Lögberg


Lögberg - 26.10.1944, Qupperneq 7

Lögberg - 26.10.1944, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 7 Heimsókn til Pontecorvo Grein þessi, sem er eftir Oscar Janson og þýdd úr hinu víðlesna blaði Göteborgs-Post- en, fjallar um heimsókn höf- undarins til borgarinnar Pont- ecorvo á Italíu nokkru fyrir stríðið, en hennar var getið í herstjórnartilkynningum, þeg- ar ákafast var barizt um Cass- ino. Það er heldur ekki að ástæðulausu, þótt Svíar hafi áhuga fyrir borg þessari, því að Bernadotte, sem síðar varð Karl Jóhann Svíakonungur, var fursti af Pontecorvo, og mynd af brúnni við Pontecorvo var tekin upp í skjaldarmerki. Svíþjóðar. I7R fréttirnar af orustunum við " Cassina á Italíu bárust, var meðal anars komizt að orði á þessa lund: “Brúin yfir Pontec- orvo skammt frá Cassino var einnig hæfð sprengjum.” Pontecorvo! Það nafn ætti að vera kunnugt flestum Svíum, sem lesið hafa sögu lands síns og þjóðar, því að þar er þess getið í sambandi við hina mörgu titla Bernadottes, er hann bar, þegar hann var skipaður kon- ungur Svía, en hinn síðasti titla hans var “fursti af Pontecorvo.” En þó munu þeir vera næsta fá- ir hér á norðurvegum, sem vita, að “furstadæmi” þetta er í hér- aðinu Caserta á ítalíu, nær miðrar leiðar milli Napoli og Rómaborgar. Borg þessi var, ásamt hérað- inu umhverfis, furstadæmi í eigu páfa á árunum 1503—1806. Árið 1806 gaf Napoleon Berna- dotte marskálki það, en árið 1810 fóll svo Pontecorvo í hlut Murats, konungs yfir Napoli. Pontecorvo hefir með öðrum orðum orðið vettvangur hinnar geisandi styrjalda. En nafn þetta vekur eigi aðeins endur- minningu um gamlar og ryk- fallnar kennslubækur. Það vek- ur mér og endurminningu um skemmtilega heimsókn í þetta forna furstadæmi. Þá var friður í landi, og hundrað þúsundir ferðamanna sóttu ítalíu heim ár hvert. Þó hafði Pontecorvo lítt af ferðamanastraumi þess- um að segja, en það, að mér var um það kunnugt, að borgin hafði einu sinni talizt eign sænsks konungs, var mér að sjálfsögðu næg ástæða til þess að gista hana, er eg var á ferð um ítalíu fyrir nokkrum árum. Járnbrautarstöðin á leiðinni frá Napoli til Rómaborgar heit- ir Aquino — Castrocielo — Pontecorvo og ber hún heiti þriggja hinna stærstu nærliggj- andi héraða, eins og siðvenja er á ítalíu. Þaðan er sjö kíló- metra vegalengd til Ponlecor- vo. Blómin prýddu skurðbakk- ana, og lævirkjasöngur barst ut- an af ökrunum. Eg hefi lagt helming leiðarinnar að baki, þegar vörubifreið bar að. Hún nam staðar, og eg þáði með þökk um boð bifreiðarstjórans um að gerast förunautur hans það, sem eftir var til Pontecorvo. Fólk flykktist að, þegar bif- reiðin nam staðar á strætinu í Pontecorvo. Það var ekki til að tala um, að eg greiddi fyrir far- ið. “En mér þætti gaman að vita,” mælti bifreiðarstjórinn, “hvers vegna herrann er kom- inn hingað alla leið frá Sví- þjóð.” Þegar eg hafði gert hon- um grein fyrir þessu, hélt bif- reiðarstjórinn áfram máli sínu:' “Jæja, svo að sænskur konung- ur hefir þá verið fursti yfir þessu landshorni.” Þegar eg skýrði svo frá því, að í sænska skjaldarmerkinu væri meira að segja mynd af brúnni við Pontecorvo, færðist heldur en ekki fjör í samræð- una. Giovanni hafði verið í Bandaríkjunum, og hann var meira en lítið hreykinn af kunn- áttu sinni í ensku. Hann var boðinn og búinn að greiða för i mína, og gaf Beppino syni sín- um þegar fyrirmæli í því skyni. Hann átti að sýna mér brúna og annað það í borginni, sem vert var að sjá. “Það kostar ekkert, herra minn.” Borgin stendur fyrir botni dalsins og hefir fengið nafn sitt af bogabrúnni, sem liggur yfir ána, en vel getur verið, að brú- in, sem nú er, sé önnur en sú, sem Bernadotte lét setja mynd af í skjaldarmerki sitt. Þrettán atvinnuleysingjar héldu sig á brúnni, og annar hópur slíkra manna sló hring um mig, þegar eg kom mér fyrir uppi á malarbing skammt frá brúnni og teiknaði smámynd af henni. Grá hús úr leir gat að líta í brekkunni, og uppi á hæð- inni reis kirkja með gnæfandi turni. Fólkið, sem maður sá, var allt fátækt og óhreint en kon- urnar báru allar sérkennilegan höfuðbúnað, klút, sem var hnýtt I ur saman yfir hvirflinum. Frá kirkjunni barst söngur bama- kórs, sem söng hina fögru sálma. Raddir barnanna voru svo fagr- ar, að unun var á að hlýða. Nokkrir prestar gáfu mér þær upplýsingar, sem mér lék mestur hugur á að fá. í borginni voru fjórtán kirkjur og fimmtán þúsund íbúa. En prestunum var alls ókunnugt um “furstann af Pontecorvo”, sem varð kon- ungur Svía. í krá borgarinn- ar, þar sem enga óáfenga drykki var að fá, ekki einu sinni kaffi, var margt um manninn, og flest ir voru meira eða minna við skál. Það er mál manna, að Berna- dotte hershöfðingi muni aldrei hafa litið furstadæmi sitt aug- um. íbúarnir í Pontecovo lifðu aðallega á tóbaksrækt, silkiiðn- aði og vínyrkju. Á flestum býl- um var aðeins ein stór bygging, en hvarvetna gat að líta stóra hálmstakka. Á einu býlinu sá eg að notazt var við ávaxtatré sem hænsnakofa. Þegar eg var aftur á leiðinni til járnbrautarstöðvarinnar, bar fjaðralausa kerru að. Ekillinn var seytján ára gamall piltur, Ermand að nafni. Eg klifraði upp í kerruna til hans og hugð- ist efna til samræðu við hann, en af því varð þó ekki, því að Ermand söng við raust. Þegar eg spurði hann einhvers, svar- aði hann með því að kinka kolli eða hrista höfuðið án þess að hætta söngnum. Brátt vorum við komnir að afleggjaranum, sem lá til járn- brautarstöðvarinnar, og eg hugð- ist fá Ermand nokkrar lírur, en það var ekki nærri því kom- andi, að hann fengist til þess að' veita þeim móttöku. Hann hætti að syngja, roðnaði upp í hársrætur og færðist undan þvi að taka við fénu. Hann var ófáan- legur til þess að þiggja greiðslu fyrir þannan greiða. Eg lagði leið mína eftir veg- inum til járnbrautarstöðvarinn- ar. Ermand var tekinn að syngja á nýjan leik. Eg hlaut að hrífast af þessu fólki, sem byggði Ponte- corvo, jafnframt því, sem eg undraðist háttu þess. Bifreiðar- stjórinn var alls ófáanlegur til þess að leyfa mqr að greiða hon- um farið. Beppino þáði enga þóknun fyrir að vera leiðsögu- maður minn, og það var engu líkara en línurnar hefðu brennt Ermand. Og það á ítalíu —. En þegar eg gerði förina til Pontecorvo að umræðuefni í Norðu'rálfúklúbbnum í Róm skömmu síðar, fræddi einn kunn ingi minn mig á því, að hann hefði árið áður lagt leið sína til Pontecorvo og reynzt fólkið þar hið kröfuharðasta á allar greiðslur. Já, svona getur það gengið til. Jafnvel hinum fögru hugsunum mínum í garð íbúa hins forna furstadæmis Karls Jóhanns hafði verið spillt. Og nú hefir hildarleikurinn borizt til þess- arar kyrlátu borgar og brúin, sem varð svo fræg að komast í skjaldarmerki Svíþjóðar, verið hæfð sprengju. Alþbl. Tveir kunningjar, sem ekki höfðu sést um hríð, mættust á götu. Annar þeirra gekk við hækjur. “Heyrðu,” sagði hinn, “hvað gengur að þér?” “Eg varð undir strætisvagni,” sagði hækjumaðurinn. “Hvenær gerðist það?” “Fyrir sex vikum.” “Og verður þú að ganga við hækjur ennþá?” “Já, að vísu segir læknirinn mqr að eg þurfi þess ekki, en lögfræðingurinn minn heimtar að eg geri það þangað til skaða- bótamálinu er lokið.” Þetta er sagan af Stebba . . . FYRIR ÞVl NÆR ÞRJÁTIU ÁRUM fæddist lítill drengur í smábæ í gamla landinu. Hann kom seinna til Canada. Hann var kallaður Stebbi. Hann óx upp eins og aðrir canadiskir unglingar; lék hockey. veiddí fisk, stundaði nám sitt sæmilega, féll í ástir við ung- mey og kvæntist. Þá var Stebbi tuttugu og sex ára; hann naut góðrar atvinnu, átti hús sjálfur og tvær litlar dætur. Þetta var alt ljómandi. En morgun einn lýsti sólin ekki á vanalegan hátt heimili Stebba; í þess stað dró upp á himininn dökkan flóka úr austri; á hann var ritað logastöfum ... STRIÐ! Enginn þurfti að eggja Stebba til atlögu. Hann var Canadamaður. Hann átti að skera úr sjálfur. Stebbi lokaði augunum, en sá um leið landið sitt ... Hann sá sólina glampa yfir Friðarturninum í Ottawa; hann sá blávötnin í Klettafjöllunum, og hlustaði á hlæj- andi fjallakvíslar; hann sá börn að leik og broshýr andlit við iðju; hann heyrði skrjáfið í blöðum hlynsins og óminn af “God Save the King”. Hann opnaði augun ... og gekk til víga. Hann fór til London, og þar frétti hann um hvernig kyrlátar konur urðu að hugprúðum ekkjum. Hann fór til Afríku, og þar sá hann hrausta menn þorna upp í rykinu. Á Sikiley sá hann rykið verða að leðju, sem gleypti fallna menn. Og nú fór Stebbi til ítalíu — hinnar sólríku ítalíu, þar sem smávaxnar konur sultu heilu hungri, Rauði krossinn var hafður að skotspæni, og hermenn þumlunguðust áfram í dreyrrauðum snjó. • Svo var lent á ströndum Normandí; þar komst Stebbi að raun um, hvað það er að skella á kaldan, votan sand, sjá sitt eigið blóð mála hann rauðan og loka svo augunum. Þá kom Stebbi auga á konuandlit og tvær litlar stúlkur; þá sá hann sólina blika á Friðarturninn; heyrði hlátur fjallakvíslanna, skrjáfið í blöðum hlynsins og óminn af “God Save the King”. Og aldrei meðan á baráttunni stóð, kom Stebba það nokkru sinni til hugar, að það væri óréttlátt, þótt ein- hverjir þeirra, er heima sátu og hann lét lífið fyrir, hefðu ekki styrkt hann með svo miklu sem kaupum á einu Sigurlánsbréfi. Finst yður það ósanngjarnt? HVAÐ ER SIGURLÁNS VEÐBRÉF? Sigurláns verðbréf táknar loforð Canada um að greíða að fullu í réttan gjalddaga, nafnverð þeirrar upphæðar, sem keypt er, ásamt 3% vöxtum tvisvar á ári. Sigurláns verðbréf eru tryggasta innstæðan í Canada, því að baki þeim liggja öll náttúru- fríðindi þjóðarinnar. Canada hefir selt verðbréf sín í 75 ár, og aldrei brugðist því að endurgreiða sérhvern dollar höfuðstóls, ásamt vöxtum. Leggið fé í Sigurinn! Kaupið SIGURLANS VEDBRÉF 7-72 NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.