Lögberg - 14.09.1944, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.09.1944, Blaðsíða 7
« Endurminningar um Jón Sigfússon Gillis Fæddur 19. júlí 1864 Dáinn 28. marz 1944. Eftir Thórstínu Jackson Walters. Naumast munum við sem ól- umst upp undir áhrifum ís- lenzku frumbýlinganna í Norður Dakota geta metið til fulls áhrif þau til góðs sem við urðum fyr- ir frá þeim. Oft hvarflaði hugur minn til þeirra og starfs þess sem þeir ræktu. Einn fremstur í flokki þeirra sem eg minnist með þakklæti og virðingu er Jón Sigfússon Gillis, sem kvaddi þenna heim 28. marz s. 1. Jón var mörg ár nágranni for- eldra minna í íslenzku byggð- inni í Pembina-sýslu í Norður Dakota. Faðir minn og hann komu frá íslandi sama árið, 1^76 og lá leið þeirra til Nýja Islands og síðar, 1881, suður fyrir landa- mærin til Dakota. Á fyrstu frum býlingsárunum liðu fjölskyld- urnar súrt og sætt til samans og oft var miðlað á milli ef annað heimilið átti meira til hnífs og skeiðar heldur en hitt. Tíðum var komið saman á vetr- um á löngu kvöldvökunum. Fað- ir minn átti ávalt í fórum sínuro bækur og blöð og las hann upp- hátt til skemmtunar á íslenzka vísu. Seytján ára að aldri tók Jón við bústjórn af föður sínum og sýndi brátt sérstakan dugnað og framtakssemi. Hann gerðist einn ig stoð og stytta alls félagsskap- ar, kirkjulegs og annars. Hann var söngmaður með afbrigðum þegar tekið er til greina hvað lítinn tíma og tækifæri hann hafði til söngnáms. Hann var organisti í kirkju Vídalíns safn- aðar í Pembina sýslu fleiri ár. Eg minnist þess hvað hrifnir áheyrendurnir voru á jólatrés- samkomu í ofangreindri kirkju á aðfangadagskvöld þegar Jón söng og spilaði undir “Home Sweet Home” í hinni fögru ís- lenzku þýðingu vinar síns, safn- aðarprestsins, séra Jónasar Sig- urðssonar: “Mig heillar ei' útlendur glaum- ur né glys, Við gleðina heimslegu fer eg á mis, Og heimilið forna sem hafðist eg við, Af hjarta eg þrái og æskunnar frið. Heim, Heim aftur heim, Þó hrörlegt sé býlið, Hvert barn langar heim.” Faðir Jóns var Sigfús Gísla- son frá Húsey í Hólmi í Skaga- firði, mjög vel mentaður maður, einkum í fornum íslenzkum fræð um. Móðir Jóns, kona Sigfúsar, var Rannveig Árnadóttir bónda á Bakka í Vallhólmi í Skagafirði. Árni var sonur Gísla, hreppr stjóra, Árnasonar í Hofstaðaseli LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944 í Blönduhlíð. Móðir Rannveigar var Guðbjörg Gísladóttir, Jóns- sonar biskups að Hólum í Hjalta dal. Faðir Gísla, afi Rannveigar, var Jón biskup Teitsson og móð- ir Margrét Finnsdóttir biskups í Skálholti. Rannveig og Sig- fús eignuðust tíu börn, fjögur dóu í æsku en sex urðu fullorð- in, nú öll dáin. Árið 1898, giftist Jón Önnu Ingibjörgu dóttur Jóns Gíslason- ar frá Flatatungu í Skagafirði og Sæunnar Þorsteinsdóttur frá Gilhaga í Skagafirði og ári seinna fluttu þau hjón til hinn- ar nýstofnuðu nýlendu sem ís- lendingar voru þá að flytjast til rétt hjá landamærum Canada og Bandaríkjanna, sem kend er við Brown, Manitoba. Þar hélt Jón áfram að starfa óþreytandi að velferðarmálum byggðar sinnar bæði í kirkjulegum og öðrum félagsskap, ekki einungis meðal íslenzkra samlanda sinna, heldur einnig út á við. Hann gengdi um margra ára skeið ábyrgðarmikl- ufí störfum fyrir sýslu þá, sem hann tilheyrði og aflaði sér al- menningsorð fyrir drengskap, trúmensku og ósérplægni. Þau Anna og Jón eignuðust sex börn og af þeim lifa þrjú, Rannveig gift Vilhjálmi Ólafs- syni að Brown, Man., Árni einnig búsettur að Brown, og Sigfús, X-geisla fræðingur í Winnipeg. Kona Jóns andaðist árið 1927. Ein af þeim sem gerði heimili Jóns sál. bjartara og innilegra var Oddný tengdasystir hans, sem var til heimilis hjá honum og systur sinni og annaðist heim- ilið eftir fráfall systur sinnar. Það er ekki ofsagt að bæði ísland og Ameríka hafi átt trú- ann og dyggan son í Jóni Sig- fússyni Gillis. Hann varðveitti Oig færði sér í nyt arfleifðina frá íslandi og jafnframt gerði hann að sínu eigin tækifæri þau sem hið nýja land hafði að bjóða og lagði sig fram af lífi og sál til þess að gerast góður og nýtur borgari í kjörlandi sínu. Hon- um var létt um að klæða hugs- anir sírnar í álitlegan búning hvort sem hann ræddi við ein- stakling eða talaði opinberlega. Hann var jafnvígur á bæði málin íslenzku og enzku. Ekki gafst honum tækifæri að gefa sig til lengdar við skólanámi en hann var einn af þeim sem auðgaði þekkingu sína eins lengi og hann lifði. Vestur-íslenzkt landnám er í mikilli skuld við brautryðjend- ur svo sem Jón Sigfússon Gillis. Þeir stóðu eins og verðir á kross- götunum og bentu okkur hinum yngri í áttina til framfara. Það voru þeir sem lögðu grundvöll- inn að kirkjulegum og verald- legum félagsskap sem landnema- börnin ólust upp í, eitt helzta skilyrðið í þróun þeirra og fram- förum. Reynsla þeirrar sem þetta ritár um margra ára skeið í vel- ferðarstarfi í New York borg hefur margsinnis fært henni heim sannin um það að ein aðal orsök fyrir því að svo margt af unglingum, börn innflytjenda, lenda á glapstigu er það að börnin lítilsvirða arfleifð for- eldranna og þar af leiðandi til- sögn þeirra og ráð, sem yfirleitt eru holl. I beinni mótsögn við þannig heimili var heimili Jóns Sigfússonar Gillis og hans góðu konu, hvar samvinna milli for- eldra og barna var svo aðdáan- leg. Þau hjónin gengu á undan börnunum með eftirdæmi sem var einstakt í sinni röð. Þar ríkti ánægja, gestrisni og iðju- semi. Börnunum lærðist að meta gildi hlutanna. Þeim lærðist að velmegun og ánægjulegt líf kom ekki af sjálfu sér, heldur hlut- fallslega við það hvað vel þau unnu verkefni sitt daglega. Blessuð sé minning hjónanna, Jóns Sigfússonar Gillis og önnu konu hans. Blöðin á Islandi eru vinsam- legast beðin að geta þessa merka Vestur-íslendings. Fögur kveðja Árið 1928, var eg staddur á Þjóðræknisþingi okkar Vestur- íslendinga, sem haldið var í Góðtemplarahúsinu þeirra í borginni Winnipeg, 22.—24. febr. það ár. Þar kynntist eg, strax fyrsta þingdaginn, íslendingnum Sigurjóni Bergvinssyni frá Is- lendingabygðinni við Brown P. O., hér í Manitoba. Eftir að við höfðum heilsast og skipst á fá- einum orðum, kannaðist hvor um sig, við ættir hins, því við vorum báðir Þingeyingar, hann ættaður úr Bárðardalnum og Fnjóskadalnum, en eg af Flat- eyjardalnum og Köldukinn, millum þingfunda varð okkur Sigurjóni Skrafdrjúgt um marga Þingeyinga, þá sem við höfðum kynnst persónulega, og eins um hina, sem við höfðum heyrt for- eldra okkar minnast á frá þeirra æsku árum. Allar götur til þeirra Fnjóskdælingann og bræðranna Kristjáns á Illuga- stöðum og Bjarnar í Lundi, end- urminningarnar um þá bræður og margt flei’ra. Vorum við Sig- urjón ólatir við að plægja upp úr. minnisfölskva okkar og hlóg- um dátt að mörgu, Sigurjón Bergvinsson var einn af þeim mönnum, sem sómdi vel að bera prýðinafnið íslenzka. Þokka- mannlegur hvar sem á persónu hans var litið, hann var meðal maður að hæð, og nokkuð þykk- vaxinn, hann var fríður ásýnd- um, svipurinn hreinn og gáfu- legur, málrómurinn þýður og róhlynnandi, dómgreindur um menn og þau málefni sem eitt- hvað lutu að því sem viðræður okkar áhrærði. Hann var prýði- lega skáldmæltur og hafði mikið yndi af því að tala um þá grein bókmentanna. Mesta virðingu virtist mér hann bera fyrir Hall- grími Péturssyni og skáldskap hans, einkum Passíusálmunum og stefjabænum þess skáldsnill- ings. Það var hjartanleg sann færing Sigurjóns Bergvinssonar, að engin þjóð í heiminum hefði átt annað eins Guðstrúar skáld eins og íslendingar á þeirri öld, sem Hallgrímur Pétursson lifði á, enginn hefði sungið eins Guð lega ró og trúartraust inn í hjörtu samtíðar sinnar. Eins og sá skáldjöfur. Þessa þrjá daga, sem þingið stóð, var tíðarfarið mjög stirfið norðanstormar með snjófalli og renningskófi. Fyrsta dag þings- ins, var þykt loft, ofanhríð og renningur, þeim fylgdi að verki 25 gráðu frost fyrir neðan zero. Annan þingdaginn var svipað veðurlag, honum fylgdi 16 gráðu frost. Síðasta dag þessa þings, lokadaginn, var bjartara til lofts að líta, himininn að mestu heið- skír, samt lék reningurinn sér dátt um stræti borgarinnar eins og hann íslenzki skíða Gunnar gerði forðum heima í fjalllend inu á fósturjörð sinni, þessum skíðagarp, renningnum, ýttu á skrið, þau norðan stormur og 14 gráðu frost, þrátt fyrir það þó hún Góa gamla væri svona tíð- arfarslega stirðlynd, var þingið rólegt og vann verk sín með mestu gætni, bæði til munns og handa, að kveldi annars þing- dagsins var skemtisamkoman, sem nefnd er Frónsmót, heitir sjálfsagt í höfuðið á þjóðræknis- deildinni Frón, þá var sýnd prýði lega vel glímd íslenzk glíma, sem lyfti brúnum okkar gömlu íslendinganna upp í hársrætur, og skalla, þátttakendur í þessari fögru og svipmiklu íþrótt, voru að sjálfsögðu nokkrir ungir og knálegir Islendingar, ekki man eg nú skírnarnöfn þeirra. Enda voru þeir ekki nema hálfskírðir í heyrn mína þar á þinginu, en eitthvað voru þeir nefndir líkt þessu þar á mótinu, Óskar, Ben, Bjössi og Grímur, fleiri munu glímumennirnir hafa verið en hér er getið, nöfn þeirra má sjálfsagt finna í fréttunum af kvæðalaun. Nú hefir þessi Sig- þessu þingi, með þakklæti til þeirra, fyrir góða skemtun. Forseti Þjóðræknisþingsins þetta ár, var séra Ragnar E. Kvaran, sem söngstjóri Brynj- ólfur Þorláksson, söngurinn var prýðilegur og svo er hann enn, á öllum samkomum Islendinga hér, tunguhaft það sem nú er farið að gera vart við sig í með- ferð íslenzks máls, hefur ekki enn að svo komnu, orkað því að setja snarvöl á sönginn. Þetta þing var fjölment, hvert einasta sæti í þingsalnum hafði einhverja byrði að bera.'blessað íslenzka kvenfólkið lét ekki sakna sín fyrir það að sækja ekki þetta skemtimót, margar af þeim komu þangað með nokkurn hluta af heimilis iðn sinni svo sem vetlinga, sQkka, hekludúka og fleira, sem þær unnu að stundirnar sem þær dvöldu þarna, þessar konur komu ekki aðeins til þess að bera þögn á þing og þaðan heim í fletið, eins og við karlmennirnir gerum svo þráfaldlega, þær komu með verk efni frá heimilum sínum, til þess að vinna að stundirnar, sem þær hlustuðu sér til skemtunar á ræð ur þeirra sem töluðu. Einum manni man eg eftir á þessu þingi, sem flutti velort kvæði, hann hét Sigurður Jó- hannsson, breiðfirðingur að ætt- um. Kvæðið þótti gott, og þingið galt skáldinu mikið lófaklapp í urður, verið borinn hærra upp í daginn mikla. Eg gat þess hér að framan, að lokadagur þessa þings hefði ver- ið bjartari ásýndum en áður liðn ir bræður hans, þó hann væri bæði hvass og kaldur, þá var þó sólskin, það mun hafa verið um kl. 4 síðdegis að flestir voru komnir í sæti þar í þingsalnum, nema Sigurjón Bergvinsson, sól- in sendi geislastafi sína gegnum suðvestur glugga þingsalsins beint yfir stólinn sem Sigurjón hafði setið í. Næst þegar eg leit fram í salinn, sá eg hvar Sigur- jón kom og rétti hægri hendina til ýmsra, sem sátu þar í sæta röðunum, eins og hann væri að kveðja þá. Þegar hann kemur inn að stólnum, sem hann hafði setið á, segir hann við mig. “Nú er járnbrautarlestin, sem flytur mig í áttina heim til mín komin, og nú kem eg til að kveðja þig, -þakka þér nú inni- lega fyrir samtalið og skemtun- ina.” “Nú kveðjumst við í kvöld- roða, en við heilsumst aftur í morgunroða, hjá Guði föður vor- um á himnum. Þetta voru síð- ustu orðin sem góðmennið Sig- urjón Bergvinsson talaði til mín. Jafn fögur kveðjuorð hefi eg aldrei fengið hjá neinum. Guð blessi minningu Sigurjóns Bergvinssonar. F. Hjálmarsson. Gjafir til Betel í ágúst 1944. Mr. og Mrs. Carl Goodman, Winnipeg, in memory of Dr. Brandson $25.00. Miss Margrét Vigfússon, Betel, í minningu um Dr. Brandson $5.00. From a friend of Betel in memory of Dr. Brandson $100.00. Mrs. Rann yeig Péturson, Vancouver, B.C., “In memory of my husband Stefán G. Péturson, who passed away at Winnipeg Nov. 29. 1933, and my mother Gudrun Erick- son who passed away at Selkirk Oct 6th 1924.” $15.00. Kvenfélag Herðubreiðarsafnaðar að Lang- ruth, Man., með innilegustu ósk- um heimilinu til góðs $15.00. Mr. og Mrs. M. G. Guðlaugson. Clair- mont, Alta $5.00. Mrs. Margaret Johnson, Glenboro, Man., í minn- ingu um kæran vin, Dr. B. J. Brandson $10.00. Ása Christian- son, Estate, Wynyard, Sask., per. S. Johnson, Executor $50.00. Balance in Estate of Gudmundur Hannesson per. G. F. Jonasson, $2.99. Kærar þakkir fyrir þessar gjafir. Fyrir hönd nefndarinnar. J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., . Winnipeg. % Litunarefni hafa mikla þýðingu fyrir við- skiptalífið. Fyrir löngu, á fyrstu sigl- ingatímum, sigldu skip um óravegu án sjókorts í von um fegurri rauða liti, sem ekki mundu blikna. Togleðrið varð snemma frægt vegna þeirra litunarefna, sem í því fólust. Mikilvægi litunarefna á nútímaiðnað, er ekkert leyndarmál; þeir sem kaupa svip- ast um eftir fallegum varningi spyrja fyrst: “Er liturinn haldgóður?” I dag er svarið játandi, því slíkar jeru þær framfarir, sem átt hafa sér stað á sviði litunarefnanna, sem notuð eru í Canada og jafnast á við það bezta í heiminum. Silki, baðmull, ullardúkar og önnur efni, fá á sig alla regnbogans liti, þola sólarljós, svita, vatn, þurhreinsun og hvað, sem er, án þess að upplitast. Og vegna töfra efnavísindanna hefir til- rauna áhaldið tekið við af skipum, og leit mannsins að þægindum lífsins lýkur í efna- ramisóknastofunni. Litunarefni í dúk, pappír o'g leður- iðnað í Canada, eiga meðal annars rót sína að rekja til hinnar lífrænu efnavísindadeildar Canadian Ind- ustries Limited. CANADIAN INDUSTRIES LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.