Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 5 þá voru einmitt staddar á sviði umbóta og þjóðfélags- hyggju. Og svo hófust handa ákveðnir forystumenn í al- þýðustétt í Þingeyjarsýslu um beinlínis markvissa stefnu í menningarbóta og fjárhagslegs sjálfstæðis alþýðunnar í sveitum landsins. Kaupfélagshreyfingin hófst, og lestrarfélög voru stofn- uð, eins konar alþýðuskólar með Bókasafn Þingeyinga sem fram- haldsdeild og um leið miðstöð andlegrar vakningar til frelsis, þroska í bókmenntum og trúar- brögðum og framkvæmda á sviði athafnalífsins. Rímnamoð- inu var afneitað, en hin beztu rit fornbókmenntanna sett í stað- inn. Trúarbrögðin voru ekki lengur neitt, “hróflaðu ekki við mér,” og sú sama krafa var gerð til guðsorðabóka og til annarra rita, sú, að þær væru svo hugs- aðar og formaðar, að samboðið mætti teljast eðlilegum kröfum menntaðara manna um rökrétta hugsun og smekkvísi um form. Ofan úr sveitum — hin fyrsta bók Þorgils gjallanda, þ. e. a. s. Jóns Stefánssonar á Litluströnd við Mývatn, er eitt hið athyglisverðasta rit íslenzkra bókmennta frá síðari tímum. Þar er hægt að lesa milli línanna, hvernig áhrif erlendra bók- mennta verka á höfundinn, án þess að hann hafi unnið úr þeim til fulls það, sem samræmt er persónuleik hans, skáldgáfu og ís lenzkri bókmenntahefð. Er fróð- legt að bera Upp við fossa, næstu bók sama höfundar, saman við Ofan úr sveitum. En þeir, seni vilja kynna sér uppsprettuna að andlegri og félagslegri menningu Þingeyinga og þjóðfélagslegri að- stöðu^ þeirra, skyldu kynna sér Bókasafn Þingeyinga — meist- araverk Benedikts frá Auðnum, þess manns, sem hefur mótað okkur stefnuna til menningar- legrar alþjóðarþróunar af meira raunsæi og glöggskyggni en flest- ir aðrir, þó að ennþá hafi gætt lítils skilnings á hans mikilvægu leiðsögn. II. Guðmundur Friðjónsson var nokk^u yngri en þeir menn, sem gerðust brautryðjendur Þingey- inga um þjóðfélags- og menning- armál. En hann ólst upp undir sterkum áhrifum frá þeim og dáði þá mjög — þó einkum fyrir starfsemi þeirra að auknum kynnum alþýðu af því bezta í bókmenntum okkar og annarra þjóða. En Guðmundur hafði samt sem skáld og persónuleiki nokkra sérstöðu þegar í upphafi — og gætti þess meira og meira eftir því, sem lengra leið á æv- ina. Guðmundur vakti fljótlega frekari athygli en flestir þeir úr alþýðustétt, sem létu til sín heyra, á vettvangi hins ritaða máls. Það er auðséð á fyrstu greinum hans, sögum og ljóðum að hann á sjö börn í sjó, og ef til vill ekki sjö, heldur sjötíu sinn- um sjö á landi. Hann skrifar djarf lega og er ádeilugjarn með af- brigðum — en við verðum þess fljótlega vör, að í rauninni er hann ekki nema að nokkru leyti maður nýs tíma. Sá eldur, sem fór um lendur íslenzks þjóðfélags og brenndi þar sinu, en einnig ýmsa græna kvisti, og einkanlega í Þingeyjarsýslu, ruddi mörkina fyrir fjölgróður og gagngresi, hit aði Guðmundi í hamsi, en hins vegar var hann svo mótaður í deiglu íslenzkrar menningarerfða og reynslu íslenzkrar bændastétt ar um aldaraðir, að hann gat ein- ungis hið ytra orðið fyrir varan- legum áhrifum frá logum þeim, sem kveiktir voru með samsýsl- ungum hans og meira og minna allri íslenzku þjóðinni. Jafnvel í nýstárleik hans um málfar, glæsi legan — stundum nokkuð til- gerðarlegan stíl, er hljómur hins norræna málgulls það, sem dregur að sér alla athyglina. Og sterkt, voldugt og einstrengings- legt skap mótar viðhorfin yfir- leitt, skap, sem er meira í ætt við íslenzk fornskáld, en van- mat- og efa-hetjur erlendra bók- menntastrauma eftir miðja 19. öld eða hina fáu jákvæðu post- ula nýrrar lífsskoðunar, menn- ingarháttu og listamennsku. Hinar fyrstu sögur Guðmundar bentu frekar til sameiningar á eigindum norræns bókmáls og íslenzku alþýðunnar en til er- lendra krafna um listtækni, svo að auðsýnt er það, að hin er- lendu áhrif hafa ekki samrímzt honum nema að nokkru leyti. En hins vegar ber þó þess að geta, að í sögum hans, Undir beru lofti, auðgast íslenzkar bók- menntir að hinum fegurstu og um leið ýtarlegustu lýsingum ís- lenzks dýralífs og íslenzkrar nátt úru, sem fram höfðu komið í ó- bundnu máli. Síðan koma ljóðin, Úr heima- högum. Mörg alþýðuskáld, sem . . til hins ýtraáta — til hins síðasta” (CHURCHILL) Þar sem hermenn vorir nú berjast, að því er litið er á, í lokaþætti Evrópu-styrjaldarinnar, er það skylda vor allra heima, að halda í horfi með engu óeinbeittari ásetningi. Skerfur Manitoba í Sjöunda Sigurláni, er ákveðinn $90,000,000. Hver og einn verður að styðja lánið eftir mætti. Sérhvert sigurlánsbréf færir oss öll nær voru ákveðna marki. Eins og við fyrri lán, kaupir fylkisstjórnin veðbréf fyrir álitlegar upphæðir úr varasjóði og öðrum innstæðu- sjóðum. Þar sem nú verður ekki um fullnaðarsigur efast, má enginn draga sig í hlé, og enginn ganga út frá neinu sem gefnu. Skoðum því lán þetta sem eggjun til vor allra. Átök vor koma í ljós handan hafs — sigur vor skal vera sigur hermanna vorra. ^AA^AaA Forsætisráðherra THE GOVERNMENT OF THE PROVINfOE OF M4NITOBA ^BUY VICTQJRY BONDSj Þetta er mynd af mannlausri, þýzkri flugvél, sem skotin var niður yfir Englandi, eru enskir flugmenn að skoða hana. höfðu fylgt hinni hefðbundnu götu ferskeytluhöfundanna um efnisval, orðfæri og lífsrök, höfðu fengið ekki aðeins milda dóma hjá íslenzkum menntamönnum, heldur höfðu beinlínis verið teknir í guðatölu af ýmsum beztu mönnum íslenzkra bókmennta. En Guðmundur Friðjónsson — form hans allt, viðfangsefni og orðfæri, benti á að hann teldi sig góðan og gildan þegn í samfélagi nýtízku bókmennta, hann gerði sér sízt far um að leyna því, að hann þættist fær um að mynda sér skoðanir um sitthvað utarí sinna heimahaga. Þarna kom ekki fram neinn boginn og auð- mjúkur bændakurfur, heldur maður, sem þóttist geta skipað bekk með hverju því skáldi, sem vera skyldi — og hyggindi að jafnvel þeim málum, sem athygli vöktu víðs vegar um heim. Hví er hann svo djarfur að þykjast fær um það þessi Möðru- vallakandidat og búandmaður, að fara leiðir lærðra listskálda um bragarháttu, efni og form- skrúð? spurðu ungir íslenzkir menntamenn. Og svo réðust þeir á hann, gáfaðir menn, lærðir og rökvísir, neyðarlega kaldyrðir og hvassyrðir. hinir gildu stofnar mannvits og menningar og hin græna laufkróna hinna sérstæðu kvæða urðu einskisvirði hinum örgu og sárlega hneyksluðu menntamönnum. Þarna var föln- að laufblað, og hví skyldi þá ekki fordæma allan skóginn? Jú, víst skyldi það gert — og það var gert. Hinar ómótmælanlegu smekkleysur í sumum kvæð- anna voru dregnar upp á þráð — svo sem perlur væri — og látnar dingla fyrir augum al- mennings til aðvörunar slíkum oflátungum úr alþýðustétt sem Guðmundi á Sandi, og íslenzkum lesendum til leiðbeiningar og aukins bókmenntaþroska! * Það er þó sannast mála, að Úr heimahögum er eitt hið merkasta ljóðasafn, sem út hefir komið á þessari öld. Þar yrkir hinn strit- andi bóndi á Sandi í Aðaldal kvæði, sem eru hvort tveggja í senn: í hinu fyllsta samræmi við íslenzkar menningarerfðir og ná- tengd nýtízku erlendum kröfum um efnisval og þjóðfélagsleg við- horf. Með þessu ljóðasafni Guð- mundar settist að mestu sjálf- menntuð alþýða á nýjan leik á bekk með öndvegishöldum hinna skólalærðu snillinga — án þess þó að rofið væri sambandið við hina alþýðlegu menningarhefð. Eg hefi það fyrir satt, að Guð- mundi á Sandi hafi orðið þungt um árásirnar — og ef til vill hafa þær gert hvort tveggja: Þokað honum nær þröngum viðhorfum stéttar sinnar og vakið honum óvild og tortryggni gegn öllu því, sem ekki var í samræmi við þá lífsháttu og þá lífsskoðun, sem honum var út mæld á kvarða þröngra kjara og órofa skyldu við hversdagsstörf brauðstrits- ins — og hvatt hann til aukinnar aðlöðunar við þau verðmæti, sem voru honum nærtækust: Fegurð og tign íslenzkra forn- bókmennta, töfra íslenzks máls, svo á tungu alþýðunnar sem í beztu ritum snillinganna, eldri og yngri, eigindi íslenzkrar bændastéttar, þróuð og þroskuð í baráttunni við erfiðleika harð- býllar náttúru — og loks dá- semdir hins fagra og stórbrotna lands á sumri og vetri III. Saga Guðmundar, Ólöf í Ási, verður í rauninni utan við tak- mörk þeirrar þróunar hans, sem virðist eðlileg og skiljanleg þeim, er ekki þekkja náið til lífs hans og vandamála. Það má mikið vera, ef ekki liggja að bók þeirri ein- hver þau rök, sem ókunn eru mér og flestum öðrum. En af bók þessari fqkk Guðmundur illa raun. Hann tók þar málstað konunnar um rétt hennar til sjálfsákvörðunar með tilliti til tilfinninga hennar og persónu- leika gagnvart hinum ytri form- um og kröfum um siðferði og skyldur. Sumir ritdómarar létu raunar vel af sögunni, en svo voru líka þeir, sem ekki létu liggja í láginni þær smekkleysur, sem óneitanlega voru mjög áber- andi í þessari sögu. En það, sem áreiðanlega olli mestu um örlög hennar og þann gust, sem lék um skáldið eftir útkomu hennar, var hin megna andúð íslenzkra kvenna, sem fannst sér með henni mikillega misboðið — því að skáldið hafði ekki til að bera þann smekk og þá háttvísi um handfjötlun þessara feimnismála, sem nauðsynleg var til þess að ekki sviði undan handtökunum, enda var það nýtt í sögu ís- lenzkra bókmennta, að farið væri gemslaust svo náið út í feimnis- málin, sem Guðmundur gerði þarna. ... En þá er komið að hinni merkustu bókmepntastarfsemi Guðmundar, þeirri, sem hefst til fulls með Tólf sögum. Guðmundur hafði í Eini — en þó einkum í nokkrum kvæð- um í Úr heimahögum — svo sem Ekkjunni við ána — beinlínis gerzt brautryðjandi í íslenzkum bókmenntum. Hann hafði þar af djúpum skilningi og frábærri nærfærni gert sögu hinnar lítt áberandi alþýðu að hetjusögu, opnað augu alþjóðar fyrir því, hver afrek eru unnin í kyrrþey —. og hversu umhverfið og mað- urinn — karl eða kona — eins og renna saman, mynda órofa heild — þ. e. maðurinn breytist í samræmi við þær kröfur, sem umhverfið gerir til hans — og stenzt svo hverja raun, sem að höndum ber. Er það eitt af því, sem Guðmund Friðjónsson mun gera ógleymanlegan í íslenzkum bókmenntum, að hann skapaði hetjusögu úr lífi þeirra, sem fólkið lætur sér yfirleitt sjást yfir, en sýna meiri viljastyrk, skyldurækni og jafnvel hug- kvæmni en þeir, sem vinna borgir. Guðmundur gaf út nokkrar kvæðabækui: og hann þótti og hann var gott ljóðskáld. En eg tek óhikað undir það með Sig- urði Nordal, að sögur Guðmund- ar séu hinn merkasti þáttur skáldskapar hans. Ekki er þetta þó fyrir það, hve gallalausar þær séu. Síður en svo. Flestar sögur hans eru að formi til talsverðir gallagripir. Þú ferð af stað að morgni dags og ætlar viðkomulaust að á- kveðnum bæ, en svo koma menn í veg fyrir þig og bjóða þér heim. Þú getur ekki staðizt hin ágætu boð. Þú ferð með þeim og heilsar upp á húsfreyjur þeirra, og seint og um síðir kem- ur þú á ákvörðunarstaðinn. Svona fór Guðmundur Friðjóns- syni ærið oft í sinni sagnagerð. Það eru stundum hjá honum tvö eða þrjú söguefni í sömu sög- unni. En samt sem áður: Af sög- unum í hinum fyrstu sagnasöfn- um hans er vart nokkur, sem geti talizt ómerkileg. Auk þess sem S'tíll Guðmundar og málfar er sérstætt og sérkennilegt, já, rammaukið oft og tíðum, dreg- ur hann upp ljóslifandi myndir af íslenzkri sveitaalþýðu með bakgrunn lífskjara og lífsaðstöðu skarplega mótaðan, og efast eg um að nokkur íslenzkur höfund- ur hafi fyrr eða síðar sýnt gleggri og meira lifandi samleik lífsskilyrða, menningar og ættar- eðlis um mannmótun. Þess skal og líka látið getið, að Guðmundi Friðjónssyni öðlaðist að skrifa sögur, sem eru jafnmerkilegar frá hvaða sjónarmiði, sem á þær er litið. Gamla heyið t. d. hvort mundi nokkur saga ís- lenzkra skálda hafa verið betur formuð og um leið veita dýpri innsýn í þau djúptæku áhrif, sem íslenzk náttúra og dönsk óstjórn hafa haft á mótun ís- lenzkrar skapgerðar á liðnum öldum? Annars er ekki svo undar- legt, þó að Guðmundi, þegar honum hafði verið bægt af lítið víðsýnum svokölluðum mennta- mönnum burt frá vettvangi al- þjóðar- og alþjóðahyggju, yrðu mislagðar hendur og sýn hans reyndist í nokkuð litlum tengsl- um við sanngirni og raunsæi, þegar liann vék að því, sem hon- um virtist andstætt þeim verð- mætum, sem hann hafði grafið eftir í frjómold íslenzkrar alþýðu. Enginn er alger — og kannske sízt sá; sem skarar fram úr flest- um öðrum um skarpskyggni á ákveðnu sviði. Þá er það saga Guðmundar sjálfs — ekki sem skálds, heldur sem manns. Þá sögu mun fram- tíðin rekja allnáið og af nær- gætni og skilningi. En hvað sem öðru líður, getum við þegar dáðst án undandráttar að þeirri elju, þeim ódrepandi andlega áhuga og þeirri frábæru skyldu- rækni, sem gerði Guðmundi skáldi og bónda Friðjónssym það fært að framfleyta með vinnu eigin handa úti á Sandi við Skjálfandaflóa mjög stórum og mannvænlegum barnahóp og samtímis- gerast eitt af sérkenni- legustu, afkastamestu og snjöll- ustu ljóð- og sagnaskáldum hinn- ar íslenzku þjóðar einmitt á þeim tímamótum, þegar full hætta gat á því verið, að leiðir skildu milli lærðra og leikra á landi hér. Eg kynntist Guðmundi Frið- jónssyni allmikið persónulega og gekk á ýmsu okkar á milli. Það, sem byrjaði vel, sýndist mundu hafa illan endi. En eg fagna því, að hin síðari árin brá bliki skiln- ings og gagnkvæmrar velvildar á kynni okkar á ný — og mér gafst síðan kostur á að fylgjast með baráttu Guðmundar gegn þján- ingum og hálfrökkri, baráttunnf gegn því að lifa sjálfan sig — og sú barátta var furðuleg og hetj- unni á Sandi samboðin. Nú hefir hinn mikli himnanna höldur leitt Guðmund Friðjóns- son til stofu, talað við hann á tungu Snorra, sýnt honum hey sín og kornbyrðu sína, þá, sem aldrei tæmast, “sett hann sól- skinsmegin upp á hvítan hest” og leyft honum för um “sjónhelg svið” fortíðar, nútíðar og fram- tíðar. Guðm. Gíslason Hagalín. Alþbl. 6. júlí. V C; VILJIÐ ÞÉR HJÁLPA TIL I VETUR? Sé yðar ekki brýn þörf á búgarðinum í vetur, ættuð . þér að stunda aðra atvinnu. Þörf er á aukamönnum í vetur við timburtekju, bæði til pappírsgerðar og eldsneytis, svo og til málm- og kolatekju, vinnu við sláturhús, kornflutning, járn- brauta aðgerðir, stálsmiðjur og margt fleira. Bjóðið fram þjónustu yðar hjá: Næstu ráðninga eða Selective Service sfcrifstofu, eða Næsta fylkisstjórnar landbúnaðar umboðs- manni, eða Næstu Búnaðarmálanefnd. Góðar undirtektir við þessu, eru nauðsynlegar vegna velferðar canadisku þjóðarinnar — bregðist skjótt við. Undahþága frá heræfingum er í gildi þar sem um ræðir nauðsynjastörf anarsstaðar en á búgarðinum. NATIONAL SELECTIVE SERVICE DEPARTMENT OF LABOUR HUMPHREY MITCHELL V erkamálaráðherra A. MacNAMARA Forstjóri National Selective Service Þessi auglýsing er birt að tilstuðlan verkamála- ráðuneytis sambandsstjórnar, til fulltingis við Dominion-Provincial verkamála stefnuskrána.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.