Lögberg - 26.10.1944, Page 8

Lögberg - 26.10.1944, Page 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 Ur borg og bygð Til leigu fæst nú þegar ágætt svefnherbergi með aðgangi að eldhúsi; þetta er á úrvals stað í bænum, og er einkar hentugt fyrir aldraða konu. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. o Tvær deildir Kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar, undir umsjón Mrs. J. S. Gillies og Mrs. F. Stephen- son, hafa Home cooking og kaffisölu í samkomusal kirkjunn ar, miðvikudaginn 1. nóv, eftir miðdag og um kvöldið. Konurnar hafa undirbúið alls- konar kjötmat svo sem rúllupylsu og lifrarpylsu. Einnig verður á boðstólum heimabakað kaffi- brauð og kökur og vínartertur: Komið og mætið kunningjunum yfir kaffibolla í fundarsalnum miðvikudaginn 1. nóvembei. • Ársfundur deildarinnar “Brú- in”, í Selkirk, Man., verður haldinn í íslenzka samkomuhús- inu kl. , 8.30 e. h. fimtudaginn 26. þ. m. Félagsmenn gjörið svo vel að fjölmenna á fundinn. • Gefin saman í hjónaband þ. 21. okt., í Islenzku Lútersku kirkj unni í Selkirk, Man. Ralph Os- wald Russell Air Observer R.C. A.F., Gimli, Man., og Sigrún Helga Elizabeth Thorvaldson, 537 Evaline St., Selkirk. Að giftingarathötn afstaðinni sátu um 50 manns vandamenn og vinir brúðhjónanna ágæta veizlu að heimili foreldra brúð- arinnar, Mr. og Mrs. Einar Thor- valdson á Eveline St. Sóknarprestur gifti. • Þann 12. okt. 1944 fór fram að heimili þeirra Aðalgríms Heið- manns og konu hans rausnarleg veizla og í alla staði myndarleg. Var það í tilefni af giftingu dótt- ur hans Brynjólfínu, sem þann dag gekk að eiga John Henry Barr, ungan bónda suður af Glen- boro þorpinu í Argyle bygðinni. Sá er af írskum ættum og komu foreldrar hans James Arthur Barr og Sarah Jane snemma á árum til bygðarinnar frá Ontario og festu hér sitt ættaróðal, og farnaðist vel. Foreldrar brúðar- innar hafa nú lengi búið norð- vestur af Glenboro, sómabúi. Er Er Aðalgrímur trésmiður góður og hefir jafnan barist fyrir sjálf- stæði sínu efnalega með mikilli elju, enda þótt stórri fjölskyldu ætti fyrir að sjá. Kona hans hefir verið honum þar samhent í öllu og því hefur svo vel farnast. Brúðkaupsveizluna sátu um 70 manns íslenzkra ættingja og vina og svo.nágrannar og aðrir vinir enskir. Var gaman að sjá slíka risnu og myndarskap á sveitaheimili vestan hafs og vita þar góðan íslending að baki. Ungu hjónin setja upp búskap á ættaróðali brúðgumans þegar þau koma heim úr brúðkaups- förinni. Séra E. H. Fáfnis gifti. Gjafir í minningarsjóö Jórunar Líndal. Jón Sigurðsson Chapter I. O.D.E. $25.00. Dr. og Mrs. Merkel ey $10.00. Mrs. Mary Sutherland, Revelstoke, B.C. $5.00. Meðtekið með þakklæti. Mrs. J. B. Skaptason • Þann 25. september s. 1., voru gefin saman í hjónaband að Fort Smith, North West Terri- tories, þau Sigrún Mae. dóttir þeirra Mr. og Mrs. R. S. Benson, Selkirk, og Ralph Jordine frá St. John, Newfoundland. Heimili þeirra verður að Rocher River, N. W. T. • Heimilisfang herra Elíasar Elíassonar, sem lengi átti heima í Árborg, er nú að 563 Victor St. hér í borginni. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Prestakall Norður Nýja íslands 29. okt.—Geysir, messa og árs- fundur kl. 2 e. h. Riverton, minn- ingarathöfn (L. Corp. Sigurður Jóhannson), kl. 8 e. h. 5. nóv.—Riverton, íslenzlt messa og ársfundur kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. 9 Áætlaöar messur í Selkirk. Sunnudaginn 29. okt. Sunnudagaskóli kl. ll|árdegis, íslenzk messa kl. 7 síðdegis. Umtalsefni: Ævarandi þýðing siðbótarinn- ar. Allir velkomnir. S. Ólafsson. 9 Lúterska kirkjan í Blaine, Wash. Séra Guðm. P. Johnson, prestur. Heimili: 322-3 Street. Sími 782. Sunnudagaskóli kl. 10 f. h. Messur kl. 11 f. h. á hveijum sunnudegi, á ensku 1. og 3., en íslenzku 2. og 4. sunnudag í hverj um mánuði. Söngæfingar á hverjum mið- vikudegi kl. 4 e. h. Ungmennafélagsfundir annan bvern sunnudag kl. 7 e. h. Allir velkomnir. Sunnudaginn 29. okt. messar séra H. Sigmar á Gardar kl. 11, Péturskirkju, Svold, kl. 2,30, ensk messa og Vídalínskirkja kl. 8 að kveldi, líka ensk messa. Allir velkomnir. Messa í Upham N.-Dak. Sunnudaginn 29. okt., kl. 2 e. h. Bæði málin notuð. Allir velkomnir. • Messuboö. Ensk messa á Oak Point kl. 2 e. h., sunnudaginn 29. 'okt. íslenzk messa að Lundar kl. 2 e. h., sunnudaginn 5. nóv. Umræðuefni að Lundar: “Hvert er betra vegleg kirkja eða viðunandi heimili?”' 1 til- efni af umsögn Dr. Niels Dungal um hina fyrirhuguðu Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Allir velkomnir. H. E. Johnson. 9 Guösþjónustur viö Churchbridge Þakkargjörðar guðsþjónusta og altarisganga í Lögbergssöfn- uði þ. 29. okt. Þann 5. nóv., afmælis guðs- þjónusta Concordia safnaðar. Verður vandað til þessarar at- hafnar eftir megni. Safnaðar- menn allir ættu að finna hvöt hjá sér, að vera viðstaddir; allir aðrir veikomnir. Það væri eftir konum Concordia safnaðar, að gera manni gott í munni eftir athöfn þesso. Minnumst þessa merka og merkilega dags safn- aðarins. S. S. C. Þess má geta, sem gjört er Eftir S. BALDVINSON Þó nú séu alvarlegir tímar í heiminum, má ekki loka augun- um fyrir þeim þjóðnytja málum, sem á dagskrá eru, og svo þýð- ingarmikil, að hver maður með heilbrigða skynsemi verður að veita slíku athygli. Það var ekki smávegis stjórn- málabót, þegar núverandi leið- togi vor Mc Kenzie King, fékk lögleiddan ellistyrk til handa örvasa fólki í Canada, þó sá galli fylgdi gjöf Njarðar að allir sem ekki töluðu enska tungu voru útilokaðir frá að njóta hans. Öldungadeild Ottawa bingsins feldi að vísu það frumvarp, því Conservativar voru þá þar í meiri hluta, en Mr. King knúði það mál í gegn með afli atkvæða og á miklar þakkir skilið fyrir, nú og æfinlega, og verður ætíð talið þjóðar sæmd, því fátt er óviðfeldnara en að sjá örvasa fólk illa fætt og klætt. Og nú á síðastliðnu sumri hefir King stjórnin hrint öðru stór- máli af stokkum, sem hún mun lengi fá lof fyrir, en það er fjöl- skyldu styrktar málið, og er öðr- um þjóðum til fyrirmyndar. Oss má vera það minnisstætt, að árið 1940, þegar tvítugu ung- lingarnir voru kvaddir í herinn, var nálega helmingur þeirra ófær til hernaðar, vegna fæðuskorts í Bennetts hallærinu 1930—1936, sem lengi verður svartur kafli í sögu Canada, því það voru nægtir allra lífsnauðsynja í landinu, en verðlausar. En það gall fljótt í þeim skjá, er þetta mál var leitt í lög, Conservativar telja það nú kosningamútu “Baby bonus”, og fleira, að lík- indum af því þeir óttast að Liberal flokknum aukist fylgi fyrir þessa stjórnarbót, sem og er eðlilegt, og sjálfsagt ef öll sanngirni er tekin til greina. Við skulum nú athuga ofur- 'lítið spilin, eins og þau liggja á borðinu, og vil eg strax taka það fram að eg er jarðbundinn heimsmaður, meðan eg lifi í þess- um heimi, og álít því mjög á- ríðandi áð allar þjóðir vinni sam- an að velmegun heimsins, en þó séu mismunandi þjóðmegunar- mál tekin til greina. Það er nú samt viðurkennt af vitrum mönnum, að hinn besti auður hverrar þjóðar, séu hraust ir, og vel mentaðir menn, og verður því varla hnekt. En hverjir eiga að ala upp hraust fólk til að byggja upp okkar víðáttumikla og auðuga land? Hin efnaða stétt þjóðar vorrar neitar alveg þeirri þjóðar- nauðsyn, og verður því að kasta þeirri byrði alveg á bak bænda, og borgarastéttinni, og hefir hún orðið að gjöra það hingað til og verður að gjöra það enn, endur- gjaldslaust, og leggja þá fram í Norðurálfustríð skilyrðislaust, hve sárt sem þeim hefir sviðið það. Bændum hefir nú aldrei verið vorkent slíkt, og venjulega gjört sér að.góðu kjör sín, og getað yfirleitt séð um sinn hag í þessu landi, en verkamenn og daglauna menn í bæjum og borgum, hafa löngum fengið að kenna á kulda og ósanngirni auðugri stéttanna, og skal eg aðeins nefna þá ó- virðu, sem nú er að verða algeng hér í borginni Winnipeg, að reka út úr hverju fjölbýlishúsi, þau ung hjón, sem eignast hafa barn í staðinn fyrir að þau ættu að hafa einkarétt til hins besta húsaskjóls, sem kostur er á, á meðan börn þeirra eru í bernsku. Það vita engir eins vel og þeir, sem sjálfir hafa lagt á sig, að ala upp stórar fjölskyldur, frá 6—16 börn, hvað það er erfitt verk, og vandasamt, og eftir minni skoðun þjóðarskylda að styrkja ofurlítið þá sem ánægju hafa af að ala upp myndarleg börn. Nú hefir Mr. King gjört þjóð vorri þann heiður að styrkja þessa stétt manna, sem svarar ti: húsaleigu fyrir þá borgara sem 4—5 börn eiga, og fær náttúr- lega ámæli, og vanþakklæti fyrir hjá afturhaldsmönnum, og sýnir það glögt þröngsýni þeirra í þjóð málum. Margt er það fleira, sem þyrfti að lagfæra hér í atvinnu- málum, til að mynda að borga eins hátt kaup fyrir tímavinnu eða erfiðustu verk, til að mynda kolavinnu, grjót og sandvinnu og leirvinnu, eins og smíða og bygg- ingavinnu, því hún er bæði óholl og fatafrek, og ætti að vera vel borguð, en er það ekki ennþá. MINNINGARORÐ Þess var nýlega getið í íslenzku blöðunum, að Mrs. Sigríður Ingi- björg Jackson að Elfros í Sask., hefði látist á sjúkrahúsinu í Wadena. Hún var fædd í Win- nipeg 6. ágúst 1890. Foreldrar hennar voru þau: Eiríkur Sumar liðason og Þorbjörg Jónsdóttir. Eiríkur var ættaður úr Borgar- firði vestra og var búfræðingur frá Ólafsdal. Hann var móður- bróðir Arnrúnar skáldkonu frá Felli. “Þorbjörg var systurdóttir Andrésar Fjeldsted á Hvítárvöll- um og þeirra bræðra. Haustið 1911 giftist Ingibjörg Eymundi Jackson bónda að Elfros í Sask., þau eignuðust 4 börn, eina dóttur: Þorbjörgu, Mrs. H. S. Henderson, í Moose Jaw í Sask., ,og þrjá syni: Þor- vald að Elfros, Guðjón W.O-1 R.C.A.F., Gander Bay í Nýfundna landi og Henry Kristinn Corp. R.C.A.F. í White Horse í Yukon. Auk barnanna lifa hana fjögur systkini, ein systir: Jónína, kennari í Winnipeg, og þrír bræð- ur: Leifur, deildarstjóri hja Eatons félaginu í Winnipeg, Henry og John í Wancouver B. C. Mrs. Jacksan misti mann sinn í október mánuði 1923. Hún lézt á sjúkrahúlsinu í Wadena 23. september s. 1., af heilablóðfalli; lifði aðeins örfáa daga eftir að hún veiktist. Jarðarförin fór fram 26. sama mánaðar frá Sam- bandskirkjunni í Elfros, (United Church). Hin látna var vel gefin kona, fríð sýnum og tilkomumikil. Hún var frábærilega glaðvær, bjart- sýn og félagslynd — sannkölluð sól á heimilinu. Öll gæði lífsins galt hún fullu verði, jafnt gleði og sorgir hamingj- unni fól, og heimilið að himnaríki gerði — á himni þeim hún skein sem stöðug sól. Sig. Júl. Johannesson. Hatur vekur illdeilur, en kœrleikurinn breiðir yfir alla bresti. Salómon. 9 Þar, sem engin stjórn er, þar fellur þjóðin, en þar, sem margir ráögjafar eru, fer allt vel. Salómon. 9 Hygginn er sá, er á sumri safnar, en skammarlega fer þeim, er um kornsláttinn sefur. Salómon. Wartime Prices and Trade Board Skömtunarbók númer fimm. Nú, þegar búið er að útbýta skömtunarbókunum, er fólk beð- ið að fullvissa sig um að inni- hald bókanna sé sem hér segir: Það eiga að vera ellefu seðla síður og eitt spjald í hverri bók. Fyrsta síðan er með ljósrauð- um sykurseðlum, sú næsta með dökkgulum sætmetisseðlum. Þar næst eru tvær síður með fjólu- bláum smjörseðlum, fyrri síðan byrjar með númer 90, sú næsta með númer 115 á eftir smjörseðl- unum eru tvær síður af brúnum seðlum, sú fyrri byrjar með nr. M-l, sú síðari með M-26. Næst er síða af ljósgulum seðlum P1— P25, og önnur með dökkum seðl- um Q1—Q25. Þar á eftir tvær bláar síður, sú fyrri byjrar með Rl, sú síðári með R26. Þeim fylgja grænir seðlar S1—S25. Aftast í bókinni er spjald R.B. 191, þetta spjald verður notað næst þegar bókum er úthlutað. Ef nokkur hefir bók sem ekki er rétt, er hann beðinn að skifta henni fyrir fullkomna bók við fyrsta tækifæri. í stærri bæjunum eða þar sem W. P. T. B. hafa skrifstofur verð • ur bókunum skift á aðalskrif- stofunni. I Winnipeg fást bækurn ar hjá W. P. T. B. á neðsta gólfi í Power Bldg., Portage Ave. I bæjarhverfum og út um lands- bygðir er fólk beðið að skifta þeim á Local Ration Board skrif- stofunum. NiðursoÖið Grapefruit skamtaö. heim. Get eg fengið niðursuðu- sykur seðla með nýju skömtun- arbókinni hans? Svar. Já. Ef beðið er um skamt- inn fyrir 31. október. Spurt. Það var ekki mögulegt fyrir mig að sækja bók númer fimm á úthlutunartímabilinu. Hvar fást þær nú? Svar. Bækurnar fást ekki fyr en eftir 6. nóvember. Umsóknir eiga að sendast til W. P. T. B. Info’rmation Desk, Main Floor. Power Bldg., Portage Ave. Sykur seðlar 44 og 45, Smjör- seðlar 82 og 83, Sætmetis seðlar 31 og 32, ganga allir í gildi 26. október. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg- The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 Niðursoðið grapefruit í gler- glösum, sem ekki *hefir verið skamtað síðan í ágúst mánuði, er nú aftur skamtað. Það fást tuttugu únzur með hverjum sæt- metisseðli. Spurningar oq svör. Spurt. Sonur minn hefir fengið herlausn og er nú alkominn Minniát BETEL í erfðaskrám yðar FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LOÐFÖTUM HJÁ Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsjek ð PERTH S MASTER FURRIERS 484 PORTAGE AVE. Just west of the Mall SKRAUTLEGT HALSLIN til hauátsins- Hér er nú á boðstólum mikið og fagurt úrval hálsbinda, sem bæði eru hagkvæm til afnota og mátulega löng; þau eru jafnt fyrir eldri sem yngri og fullnægja allra kröfum; þau eru svo vel fóðruð, að þau tapa aldrei lagi. Hvert á . 65c 2 ‘j'* $1.25 Men’s Furnishings Section The Hargrave Shops for Men Main Floor ~*T. EATON C°u»™

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.