Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944
7
Amgrímur Fr. Bjarnason:
Snjóflóðin í Hnífsdal og Skálavík ytri
í febrúar 1910
Fyr og síðar hafa snjóflóð hér
á landi valdið margvíslegum
skaða. bæði á mönnum, húsum
og öðrum mannvirkjum, og bú-
peningi. Sem betur fer hafa fá
snjóflóð skilið eftir jafn mikinn
manndauða og eyðandi verksum
merki, sem snjóflóð að sem féll
18. febrúar 1910 í Hnífsdal við
ísafjarðardjúp.
Skal hér sagt nokkuð frá snjó-
flóði þessu og skaða þeim, er það
olli. Er um frásögn þessa stuðst
við samtíma frásagnir' í blöðum
þeim, sem þá komu út hér á
ísafirði, og eigin athugun.
Þá verður einnig sagt frá snjó-
flóðinu, sem féll að Breiðabóli
í Skálavík ytri, og varð manni
að bana.
Snjóflóðið í Hnífsdal féll kl.
8,45 föstudagsmorguninn 18. fe-
brúar 1910. Féll snjóhengja, sem
myndast hafði í fjallinu Búðar-
hyrna (upp af bænum Búð í
Hnífsdal) og valt með ægilegum
hraða ofan svonefnt Búðargil. Er
gilinu sleppir breiddist snjóflóð-
ið út og náði þá yfir um 150
faðma breitt svæði. Hraði flóðs-
ins var svo mikill, að það sóp-
aði burtu öllu, sem á vegi þess
varð; íbúðarhús, verbúðir og
gaddfreðna torfveggi jafnaði það
við jörðu og flutti á sjó út. Eld-
snögt, líkast byssuskoti, dundi
snjóflóðið yfir. Enginn fékk nokk
urt svigrúm til þess að forða sér.
Tjónið var œgilegt.
Nítján manns biðu bana á svip-
stundu, og margir meiddust.
Fimm manns var á gangi inn með
sjónum; (frá bænum Búð og inn
í þorpið) þeir létust allir: Þessir
menn voru: Sigurður Sveinsson
frá Búð; hann var að fylgja
þremur börnum í barnaskólann,
þeim Sigurði Sigfússyni, á ferm-
ingaraldri; Daníel Jósefssyni frá
Vífilsmýrum í Önundarfirði, til
heimilis í Búð, 13 ára gamall,
og Guðbjörg Lárusdóttir, (Auð-
unarssonar frá Svarthamri í
Álftafirði), nær 10 ára gömul.
Fimti maðurinn var Lárus, faðir
Guðbjargar.
Tvær verbúðir, sem notaðar
voru til íbúðar, og stóðu við
sjóinn beint niður af “nýja hús-
inu” í Heimabæ sópuðust burtu
og alt fólkið sem í þeim var.
1 annari bjuggu þrjár fjölskyld
ur: Tómas Kristjánsson, maður
um sextugt, kona hans og fjögur
börn þeirra. Lézt Tómas og eitt
barnið, þegar snjóflóðið skall
yfir, en kohan og þrjú börnin
náðust lifandi. Eitt þeirra var
ungbarn, sem konan hélt í fangi
sínu þegar snjóflóðið skall yfir.
Hlífði konan því svo, að það
var, nálega ómeitt, en sjálf
meiddist hún mjög. Kom þar
fram ljóslegt dæmi móðurástar-
innar, sem fórnar sj^lfri sér fyrir
börnin sín.
Önnur fjölskyldan, sem bjó í
þessari verbúð, var Þorlákur Þor
steinsson, miðaldra maður, kona
hans og þrjú börn þ^irra. Þau
fórust öll.
Þriðja fjölskyldan í verbúð
þessari var Magnús Samúelsson,
rúmlega sextugur að aldri, kona
hans og tvö börn« þeirra, sonur
og dóttir. * Maðurinn, konan og
drengurinn fórust, en snjóflóðið
bar dótturina á sjó út. Varð
henni bjargað.
Verbúð þessi var eign Valdi-
márs og Kjartans Þorvarðssona.
í hinni verbúðinni, sem var
eign Helgu Jóakimsdóttur í
Hnífsdal, bjuggu fjórir skipverj-
ar Páls Pálssonar í Heimabæ
og fanggæsla þeirra, Margrét
Bárðardóttir frá Látrum í Mjóa-
firði, og dóttir hennar átta ára
gömul. Fórust þær mæðgur báð-
ár, og tveir skipverjarnir: Lárus
Sigurðsson (Jónssonar frá ísa-
firði); maður um tvítugt, og
Ingimundur Benjamínsson, hálf
þrítugur maður. Hinir tveir skip-
verjarnir köstuðust fram á sjó
og varð bjargað.
Bærinn Búð í Hnífsdal lenti í
miðju snjóflóðinu og eyðilagðist
nær alveg, og nokkur hluti hans
sópaðist alveg burt. Fólkið á bæn
um bjargaðist alt, en flest meira
eða minna meitt.
Snjóflóðið tók þessi hús, auk
þeirra sem að framan greinir:
Fjósið á Búð með fjórum naut-
gripum, sem allir náðust lifandi;
salthús með áföstu nausti. 1
naustinu voru fjórir bátar;
brotnuðu þrír þeirra í spón, en
einn skemdist lítið sem ekkert;
og fjóra fiskhjalla, sem voru eign
þeirra bræðra Jóakims og Hall-
dórs Pálssona (Halldórssonar) í
Heimabæ, og Hálfdáns Hálfdáns-
sonar í Búð. Ennfremur tók snjó-
flóðið tvær heyhlöður.
V erksummerkir^.
Fregnin um snjóflóðið barst
strax til Isafjarðar. Þusti þegar
fjöldi bæjarbúa út í Hnífsdal, ef
vera mætti að þeir gætu aðstoð-
að og hjálpað við björgun fólks
úr rústunum. Eg var einn þeirra,
sem út eftir fór, og hlupum við
alla leiðina í nær einum spretti.
Veðri var svo farið, að hríðar-
mökkur var á fjallabrúnunum
en þoka neðar í hlíðum, frost-
lítið. Bjuggust margir við nýju
snjóflóði á hverri stundu. Mátti
heita, að allir væru í uppnámi
vegna hinna voveiflegu slysfara.
Brátt var þó gengið að björgun
fólksins, en það var ekkert á-
hlaupaverk. Snjóflóðsferillinn
var líkastur nýstorknuðu hrauni
og mjög ógreiður yfirferðar.
Snjóflóðstungurnar teygðu sig
langt fram í sjóinn; þar sauð
brimið á þeim, braut þær og
bræddi og fleigði í land líkum,
viðarbrotum úr húsunum, klæðn
aði og húsgögnum. Var fjaran
inn að Hnífsdalsá alþakin slíku
rekaldi.
Allan daginn vann fjöldi
manns að snjómokstri í rústun-
um, og mikil varð gleði þeirra
sem björguðu konu Tómasar og
börnum þeirra.
Þá var einnig bjargað úr rúst-
únum öðru sem varðmætt var.
Fór alt vel fram og skipulega.
ísfirðingar unnu langt fram á
kvöld. Líkin voru að reka allan
daginn og nóg var að vinna fyrir
hverja hjálpandi hönd. Var
myrkt orðið þegar flestir ísfirð-
ingarnir fóru heimleiðis.
Undarleg tilviljun.
Snjóflóð þetta í Hnífsdal féll
nær nákvæmlega aldarfjórðungi
síðar en snjóflóðið mikla á Seyð-
isfirði, sem féll 18. febrúar 1885
klukkan að ganga átta um morg-
uninn.
í Snjóflóðinu á Seyðisfirði
fórust 24 manns, en sextán hús
eyðilögðust meira og minna. Það
var því enn ægilegra en snjóflóð-
ið í Hnífsdal.
Gröfin mikla.
Alls fórust 20 manns í snjó-
flóðinu í Hnífsdal, því Vigfús
sonur Tómasar Kristjánssonar,
lézt af meiðslum. Lík þeirra
Guðbjargar Lárusdóttir og dótt-
ur Margrétar frá Látrum fund-
ust ekki. Átján lík stóðu því
uppi eftir snjóflóðið, og voru
þau öll jörðuð í einni gröf hér á
Isafirði.
Gröfin var 6x14 álnir að flatar-
máli. Voru kisturnar látnar í
fjórar raðir; fimm í hverja röð,
nema þrjár í einni.
Jarðarförin fór fram 26. febr.,
að viðstöddu miklu meira fjöl-
menni en þá voru dæmi til hér.
Allir vildu sýna hluttekningu og
samúð. Ræður fluttu í kirkjunni:
séra Þorvaldur Jónsson prófastur
og núverandi vígslubiskup, séra
Bjarni Jónsson (þá skólastjóri
hér á Isafirði). Sungin voru í
kirkjunni minningarljóð eftir
skáldin Guðmund Guðmundsson
og Lárus Thorarensen.
Eignatjón og bœtur.
Strax snjóflóðsdaginn mynd-
uðu Isfirðingar samtök til hjálp-
ar Hnífsdælingum, og höfðu þeir
Magnús Torfason bæjarfógeti og
Karl Olgeirsson verslunarstjóri
forgöngu um það. Gengu sam-
skot mjög greiðlega, og fjöldi
manna víðsvegar um land studdu
þau drengilega.
Hið beina eignatjón í Hnífsdal
var metið 10 þúsund krónur, sem
þótti mikið fé í þá daga. En ó-
beina tjónið, sorgin og sárin gat
enginn metið. En tímans spor
hafa nú fjarlægt minningu þess-
ara ægilegu slysfara.
Snjóflóðið í Skálavík ytri.
Að kvöldi 1. marzmánaðar
1910 féll snjóflóð að Breiðabóli í
Skálavík í Hólshreppi.
Margbýli var á Breiðabóli.
Lenti snjóflóðið aðeins á tveim-
ur bæjunum, sem brotnuðu und-
an þunga þess og grófust í fönn.
í öðrum bænum bjuggu hjónin
Sigurður Guðmundsson og Jó-
hanna Hálfdánardóttir og fjögur
börn þeirra, en í hirum bænum
gömul hjón: Ari Pétursson og
Lovísa Sigfúsdóttir.
Nóttina eftir að snjóflóðið féll
og daginn eftir var svo mikill
veðurofsi og blindhríð, að ekki
þótti viðlit að brjótast inn í
Bolungarvík, til þess að fá mann-
hjálp til að moka upp rústirnar.
Var það loks aðfaranótt þess
þriðja dags marzmánaðar, að
tveir röslA- unglingspiltar, Haf-
liði Bjarnason (nú sútari í
Reykjavík) og Kristján Árnason
brutust í hríðarveðri inn í Bol-
ungarvík til þess að fá mann-
hjálp. Komust þeir alla leið
heilu og höldnu, en voru tals-
vert aðþrengdir. Má óhætt telja
för þeirra afreksför, og munu
fáir hafa meira á sig lagt öðrum
til hjálpar.
Svo mikið þótti vert um rösk-
leik sveinanna, að biskup og séra
Geir Sæmundsson á Akureyri
lögðu svo fyrir, að nokkru af
samskotafé, er þeir sifnuðu, yrði
varið til viðurkenningar þeim
Hafliða og Kristjáni fyrir förina.
Var það gert. Fengu þeir vönd-
uð áletruð vasaúr, sem viður-
kenningu.
Bolvíkingar brugðust strax við
þegar þeir fengu fréttirnar og
fóru margir saman til Skálavík-
ur. Strax og þeir komu að Breiða
bóli var tekið til þess að moka í
rústunum, þótt menn væntu lítils
árangurs eftir svo langan tíma.
Grafið í rústunum í
fjörutíu klukkustundir.
En það fór betur en áhorfðist.
Höfðu menn grafið nokkrar
klukkustundir í rústirnar af bæ
Sigurðar Guðmurídssonar, er þeir
urðu þess vísari, að enn væri
þar eitthvað kvikt. Náðust þar
fimm manns lifandi: Jóhanna
Hálfdánardóttir og fjögur börn
hennar. •
Vildi þeim til lífs, að skápur
stóð fyrir framan rúm það, er
þau sváfu í. Varnaði skápurinn
því að þekjan féll alveg niður,
svo nægilegt loft var inni.
En fjörutíu klukkustundir
hafði konan og börnin mátt bíða
eftir hjálpinni, og voru orðin von
lítil þegar hjálpin barst. Má
geta nærri um gleði þeirra þeg-
ar björgun var afstaðin, og
gleði þeirra, sem að björguninni
unnu, varð vart minni. Bjugg-
ust þeir við að bjarga líkunum
einum úr rústunum, og þótti
lánlega hafa tekist, enda mun
þetta ein undursamlegasta björg-
un úr snjóflóði, sem sögur fara
af.
Sigurður bóndi hafði verið á
leið út úr bænum þegar snjó-
flóðið féll yfir; hann fannst ör-
endur, klemdur milli stafs og
hurðar.
Dánarfregn
Þriðjudaginn 20. júní andaðist
Ingibjörg Walter á heimili tengda
sonar og dóttur, þeirra Mr. og
Mrs. J. G. Hall í grend við Gard-
ar, N. D., þar sem, hún hafði
dvalið rúmföst síðustu 9 mánuði
æfinnar.
Ingibjörg Margrét (Sigurðar-
dóttir) Walter, fæddist á Breiða-
bólstað í Vesturhópi, 3. júlí 1861.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Sigurðsson og Sigríður Hannes-
dóttir. Ingibjörg fluttist ungum
aldri til Canada. Þar giftist hún
Jóseph (Sigvaldasyni) Walter
22. des. 1879. Þau hjón eignuðust
11 börn. Fjögur lifa móður sína.
Hin dóu í æsku, nema Björg,
kona Hermanns Isfeld í Argyle
bygð, sem dó fulltíða fyrir mörg-
um árum.
Jóseph og Ingibjörg fluttust til
Norður-Dakota fyrir rúmlega 60
árum, og bjuggu ávalt síðan í
Garðarbyginni þar. Eftir að
Joseph dó, árið 1933. bjó hún ein,
samkvæmt eigin ósk, þar til
heilsan bilaði svo, að það var
ekki lengur hægt. Flutti hún þá
til Mr. og Mrs. J. G. Hall, og
bjó þar ávalt síðan, þar til hún
andaðist.
Ingibjörg sál. Walter var mikil
merkiskona. Hún var frábæri-
lega dugleg og starfsöm langt
fram á efri ár, og naut lengi vel
mjög góðrar heilsu. Hún var
hjálpsöm, góðgjörn og gestrisin.
Þau hjón höfðu eignast. mikið
fé, og hafði hún því yfir mikl-
um efnum að ráða, einnig éftir
að eiginmaður hennar lézt. Hjálp-
aði hún þá fjölda mörgum vel
og rausnarlega, sem voru í fjár-
þröng eða þörfnuðust hjálpar fyr
ir erfiðleika og sjúkdóma, sem
hertu að þeim.
Ingibjörg var einlæglega krist-
in kona, og vildi sýna trú sína
í verki. Hafði hún um langt skeið
starfað að miklum dugnaði og
einlægni í söfnuði sínum. Á síð-
ustu árum gaf hún söfnuði sín-
Fimta barn þeirra Jóhönnu og
Sigurðar var í rúmi gegnt rúmi
því, sem móðirin og systkinin
voru í. Var það örent. Hefir
sennilega kafnað undir þekjunni,
sem þar féll alveg nfður.
í hinum bæjarrústunum fund-
ust lík þeirra hjóna Ara Péturs-
sonar og Lovísu Sigfúsdóttir.
Snjóflóð þessi þóttu mikil tíð-
indi og ill, bæði innanlands og
utan. Islandsvinurinn Ragnar
Lundborg ritstjóri í Uppsölum
sendi 165 krónur til samskotanna,
en þau námu samtals kr. 2519,45;
þar af gáfu Isfirðingar 1689 kr.,
en utanbæjarmenn kr. 830,45.
Eg vænti þess að sorg og sár
séu svo sefuð eftir fullan aldar-
þriðjung, að engum ýfist harm-
urinn þótt nú sé birt frásögn af
atburðum þessum.
Isafirði, 31. marz 1944.
Arngr. Fr. Bjarnason.
um á Gardar eina stórgjöfina
aftir aðra. Eru víst ekki nema
örfá dæmi stíks örlætis, sem fram
kom hjá henni bæði við einstakl-
inga og söfnuðinn í heild. Mun
hennar lengi minnst með djúpu
þakklæti einstaklinga og safnað-
arins í heild.
Við minningu eiginmanns síns,
lagði hún hina fegurstu rækt.
Heiðraði hún minningu hans á
ýmsann hátt, og einkum þó með
kærleiksgjöfum.
Ingibjörg var ástrík eiginkona
og móðir, og naut einnig ástúð-
ar þeirra. Syrgja hana nú börn
hennar og fjölmennur ættingja
og vinahópur, þó að allir hins-
vegar samfagni henni í því að
Drottinn hefir nú leyst hana frá
þrautalífinu, sem varð hlutskipti
hennar síðustu árin.
Guð blessi minningu hinnar
látnu.
Wartime Prices and
Trade Board
Spvmingar og svör.
Spurt. Fylgja niðursuðusykur-
seðlar með, þegar skömtunar-
bækur fást handa nýfæddum
börnum?
Svar. Já. Þegar beðið er um
skömtunarseðla handa nýfædd-
um börnum, þá er manni send
bók númer fjögur, og einnig bók
númer þrjú með öllum F seðl-
unum.
Spurt. Hvar fást gesta spjöld-
in, sem hermenn eiga að hafa
með sér þegar þeir fá heimfarar-
leyfi?
Svar. Þessi spjold (R.B. 180)
fást í herbúðunum og mennirn-
ir eiga að biðja um þau og fá
þau, áður en þeir fara af stað.
Spurt. Eg er að fara í sumarfrí
og mig langar til að byrgja mig
upp með kaffi áður en eg legg
af stað. Get eg fengið leyfi til
að kaupa út á seðla sem ekki
eru gengnir í gildi?
Svar. Nei. Það er á móti lög-
unum.
Spurt. Við erum á bújörð og
höfum von um að geta fengið
dálitla vinnuhjálp frá bæjarfólki
sem er í sumarfríi. Hvernig get-
Uha við fengið aukaskamt af
matvöru handa þeim?
Svar. Ef þeir eru hjá ykkur
fjórtán daga eða lengur, þá eiga
þeir að afhenda seðla úr sinum
eigin bókum, annars geta þeir
ekki ætlast til að fá skamtaðar
matartegundir. Ef þeir eru minna
en fjórtán daga þá verður að
sækja um aukaskamt hjá Local
Ration Board. Það verður að
tiltaka hvað margir hafi fengist
til vinnu, hve marga daga hver
hafi verið, og hve margar mál-
tíðir hafi verið tilreiddar handa
þeim. Ef alt er í lagi, verðið þið
látin fá seðla sem svarar því er
skamtað var.
Spurt. Verður ekki söluverð á
aðfluttum landbúnaðarvélum
lægra, úr því að þær eru nú toll-
fríar?
Svar. Samkvæmt fyrirskipun
frá W. P. T. B. eiga umboðsmenn
að lækka söluverð ef innkaups-
verð lækkar. En flestar verzlan-
ir hafa fyrirliggjandi birgðir af
vélum sem keyptar voru áður
en tollinum var afnuminn, og
þær vélar verða allar að seljast
áður en nokkur verðbreyting á
sér stað.
Spurt. Hvar fæst Re-Make
Wringles bókin, og hvað kostar
hún?
Svar. Bókin kostar ekkert.
Skrifið til . “Consumer Branch ,
Committee”, Pover Bldg., Wpg.
Spurt. Eg varð að borga 35
pent fyrir dós af “grapefruit
juice”, eg hefi hingað til ekki
borgað nema 29 cent. Er ekkert
hámarksverð?
Svar. Jú. Enginn kaupmaður
má selja með hærra verði en
hann seldi fyrir á hámarkstíma-
bilinu, haustið 1941.
Kaffi og te seðlar T 36 ganga
í gildi 13. júlí.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St., Wpg.
— Það er hœgt að grœða pen-
inga á margan hátt.
— En það er ekki hœgt að
græða peninga heiðarlega nema
á einn hátt.
— Á hvaða hátt?
— Jú, datt mér ekki í hug, að
þér myndi vera ókunnugt um
það.
*
— Pabbi, hvernig stendur á
því, að negrar eru svartir?
— Ósköp spyrðu heimskulega,
drengur. Heldurðu að þeir væru
kallaðir negrar, ef þeir vœru
hvítir?
•
“Jæja, Lína, hefirðu brotið all-
ar hneturnar?” spurði húsmóðir-
in.
“Ekki allar, frú. Sumar eru
svo stórar að eg kem þeim ekki
upp í mig.”
—==£==—=======$
Látið ekki tækifærið ganga
úr greipum yðar!
Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum. og
það fólk. sem hennar nýtur. hefir ætíð forgangs-
rétt þegar um vel launaðar slöður er að ræða.
Það margborgar sig. að finna oss að máli, ef þér
hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér
höfum nokkur námskeið lil sölu við frægustu og
fullkomnuslu verzlunarskóla vestan lands.
The Columbia Press Limited
Toronto og Sargent, Winnipeg