Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 3 Hvatning til safnaðanna í kirkjufélagi okkar Eftir H. SIGMAR Alt safnaðarfólk hefir mörg- um skyldum að sinna heima fyr- ir> — innan vébanda safnaða sinna og sveita. Þar er vitanlega um ýms framlög að ræða, bæði til viðhalds safnaðarstarfseminni °g til styrktar þeim málum, sem söfnuðurinn hefir á starfsskrá sinni, og tekur á starfsskrána við og við. Altaf eru líka ein- hver framlög til líknarstarfs og annara skyldra starfa innan sveit arinnar þar sem söfnuðurinn starfar og safnaðarlimirnir búa. Yfir það heila er þetta starf heimafyrir rækt sómasamlega, og framlögin sæmilega örlát, hjá fólki safnaðanna í okkar félagi. Er fylsta ástæða til að fagna út af þeirri ræktarsemi, sem að þannig kemur fram hjá fjölda mörgum. En það má ekki gleymast, að hver safnaðarlimur, eins og líka hver söfnuður, hefir skyldur að r®kja og útgjöldum að mæta, utan safnaðar síns og sveitar- mnar þar, sem söfnuðurinn starf- ar. Hér á eg auðvitað aðallega við útgjöldin til hinnar víðtæk- ari kristilegu starfsemi kirkju- félagsins, og jafnvel einnig kristi fega starfsemi utan vébanda kirkjufélagsins. Það hefir kannske einhve'rn- tíma komið fyrir að fólk í söfn- uðum okkar, hefir heyrt prestinn eða einhvern starfsmann safn- aðar síns, segja að næsta sunnu- dag eigi offur safnaðarins við guðsþjónustu að ganga í starfs- sjóð kirkjufélagsins. Fólkið hef- ir kannske varla vitað, við hvað var átt, og fundist þetta vera óþarfa uppátæki. Til skýringar vfl eg geta þess að þessi starfs- sjóður er notaður aðallega til trúboðsstarfs, bæði heima fyrir í landinu og erlendis. Eitthvað rétt um 60 cent af hverjum dollar er notað til þess. Miklu minni upphæðir af þeim sjóði eru not- aðar til mentamálastarfsemi inn- an kirkjunnar, í eftirlaunasjóð °g rekstrarkostnað. Þessi starfs- sjóður, sem eg svo nefni hér, er a ensku máli nefndur “The mcome objective” eða “The spportionment”, eins og í ljós kemur þegar lesin er hin ágæta hvatningarræða S. O. Bjerring, íéhirðis kirkjufélags okkar, sem hann flutti í Fyrstu lút. kirkju 1 Winnipeg rétt eftir þing U.L. C-A. í Minneapolis, og nú hefir hirst í “Our Papisih Messenger”. Mér finst að við ekki hafa l*rt að styðja þessa kristilegu starfsemi út á við, og utan vé- handa okkar eigin safnaða og sveita neitt nálægt því ems vel °g eins samviskusamlega, eins og starfið heimafyrir. Mér finst það heinlínis átakanlegt að það skuli ekki vera okkur ljósara, en nú virðist vera, hvað brýn og hróp- andi þörfin er að styðja hið víð- tækara kristilega starf með, að minsta kosti eins brennandi á- huga eins og við styðjum starfið heima fyrir. Mér er ómögulegi að skilja að það sé að setja mark- ið nógu hátt, ef maður bindur það við það eitt að Mta sem best eftir sínum eigin hag. A þingi U.L.C.A. í haust er ieið var lögð mikil áherzla á Það bæði beinMnis og óbeinlínis, að þegar gjaldþol manna hér í alfu hefir mikið aukist, en þarf- mnar á hjálp annarsstaðar marg- faldast, þurfum við að læra að styðja trúboðsstarfið, og allt kirkjulega starfið út á við miklu meira en við höfum áður gjört. ingi 0g velvild, megi hann fljúga héðan eigi aðeins á vængjum hinna furðulegu flugvéla, held- Ur einnig á vængjum þeirrar sannfæringar, að Island og Is- iendingar megi verða alheims- menningu og alheimsbræðralagi ta mikilla og farsælla nytja. Guðm. Gíslason Hagalín. Ef t. d._að einn lítill sveitasöfn- uður hefir í liðinni tíð gjört það að fastri venjiu að leggja ár- lega $25.00 í starfssjóð kirkju- félags síns, þyrfti hann nú að auka það tillag að minsta kosti um helming, — eða helst að margfalda það, vegna þess að möguleikar eru meiri og þörfin miklu meiri. Tillaga Mr. S. O. BJerring í áminstri ræðu hans mun vera í fylsta rnáta sann- gjörn, og jafnframt líka mjög heppileg, að hver einasti söfn- uður, 'í samráði við þau félög, sem innan safnaðarins starfa, setji sér ákveðið mark að stefna að hvað fjárframlög snertir til kirkju- félagsstarfseminnar. Þar sem áð- ur hefir verið eitthvað ákveðið til að stefna að, verður nú að hækka það eftir beztu mögu- leikum. Eg held að ein allra bezta leið- in til að auka tillögin frá hin- um ýmsu söfnuðum til hinnar víðtækari kristilegu starfsemi kirkjufélagsins sé sú, að einstakl- ingar fari nú að leggja fram tillög frá sér í þann sjóð, sem söfn-uðirnir safna til hinna al- mennu starfa. Mig minnir að fyrr á árum væru margir einstakling- ar innan okkar kirkjufélags, sem legðu myndarlegar upphæðir frá sér til trúboðs og annarar al- mennrar kirkjulegrar starfsemi. Nú virðist þetta hafa algjörlega lagst niður. Og er það meira en lítið raunalegt að svo skuli vera komið. Það er stór skaði fyrir alla slíka starfsemi; en það er líka mikill 'skaði fyrir þá örlátu gef- endur sjálfa. Einhverju góðu og hollu hefir þannig verið kippt burt úr þeirra lífi. Eg vil í mikillí einlægni hvetja einstaklinga safnaðanna til að taka nú aftur upp þennan góðá sið. Enginn getur leitt getur að því hvað mikla og góða ávexti það kemur til að bera, ef að þessu væri aftur alment horfið. Það er nærri því óhugsanlegt að þrosk- inn í því að gefa til starfsem- innar út á við geti orðið mikill eða hraðfara, á meðan engir ein- staklingar í söfnuðunum láta þetta svo mikið til sín taka, að þeir leggi sjálfir eitthvað fram frá sér. Eg vil minnast á það hér líka að okkar lúterska kirkja í þessari álfu hefir sérstakan sjóð með höndum, og sérstök fyrirtæki á prjónunum, sem krefjast mikils athyglis og mikils stuðnings, en sem ekki heyra undir þetta kirkjufélags starf, sem eg hefi nú verið að ræða um. Sjóðurinn og fyrirtækin, sem eg er hér að hugsa um, er nefnt á hérlendu máli: “Lutheran World Action”. Sá sjóður og þau fyrirtæki eru aðallega í umsjá þess lúterska sambands hér í álfu, sem nefnist: The National Lutheran Council. Því sambandi lúterskra manna tilheyra nú nærri öll lútersk kirkjufélög hér í landi. Það sem safnast í þenna sjóð er því geisi- lega mikið; Enda eru þarfirnar fádæma stórfeldar. Vil eg nú gjöra tilraun til að segja fná því hér, á hvern hátt sá mikli sjóður er notaður, sem þannig er safnað í á vegum þessa sambands. 1. Af sjóði þessum er tekið til styrktar trúboðssvæðum hér og hvar í heiminum, sem áður voru algjörlega studd af lúterskum þjóðum í Evrópu sem nú eru ýmist hernumdar, eða fyrir ann- ara hluta sakir svo fátækar að þær geta ekkert lengur gjört til að styðja þessi trúboðssvæði. Lúterskt fólk í Ameríku hefir þarna hlaupið undir bagga, og forðað trúboðum og söfnuðum á þessum svæðum frá hungurs- neyð, og jafnframt stemt stigu við því að þetta trúboðsstarf, sem lengi var búið að halda upp; yrði nú alveg að engu. 2. Af þessum sjóði er nú líka mjög mikið tekið til stuðnings mönnum og konum, sem eru í herþjónustu. Á mörgum stöðum þar sem mikill fjöldi þess fólks safnast, sem er í herþjónustu, hafa verið stofnaðir þessir svo nefndu “Lutheran Service Centr- es”. Þetta verða nokkurskonar' heimili fyrir þá, sem eru að heiman. Þar eru lestrarstofur, stofur til að skrifa, ýmsar skemt- anir, tækifæri að njóta góðra vista, með mörgu fleiru, sem fólkinu er geðþekt og gott. Þetta og ýmislegt annað er verið að gjöra fyrir fólkið, sem er í her- þjónustu, með þessum “Lutheran WoMld Action” sjóð. Slík þjón- usta er í hávegum höfð af fjölda fólks, og er það fyrirtæki því stutt af miklu örlæti víða. 3. Að stríðinu loknu er búist við að víða í lútersku löndunum í Evrópu verði alsleysið mjög átakanlegt, og að því verði ákaf- lega erfitt að halda uppi kirkju- legu starfi og kristilegum að- gjörðum í svo stórum sti'l, sem endilega þyrfti að vera. Virðist því leiðtogum “National Luther- an Council” þörfin brýn að hafa með höndum mikinn sjóð til að liðsinna og hjálpa þar eins og þörfin krefur. “Lutheran World Action” sjóðurinn vill líka þar láta til sín taka. Það er fleira, sem til mála kemur í sambandi við þennan góða sjóð. En eg ætla þó ekki að fara lengra út í þau mál að þessu sinni. Eg er sannfærður um að fólk okkar sér þörfina að styðja þetta góða fyrirtæki. En eg hefi viljað minna söfn- uði okkar á þennan sjóð nú, sem þarfnast svo mjög hins örlát- asta stuðnings. Og eg vil víkja að því, að hér gætu líka örlátar gjafir einstaklinga komið að miklu liði. Þessi stórkostlega þörf í nú- tíðinni, að styðja kirkjuna til stórfeldrar þjónustu í guðsríki út um heiminn, er nú eins og hrópandi rödd í eyðimörk mót- lætis og margvíslegrar reynslu. Vlð megum ekki daufheyrast við þeirri hrópandi rödd. MINNINGARORÐ Walter Sharp Bardarson Þann 17. okt s. 1., andaðist suður í Berkeley, California, víð- förull Vestur-Islendingur, þekt- ur undir nafninu Walter Sharp Bardarson. Andlát hans bar snögglega að höndum, orsökin var hjartabilun. Hann var fæddur í sept 1877, að Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi í Mýrarsýslu á íslandi, og var skírður Valdimar Skarphéðinn. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Bárðarson, hómopati, og fyrri kona hans, Ingiríður Eiríksdóttir. Þessi góða móðir dó frá barnahópnum sínum ungum, og Walter var tekinn til fósturs af skyldfólki föður hans, þegar hann var tveggja ára gamall. Sigurður Bárðarson flutti þá til Ameríku. Hann settist að í Winnipeg, og fékk síðan börnin vestur til sín, nema eina dóttur. Walter kom til Winnipeg 11 ára og gekk þar á barnaskóla til fermingaraldurs. Þá fór hann að heiman, og vann fyrir sér sjálf- ur upp frá því. Hann var sjálf- stæður að eðlisfari, og um hann má líka með sanni segja að hann var sjálfmentaður maður. Hann var víðlesinn, og athugull á það sem var að gerast í heiminum. Hann kom vel fyrir sjónir og vel fyrir sig orði, og var djarfur og öruggur í framkomu. Þó leið hans lægi sjaldnast meðal íslend- inga, glataði hann ekki málinu. Hann bar í brjósti bæði ættrækni og þjóðrækni — þótti metnaður að þjóðerni sínu og lét þess jafn- an getið að hann væri Islend- ingur. Ferðalögin byrjuðu snemma, ef fyrst er talin Ameríkuferð Walters. Sem unglin'gsmaður fór hann til Klondyke, á gullleitar- árunum þar. Síðan tók hann fyr- ir hótel vinnu, og gerði að ævi- starfi sínu Hotel Management. 1 þessum verkahring ávann hann sér traust og álit, og fór víða um lönd. Á eftirfylgjandi stöð- um, meðál annara, stundaði hann atvinnu sína: Royal Alex- andra, Winnipeg. Potter Hotel, Santa Barbara. Portola Louver, San Francisco. Vogelsangs, Chicago. Þar næst fór hann til Austurlanda. Singapore, Penany, Malay States, Burma og Shang- hai. Þar var starfsvið hans 1917 —1936. I Singapore var hann Business Manager á Raffels Hotel, og sömu'leiðis á Astor House Hotel í Shanghai. Seinna var hann Managing Chief Steward á Shamghai Club. Þrír síðastnefnd- ir staðir voru, fyrir striðið, ein- hverjir ríkmannlegustu dvalar- staðir ferðafólks frá öllum lönd- um. Walter kynntist því í hundr- aða tali og eignaðist marga vini. Hann öðlaðist einnig næman skilning á skapgerð Austurlanda- fólks og samúð með því. Það, aftur á móti, bar virðingu fyrir honum í allri samvinnu og við- skiptum. Sjaldan hitti hann íslending á þessum árum. Þó bar svo við eitt sinn, að til hans komu þrír ung- ir íslenzkir gestir, og fengu auð- vitað höfðinglegustu viðtökur Þetta var í Shanghai, Kína. Gestirnir voru: Lillian Straum- fjörð, kennslukona frá Blaine, Wash., Samúel Sivertz frá Vict- oria, B.C. og Kári Johnson frá Seattle. Lillian var á skemtiferð í sumarfríi, Samúel starfmmað- ur hjá bankafélagi í Shanghai og Kári hjá American Mai'l skipa- félaginu. — Piltarnir heimsóttu Walter oft, hann nefndi þá vík- ingana sína, og hélt þeim veizlu í hvert sinn. Nú síðast var Walter á Maitre d’Hotel í Claremont í Berkeley, Calif. Þar héldu íslenzkir stúdentar kvöldboð 17. júní s. 1. í tilefni lýðveldisdagsins heima. Á með- an setið var undir borðum lét Walter bera inn stóra og skraut lega “afmælisköku”,’ prýdda ísl. fána,'áletran og einu kertaljósi. Hann mælti sjálfur nokkur.við- eigandi orð, um leið og borið var fram þetta til'lag hans t'd veizlunnar. Walter var tvígiftur, báðar konurnar amerískar. Sú fyrri var ljúf og vinsæl söngmentuð kona, sem dó sviplega á ferð yfir hafið. Seinni konan lifir mann sinn. Einnig lifa hann tvær alsystur, Elsabet, í Borgarfjarð- arsýslu á Islandi, og Sólveig Olson í Seattle. Ennfremur í Seattle, tvö hálfsystkini, Leo, og Mrs. Theodore Dodd. Þessir fjórir feðgar hafa allir látist hér vestur við haf á s. 1. tveim árum: Sigurður Bárðar- son og synir hans Helgi og Walter af fyrra hjónabandi, og Otto, af því síðara. A'llir voru þeir þrekmenn í sjón og raun, og ágætlega vel gefnir, hver á sinn hátt. Þess minnast víst allir, sem Sigurði kynntust, hversu kempulegur hann var og höfðinglegur, og hve vel hann bar ellina. Þá ekki síður hve heitt hann unni ís- lenzkum bókum, sem hann safn- aði af mestu alúð um langan aldur og las fram í andlátið. Útför Walters fór fram í Oak- land, Calif., undir umsjón frí- múrara reglunnar. Hann var “a member of the Shrine and a 32nd degree mason”. flestum löndum heimsins. Hann eignaðist ótal vini, en tryggð hans var jafnan djúp og óskipt, til ættfólksins og íslenzkra erfða. Jakobína Johnson. Business and Professional Cards Hann hafði rutt sér braut frá bernsku, hlotið viðurkenningu í sínum verkahriríg, skipað þar glæsilegar ábyrgðarstöður, og kynnst og umgengist fólk fra DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johanneseon Physician & 8urgeon 215 RUBT STREET (Belnt suður af Bannlng) 101 MEDICAL arts bldg Slmi 93 996 Heimili: 108 Chataway TaMml 30 877 e Slmi 61 023 VlOtalstlmi 8—S •. h. DR. A. V. JOHNSON DentÍMt 106 SOMERSEn' BLDG. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk Office hra. 2.30—6 P.M. Phone offioe 26. Res. 230 Frá vini Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offlco Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appolntment DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 MedicaJ Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 40« TORONTO GEN TRC8T8 BUÍLDING Oar. Portage Ave. og Smith Bt PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul o*: annað með pósti. Fljót afgreiðsla. A. S. BARDAL «48 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annaat um ðt- farir. Allur ötbúnaOur sft beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Hlei/ers Siudlos j@í/i ('ftryest Phoioycaohic OiocmiiaiiönVi Canat 224 Notre Dame- Legsleinar ■em skara framör Urvals blágrýti o* Manltoba marmarl SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 Spruoe St. Sími 28 893 HALDOR HALDORSON byggingameistarx 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 J. J. SWANSON & CO. LIMITED «08 AVENUE BLDG., WPG e Fasteignasalar. Leigja hös. Ct- vega peningalán og eldsftbyrgo blfreiBa&byrgÖ, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property with HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus, 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LöpfrœOinoar 209 Bank of Nova 8cotla Bldg. Portage og Garry St. Slmi 98 291 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm slundvíslega afgreidd Tffi ROSERY tio Stofnað 1905 4 27 Portage Ave. Slmi 97 466 Winnipeg. Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG GUNDRY & PYMORE LTO. Britlsh Quality — Fish Nettlng 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 A/Jnnipeg Manager, T. R. THORVALjDSOM four patronage will be «,ppreciated O. F. Jonasson, Pres. A Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Sími 95 22 7 Wholesale Distríhutors of FREBH AND FROZEN F18H CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Manaping Director Wholesale Distrlbutor* of Fresh and Frozen Flsh. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.st). Verala 1 heildsölu meC nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofuslmi 25 365 Helmaslmi 55 463 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loane Act, 1939. PEOPLES FINANCE CORP. I/TI). Licensed Lend-rs Established 1929 403 Time Bldg. Phone 21439

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.