Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944 Framtíð Frakklands Eftir Paul P. Moranel Þýtt úr “The Protestant”, af Jónbirni Gíslasyni. Hinar margvíslegu sambands- áætlanir Engilsaxa fyrir hönd Frakklands að ófriðarlokum. virð ast allar benda á að slíkt mál-, efni sé lítilfjörlegt og létt á met- um að þeirra dómi. Slík skoðun er all rótgróin, ekki aðeins í Eng- landi, heldur einnig og sérstak- lega í Bandaríkjunum, meðal stórblaðanna, mentalýðsins og almúgans er sækir skoðanir sín- ar til hærri staða. Þessi niður- staða er bygð á álíka trúrri und- irstöðu og þroskuðum skilningi og þær raddir er fullvissuðu Washington um að rússneski her- inn stæði ekki eins lengi gegn* nazistum og gríski herinn gjörði á sinum tíma. Frakkland er vissulega ekki nægilega voldugt til að standa einangrað og án sambands við önnur ríki, það þarf vina og bandamanna, og afstaða þess er vissulega sú að það getur valið úr vinum, jafnvel þó London og Washington trúi því ekki. Edgar Ansel Monre fullyrðir að Frakk- land muni ekki skorta biðla í þeim efnum. í stað þess að leitast við að útskýra hvers Frakkland þarfn- ast mest, er réttara að rannsaka hvað nágranna stórveldin hafa í hyggju og hvaða boð þau bjóða. Þrjár úrlausnir eru þá hendi næst: 1. Heimssamband. 2. Sam- band við Rússland. 3. Bandalag við hinar engilsaxnesku þjóðir. Tökum nú þessi sambönd í réttri röð: 1. Heimssamband: Öll póli- tísk vandamál myndu að sjálf- sögðu verða leidd til farsællegra lykta af fullkomnu heimssam- bandi, þar sem hvert einstakt ríki hefði svipuð réttindi og af- stöðu til annara þjóða og fylki Bandaríkjanna hafa hvert gagn- vart öðru. Ef eg hefði nokkra von um að slík stofnun myndað- ist í nálægri framtíð mundi eg með ánægju leggja frá mér penn- ann og láta framhald þessa máls óritað; en nýlegir viðburðir í sambandi við Pólland, ræða Smuts hershöfðingja, yfirlýsing Churchills um óvilja hans til að standa að upplausn brezka veld- isins, pólitíska andrúmsloftið í Washington og draumar Wall Street og auðhringanna gagnvart Suður-Ameríku, vekja óljósan grun um að gallalaust heims- samband sé ekki alveg áreiðan- lega á bak við næsta leiti. 2. Samband við Rússland: Jafnvel þó Rússland sé stórt og voldugt, er þjóðin vakandi á verði og skilur öll veðurmerki um aðvífandi hættu. Hún man enn kverkatök stórveldanna og slettirekuskap þeirra gagnvart innanlandsmáluín Rússlands eft- ir fyrri heimsstyrjöldina. Báli og brandi var farið um blómleg lönd og borgir af málaliði kost- uðu af London, París og Wash- ington. Þessir leiðangrar mis- heppnuðust algjörlega, nema að því leyti að þeir steyptu þjóðinni í enn átakanlegri eymd og veittu henni dýpri svöðusár en sjálft aðalstríðið hafði megnað að gjöra. Þar næst skáru Pólverjar upp herör og hófu innrás í Rússland, en voru reknir til baka alt að hliðum Warsaw. Með aðstoð Weygands réttu Pólverjar fylk- ingar sínar á ný og óðu hundruð mílna inn í Rússland og settu þar nýja landamæralínu, á sum- um stöðum austar en Curzon lá- varður hafði ákveðið og viðkom- andi þjóðir höfðu fallist á. Einmitt þá mynduðust smárík- in þrjú: Lithuania, Latvia og Estonia, er voru svo haglega sneidd af rússneska heimaland- inu að því fornspurðu. Þá gerð- ist Mannerheim málsvari og leiðtogi íhaldsins í Finnlandi og bygði hina frægu Mannerheim varnarlínu örskot frá múrum Leninborgar; það mannvirki var ekki að öllu borgað með finnsk- um peningum. í öllu þessu umstangi og með- fylgjandi ráðagjörðum fólust ó- tVíræðar hótanir um nýja inn- rás fyr eða síðar, sem Rússland gat ekki misskilið; það var því þvingað til að hefja strangar varnarráðstafanir og stofna rauða herinn þrátt fyrir andúð sína og viðbjóð á öllu hernaðar- fargani. Einangrun Rússlands, af hálfu umheimsins, hlaut að lokum skýr og greinileg svör á árunum 1939 og 1940, þegar Rússar, — sem nauðsynlega varúðarráð- stöfun — lögðu undir sig að ná- grönnunum fornspurðum, víð- áttumikil landflæmi, alt frá Estoníu til Bessarabíu.. En öll sú varúð og framsýni reyndist ófullnægjandi, vegna þess að Hitler, eftir að hafa myndbreytt mest allri Evrópu í þrælabúðir, tókst að brjótast alla leið að hlið- um Moskvaborgar. Vjnabandalag við nágranna- lönd, eða beint stjórnmálasam- band er Rússlandi lífsnauðsyn, en getur þó reynst ónóg ef til vill. Vitanlega verður Þýzka- land sigrað nú; en svo var einn- ig 1918, aðeins til þess að verða endurbygt fyrir fjármálaaðstoð vesturálfuveldanna. Hafa þær þjóðir tekið miklum breyting- um? Sumir munu svara já, vegna þess að þær eigi nú í ófriði við Þý^kaland. En þær voru einnig í ófriði við Þýzkaland 1914—1918 og stjórnir þeirra eru fulltrúar sama þjóðskipulags og þess er veitti Hitler fjárhagslega aðstoð í ríkum mæli. flutti vopn og vis^r til Japana, stóðu á bak við Mannefheim með ráðum og dáð og halda enn í hönd með Franco, Savoy-ættinni og Flandin. Rússar vita fullvel hve auðvelt er að éndurbyggja Þýzkaland, undir vilhöllu viðskifta eftirliti. Aðal áhyggjuefni allra hugs- andi Frakka á undanförnum ára- tugum, hefir verið hinn voldugi herafli hinumegin Rínarfljóts; meðsköpuð varfærni heimtaði vináttusamband við slíkan ná- búa, hverrar tegundar sem hans pólitíska eyrnamark kynni að vera. Samtímis því er franska lýð- veldið stóð í nánu vina- og við- skiftasambandi við keisara- stjórnina í Rússlandi, er lét her- afla sinn brjóta vægðarlaust á bak aftur hverja frelsishreyfingu, héldu talsmenn lýðveldisins hverja frelsisræðuna annari hjartnæmari. Síðan hefir stjórn- málavald Frakklands horfið að mestu ú^ höndum þjóðarinnar, yfir til iðjuhöldanna og miljóna- mæringanna, er mundu ekki hafa verið því mótfallnir að höndla sína eigin bændur og verkamenn á sama hátt og keis- arinn gjörði á sínum tíma. Árið 1914 var samband þessara tveggja ríkja í himnalagi, en þegar Laval tuttugu árum síðar, undirskrif- aði hliðstætt bandalag, varð af- leiðingin önnur — ekki sigur við Marne, heldur ósigur við Munich. Yfirstétt Frakklands óttaðist Stalin í þúsund mílna fjarlægð, en ekki Hitler, sem var í skot- færi.. Af þessu má ekki araga þá ályktun að meiri hluti frönsku þjóðarinnar hafi svikið sinn málstað, eri hinir sönnu ættjarð- arvinir voru dreifðir og grun- lausir og vantaði viljaþrek, til að hefjast handa; þá dagaði uppi miðja vega milli afturhalds og framsóknar og allar frarrikvæmd- ir stóðu á milli. Hitler kom til Parísar að boði Petains og alt gjörbreyttist skyndilega; klukka menningar- innar og tímans var vægðarlaust færð til baka um nokkrar aldir; til að fyrirbyggja að þetta ný- móðins tímatal kæmist aftur í rétt horf, voru gislar skotnir, verkamenn fluttir af landi brott í ánauð og ættjarðarvinirnir veiddir og drepnir sem óargadýr. 1 þessari eldskírn æðis og þján- inga, vaknaði hin franska sál af gjörningasvefni liðins tíma. Við fyrstu vanmáttarmerki nazista, mun franska þjóðin rísa sem einn maður gegn kvölurum sínum, að undanteknum svikur- unum sem eru aðeins tveir af hundraði; en einmitt þeim sömu tveimur af hundraði mun Lon- don og Washington leitast við að bjarga, hvað sem það kostar; takist það ekki er fótfesta þeirra glötuð í Evrópu. Það er óþarfi að taka það fram að velferð al- þýðunnar í Ameríku heimtar alla svikara og Hitlers vini hengda. Sé það framkvæmt samvizku- samlega, verður engin Laval til að fyrirbyggja bandalag með Frökkum og Rússum. Ef þessir tveir af hundraði eru látnir halda lífi og gjört mögulegt að ná völd- um að nýju, er framtíðar ham- ingja og friður útilokað í þess- 'ari veröld. 3. Bandalag við Engilsaxa: Hvað hafa stjórnir engilsaxnesku þjóðanna að bjóða Frökkum, til að fyrirbyggja samband þeirra við sinn eðlilegasta viðskifta- naut? í stað þess að ákveða Rínarfljótið sem landamæri ár- ið 1918, var Frökkum gefið loforð umliðveitzlu ef þörf krefði, en með því var allri trú eftirmanna Wilsons á framtíðar öryggi Frakklands kollvarpað. í byrjun þessa ófriðar sendi England, sem er mannfleira og auðugra < en Frakkland, liðstyrk yfir Dofrasund, sem var minni að vöxtum en kotríkið Belgía hafði yfir að ráða. Við Dunqirk komst það sem lífi hélt á skip og skildi frönsku þjóðina eftir í gildrunni milli svikaranna heima fyrir og hinna aðkom- andi fjandmanna. Þegar Paul Reynaud bauðst til að flytja ráðuneyti sitt, allan sjóflotann, sem þá var óskertur og leifar hersins til Afih'ku, ef Bandarík- in gætu sent sér flugvélar, hlaut hann aðeins köld svör frá Wash- ington, og það gjörði Petain mögulegt að undirrita samninga við Hitler. Þegar de Gaulle hershfðingi ákvað að veita mótstöðu þrátt fyrir alt og setti á stofn land- flóttastjórn, voru London og Washington mjög hraðvirk að svifta hann þeim völdum og fá þau í hendur Darlan, hinum franska þjóðfjanda Nr. 2, og síð- ar Peyrault, þeim er stofnaði frönsku þrælabúðirnar. Nokkr- um af sjóliðum de Gaulle var varpað í fangelsi í New York, fyrir ofmikla ættjarðarást. Skæruherflokkum Frakka var hvað eftir annað neitað um handsprengjur og vélbyssur í hinni ójöfnu baráttu við Vichy- stjórnina og mazista. Frakkar dá rússnesku þjóðina fyrir fórnfýsi hennar og hið undraverða mótstöðuafl, og rauða herinn fyrir öll hans dýrð- legu hreystiverk. Vitneskja þeirra um að Rússar hafi líflátið heimaalda föðurlandssvikara, veldur engum aðfinslum af hálfu ættjarðarvinanna er sitja í svelti, samtímis því er hinar tvö hundr- uð fjölskyldur margfalda auðæfi sín á þeirra kostnað og sitja dýrð- legar veizlur með trúnaðar- mönnum Goerings. Að þeirri landhreinsun afstaðinni, sem Frakkland er í svo sárri þörf fyrir, er öllum hindrunum rutt úr vegi, gegn sambandi þeirra og Soviet Rússlands. Hvaða þýðingu mundi slíkt samband hafa fyrir heiminn í heild? Ef þessi tvö stórveldi hefðu nokkra landvinninga í huga, mundi það orsaka ægilega bliku við hinn. pólitíska sjón- deildarhring. En Frakkland hefir aldrei verið grunað um græsku í þeim efnum síðan Napóleon leið. Hvað Rússum viðvíkur, nægir að vitna til samninga þeirra við Tékkóslóvakíu og tilboða þeirra til Póllands og Rúmeníu. Eftir sigur þeirra yfir Finnum, var þeim í lófa lagið að leggja gjörvalt landið undir sig á sama máta og var fyrir Versalasamn- inginn. Að þeir gjörðu slíkt ekki var vitanlega af þeirri einföldu ástæðu að þeir höfðu enga land- vinninga ,í huga og kærðu sig ekkj um að taka bólfestu þar sem þeir voru ekki aufúsugestir; þeir höfðu sjáanlega enga löngun til að öðlast nýja borgara og fjand- skap þeirra í ofanálag. Þetta er hin raunverulega hlið málsins og bak við hana blámar f.yrir nýjum degi gæfu og gengis, ekki einungis fyrir Norðurálf- una, heldur fyrir allan heiminn í heild. Hin fyrsta uppskera slíks sam- bands — ríkuleg að vísu, þrátt fyrir sitt neikvæða eðli — verð- ur afnám allra fascista-stjórna í Evrópu. Fascistar eru hættu- lausir ef árásarmáttur þeirra er brotinn á bak aftur. Enda mundu Junkararnir hreyfa sig hljóð- lega og prúðmannlega og jafn- vel gufa upp með öllu, ef á aðra hönd þeim væri endurborið og öflugt Frakkland og hinumegin sigrihrósandi Rússland. Eðlilega mundi meiri hluti Norðurálfunnar verða fyrir mjög sterkum áhrifum frá öðru hvoru eða báðum þessara ríkja. Áhrif Rússlands eru ótvíræð á Balkan- skaganum, með fáum andan- tekningumum; aftur á móti er ekki líklegt að slíkra áhrifa verði mjög vart á ítalíu, Niður- löndunum, Spáni eða Portúgal, þar sem tungumál, venjur og erfikenningar tengja öll þessi ríki við Frakkland. Öll þessi síðastne'fndu lönd eru líkleg til að hafa samskonar stjórnarfar. Tollgarðar lækka smámsaman. Voldugir herflokk- ar verða þýðingarlausir, vegna þess að engum er mögulegt að ásækja grannríki sitt eða Fransk- Rússneska sambandið. Að tveimur eða þremur árum liðnum, breytist skjótlega um til batnaðar, því auðlegð landanna verður ekki skift þannig að fjöldinn líði hungur, samtímis því er aðrir lifi í óhóflegum munaði með ótakmörkuðu drott- invaldi. Sumir menn álíta alt þetta draumkent hugarflug; svo er að vísu, en það bygt á raunveruleg- um og sögulegum afrekum leið- toga Soviet Rússlands. ENDIR. DÁNARFREGW Þann 21. júní síðastliðinn, and- aðist að Baldur, Manitoba, öld- ungiírinn Þorfinnur Jóhannes- son, eftir langvarancþ lasleika. Hann var fæddur að Flögu í Breiðdal í Suður-Múlasýslu á íslandi, 8. febrúar 1863. For- eldrar hans voru þau Jóhannes Gunnlaugson og kona hans Val- gerður Finnbogadóttir. Ungur misti hann föður sinn. Varð hann þá að gerast aðal fyrirvinna hjá ekkjunni móður sinni. Árið 1887 kemur hann til Win- nipeg með móður sinni og tveim systkinum, Jóni nú bónda nálægt Baldur, Manitoba og Helgu (Mrs. Rúnólfson) er lézt fyrir skömmu. Sagði Þorfinnur að það hefðu verið vinnuhjúalögin óréttlátu, sem hefðu fælt sig frá íslandi, ella hefði hann aldrei þaðan farið, því hann unni fósturjörð- inni. Haustið sama er hann kem- ur til Canada fer hann til Argyle og þar þrem árum síðar giftist hann eftirlifandi konu sinni, Karolínu Rannveigu Andrésdótt- ur frá Austaralandi í Axarfirði, N.-Þingeyjarsýslu. Bjuggu þau fyrst í Brúarbygðinni, þá tvö ár í Winnipeg. Þaðan fóru þau til Riverton, og dvöldust í bænum nokkur ár, en reistu svo heimili þar sem Akravellir heita, ekki langt frá Sandy Bar. Árið 1903 liggur leið þeirra enn til Argyle. Bjuggu þau á tveim eða þrem stöðum í bygðinni. Lönd til landnáms voru þá upp- tekin og aðeins um lánsjarðir að kjósa. Haustið 1918 settust þau svo að í Baldur, og hafa dvalið þar síðan. Þeim hjónum varð margra barna auðið, og eru þau talin hér eftir aldursröð: 1. Jó- hannes, heimili í Baldur. 2. And- rea (Mrs. A. Björnson) nálægt Belmont, Mán. 3. Ingólfur, óðals- bóndi nálægt Baldur, Man. 4. Páll, féll í seinasta stríði. 5. Krist- rós Helga (Mrs. H. Sigurdson) nú í Brandon, Man. 6. Ólafur, dó í bernsku. 7. Óli Ágúst, járn- brautar formaður við Brandon, Man. 8. Fjóla Þórlín, dáin fyrir ári síðan í Baldur. 9. Valgerður (Mrs. Cameron) heimili í Hali- fax, N.S. 10. Jónína Marta (Mrs. W. Anderson) Ninette, Man. 11. Finnbogi, býr í Detroit, Mich. 12. Bryndór, heima í föðurhús- um. 13. Guðný, dó í æsku. Syst- kini Þorfinns á lífi eru þau Jón Breiðdal bóndi norður af Baldur, Man. og Kristbjörg (Mrs. Mar- tin) í Baldur, Manitoba. Jarðarförin fór fram að við- stöddu fjölmenni íslendinga frá heimilinu og lútersku kirkjunni í Baldur, mánudaginn 26. júní, og var hann lagður til hvíldar í ætt- arreit sinn í Baldur grafreit. Sr. E. H. Fáfnis jarðsöng. Með Þorfinni er genginn góður ís- lendingur. Sannur ættjarðar- vinur, trygglyndur við alt sem hann vissi bezt í íslenzkum þjóð- ararfi og ættarkostum. Fastur í lund trygglyndur og sannur vinur vina sinna. Stálminnugur alla æfi til hins síðasta og mikill bókamaður og las alt, sem hann gat lagt hönd og huga að. Hann var einn í þeirra hópi íslenzkrar alþýðu, sem trúir að lestur góðra bóka sé manninum lyftistöng í baráttu lífsins. Frá Vancouver Nýlega stofnuðu Islendingar í Vancouver Lúterskan söfnuð, og hefur alt gengið furðu vel. Nefnd ir starfa dyggilega, og áhugi sýn- ist að aukast. — Ein nefndin hefir með höndum að koma í peninga bókasafni Sigfúsar heit. Pálsonar, (sem bjó mörg herr- ans ár í Winnipeg) er safnið um 320 bækur flestar í góðu bandi, eru það sögur og ljóð, safnið er í vönduðum bókaskáp. Ekkjan Mrs. Pálson gaf söfnuðmum þessa rausnarlegu gjöf, og hefur nefnd þessi ákvarðað að allir peningar, sem safnast í þessu tilefni, verði settir í byggingar- sjóð, í þeirri von að undirtektir víðsvegar verði svo styrkjandi að með tímanum getum við eign- ast okkar eigið kirkju heimili. Hér gefst tækifæri fyrir sem flesta að styrkja yngsta íslenzka söfnuðinn í Vesturheimi, (og sam hliða kannske að eignast bóka- safnið) og þá er eg kominn að því, sem eg vildi helst segja frá. Þar sem sannur áhugi er fyrir einhverju málefni, er auðveldara um framkvæmdir. Okkur barst bréf frá ungum hermanni. frá stríðsvelli í Evrópu, innihald bréfsins var meðal annars, að biðja móður sína að taka á móti $50.00 Victory Bond, taka það á bankann, og afhenda svo pening- ana til kirkjusjóðs nefndarinnar, sem sitt tillag í byggingar sjóð- inn. Það varð kyrt í salnum þegar bréfið var lesið. Hversu dásam- leg fyrirmynd! Ungur piltur í fjarlægð. Hermaður á stríðsvelli. Tekjur hermanna litlar. Finnur tíma og hvöt til að lýsa okkur veginn. Áhugi þessa unga manns fyrir kristilegu starfi, vottar um kristilegt innræti og fúsleik til að styðja þetta verk, sem er veg- ur lífsíns. Má vera að hermenn, sem horfast í augu við fjarska veruleikans, hugsi dýpra um það sem varðar, heldur en við sem heima sitjum. Guð blessi þennan unga marni, sem með þúsundum ann- ara er að berjast til þess að heimurinn megi lifa í friði, og eiga sína eigin kirkju og trú. Pilturinn er Hugh Sölvason, sonur Mr. og Mrs. Steve Sölva- son hér í borg, fyrrum frá Winni- peg, það væri dr*engilegt ef sem flestir legðu eitthvað af hendi til styrktar þessa máls. Látum drengskap Hugh Sölva- sonar verða okkur fyrirmynd. G. F. Gíslason. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.