Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 8
/
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944
Úr borg og bygð
Mr. og Mrs. Albert Ford frá
Toronto, hafa dvalið hér um
slóðir í hálfsmánaðartíma; Mrs.
Ford (Valdheiður), er dóttir
þeirra Mr. og Mrs. Jóhann Briem,
sem um langt skeið bjuggu í
Riverton, en nú eru bæði látin.
•
Séra Skúli Sigurgeirsson pré-
dikgr á Vogar sunnudaginn þann
23. þ. m. kl. 2 e. h. Messan fer
fram á íslenzku.
•
Miss Alda Pálsson, hinn bráð-
efnilegi píanisti, dóttir þeirra
Mr. og Mrs. Jónas Palsson í New
Westminster B. C., kom til borg-
arinnar í lok fyrri viku, og hélt
heimleiðis á þriðjudaginn.
Miss Pálsson hefir árlangt
stundað nám við Toronto Con-
servatory of Music og getið sér
þar frægðarorð.
•
Mrs. Kolbeinn Thordarson frá
Seattle, er stödd í borginni um
þessar mundir í heimsókn til
systra sinna.
Mr. Valentinus Valgarðsson
bæjarfulltrúi frá Moose Jaw,
Sask., var staddur í borginni í
fyrri viku.
•
Mr. Jóhannes Einarsson frá
Calder, Sask., dvelur í borginni
þessa dagana.
•
Sunnudaginn 9. júlí s. 1. voru
þau Jónas H. V. Rafnkelsson og
Catherine Firenz, gefin saman í
hjónaband, af Rev. K. Bergsagal
í Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg. — Brúðguminn er sonur
Mr. og Mrs. B. Rafnkelson hér
í bæ, en brúðurin er af hérlend-
um ættum. Eftir giftinguna fór
fram rausnarleg veizla að heimili
foreldra brúðarinnar, 775 Mc-
Colman Ave., Elmwood, Man.
•
Viking Club.
Takið eftir Viking Club picnic,
sem auglýst er á öðrum stað hér
í blaðinu.
íslendingar eru fjölmennasti
hópur Skandinava hér í borg;
æskilegt er að þeir sæki þetta
mót. Komið til Vasalund Park, í
Charleswood, laugardaginn 15.
júlí.
Aðgöngumiðar fást hjá Björn-
son’s Book Store, Sargent Ave.
•
Séra Egill H. Fáfnis frá Glen-
boro, var staddur í borginni í
fyrri viku í erindagerðum fyrir
kirkjufélagið.
•
íslendingadagurinn í Blaine.
Þrátt fyrir mikla og vaxandi
örðugleika með allar samgöngur
og mannamót, vegna stríðsþarf-
anna,. fannst íslendingadags
nefndinni hér óhugsandi að fella
niðuir hátíðahald þetta ár —
sigurár íslenzku þjóðarinnar.
Þetta þýðir auðvitað það, að
menn verða að leggja þeim mun
meira á sig þjóðrækninnar og
vinskaparins vegna, jafnvel það,
að ganga einar þrjár til fjórar
mílur ef þörf gérist. Það var sú
tíð, að larldinn lét sér ekki álíkt
fyrir brjósti brenna. Nefndin
gjörir alt, sem í hennar valdi
stendur til að gjöra daginn sem
ánægjulegastann, eins og sjá má,
meðal annars, á skemtiskránni á
öðrum stað í þessu blaði. Þá
hefir það einnig sannfrétzt, að
kvennfólkið hefir allmikinn við-
búnað hvað vistir snertir, og
mun þar ekki skorta munntama
rétti og seðjandi. Sólskinið í
Peace Arch Park hefir ekki
brugðist að undanförnu, og hygg
ur nefndin að svo muni enn
verða. Látum nú-sjá hvað land-
inn getur þegar á reynir og fjöl-
mennum meir en nokkru sinni
fyr á íslendingadag á þessu
heillaári heimalandsins.
A. E. K.
HEFJA SNARPA SÓKN
Þótt Kínverjar hafi átt næsta
örðugt aðstöðu upp á síðkastið,
og farið víða halloka fyrir inn-
rásarherjum Japana, þá hafa
þeir þó nýveríð hafið harða
gagnsókn í Hupeh-fylkinu og
eins Yunan vígstöðvunum; hafa
þeir á ýmsum stöðum hrakið
Japani til baka, og valdið all-
miklu manntjóni á meðal þeirra.
FYLKISKOSNINGAR
I ALBERTA
Forsætisráðherrann í Alberta,
Hon. C. E. Manning, hefir til-
kynt, að almennar fylkiskosning-
ar fari þar fram þann 8. ágúst
næstkomandi. Mr. Manning, sem
er yngsti forsætisráðherra innan
vébanda brezka veldisins, og að-
eins 35 ára að aldri, tókst á hend-
ur stjórnarforustuna við fráfall
Williams Aberharts, sem fyrstur
manna leiddi hinn svonefnda
Social Credit flokk til sigurs og
valda í Alberta fylki.
Forustumenn C.C.F. samtak-
anna í Alberta, hafa veitt Mr.
Manning þungar ákúrur fyrir að
rjúfa þing með jafn skjótum
hætti og raun varð á; telja þeir
Mr. Manning hafa gert þetta af
ráðnum huga með það fyrir aug-
um, að koma í veg fyrir að svo
miklu leyti sem auðið mætti
verða, að C.C.F. fengi svigrúm
nokkuð til kosninga undirbún-
ings.
Enn er eigi vitað, hvort íhalds-
menn og Liberalar fallist í faðma
í áminstum fylkiskosningum í
Alberta, eða hvort þeir hokri
hvor í sínu horni svona til mála-
mynda.
BÚINN UNDIR HIÐ
FJÓRÐA KJÖRTIMABIL
Á blaðamanna fundi í Hvíta
húsinu síðastliðinn þriðjudag,
lýsti Roosevelt forseti því yíir, að
svo fremi, að Demokrataflokkur-
inn útnefni hann sem forseta-
efni á ný, væri hann að öllu
undir hið fjórða kjörtímabil bú-
inn; kva^ hann sér enn, sem fyr,
vera það hið æðsta áhugamál, að
vinna að hagsmunum Bandaríkja
þjóðarinnar, hvort heldur væri
á tímum stríðs eða friðar.
Útnefningarþing Demokrata
hefst í Chicago í næstu viku. Að
flokkurinn endurútnefni Mr.
Roosevelt í einu hljóði þegar á
flokksþing, kemur, verður naum-
ast dregið í efa.
Hitt og þetta
MINNIST BETEL
1 ERFÐASKRAM YÐAR
Eftirfarandi smásaga birtist í
“L’Alouette”, blaði frjálsra
Belga:
Ungur maður Bébert að nafni,
fékk “skipun” um það að mæta
á vinnumiðlunarskrifstofunni, en
það þýddi, að það átti að senda
hann í þvingunarvinnu til Þýzka-
lands. Var nú í skyndi kallaður
saman fjölskyldu fundur til þess
að ræða um, hvað til bragðs
skyldi taka.
Til allrar hamingju kom Ernest
frændi í heimsókn á meðan á
umræðum stóð. Ernest frændi
var dýragarðsvörður í Antwerp-
en, og hann kom með ágæta
uppástungu:
Ef Bébert vill hyljast, þá ætti
ekki að vera erfitt að koma því í
kring. Hann getur verið hjá mér
í Antwerpen. Stór órangútanapi
er nýdáinn. Bébert getur ef hann
vill klæðst í feldinn hans og dval
ið í búrinu, þar sem hann var.
Hann er ágætur leikfimismaður
og enginn mun sjá neinn mun á
honum og venjulegum apa.
Með þessu var málið útrætt.
Bébert fór með frænda sínum til
Antwerpen. Hálfum mánuði sí$-
ar tók móðir hans sér ferð á
hendur þangað til þess að sjá son
sinn í dýragarðinum. “Órangútan
apinn lék þar listir sínar, þegar
hún kom og var að klifra upp
í tré. En þá vildi það óhapp til,
að hann misti jafnvægið og féll
til jarðar ofan í ljónabúrið, sem
var næst við apabúrið.
Hin óhamingjusama móðir hélt
að ljónið myndi rífa “drenginn
sinn” í sig, áður en hann gæti
nokkra vörn sér veitt. Hún rak
upp hræðsluóp og hljóp að búr-
inu. En þá kom eitt ljónið til
hennar og grindunum og hvísl-
aði á góðri frönsku:
“í guðanna bænum, frú, takið
þessu með ró, annars er okkur
öllum dauðinn vís.”
Það var í tíð Boga sýslumanns
að Staðarfelli í Dölum, að hrepp-
stjórinn, sem lengst af hafði ver-
ið samstarfsmaður hans dó, svo
að útvega þurfti annan í það em-
bætti.
í þá daga þótti hreppstjóra-
staðan mjög virðulegt embætti
og þeir taldir með betri mönn-
um, sem gegndu þeirri stöðu.
Fyrir tilstilli Boga, hlaut stöð-
una maður að nafni Guðmund-
ur, og fylgir það sögunni, að
hann hafi hlotið það meira fyrir
kunningsskap við sýslumann, en
hæfileika sína. Sagt var, um
Guðmund, að hann hafi borizt
töluvert á, og verið drjúgmont-
inn, og dró sízt úr því, eftir að
hann var orðinn hreppstjóri.
Nokkru eftir að hann var
settur í embættið, kom hann á
sýslumannssetrið og átti þá
móðir sýslumanns viðtal við
hann og segir.
“Eg óska þér til lukku með
embættið þitt, Guðmundur
minn, nú ertu bara oiðinn
hreppstjóri.”
“Jú-jú, — svo má eg guði
fyrir þakka,” segir hann.
“Hvernig heldur þú að þér
líki embættið, Guðmundur
minn?”
“Mér líkar það prýðilega. Eg
hefi að vísu í mörgu að snúast,
en það er það, sem við mig á, og
passar mér vel.”
“Já, það segir þú satt, Guð-
mundur minn. En meðal ann-
ara orða, úr því að þú ert nú
orðinn embættismaður, viltu þá
ekki að eg fari að þéra þig?”
“Betur kæmi mér það svona á
mannamótum.”
— Hann getur sagt ágætar
kýmnisögur, ef hann vill.
— Hann skortir þá vilja.
Prestur: — Þú mátt vita það,
Sigurður minn, að maðurinn lif-
ir ekki á einu saman brauði.
Sigurður: — Veit eg það, hann
þarf fisk með.
Prestur nokkur spurði dreng
að því, hvernig sjötta boðorðið
hljóðaði.
“Þér skuluð ekki hórdóm
drýja”, svaraði strákur.
“Það stendur ekki “þér skul-
ið” heldur “þú skalt”, leiðrétti
prestur.
“Eg veit það, en eg vildi ekki
segja þú við yður”, svaraði
strákur.
•
— Er það satt að föðurbróðir
þinn sé orðinn svo veikur, að
þið megið búast við öllu?
— Nei, ekki öllu — við erfum
ekki nema helminginn.
©
Sjúklingurinn, með óráði:
— Hvar er eg? — Hvar er eg?
— í Paradís?
Kona hans: — Hvaða vitleysa
er í þér, maður? — Sérðu ekki
að eg er hérna hjá þér?
•
— Ósköp er að sjá, hvað þú
ert vesaldarlegur, gamli vinur.
— Já, eg get ekki sofið um
nætur.
— Hefurðu ekki leitað lækn-
is?
— Jú, og það er eiifrnitt reikn-
ingur hans, sem gerir mig and-
vaka.
Messuboð
Fyrsla lúterska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St.—Phone 29 017
•
Séra Skúli Sigurgeirsson flyt-
ur guðsþjónustur, sem hér segir,
Miss Anna Kernaghan frá Rotheasy, þar sem hún vinnur
við aðgerðir á sprengjum.
Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E.
Vinnur mikið nytjastarf í þágu hermanna vorra.
Veitið félaginu reglubundinn fjárhagsstuðning!
DREWRYS
LIMITED
Fangar af þýzkum kafbát, þar sem þeir lenda á Englandi.
sunnudaginn þann 16. þ. m.:
Oak View, kl. 1 e. h.
Silver Bay, kl. 3 e. h.
Messað á ensku og íslenzku.
•
Prestakall Norður Nýja íslands
16. júlí—Víðir, messa kl. 2 e. h.
Árborg, ensk messa kl. 8 e. h.
23. júlí—Framnes, messa kl.
2 e. h.
Riverton, ensk messa kl. 8 e. h.
B. A. Bjarnason
•
Sunnudaginn 16. júlí messar
séra H. Sigmar í Péturskirkju
kl. 11, fer messan fram á ensku.
Á undan messu kl. 16, verður
sunnudagaskóli. Er foreldrum
barnanna boðið að koma og
hlusta á kennsluna og kynnast
sunnudagaskóla starfinu. Prest-
urinn ávarpar skólann í stuttu
máli.
Kl._ 2 e. h. verður stutt guðs-
þjónusta á Mountain á íslenzku.
Eftir messu verður safnaðarfund-
ur í Víkursöfnuði mjög mikils-
varðandi mál koma þar til um-
ræðu, aðallega viðvíkjandi við-
gjörð á kirkjueigninni. Þess er
mjög einlæglega óskað að aðsókn
safnaðarfólks verði mikil.
The Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER-STRIP
Winnipeg.
Halldór Methusalems Swan
Eigandi
281 James Street Phone 22 641
Most
Sults - Coats
Dresses
“Cellotone” Cleaned
7ZC
CASH AND CARRY
For Driver Phone
37 261
Perth’s
Cleaners-Launderers-Furriers
888 SARGENT AVE.
SECOND ANNUAL VIKING CLUB
PICNIC
SATURDAY, JULY 15, 1944, begiilning at 3 P.M.
in tbe VASALUND PARK, Charleswood
NTCHOLS’ 25-piece Girls’ Brass Band
Combined Scandinavian Choirs
Scandinavian Community Singing
Guest Speaker: Dr. ANDREW MOORE
Subject: “Centenary of Adult EdUcation in Scandinavia”
Dance 9 to 12 p.m. — A1 Bloom’s Orchestra
Extra Bus Service from City Limits 2 to 7 p.m.
ÍSLENDIN GADAGURIN N
í PEACE ARCH PARK
í Blaine, Washington 30. júlí, I 944
Forseti dagsins — Andrew Danielson.
Framkvæmdarnefnd: — Andrew Danielson, Magnús
Elíasson, A. E. Kristjánsson, H. S. Helgason, Mrs.
Carl Westman.
Söngnefnd: — H. S. Helgason, L. H. Thorlákson, E. K.
Breidford.
Söngstjórar: — L. H. Thorlakson, H. S. Helgason.
SKEMT ISKRA.
1. Ó, Guð vors lands. — Söngflokkurinn.
2. Ávarp forseta. — Andrew Danielson.
3. Islenzkir söngvar. — Söngflokkurinn/
4. Sandy Bar. — Kvæði eftir Guttorm J. Guttormsson.
í enskri þýðingu eftir Pál Bjarnason.
5. Einsöngur. — Valagilsá, eftir Sveinbjörnsson. Ninna
Stevens.
6. Kvæði. — Minni Canada. Ármann Björnsson.
7. Ræða. — Kyrrahafsströndin. A. E. Kristjánsson.
8. Duet. — Sólsetursljóð, eftir Bjarna Thorsteinsson.
Ninna Stevens og E. K. Breidford.
9. Kvæði. — Minni íslands. Þórður Kr. Kristjánsson.
10. Einsöngur. — E. K. Breidford.
11. Ávarp. — Arthur B. Langlie, Gov. of Washington.
12. Ávarp. — Hon. John Hart, Premier of B. C.
13. íslenzkir söngvar. — Söngflokkurinn.
14. Einsöngur. — Júl. Samuelson.
15. Ræða. — Minni íslands (á ensku). Einar Símonarson.
16. íslenzkir söngvar, undir stjórn H. S. Helgasonar.
Allir syngja.
1. Ó, fögur er vor fósturjörð.
2. Hvað er svo glatt.
3. Eldgamla Isafold.
4. America.
5. God Save the King.
Pianist — Mamie Popple Rowlands.
Gjallarhorn, undir stjórn Leo G. Sigurðssonar, flytja
skemtiskrána til áheyrenda.
Kapphlaup fyrir börn innan 11 ára.