Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944 3 Séra Sveinn Víkingur: Líísbaráttan Lífsbaráttan — baráttan um brauð og fisk, baráttan fyrir lífs- nauðsynjum og lífsgæðum, hún er allt af ný, en þó æfagömul. Hún hefir fylgt mannkyninu frá upphafi vega, og hver einasta kynslóð hefir orðið að taka upp þá baráttu og halda henni við í einhverri mynd. Því að baráttan um brauð og fisk, það er barátt- an fyrir tilveru okkar og lífi hér á jörð. Þessi barátta er og hefir verið tvíþætt; annars vegar baráttan við náttúruna sjálfa, starfið, framleiðslan, vinnan að því að afla lífsnauðsynjanna úr skauti jarðar eða sækja þær í hafið og gera þær hæfar til notkunar, og svo hins vegar skifting brauðs ins, skifting hinna margvíslegu lífsgæða milli mannanna sjálfra. Og þó að baráttan við náttúruna til að vinna lífsnauðsynjarnar úr skauti hennar hafi löngum verið erfið og hörð, þá hefir þó hin baráttan, barátta mannanna inn- byrðis hvers við annan, baráttan um skiptingu hinna öfluðu verð- mæta, verið enn þá harðari og illvígari, þótt einkennilegt og ó- trúlegt kunni að virðast í fljótu bragði. • Þegar könnuð eru blóði drifin spjöld sögunnar, þá sjáum við, að dýpsta rót að hinum hryllilegu styrjöldum þjóðanna fyr og síðar snertir fyrst og fremst skiptingu lífsgæðanna, þar sem ein þjóðin vill hrifsa þau undir sig með of- beldi á kostnað annarrar. Um eitt skeið héldu menn, að öflun lífsnauðsynja mundi verða mannkyninu ofurefli. Menn horfðu með skelfingu og kvíða á hina öru fjölgun mannfólksins á jörðunni og óttuðust, að sá tími mundi renna upp, að jörðin gæti ekki lengur fætt og klætt börnin sín, og að framtíð mann- kynsins mundi enda á ægilegu hallæri og skorti og hungurdauða miljónanna. Mannvitið og vísindaleg tækni og framfarir eru nú að kveða nið- ur þann ótta. Allt virðist nú benda á, að hægt sé að auka framleiðsluna eftir þörfum hins vaxandi mannfjölda um ófyrir- sjáanlega framtíð. Fólksfjölgunin og skortur lífs- nauðsynjanna af þeim orsökum virðist því ekki þurfa að vera mönnum verulegt áhyggjuefni eins og nú horfir. Áhyggjuefnið stærsta liggur í öðru. Það liggur í baráttunni innbyrðis um lífs- nauðsynjarnar og lífsþægindin, liggur í skiptingu lífsgæðanna, svo að allir verði mettir og ánægðir. Þegar við veltum fyrir okkur þessu mikla vandamáli, um skipt- ingu lífsgæðanna, sem veröldinni virðist ekki sízt nú vera full- komið ofurefli að leysa, þá er eðlilegt að fyrsta spurningin, sem vaknar í huganum, sé þessi: Þurf um við nokkra skiptingu? Er ekki eðlilegast og bezt, að hver haldi því, sem hann aflar, — njóti sjálfur ávaxtanna af starfi sínu og striti, hvort sem þeir ávextir eru miklir eða litlir? Neí; vandinn verður því miður ekki leystur á svo auðveldan hátt. Meðal anars vegna þess, að við getum ekki viðurkennt, að rétt- urinn til þess að lifa sé eingöngu bundinn við möguleikana og get- una til þess að starfa. Við getum ekki viðurkennt, að sá, sem vegna æsku. elli eða sjúkdóma ekki er fær um að afla sér sjálfur lífs- nauðsynja, missi fyrir það rétt- inn til þess að lifa, og eigi því að deyja drottni sínum bjargar- vana. Af viðurkenningunni á helgi lífsréttarins leiðir það óhjákvæmi lega. að það verðuT að taka einhvern hluta af því, sem hinir heilbrigðu og hraustu afla sér með starfi sínu og striti, taka það til þess að skipta því meðal hinna óstarfhæfu til að tryggja lífsrétt þeirra, taka það til að miðla þeim, sem þurfandi eru. Auk þessa krefst svo hvert menn ingarþjóðfélag stærri eða minni hluta af því, sem við öflum, til sameiginlegra menningar- og hagsmunamála þegnanna. Ein- hvers konar skipting virðist því vera alveg óhjákvæmileg. En þá vaknar ný spurning. Hver á að skipta? Er það hnefa- rétturinn, afl þess sterkasta og gráðugasta? Nei, segja sjálfsagt flestir. Og þó er það hnefarétt- urinn, sem iðulega ræður skipt- um og er jafnvel svo að segja alveg einráður um þau enn þann dag í dag, þegar heilar þjóðir eiga í hlut. Hnefaréttinum hættir jafnan til að skipta gæðunum líkt og ljónið í dæmisögunni skipti bráð- inni eða apinn ostinum. Hann vill jafnan sjálfur hafa stærstan hlutann. Hann er sjaldan líkleg- ur til að miðla fyrst og fremst þeim, sem þurfandi er. En það er fyrsta takmark skiptingar lífs- gæðanna að tryggja smælingjan- um rétt til þess að lifa. En hver á þá að skipta? Réttlætið á að skipta, segja margir, og þeir hafa óneitanlega mikið til síns máls. Ýmsir halda, að með nýrri löggjafarstarfsemi og breyttu þjóðskipulagi megi knýja fram réttláta skiptingu lífsgæðanna meðal allra barna jarðarinnar. En hvað er rétt- læti? Er það ekki hlutur, sem menn verða seint sammála um? Er það ekki orð, sem menn hafa sífellt verið að teygja á milli sín eins og hrátt skinn og reynt að toga það sjálfum sér í vil? Það, sem einum sýnist réttlæti, virð- ist öðrum vera hinn hróplegasti óréttur. Og hvernig á þá réttlæt- ið að geta skipt með mönniprt lífsgæðum, meðan þeir sjálfir vita ekki, hvað réttlæti er? Skynsamleg löggjöf getur að vísu orðið mikilsverð hjálp í þessu mikla vandamáli; hún get- ur áreiðanlega að einhverju leyti hindrað handahófs-skiptingu hnefaréttarins á lífsgæðunum. En á meðan mennirnir sjálfir eiga ekki almennt réttlæti í sjálfum sér og virða það og elska það sem heilagan hlut, þá efast eg um að nokkur löggjöf eða nokk- urt ytra skipulag sé þess eitt megnugt að skipta gæðum lífsins á meðal mannanna þannig, að allir verði ánægðir og mettir. En hver á þá að skipta gæðum lífsins? Kristindómurinn svarar: Það er kærleikinn. Kærleikinn á að skipta. Kærleikinn einn er þess megnugur að skipta gæðum lífs- ins þannig, að allir verði mettir og enginn verði útundan. Það er kærleikurinn, fórnarlundin, Krists-hugarfarið, sem verður að ráða skiptingu lífsgæðanna og setja svip sinn á hana, ef vel á að fara. Það vill oft verða lítið úr þeim gjöfum, sem hnefarétt- urinn á að skammtdf smælingj- unum. Og jafnvel í höndum rétt- lætisins vill skerfurinn oft rýrna furðu mikið í meðförunum, svo ekki kemur nema nokkur hluti til skiptanna. En í höndum kær- leikans er sem hver hlutur vaxi, og hver skerfur verði dýrmæt- ari og stærri, þegar hann er rétt- ur öðrum af sannri velvild og hlýjum hug. Mörg fátækleg gjöf hefir orðið blessunarrík og dýr- mæt af því, að henni fylgdi hvorki auðmýking yfirlætishrok- ans né kuldi réttlætisins, heldur hlýhugur hins sanna kærleika. Eg veit engan, sem er hæfari til að skipta gæðum lífsins á meðal mannanna þannig, að þau verði öllum til blessunar; eg veit eng- an hæfari en kærleikann. Meira ljós og hlýju í sambúð mannanna, dýpri og fullkomnari gagnkvæmur skilningur allra hvers á annars kjörum, aukin samúð milli hinna mismunandi stétta, vaxandi trú á lífið sjálft og á mátt hins starfandi kær- leika. Það er þetta fyrst og fremst sem við þurfum að öðlast til þess a$ geta höndlað hamingj- una á jörð. Og það er að þessu, Einar Jónsson frá Galtafelli sjötugur Eftir Guðm. Einarsson frá Miðdal. ’ ‘ "f m\ aftur snéru án tillits til erfið- leika, trúir sinni þjóð, gátu tjáð raddir náttúrunnar á mynd- rænan hátt. Eigi er það tilviljun ein, að íslendingar þeir, er t'il Vesturheims fóru fundu eigi formsins list þótt þeir ættu góð skáld. Jjistamaður án sambands við formsvitund þjóðar sinnar er sem vængstýfður fugl, mun þarna vera skýring hins form- lausa óskapnaðar, er skapast í ;ðu stórborganna og stríðsins. Einar Jónsson flutti heim full- þroska listamaður og reisti bú í Hnitbjörgum með sinni ágætu frú, Önnu. Húsið sem landsmenn reistu þeim hjónum var þá hálf- smíðað og er nú á 70 ára afmæli listamannsins vart fullgert. Það er mikið happ að vera nágranni þeirra Hnitbjargarhjóna og fylgj- nesti — en einungis þeir, sem ast með sköpun verkanna, sem nú fylla húsið. Persónuleg kynni heimilanna við Skólavörðutorg tel eg dýrastar minningar. Oft hefir verið rætt um að gera Skólavörðutorg að vettvangi mestu hátíða þjóðarinnar, aðsetri lista og vísinda, en það mun mála sannast að aldrei hafi óvsénleg- ar verið þar umhorfs en nú. Ætti eg Aladínslampann myndi eg rýma þessa eymdarkofa og byggja sæmileg hús fyrir fólkið, sem þar hýrist. Reisa kirkju á austanverðu torginu og mikil safnahús á báða bóga, það mundi gleðja þau Hnitbjargarhjónin — þó að aldrei hafi þau kvartað. Á þessum heiðursdegi óska allir listamenn þeim hjónum góðs, búendur Skólavörðuholts óska þeim góðs og allir lands- menn minnast þeirra. Vísir, 14. maí. Vafalaust er skráð meðal stjarnanna að 20. öldin muni umskapa allt líf á íslandi. Eftir ísa- og jarðskjálftaár síðasta fjórðungs nítjándu aldarinnar rofar skyndilega til. ísland hef- ir ávallt átt syni og dætur, sem héldu við eldum menningarinn- ar — verk þeirra hafa lýst sem kyndlar um dimma vetur frá annesjum til efstu dala. Nítjánda öldin reis í merki frelsisins, en þar sem merki frelsisins er borið, þróast listir og víðsýni. Ennþá er því of lítill gaumur gefinn hvað náttúruhamfarir eru nátengdar lífinu, stundum virð- ist svo sem ægilegar hamfarir náttúrunnar boði miklar breyt- ingar. Kuldaár og jarðskjálfta- tímar 19. aldarinnar virðast vera lokahríð 700 ára tímabils, sem telja má reynslutíma þjóðarinn- ar hinn meiri, bygging landsins var einnig reynslutími (hinn minni). Á reynslutímanum heyrðu að- eins einstaklingar íslands lag — “Islands eigið lag”, eins og Grím- ur kvað. Skáldin voru oft í far- arbroddi og heyrðu bezt raddir ir náttúrunnar. Einmitt þeir, sem áttu þá náðargáfu, voru kjörnir til að bera kyndla listarinnar á öld frelsisins. Þeir öðluðust sköp- unargleðina. “Frostaveturinn mikla” (1881) horfði þunglega fyrir bændum í uppsveitum Árnessýslu sem ann- arsstaðar — eg minnist þess að afi minn, sem ættaður var af þeim slóðum, miðaði allt tíma- tal við þann vetur. Þá mun Einar Jónsson hafa slitið barnsskónum í Galtafelli, og móðir hans raulað við hann í rökkrinu, langa dimma daga. Landsvæðið milli Hvítár og Þjórsár með hraunborgum sín- um og gljúfrum hefir verið eyði- legt þá, “er allir bæir voru kaf- fentir og engin vök að sjá frá fjöru til fjalls”. Landspilda þessi milli ánna á sína sögu og hefir sinn svip. Fólkið í kaffentu bæjunum ber keim af hvorutveggja; eg þekkti ekki kynslóðina, sem hlóð þá bæi, en arfar þess fólks hafa byggt nýja bæi með öðrum svip en andlit fólksins er enn í ætt við landslagið. Litlu bæirnir, sem þoldu snjó- lög “frostavetursins mikla” hafa margir hrunið í jarðskjálftum í lok aldarinnar (1894—95) svo sveinninn ungi í Galtafelli hefir sem kirkja Krists vill stuðla; annars vinnur hún ekki í anda þess drottins, sem hún kennir sig við. Það er ekki með því að berjast um brauðið og hrifsa það hver frá öðrum, eins og villi- dýr, að allir verða mettir, held- ur með hinu, að láta kærleikann skipta. Þá, en ekki fyrr, verða gjafir og gæði lífsins öllum til blessunar. Kirkjublaðið. séð hrun það og los, sem nærri lagði * uppsveitirnar í auðn, en hann sá annað og meira eigi að síður; tindaraðir með alls- konar kynjamyndum, stuðla- gljúfur himinhá og fallegar jökulbungur við sjóndeildar- hring. Heiðvirð bændaandlit með kragaskegg og hrukkótt enni, húsfreyjur með sléttgreitt hár og hógvært viðmót, sem svæfðu börn sín í fjósbásunum þegar frostið nísti stofukytruna. Myndirnar sem hann sá þegar hann rölti eftir lambánum á vor- in tóku sér bólfestu í huga hans, vættir fjallanna héldu honum fulltingi og álfar sniðu honum stakk sem engar ófreskjur unnu á. Svona er saga fjallasveinsins, sem öld frelsisins bar til ann- arra landa, þar sem listin átti sér sögu, og lærifeðurnir sögðu: “Þú átt að vinna eins og sagan kennir”. Sveinninn sá margt og undraðist, lærði margt og varð stórhuga. En innst í huga hans hljómaði íslands-lag. Hinar tignarlegu línur landsins, heið- arleg andlit fólksins, sögurnar — landvættirnir. Sveinninn fór um væringja- slóðir og sá andlit Medúsu án þess að verða að steini. Farar- eyririnn var naumur (aðeins hægt að veita sér “Schlafstelle” “Wurst” og “polenta”). Það er táknrænt fyrir brautryðjendur myndlistarinnar að forvígis- menn frelsisins veita þeim að málum. Þó þurfti margar at- rennur áður en útlaginn var leystur. Það má fullyrða að Einar Jóns- son hefir skoðað sig sem útlaga á fjarvistarárunum, má einnig sjá það á verkum hans frá þeim tíma. Það er ekki tímabært að ræða um sögulegar staðreyndir og stöðu vorrar ungu listar meðal þjóðanna, og sízt er eg þess megn ugur, en hitt er augljóst mál, að styrkur íslenzkrar myndlistar mótast af átthagaást og mann- gildi brautryðjandanna. Sagan mun gera skil á því hvaða lán það var fyrir okkur afskekkta land, að fyrstu lista- menn frelsisaldarinnar voru trúir sinni þjóð, að þeir treystu sér að hefja merki listarinnar hér í fámenni og fátækt, og að heiðarleg andlit forfeðranna vernduðu þá frá öngþveiti því sem stjórnarbyltingar og styrj- aldaræsingur skóp á meginland inu í byrjun 20. aldarinnar. List, sem helgast af ást og virðingu fyrir viðfangsefninu hlýtur að vera sönn, og lista maður, sem ber gæfu til að skapa persónulegt form og hugsa sjálfstætt er heiðarlegur og sannur. Kynslóð sú, sem lagði af stað út í veröldina “frostaveturinn mikla” hafði lært í skóla hörm- unganna — það var farsælt Business and Professional Cards 1Tlei/ees Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE SX., WINNIPEG MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í he'.ldsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusfmi 25 355 Heimasími 55 463 Blóm siundvíslega afgreidd THf ROSERY Stofnaö 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LTD. G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meöul og annað meö pósti. Pljöt afgreiðsla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hös. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgö, o. s. trv. Phone 26 821 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Legsieinar sem skara framúr Orvals blágrýti og Manitoba marmarl SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 60 2 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Frá vim PHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Manaping Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Fhone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p m. and by appointment ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sfmi 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSE'r BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legrsteina, Slcrifstofu talsími 86 607 Heimilis talstmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfrseðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 ttl 1 og 2 tll 5 Skrifstofusfmi 22 251 Heimilissfmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h. GIINDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Winnipeg Manager, T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.