Lögberg - 11.01.1945, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
»«45-
Cot- «OWE
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
W°
tvv\ot
nderer* “
LaU -iv aP*
Cot-
\>^
*- ru-^rrS
Service
and
Satisfaction
58. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN; 11. JANÚAR, 1945
NÚMER 2
VINNUR SÉR FRÆGÐARORÐ
Pearl Pálmason
Dagblaðið Ottawa Citizen, frá
13. desember, s. 1., skýrir frá því,
að Pearl Pálmason hafi kvöldið
áður aðstoðað með f^iðluspili við
samsöng söngflokks, sem geng-
ur undir nafninu Ottawa Choral
Union, og vakið djúpstæða hrifn-
ingu hjá áheyrendum sínum;
farast blaðinu meðal annars þann
ig orð:
“Það kom skjótt í ljós, að Pearl
Pálmason er meðal þeirra allra
gáfuðustu og hæfustu af túlk-
endum sannrar listar í Canada;
fer saman hjá henni frjálslegur
tónstyrkur og víðfaðma hljóm-
brigði, er veita leik hennar lit-
auðgan svip; tækni hennab virð-
ist engum takmörkum háð, og
hin skarpa skapgerð hennar knýr
úr strengjum fiðlunnar mjúka
og meginstyrka tóna; vald henn-
ar yfir viðfangsefnum sinum, ma
teljast óviðjafnanlegt.”
SKIPAÐUR RÍKISSTJÓRI
Á grikklandi
Erkibiskup Damaskinos, hefir
verið skipaður ríkisstjóri á Grikk
landi þar til öðruvísi verður
ákveðið um varanlegt stjórnar-
far landsins; hann er lærdóms-
maður mikill, hniginn nokkuð
að aldri, og fremur heilsuveill;
hann hefir lítt gefið sig við
stjórnmálum, en er talinn manna
líklegastur til þess að geta sam-
einað grísku þjóðina.
Frá sendiráði íslands í Washington
3. janúar 1944
Hr. ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg, Canada.a
Sendiráðið vill hér með skýra yður frá því, að þvi hefir borist
svohljóðandi símskeyti úr nýársboðskap forseta íslands, hr. Sveins
Björnssonar, og forsætisráðherra, hr. Ólafi Thors:
“1 nýársboðskap minnist forseti á ferðalög sín um landið, hlýj-
una og vinarhuginn, og þakkaði öllum, sem hlut áttu í máli. Síðan
segir hann: Eg fékk einnig tækifæri til að finna sama hlýja huginn
hjá Vestur-íslendingum og öðrum Islendingum vestan hafs. Það
verður mér ógleymanlegt hvern hug Vestur-Islendingar bera til
lands og þjóðar. Hvernig þeir fylgjast með málum okkar, hvern
áhuga þeir hafa og hve hlýjan hug þeir bera til okkar systkinanna
austan hafs.”
Forsætisráðherra sagði meðal annars í útvarps ávarpinu á
gamlárskvöld um sjálfstæðismálið: “Nýr dagur er runninn. Ný
hugsjón vakin. Framundan bíða hin mörgu óleystu verkefni vor.
Við íslendingar vitum hvað við viljum, hvert við stefnum. Við þrá-
um að fá að setja á stofn lítið fyrirmyndarríki.” Ráðherra kvaðst
ekki álíta það oftraust né óleyfilega bjartsýni að markmiðið sé
sett hátt. Saga íslendinga sannar að með hverjum nýjum áfanga í
sjálfstæðisbaráttu okkar hefði stórhugur vaxið. “Svo mun enn
verða nú, því meir sem áfanginn er langþráðari, sigurinn stærri og
dýrmætari”. ”
Virðingarfyllst,
Thor Thors.
Kveðja frá forsætisráðherra Íslands
Þann 2. janúar barst dr. Richard Beck, forseta Þjóðræknis-
félagsins og fulltrúa Vestur-lslendinga á lýðveldishátíðinni. eftir-
farandi kveðjuskeyti frá herra Ólafi Thors, forsætisráðherra ís-
iands:
“Profóssor Richard Beck,
Grand Forks, N.-Dakota.
Þakka vinsamlegar óskir yðar og sendi Vestur-íslendingum,
Þjóðræknisfélaginu og yður sjálfum kveðjur íslenzku þjóðarinnar.
Ólafur Thors, forsætisráðherra Islands.”
En laust fyir jólin hafði dr. Beck sent forsætisráðherra svo-
hljóðandi símskeyti:
“Forsætisráðherra Ólafur Thors,
Reykjavík, ísland.
Gerið svo vel að flytja forseta, ríkisstjórn og þjóð inniiegar
hátíðakveðjur og óskir með kærri þökk fyrir ógleymanlegar við-
tökur.”
Richard Beck.”
Kunna íslendingar í landi hér vafalaust vel að meta þann
góðhug, sem lýsir sér í kveðju hins athafnamikla forystumanns
ættþjóðar vorrar.
LEGGUR FYRIR SIG
MÁLAFÆRSLU Á NÝ
AÐMÍRÁLL RAMSAY
FERST í FLUGSLYSI
Samkvæmt fregnum frá París
þann 3. þ. m„ fórst aðmíráll
Bertram H. Ramsay í flugslysi,
hann var 64 ára að aldri. Aðmír-
áll Ramsay var einn hinn allra
hæfasti og víðfrægasti sjóliðs-
foringi Breta í yfirstandandi tíð;
það var hann, sem skipulagði
hina frækilegu björgun brezka
hersins við Dunkirque 1940, og
það var einnig hann, sem bróður •
hlutinn átti að skipulagningu
innrásarinnar í • Normandy í
júnímánuði síðastliðnum.
Aðmíráll Ramsay hafði fengið
lausn frá herþjónustu með full-
um eftirlaunum árið 1938. En
jafnskjótt og núverandi heims-
styrjöld hófst og Bretar fóru í
stríðið, var hann kvaddur til
herþjónustu á ný.
AÐVARAR ÞJÓÐ SÍNA
Aðmíráll Jonas H. Ingram,
yfirforingi ameríska flotans á
Atlantshafinu, aðvaraði Banda-
ríkjaþjóðina um það síðastliðinn
Gamla árið 1944
Gamla ár, þín sögu sól
sígur nú í hafið,
þitt var tímans hraða hjól
harmi þungum vafið.
Heift og öfund hörðu sló
húmi, þína daga,
svifti heimsins heill og ró
harmi þrungin saga.
Við svo mættum vera frjáls,
virð í þökk og geymdu,
undir þrumum böls og báls
bræðra sárin streymdu.
Margur hraustur hels á slóð
hlýddi síðsta kalli,
Ijómar yfir land og þjóð
ljós í drengja falli.
Nýja árið 1945
Nýja ár, himinn guðs hár
signir heims, sæld og tár.
Friðarins vonblíði fögnuður rís.
Frelsarans kenning með eilífan prís
þróist í þjóðanna sál.
M. Markússon■
mánudag, að það væri engan
veginn óhugsanlegt, að New
York eða Washington yrðu fyrir
heimsókn af óvina sprengjuflug-
vélum, innan 30 til 60 daga; þær
gætu komið með þrennum hætti,
annað hvort frá ofansjávar skip-
um, kafbátum eða langflugs-
spreng j u vélum.
TOKYO OG FORMOSA
FÁ SÍNA VÖRU SELDA
Amerískar risaflugvélar hafa
einn daginn eftir annan, heim-
sótt Tokyo og Formosa, og gert
báðum stöðum geigvænlegan
usla. Hermálaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefir formlega skýrt
frá því, að á báðum stöðum
hafi japönsk iðjuver orðið svo
illa leikin, að litlar líkur séu á,
að þau verði starfhæf fyrst um
sinn.
BREZKIR KAFBÁTAR
OG SKIPATJÓN JAPANA
Samkvæmt skýrslum, sem birt
ar voru um áramótin, höfðu
brezkir kafbátar sökt 165 jap-
önskum skipum á hinu nýliðna
ári; meðal skipa þessara var
einn tundurspillir og eitt beiti-
skip; ekki er skýrt frá saman-
lögðu smálestatali áminstra
skipa.
NÝSKIPAÐUR ER.KIBISKUP
Hans hátígn Georg Bretakon-
ungur, hefir útnefnt Rev. Geoffr-
ey Francis Fisher til erkibiskups
af Kantaraborg; hinn nýi erki-
biskup er 57 ára að aldri, og
hefir aðeins í tólf ár gengt prest-
embætti; að loknu háskólaprófi,
gaf hann sig lengi vel við kennslu
störfum.
EINKENNILEGUR
HERMAÐUR
Ameríkumaður einn, Abraham
að nafni, reyndist fádæma lélegt
hermannsefni við æfingar heima
fyrir og þótti þar álíka óefni-
legur og Sveinn heitinn dúfa í
kvæðinu fræga. — Samt var
hann sendur í stríðið. En þá brá
svo við, að á fyrsta degi vann
Abraham hvert afrekið á fætur
öðru og upprætti m. a. 6 vél-
| byssuhreiður óvinanna með öllu
Aðspurður um bardagaaðferð
þessa hrausta og fífldjarfa sonar
föðurlandsins, svaraði foringi
Abrahams: “Ja, það má guð vita,
hvernig mannfíflið hefur farið
að þessu. Eg fékk honum bara
vélbyssu í morgun og sagði við
hann: Nú berst þú fyrir sjálfan
þig, en ekki fyrir ættjörðina,
karl minn!”
FRÁ
VESTURVIGSTÖÐVUNUM
Frá stríðsviðhorfinu í Belgíu
og Luxenburg er það nýjast að
segja, að sameinuðu herirnir eru
nú komnir vel á veg með það,
að snúa leifturstríði Þjóðverja
á þeim vígstöðvum upp í meiri
háttar ósigur; er nú svo komið,
að í Ardennes hafa fylkingai
Nazista svo riðlast, að um raun-
verulegan flótta er að ræða; bend
ir nú flest til þess, að Nazistar
verði að borga dýru verði fyrir
þessa síðustu og verstu leiftur-
sókn.
DULARFULLUR
TRILLUBÁTUR FRÁ ÍSLANDl
Útvarpið í Oslo flutti furðu-
lega fregn í fyrrakv. Var skýrt
frá því, að fyrir nokkru hefði
fundist bátur (trillubátur) á
reki, nauðulega staddur, undan
Noregsströnd.
Reyndist báturinn vera íslenzk
ur, frá Siglufirði. Formaðurinn
á bátnum var sagður heita
Hjálmar Kristmannsson frá
Jökulfirði. Auk hans voru dæt-
ur hans tvær, en um fleiri báts-
Verja er ekki vitað.
Segir Osloarútvarpið, að fólk
þetta hafi flúið frá Islandi vegna
kúgunar og ófrelsis, sem þar ríki
og leitað til Noregs. Er þetta
nefnt sem dæmi um það, hversu
hart íslendingar séu leiknir af
hinu ameríska setuliði. En það
sem virðist hafa rekið smiðs-
höggið á alla ógæfuna var, að
dæturnar tvær áttu að hafa orð-
ið fyrir hnjaski af völdum setu-
liðsmanna.
Fregn þessi er glöggt dæmi
um fréttaflutning nazista héð-
an af íslandi. Geta má nærri,
hvort ekki hefði frétzt, ef trillu
bátur með nokkura manna á-
höfn hefði lagt úr höfn og ekki
komið að landi aftur. Ekki mun
Slysavarnafélaginu kunnugt um
þennan furðulega atburð, sem
vonlegt er.
“NONNI” (JÓN SVEINSSON)
DVELUR NÚ I ÞÝZKALANDI
Utanríkisráðuneyti íslands hef
ir undanfarið gert fyrirspurnir
um líðan íslendinga í Mið-Evr-
ópu. — Hafa þegar borizt upp-
lýsingar frá allmörgum þeirra.
Er líðan þeirra yfirleitt góð og
segjast þeir ekki þurfa á fjár-
hagslegri aðstoð að halda.
I bréfi frá Jóni Sveinssyni rit-
höfundi (Nonna) segir að hann
dvelji nú á sjúkrahúsi í Esch-
weiler nálægt Aachen í Þýzka-
landi, en hann er nú nærri 87
ára. Skýrir hann einnig frá því
að hann hafi nýlega haft sam-
band við skyldfólk sitt hér með
aðstoð Rauðakrossins. — Nonni
er heiðursborgari Akureyrar-
kaupstaðar.
íslendingur 10. nóv.
Prófessor Sveinbjörn Johnson
Lögbergi hefir nýverið borist
sú fregn, að herra Sveinbjörn
Johnson, sem gengt hefir um
alllangt skeið prófessors embætti
í lögum við ríkisháskólann í
Illinois, hafi látið af því embætti,
og sé byrjaður á málafærslu-
störfum í Chicago. Hið nýja
málafærslufélag Sveinbjarnar
gengur undir nafninu Johnson
and Short, og hefir bækistöð að
Suite 533—III W. Washington
St., Chicago, 2.
Prófessor Sveinbjörn er spak-
ur að viti, og einn hinn víðment-
aðasti maður, sem nú er uppi
með Vestur-Islendingum.
HOLLENDINGAR GERA
TILKALL TIL ÞÝZKS LANDS
Hollenska stjórnin hefur lýst
yfir því, að hún muni gera til-
kall til þýzks landsvæðis, sem
skaðabætur fyrir spjöll, er Þjóð-
verjar hafi gert í Hollandi. Bret-
ar hafa tilkynnt, að þeír muni
styðja þessar kröfur Hollend-
inga ef sanngjarnar reynast.
Alþbl. 11. nóv.
INNRÁSÁ LUZON
Bandaríkin hafa hafið umfangs
mikla innrás á Luzoneyna, sem
er stærsta eyjan í Pilippseyjaklas
anum, þar sem höfuðborgin
Manila stendur.
ICELANDIC CANADIAN
EVENING SCHOOL
Síðastliðið mánudagskvöld
flutti séra Philip Pétursson fyrir-
lestur um ásatrú norrænna
manna, kristniboð á íslandi og
kristnitöku landsmanna. Erindið
var vandað og vel flutt. Að því
loknu, söng Mr. Alex Johnson
“The Challeuge of Thor”, lag
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og var gerður góður rómur að
söng hans. Því næst var tekið
til óspiltra málanna við íslenzku
námið. Þetta var fimta skóla-
kvöldið og hafa þau öll verið
prýðilega sótt.
“The Colonization of Green-
land and the Discovery of Ame-
rica”, verður efni næsta fyrir-
lesturs. Hann verður fluttur af
Mrs. E. P. Jónsson á mánudag-
inn 22. janúar, kl. 8.15 í Fyrstu
lútersku kirkju. Islenzku kensl-
an byrjar kl. 9. Aðgangur 25c
fyrir þá, sem ekki eru innritaðir.
I. J.
Þessi mynd er af þeim hershöfðingjjunum R. K. Ross og
Montgomery marskálki, þar sem þeir eru að bera saman
ráð sín í vesturhluta Hollands.