Lögberg - 11.01.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.01.1945, Blaðsíða 6
6______________________________________ LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1945 Dulin fortíð “Eg man,” sagði hún í veikum stamandi róm. Nú sá systir hennar að bráð breyting varð á andliti hennar, allt í einu; það dró skugga at' hræöslu og blygðun yfir hið föla andlit henn- ar. “Æ, Hope, eg dey. Hope, lesku Hope, er barnið mitt dáið?” “Já”, svaraði systir hennar, og laut ofan að henni. “Harmaðu ekki yfir því, það er margfalt betra að það fór svo.” “Fékk eg að sjá hann? Fæ eg ekki að sjá barnið mitt í draumum mínum.” “Þú sást hann aldrei, Floy.” Hún lá ofurlitla stund alveg hreyfingarlaus, þar til hún greip um hendur systur sinnar. “Hope, vertu ekki reið eða ergileg við mig. Viltu segja mér hvernig barnið mitt leit út?” Það brá þjáningarsvip á andlit Miss Hope, við þessa spurningu. “Eg skal reyna, elsku Floy mín! Litli dreng- urinn þinn hafði skær dökk augu, og svo undur sætan lítinn munn. Hann hafði svo elskulega fallegt andlit og fæðingarmerki sem líktist rós.” Hún hlustaði á það sem systir hennar sagði. “Það er mitt leyndarmál,” sagði hún í veik- um róm, við sig sjálfa, “og það verð eg að varð- veita.” Það liðu þrjár vikur, þar til Florence var orðin það frísk, að hún gat setið við gluggan i herberginu, og horft út yfir hinar skínandi merkur og skóga, í nágrenninu. Þessi mikli sjúkdómur hafði breytt henni mikið. Hennar fríða andlit var ekki síður elskulegt en áður, en það var nú alveg annar svipur yfir því. Hennar spilandi kæti og aðlaðandi æskufjör, var nú horfið, fyrir fullt og allt. Hún gat setið tímunum saman, og starað út yfir hið fagra og friðsæla umhverfi, hún brosti aldrei, og talaði lítið sem ekkert, hún var svo dauð fyrir öllu, eins og hún í raun og veru væri ekki í þessum heimi. Systir hennar veitti henni nákvæma eftirtekt,' og undraðist hvert þetta leyndarmál gæti verið, sem hún geymdi með slíkri varkárni í hjarta sínu — hvort það væri ást, von, sársauki, sorg eða hatur, sem hafði svo gjörbreytt hinu blíða og lífsglaða lundarfari Florence. “Hún er bara barn að aldri,” hugsaði hún, “barn í hugsun, útliti og aldri; en kannske það sé ást, eða sér yðrun yfir hrösun hennar?” Einn daginn beiddi Florence systur sína, að fara með sig þangað sem barnið hennar hefði verið jarðað. “Mig langar svo mikið til að sjá staðinn þar sem það var jarðað, og langar svo til að gráta við gröf barnsins míns. Eg sá hann aldrei, og eg held það friði hjarta mitt að sjá gröfina þar sem hann var lagður.” “Við skulum hugsa um það, þegar þú ert orðin hraustari,” var hið afvíkjandi svar, sem hún fékk, því það var engin slík gröf til. Hope reyndi að koma í veg fyrir fleiri spurn- ingar frá systur sinni. Dr. West hafði sagt henni að hin minsta geðshræring fyrir Florence væri hættuleg og gæti varðað líf hennar. Hann ráð- lagði henni einnig, ef systir hennar vildi opna hjarta sitt fyrir henni, og trúa henni fyrir leynd- armáli sínu, yrði hún að taka því með mestu blíðu og vorkunsemi. Ef hún vildi ekki opinbera henni leyndarmálið, þá mætti hún ekki á nokk- urn hátt spyrja hana frekar um það. Miss Hope hafði fylgt þessum ráðleggingum læknisins, með mestu samviskusemi; hún hafði forðast allt samtal, nema um almenn og upp- lífgandi málefni, en þetta var nokkuð sem hún hélt að hún skyldi notfæra sér. “Florence,” sagði hún, ofur innilega, “eftir tvær vikur verðurðu orðin svo frísk að þú get- ur farið heim.” “Heim — í húsið okkar í London?” spurð: Florence, og systir hennar fann að það var kvíði í rómnum. “Við eigum ekki annað heimili,” svaraði Hope alvarlega; “Floy, elsku systir mín, eg vil ekki biðja þig að segja mér leyndarmálið þitt, en kannske þú segir mér það einhvern tíma seinna óumbeðið.” “Þú ert svo þolinmóð og góð við mig, elsku Hope.” “Eg veit ekki,” svaraði Hope, “en eg er þér í móður stað. Kannske eg hefði átt að vera strang- ari við þig; það eru kannske einhverjir, sem mundu hafa sagt: Láttu hana eiga sig, og fara sína leið; skiftu þér ekki meira af henni! Aðrir mundu kannske segja, að eg hefði átt að láta þig segja mér leyndarmál þitt, og gera það lýð- um ljóst. Eg hef gert það sem eg hélt að væri best. Ef eg hefi gert rangt, þá bið eg Guð að fyrirgefa mér.” Florence sagði ekkert, og Hope hélt áfram. “Eins og eg sagði, eftir nokkur ár trúir þú mér kannske fyrir því. Það sem eg ætlaði að segja við þig er, að þú verður að varðveita sem best leyndarmál þitt, ef þú hugsar til að taka þinn þátt í félagslífinu aftur. Berist nokkurntíma nokkur orðrómur út um þig, hve veikur og óviss sem er, þá ert þú dauð samkvæmislífinu. Þér yrði kannske færð æska þín til afsökunar, en þú mátt trúa því, að þú ynnir aldrei aftur það álit, sem þú hafðir og mistir.” “Eg veit það, eg skil það,” hvíslaði Florence lágt. Miss Hope hélt áfram: “Þú ert svo ung og elskuleg, og eg hefi gert mér margar háar vonir um þig, og framtíð þína. Eg hefi altaf vonast til að fegurð þín og gáfur, gerði þér auðvelt að ná hárri stöðu; eg hef lifað fyrir þig, Floy.” “Og nú eru allar vonir þínar hrundar til grunna,” sagði Florence, og stundi þungt. “Nei, ekki ennþá; það byggist á þér sjálfri. Ef þetta hefði skeð í London, þá var úti um alla von, og það sama hefði verið ef þetta hefði skeð þar sem þú varst. En nú vona eg að það sé mögulegt að halda þessu leyndu/ svo það kom- ist aldrei upp.” Við þessi orð varð Florence ofurlítið rólegri í yfirbragði. “Barnið fæddist hér í afskektum litlum bæ, þar sem engin þekkir okkur. Það hefur enginn veitt okkur neina eftirtekt, nema Dr. West, og eg er viss um að hann nefnir það ekki á nafn við nokkra manneskju. Það er ekkert, sem gæti sett Mrs. Maxwell á Mill-Farm í samband við Florence Charteris. Eg get ekki skilið hvernig þetta leyndarmál ætti að geta komist upp.” “Þakka þér fyrir, systir mín!” sagði Florence. “Þú verður að gera það sem í þínu valdi stend- ur, Floy; þú mátt ekki missa kjarkinn, né draga þig í hlé. Þú skuldar mér það, að þú gerir þitt besta, til að gleyma því liðna og koma fram, eins og ekkert hafi fyrir þig komið. Þú veður að gjöra það til að Vernda nafn þitt og mannorð. Viltu reyna að gera það Florence?” Florence leit óttaslegin til systur sinnar. “Eg hef ekki hugsað út í þetta, Hope, hugsunin var aðeins sú, að frá þeirri stund er þú vissir um mitt óhamingjusama leyndarmál, að þá væri úti um mig. Mér kom ekki til hugar að vernda nafn mitt, eða lifa, eftir að leyndarmálið yrði lýðum ljóst. Eg var ákveðin í að deyja.” “Eg get ofur vel ímyndað mér þetta, en nú er það liðið. Það veit engin neitt um það; barnið er dáið, og eftir að við förum héðan, skulum við aldrei koma hingað aftur. Eg álít að það sé ekkert því til fyrirstöðu að þú takir þinn þátt í samkvæmislífinu, eins og ekkert hafi komið fyrir.” 1 “Heldurðu það?” spurði Florence, áhyggju- full. “Já,” svaraði systir hennar, “svona tilfelli, því miður, koma fyrir daglega, og er haldið leynd- um.” “Eg er svo taugaveikluð, og hjátrúarfull. Mér finst, að hversu vel sem við höldum að það sé dulið, muni það þó, fyr eða síðar verða opin- bert.” “Nei, það er ómögulegt, Floy. Ef við hefðum haft þjónustufólk hjá okkur, þá væri það allt öðru máli að gegna. Eg er viss um að Dr. West, segir engum frá því, Mrs. Leybourne veit ekkert um okkur, auk þess fer hún svo að segja strax til Ameríku. Lífið liggur ennþá opið fyrir þér og hamingju þinni, mundu, að gæta sem best leyndarmáls þíns, og það kemst aldrei upp. Fylgdu mínum ráðum; þú kemur heim með mér, mætir öllum vinum þínum, eins og ekkert hafi komið fyrir, og svo eftir nokkur ár verður þú sjálf búin að gleyma því öllu.” “Hope, heldurðu ekki að það sé betra og hyggi- legra fyrir mig, að bera afleiðingarnar áf yfir- sjón minni?” “Nei, og ávalt 'oei!” svaraði Hope ákveðið. “Setjum svo, að við leynum því nú,” hvíslaði Floy, og svo skyldi það komast upp seinna, 1 framtíðinni, sem þú gerir þér svo miklar vonir um. Eg mundi fyrirfara mér, Hope, eg gæti ekki þolað slíka skömm.” “Það kemst aldrei upp, eg hef beitt öllum varúðarreglum. Trúðu méf, Floy, það skal eng- inn, nokkurn tíma vita neitt um það.” “Ef litli drengurinn minn hefði lifað, þá hefði eg aldrei reynt að halda þessu leyndu, því eg hefði haft hann hjá mér, þó allur heimurinn hefði dæmt mig og forsmáð. Eg skyldi hafa unnið fyrir honum, og lifað fyrir hann; en nú er hann dáinn, svo mér er þess varnað/ Hope fölnaði í andliti er hún heyrði þessi orð systur sinnar. “Nú er hann dáinn,” endurtók Miss Hope, “svo það þarf hvorki að hugsa né tala um hann framar.” “Þessi stórláta stúlka þakkaði í huga sínum hamingjurini fyrir, að sér hefði heppnast að dylja sannleikann, um hið nýfædda barn, fyrir systir sinni, því hefði Florence vitað allt eins og var, hefðu áætlanir og útreikningar hennar, að engu orðið. “Eg má þá vera viss um það, elsku Florence mín, að þú ætlar aftur að verða sú lífsglaða fjöruga og fallega stúlka, sem þú varst áður; þú gerir þitt besta til að koma fram svo engan gruni að þú búir yfir nokkru leyndarmáli né harmi, og við skulum aldrei minnast á þetta þegar við erum komnar héðan; aldrei eitt ein- asta orð.” Florence leit efablöndnum augum til systur sinnar. “Heldurðu að sé mögulegt að dylja æfinlega nokkur einkamál í þessum heimi. Heldur þú að það sé mögulegt, Hope? Eg var að ímynda mér að jafnvel trén mundu hvíslast á um það, fuglarnir segja frá því í söngvum sínum, bár- urnar hjala um það við ströndina, og andblær- inn í loftinu hvíslar um það hvar sem hann fer. Kæra, Hope, er nokkurntíma nokkurt leyndar- mál svo vel dulið, að það, að síðustu verði ekki opinbert?” Fólk hefur framið morð á svo leynilegan hátt, að morðinginn, hafði hina fyllstu ástæðu til að búast við að það kæmist aldrei upp; en eftir mörg ár, og það1 þegar morðinginn hélt að hann væri úr allri hættu, þá er minst varði, var glæp- urinn dreginn fram úr skugganum, og morðing- inn varð að úttaka sína hegningu, þó hún kæmi ekki fyr en seint.” “Ekki æfinlega, Florence; jörðin geymir sín leyndarmál, leyndarmál, sem aldrei komast upp.” “Eg hefi og heyrt urh kvennfólk, sem hefur byggt sér upp góða framtíð, þó það hafi áður lifað lastafullu lífi, og hafi komist til álits og metorða og unnið sér heiðarlegt nafn og orð- stír, og virðingu í samkvæmislífinu, og verið svo vissar um að fyrri lifnaður þeirra yrði aldrei þekktur, né kæmist upp, þegar, ef svo mætti segja, að jörðin sprakk undir fótum þeirra, og allt komst upp, og urðu svo að þola hina hörð- ustu og ósanngjörnustu dóma, háð og spott allra. Þær urðu fyrir hendi forlaganna sem sló þær á sínu augnabiki til jarðar — slík forlög geta hitt mig, Hope.” “Aldrei,” sagði Hope, “það eru'svo fáir, sem vita um leyndarmál þitt. Eg þori að veðja lífi mínu um það, að Dr. West opinberar það engum, og um sjáfa mig veit eg; Miss Leybourne fer til Ameríku; hver ætti þá að segja frá leyndar- máli þínu, Floy?” “Nei, eg veit ekki, maður getur jafnvel óttast skrjáfið í laufunum og þytinn í vindinum, og lesið ásökun út úr tilliti, jafnvel þeirra, sem maður hefur aldrei séð áður.” “Þetta er bara taugaveiklun, sem hverfur er þú verður frískari. Hér eftir vil eg helst aldrei minnast á þetta, en þú verður mín kæra Floy, eins og þú hefur verið, þú reynir að gera allt sem þú getur til að byggja þig upp og v^erða heilbrigð og sterk, það skoða eg sem borgun fyrir það, sem eg hefi gert fyrir þig.” Florence leit yfir umhverfið, eins og hún vildi spyrja skógartréin og blómin hvort leyndarmál- inu væri nú borgið fyrir alla tíð, en hún fékk ekkert svar. Þeim gat ekki komið til hugar að leyndarmálið kæmist upp, og yrði til þess að grafa undan stórlætis fyrirætlunum annarar systurinnar, en fegurð hinnar. Þær voru alveg upplausar. Sumarið ljómaði í allri sinni fegurð, tréin vögguðu laufkrónun- um í hægum vindblænum, blómin stóðu í sinni dýrðlegu prýði, og fuglasöngur hljómaði frá engi og skógum, og úr loftinu. Og systurnar — þær héldu að leyndarmál þeirra væri svo vel grafið, að engin gæti nokkurntíma dregið það úr sínu dimma fylgsni, fram í dagsljósið. 6. KAFLI. Sex vikum seinna kvöddu systurnar Mill- Farm, þær hefðu jafnvel kosið að vera þar leng- ur, en Mrs. Leybourn vildi komast á stað til Ameríku. Húsið, landareignin og allt tilheyrandi, átti að seljast, og Mrs. Leybourn vildi komast sem fyrst af stað til sonar síns, sem var í Ameríku. Honum hafði heppnast betur að komast áfram í hinum nýja heimi, en þeim gamla. “Það er þeim mun betra,” hugsaði Miss Hope “Þegar hún er farin úr landi, þá er eg þeim mun vissari, að við þurfum ekkert að óttast.” Dr. West heimsótti systurnar, af og til, sem vinur þeirra. Þegar hann kom til að kveðja þær, var Florence í fyrsta sinn úti á skemtigöngu um hin blómum skrýddu og ilmandi engi. “Þú hefur líklega ekki sagt henni að barnið hennar sé lifandi?” spurði hann Miss Hope. “Nei, ekki ennþá, eg ætla að bíða með það, þar til hún verður sterkari, bæði á sál og líkama.” “Hvaða ráðstafanir hefurðu gert með barn- ið?” “Mrs. Elster ætlar að hafa hann í nokkra mánuði. Eg er að hugsa um að ferðast með systur mína til einhvers staðar við ströndina, og eg skal senda nóga peninga, svo barnið þurfi ekkert að vanta.” “En svo seinna?” spurði læknirinn. “Já,” sagði hún næstum óþolinmóð, “þegar systir mín verður búin að ná fullum kröftum og heilsu aftur, og eg er búin að segja henni allt eins og er, þá tek eg nýja ákvörðun, tek kannske barnið heim til okkar, annast það, og el það upp.” “Eg reiði mig á það,” sagði hann. “Eg hefi þegar kynnst þer sem umhyggjusamri og traust verðugri konu, að eg er viss um að þú breytir ekki óréttlátlega gagnvart þessu vesalings barni, þrátt fyrir það að afstaða þín er ekki, sem auð- veldust.” “Læknir,” sagði hún, “reiddu þig á mig. Eg fel forsjóninni að breyta við mig, eins og eg breyti við þetta vesalings barn. Honum skal verða sýnd ást og umönnun; eg skal gera allt fyrir hann, sem mér er mögulegt. Og nú Dr. West, eftir að eg hef gefið þér mitt hátíðlegasta loforð, vil eg biðja þig að gefa mér þitt loforð.” Hún horfði angistarlega á hann; hún var föl í andliti, og augun döpur. “Eg vil biðja þig, að þú gefir mér þitt dreng- skapar loforð um, að þú segir engum frá leyndar- máli systur minnar.” “Menn í minni stöðu, sem læknir, segja áldrei frá slíku; ef við gerðum það, mistum við allt traust.” “Það er ekki einungis það sem eg bið um; eg vil fá meira loforð en embættisskyldan krefst af þér. Eins og eg hefi sagt þér áður, Dr. West; við erum af gamalli, mjög virðulegri ætt, og þess vegna, mundi vesalings systir mín verða fyrir harðari dómum, háði kvenfólksins og vorkunsemi karlmannanna. Heldur en að slíkt kæmi fyrir, vildi eg fara með 'hana eitthvað þangað, sem enginn sæi hana framar. Eg hefi hugsað mikið um þetta, eg hefi reynt að hugsa mér allt sém gæti komið fyrir, og eg hefi kom- ist til sannfæringar um, að svo framarlega sem þú segir aldrei frá þessu leyndarmáli, að þá kornist það aldrei upp.” Hann hristi höfuðið. “Eg veit ekki til að nokkurt leyndarmál þess eðlis, sé til lengdar haldið leyndu, en eg skal gera það sem í mínu valdi stendur til þess.” “Gefurðu mér drengskaparloforð upp á það,” sagði hún. “Það skal eg gera, eg lofa því, svo framarlega, nema þú, eða systir þín sjálf, krefjist þess af mér, skal eg ekki með einu orði minnast á það, sem hefur komið fyrir hana.” “Nú er eg rólegri,” sagði hún, og dró andann léttara. “Nú er einungis eitt vandamál eftir, viltu vera mér svo einlægur og góður að segja mér hvernig eg á að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gjört fyrir okkur? Eg nötra öll þegar eg hugsa til þess, hvað hefði komið fyrir okkur, ef við hefðum hitt á einhvern annan en þig. Við erum þér svo þakklátar að við fáum þína hjálp og góðvild aldrei borgaða.” Hún rétti honum umslag, sem hann opnaði, og í því var svo stór bankaávísun, að hann varb alveg hissa. “Mig langar til að sjá Miss Florence, til að kveðja hana,” sagði hann. “Já, gerðu það, læknir; þó hún hafi ekki enn- þá sagt mér leyndarmál sitt, þá er eg samt nokkurn veginn viss um að hún er gift. Eg skal aldrei trúa öðru. Hún var of stolt og leit of stórt á sig til þess að hafa gleymt sér á annan hátt.” “Eg ímynda mér það líka,” sagði læknirinn, og hann meinti það sem hann sagði. “Það getur skeð að hún hafi verið skammar- lega dregin á tálar, en hann var viss um að hún hefði aldrei af frjálsutn vilja gjört neitt sem kastaði skugga á heiðarleg heit hennar. Rétt í þessu kom Florence inn, og leit svo fjörlega út eftir útdveruna. Læknirinn stóð upp og heilsaði henni svo innilega. Hún roðnaði sem snöggvast, en svo hvítnaði hún upp aftur. “Eg kom til að kveðja þig,” sagði hann, “og eg er svo glaður að sjá þig þetta vel á veg komna, að þú þarft nú ekki lengur á minni hjálp að halda.” “Hvað þú hefur verið góður við mig, og hjálpað mér, það fæ eg aldrei fullþakkað. Eg vissi ekki að það væri til 1 heiminum svona hjálp samir og góðir menn, eins og þú hefur reynst okkur.” Honum flaug margt í hug, sem hann langaði til að segja henni, en hann vildi ekki gera það. Þau tókust þegjandi í hendur, og litu hvort á annað; hver vissi hvort þau mundu nokkurn tíma sjást aftur, og horfast í augu.” “Eg hefi utanáskriftina þína, Miss Charter-is,” sagði Dr. West. “Eg vona að fá að heyra frá ykkur, að þið hafið komist farsællega heim til ykkar.” “Já, eg skal skrifa þér,” sagði Miss Hope, og að svo mæltu skyldu þau. “Hope”, sagði Florence, “þú hefur ekki staðið við loforð þitt, þú hefur ekki sýnt mér gröf barnsins míns.” “Nei, þú ert ekki nógu sterk enn, til að þola þá geðshræringu sem það er líklegt til að valda þér. Við komum kannske einhverntíma hingað aftur; þá geturðu séð hana Láttu mig ráða, Floy.” Morguninn eftir fóru þær frá Riversmead. “Hope”, hvíslaði Florence, “eg man það/nú, að eg sá þennan kirkjuturn hérna í Riversmead þegar við komum með járnbrautarlestinni, og eg var dauðveik. Eg bað þá óaflátanlega, eins og kraftar mínir leyfðu — eg bað um að eg mætti fá að deyja strax, það var mín einasta ósk.” “Hér eftir, elsku systir mín, máttu ekki vera að hugsa neitt um það sem liðið er; láttu það vera óskrifað blað í lífsbók þinni, þar sem ekki einu sinni endurminningarnar geta lesið eitt einasta orð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.