Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 ------------iögtjerg------------------------* Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögrberg" is printed and published by The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, ManitODa PHONE 86 327 4” —*—**—“—"—*■—•*—■■—■■——■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■+ í andlegri nálægð við ísland Liðið var að miðnætti, er eg kom til íbúðar minnar á Savoy Plaza; eg var glaðvakandi, og fann enga ástæðu til þess að ganga þegar tii hvílu; sægur unaðslegra endurminninga frá komu minni til New York á laugardagskvöldið, flögraði um huga minn; allar stóðu þessar end- urminningar í órofatengslum við Island; norður- ljósalandið, þar sem eg, “fátækur og fótasár”, sleit barnaskónum; landið mitt, sem nú hafði nýverið slitið af sér síðustu höftin, og tekið hið löngu þráða og löngu verðskuldaða tignar- sæti meðal alfrjálsra þjóða; landið, sem verða á, að beztu manna yfirsýn, ævarandi heim- kynni fyrirmyndar þjóðfélags; vagga bjartra vona og karlmannlegra hugsjóna, þar sem öfl lista og vísinda fallast í faðma við framtak og látlausa iðju; og fólkið að heirnan, sem eg undanfarna daga hafði hitt, bar, að því er mér fanst, áminstum ákvörðunum fagurt vitni; að þetta fólk þekkti sinn vitjunartíma, kom mér af viðkynningunni við það, þótt stutt væri, ekki til hugar að efast um; það veit hvað það vill, og stefnir að markmiði sínu af fullri einurð. Klukkan var víst orðin langt gengin tvö, er eg að lokum tók á mig náðir, og hvað eg mundi hafa sofið lengi frameftir, gat hafa orkað tví- mælis, ef ekki hefði verið fyrir það, að síminn hringdi í ákafa; eg greip heyrnartólið í flýti, og bar brátt kennsl á rödd mannsins, sem var að hóa í mig; það var vinur minn Grettir Eggertson rafmagnsfræðingur; hann hafði kvatt mig á skrifstofu minni í Winnipeg seinni hluta laugardagsins, sem eg fór austur og sagt mér það “útþryfckilega”, að hann ætlaði að heilsa upp á mig í New York; hann hafði komið flugieiðis heim nóttina á undan, og beið hann mín niðri í hótelinu ásamt hinni elskuverðu frú sinni, sem er borin og barnfædd í Bandaríkjunum; hann þurfti líka að ná í nafna sinn, Grettir ræðis- mann, og gekk það greiðlega; eg hafði hraðan við að týgja mig til, og innan fárra mínútna var eg kominn ofan á jafnsléttu, þar sem vinir mínir biðu mín; það er ekkert hálfverk á gest- risni Grettis Eggertssonar, enda kippti honum þá illa í kyn ef svo væri eigi, annar eins- höfðingi og Árni heitinn faðir hans var, og Oddný móðir hans þá eigi síður. Og nú fóru þau Grettir og frú með okkur fóstbræðurna frá Winnipeg út í töfraborgina miklu, og þó þau ekki gæti á skömmum tíma sýnt okkur öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, þá léttu þau ekki för fyr en komið var að skrautlegum gildaskála, þar sem hvorki skorti gleði né góð- an fagnað; var þar fyrst, eins og alstaðar annars- staðar á þessari eftirminnilegu för, drukk- in skál-Islands. Grettir Eggertsson hefir í all- mörg ár verið búsettur í New York, og haft þar ábyrgðarmikla stöðu á hendi; hann er maður ræktarsamur við íslenzkar menningar- erfðir, og bað okkur jafnan að tala við sig íslenzku; “eg tala þá síður bjagað á eftir,” bætti hann við. Nú var hver mínútan dýrmæt, þetta var minn síðasti dvalardagur í New York. Klukkan hálfeitt áttum við Grettir ræðismað- ur að neyta dagverðar hjá Ólafi Johnson stór- kaupmanni, en seinna um daginn, að vera gestir hans og frú Johnson á hinu veglega heimili þeirra í einu allra fegursta umhverfi borgarinnar, sem nefnist Forrest Hills, eða Skógarhæðir. I upphafi þessara fáskrúðugu og ósamstæðu ferðaminninga, mintist eg lítillega á fornvin minn Ólaf Johnson, þar sem eg við mót- töku forseta íslands, utanríkisráðherra og sendi- herrahjónanna frá Washington, mætti honum á flugvellinum í New York; þessum líka giæsi-, lega og gestrisna stórhöfðingja íslenzku verzl- unarstéttarinnar; við Grettir ræðismaður nut- um með honum dýrlegrar máltíðar í afar skrautlegum sal, þar sem alt hjálpaðist að því, að gera samveru stundina sem allra yndisleg- asta; kunni Ólafur Johnson það ekki, að láta gestum sínum líða vel, hvað margir kunna það þá? “Eg sendi Hannes son minn yfir á Savoy Plaza í bílnum mínum seinna í dag,” sagði Ólafur, “og bið hann að flytja ykkur, ásamt nokkrum öðrum út í Skógarhæðirnar, heim til okkar hjónanna; blessaðir á meðan.” Og á hinum tiltekna tíma, var Hannes kominn til hótelsins. Það var enginn smáræðis vegarspotti frá Savoy Plaza og til heimilis Johnson-hjónanna í Skógarhæða dýrðinni óviðjafnanlegu; þetta var óraleið, þótt ferðin að vísu sæktist greiðlega, vegna hins prýðilega farartækis og traustrar forustu hins unga, en óskeikula bflstjóra; í hvaða átt, sem litið var, blasti við auga ósegjan- leg náttúrufegurð, auk þess sem svipur híbýl- anna og skrautgarðanna umhverfis þau, báru dásamlegt vitni nánu samstarfi guðs og manna. Nú vorum við ferðafélagar komnir á breiða veginn; prestar fara stundum þann veg alveg eins og aðrir dauðlegir menn..Séra Valdimar var í hópnum; bíllinn nam snöggvast staðar vegna ljósaskipta. “Lítið á þetta”, sagði séra Valdimar, en hann er manna fljóstastur að átta sig á skrítnum fyrirbærum. Mér varð litið til hliðar, og sé eg þá að maður var að raka sig í bílnum meðan við biðum eftir græna ljósinu. Efist nú hver sem vill um það að Bandaríkjamenn kunni ekki að nota tímann.” Nú var numið staðar framan við yndislegan bústað í Skógarhæða umhverfinu; þetta var Esjuberg, heimili þeirra Ólafs stórkaupmanns og frú Guðrúnar Johnson. Foreldrar Ólafs voru Þorlákur Johnson og Ingibjörg frá Esjubergi, en frú Guðrún er dóttir þeirra Árna á Geita- skarði og Hildar konu hafts; oikkur var tekið með opnum örmum; nú syngjum við undir eins “Ó, guð vors lands,” segir Ólafur húsráðandi. “Þú ættir að geta glamrað eitthvað á píanóið, Einar minn,” bætti hann við með sípu ógleym- anlega brosi; hér voru engin undanbrögð hugs- anleg; að deila við dómarann náði vitaskuld ekki nokkurri átt. Eg mundi glögt eftir Esju- bergi heima; það blasti við auga frá Reykjavík. En að fyrirfinna Esjuberg í New York, varð mér meira en lítið undrunarefni; á gestrisninni furðaði mig ekki; hún var mér fyrir löngu kunn, að minsta kosti af hálfu húsbóndans. Geita- skarðs fjölskylduna þekkti eg aðeins af af- spurn; nú sannfærðist eg skjótt um það af bæjarbragnum á Esjubergi í Skógarhæðunum, hyernig högum muni hafa verið háttað á Geita- skarði í Húnaþingi, þar sem hin tígulega hús- móðir ólst upp. Yfir heimili þeirra Johnson- hjóna hvílir íslenzk ástúð; eg vissi að eg var í vinahöndum; mér fanst eg vera kominn heim, heim til landsins, sem ól mig, heim til íslands! Nú var tekið að líða á dag, og eg varð að ná í lestina um ikvöldið. Ólafur stórkaupmaður bað mig að minnast Islands með fáeinum orðum, og var mér það vitaskuld ljúft, en um leið notaði eg tækifærið til þess að þakka húsbónda hið virðulega heimboð. Séra Valdimar mælti fyrir minni frú Guðrúnar af hinni mestu snild; þau eru kunnug frá æskuárum. Nú var skilnaðar- stundin runnin upp. Eg kvaddi vini mína í Skógarhæðunum með klökkum huga og þakk- læti, sem verður mér samferða fram á brautar- enda. Þegar eg kom aftur heim á Savoy Placa, var ekki um annað að gera en tína saman pjönkur mínar og búast til brottferðar. Fram að þessu hafði eg ekki getað trygt mér hvílu í svefn- vagni, því ferðalög í Bandaríkjunum á stríðs- tímum eru engan veginn auðveld; hermennirnir skipa jafnan fyrirrúm. Grettir ræðismaður er sjaldan sofandi á ferðalagi; áður en eg hafði nokkra minstu vitneskju um, var hann búinn að útvega mér hvílustað í “Pullman”, en slíkt er nafnið á fullkomnasta svefnvagnafélagi. sem Bandaríkin eiga í eigu sinni. “Eg skil ekki við þig fyr én lestin fer,” sagði Grettir vinur minn, hann ók með mér á járnbrautarstöðina og kvaddi mig í svefnvagninum. Eg tók skjótt á mig náðir, féll í væran svefn, og vaknaði ekki fyr en lestin rann inn í Buffalo morguninn eftir, þá ýtti við mér innflutningaumboðsmaður Bandaríkjastjórnar og spurði um skilríki mín; þau voru í jakkavasanum; það fyrsta, sem fyrir mér varð, var boðsbréf frá La Guardia að mót- tökufagnaðinum í ráðhúsi New York borgar fyrir forseta íslands. Sá borðalagði leit á um- slagið og spurði mig ekki frekari spurninga; innan skamms var eg kominn til Toronto; eg var enn eigi með öllu afþreyttur og fékk mér því undir eins herbergi á hóteli; í Toronto varð eg að bíða heilan dag eftir kvöldlestinni; allan þann dag var leiðinda veður, kalsi og rigning, og var eg því bezt settur innan dyra; seinni- part dagsins hringdi eg þó upp einn kollega minn í ríki blaðamennskunnar, sem eg hafði þekkt í allmörg ár; hann kom þegar til mín á hótelið; við vorum úti um hríð, og hann skildi ekki við mig fyr en lestin mjakaðist af stað um kvöldið. Á leiðinni vestur bar ekkert það við, er í frásögur sé færandi; mér varð tíðhugsað til ferða félaga minna frá Winnipeg,- er ekkert höfðu látið ógert til þess að gera mér dvölina í New York sem allra ánægjuiegasta; þá voru og and- litin frá Íslandi engu óskýrari í huga mínum, því allan tímann í New York hafði eg verið í andlegri nálægð við ísland, uppruna minn og ætt. Heimboðið til New York verður mér með öllu ógleymanlegt; þar hafði eg komist næst ís- landi síðan eg fór að heiman. Um hádegisbil á laugardaginn, átta dögum eftir að lagt var upp í ferðalagið, rann eimlestin inn á Canadian National járnbrautarstöðma í Winnipeg; þar fögnuðu þau mér konan mín og Grettir ræðismaður; þá vissi eg, að eg var kom- inn áð heiman — og heim. Eg sá vopnað hlutleysi s Eftir EDGAR SWENSON ER NAZISTAR geistust fram og sigruðu hvert ríkið af öðru, þá sagði einhver rithöfund- urinn, að hann hefði séð Svía skríða skjálfandi eins og mús í holu. Þeim höfundi skjátlaðist. Dýr- ið, sem hann sá, var ekki mús. Það var ungur broddgöltur, sem var að bíða eftir því, að broddar hans yxu. Eg veit • þetta. Eg hefi séð dýrið. Það er þvínær fullvaxið nú. Það er hægt að sjá það af brynju þess: AHsstaðar, sjást gljáandi byssukjaftar, bryn- varnir, stál og steinsteypa. Fæstir af þeim, sem koma til Svíþjóðar í dag, myndu þó sjá mikið af þessu. Máske myndu. flestir segja hið sama og kon- an sagði, sænska liðsforingja- frúin, sem fór langt norður í héröð, til þess að heimsækja bónda sinn. Hún horfði yfir endalausar, frosnar slétturnar og fjöllin, sem stóðu þarna eins þögul og friðsamleg og altaf áður. Og svo sagði hún: “En, Jóhann minn, hvað í ósköpun- um hefir þú og menn þínir ver- ið að gera hérna? Mánuðum saman hefurðu ekki skrifað um neitt, nema eilífa vinnu og aft- ur vinur. Og eg get ekkert séð”. En maður hennar brosti drýgindalega og svaraði: “Það er ágætt, góða mín, — ágætt, að þú sérð ekki neitt”. Svíar hljóta að vera meistar- ar í því að dulbúa, eða þá að sænska landslagið er sérlega vel fallið til slíkra hluta. Sterkar varnir. Vissulega eru varnir Svía sterkar, bygðar eftir beztu nú- tíma tækni og einnig eftir þörf- um. “Þær ná tilgangi sínum enn betur”, segir Jung yfir- hershöfðingi, “ef til einhvers kemur. Við þjálfum okkur til gagnárása, eins mikið og til varnar, og við höfum æft sér- stakar sænskar baráttuaðferðir. Sé á okkur ráðist, verðum við að gera ráð fyrir, að við höfum minna lið en óvinirnir, bæði á landi og í lofti, og við ætlum okkur að reyna að jafna mun- inn, með því að notfæra okkur tií hins ítrasta sérstök ein- kenni þjóðarinnar, reynslu hennar og þrótt, og með því að notfæra okkur einnig landslag- ið eins og mögulegt er, en það er algjörlega einstætt: skógar og skörð, dimmar nætur og harður vetur.” Öerstjórnendur Svía hafa haft nægan tíma á stríðsárun- um, til þess að læra gildi þess að koma á óvart, vera hraðir, kröftugir og að meta verðleika hreyfanleikans rétt, og allt þetta er nú komið inn í varn- arkerfið, þar sem þrent er sam- einað: mannaflið, útbúnaður- inn og náttúran sjálf, — og alt er þetta sænskt að uppruna. Þótt eg sé Bandaríkjaborg- ari, þá var mér sem fæddum Svía veitt leyfi til þess að heim- sækja hernaðarstöðvar, sem annars var mjög vel gætt, og þar sem mér var sagt, að eng- inn annar erlendur blaðamaður hefði fengið að stíga fæti á stríðsárum þessum. Það var langt frá því, að eg fengi að sjá alt, sem þar var, en mér þótti mikils til koma um það. sem eg sá. Hraustlegir hermenn. Eg mun ekki gleyma hinum hraustlegu og grimmilegu her- mönnum, sem koma þjótandi, þegar bifreiðin okkar, sem var knúin kolagasi, eða þá járn- brautarvagninn nálgaðist ein- hverja smábrú, sem við þurft- um að fara yfir, eða hindrunun- um á veginum, sem við urð- um sumstaðar að skríða í gegn- um í skógunum. Eg var undr- andi, er eg sá loftvarnabyrg- in, sem höggvin voru inn í granitberg, — algjörlega sprengjuheld, ef nokkuð er það. Eg sá margt skrítið í hin- um veðurbitnu fjöllum Norður- Svíþjóðar, og eg er alls ekki viss um, að hey hafi verið í öll- um hlöðunum, þótt gamlar sýndust, sem stóðu meðfram járnbrautunum. Ágætir, ný- gerðir vegir, sem lágu inn í skógarþyknin, báru vitni um það, að altaf voru einhver hern- aðarstörf með höndum höfð á þessum slóðum, nótt og nýtan dag. Þó að eg geti auðvitað ekki ljóstað upp um nein hernaðar- leyndarmál, þá sannfærðist eg um það, af því, sem eg sá, að Svíþjóð hefir nú lært utanað margar lexíuf, sem nágrannar hennar kunnu ekki nógu snemma. Mér þó-tti gaman að því, þeg- ar eg kom heim aftur, og amerískur liðsforingi spurði mig, hvort eg héldi, að Svíar berðust eins vel í skóglendi og Finnar. Hann var í vafa um það, — hann trúði^ekki, að Sví- ar hefðu haft nægan tíma til að iæra af vinum sínum, Finnum. ,Eg sagði honum þá frá hin- um óskaplega erfiðu æfingum, sem eg og aðrir skíðahermenn urðum að ganga í gegnum í herþjónustunni í Norður-Sví- þjóð árin 1914—1916. Þá urð- um við oft að ganga nærri 100 km. leið í einni lotu yfir fjall- lendi, hvernig sem viðraði, — og hríðamar þar eru nú, oft ekki skemtilegar, — og við bár- um, apk allra vopna og vista, eldsneyti, við, í bálin okkar, og úti undir beru lofti urðum við að hafast við, þótt frostið væri um og yfir 30 stig. En þótt þær æfingar væru harðar, þá er eg viss um það, að þær eru hreinasta skemtiferðalag á móts við það, sem ungir Svíar verða nú að leysa af hendi. — Það er reglulegur hernaður. Betri útbúnaður. Útbúnaður er allur stórum betri en þá var, léttari, sterk- ari, þægilegri, í stuttu máli: fullkominn. Bofors-verksmiðj- urnar og aðrar vopnaverfcsmiðj- ur hafa framleitt ný vopn, sem er mjög haglega gerð, svo sem sjálfvirka rifla, léttar vél- byssur, skotgrafabyssur, loft- varnabyssur, léttar og þungar skriðdrekabyssur, stói a og meðalstóra skriðdreka, nýjar gerðir skotfæra, merkjatæki, brýr, sem má setja upp í einu vetfangi, báta og herflutninga • vagna, bifreiðar, sem fara yfir þvínær hvað sem er, dráttar- vélar o. s. frv. Mest af öllu er lögð áherzla á hraðann, hreyf- anleikann og það, að geta greitt sem þyngst högg hverju sinni. Þetta hefir náðst vegna þess að fótgönguliðið hefir að miklu leyti verið vélbúið, og með því að skifta herfylkjunum í smærri harðskeyttar sveitir og að auka vopnamagn hverrar sveitar. Floti og fiugher. Flðti og flugher hefir hvoru- tveggja verið styrkt óskaplega, — nærri 100 herskip hafa ver- ið bygð í sænskum skipasmíða- stöðvum. Það er hægt að sja skuggana af rennilegum tund- urspillum úti fyrir ströndunum hvarvetna. Mannfjöldinn í flug- liðinu hefir þvínær ferfaldast a síðustu ár.um, og nú byggja Sví- ar sjálfir sprengj uf lugvélar sínar og aðrar hernaðarflug- vélar. Strand-stórskotaliðið, sem er mjög Jpýðingarmikill hlekkur í hinni .löngu varna- keðju landsins, . hefir verið styrkt mjög mikið og búið ný- tísku tækjum, fallbyssum af öllum stærðum, bæði kyrrstæð- um og hreyfanlegum. Má nota hinar hreyfanlegu byssur bæði til strandvarna og til hjálpar hernum. Gífurlegar fjárhœðir. Óskaplegum fjárhæðum hef- ir verið varið til landvarna Svíþjóðar, og engum dettur i hug að minka þær hið minsta. Að frásögn landvarnaráðherr- ans, Per Edvin Skjöld, eyðir þjóðin enn um miljarð króna á ári. Herstjórnendurnir, sem við urkendu fúslega, að þeir væru smeykir, er Þjóðverjar tóku Danmörku og Noreg, rétt eftir að Svíar höfðu veitt Finnum svo mikla hergagnahjálp, til þess að aðstoða þessa bræðra- þjóð í vetrarstríðinu 1939— 1940, eru nú orðnir öruggir um að það, sem þurfti að gera, hafi verið gert. En ekki eru þeir þó neitt um of bjartsýnir, ekki sést snefill af monti yfir af- rekunum, — heldur lýsir sér enn hin harða, kalda ákvörð- un um það að halda áfram að berjast fyrir hlutleysi og sjálf- stæði, — halda áfram ftð byggja, styrkja og æfa. — “Er- uð þið ekki ánægðir enn?” spurði eg einn af æðstu mönn- um landvarnanna. “Nei,” kvað hann stuttaralega. “Það verð- um við aldrei: við fáum aldrei nógu vel búist um.” Hinn óþrotlegi kraftur að baki þessara orða, “ekki nóg”, berast að manni hvarvetna. Eg fann hann, þegar eg ræddi við Ehrensvard, yfirmann herfor- ingjaráðsins, Janse, sem frægur er fyrir herstjórn, Uggla, sem stjórnar sjóliðaskóla Svía og marga aðra. Þetta eru alt raunsæismenn. Margir þeirra hafa barist er- lendis, í Finnlandi, til dæmis í vetrarstyrjöldinni þar gegn Rússum. Þetta eru gáfaðir og áhugasamir menn og ógurlega hraustir, en þó fullir mannúð- IIIHfflB Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða, krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! ■ ■ WliHIIIII ■ííiKiailinmiiAiuHuilKiKi.KiiKiil

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.