Lögberg - 11.01.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.01.1945, Blaðsíða 5
ÁHUGAMÁL LVENNA. Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON V innukonuleysið Ein sú stétt, sem hefir orðið hart úti á þessum stríðstímum er húsmæðrastéttin. Það er næstum ómögulegt fyrir húsmæður að fá stúlkur til þess að hjálpa við heimilisstörfin. Flestar þær stúlkur, sem áður gáfu sig að heimilisvinnu hafa nú fengið sér aðra atvinnu. Margar hafa geng- ið í herinn, aðrar fengið vinnu við vopnaiðnaðinn eða annan iðnað. Afleiðingin af þessu er sú að húsmæður standa uppi hjálparlausar. Þeim konum, sem hafa létt heimilishald — eift eða engin börn, er ekki vorkunn; ef þær eru heilbrigðar, er holt fyrir þær að inna af hendi sín eigin heim- ilisstörf, en þær konur, sem eiga mörg ung börn eða hafa um stór heimili að sjá, hafa svo mikið að gera að þær varla sjá fram úr því. Þær geta aldrei um frjálst höfuð strokið. Þessar konur bera oftast örðugleika sína í hljóði, en það er spursmál hvort þjóðfélaginu í heild sinni beri ekki skylda til þess að sjá um það að þessum hópi kvenna sé ekki ofboðið með vinnu. Börn þau, sem konurnar ala upp eru hiklaust kölluð í þjón- ustu ríkisins ef ríkið er í hættu. Því ætti ríkið þá ekki að að- stoða foreldrana á einhvern hátt við uppeldi þessara ungmenna? En hvað veldur því að ungar stúlkur yfirleitt, yfirgáfu hús- vinnuna strax og þeim gafst tæki faeri til þess? Fyrsta ástæðan er sennilega sú að kaup við húsvinnu hefir altaf verið óhæfilega lágt í saman burði við það kaup, sem goldið er fyrir aðra vinnu. Stúlkurnar fengu fáeina dollara á mánuð urðu að ganga fátæklegar til fara Grikklandsmálin Ummæli “Manchester Guardian’ mál, sem þegar er alláberandi, I getur haft alvarlegar afleiðing- gætnar við stúlkurnar og koma fram við þær sem jafningja sína. Ýmisir halda því fram að í fram tíðinni munu engar vinnukonur eins og þær, sem við nú þekkj- um, verða til. Ekki er þetta þo líklegt í nálægri framtíð. Þegar stríðinu lýkur verða 4Y2 miljón canadískra manna og kvenna að leita sér atvinnu. Sennilega munu þá margar stúlkur til neyddar að gegna hússtörfum. Ekki munu þær gera það af fúsum vilja, nema því aðeins að afstaða almennings gagnvart vinnukonunni taki róttækum breytingum. Sú vinnukona, sem kann verk sitt og leysir það af hendi með samviskusemi er mikilsverð manneskja. Hún aðstoðar hús- móðurina við að hreinsa og halda öllu í röð og reglu á heimilinu. Hún framreiðir saðsaman og lystugan mat handa heimilis- fólkinu, hún hjálpar móðurinni við það að líta eftir börnunum. Hvaða starf er virðingarverðara en þetta? Húsmæðurnar sjálfar, ættu að minsta kosti að kunna að meta verk vinnukonunnar að makleikum og reyna að sjá um það að engin á heimilinu geri sig sekan í því að lítilsvirða þær og starf þeirra. Ef stúlkur tækju námskeið í heimilisstörfum, eins og þær þurfa að gera áður en þær fá stöður á skrifstofum, eða við kennslu, hjúkrun o. s. frv., gæti það orðið til þess að gera vinnu- konu stöðuna virðulegri í augum almennings. Vinnutími stúlknanna ætti að vera styttur í 8—10 stundir dag og þær ættu að hafa IV2 frídag á viku eins og stúlkur, sem vinna á verkstæðum og skrifstofum og þeim ætti að vera goldið ákveðið og sann- í fullri einlægni er ekki hægt | ar.' að segja að útskýringar Mr. Churchill hafi hlotið svo vin- samlegar við,tökur, sem ætlað var. Skoðanir þjóðarinnar eru skiptari um það mál, en ráða má af atkvæðagreiðslu þingsins. Hér eru tekin upp ummæli The Manchester Guardian á rit stjórnarsíðu: “Forsætisráðhérr- ann hefir hrest upp á oss með einum að sínum leiksviðslegu þingsýningum. Ræðan var inn- blásin, næstum ofsafull, en vér væntum slíkra hluta frá honum þegar honum rennur í skap.” “Vér erum áhyggjufullir vegna þess að oss er ekki ljóst hvert slíkt kann að leiða oss. Til aðl byrja með var ræðan að sjálfsögðu eins mikið sniðin fyr- ir eyru Bandaríkjamanna, sem vor eigin; hún var í raun og veru svar við ummælum Stettín usar og hinum æsandi blaða- deilum þar. Þeim hluta málsins er þegar ráðið til lykta, en vér hér heima erum ekki ánægðir með þann anda er sveimar yfir vötnunum í breskri pólitík, gagn vart málefnum ruglaðra og undh okaðra Norðurálfuþjóða.” Ræða Mr. Churchill léttir að- eins litlum hluta þess áhyggju- þunga af oss, er farið hefir dag- vaxandi síðan ásetning vorn í utanríkismálum tók að reka fyr- ir straumi og vindi.” flestum er það hræðileg tilhugs- un að vita enska hermenn taka þátt í þessu hörmulega borgara- stríði í Grikklandi, og líklegt er að slíkt hefði mátt fyrirbyggja með ofurlítilli stjórnmála fram- sýni. Það virðist næsta ótrúlegt að ekki sé hægt að binda enda á slíkt, áður en ófriðarbálið um- lýkur alt Grikkland, en það virð- ist vera horfurnar nú sem stend- ur. en aðrir, höfðu enga peninga af gangs til ferðalaga, kvöldskóla eða annars, sem þær höfðu löng un til að gera. Mörg heimili, sem höfðu vinnu konur, voru svo miklum efnum búin að hægt hefði verið að borga stúlkum sæmilegt kaup og sum lr húsbændur vitanlega gerðu Það, en aðrir borguðu þeim eins b'tið og þeir mögulega gátu. En svo voru margir húsbændur sem §atu ekki, sökum efnaleysis borg að meir en þeir gerðu. Á þess- Uni fátæku heimilum voru oftast ttest börnin og þar af leiðandi niest þörfin fyrir vinnukonur. fyrir þessa ástæðu er barna- tramfærslu styrkurinn, sem rík- ið mun veita foreldrum í ná- isegri framtíð, eitt hið mesta framfaraspor. Það fé mun ef til VlH gera fátækum mæðrum auð- veldara að fá aðstoð við heimilis- Verkin þegar stúlkur fást til Peirra starfa aftur. Ön,nur ástæða fyrir því að stúlkur vilja ekki leggja fyrir S1g húsvinnu er sú, að vinnu- tíminn við þau störf er lengri eu við önnur störf. Oft fara stúlk Urnar á fætur fyrstar allra _ ^ergnana og eru ekki búnar að luka verkunum fyr en seint á oft°ldln’ Þar að auki verða Þær °ð vinna helga daga sem a ra daga og fá ekki aukakaup fyrir yfirtíma. Það sem mest fælir stúlkur ra þessari vinnu er það, að það er °ft litið niður á vinnukonur. 1 ber mikið á þessu úti á landi, en í bæjunum líta sumir husbændur á vinnukonuna sem óæðri veru. Hún má ekki nota framdyr hússins, hún verður að borða ein sér í eldhúsinu, hún fær oft lélegasta svefnherbergið í húsinu a. s. frv. Vitaskuld er þetta ekki algengur siður og margar konur eru góðar og nær- gjarnt kaup. Húsmæðurnar eru aðal vinnu- veitendur þessarar stéttar. Þeim er því í sjálfsvald sett hvort þær vilja hefja vinnukonu stöðuna svo hátt að stúlkur sækjist eftir því að aðstoða þær við heimilis- störfin. Margar stúlkur hafa mestu ánægju af innanhúss störfum, þeim eru þessi störf eðlileg, þau eru fjölbreytilegri en vinna við iðnað, í verzlunum eða á skrifstofum. Ef stúlkurnar finna að það skerðir ekki álit þeirra í augum annara, að taka að sér slík störf, ef þeim er goldið sanngjarnt kaup og vinnu- tími þeirra er engu lengri en annara stúlkna, þá munu hús- mæður ekki verða í vandræð- um, -að stríðinu loknu að fá að stoð við heimilisstörfin. Þættir um mataræði í síðasta þætti var skýrt frá því hvernig hægt væri að útbúa einn heitann rétt fyrir miðdegis- verð skólabarna, með því að mat reiða réttinn heima, láta hann síðan í krukku (jar- með þétt- heldu loki og hita síðan matinn upp í skólanum. Ennfremur var skýrt frá því að mentamáladeild fylkisins veitti styrk til að borga helming af verði upphitunar áhaldanna ef það fer ekki fram úr $50.00. Hér fara á eftir uppskriftir af nokkrum réttum, sem hægt er að matreiða heima, setja í krukk ur og hita upp, í skólanum. Réttir í hvítri sósu (Creamed dishes- Hægt er að búa til margskon' ar rétti með því að setja saman hvíta sósu og garðávexti, kjöt harðsoðin egg o. s. frv. Hlutföllin eru: 1 bolli af hvít sósu og 1 bolli af hinni mat reiddu fæðu. “Þessi gríska harmsaga er svo ruglingsleg og villandi, sem frek- ast má verða; en það kostar meira en almenna trúgirni að taka dráttmynd Mr. Churchill af atburðunum góða og gilda, sem inniheldur aðeins hvíta og svarta liti, eða undirskrifa dómfellingu hans á manngildi og flokkslitum aar eystra.” “Þungi hleypidómanna í skýr- ingum hans, frekar en staðreynd irnar sjálfar, gjöra þessa ræðu hans hina minst sannfærandi er hann hefir nokkurntíma flutt. henni' varð ekki vart neinnar sáttfýsi eða málamiðlunar; sú hætta er yfirvofandi að skoðana- skifting þjóðarinnar um þessi Fúkyrðin renna svo undurljúft af tungu ráðherrans, eins og t. d. “þjóðræðissvik” “morðingja- flokkar” “fantar” “bófar” og svo fram eftir götunum En málið er ekki svona óbrotið og einfalt, enda er ekki öllum fyllilega ljóst að hver einstaklingur, sem ekki knéfellur umyrðalaust fyrir orð inu “constitutional” þurfi endi- lega að vera hættulegur byltinga maður.” “Vissulega mundum vér allir kjósa að sjá Norðurálfulýðveld in byrja aftur göngu sína eftir réttri mælisnúru og steypa lög sín og reglur í sama móti og vér Bretar og Ameríkumenn, með hæglátum ög prúðmannlegum st j órnmálaf lokkum, með óbil- andi trú og traust á kosninga- réttinum, gæddum hinni himin- I ur bornu þolinmæði og biðlund eft- ir næstu almennum kosningum til að ráða málunum til lykta. Þannig væri það allra ákjósan- legast. En ber oss að dómfella sum Norðurálfuríkin þó þau séu nokkuð ókyr undir siðfræði- prédikunum vorum, eftir fjög- urra og fimm ára blóðbað og áþján, eftir opinber og leynileg vopnaviðskipti, eftir afskapleg morð og spellvirki í sjálfsvörn? Er vort hlutverk að gjörast skóla meistarar og lögregla byltinga- sinnaðra ríkja?” Manchester Guardian heldur því fram að Bretar hafi engann rétt til að misbjóða þessari þjóð, þótt hún kunni að vera óþægi- lega frjálslynd í skoðunum og fullyrðir að Churchill með því veiki áhrif Breta á meginland- inu. Ekki er blaðið minna aðfinslu- samt gagnvart viðskiptum Mr. Churchills og Sforzt greifa: “Forsætisráðherrann sakar greif- ann um þann glæp að ítalir sviftu Badoglio völdum. Vér kennum ónota ef það er mæli- stika hinar pólitísku dómgreind- ar á Mr. Churchill. En svo er það; hans miklu yfirburðir hafa sína smágalla.” Úr Winnipeg Free Press Jónbjörn Gíslason. Hvítsósa (Cream sauce) matskeiðar hveiti. 2 matskeiðar smjör. 1/8 teskeið salt. 1 bolli mjólk (eða mjólk og vatn sem garðávextir voru soðnir í). Bræddu smjörið og blandaðu saman við það, hveitinu og saltinu. Heltu mjólkinni hægt, og hrærðu stöðugt þangað til sósan þyknar. Kartöflur með hvítsósu. og stykkjaðar bolli soðnar kartöflur. 1 bolli hvítsósa. Ef þú stráir muldum osti ofan a, þá verður þessi réttur sað- samari og lystugri. Kartöflur og corn mð hvítsósu. 2/3 bolli soðnar og stykkjaðar kartöflur. 1/3 bolli corn. 1 bolli hvítsósa. Egg og Peas með hvítsósu. 1 harðsoðið egg stykkjað í átta parta. Vi bolli peas. 1 bolli hvítsósa. Seinna munu birtast fleiri upp skriftir fyrir miðdegisrétti skólabarna. Ummæli A. C. Cummings London 28. des. Mr. Churchill hóf hina sögu- legu ferð til Grikklands, til þess að sjá með eigin augum hvað þar væri að gjörast og freista að binda enda á hin illvígu deilu- mál. Honum var ljóst, eins og lögð var áherzla á frá þessari skrifstofu, að tíðindamenn hans höfðu flutt vilhallar fréttir frá Grikklandi; að mikill meiri hluti þjóðarinnar stóð að baki frjáls- lyndu herflokkanna, og að minsta kosti helmingur frjáls- lyndra stjórnmálaflokka. Fullvissu í þessum efnum»öðl- ast Mr. Churchill gegnum mis- munandi upplýsinga leiðir; fyrsr og fremst frá þeim rneðlimum enska þingsins er var kunn hin pólitíska uppistaða í Grikklandi, þar mest frá blaðasambandinu, sérstaklega “The Times” hvers sambönd við Aþenu voru jafn- vel trýggari og áreiðanlegri en sj álfrar utanríkisskrifstofunnar; í þriðja lagi frá Harold McMillan ráðherra og Alexander hershöfð- ingja, sem eftir skipun, lýsti á- standinu nákvæmlega eins og það var. Mótmæla fellibyljir frá öllum þorra verkamanna flokksins höfðu einnig tilætluð áhrif. En að öllum líkindum hafa veiga- mestu áhrifin komið frá Banda- ríkjunum, með andróðri og mót- mælum gegn Bretum í efri mál- stofunni og dagblöðunum. En síðast en ekki síst hefir óhugur sá er greip Rússa út af þessum málum vakið athygli. Sú andmæla flóðalda er blöð Bandaríkjanna reistu gegn Bret- um hefir vissulega opnað augu Englendinga síðustu vikurnar, þó þeir séu vanir umgetningum blaðs eins og “New York Times” sem venjulega talar eins og sá er valdið hefir. “The Ecomonist”, segir að all- ur þessi áróður gagnvart íhlut- un Breta í Grikklandi, sé orðinn að hálfgjörðum skrípaleik. Blað- ið telur ráðlegt að Churchill og Roosevelt stemmi stigu fyrir slíku ef mögulegt sé, vegna þess að slíkt aðstoði Goebbels í loka- ■.tilraunum hans til að þvinga landsmenn sína til vonlausrar baráttu meðan nokkur stendur uppi í þeirri von og trú að banda menn verði ósammála innbyrðis og friðarsamningar þar af leið- andi mögulegir. Svo varkárir eru Bretar í því efni að meiða ekki tilfinningar Ameríkumanna, að yfirvöldin hleypa brúnum ef einhver dyrf- ist að efast um sigursæld 1. hers Bandaríkjanna. í Rússlandi vaknaði sá grun- og styrktist af áróðri ó- vinanna — að Bretar hefðu í hyggju að taka sér framtíðar- stöðu í Grikklandi, og geta þann- ig með loftflota sínum lokað Hellusundunum fyrir herskipum Rússa í tilfelli af stríði í fram- tíðinni. Þegar Mr. Churchill voruTjós- ar allar þær hættur er voru tengd ar við þetta mál, tók hann tafar laust til verka, með þeirri stað- festu og flýti, sem honum er eiginlegur. The Times, farasí þannig orð: “Hann hefir mörg um sinnum, síðan hann náði há- tindi valda og metorða, boðið byrginn aðfinslum og aðdrótt- unum, þó hann að síðustu hafi fallist á og hagnýtt þau hollustu og bestu ráð, þegar sannfæring fyrir gildi þeirra var fengin. Mr. Churchill fór sjálfur til Grikklands, þegar hann uppgötv aði að honum hefði verið skýrt rangt frá málavöxtum, hann sagði Grikkjum í fullri einlægni að Bretar væntu engra hags muna frá þeirra hendi, aðeins innbyrðis friðar, velgengni og sjálfstæðis; þar af leiðandi væri grunsemd Bandaríkjamanna og Rússlands í garð Breta gjörsam- lega ástæðulaus. Ef þeir kysu sér konungsstjórn væri þeim það velkomið, sömuleiðis lýðveldi ef þeim væri það frmur að skapi. Reglulega þjóðstjórn er tæki við völdum af Papendreau og hans vopnaða íhaldi, taldi hann sjálfsagða. Fulla afvopnun beggja flokka áliti hann vei framkvæmanlega með fáum und antekningum. Þessi athyglisverða ferð Mr. Churchill hefir vakið einróma hrós og aðdáun um þvert og endilangt England. Ef hún færir Grikkjum fullann frið, mun hróður hans sem stjórnmála- manns, ekki aðeins endurheimt- ast, heldur margfaldast. Úr Winnipeg Tribune. Jónbjörn Gíslason. Hin síðasta sumarrós 9 (Frh. af bls. 4) “Að sönnu er það svo, en þo nokkuð eftir því hvernig á það er litið,” sagði fjólan og breidd\ út faðm sinn — blöðin sín — á móti mér. “Eg er ekki sú fjóla, sem þú sást hér í fyrra, heldur dóttir hennar. En vertu velkomin, ungi vinur. Eg vona að þú heimsækir mig oft í sumar, það gleður mig. Við blómin elskum mennina, eins og þeir okkur. En 1 haust skilj- um við aftur — það eu lögmál lífsins.” Eg fór að hugsa þessa ræðu, og kveið eg þá fyrir að verða sjónarvottur að þessum grimma töfraleik örlaganna, sem virtist vera lögmál lífsins hvarvetna. Svo leið sumarið. Eg hafði verið fjarverandi. Svo nú tók eg mér tíma til að heimsækja blóm- reitinn á ný. En þegar þangað kom, fann eg að sönnu fjóluna mína. En nú var hún orðin gráhærð, og mátti gremur nefnast gráfjóla en blá- fjóla. Hún fagnaði komu minni, en kvartaði undan þunga lífs- ins, með svofeldum orðum: Það húmar nú, er hnígur sunna hægfara niður í lagar djúp, eitthvað að baki blárra unna; bláum er loftið sveipað hjúp. Smámsaman bliknar bjarminn rauði blásvartan nótt upp setur fald. Það húmar nú — ó, húm og dauði of höfði mínu reistir tjald.” Eg hneigði mig niður og kysti hina deyjandi rós fegurðarinn- ar. Mér var’of þungt um hjarta- ræturnar til að geta komið upp orði. Það hafði slitnað upp úr trú- lofun Sigga sjómanns, og hann skeytti engu bréfum hennar, unz hún skrifaði harðort bréf og heimtaði að fá aftur mynd af sér, sem hún hefði gefið honum. Sigga leiddist þessi rella og hugsaði sér að kenna henni betri siði. Hann safnaði saman hjá félögum sínum öllum þeim stúlkumyndum, sem þeir höfðu aflögum. Þetta álitlega safn sendi hann gömlu kærustunni og svohljóðandi bréf með þeim: — Taktu þína mynd úr safn- inu. Eg er búinn að steingleyma hvernig þú lítur út. Geðveikur maður við nýja yfir lækninn, sem hann mætir úti í garði. — Hver eruð þér? — Eg er nýi yfirlæknirinn. — Þeir verða nú ekki lengi að hafa yður ofan af því. Eg var Napóleon þegar eg kom hingað. ninHiiiiHiiiiaiiiiBnui iiiniiiiaiai ■ ■ l* l!!|W!!IWil'KllinillB'i|inillBII(BV!l« Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða, krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalíísins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! I iMIWUIIBIMIl IIUMlUIWillliMIUIMmiMlillMUIII lllilWIIIWtíiiBIICE'i'Wiii ■úiISCWllK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.