Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 6
6 LÚGBERG, FIMTUDAGiNJN 26. OKTÓBER, 1944 IMMM, immmmmmmmA Dómar mannanna Ejtir Sergeant til nwwwmm '&mmm vil ekki tala eitt einasta orð meir um þetta mál. Therese fór út í þungu skapi. Hún vildi ekki fara til Doru, þar eð hún hfafði engar góðar fréttir að segja henni af samtalinu við Horst. Hún vildi um fram alt forðast að koma henni í hugaræsing. 24. KAFLl Dora varð mjög vonsvikin er Theresa kom ekki til baka, hún leit á það, og það með réttu, sem ills vita. Hún vissi, að vinkona sín mundi hafa gert allt sem hú-n gat til að fyrirgefa sér, en áð henni hefði ekki heppnast það, og að Horst væri enn reiður við sig, en hún hafði enga hugmynd um hversu alvarleg reiði hans var. Reiði, er ekki rétta orðið. Það var afar sárs- aukakend tilfinning, stríðandi mót vilja, sem hafði heltekið hann; ekki köld reiði, heldur kveljandi hugarástand, sem sá einn finnur til, sem er gabbaður af þeim, sem hann hefir elskað og treyst. Hann ímyndaði sér að hann elskaði hana ekki framar; en ef hann hefði prófað nákvæm- lega tilfinningar hjarta síns, hefði hann orðið þess var, að hún var ennþá hjarta hans nær. Hann vissi bara hve þessi svik gengu honum til hjarta, og hann hugsaði að sér yrði aldrei auðið að gleyma því, og komast í ró aftur. Dora vissi ekkert um hugarstríð mannsins síns. Hún hélt, í einfeldni æsku sinnar, að það væri ómögulegt annað en Horst fyrirgæfi sér. Daginn eftir kom hún ofan. Hún vonaði að finna manninn sinn í betra skapi, og hafði ásett sér að segja honum hversu mikið að hún yðraðist þess, að hafa ekki sagt hcmum leyndar- mál sitt áður, og að hér eftir skyldi hún ekki leyna hann neins. Horst gaf henni ekkert tækifæri til að skíra sér frá hinu góða áformi sínu. Hann kom inn í setustofuna þegar búið var að bera á borðið, og fylgdi henni með kaldri kurteisi inn í borð- stofuna. Meðan á máltíðinni stóð, talaði hann um veðr- ið, og nýjustu fréttir í blöðunum, án þess að látast. veita hina minstu eftirtekt, hinum stöð- ugu litbrigðum í andliti Doru, sem ýmist varð náföl, eða blárauð í andliti, og horfði stöðugum brosandi augum til hans. Það var varla búið að setja eftirmatinn á borðið, þegar hann stóð upp, og afsakaði sig, svo fór hann út og lét ekki sjá sig framar þann dag. Dora tók þessa breytingu mannsins síns, með þögn og þolinmæði. Henni varð þó þyngra að bera fálæti hans, þegar hún kom ofan til morg- unverðarins. í staðinn fyrir að spauga, hlægja og rabba um alla hluti, las Horst nú í morgun- blaðinu, og Dora drakk, þegjandi kaffið sitt, og fanst sem hver sopi kveldi sig. Hann var kurteis og nærgætinn við hana, sérstaklega hug- ull í að uppfylla allar óskir hennar, en hjarta hans var kalt fyrir henni. Þetta steingjörfa samlíf, gat auðvitað ekki varað lengi. Einn morgun, þegar Horst hafði lagt morgunblaðið frá sér, braut Dora þögnina. “Horst,” sagði hún feimnislega. “Já, Dora?” “Eigum við altaf að vera saman, eins og við erum nú?” “Eins og nú? Eg skil þig ekki.” Hann skildi vel hvað hún meinti, en hann vildi þvinga hana til að tala meir opinskátt. “Eg veit að þú ert reiður við mig,” sagði vesalings Dora, “og eg veit, að eg — að eg hef breytt ranglega gagnvart þér; en eg vonaði að þú vildir fyrirgefa mér, þegar þú sérð hversu mikið að eg líð fyrir það.” Oorðin voru barnaleg, en úr augum hennar skein svo sár sálarangist, svo ólýsanlegur sárs- auki, að Horst varð ervitt að svara rólega. “Þú lítur á þessi mál frá allt öðru sjónar- miði en eg,” svaraði hann. “Að fyrirgefa er hlægilegt, við verðum að yfirvega orsökina og afleiðinguna. Hvað þú gerðir, þegar við giftum okkur, að þegja um þitt rétta nafn fyrir mér, og láta mig ekki vita um foreldra þína og þeirra mannorð, verður aldrei sem ógert, en afleiðingunum af því, má að minsta kosti kom- ast hjá, að nokkru leyti.” “Hvernig getur það orðið?” spurði Dora, og stóð á öndinni. / Horst þagnaði um stund, og leit af hennar elskulega, eftirvæntingar og fyllta andliti, áður hann svaraði. “Eg held að kvennfólk láti sér í léttu rúmi liggja ættargalla. Þú virðist ekki að skilja með hve miklum ótta að maður lítur á líkamlega og siðferðilega ættarsjúkdóma. Þó vona eg að í framtíðinni gefi það minni ástæðu til hneyksli, en ef þú skildir við mig.” “Það held eg líka,” stamaði Dora í veikum róm. “Eins og eg sagði, fer eg í ferðalag og verð burtu nokkra mánuði, ekki strax, en bráðum, þá verður þín vera hér léttari fynr þig, og þú getur betur meðan eg er í burtu, með meiri rólegheitum og yfirvegun, búið þig undir betrun þína í framtíðinni.” Dora þagði fáein augnablik; svo svaraði hún, með endurnýjuðu áræði: “Eg skal gera hvað sem þú krefst. Eg veit að eg á að beygja mig undir þinn vilja, því eg hefi brotið svo mikið gegn þér. Eg vil vera hér, eða fara, hvort sem þú ákveður.” “Eg endurtek það, að eg álít það best að þú verðir hér,” sagði Horst, og færði sig nær dyr- unum. Hann vildi enda þessa samræðu, sem þeim var báðum til stórrar kvalar. Hann viidi ógjarnan fara, fyr en hann hafði séð eitthvert merki innri tilfinningar, sem hann vonaði. Hún grét ekki, en settist rólega niður í stól, með hendurnar í skauti sér, og starði k.öldum augunum út í bláinn. “Jafnvel þó við lifurn andlega aðskilin,” byrj- aði Horst að segja, “þá þarf engin nema við að vita neitt um það.” Hann beið eftir að hún mundi svara, en árangurslaust. “Það er heldur ekki nauðsynlegt, að við gerum það heyrum kunnugt, að við séum komin í stríð hvort við annað. í sjálfu sér er það alls ekki tilfellið. Við getum fyrst um sinn um- gengist hvort annað eins og góðir vinir, þó við lifum ekki nánara samlífi.” Honum heppnaðist nærri því að segja þetta í spaugandi róm, þó var auðheyrt að það var fölsk nóta í hljómnum. “Eg held að það sé ekki þörf á að tala meira um þetta,” sagði Dora í lágum sorgarróm. “Nei, það er satt, það er ekki nauðsynlegt, að við minnumst framar á þetta, hvorki okkar á milli, né við neinn annan.” “Þú virðist vera svo hræddur um að það breiðist út,” sagði Dora. “Þú mátt vera rólegur fyrir því, eg skal ekki tala um það við neinn, ekki einu sinni Theresu.” Horst fór, og var dálítið rólegri í skapi. Hvað meinti Dora með því að minnast á Theresu, með svo mikilli áherzlu? Vissi hún nokkuð um, að hann hafði sóst eftir Theresu, og að honum var ljúft að heyra nafA hennar nefnt? Það var ómögulegt að Dora gæti haft nokkra ástæðu til öfundar. Þetta kvöld fanst honum að sér væri helst ómögulegt að fara heim. Hann óttaðist að mæta konunni sinni með nábleikar kinnar og rauð og grátbólgin augu, hann vissi að hann mundi ekki lengi þola að horfa upp á það. En því ætti hún að gráta út af því, ef hún væri að hugsa um að yfirgefa sig, hugsaði hann með sér. Honum kom nú í hug, að hún hefði aldrei elskað sig, öll umgengni hennar við sig hefði verið þannig, að hún hefði litið upp til sín, eins og hann væri einhver guð, föðurleg- ur vinur, sem gaf hénni allt sem hún þurfti. Það hafði engin neinn rétt til að banna hon- um framvegis að vera veglyndum við hana. Horst heldur hún færi nú til bróðir síns, eða föður síns, eða einhvers annars ættingja síns, sem hann með sjálfum sér kallaði Sittard fjöl- skylduna, þá gæti hann gefið henni svo mikla peninga, að hún þyrfti ekki að kvíða fátækt í framtíðinni. Kannske hún yrði ánægð með það. Hann veigraði sér við að sjá hana þennan dag. Hann símaði frú skrifstofunni sinni, að hann kæmi ekki heim til kvöldverair, ætlaði að borða í klúbbnum, og færi svo til systur sinnar, frú Walrich. Hann hafði varla séð hana síðan daginn sem leið yfir Doru út af umtalinu um Richard. Hún tók fagnandi á móti honum “Vesalings bróðir minn.” sagði hún. “Minn kæri Horst. Þú veist ekki hversu mikið að eg kenni í brjósti um þig. Slík hræðileg óham- ingja* En eg skal sannarlega segja henni mína meiningu!” “Það lætur þú ógert,” svaraði Horst í ákveðn'- um róm. “Ó, hvað það er hörmulegt,” sagði frú Walrich, án þess að ansa því sem Horst sagði. “Hjóna- bandið viirtist þó í byrjuninni að vera svo ham- ingjusamt. Eða var það ekki? Eg sagði altaf að hún væri of ung fyrir þig — alt of ung!” Þessar harmatölur, sem altaf voru framsettar, hvað eftir annað á sama hátt, urðu Horst svo leiðar, að hann kvaddi systir sína og hraðaði sér í burtu, og gekk í þungu skapi heim til sín. | Hvernig mundi Doru líða? Sjálfsagt hefur hún verið að gráta allan daginn, og væri orðin yfir sig þreytt og komin í rúmið, eða sat hún uppi ennþá, harmandi yfir kringumstæðum sín- um, vonandi, en þó hrædd við, heimkomu hans. Horst fann til djúprar samhygðar með henni, þegar hann hugsaði um einstæðinsskap hennar. Hann hafði dæmt hana til vonlauss lífs — ef til vill vonarlausara en hún verðskuldaði. Þegar hann kom nær húsinu, varð hann alveg hissa, er hann sá allt inni uppljómað með ljósum. í forstofunni hékk fjöldi hatta og yfir- frakka, í borðstofunni var sett borð fyrir marga gesti, og frá herbergjunum uppi, heyrðust glað- vær samtöl og léttir hlátrar. “Frúin hefir boðið í kvöld nokkrum af vin- um heimilisins,” sagði þjónustustúlkan, þegar hún sá undrunarsvipinn á andliti Hr. Horst. Horst tók hattinn af sér og fór úr yfirfrakk- anum, og fór upp á loft. Þar sá hann Doru í fínum samkvæmisbúningi, sitjandi meðai noktora ungra manna og stulkna, sem sátu við borð' og skemtu sér við spil. Horst horíði á þetta sem snöggvast, svo gekk hann, hryggur í huga tii svefnnerbergis síns. Hann hugsaði með sér, að Doru væri sama um, þó þau skildu. 25. KAFLI. Horst Harkort hefði kannske dæmt konuna sína vægara, ef hann helði séö þá sorg og von- leysi, sem yfirþyrmdi hana eftir þetta kvöld, þar sem hún í algjörðu efunarástandi hafði ieiðst til að taika þátt í gleðskapnum. Það voru Horsts eigin orð, sem höfðu komið henni tii þess, að njóta lífsins á sinn hátt, án hans. Það var saklaus skemtun, sem hún bauð til nokkr- um ungum mönnum og stúlkum, úr nágrenn- inu, en var lagt út henni til lasts. Auðvitað vissi Dora að maðurinn sinn var kominn heim, hann hafði litið inn í herbergið um leið og hann gekk framhjá. Hún fór að hugsa um hvernig hann mundi líta á síg, og þetta tiltæki sitt, þegar hún varð hans vör. Hún ásakaði sig fyrir tilfinningarleysi gagn- vart honum, og bleygðaðist sín svo fyrir þetta, að hún þorði ekki að láta hann sjá sig 1 tvo daga á eftir. Horst áleit þetta sem auðljóst merki þess, hversu mikla óbeit hún hefði á sér. Þau höfðu nú skipulagt heimilislífið á* allt annan hátt, en fyrst eftir að þau komu heim úr brúðkaupsferðinni. Dora borðaði morgun- verðinn sinn í sínu herbergi, og sá ekki mann- inn sinn fyr en á kvöldin, er hann kom heim. Hann spurði þjónustustúlkuna á hverjum morgni hvernig konunni sinni liði, hann fór og stundum upp í saumaherbergið hennar og spurði hana hvort það væri nokkuð sem hann gæti útvegað fyrir hana, sem hún ávalt svaraði neitandi. Þegar hann kom heim, klukkan sjö á kvöld- in, var Dora í dagstofunni, vel og smekklega búin að bíða eftir að kvöldmaturinn væri bor- inn á borð. Horst reyndi af ýtrasta megni að haga sam- tali sínu við hana, meðan á máltíðinni stóð,' þannig, að engin yrði þess fálætis var, sem var milli þeirra, en þrátt fyrir það duldist þó ekki, undir blæju kurteisis og ástúðlegra orða, að eitthvað var ekki sem skyldi milli þeirra. Theresa kom nú sjaldnar til Doru, því frú Sandon var orðin mjög lasin, og hnignaði áðum. Það voru varla liðnir sex mánuðir frá giftingu Doru, þegar gamla frúin dó. Frú Mendal og frú Oldenrich mættust oft hjá Horst, og voru þar æfinlega velkomnir gestir, en yngri vinkonur Doru fóru smátt og smátt að draga sTg í hlé, þeim fór að finnast unga frúin leiðinleg, því hún var hætt að taka þátt í hinum eðlilegu skemtunum æskulýðsins, bæði leikjum og spilum. “Bara að eg fengi að deyja strax,” sagði Dora hálf kjökrandi, þegar frú Oldenrich einn dag- inn var að tala um fyrir henni, í sambandi vicf hennar tilbreitingarlausa líf, og stöðugu inni- veru, hún vildi fá hana til að koma út og ganga með sér til skemtunar. “Eg get ekki látið fólkið sjá mig, eg er hrædd um að einhver þekki mig og bendi á mig með fingrinum, og segi: Þarna er dóttir Júlíusar Sittard!” Rétt fyrir jólin fékk Dora óvænta heimsókn. Hún sat inni í herbergi sínu, með vandasama handavinnu, þegar þjónustustúlkan kom inn og sagði að það væri kona niðri sem óskaði eftir að tala við hana. “Hver er það, Jane,” spurði Dora. “Eg veit það ekki, hún sagði ekki til nafns síns.” “Hvað viLl hún mér þá? Segðu henni að koma aftur þegar Hr. Harkort er heima. Það er sjálfsagt einhver beiðni um peninga til ein- hverrar stofnunar, eða þvílíkt.” “Það held eg ekki,” sagði Jane, með fyrir- litningarsvip. “Hún er hræðilega stásslega búin. Hún hefur afar stóra fjöður í hattinum, hár- lokkarnir hanga ofan að augum.” “Það er þá líklega einhver heldri kona!” sagði Dora forviða. “Sagðirðu það ekki Jane.” “Nei, frú, það sagði eg ekki,” svaraði stúlkan, með sterkri áherzlu. “Mér líður ekki rétt vel í dag og vil ekki fara ofan; spurðu hana að nafni og hvort hún hafi nokkurt brýnt erindi við mig, sem hún þurfi endilega að afljúka í dag,” sagði Dora. Skömmu síðar kom Jane aftur með umslag í hendi. “Hún vildi ekki segja mér til nafns síns, en stakk seðli í þetta umslag. Svo dæsti hún svo mikillætislega, eins og hertogafrú, og hélt að þegar frúin hefði lesið þennan seðil mundi hun ekki hika við að láta sig koma inn, þó hún væn ekki sem best fyrirkölluð. Mér virðist eftir öllu að dæma að hún sé engin hefðarfrú.” Dora brosti að því sem Jane sagði, og opn- aði umslagið; innan í því var seðill, sem skrifað var á, með óvanalegri hendi, orðin: “Frú Richard Sittard.” Kona Richards! Doru brá hastarlega við, hun böglaði saman seðlinum í hendi sér. Hvaða erindi gat hún átt hingað? Hún vissi að Horst mundi ekki líka að hún hefði nein mök við þessa konu. Svo var hun icona Richards, og Horst vissi að hún mundi helst fara til Richards og vera hjá honum, þeg- ar hann kæmi úr fangelsinu. Hún hugsaði, sem svo, að það væri gott að kynnast henni ur því tækifærið bauðst. • “Beiddu hana að koma hingað upp til min, sagði Dora í lágum og veikum róm. Stúlkan gerði eins og henni var sagt, en hristi höfuðið og gat ekki látið vera að tauta fyrir minni ser eitthvað um hana. Hurðin var brátt opnuð og Dora stóð and- spænis Rosu Sittard. Hún var ekki einungis hissa að sjá mágkonu sína, en næstum hrædd við hana, án þess hún vissi af hverju. Ef hún hefði verið meiri mannþekkjari hefði hún fljótt fundið ástæðuna: Rósa leit ekki út, eins og góð, heiðarleg húsfreyja, miklu fremur sem slarkara kvendi. Hún var enn fríð í andliti með falleg bla augu, fallega andlitsdrætti og blómlegar varir sem þó voru málaðar til lítillar prýði. Dora gat ekki skilið hvernig Richard, eitt einasta augnablik gat orðið ástfanginn í henni- En fyrst þegar Richard sá hana var hún ekki púðruð né máluð, og hafði ekki þennan yfir" rætissvip á sér, sem hún hafði tekið upp. Hún var afar vel búin. Hún var í silkikjól með hældragi, fínni selskins kápu og hatt skreytt ann stórri fjöður og mörgum blómum, og með ljósgula hanska á höndunum. Dora stóð undrandi yfir þessu stássi. Hafði mágkonu hennar tilfallið stór auður, eftir að Richard var settur í fangelsið fyrir þessa stolnu tíu punda ávísun? “Þú manst eftir mér vona eg?” byrjaði Rósa að segja um leið og hún dró andlitsslörið til hliðar. “Þú sást mig einu sinni þegar Richard bjo i húsi föðursystir minnar.” “Já eg man það óglögt,” svaraði Dora, og rétti henni hendina. “Því.hefur þú ekki komið fyr til mín? Eg hefði gjarnan viljað vera viðstödd giftingu Richards.” “Ó, við giftum okkur, endurtók Rósa. “Við gátum ekki boðið neinum, það var mjög fátæk- leg gifting. Eg hélt þá líka að þér mundi ekki geðfelt að Richard giftist mér — en það er varla hægt að líta svo á að hann hafi tekið niður fyrir sig, þegar maður hugsar til föður hans. Hún sagði þetta með kæruleysislegu glotti, sem setti Doru stein hissa. “Þú gleymir því víst að þú ert einnig að tala um föður mipn,” sagði Dora, með þótta. Rósa bara ypti öxlum. “Ef þú ert stolt aí ættinni þá gerir mér það ekkert til. Kannske þú sért stolt af Richard Líka, eins og föður þínum? Annar situr í fangelsi og hinn mundi vera þar ef hann hefði ekki verið svo hyggiuu að strjúka úr landi. Það er sem fólk segir um þá báða. Eg veit bara að eg vildi óska að eg hefði aldrei gift mig inn í þá familíu. “Það var sannarlega hörmulegt að þú skyldir gera það,” svaraði Dora róíega. Henni til stórrar undrunar, tók Rósa ur barmi sér knipplaðan vasaklút og hélt upp að augunum. “Eg kom ekki hingað til að jagast við þig> sagði hún í snöktandi róm. “Eg hélt að þu hefðir meðaumkun með mér í sorg minni og örbyrgð. Eg hef altaf elskað Richard, og eg hélt mér væri óhætt að treysta því að systir hans sýndi mér velvild.” Dora komst við að heyra þettá, og spurði hana hvað hún gæti gert fyrir hana. “Ef eg get á einn eða annan hátt verið þér að liði» þá vil eg fegin vera það. Eg hefi verið að hugsa um hvernig þú ferð að sjá fyrir þér.” “Eg flutti þaðan sem við vorum, og borga nú bara sex shillings á viku í húsaleigu, en það er erfitt fyrir mig að afla mér peninga til þess, þó það sé ekki meira.” “Hefurðu nokkra vinnu.” “Já, eg s^uma, þegar eg fæ nokkuð að gera. Hún leit á Doru, eins og til að sanna orð sm. “Eg hefi fengið lítið að gera upp á síðkastið, þess vegna er eg komin í vandræði með husa- leiguna, og eg get búist við á hverjum degi að verða rekin út á götuna. Mig vantar líka peu- inga fyrir mat.” “Það er sorglegt að heyra,” sagði Dora. “En”, bætti hún við með hægð, “því gengui þú í svona dýrum búningi, þegar þú ert í svona mikilli neyð? Eg hefi heyrt að það megi a^a ía mikla peninga fyrir fallega selskins yfirhöfn, eins og þína.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.