Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 Aðmíráll Sir^ Bertram Home Ramsey, sem var skipaður flotaforingi sameinuðu þjóð- anna í október mánuði 1943. Aðal herbúðir hans eru í London. ar, miklu fremur en fyrirrenn- arar þeirra voru, fyrir svo sem mannsaldri síðan. Það segja hermennirnir manni. En þó er þjálfunin miklu erfiðari og fórnirnar, sem hver og einn færir, miklu þyngri. Varla hefir nokkur maður fengið tíma til að ná sqr eftir að hafa fengið tilkynningarnar um hina óhemju háu skatta, fyr en hann er sendur til einhverr- ar einmanalegrar of afskekktr- ar eyjar langt í norðri, þar sem vetur ríkir meirihluta ársins, og þjónustan er erfiðari en orð fá lýst. Og sömu sögu er að segja um fólk af öllum stéttum. Enginn möglar þó hið minsta. Alls- staðar þar sem eg fór, þótti mér mikið til koma hins allsherjar stuðnings, sem ríkisstjórnin á að fagna í hlutleysisstefnu sinni. Svíar eru þess meðvitandi, að þeir geta verið þakklátir fyrir margt. Konurnar vinna sitt verk. Konurnar taka glæsilegan þátt I vígbúnaði Svía. Hundruð þúsunda þeirra gera sitt í hin- um mörgu hjálparsveitum og öðrum flokkum, eins og Lottu- sveitunum, Sjólottunum, Rauða Krossinum, Bláu stjörnunni, Heimavarnarliðinu. Bifreiða- sveitunum, loftvarnasveitun- um, skyttuflokkunum o. s. frv. Maður sér þær allsstaðar í hin- um laglegu eikennisbúningum sínum. Einnig er það mjög gleðilegt að sjá, hvernig kvenþjóðin hef- ir sætt sig við nauðsyn þjóðar- heildarinnar, fallegar stúlkur ganga í trésóluðum skóm, hús- freyjur með börn, vinna í her- gagnasmiðjum en í tómstund- um sínum sauma þær og prjóna fyrir Finna eða Norðmenn. Og þreyttir viðskiftajöfrar fara á hjólhesti gegnum krapelginn á götunum á veturna. Eg sá ekki í Svíþjóð fólk, sem situr og" horfir á stríðið og líður vel, eg sá þar þjóð, sem líður mjög af hafnbanninu, en sem er ákveðið að komast heil út úr þessu voðaveðri, og reyna um leið að varpa bjarg- hringjum til nágranna sinna, sem eru svo mjög hjálparþurfi. Það sem eg sá, var þjóð, ró- leg og virðuleg, eins og hún allt af hefir verið, en sem hafði spennt beltið fastar, látið sér lynda þótt hún yrði að hætta við að hafa “Smörgaasborð” og sem hafði lagt á hilluna fram- faraáætlanir sínar meðan stríð- ið stendur. Eg sá sameinaða þjóð, sem einhuga stendur að baki konungi sínum og ríkis- stjórn, og sem er reiðubúin að taka hverju, er að höndum ber. “Vér getum nú horft örugg- ir mót framtíðinni”, segir Jung yfirhershöfðingi, “vegna þess að vér erum nú í ' sannleika þjóð undir vopnum.” GUÐJÓN ÍSFELD Jafnvel þótt dánarfregnir sunn an úr Minnesota birtist ekki mjög oft í Winnipeg blöðunum nú orð- ið, þá vil eg biðja Lögberg fyrir fáein minningarorð um mætan mann, sem kvaddi þessar bygðir á síðasta vetri. Maðurinn var Guðjón Isfeld, landnemi og búhöldur í Lincoln County bygðinni fyrir vestan Minneota. Gúðjón var af góðu fólki kom- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson og Rósa Jónsdóttir, sem lengi bjuggu að Grundarhóli á Hóls- fjöllum. Þeirra hjóna er að góðu getið í æfisögu Friðriks heitins Guðmundssonar. Á Grundarhóli var Guðjón fæddur 22. dag febrúarmánaðar árið 1854. Hann ólst upp í föður- húsum, og kvæntist árið 1878, Aðalbjörgu Jónsdóttur, sem tveim árum áður hafði mist fyrri mann sinn, Árna Jónsson á Skörðum í Reykjahverfi. Eitt ár bjuggu þau Guðjón og Aðalbjörg á Grundarhóli. En ár- íerði var nokkuð stirt um þær mundir og mikið um vesturfarir, og afréðu þeir feðgar að leita gæfunnar í vesturátt eins og fleiri. Guðjón flutti þá með konu sinni og föður og yngri systkin- um vestur um haf og kom til Minneota 25. dag júlí mánaðar 1879. Gjafalönd stjórnarinnar voru þá að mestu upptekin í báðum íslenzku bygðunum, en Guðjón réðist í það með sveitunga sínum Sigbirni Þorsteinssyni, að kaupa mann úr landnámi vestur í Iiálsa bygð, eins og oft var gjört í þá daga. Eftirgjöfin kostaði þá félaga 300 dali; á landinu voru nokkrar ekrur plægðar, en eng- in húsakynni. Sigbjörn seldi Guðjóni sinn hlut í þessum kaup- um árið eftir, og þar settu þau bú saman, Guðjón og Aðalbjörg, og nefndu jörðina Grund, og heimilið heldur því nafni enn i dag. Þau bjuggu þar allan sinn búskap. Guðmundur faðir Guðjóns átti heimili þar á Grund. Hann var dugnaðarmaður með afbrigðum, góðhjartaður og guðrækinn vel. Hann var blindur síðustu fimtán árin, en lét ekki af störfum fyrir því. Bygðarfólkið minnist þess enn í dag, að Guðmundur lét sonarson sinn ungan leiða slg að haustlagi um maís akurinn og svifti þar rösklega korn-hnúð af hverri stöng eins og aisjáandi maður. Guðjón þótti líkjast mjög föð- ur sínum að skapferli og mann- kostum. Hann var búhöldur mikill, kappsamur, ráðvandur í viðskiftum og góður kirkjumað- ur alla ævi. Og þá spilti ekki konan fyrir. Aðalbjörg var talin með fremstu konum í bygðinni, félagslynd, stjórnsöm á heimili, hneigð fyrir bækur, gestrisin og skemtileg í viðræðum. Heimilið var annál- að fyrir rausn og myndarskap og hjáipsemi við íátæka jafnvei á frumbýlingsárum, þegar oft var af litlu að miðla. Erfið voru þó mörg ævisporin fyrir þeim Grundarhjónum. Stofnfé var lítið 'sem ekki neitt til að byrja með. Það litla sem þau komu með að heiman mun hafa gengið í landkaupin. Og fátæktin hafði hemil á fiestum framkvæmdum lengi fram eftir. Þar við bættust sorgir miklar og þungar; sex börn þeirra hjóna létust í æsku; en þau hjónin báru þá harma, og annað böl, með trú og sálarþreki. Á fyrstu árum var e^-fitt um peningalán, vextir voru háir og gengið hart eftir ef ekki var skilvíslega borgað. Einu sinm þegar Guðjón hafði fengið nokk- ur hundruð dali að láni, fékk hann dregið saman nógu mikið fé til að borga rentur og höfuð- stól nokkru áður en skuldin féll í gjalddaga. En þá vildi lánveit- andinn ekki taka við höfuðstóln- um, þótti honum betra að eiga fé hjá Guðjóni og fá rííiega vexti með góðum skilum, heldur en að koma peningunum annars staðar á leigu. Guðjón haiði feng ið annan íslending, ensku lærð- an, tii að annast þessa borgun fyrir sig; sá maður lek á lán- veitandann, svo að hann tók við allri upphæðinni, og þar með var þeirri skuld lokið. En Guð- jóni þótti miður þegar hann heyrði um brelluna; hann vildi engan mann beita brögðum, jafn- vel ekki þegar málstaðurinn var svona góður. Smám saman komust Grundar- hjónin í allgóð efni. Á öðrum áratug þessarar aldar, þegar synir þeirra þrír voru komnir á legg, létu þau reisa á landi sínu veglegasta íbúðarhúsið í Vestur- bygð; og alt af síðan hefir bún- aður verið rekinn í stórum stíi á því heimili. Og þar hefir öft verið gestkvæmt, bæði fyr og síðar. Fáir íslendingar koma svo í þessar bygðir, að þeir ekki reyni að heimsækja Grundar-fólkið. Árið 1928 misti Guðjón sjón ina. Synir hans tóku þá við bús- forráðum, Sigtryggur og Lúter, en Rose dóttir hans annaðist heimilið með móður sipni. Og Guðjón hélt áfram störfum svo lengi sem kraftar entust; mjólk- aði kýr kvölds og morguns árum saman; bútaði brenni og gjörði önnur verk, alt þangað til heilsan bilaði, einum þrem árum áður en hann dó. - Aðalbjörg lézt í febrúarmán- uði árið 1933 og um haustið i október misti Guðjón eldri dótt- ur sína Rose. Það voru stór áföll fyrir sjónlausan mann og elli- hruman; en honum bilaði hvorki trúin eða þolgæðið. Guðjón var maður vel kristinn alla ævi; og mér fanst trúin þroskast hjá honum eftir því sem leið á ævi- árin. Hann var innilega glaður að heyra íslenzk trúarljóð, einkum Passíusálmana, og kafla úr Nýja testamentinu; og beið vonglaður eftir lausninni. Tuttugastá og fyrsta dag des- ember mánaðar, á síðasta vetri, var Guðjóni veitt lausnin. Hann var þá rétt að segja níræður. Útförin vár mjög fjölmenn og fór fram að lúterskum sið í kirkju og grafreit Lincoln safn- aðar. Fylgdu bygðarmenn honum til grafar með söknuði og hlýj- um endurminningum. Guðjón lætur eftir sig fjögur börn á lífi: Sigtryggur og Lúter búa á Grund; Steingrímur 'oyr a öðru landi skamt frá; Margrét, Mrs. Christian W. Arason, býr í St. Paul. Af barnabörnum, 10 að tölu, eru þrjú útskrifuð af University of Minnesota. — Will- ard, sonur Tryggva er vélfræð- ingur á flugvélaverkstæði miklu í Austur ríkjum. Bróðir Guðjóns John Isfeld, býr nú í Minnesota. Lengi lifi minning hjónanna á Grund! DANARFREGN Sunnudaginn 10. okt., s. 1., lézt að heimili sínu í nánd við Blaine, Wash., sómamaðurinn Sigmundur Sigurðsson Laxdal, tæpra 75 ára að aldri, fæddur 23. október árið 1869 á Krossa- stöðum á Þelamörk. Hann var sonur sjálfseignarbóndans þar, Sigurðar Sigurðssonar og konu hans Maríu Guðmundsdóttir frá Moldhaugum við Eyjafjörð. Sigmundur fluttist með for- eldrum sínum til Ameríku árið 1888, settist að í N.-Dak. og árið 1894 þann 4. dag nóvember mán- aðar giftist hann sinni eftirlif- andi konu, Sigríði Jónatansdótt- ir, þau bjuggu allan sinn búskap í N.-Dak., að undanteknum hin- um tveimur síðustu árum æfi hans, að þau fluttu vestur til Kyrrahafsstrandarinnar, og hér í nánd við Blaine höfðu þessi merku hjón búið aðeins rúmt ár. 7 börn lifa föður sinn og eru þau 2 dætur og 5 synir, Mrs. S. J. Thordarson að Macoun, Sask., Canada og Mrs. Helgason í Seattle, Wash. Synirnir eru þeir Sigurður, Jónatan Leo, Helgi, Franklín og Martez, allir að Gardar, N.-Dak. Einnág lifa Ságmund sál. 2 bræður, Jón og Þorsteinn, báðir í Canada, systurnar eru þær Mrs. J. S. Sigurdsson, Ina, Margrét, Guðrún og Mrs. Snorri Kristjáns s’on, einnig 15 barnabörn. Sigmundur sál. var jarðsung- Lútersku kirkjunni í Blaine, að inn, laugardaginn 14. október frá mörgu fólki viðstöddu, hann var lagður til hinztu hvíldar í graf- reit Blaine bæjar. Séra Guðm. P. Johnson talaði yfir moldum hins látna góða og göfuga sómamans, hans verður nánar getið síðar í íslenzku blöð- unum. G. P. J. G. G. V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED AFAR BRVN ÞiillF fc*«Aa°g w\rta SELECTiVE SERVICE REGLUR ÞÆR SÖMU OG i FYRRA Eins og 1943 er pappírsviðartekja skoðuð sem nauðsyn- legur stríðsiðnaður. Þetta sannar, að þér megið höggva pappírsgerðarvið, og haldið óskertri aðstöðu yðar sem bóndi, ef þér njótið frests frá heræfingum, og víst sé, að vetrarframleiðsla á búgarðinum bíði ekki við það hnekki. f Tryggið yður skógarvinnu nú þegar, og hverfið til bú- garðs yðar með vorinu. Félög eru nú að ráða menn yfir vetrartímann. Með samþykki: A. MacNAMARA, Director of Sclectivc Bervice. Fyrir SKÓGARHÓGG SPYRJIST FYRIR HJÁ: Næstu ráðninga eða Selective Service skrifstofu eða næsta fylkisstjórnar landbúnaðarumboðsmanni, eða næstu Búnaðarmálanefnd, eða þér gerir samning við umboðsmenn viðar- og pappírs- félaganna, sem National Selective Service hefir viðurkennt. Réttast er að fara til félagsins, sem þér unnuð fyrir áður. KOMIÐ STRAX THE PULP AND PAPER INDUSTRY 0F CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.