Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 7 GUÐMUNDUR JÓHANNSSON LAXDAL 15. febr. 1864 — 7. febr. 1944 * Þann sjöunda febrúar síðast- liðinn dó að heimili sínu í grend við Swan River, Man., bóndinn Guðmundur Jóhannsson Laxdal. Guðmundur heitinn var fæddur að Laxárdal á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu 15. febrúar, 1864. Foreldrar hans voru þau hjónin Jóhann Jónsson og Ingi- björg Þorkelsdóttir, er þar bjuggu. Árið 1887 fluttist Guð- mundur til Ameríku með móður sinni og settist að við Pembina, N.D. Eftir fjögurra ára dvöl þar fluttist hann til Mouse River bygðar ,og bjó þar í átta ár, eða þar til að hann flutti til Swan River dals 1899, og var Guð- mundur því einn með þeim fyrstu er reistu bú hér í daln- um og bjó hann þar á bújörð sinni þar til hann lézt. Systkini Guðmundar voru 9 að tölu, fjórir bræður og fimm systur og flutt- ust þau flest til þessa lands. Tvær systur komu ekki vestur. Bræð- ur Guðmundar hétu Þorkell, Jónas, Finnur og Jóhann. Bæði Finnur og Jóhann bjuggu hér í dalnum, en eru nú báðir dánir. Þorkell býr að Churchbridge, Sask., en Jónas vestúr við haf. Systur Guðmundar hétu Guð- níðuir, Kristín, Jóhanna, Ingii- björg og Guðbjörg. Jóhanna og Kristín bjuggu hér í nágrenni við bræður sína, en er nú báðar dánar, en um hinar systurnar er mér ekki kunnugt. Árið 1894 giftist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Jónasínu dóttur Jónasar heitins Daníelssonar frá Skógarströnd og konu hans Guð- bjargar Jónasdóttur frá Borgum í sömu sveit. Þau Guðmundur og kona hans eignuðust 12 börn, þrjú af þeim dóu í æsku, en hin náðu fullorðins aldri og eru öll á lífi að undanskildum yngsta syni þeirra, Jónasi, er dó fyrir nokkrum árum. Nöfn barna þeirra Guðmundar og konu hans eru sem nú skal greina: Mál- fríður (Mrs. W. H. Stewart, Benito, Man.); Ingibjörg, ógift og býr hjá móður sinni; Ingi- mar, að Churchbridge, Sask.; Kristín (Mrs. Corrigal); Jóhanna (Mrs. Taylor); Emily (Mrs. S. Einarson) allar í Swan River bygð, og þá Daníel og Anna heima, og annast bú móður sinn- ar, og Jónas, sem að ofan er nefndur. Guðmundur 'var eins og fyr segir, einn með þeim fyrstu er settust að hér í dalnum, og lá land hans í miðri Islendinga- bygðinni og var samkomuhús þeirra landanna rétt hjá hans landi og átti hann góðan þátt í að koma því upp. Saga Guð- mundar mun vera svipuð sögu flestra frumbýlinganna hér í landi, og er hún svo vel kunn, að óþarfi er að útlista það frek- ar. Hann bjó aldrei stórbúi en komst þó sæmilega af og kom upp stórum og myndarlegum barnahóp. Guðmundur var mað- ur hægfara og fámáll og mjög íslenzkur í anda fram til þess síðasta. Með honum er til moldar genginn einn af þeim mörgu, sem með striti og erfiði lagði undir- stöðuna að velmegun landsins. Blessuð sé minning hans. S. Einarson. STEFÁN SIGURDSON Hann lézt að heimili foreldra sinna í Campbell River, B.C. 20. ágúst 1944. Hann var fæddur 2. nóvember 1901 að Brekku í Lóni, í Austur-Skaftafellssýslu. Var hann sonur hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Bjargar konu hans, sem nú eru til heimilis í Campbell River, á Vancouver- eyjunni í B.C. Fluttist Stefán sál. með foreldrum sínum til Canada, er hann var á öðru ár- inu. Settust foreldrar hans að við Asham Point, Manitoba, og bjuggu þau þar þangað til fyrir þremur árum, að þau fluttu til Campbell River, B.C. Var Stefán ógiftur og var alla tíð með for- eldrum sínum. Fyrir mörgum árum varð faðir hans fyrir því mótlæti að verða blindur, og varð Stefán þá að taka að sér öll for- ráð á heimilinu og reyndist hann foreldrum sínum ætíð dygðugur sonur, sem lét sér ætíð ant um að láta þeim líða sem bezt; var hann því aðal stoð og stytta for- eldra sinna. Stefán sál. var vel látinn af öllum, sem þektu hann. Hann var alla tíð mesti reglu- maður, stiltur, góðgjarn og orð- var hvar sem hann kom fram. Þann tíma sem eg kyntist honum, heyrði eg hann aldrei mæla nokkurt hnjóðsyrði um nokkurn mann. Hann var mikill elju- maður, sívinnandi meðan heilsa hans leyfði honum það. Hann var svo orðheldinn að engin ef- aðist um, að það sem Stefán lof- aði, stæði eins og stafur á bók. Stefán sál. lætur eftir sig, auk foreldra sinna, tvo bræður, Sigurð Sigurdson að Lonely Lake, Manitoba og Árna Sigurdson til heimilis hjá for- eldrum sínum, og fjórar systur, Mrs. S. J. Borgfjörð að Camp- bell River, B.C.; Mrs. S. N. John- son að Lundar, Man.; Miss Þóra Margrét, heima hjá foreldrum sínum, og Mrs. Anna Sigurborg Sigurdson að Campbell River, B.C. Stefán heitinn var búinn að vera heilsuveill um nokkurt skeið, og var um tíma á sjúkra- húsi í Campbell River, en fékk þar ekki neinn varanlegan bata; mun læknirinn hafa vitað að um algjörðan bata var ekki að ræða. Fór hann þá heim aftur til for- eldra sinna, og stunduðu hann til hins síðasta af mestu alúð og umhyggju, móðir hans og syst- ur, Þóra og Anna. Hann lézt, eins og áður er sagt, þann 20. ágúst s.l. Var það hjartabilun, sem varð banamein hans. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu þann 23. ágúst, voru þar víst flest-allir landar hans við- staddir, sem mögulega gátu kom- ið því við. Var kistan þakin í blómum, sem allir íslendingarnir áttu víst sinn þátt í. Hann var jarðsettur í grafreitnum í Camp- bell River. Nú hvíla þar jarð- neskar leifar þriggja úr okkar íslenzka hópi hér. Rev. Mathew, prestur ensku kirkjuninar í Campbell River, þjónustaði við útförina. Skyldum sálum sárt er æ að kveðjast, sem í eining hugðu lengi að gleðjast fram að gröf, hve gangan varir skamt; gjafir slíkar Drotni þökkum samt. S. J. J. S. Guðmundsson. Jón (í síma): — Ætlið þér að borga okkur þennan reikning eða ekki? ójón: — Nei, ekki núna. Jón: — Ef þér borgið ekki reikninginn núna þá hringi eg til allra sem þér skuldið, og segi að þér hafið borgað okk-ur!” V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að Jcaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED HVER DREPUR A i DYR HJÁ YÐUR? • VÉR SKELFUMST EIGI við högg á hurð. Vér búum í frjálsu landi, þar sem enginn ræðst inn á heimili vor, er hrakið geti oss út þaðan án vilja vor. í fjögur ár hafa miljónir í Evrópu lifað við daglegar hrellingar, þar sem heimili þeirra hafa verið rænd, konur svívirtar og synir þeirra seldir í þrældóm. Hér í Canada þarf engihn að óttast þó drepið sé á dyr. Það getur verið vingjarnlegur nágranni. Það getur verið Sigurláns umboðsmaðurinn — einhver, sem vér þekkj-, um — með vinsamlega bendingu til vor um að kaupa fleiri Sigurlánsbréf. Enginn skipar oss að kaupa Sigurlánsbréf. Þegar vér hugsum um miljónirnar, sem lúta ægilegri kúgun, en þrá írelsi eins og vér njótum, þá getum vér ekki minna á oss lagt þeim til lausnar, en að kaupa alt, sem vér megnum í 7. Sigurláninu. Kaupum að minsta kosti einu verðbréfi fleira. Leggið fé í Sigurinn KAUPIÐ SIGURLÁNS VEÐBRÉF NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE v 7-71

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.