Lögberg - 14.09.1944, Side 4

Lögberg - 14.09.1944, Side 4
4 -----------iögberg------------------------► Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utaná.skrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sar^ent Ave., Winnipeg( Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Limiied, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 -----------------------------------------+ Björnsson forseti Eftirfarandi ritstjórnargrein birtist í stórblað- inu New York Times í sambandi við heimsókn herra Sveins Björnssonar forseta íslenzka lýð- veldisins til hinnar voldugu New York borgar; greinin veldur óneitanlega straumhvörfum í sögu íslenzku þjóðarinnar, því það er 'í fyrsta sinn, sem rás viðburðanna hefir hagað því svo til, að stórblað eins og New York Times fékk ástæðu til, og fann sér um leið ljúft og skylt, að minnast í ritstjórnardálkum sínum æðsta valdsmanns hinnar íslenzku þjóðar; áminst grein birtist þann 29. ágúst síðastliðinn. Ritstj. “Sveini Björnssyni, forseta Islands, verður veitt opinber móttaka í ráðhúsi borgarinnar í dag; sú móttaka er bíður hans í þessari borg og í þessu landi verður frjálsmannleg og laus við hefðbundna viðhafnarsiði; hann er forseti hins nýja lýðveldis, þar sem þúsund ára menn- ingarlíf hefir þróast. ísland, sem fyr á öldum ól við brjóst sín víkinga og skáld, er nú að miklu byggt bændum og fiskimönnum, og svipar að því leyti til Nýja Englands ríkjanna; landið byggir frjáls og sjálfstæð þjóð. Öldum saman var ísland háð Danmörku og eftir harðsnúna sjálfstæðisbaráttu, öðlaðizt þjóðin heimastjórn 1874, en 1918 varð landið sjálfstætt konungsríki. Sambandssáttmálinn við Dani hefði vafalaust verið feldur niður 1943, því 1941 hafði Alþingi með samhljóða atkvæðum fallist á þingsálykt- unartillögu þess efnis, að sambandsslit fæn fram þá, er sáttmálinn rynni út. Hernám Danmerkur, og sú gremja, er það olli, hraðaði gangi málsins. Herra Björnsson var lengi sendiherra Islands í Kaupmannahöfn; hann hafði tekið þátt í ráðstefnum Norðurlanda- þjóðanna og Finnlands í von um að takast mætti að vernda hlutleysi þeirra; hann var tvisvar kosinn ríkisstjóri Islands, en forseti lýðveldis- ins í júní. Bretar komu í veg fyrir, að Þjóðverjar her- næmu ísland, en seinna tóku Bandaríkin að sér hervernd landsins. Fyrst framan af leit íslenzka þjóðin, sem í rauninni er skiljanlegt, vegna afstöðu hennar fyr á tímum, hálfgerðum tortryggnisaugum til ameríska setuliðsins; en eftir því sem sambúðin varð lengri, varð hún jafnframt vinsamlegri, og það þá því fremur, sem þjóðinni var ljóst, að engin ágengni til landvinninga lá að baki hververnd vorri. Á hinn bóginn er það auðsætt, hve þjóðin muni fagna því er hún á ný ræður óháð yfir sínu eigin landi; þetta hefir þjóðin á tilfinningunni, og slíkt skyldi að verðleikum metið. Islendingar, sem búsettir eru í Bandaríkj- unum, eru búnir ráðvendni og traustri skap- gerð. Utanríkisráðherrann Vilhjálmur Þór, sem var í fylgd með forseta, lét þannig ummælt: “Vér Islendingar erum þjóð, sem mótuð er aÞpersónu- leika • einstaklingsins, og vér stofnuðum ekki lýðveldi vort til þess að takmarka slíkt sér- kenni.” Þannig skulu lýðræðissinnar jafnan mæla. Þetta eykur virðingu vora fyrir vorum drenglyndu og mikilsvirtu gestum.” í andlegri nálægð við ísland Eftir Einar P. Jónsson, ritstjóra. Fjöldi þeirra íslendinga, er langvistum dvelja erlendis, eru tíðum með hugann heima á íslandi, og þá vitaskuld einkum þeir, sem fulltíða flutt- ust af föðurlandi sínu; á þeim sannast jafnan hið fornkveðna: “Röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.” Það er eitthvað meira en lítið bogið við þá menn, sem ekki unna hugástum stofnþjóð sinni og landi; þeir menn, sem þannig er ástatt með hafa eins og Stephan G. Stephansson segir í kvæðinu Jón hrak, af einhverjum furðulegum ástæðum “slæðst inn í ættir landsins”, utanveltu hins eina og sanna þjóðræknislega hjónabands, LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944 og eiga að lokum, hvar sem leið þeirra liggur, ekkert föðurland. Oft hefir mig dreymt heim þá þrjá áratugina, eða freklega það, sem eg hefi dvalið í þessu landi, þó vel hafi farið um mig, og líf mitt af mörgum ástæðum eigi sterkar rætur hér; í huga mínum hefir fjarlægðin gert íslenzku fjöllin blárri og mennina meiri; þetta hafa hvorki verið ofsjónir né hillingar; atburðirnir, sem gerðust á Þingvelli við Öxará þann 17. júní í sumar hafa afsannað hvers konar draumóra ufn ísland og framtíð þess; nú blasa við augum í virkri staðreynd háfjöll hins undraverðasta þjóðfélags þroska, og ekki einungis miklir menn, heldur meiri menn, en áður voru á ferð; bjart- sýnir og vitrir menn, sem vissu og skildu, að æfintýrið á Þingvelli þoldi ekki lengri bið, sæmdar þjóðarinnar og framtíðar hennar vegna. Oft hefi eg fundið til andlegrar nálægðar við Island á hinni löngu dvöl minni vestan hafs; en dagana, sem eg dvaldi nýlega í New York, fanst mér eg komist hafa einna næst ættlandi mína og skilið þjóðina hvað bezt; eg finn ljós- lega í hve djúpri þakklætisskuld eg persónulega stend við utanríkisráðuneyti íslands og ríkis- stjórnina í heild vegna boðsins til New York, og eg vil að það skiljist, að þökk mín kemur beint frá hjartanu. Eins og þegar er vitað, vorum við fimm boðs- gestirnir frá Winnipeg; þrír félagar mínir, þeir séra Valdimar, Hannes Pétursson og Grettir ræðismaður, lögðu undir sig loftið og litu niður á brimrót skýja, en við ritstjórarnir héldum okkur við jörðina, eins og hlutskipti okkar jafnaðarlegast er; för hinna fyrnefndu stóð ekki yfir nema liðlega ellefu klukkustundir, en okk- ar Stefáns freklega tvo sólarhringa. Svo þröngt er um farkost á þessum styrjald- ar tímum, að fyrri nóttina á leiðinni til Toronto, urðum við Stefán að ganga í eina og sömu sæng, og sofa tilfætis, því ekki var nú fletið á Cana- dian National breiðara en það; þetta kom þó ekki að sök, og hleykslar vitaskuld enga nema þá, sem af gömlum og lítt sæmandi vana telja sér trú um, að þá sé andlegum og veraldlegum mál- um vor Vestmanna bezt borgið, er ritstjórarnir rífast eins og hundar. Við fórum yfir landamærin skamt frá Nia- garafossum og komum til Buffalo í New York ríkinu um tíu leytið á laugardagsmorguninn þann 26. ágúst; veður var fagurt og sólfar mikið annað veifið; eftir því, sem austar dró, varð landslag æ fegurra; viðdvalir voru það stuttar, að ekki var viðlit að fara út úr lestinni hvað mikið sem mann langaði til að rétta úr sér; um óraveg lyppaðist lestin austur með hinu mikla Hudson fljóti, sem nefnast ihætti eins konar Breiðifjörður New York ríkis; hin fögru bændabýli hins hvíta manns, er hvar- vetna blöstu við, báru dramatískt vitni þeim hinum mikla ósigri, er Indíánarnir eins og svo víða annarsstaðar á þessu mikla meginlandi, höfðu beðið. Nú var tekið að rökkva. Landið varð æ hæð- óttara, og sumstaðar komu í ljós hálsar og jafn- vel fjöll; þetta var um búverkatímann, og reyk lagði hvarvetna upp af hinum vingjarnlegu hí- býlum bændanna; mér varð litið á hið breiða fljót; á því var stafalogn og í því endurspegl- uðust hnjúkar og hálsar; skaut þá upp í huga mínum eftirfarandi vísu Gríms Thomsen: “Leggur reyki beint upp bæja, blæ eg sé ei nokkurn anda, en um sjóinn gegnum glæja gömul fjöll á höfði standa.” Lestin var dálítið á eftir áætlun; hún rann inn á Pensylvania stöðina laust eftir hálfníu um kvöldið; er stöð sú eitt hið fáránlegasta gímald, og stórfurða að ókunnugir ferðalangar jafnvel týni ekki sjálfum sér; við Stefán lituðumst um stundarkorn í hinni miklu mannþröng; alt í einu heyrum við sagt: “Nú þeir eru þá þarna!” Þetta voru þeir Hannes Pétursson og Grettir ræðismaður að taka á móti okkur og bjóða okkur velkomna í umboði Dr. Helga Briem aðalræðismanns íslands í New York. Því næst var ekið til Hotel Savoy Plaza, þess yndislega staðar, þar sem okkur var búin vist- arvera; á morgun stóð mikið til, þá var for- setans von, utanríkisráðherrans, sendiherrans og annars stórmennis; eg hafði það á meðvit- undinni að minsta kosti þá stundina, yrði eg alkominn heim. Eg var ekki fyr kominn í rúmið en eg stein- sofnaði, og vaknaði ekki fyr en eftir klukkan 8 á sunnudagsmorguninn; eftir að eg hafði lagað mig til í andlitinu eins og sagt er, fór eg niður á fyrsta gólf hótelsins í þeim óhagganlega á- setningi, að fara út á götu og litast um á Fifth Avenue; var þá alt í einu kallað til mín með þrumustyrkri rödd: “Sæll, austfirski frændi og kollegi; eg tek ekki í mál að þú farir einn út í ókunna víðáttuna.” Þetta var Gunnar B. Björnson. Frh. Ánægðaáti maðurinn sem eg hefi kynát Eftir LOUIS BROMFIELD Ánægðasti maðurinn, sem eg hef nokkru sinni kynnzt, var miðaldra. verkamaður franskur, Bosquet að nafni. Um 15 ára skeið vorum við næstu nágrann- ar í útjaðri Parísarborgar. Hann átti hús og eitthvað þrjár dag- sláttur af landi, og eg átti ofur- lítið býli. Bosquet var faglærður vél- smiður, og laun hans voru um það bil helmingur þess, sem gengur og gerist í Ameríku. Hann fór til vinnu sinnar í verk- smiðjubæ í grendinni og heim aftur í átta ára gömlu bíltrogi, sem hann var altaf að gera við. Fyrir engan mun hefði hann fengist til að búa í verkamanna- bústöðunum, ekki einu- sinni í fyrirmyndar hverfunum í út- borgum Parísar. Þeir væru handa hinum úrræðalausu, sagði hann. Hann vildi eiga dálítinn blett sjálfur. Hann vildi “eiga rætur í gróðurmoldinni.” 1 þessum þremur dagsláttum framleiddi hann að heita mátti öll matvæli, sem fjölskylda hans þurfti með. Hann ræktaði alls konar grænmeti, — meira að segja melónur, sem eru rúm- frekar og því óhaganlegar. En honum þótti melónur góðar og langaði til að veita sér þær, án þess að kaupa þær dýrum dóm- ifm fyirir stritlaun sín. Hann ræktaði líka perur, plómur, margar eplategundir og mest megnis á dvergtrjám, sem báru geysiríkulegan ávöxt. Meðfram götunum stóðu jarðarberjaraðir og þar var m. a. stórt spergil- beð. Hann hafði 20 varphænur, kapúnhana til átu, 10—20 endur og fullan kofa af sílspikuðum belgiskum hérum. Hann átti grís, sem lifði aðallega á græn- metisúrgangi, og tvær geitur, sem lifðu allt árið á snöpum meðfram veginum. Hann keypti ekki einu sinni eldsneyti, því að hann átti heima hjá skógi, sem var ríkiseign, en samkvæmt ævafornum frönsk- um lögum má almenningur hirða sprek, sem liggja í skóginum. Þess vegna fór hann út í skóg þrisvar á ári með konu sína og börnin þrjú til að safna brenni. Að kvöldi kom hann heim með heilt vagnhlass af eldivið. Börn- in höfðu hina mestu ánægju af þessum leiðangrum, þau sáu dá- dýr og villisvín, klifruðu upp í tré og busluðu í tjörnunum. 1 öðrum enda garðsins hafði hann byggt sér hið prýðilegasta sumarhúsj þakið vínviði og öðr- um vafningsjurtum Þar sat hann oft með kunningjum sín- um í rökkrinu og kyrrlátum sumarkvöldum, drakk vín og spjallaði um stjórnmál. Stund- um heyrðum við þá syngja alla í kór, en hann spilaði undir á gítar. 1 Frakklandi komu. týívegis alllangvarandi krepputímar, er gengu mjög nærri flestu mið- stéttarfólki. En það kom ekki hart niður á honum, þótt atvinna brygðist um hríð, því að hann hafði komizt eins langt í því að tryggja afkomu sína og nokkr- um manni er yfirleitt unnt. Hann hafði alltaf nóg að borða af lapd- spildunni sinni. Fjölskyldan gat alltaf veitt sér nægan hita með ókeypis eldivið. Hann átti í raun og veru allt, sem hann hafði undir höndum, og hann átti fá- eina franka í pokahorninu. Með- an hann var atvinnulaus, vann hann sér dálítið inn með því að gera handarvik fyrir nágrann- ana. Bosquete þurfti ekkert á mat- gjöfum atvinnubótavinnu eða slíku að halda. Hann var sjálf- stæður borgari, fastur í sessi. Hann sá sjálfur fyrir sér og fjölskyldu sinni. Hann var upp á engan kominn. Einhver kynni að segja sem svo, að hann væri undantekning, sem ekki skipti neinu máli, en sú staðhæfing er gersamlega röng. 1 Frakklandi var hann engin undantekning, — hann var eins og gengur og gerist þar í landi. Hann var geysilega þýð- ingarmikill liður í þjóðarbúskap Frakka, af því að hann átti svo marga sína líka. Það voru 9 miljónir meðlima í Garðyrkju- félagi verkamanna, og hann var aðeins einn af þeim. Auk þess var ótölulegur fjöldi annarra bjargálnamanna, bænda, búðar- manna, smákaupmanna og skrif- stofumanna, er áttu við sams konar öryggi að búa. Á kreppu- árunum í Ameríku sá eg stund- um 5000 atvinnuleysingja bíða í einni röð eftir saðningu. Eg sá milljónir atvinnubóta-verka- mknna, sem hinir betur stæðu félagsbræður þeirra höfðu að skotspæni. En þegar Frakklanti átti við örðugleika að etja, sá eg ekkert slíkt þar í landi. Á öllum krepputímanum sá eg aldrei fleiri en hundrað manns í einu bíða matgjafa í iðnhverf- um Parísarborgar. Þar voru eng ar ölmusugjafir, engin atvinnu- bótavinna. Samt var miklu meiri ástæða til kreppu í Frakklandi en í Ameríku. Frakkland hafði nýver ið átt í eyðileggjandi stríði. Það eyddi svo billjónum skipti í her- kostnað og í Maginot-línuna. Skattar voru þar margfallt hærri en í Bandaríkjunum. Hins vegar höfðum við hér vestra geysilega mikið landrými með margvíslegum auðsupp- sprettum, léttar skattabyrðar um þær mundir og enga verðbólgu. Eg hygg, að sagan muni dæma það svo síðar meir, að verðhrun- ið hjá' okkur hafi sprottið af fjárhættubralli óforsjálni og þeim barnaskap í fjármálum að ímynda sér, að unnt sé að fá eitthvað fyrir ekkert, uppskeru án þess að sá, hirða laun án þess að vinna. Þetta lýsti sér um þær mundir í stórkostlegu sölubraski og síðar meir í'misheppnuðuin umbótatilraunum. Það, sem fyrir augu mín bar í Ameríku, kom mér ósjálfrátt til að bera Bosquét saman við amerískan verkamann. Við skulum kalla hann Joe Brown. Hann er góður náungi duglegur og vill gera sitt ýtr- asta til að sjá börnum sínum farborða, — en hann á við ýmsa örðugleika að etja. Launin hans Joe eru tvöfalt eða þrefalt hærri en laun Bosquets, en allt, sem hann þarf að kaupa, er líka tvö- falt eða þrefalt dýrara. Fyrir kreppuna bjó Joe í leigu- íbúð og keypti allan mat, sem hann þurfti handa sér og fjöl- skyldunni. Hann hafði bíl, húsgögn, við- tæki og þvottavél, sem hann átti í raun og veru ekki, en hafði fengið gegn afborgun. Joe lifði því ekki í raun og veru á mán- aðarkaupi sínu einu, heldur og á peningum, sem hann átti eftir að vinna fyrir. Hann átti það til að hrökkva upp með andfælum um miðja nótt, af því að hann hafði dreymt, að hann væri orð- inn atvinnulaus. Það setti jafn- an að honum hroll, er hann hugs aði til þess, sem þá biði sín og fjölskyldunnar. Og svo kom að þessu, þegar minnst varði. Það var erfitt að gera sér ljóst, hvernig á því stóð. Það gat vel verið, að of mikið hefði safnazt fyrir á mark aðinum af búsáhöldum þeim, er Joe vann að framleiðslu á, eða of mikið af þeim hafði verið selt gegn afborgun fólks, sem ekki gat staðið í skilum. Joe var sagt upp. Nú er þetta ekki svo að skilja, að nein kreppa ætti að skella á, þótt einum manni, 100 mönnum eða 1000 mönnum væri sagt upp vinnu. Og það hefði' sennilega ekki orðið nein kreppa, ef Joe Brown hefði átt jarðarskika eins og Bosquet. En þegar Joe missti atvinn- una, hafði hann ekki greitt húsa leigu fyrir næsta mánuð. Bíll- inn og viðtækið hurfu aftur til kaupmannsins. Það leið ekki á löngu áður en Joe varð að biðja um atvinnuleysisstyrk. Það voru þung spor. Einhver kynni að segja sem svo, að Joe væri undantekning, sem skipti ekki neinu máli, en sú staðhæfing væri engu síður alröng. 1 Bandaríkjunum er Joe engin undantekning, — hann er eins og gengur og gerist þar í landi. Hann er geysilega þýðing- armikill liður í • þjóðarbúskap Bandaríkjanna, af því að hann átti svo marga sér líka. Bús- hlutirnir, sem Joe og starfsbræð- ur hans skila aftur, hrúgast upp á markaðinum, og fleiri og fleiri verksmiðjur verða að stöðva framleiðslu sína. Tala hinna at- vinnulausu vex með ægilegum hraða. Hver hópur, sem bætist við, þyngir skriðuna og gerir hrunið stórfeldara. Brátt rekur að því, að “starfsmenn ineð hvíta flibba” bætast í hópinn, og loks koma jafnvel kaupa- héðnarnir, sem seldu Joe og félögum hans viðtækin og hús- gögnfn. Þá líður ekki á löngu, að bænd ur verði þess varir, að þeir geta ekki selt grísina sína, af því að enginn hefur peninga til að kaupa þá, og það má alveg eins gera ráð fyrir því, að bóndinn sé ekki betur stæður efnahags- lega en verkamennirnir, sem geta ekki keypt grísina. Bónd- inn hefur líka lifað um efni fram á lánsfé. Þannig safnast hin ein- stöku dæmi í “dálítinn aftur- kipp” og síðan í kreppu, er end- ar að lokum í ægilegu hruni af því tagi, sem Bandaríkjamönn- um mætti vera minnisstætt. Joe Brown á engan veginn alla sökina. Óforsjálni hans var að miklu leyti sök þeirra, sem lögðu að honum á allar lundir að kaupa það, sem hann gat ekki greitt, með þeim forsendum, að því meira, sem þú kaupir, því meiri verður velmegunin. Sannleikur- inn ér sá í raun og veru, að í þessu landi höfum við aldrei átt við neina raunverulega vel- megun að búa síðasta manns- aldurinn. Við höfum aðeins átt við geysilega peningaveltu og ömurlega krepputíma að búa á víxl. Slíkur tröppugangur getur jafnvel sogið merginn úr svo auðugri þjóð sem við vorum. Lýðfrjálst þjóðfélag er jafnan álíka traust í heild og hver ein- staklingur innan vébanda þess Frh. á bls 8. Póstspjald færir yður EINTAK AF EATON’S 1944 Nýju 1945 Haust og Vetrar VERÐSKRÁ Ef þér hafið ekki fengið hana, þá sendið oss póst- spjald eða bréf að vild. <*T. EATON C?M.,0 WINNIPEG CANADA EATON’S

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.