Lögberg - 08.02.1945, Síða 1

Lögberg - 08.02.1945, Síða 1
PHONES 86 311 Seven Lines í0í& i''i" ",!'lt anJ Cov ''°"t For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven LLnes iúU' \\vv\V ^ i nU \ \ ,UV ÚOTÖ * c— i'A cot .•so* Serv'ce ai’d Satssfaction 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 NÚMER C HON. STUART S. GARSON íorsœtisráðherra Manitobafylkis PROGRESSIVE CONSERVATIVAR VINNA AUKAKOSNINGU Við aukakosningu þá til sam- bandsþings, sem fram fór í Grey North kjördæminu í Ontario síðastliðinn mánudag, fóru leikar þannig, að frambjóðandi Progrej sive Conservativa, Mr. Garfield Case, fyrrum bæjarstjóri í Owen Sound, gekk sigrandi af hólmi með allmiklu afli atkvæða um- fram keppinauta sína; atkvæða- ^nagn skiptist þannig: Garfield Case, 7,338; Mc- Naughton, Liberal, 6,099; God- frey, C.C.F., 3,136; hann tapaði fryggingarfé sínu. Talið er víst, að úrslit á- minstrar aukakosningar, flýti rnjög fyrir almennum sambands- kosningum, og því enn óvíst, hvort þing kemur saman fyr eii þær kosningar eru um garð gengnar. Mr. Case þakkaði Bracken kosningasigur sinn. og vildi fús- iega gefa honum alla dýrðina. RáÐSTEFNAN VARÐANDIþýzkaland Pregnir frá London þann 3. yfirstandandi mánaðar, láta þess getið, að á næsta fundi milli þeirra Roosevelt forseta, Stalin ’narskálks og Churohill forsætis- raðherra, muni hinn síðastnefndi ^eggja fram tillögur um bráða- birgða stjórnarfar Þýzkalands eftir að stríðinu lýkur; er því sPað að Rínarlöndin og Ruhi’ héruðin verði aðskilin frá Þýzka- landi, að minsta kosti fyrst um sinn, og þeim stjórnað í samein- ir>gu af Bretlandi, Rússlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Frá því er einnig skýrt, að Bret- iand, Rússland og Bandaríkin bafi komið sér saman um og undirskrifað skilmála, sem Þjóð- verjar verði að ganga að, jafn- skjótt og þeir leggi niður vopn. Það liggur í augum uppi, að aminstar bandaþjóðir verði að hafa áfram næsta öflugan liðs- st.vrk á Þýzkalandi, mánuðum, eða jafnvel árum saman, eftir að Þjóðverjar hafa gefist upp, Því búist er við margskonar á- roðri og samsæristilraunum af hálfu Nazista, lengi vel á eftir. þó foringjum þeirra hafi verið hrundið af stóli og þeir fengio ^nakleg málagjöld. STRANGRAR Refsingar KRAFIST Bandaríkjastjórn hefir gert brezka ráðuneytinu aðvart um það, að hún sé staðráðin í því, að hlutast til um að komið verði í framkvæmd strangri refsingu á hendur þýzkum stjórnarvöld- um, og þeim einstaklingum, sem frumkvæði áttu að hinum glæp- samlegu Gyðingaofsóknum í Þýzkalandi frá því að yfirstand- andi heimsstyrjöld hófst. STJÓRNIN FLUTT FRÁ BERLÍN Staðhæft er nú í blaða og út- varpsfregnum frá ýmsum helztu borgum Norðurálfunnar, að þýzka stjórnin hafi hypjað sig á burt úr Berlín, vegna vaxandi hættu af risasókn rússneskra hersveita að austan; það fylgir sögu, að Munich verði bráða- birgða aðsetur stjórnarinnar; þar stóð vagga Nazismans, og þar var Adolf Hitler fyrst hyltur sem hinn ókrýndi konungur þýzku þjóðarinnar. Þýzk hernaðarvöld segja að það skipti ekki miklu máli þó Berlín gefist upp; herinn haldi áfram varnarstníði sínu fyrir föð- urlandið eins fyrir því. TEKINN AF LÍFI TALINN AF F.O. David Hermann Jonasson Dagblöðin í Winnipeg fluttu þá fregn síðastliðinn föstudag, að F.O. Drvid Hermann Jonasson frá Baldur, væri talinn af; þessi ungi maður innritaðist í flug- herinn í ágústmánuði 1941, og var við æfingar í Brandon, Win- nipeg, Dafoe, Prince Albert og Paulson; hann stóð framarlega í flokki ungra íþróttamanna af ís-- lenzkum ættum. F.O. Jonasson fór austur um haf 1942. Auk foreldra sinna þeirra Mr. og Mrs. H. D. Jonasson í Baldur, lætur þessi ungi maður eftir sig tvær systur, Mrs. W. H. Hunter í Baldur, ög Mrs. Harold Johnston Að því er Parísarútvarpinu segist frá þann 1, þ. m., létu þýzk hernaðarvöld þá nýverið taka af lífi Verner von Schulen- burg, fyrrum sendiherra Þjóð- verja á Rússlandi, og var honum gefið það að sök, að hafa verið viðráðinn við banatilræðið við Adolf Hitler í síðastliðnum júlí- mánuði; réttarhaldið var stutt og einhliða, þar sem einungis framburður Gestapo lögreglunn- ar var tekinn til greina. FUNDUM BER SAMAN í BERLÍN Rússnesk hernaðarvöld létu þá skoðun á ljósi í byrjun mánaðar- ins, að sameinuðu herjirnir væru þá í þann veginn, að hefja úrslita sókn að vestan, og mætti því fyllilega ætla, að þess yrði ekki langt að bíða unz fundum bæri saman í Berlín. SEKKUR MEÐ VINDLING í MUNNI 1 Fréttum fná New York þanr. 2. þ. m., er þess getið, að miðaldra maður hafi beðið skipstjóra á kolabarða um eldspýtu; því næst kveykti hann í vandlingi, varpaði af sér yfirhöfninni, hálsbindi sínu og gervitönnum, og steypti sér ,í Hudson fljótið; manninum skaut ekki upp aftur, en lög- reglan segir að hann hafi horf- ið reykjandi inn í eilífðina. HÖRMULEGUR ATBURÐUR í Souris. F.O. Jonasson var sonarsonur Davíðs heitins Jónassonar múr- ‘ hiúðara og söngstjóra, sem vin- margur var í þessari borg, en látinn er fyrir allmörgum árum. FIMM HUNDRUÐ OG TIU FÖNGUM BJARGAÐ ÚR KLÓM JAPANA 1 vikunni, sem leið, gerðist sá atburður, að dáMtill hópur harð- snúinna Bandaríkjamanna og innfæddra Filippseyinga, komst að baki víglínu Japana á Luzon- ey að næturlagi, veittist að Jap- önskum fangabúðum, og leysti úr haldi fimm hundruð og tíu fanga, bæði Ameríkumenn og Filippseyinga, sem hýrst höfðu þar inni í því nær þrjú ár, og voru mjög aðfram komnir. Jap- anskir gæzluflokkar komu þegar á vettvang, og reyndu að ná fangahópnum aftur, en sliíkt varð með öllu árangurslaust; lauk viðureigninni með því, að ekki einn einasti japanskur hermað- ur, sem tók þátt í þessari at- rennu komst lífs af. ÁTÖKIN UM ÞÝZKALAND Samkvæmt nýjustu fregnum, eru rússnesku hersveitirnar komnar á mörgum stöðum yfir Oderfljót, og eru sagðar að vera á einum stað, eitthvað um þrjátíu mílur frá Berlín; þær hafa náö á vald sitt virkisborginni Kustrin og eru nú í þann veginn að rjúfa varnargarðana umhverfis Frank- furt; með því að komast yfix’ Oder, hafa Rússar rofið siíðustu varnarlínuna austan Berlínar. í vikunni, sem leið, gerðist sá hörmulegi atburður í námununi við Timmings í Ontario fylkinu, að 16 námumenn létu líf sitt, er námugöng hrundu saman rétt um þær mundir, sem námumenn- irnir voru að hætta vinnu, að loknu dagsverki. Þrátt fyrir allar tilraunir til björgunar af hálfu námufræðinga og fjölda mikils sjálfboðaliða, reyndist eigi kleift, að bjarga þessum píslarvottum neðanjarðaratvinnunnar úr helj- argreipum. Og nú eru Þýzkalandi einnig veittar þungar búsifjar að vestan verðu; nú hafa Þjóðverjar verið reknir með öllu út úr Belgíu, auk þess sem brezkar og amer- ískar hersveitir eru teknar að sprengja í agnir aðra víggirðingu hinna svonefndú Sigfried varn- arvirkja. Berlín hefir í fimm daga sam- fleytt, orðið að sætta sig við eina árásina annari meiri, af hálfu flugherja sameinuðu þjóðanna. MANILA FALLIN Frá herbúðum Bandaríkja- manna í Suður-Kyrrahafinu, bárust þær fréttir á mánudag- inn, að ameríski herinn hefði þá svo að segja náð fullu haldi á höfuðborg Filippseyja, sem ligg- ur á Luzoneynni; var það fyrsta verk ameríska hersins, að leysa úr þrælakvíum þúsundir fanga, þar á meðal margt barna og kvenna, sem þar höfðu þolað hina hraksmánarlegustu meðferð af völdum yfirstjórnar japanska hersins þar um slóðir; var margt af fólki þessu aðfram komið af hungri og því nær máttvana; má geta nærri hvílíkur fögnuð ur hafi gagntekið hugi þessara píslarvotta, er ameríski lausnar- herinn opnaði fangabúðirnai upp á gátt. Bandaríkjamenn vænta eri nokkurrar mótspyrnu af hálfu Japana í hinum norðlægu héröð- um Luzoneyjar. VÍÐFÖRUL ÍSLENZK KONA í fyrradag kom til landsins ís- lenzk kona, sem dvalið hefir erlendis síðastliðin 6 ár, og hefir hún víða farið, meðal annars til Ástralíu og Austurlanda og víð- ar. Kona þessi er frú Kristín Bjarnadóttir, systir Hallbjargar Bjarnadóttur söngkonu. Frú Kristbjörg er gift í Eng- landi, og heitir maður hennar Cyril Hatthon (eigandi “Hatt- hon & Sons” verksmiðjanna, sem margir kannast við). Árið 1939 fór frú Kristbjörg til Ástralíu og dvaldi þar um skeið, aðallega á Sidney. Þar flutti hún marga fyrirlestra um ísland og Islendinga, og húr flutti þar einnig útvarpserindi um Island, sem vakti mikla at- hygli þar í landi. Ástralíubúar álitu, eins og svo margir fleiri, að á Islandi væru Eskimóar og um landið sjálft voru þeir mjög ófróðir. I útvarpserindi sínu lýsti frú Kristbjörg íslandi og þjóð- inni, sem það byggir, og kvað þar ríkja fjölskrúðugt menning- arlíf, enda væri landið blómlegt og byggilegt. Ræddu blöð á Sidney mikið um fyrirlestra frúarinnar og var þeim hvarvetna mjög vel tekið. Kristbjörg mun dvelja hér í nokkra mánuði á heimili systu” sinnar, en fara síðan aftur til Englands undir vorið. Alþbl. 7. des. SÍLD FYRIR 35 MILLJ. KR. Fyrstu 10 mánuði þessa árs seldu Islendingar síldarafurðir fyrir tæpar 35 miljónir króna og fékkst mest fyrir síldarolíu. I skýrslu hagstofunnar um út- íluttar afurðir í október sést, að fluttar voru út rúmlega 10,7 þús- undir smálesta af síldarolíu og nam andvirði þess magns rúm- lega 10,5 milljónum króna. Þá hafa verið fluttar út á þessu ári tæplega 21,8 þúsundir smálesta og hefir andvirði alls þess útflutnings numið tæplega hálfri tuttugustu og annari milj. króna. I fyrra nam síldarolíuútflutn- ingurinn tæplega 15,5 þús. smál. og fengust fyrir það tæplega 14 milljónir króna. Óktóber-últflutnángur á síld- armjöli nam 5,3 þús. smál., sem voru að verðmæti sem næst 2,6 millj. kr. Höfðu þá alls verið HON. R. F. McWILLAMS, fylkisstjóri, er setti Manitoba þingið síðastliðinn þriðjndag. fluttar út til októberloka rúrm. 21,1 þús. smál. síldarmjöls, fyrir rúmlega 10,2 milljónir kr. I fyrra nam þessi útflutningur á sama tímabili — frá ársbyrjun til októberloka — 8,5 þús. smál., en verðið var þá 4,1 millj. kr. Fyrir 50 smál. af freðsíld fengust 35.000 krónur og fyrir 18,535 tunnur af saltsíld feng- ust rúmlega 3,2 milljónir kr. Sé meðtalið það, sem fengizt hefir fyrir saltaða síld og freð- síld, sem flutt hefir verið út á þessu ári, þá kemur í ljós, að útfluttar síldarafurðir hafa gef- ið af sér sem næst 35 milljónir króna fyrstu 10 mánuði ársins. Vantar rúml. hálft annað þús. upp á fullar 35 milljónir fyrir þessar vörur. Fyrir síldarafurðir, sem flutt- ar voru út fyrstu 10 mánuði ársins í fyrra fengust 20,875,900 krónur. Vísir, 29. nóv. 1944. FYLKISÞINGI STEFNT TIL FUNDA Síðastliðinn þriðjudag var fylkisþingið í Manitoba sett með venjulegri viðhöfn, af fylkis- stjóranum, Hon. R. F. Mc- Williams, er flutti úr forsetastól boðskap stjórnarinnar til þings- ins. Þau megin mál, er stjórnin leggur fyrir þing til meðferðar, lúta að víðtækum umbótum á sviði heilbrigðismálanna og um raflýsingu til sveita; þá er og gert ráð fyrir margháttuðum ný- mælum varðandi menntamálin, sem og víðtækum skipulagningar nýmælum á sviði atvinnuveg- anna að loknu stríði; ennfremur eru fyrirhugaðar breytingar til bóta á ellistyrkslöggjöfinni. Sergeant Lárus Scheving heiðraður Fyrir nokkru síðan hraktist flugvél, með 14 farþega, norðar- lega á Vancouver eyjunni, þann- ið, að hún náði ekki lendingu og kom niður í þéttan skóg. Flug- vélin laskaðist mikið og þ#ð kviknaði í henni og eldurinn blossaði um hana tafarlausi. Lítið álengdar voru hermenn þar að vinnu, þrír þeirra hlupu taí- arlaust inn í skóginn til björg- unar og einn þeirra var Sergeant Lárus Sdheving. Þeim tókst að ná átta mönnum lifandi úr vél- inni, áður en gasolín geymirinn sprakk og komast með þá og sjálfa sig úr lífshættunni. Um þessa björgun segir svo í Canada Gazette: “Þessir sveitarforingjar sintu að engu lífshættunni, sem þeir stofnuðu sér í, með því að styðja að björgun farþeganna 14, sem voru með flugvélinni, er fórst í British Columbia nýlega. Flug- vélin kom niður í skóg þar sem lítið var svigrúm til athafna svo þeir urðu að vinna að björgun- inni fast við flugvélina, og áttu því engan kost á að forða sér ef gasgeymirinn hefði sprungið. En fyrir hið prýðilega hugrekki og snarræði, sem menn þessir sýndu tókst þeim að bjarga átta far- þegum lifandi, sem í flugvélinni voru. 19. janúar s. 1., fór fram virðu- leg athöfn í Edmonton, Alta, sem var mjög fjölménn, þessum þremur liðsforingjum til virð- ingar og þar voru þeir allir sæmdir The Oak Leaf heiðurs- merkinu fyrir hina drengilegu frammistöðu þeirra. Sgt. Lárus Scheving er sonur hjónanna Ásmundar og Láru Freeman, sem einu sinni bjuggu blóma búi við Silver Bay í Man. Lárus er skírður Scheving og ber því ættarnafn afa síns Lár- usar Schevings prests á Vogsós- um í Selvogi. Á myndinni, sem hér birtisc, eru tveir menn, Lárus er mað- urinn með gleraugun, hinn er Air Vice Marshall I. A Lawr- ence, sem er að árna Lárusi heilla.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.