Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 ísland úrengir og stúlkur: í síðasta kaflanum um Islaná, sagði eg ykkur frá því að allur innri ihluti landsins er samfeld háslétta. Þar er óbyggilegt. Mesta láglendið er á suðurlandl. Suðurströnd landsins er láglendi °g annað láglendi er inn af Faxaflóa. Á Islandi búa um 126.000 manns. Fólkið býr á láglendinu °g í dölunum, sem ganga inn af fjörðunum. Finnið Vestmannaeyjar á kort- inu. Þær liggja úti *fyrir suður- ströndinni. Ein þessara eyja, Heimaey, er byggð. Þegar pú siglir til íslands, kemur þú fyrst til Vestmannaeyja. Finnið Grímsey á kortinu. Hún er norðan við landið undir heim- skautabaug. Hún er líka byggð. Eftir að íslendingar byggðu ísland, reyndu Noregskonungar toeð öllu móti að ná landinu und- ir sín yfirráð. Ólafur konungur Haraldsson, sem kallaður var Ólafur Helgi, sendi eitt sinn sendiboða á Alþingi og bauð ís- lendingum vináttu sína, en bað þá að gefa sér Grímsey. Mörgum fannst að meira væri varið í að eiga vináttu konungs heldur en þessa litlu eyju, og vildu gefa konungi eyna. Þá varð það að bóndi nokkur, sem hét Einar Þveræingur hélt ræðu, sem varð fræg í sögunni. Hann sýndi Íslendingum fram á það hversu hættulegt það væri, að gefa konungi eyjuna. Þar væri hsegt að fæða her manns og það- an gæti útlendur her gert árás á ísland. Þegar Einar hafði flutt ræðu sína vildi enginn verða við bæn bonungs og þar með var þessari yfirráða tilraun Noregskonungs hrundið. Orðasafn. láglendi — lowland yfirráð — rule, dominion sendiboði — emissary bauð — offered vinátta — friendship ræða — speech saga — history hættulegt — dangerous fæða — feed her — army útlendur — foreign árás — attack flutt — deliver verða við — to grant bæn — request tilraun — attempt hrundið — thwarted Heilrœði Hallgríms Péturssonar. Hafðu hvorki háð né spott, hugsaðu um ræðu mína, elskaðu guð, og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þjóna’ af dygð það má gæfu veita; varastu þeim að veita stygð viljirðu gott barn heita. Drengir og stúlkur: Ef þið skiljið ekki vel heilræða vís- urnar, þá biðjið einhvern á heim- ili ykkar að. útskýra þær. Þessi heilræði eru holl. Lesið vísurn- ar oft eða þangað til þið kunnið þær. Huldukona. DÁNARFREGNIR Laugardaginn 9. des., andaðist Helgi H. Helagson á heimili sínu nálægt Garðar, N.D. Hafði hann verið mjög veikur tæpa viku áður en hann andaðist, en þar a undan virtist heilsa hans vera góð. Hjartabilun varð banamein hans. Helgi fæddist 12. sept. 1879 a Eyrarlandi í Eyjafjarðarsýslu. Horeldrar hans, er þar bjuggu, voru Hallgrimur Helgason og Hristbjörg Árnadóttir. Fyrir 55 árum fluttist Helgi til Ámeríku með foreldrum og syst- Mnum, komu þau þá þegar til parðar-bygðar n og hefir Helgi ávalt búið þar síðan. Foreldrar hans eru nú löngu látnir, en af systkinum hans, sem munu alls hafa verið 11, lifa nú þrjú: Elisabet, ekkja Þorsteins Hall- gHmssonar, búsett í Argyle-bygð Manitoba, Árni, ekkjumaður, er hýr með börnum sínum nærri Morden, Man. og Jón, ókvæntur, sem stundaði hér félagsbú með Helga bróður sínum. Helgi giftist eftirlifandi konu sinni, Maríu, 3. okt. 1914. Er hún ættuð frá Akureyri. Þau eign- uð,ust 7 börn, en mistu fyrir mörg Uln árum einn son, Elis að nafr Se* barnanna lifa föður sinr ^igrún (Mrs. Maxner) í St. Pau ^ hún tvö börn. Hallgrímur, L 1 her Bandaríkjanna Hann < hvæntur hérlendri konu, og < nú erlendis í herþjónustu. Aln (Mrs. Sweigert), maður henn: er í herþjónustu, Lillian, ti heyrir The WAVES. Stefán, m genginn í sjóher Bandaríkjanr eg nú við Great Lake, Illinoi iien, heima á skólaaldri. Helgi sál var hinn bezti dren Ur> fáskiftinn og hægur í fasi € vingjarnlegur í viðmóti. Skyldi ymkinn og ábyggilegur var har 1 félagsstarfinu eins og hein fyrir, því hann var góður eigin- maður og faðir. Á heimilinu fann maður ávalt mikinn hlý- hug og góðvild; stafaði það frá hjónunum báðum pg öllu heim- ilisfólkinu. Þangað þótti manni æfinlega gott að koma og njóta góðhugans og gestrisninnar. Enda var Helgi sál. ásamt með konu sinni og heimilisfólkinu vin sæll af öllum er kyntust heimil- inu og heimilisfólkinu. Jarðarför Helga fór fram frá heimili hans og eldri kirkju kirkju Garðarsafnaðar, miðviku daginn 13. desember. Hafði hann lengi tilheyrt Garðar söfnuði og verið trúr meðlimur safnaðar- ins, og messurækinn ásamt með fjölskyldu sinni. Margir fylgdu honum til grafar. Voru vinsæld- ir hins látna og fjölskyldu hans auðsæar. Líka mátti merkja að fólkið fann mikið til með ástvin- um hins látna, út af hinni sáru og sviplegu sorg, sem hafði bor- ið að höndum. Séra H. Sigmar jarðsöng. Miðvikudaginn 20. desember andaðist Sesselja Johnson, kona Steingrímis Johnson, á heimili þeirra í Wynyard, Sask. Þau hjón höfðu lengi rekið búskap í stórum stíl, og með miklum myndarbrag, miðja vegu milli Wynyard og Kandáhar, nálægt Quill vatninu þar. Höfðu þau bygt þar fagurt heimili, um- kringt fögrum skógi. En nú voru þau tekin að þreytast eftir mik- ið starf þar. Seldu þau því bú sitt, keyptu heimili í Wynyard og fluttu þangað 1. nóvember í haust. Settust þau að þar ásamt með Guðrúnu dóttur sinni, semy nokkur ár hafði kennt í skóla bæjarins við ágætann orðstýr. En þá vra heilsa Sesselju svo að þrotum kömin, að hún lagðist í rúmið næsta dag og náði ekki aftur nægum bata til að komast á fætur, og andaðist eins og sagt var, 20. desember. Mun hún hafa verið mjög heilsutæp síð- ustu þrjú árin, þó hún hins veg- ar hefði fótavist fram til októ- ber loka og væri venjulega að sinna störfum sínum. Sesselja sál., fæddist í Reykjavík á Islandi, 5. nóv. 1874. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Steinum undir Eyjafjöllum og kona hans Rannveig Jónsdóttir. Föður sinn misti hún á tveggja ára aldri, en var með móður sinni þangað til hún fimm ára að aldri var tekin til fósturs af Guðrúnu móðursystir sinni og manni hennar, Helga Árnasyni. Þau bjuggu á Hvammi í Ölfusi í Árnessýslu. Með fósturforeldr- um sínum fluttist hún til Canada 1886. Þau settust að í Þingvalla- nýlendu í Sask., sem þá var að byggjast. Þar var Sesselja til 19. ára aldurs, en fluttist þá til Winnipeg. Hún átti þar heima til 1901, þá giftist hún Stein- grími Jdhnson, sem bjó í West Kildonan, Man. Þar bjuggu þau 1 áfram fyrst í stað. En árið 1905 fluttu þau til Vatnabygða í Sask. Þar var þá nýtt landnám. Heimili stofnuðu þau milli Wynyard og Kandahar í Sask., eins og áður er sagt. og bjuggu þar svo fram að nóvember byrj- un síðastliðið ár. Steingrímur og Sesselja eign- uðust 5 börn. Þrjú róu í æsku. Tvær dætur lifa móður sína, Guðný, gift Stefáni Stefánssyni, og búsett í Winnipegoses, Man. og Guðrún, kennslukona í Wyny- ard-skóla, og til heimilis þar hjá föður sínum. Tvo drengi tóku þau til fósturs fyrir mörgum ár- um, Harald og Kjartan Skordal, frændur Steingríms. Sesselja var mesta myndar- kona, vel gefin og um margt vel að sér. Hún var ötul og starf- söm búkona og fyrirhyggjusöm. Hún lagði mikla rækt við blóma- rækt og trjárækt og sérhvað það, sem yrði til að prýða heimilið. Bæði voru þau hjón mjög sam-' valin í öllum myndarskap við búsýsluna. Þeim farnaðist líka mjög vel. Bú þeirra stórt og umsvifamikið, bar af sér miklar afurðir, ekki sízt meðan landið var nýtt og frjómagn jarðarinn- ar mikið, og meðan þar var vot- viðrasamt ,að sumrinu. Seinna komu kreppuárin hörðu, og sí- feldir sumar þurkar þar sem bújörð þeirra var. Svarf mjög að þeim þá um tíma, svo sem að öðrum í því nágrenni. En storminn stóðu þau af sér furðan lega vel. En baráttan fyrir lífs viðurværi og viðhaldi hins stóra bús varð næsta ströng, og heilsa þeirra fór að láta sig all-mikið. Enda voru þau tekin að ræskjast. Steingrímur og Sesselja tóku mikinn þátt í ýmsu félagsstarfi sveitar sinnar. Voru það ýms félög, sem þau studdu af ráði og dáð. En það er sér í lagi starf þeirra í Immanuelsöfnuði að Wynyard, sem eg minnist hér. Sá söfnuður hins ísl. lút. kirkju- félags var aldrei sérlega stór, en var þó um eitt skeið með miklu lífsmagni og starfaði af áihuga. Til þess starfs lögðu þau hjón fram mikla krafta og mik- ið fé. Þau voru langt' tímaskeið sterkustu stoðir þess safnaðar. Að þessu starfi vann Sesselja sál., eins og maður hennar, ekki einasta af mikilli einlægni, held- ur og líka af miklu kappi. Sess- elja var og starfsöm mjög í Trú- boðsfélagi Immanuel safnaðar, sem Mrs. Sigmar beitti sér fyrir að stofna, er hún kom ung brúð- ur til Wynyard. Sesselja var frá byrjun skrifari þess félags, og dó í því embætti, því það félag lifir enn, einkennilega góðu lífI. Jarðarför Sesselju sál. fór fram föstudaginn 22. desember, frá heimili hennar og United Ghurch of Canada kirkjunni í Wynyard. Séra Haraldur Sigmar stýrði útförjnni og flutti útfarar- ræðu í kirkjunni. En við hús- kveðjuna var hann aðstoðaður af séra Theodor Sigurðssyni, og í kirkjunni af Rev. Alexander, prestinum, er þjónar í þeirri kirkju. Hafði séra Haraldur ver- ið kallaður til þessarar jarðar- farar fyrir sakir langrar vin- áttu við Steingrím og Sesselju sál. og börn þeirra, og fyrir sakir mikillrar samvinnu á prestskap- ar árum hans í Sask. Enda var honum ljúft að vera með Stein- grími og börnum hans á þessari stundu skilnaðar og sorgar. Þresking í fyrri daga á íslandi Eg var þá drengur, 8—9 ára, er eg fyrst sá þresktan íslenzkan rúg, (síðar meir var það kallað melgras). Það mun hafa verið laust eftir réttir, er fólk í þykkva bænum í Rangárvallasýslu, fór að búa sig undir að skera, sem það kallaði íslenzka stöng. Það var lagt af stað snemma morguns og valin góður dagur til þess. I þetta skipti voru það 10 manns. karlar og konur, og 6 eða 8 hest- ar, eg man það nú ekki vel nú orðið. Verkfærið til að skera stöngina var bara “Sigð”, íbjúgur hnífur með stuttu skafti. Hver maður hafði sigð í hendi. Svo var skorið á þá leið, að tekið var með annari hendi í stöngina, sem var sterk og há, á að giska 3 fet, og með hinni hendinni skorið niður við jörð. Svo var lagt í bindi þar til nógu mikið var komið í bagga. Síðan voru bagg- ar bundnir, og reitt heim, og þar hlaðið upp á húsatóft eða húsa- sund. Stuttu seinna var svo val- inn dagur til að þreskja. Þá var brúkað stærsta útihús í nágrenn- inu, til þreskingarinnar. I þetta hús var látinn rimlapallur, svo sem 4 fet frá gólfi; og upp á þennan rimlapall var svo raðað kornstönginni, ekki mjög þétt. Síðan var kyntur eldur á gólf- inu, undir kornstöngunum,' og bakað þar til kornið var nógu hart. Þessu næst var svo kornið tekið ofan, og barið úr axinu ofan í djúpar kistur og til að losa hýðið friá korninu voru karlmenn láitnir troða í kistunum, þar; til flest af korninu losnaði úr hýði. Þar á eftir var kornið látið í trog og “dustað”, sem kallað var, og hreinsaðist kornið þannig furðu vel. Þá var kornið látið í poka, og geymt þar til það þótti nógu hart til að mala það í steinkvörnum, sem' þá voru al- gengar. Eg er nú ekki alveg viss um hvernig mjölið var matreitt, en eg hygg þó að það hafi verið blandað með mjólk og soðið, og tilreitt ýmist, sem deig eða soð- kaka. En það eitt man eg, að hvorutveggja smakkaðist mjög vel, og eg heyrði gamla fólkið segja, að bragðið af áslenzka korninu væri þó dálátið sætara og betra en úr danska rúgnum. Það finnst mér nú undarlegt að aldrei heyrisit getið um notkun þessa ágæta íslenzka rúgs nú á dögum, en eg hefi fylgt því eftir sem hefur gerst á Fróni með sáðningu á söndum, t. d. á Rang- árvöllum og víðar, af þessum ís lenzka rúg. Staðurinn, sem þetta korn óx á, var suður við sjó, ýmist á melurn (háum sandhaugum) eða á sléttu, sem var lágheiði á að gizka hálf míla á lengd og kvart míla á breidd, og heyrði þess' heiði, sem kölluð var “Slétta”, Hofshverfinu til, og rnunu Þykkvabæingar því hafa fengið leyfi til að skera þar korn. Þess má geta að á hverju ári var sami gróður, og aldrei átt neitt við það að neinu leyti. nema að taka uppskeruna, mér dettur í hug, býður nokkur bet- ur! Eg kom á þessa heiði oft i júní, júlá og ágúst. I júlí var þa blómlegast að sjá þennan akur. Þar sá eg yðgræna jurt, sem var alt að einu og baunagras, sem eg sá váða eftir að eg flutti til Dakota. Eg get ekki sannað það, en það var þó mjög líkt bauna- grasi. Þetta gras var alstaðar inn- an um akurinn. Eftir að eg flutt- ist til Foam Lake, Sask., bað eg vin minn, Sigurð í Hábæ, að senda mér fáein korn af íslenzk- um rúg, og gerði hann það. Þessa prufu fékk eg á útmánuðum 1917. Prufan eða kornið var saumað innan í léreftspoka og var hvítt af myglu þegar það kom. Taldi eg nú víst að þetta mundi aldrei spíra, því að hér- lent korn er talið eyðilagt ef það myglar. Eg sáði nú þessu samt um vorið, en það kom ekki upp það sumar, og það vissi eg nú láka að ekki var von til, eftir íslenzkri reynslu. En næsta voí kom upp íslenzka “blaðkan’, (svo var það altaf kallað heima). Já, hún kom íslenzka blaðkan mín, og nú hélt eg að hér væri fengið eilífðar kornið íslenzka, og nú þyrfti eg ekki að sá fram- ar. En reynslan varð þó önnur. I fyrsta lagi þá átti eg í stríði við illgresið, og svo veiktist eg af “Flú’ 1918 og þar með drap ill- gresið íslenzka rúginn minn. Til skilnings auka skal eg setja það hér, að á sléttunni heima, þá var þar sandur efst og leir undir, svo að þar þreifst ekkert illgresi ofan á, eða innan um kornið. Þetta, sem eg hefi nú skrifað um íslenzka rúginn, er ef til vill ekki að öllu leyti rétt, en það er eftir því sem eg best man. Eg hygg að þessi þresking hafi átt sér stað um það bil 1880 eða 1881. Og eftir þetta man eg ekki til að þreskt væri korn í Þykkva- bænum, en það getur þó hafa átt sér stað, því eg var fjarver- andi frá 1885 til 1888. Nú er mér sagt i fréttum úr' Þykkvabænum að búið sé að sá í stónt landflæmi, sem þá var kallað “Gjá”, en þornaði upp eftir að Þykkvabæingar hlóðu af sér vötnin, eða árnar Rangá og Þverá, og tók þá við öllu þessu vatni Hólsá, og sem í Njálu er kölluð Djúpá, og eg 'held að hún sé nú kölluð Djúpá. Þarna i þessar Gjá, er þá búið að sá íslenzkum rúg, sem mundi gefa uppskeru árlega, án þess að sáð sé til hans aftur. Hér hefi eg þá lýst íslenzkri þreskingu fyrir 64 árum. Eftir minni samt. Þeir, sem betur vita eru vinsamlega beðnir að leið- rétta þetta ofanskráða skrif mitt. Kristján Ólafson, fná Hábæ. Eldspítur hafa valdið stórskemdum á pósti landa á milli ■ ■ AOVDRUN! LATIÐ ALDREI ELDFIMT EFNI INNAN I PAKKA . . . ELDSPÍTUR OG ÖNNUR ELDFIM EFNI hafa valdið alvarlegum bruna. Hugsið út í þetta. Þúsundir poka með bréf og pakka liggja niðri í skipsbotni í versta ósjó. Ef svo kviknar á eldspítum eða öðru eldfimu efni—eins oig oft vill til— þá verða hinir djörfu sjómenn að hætta lífi sínu til þess að bjarga varningnum. Þúsundir póstpakka geta eyðilagst, og þúsundir manna verða fyrir vonbrigðum. VILJIÐÞÉR EKKI HJÁLPA? Vér vitum að þér viljið ékki viljandi stofna pósti og mannslifi í hættu. Hugsið yður um — og látið aldrei eldspítur né annað eldfimt innan í pakka, sem fara eiga landa á milli. CANADA POST OFFICE Gefið út að tilslcipan HON. AV. P. MULOCK, K. C., M. P., POSTMASTER GENERAL \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.