæði að geta lifað af einu sterlingspundi á viku? Og það gat tekið lang- , an tíma að hann fengi nokkra launahækkun. Hann hafði eins og Dora — að hann hélt, haft lukkuna með sér. Hann hafði mætt gömlum skólafélaga sínum, og sagt honum um, hvað hafði skeð, sem hefði svo breytt lífskjörum sínum, hann sagði honum einnig um nafn- breytinguna. Þeösi ungi maður, Harry Lonsdal, kendi í brjósti um hann, og gat útvegað hon- um bráðabyrgða atvinnu á skrifstofu föður- bróður síns, í stað eins af skrifstofumönnunum, sem veiktist. Þessi bráðabyrgða atvinnu varð framhald- andi, en með afar lágum launum, aðeins einu sterlingspundi á viku. Harry Lonsdal þótti mjög vænt um að hafa getað hjálpað vini sínum út úr þeim atvinnu- leysis og fátæktarkröggum sem hann var í, og hann áleit ástæðulaust að segja ekki föðurbróðir sínum eins og var um þennan nýja bókhaldara, bæði nafn hans og kringumstæður. “Hvða gerir honum það til?” svaraði hann, þegar Richard lét í ljós að hann væri hræddur um að gamli maðurinn mundi taka því illa og reka sig burt sem fljótast. “Það er ekki langt þangað til eg verð tuttugu og fimm ára, og þá verð eg meðeigandi í verzl- uninni. Þá verður þú minn aðstoðarmaður, Richard,” sagði hann með góðmannlégri til- finningu. “Eg þekki þig og veit að þú ert góður og ráðvandur maður, en eg veit ekki hvernig gamli maðurinn mundi líta á mál þitt. Vertu bara óhræddur, og láttu mig um það.” Svo sló hann vingjarnlega á herðarnar á honum. Richard lét það gott heita, þó hann væri órólegur um hver mundi verða endirinn á þessari atvinnu. Launin voru lítil, en hann vann samviskusamlega, eins og hann ynni fyrir hærri launum. Nú var hann ekki eins og áður, hyskinn og óstöðugur við verk sitt. Hann vann nú stöðugt og afkastaði meira verki en nokkur annar í skrifstofunni, reglusemi hans og stundvísi var aðdáanle*g. Hann treysti því að þegar hann fengi þá launahækkun, sem honum hafði verið lofað, að hann gæti þá búið með Doru, því, hann hélt að hún mundi ekki geta verið ánægð í þjónustu annara. Hann gat ekki losað sig við þá fáránlegu ímyndun, að stúlka sem væri kom- in af hærra Stéttar fólki, gæti mögulega verið ánægð, eða liðið vel, í þjónustu annara. Þegar Richard sneri sér frá henni, til að skýla tilfinningum sínum fyrir henni, varð hún hrædd. Hún fór til hans og lagði hendina um háls hans, og sagði í angistarfullum róm. “Richard, Richard, ertu reiður við mig?” “Reiður, nei Dora,” sagði hann, og sneri sínu góðmannlega og göfuga andliti að henni, sem nú var magrara og fölleitara en áður, og horfði ástúðlega á systir sína. “Það sem hryggir mig svo mikið, er hversu mikill vesalingur að eg er, að eg skuli ekki vera fær um að sjá fyrir þér. Eg vildi óska að eg gæti unnið fyrir svo miklu kaupi, að þú þyrftir ekki að fara í vist til ókunnugra að vinna fyrir þér.” “En hvers vegna ekki, Richard? Eg er svo glöð að geta unpið mér eitthvað til gagns. Hvað er eg betri en þú, að eg eigi ekki að vinna? Eg er alveg viss um að eg muni kunna mjög vel við mig hjá þesari góðu gömlu frú Mendal.” “Það getur vel verið,” sagði Richard, “en hún er þó húsmóðir þín, þú verður að hlýða henni, og gera allt eins og hún vill, mér er mjög ógeðfellt að vita af þér í vinnukonu, eða þjónustustúlku stöðu.” “Við getum ekki æfinlega haft allt eins og við mundum helst óska okkur,” eagði Dora og lagði sinn silkimjúka vanga að kinn hans. Hún var hrædd við óstillinguna og sársauk- ann, sem fólst í orðum bróður hennar. • “Nei, það veit Guð, það er okkur ekki hægt — þá værum við ekki það sem við erum, börn þess föðurs sem svívirti nafn sitt, svo við þor- um ekki að nefna okkur voru réta nafni.” “Æ, Richard! Vesalings faðir okkar! Hann hefur áreiðanlega ekki meint að gera það.” “Hvað svo sem hann hefir meint^er það sama, við vitum hvað hann hefir gjört. Eg segi þér Dora, að eg get aldrei meðan eg lifi gleymt því hversu ólýsanlega ógæfu að hann hefur steypt svo mörgu saklausu fólki í. Eg get ekki litið úpp á þetta fólk, er eg mæti því á götu, og því síður talað orð við það. Þú skilur ekkí eins vel og eg viðskiptalífið, og það er náttúr- legt þess vegna, að þú ásakar ekki föður þinn.” “Eg er alveg viss um að hann hefur ekki ætlað að gera það sem hann gerði.” “Ef þú heldur það, því ferð þú þá ekki til hans? Það mundi vera hans mesta gleði að hafa þig hjá sér, og eg vildi allt til vinna að þú mættir njóta allra lífsins þæginda, án þess að þurfa að vinna.” Richard varð alveg hissa að sjá þau áhrif sem orð hans höfðu á Doru. Hún varð rauð sem blóð í andliti, en fölnaði svo upp, sem nár, hún lét hendurnar, sem höfðu legið á herðum Richards síga niður, sem máttlausar. “Richard!” sagði hún í niðurbældum róm. “Hvernig getur þú?” “Já, hvað meinar þú? Því ættir þú ekki að fara til Tians? Þú verður að líta á málið frá skynsamlegu sjónarmiði, Dora.” “Það vil eg ekki gera — eg get það ekki!” svaraði Dora, “að minsta kosti ekki frá því sjónarmiði, sem þú kallar skynsamlegt. Já, Richard, eg elska eins og áður föður okkar, og kenni innilega í brjósti um hann, en eg get ekki farið til hans að vera hjá honum, og njóta með ánægju og gleði þeirra peninga, sem fólkið segir að hann hafi rænt frá sVo mörgum við- skiptamönnum sínum. Eg vil heldur borða þurt brauð og vinna fyrir því, hversu mikið sem eg þyrfti að leggja á mig?” Richard tók systir sína í fang sér. Hún hafði talað, eins og hann sjálfur hugsaði. hann hafði ímyndað sér að hún væri ekki eins ákveðin og hann í því að lifa ekki á illa fengnum peningum. “Richard, þú sagðir að þú vildir ekki tala við föður okkar ef þú mættir honum á götu. Eg vildi ekki sýna slíka harðneskju, eg mundi tala við hann, kyssa hann og kalla hann pabba, en eg vildi undir engum kringumstæðum þiggja þá peninga sem eg vissi að væru fengnir á óheiðarlegan hátt, og eg býst ekki við að þú vildir það heldur, Richard.” “Nei, það vildi eg sannarlega ekki,” svaraði Richard. “Við skulum svo ekki minnast framar á að eg fari til hans. Hver veit hvernig honum líður; hann getur verið fátækur, veikur og hjálparlaus,’ sagði hún og tárin komu fram í augu hennar. Hún hafði hallað höfðinu að herðum Richards, og grét beisklega. Hún hugsaði með viðkvæmni og sársauka til föður síns. Richard hugsaði á sama hátt, en útlit hans var hart og alvarlegt. “Dora”, sagði hann, eftir nokkra þögn og rykkti höfðinu aftur á bak, “við skulum reyna að gleyma honum og hugsa aldrei um hann. Hann hefur syndgað gegn mörgum, en eg held engum meir en okkur. Eg skal aldrei franjar nefna nafn hans.” “Eg skal ekki tala meira um hann,” hvíslaði Dora í veikum róm, “en hins get eg ekki varist að hugsa um hann.’ Richard skyldi að hún mundi minnast hans í bænum sínum, eins og hún hafði æfinlega gert, síðan að hún var lítið barn. “Við skulum tala um eitthvað annað,” sagði Richard, góðlátlega. “Þegar þú ferð, verð eg að leita mér að öðru herbergi.” “í nágrenni við mig — í Kensington?” Richard bara hristi höfuðið. “Eg er hræddur um að það sé of dýrt fyrir mig, en eg skal sjá'til hvað eg get gert. Þú færð líklega, af og til einhverja frítíma.. að kvöldi til, eða sunnudags eftirmiðdag, þá kem- ur þú til mín?” “Já, það geri eg Richard. Eg hafði ekki talað neitt um það, en frú Mendal sagði að hún von- aðist til að þú kæmir til hennar, til að sjá mig.” “Nei”, sagði Richard, og stóð upp, “það kem- ur mér ekki til hugar, að fara að gera heim- sóknir í hús þar sem systir mín er þjónustu- stúlka eða launuð lagskona.” “Þú ert heimskur drengur,” sagði Dora. “Það er ekki til neins að nefna það, eg geri það ekki,” svaraði Richard. Eg get ekkert gert fyrir þig, svo þú þurfir ekki að fara í vist, en þú mátt ekki ætlast til þess að eg komi þagað.” Þetta var einhverskonar heimskulegt stolt, sem Dora aldeilis ekki viðurkenndi að væri á neinum rökum byggt. Hún hugsaði sem svo að Richard væri maður sem þyrfti að brúka mikla þolinmæði við, því hann tilheyrði, eða hefði tilheyrt hinni þekkingarsnauðu yfirstétt, á kjör alþýðunnar. Til þess að bæla þennan yfir- stéttarhroka niður í honum, lét hún sér nægja að kyssa hann, og vakti máls á öðru umtals- efni í þeirri von, að sér mætti heppnast að breyta skoðun hans á þessu. Þau fóru að leita fyrir sér um herbergi fyrir Richard, en það voru engin tiltök að fá neitt í Kensington umhverfinu, því herbérgi voru þar langt of dýr fyrir Richard, svo Dora varð að fara í nýju vistina, án þess að vita hvar Richard hefði fengið sér húsaskjól, því þau voru búin að segja upp íbúðipni sem þau voru í. Richard hugsaði sem svo: “Eg er ekki heima á daginn, og get látið mér nægja eitt lítið her- bergi og klæðaskáp.” Richard vann í skrifstofunni frá klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin, að undan- teknum einum klukkutíma til miðdegisverðar. Hann vann oft lengi frameftir á kvöldin, fram yfir vanalegan vinnutíma, sem hann fékk auka- borgun fyrir. Hann var mjög glaður að vinna þessa aukatíma til að bæta ofurlítið upp hið lága kaup sem hann hafði, enda virtist það að vera hans eina unun, sem hugur hans þráði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.