Lögberg - 14.09.1944, Side 2

Lögberg - 14.09.1944, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944 Mrs. Guðbjörg Ingimundson Fædd 7. sept. 1867 Dáin 25. júní 1943 “Svo vertu kvödd með hrygðar blöndnu hrósi, vér'hermum drottni lof sem tók og gaf. Öll lífsins straumvötn falla að einum ósi, í undra sæinn — guðdóms kærleikshaf.” Stgr. Thorsteinsson. Þessi ágæta kona andaðist að heimili sínu 812 Jessie Ave., í Winnipeg-borg, þegar vorfegurð- in var að ná hámarki. Um nokkurra mánaða bil hafði hún legið rúmföst og mikið þjáð. Þá, sem jafnan á óvenjulangri samfylgd hafði hún notið um- önnunar eiginmanns síns. Hina síðustu mánuði hafði dóttir henn ar staðið við hlið föður síns og hjúkrað móður sinni með frá- bærri umhyggjusemi. Guðbjörg Ingimundson var fædd, sem að framan greinir, að Ragnheiðarstöðum, í Flóa í Ár- nessýslu. Hún var dóttir hjón- anna Bernharðar Vigfússonar og konu hans Rósbjargar Oddsdótt- ir, er þar bjuggu. Munu ættir foreldra hennar hafa verið úr Árnessýslu. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum fram yfir ferm ingaraldur, en fór þá sem vinnu- stúlka til séra Páls Sigurðssonar prests í Gaulverjabæ og frú Margrétar Guðmundssen konu hans. Eftir lát séra Páls, fór hún til séra Oddgeirs Þórðar- sonar Guðmundssonar, bróður frú Margrétar í Gaulverjabæ, og konu hans, frú Önnu Johnson frá Arnarbæli. Hún var hjá þeim í Kálfholti, og fluttist með þeim til Vestmannaeyja, er séra Oddgeiri var veitt það brauð, síðsumars 1889. — Þar kyntist hún Guðjóni Ingimundssyni, snikkara, (síðar trésmíðameist- ara hér vestra), Sigurðssonar frá Draumbæ í Vestmannaeyj- um. Þau giftust þann 12. maí 1891; tveimur dögum síðar lögðu þau af stað til Vesturheims og settust að í Selkirk, Man., þar bjuggu þau í 19 ár, eða til árs- ins 1910, er þau fluttust til Win- nipeg, og bjuggu æ síðan að 812 Jessie Ave. Sameinaðir hugir og hendur Ingimundson’s hjónanna brúuðu erfiðleika frumbýlingsáranna, og urðu þau brátt fremur veitandi en þurfandi, var það svo á hinni löngu og farsælu samfylgd þeirra, er varði 53 ár og rúmum mánuði betur; olli því atorka og hagsýni er þau áttu yfir að ráða í hagkvæmum hlutföllum. Bjargföst trú á handleiðslu Guðs lýsti þeim torsótta leið, er oft var þungfær sökum langvarandi heilsubrests er hún átti við að stríða — og maður hennar með henni. Bæði stóðu þau framarlega í fylkingu Selkirk safnaðar, er myndaður hafði verið vorið 1889. Séra N. Steingrímur Thorláks- son hóf hér sóknarprests starf í Selkirk 1898, en flutti til bæjar- ins 1900. Urðu þau í hópi trygg- lyndíasta samstarfsfólk hans, og ævilangt trygðavinir prest- hjónanna og barna þeirra. Guð- jón Ingimundson var um nokkra hríð forseti Selkirk safnaðar, var það honum hjartans mál, er hann bar fram með farsælli ein- beitni og ást á málefni safnaðar- ins, samfara mikilli festu. Átti söfnuðurinn jafnan hlýhug þeirra hjóna, er sýndi sig um hin mörgu hjáliðnu ár, þótt þau flyttu burt og gerðust dyggir starfsmenn í Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg. Við lát konu sinnar gaf Guð- jón, ásamt börnum sínum, í orgelsjóð Selkirk safnaðar $25.00 gjöf til minningar um séra N. S. Thorláksson, og $50.00 til minningar um konu sína. Ljúfar minningar um hina látnu heiðurskonu, mann henn- ar og börn lifa í hugum Selkirk íslendinga, þótt að nær hálfur fjórði tugur ára sé nú liðinn síð- an þau fluttu burt. Böndin er tengt hafa samstarfsfólkið voru óvenjulega djúptæk og traust- lega knýtt. Guðbjörg var hugumkær starfskona í kvenfélagi Selkirk safnaðar; um nokkur ár var hún í stjórn þess, en jafnan meðlim- ur þess, þótt hún burt væri flutt, heiðursmeðlimur þess varð hún 1926. Að sögn nákunnugra forn- vina var hún kona vel gefin að gáfnafari, mun og hafa notið meiri fræðslu en þá tíðkaðist almennt, á merkisheimilum þeim er hún dvaldi á, unglingsár sín. Hún var kona söngvin og söngelsk, og tók þátt í söngstarfi Selkirk safnaðar eftir mætti á dvalarárum sínum hér í bæ. Trúin á Guð var henni sá gim- steinn sem mest er um vert, sem hún ávaxtaði fyrst í lotningu og tilbeiðslu hjartans, en sem átti svo útrás í göfugu líferni, þolin- mæði í langvarandi heilsubresti, trúfesti við kirkju sína, jafnt í störfum henni til handa, meðan þrek til entist og með stöðugri kirkjusókn, eftir því sem heilsa hennar og kringumstæður leyfðu. Heimili Ingimundsons hjónanna var opið og aðlaðandi þeim sem að garði báru. Forn- vinur þeirra hjóna sagði mér: “Það var eins og að koma í for- eldrahús að koma til þeirra.” Ljúft var henni að liðsinna þeim er áveðurs stóðu á bersvæðum lífsins, og rétta þeim hjálpar- hönd á kyrlátan hátt; hinn virki góðvilji einkendi jafnan afstöðu hennar. Börnum sínum var hún sönn og ástrík móðir, og bless- aði þau með áhrifum er hafa fylgt þeim á ævileið þeirra, og gert þau gæfufólk. Böndin sem tengdu börn og foreldra og af- komendur og tengdafólk voru innileg og djúptæk. Eftirskilinn eiginmaður þakkar langa og giftusamlega samfylgd við hlið hennar. Hann þakkar nágrönn- um og vinum heimsóknir og að- stoð í hinztu baráttu hinnar látnu, enskra nágranna og ís- lendinga, þakkar trygðavináttu Mr. og Mrs. J. J. Swanson, og Jóns Sigurðssonar frá Breiðaból- stað á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu, er kom flugleiðis frá Californíu til að heimsækja þau. Einnig tjáir hann hjartans þökk sína fyrir samúð og hjálp, er hann varð abnjótandi við útför konu sinnar. Útför Guðbjargar fór fram frá Fyrstu Lútersku kirkju í Winni- peg þann 28. júní og var undir stjórn sóknarprestsins er flutti kveðjumál bæði á ensku og ís- lenzku; sá er þetta ritar flutti einnig ávarpsorð. Mrs. L. Mc- Keag söng einsöng. Jarðsett var í grafreit Selkirk safnaðar í Sel- kirk. Börn Ingimundsons hjónanna eru: Ingibjörg (Emma) kona Sig- tryggs Briem í Riverton, Man. Kristmundur Bernhard, kv. Grace Fableau. Jónína Margrét, Mrs. John Bower, látin. Barnabörn 16, barnabarna- börn 1. Systkini Guðbjargar er á ís- landi dvöldu voru: Ólöf, Bjarni og Oddur. Tvær systur hennar, Mrs. Margrét Leon, og Jónína Ingiríður Ingimundson, ekkja Sigurðar Ingimundsonar (bróður Guðjóns Ingimundsonar) eru bú settar í Winnipeg. S. Ólafsson. Leyniherinn franski Frh. Oft var þrem mánuðum varið til þess að skipuleggja mikilvæg- ar framkvæmdir eins og til dæmis eyðileggingu útvarps- stöðvarinnar í París, sem var stærsta útvarpsstöð Frakklands. Leyniherinn sendi tilmæli um það til Lundúna, að honum yrði látnar í té nákvæmar upplýsing- ar um það, hversu mikið sprengi efni þyrfti til þess að sprengja útvarpsstöðina í loft upp. Bretau byggðu nákvæma eftirlíkingu útvarpsstöðvarinnar og sprengdu í loft upp til þess að vera full- vissir um það, hvaða upplýs- irlgar þeir skyldu láta Frökkum í té. Fjórir menn úr franska leynihernum voru svo valdir til að inna starf þetta af höndum. Kvöld nokkurt laumuðust þeir að útvarpssíöðinni og komu sprengiefni fyrir, en héldu því næst brott. Tuttugu mínútum síðar sprakk útvarpsstöðin í loft upp, en Þjóðverjum og Vichy- mönnum tókst aldrei að hafa upp á mönnum þeim, er valdir voru að verki þessu. Annað dæmi um vendilega skipulagningu og giftulega fram kvæmd átti sér stað eftir að Bandaríkjamenn höfðu gengið á land í Afríku. Um þær mundir var jafnvel talið líklegt, að inn- rás kynni að verða gerð í Suður- Frakkland, svo að það varð mjög mikilvægt að rjúfa sambandið við þýzka herinn á ítalíu og varna því, að hann gæti sent liðsstyrk til Suður-Frakklands með stuttum fyrirvara. Þetta skyldi gert með því að rjúfa járn brautir og aðrar samgönguleiðir milli Suður-Frakklands og Italíu Hópur skemmdarverkamanna sprengdi jarðgöng, er járnbraut lá um, í loft upp. Annar hópur skemmdaverkamanna sprengdi fjallshnúk í loft upp með þeim afleiðingum, að hann braut járn brautarbrú, sem var þar skammt frá. Þriðji skemmdaverkahópur- inn drap verði á annarri járn- brautarbrú og sprengdi hana því næst í loft upp. Þegar Þjóðverjar tóku að flytja matvæli frá Frakklandi til Þýzkalands, fundu lyffræðingar leynihersins ráð til þess að eitra þær. Því næst voru menn sendir inn í járnbrautarvagnana á járn brautarstöðinni í París og önn- uðust framkVæmd þessa. Árang- urinn varð sá, að hundruð Þjóð- verja létu lífið. En leyniherinn átti fulltrúa á öllum járnbraut- arstöðum, einkum járnbrautar- verkamenn og aðra slíka starfs- menn, svo að unnt var að halda áfram að eitra matvælasending- ar frá Frakklandi til Þýzkalands. En leyniherinn lét ekki við það sitja að eitra matvælasend- ingar í járnbrautarvögnunum. — Hann skipulagði og skemmda- iðju í verksmiðjum víðs vegar um land. Einkum var mikil á- herzla lögð á það að fremja skemmdarverk í verksmiðjum þeim, er framleiddu skriðdreka og vélar. Árangur þessarar iðju varð slíkur, að um skeið voru níutíu af hverjum hundrað skrið drekum, sem framleiddir voru í verksmiðjum á Frakklandi. svikn ir. Sömu sögu var að segja úr flugvélaverksmiðjunum, skipa- smíðastöðvunum og öðrum iðn- verum Frakklands. Þjóðverjar hafa barizt gegn leynihernum af miklum móði og beitt handtökum, morðum og pyndingum í þeirri baráttu sinni. Þeir hafa lagt mikla áherzlu á það að beita leyniherinn hvers konar brögðum. Þjóðverjarnir hafa t. d. gert mikið að því í bar- áttu sinni gegn leynihernum franska að handtaka einhvern liðsmann hans, pynda hann nær því til ólífs og skilja hann því næst eftir á afviknum stað í von um það, að einhverjir félagar hans kæmu honum til hjálpar. Það er erfitt að neita sér um það að koma til liðs við félaga sinn, þegar þannig stendur á, en eigi að síður verða menn að gera það. Þjóðverjar hafa gert mikið að því að ráða kvennjósnara í þjón- ustu sína, því að þeim er að sjálf sögðu mjög um það kunnugt, að Frakkar eru vífnir vel. Laglegar þýzkar stúlkur, sem tala frönsku ágætlega, sitja inni í veitingahús um og næturskemmtistöðum í þeirri von að geta aflað ein- hverra upplýsinga af samræðum manna. En stúlkum þessum varð lítið ágengt, því að leynihernum lærðist brátt að koma í veg fyrir hættu þá, sem af þeim stafaði. Meira að segja tókst fjölmörg- um Frökkum að vinna ástir þess- ara kvenna, en þar með var út- séð um það, að þær gætu rækt njósnarstarfann framar. Þjóð- verjar hafa því mjög horfið frá þessu ráði. Eitthvert mesta vandamál leynihersins er það, að hafa sam- band við hinar ýmsu deildir sín- ar svo og England. Leynistöðv- arnar eru sterkustu stoðir hans í því sambandi. Þjóðverjar hafa tekið upp það ráð að fara um í bifreiðum með leitartæki. Þannig hafa þeir haft upp á mörgum útvarpsstöðvum og viðtækjum leynihersins og liðsmanna hans. Útvarpsstöðv- arnar eru eyðilagðar, viðtækin gerð upptæk og afbrotamennirn- ir oftast drepnir. En leyniher- inn hefur efnt til gagnráðstaf- ana. Iðulega hefur hann lagt til atlögu við Þjóðverja, er þeir hafa verið í leit að útvarpsstöðv- um hans og viðtækjum liðs- manna hans og leikið þá hart. Leyniherinn hefur það fyrir sið að senda ekki skrifleg skila- boð, heldur munnleg. Hinir ólík- legustu menn hafa þann starfa með höndum að koma skilaboð- um þessum til réttra aðila. En sé hins vegar um skrifleg skila- boð að ræða, eru þau jafnaðar- lega rituð á pappír gerðan úr hrísgrjónum, svo að sendiboðinn geti gleypt hann, ef hann kann að verða tekinn höndum. Þó undarlegt megi virðast, hafa menn í þjónustu Vichy stjórnarinnar iðulega það starf með höndum, að koma skilaboð- um leynihersins milli ýmissa staða. Jafnvel skriðdrekar Þjóð- verja hafa og verið notaðir í sama skyni. Það gefur því að skilja, að torvelt sé fyrir and- stæðinga leynihersins að koma í veg fyrir þessa starfsemi, enda er það mála sannast, að skipu- lagning franska leynihersins og starfa liðsmanna hans mun um flest stnda framar skipulagn- ingu annarra hliðstæðra við- námshreyfinga hinna hernumdu þjóða. Fæðuskortur hefur mjög veikt líkamsþrótt Frakka. Ef maður fótbrotnar, grær brotið seint og illa. Ef mkður sker sig í fingur, líður og iðulega langur tími, unz sárið grær. Tennurnar í munnum manna verða svartlitar og losna. Þegar Þjóðverjar taka menn fasta, rannsaka þeir þegar í stað tennur þeirra. Séu þær hvítar og fal'legar, vita þeir, að hlutaðeig- andi er nýkominn frá útlöndum og er eftir öllum líkum að dæma njósnari. Nýlega kom maður til Lundúna á vegum leynihersins franska. Áður en hann hvarf aft- ur heim, litaði hann tennur sín- ar svartleitar til þess að hann þyrfti síður að óttast það, að þær kæmu upp um hann. Ferðalög manna úr leynihern- um hafa verið vendilega skipu- lögð. Hönnum á bifbjólum er síður veitt athygli en -Tótgang- andi mönnum, og laglegum stúlkum veitist auðveldara að komast framhjá vörðunum en karlmönnum. Manni nokkrum auðnaðist að ferðast um gervallt landið í bifreið kunningja síns úr hernum. Aðferðin, sem notuð var, var einföld en snjöll eigi að síður. Lögregluþjónar höfði sett manninn í handjárn, og Þjóð- verjarnir hugðu því, að hér væri um fanga að ræða og skiptu sér ekkert af manninum. Sérhver franskur föðurlands- vinur, sem ferðast milli Frakk- lands og Þýzkalands aflar mikil- vægra upplýsinga. Hann segir frá þýzkri járnbrautarstöð, þar sem menn..geta sofið óttalausir, húsum, þar sem vinsamlega Þjóðverja er fyrir að hitta, bændabýli, þar sem vistföng eru á boðstólum og lætur ann- ars slíks getið, sem skiptir miklu máli. Þess eru jafnvel dæmi, að menn hafi komizt frá Frakk- landi til Rússlands með því að leggja leið sína um Þýzkaland. Brezkir og amerískir fangar í Þýzkalandi, sem hafa flúið brott og komizt til Frakklands hafa verið sendir til Spánar eða sjó- leiðis til Englands. Einn af liðsmönnum leyni- hersins fylgdist með hóp manna, er sendur var frá Frakklandi til Þýzkalands til þess að vinna þar nauðungarvinnu. Ætlun hans var sú, að komast að raun um það, hvar leynileg kafbátasmiðja Þjóðverja væri. Honum tókst svo að flýja brott úr vinnuflokkn um, þegar til Þýzkalands kom. Hann ferðaðist um mánaðar- langt og þoldi hungur og harð- rétti, unz honum auðnaðist loks- 0F GREATER * WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.